Dagur - 11.05.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 11.05.1960, Blaðsíða 2
2 Valgerður Þóra Vallýsdótfir MINNINGARORÐ FRA SKOGRÆKTARFELAGIEYFIRÐINGA Kummgum kom ekki á óvart, þegar það fréttist, afi Vnlgerður Þóra Vallýsdóttir, kjólugötu 18 liér í bæ væri látin, en miirgum mun hafa runnið til rifja, að svo skyldi fara. Ung móðir, ástkær eiginkona, dóttir og systir, yndi og eftirlæti allra, sem kynntust Iienni, hvers vegna var hún farin svona fljótt frá okkur, já, hvers vegna? Enginn getur svarað slíkri spurn. I.ífsgátan mikla cr levndar- dórnur, scm ekki verður útskýrð- ur. Margir deyja að sönnu ungir, flciri verða þó fullorðnir og sumir háaldraðir. Augljóst er aðeins það eitt, að leið allra liggur að þessum landamærum, sem svo undur erf- itt cr að sjá nokkuð út fyrir, en hvenær, hvers vegna nú og hvorki síðar né fyrr, það er öllum hulið. Dauðinn er reyndar stundum líkiisamur. öftar líkist hann harð- stjóra, scm engu þyrmir. Kannske er hann þó aðeins sendiboði, scm velur þennan'í dag cn hinn á morgun, kýs þá, til nýrra, óþekktra verkefna, vísar þeim veginn á- fram, þangað, sem þeim verður ícngið betra og „meira að starfa Guðs um geim“. Hvernig sem okkur tckst að líta á slíka óhjákvæmilega viðlmrði, valda þeir sársauka og harmi, ekki sízt þegar jicir cru burt kallaðir, sem enn eru á bezta aldri. Að þessu sinni var það móðirin á ný- lega stofnuðu heimili, 25 ára göm- ul eiginkona. Engum fær því tlnl- izt, að stórt skarð er fyrir skildi og þungur harmur kveðinn að eftir- lifandi ástvinum. Vaigerður hóra var af góðu bergi brotin. -Fóreldrar hennar eru sæmdarhjónin Dýrleif Olafs- dóttir og Valtýr Þorstemsson, bæði æuuð af Arskógsströnd og oítast enn kennd við Rauðuvík, Jjyí að þar bjuggu þau um nokk- urt skeið. Þar fæddist Valgerður Þóra 15. nóv. 1934 og ólst upp hjá foreldrum sínum í Rauðuvík Iram um 10 ára aldurinn, en þá flutt- ist f jölskyldan til Akureyrar. I liúsi foreldra sinna og síns ástkæra bréiður stofnaði hún svo um tví- tugsaldurinn sitt eigið heimili með eftirlifandi manni sínum. Haraldi Valsteinssvni frá Þórsnési í Kræklingahlíð. Valgerður ólst upp í einkar friðsælum reit og við mikið ástrfki foreldra og bróður. Hún varð þegar á barnsaldri mjög ánægju- leg stúlka, fríð sýnum, vel gefin og dagfarsprúð. Eftir að hún kom til bæjarins hér, breyttist hún að vísu i fullþroska konu, en hún dró aldr ei dám af hávaðamenningu fjöl- mennisins, var alltaf mótuð af háttvísi og myndarskap, cn bar einnig með sér glaðværð og hlý- leik. Slíkar persónur koma sér alls staðar vel. Eðliskostir þeirra, styrktir með hollu upjieltli, hafa bætandi áhrif á samfélagið. Valgerður var góðum gáfum gædd, enda átli hún til slíkra að telja. I-Iún stundaði framhalds- skólanám hér í bænum nokkra vetur og gat sér þar hinn bezta orðstír. Hún varð snemma liðtæk á skrifstofu föður síns, enda ritaði hún fagra liönd, en var auk þéss bæði rösk og samvizkusöm. Á aðfangadag jóla veturinh 1955 giftist Valgcrður Þóra fyrr- nefndum jafnaldra sínum, og var með þeim á allan hátt hið ákjós- anlcgasta jafnræði. Var jjví bjart yfir þeim dögum, eins og vænta mátti. Framtíðarbrautin virtist greiðfær og glæsileg. En fyrir iveim árum kom heilsuleysið eins og reiðarslag. Ungu hjónin misstu jió ekki kjarkinn. Foreldrar og aðstand- endtir liigðu sig fram og læknarnir lágu 'ékki á liði sínu. Allt, sem lmgsazt gat til bjargar, var gert, og á tímabili virtist nokkur árang- ur nást. Unga konan sýndi sjálf frábæran dugnað og stillingu, svo að líkur bcntu til jicss um skeið, að sigur mvndi vinnast, a. m. k. að nokkru leyti. En hér sannaðist, eins og svo oft, að „þegar ein bár- an rís, er önnur vís“. Eftir endurtekna uppskurðartil- raun færustu lækna hérlendis og erlendis, samstillta viðleitni sjúk- lingsins og allra aðstandenda, hófst svo vonlausa baráttan hér licima. Hinn 27. apríl sl. andaðist Valgerður Þóra á Sjúkrahúsi Ak- urcyrar. Lengur varð ekki viðnárn veitt, en „með sæmd var stríðið háð“. Gróðursctning er nú að hefj- ast hjá skógræktarfélögunum. Byrjáð verður á fimmtudags- kvöldið kl. 8.00 að gróðursetja þingvíði meðfram girðingunni austan við íþróttaleikvang bæj- arins. Er þess vænzt að íþrótta- fólk mæti þar til sjálfboða- Fylrsta ferðin. Fyrsta gróðursetningarferð í Kjarna verður þriðjudagskvöld- ið í næstu viku. Verður gróður- sett þar á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum eins og áð- ur og farið frá Hótel KEA kl. 7.30 e. h. Þeir, sem vilja gerast sjálf- boðaliðar til gróðursetningar, ættu að gefa sig fram við Tryggvá Þorsteinsson, kennara, í síma 1281, eðn Ármanns Dal- mannsson í síma 1464. Laugardag 28. maí — Þor- steinsdag — verður gróðursett á Miðhálsstöðum og sunnudag- inn 29. verður gróðursetningar- dagur UMSE, og þá einnig gróðursett á Miðhálsstöðum. Skógræktarfél. vænta þess, að sem flestir veiti starfsemi þeirra lið með sjálfboðavinnu við gróðursetningu, eða með því að leggja til farartæki og aka sjálfboðaliðum að og frá vinnustað. Öll aðstoð er með þökkum þegin. | ATTFÆTT LAMB [ í Hlíðarhaga fæddist áttfætt lamb fyrir helgina og lifði það aðeins litla stund. Kartafla með nagla Að undanförnu hefur sænsk- ur maður ferðast um og skoðað sykursöltuð þorskhrogn fyrir hönd kaupenda. Víðast hvar hafa gæði og söltun hrognanna reynzt með ágætum, en þó brá út af í einni verstöð. Þar var söltun hroðvirknislega fram- kvæmd og hrognin ekki af beztu gæðum. Alveg gekk samt fram af Svíanum, þegar hann sá hvaða tæki heimamenn notuðu í stað pækilmælis, til að ákveða styrkleika pækilsins. Þeir notuðu sem sé kai-töflu með tveggja tommu nagla, en það er eldgamalt ráð, að fljóti kartaflan, sé pækillinn hæfi- lega stei’kur. SKATAGILIÐ OG RAÐHUSTORGIÐ f augum ókunnra hefur hið sérkennilega og fallega í bæjar- stæði Akureyrar ætíð haft.mik- Fáein kveðjuorð Ævisagan er ekki löng, aðeins 25 ár, en hún sýnir ótvírætt, að ekki jiarf alltaf langlíli til að ná sálarjjroska, scni virðist jiess megn ugur að takast á við þyngstu raun ir mannlegs lífs, og skapa minjar, sem öllu öðru eru dýrmætari |ieim sem eftir lifa. Vinlr og vanda- menn þessarar látnu konu eiga um liana bjartar og fágrar minn- ingar, engar aðrar. .Slíkt er dýrmæt eign. En dýrmætast af öllu er |>ó Ivrir sjálfan hvern að fá að hverfa yfir landamærin óskemmdur af jieim heimska heimi, sem margan manninn villir. Fárra ára gamall drengur hefur misst móður sína, 1 jieim sporum hafa að vísu margir staðið, en slíkt er jafnan harmsaga, og á vissan hátt óbætanlegt tjón. En í skjóli ástríks föður og umhyggjusamra vandamanna er litla drengnum búinn vermireitur, er bæta mun honum móðurmissinn. svo sem framast er unnt. Og þó að hann sé aðeins finnn ára að aldri, mun bjartur geisli fagurra endurminn- inga unt indæla móður, sem Guð vildi geyma hjá sér. lýsa honum fram á ævibrautina. Megl Guð og góðar vættir leiða hann ]>ann veg til hamingju og vænlegs þroska, en hugga fiiður hans, móðurforeldra hans, móður- bróðurinn gtíða og alla, sem sakna hinnar látnu móðttr hans, er nú hefur fengið allra meina sinna bót í dýrðlegri vist á æðri stöðum. Blessuð sé minning hennar! Jólianncs Oli Srvmundsson. „Minningin andar í okkar sál sem ilmur frá dónum rósum.“ Það er ylríkur apríldagur, vor í lofti. Sólin sendi geisla sína yfir harmþrunginn hóp, sem var að fylgja til grafar eigin- konu — móðurinni — og votta henni hlýjan hug og vináttu, en aðstandendum djúpa og ein- læga samúð. í hljóðri saknaðarþögn stóð hinn fjölmenni hópur í kirkju- garðinum í Laufási, en sólin kyssti blómskrýdda kistuu er hún seig hægt í hljóða gröf. — Jórlaug á Lómatjörn var að kveðja okkur eftir stutta sam- veru. Hún kom með sól og sumar í heimili manns síns, og nú var hún kvödd í sól og yl, meiri en við eigum að venjast á þessum árstíma. Fyrir 13 árum fluttist Jór- laug Guðnadóttir hingað í sveitina sem eiginkona Sverris Guðmunóssonar að Lómatjörn. Hún kom hingað flestum ókunn — Reykjavíkurkona óvön sveitalífi, frá þægndum, fjölmenni og glæsileik stórborg- arinnar, — hingað norður í sveitina í fámenni, vetrarhörk- ur, lampaljós og lítil þægindi. Mörgum varð því á að spyrja: Getur hin unga kona settsiginn í þetta viðhorf og hafið hús- móðursörf við skilyrði sveita- konunnar? En unga konan kunni á öllu skil. Við sáum VALGERÐllR ÞÓRA VALTÝSDÓTTIR Kvciíja frá gömlum kcnnara Bráðum vaknar vor á storð. Viikunætur þegja. Þá mun fagnáðs búið borð bíða Jieirra, er deyja. Vaki cg — og engin orð ætti Jiví að segja. Hlýt eg samt að heilsa þér, hinztu kveðju færa. Einn — og j>ar sem enginn sér, er eg streng að bæra. — Varmur hugur víða fer, Valgerður mín kæra. Um skal bafa orðin fæst, una bærilega, jió að margt sé lokað, læst lílsins lurðuvega. — Þegar sumrar, sjáumst næst suifnan mannlegs trega. Ö. S. hana annast aldurhnigna tengdaforeldra af dótturlegri alúð og umhyggju og við fund- urn hið hlýja vinarhandtak og brosmilda viðmót, bæði heima og heiman, hún var vinur okk- ar allra, alls staðar velkomin, öllum kær, og eiginmanni sín- um varð hún sú dýrasta perla, sem lífið hefur upp á að bjóða, því að: „Þegar mey gefur manni hönd og máttur og ást eru tengd, þegar elskandi hjörtu binda sín bönd í bráð og ævilengd, þá er heimilisríkið reist. Hún er rós, hún er lífgjafinn hans, og vígir og nærir hinn eilífa eld á altari hjónabands.“ Hér er ekki meiningin að hafa langt mál — kannski er líka þögnin bezt, þar sem sorg- in ríkir. — Þetta verður aðeins lítið laufblað í minningakranz farinnar vinkonu, sem lifði hér og starfaði með okkur í fáein ár. í fáein ár stráði þessi kona lífblómum í kringum sig, og því verður söknuðurinn sár, en minningarnar frá lífdögum hennar verða líka sá gleðigjafi, sem megnar að mýkja sorg eig- inmanns og ungra dætra, aldr- aðrar móður, tengdamóður og annarra ættingja, — og vissan um það að hún lifir og mun lifa í vernd þess sem gaf okkur líf- ið og hamingjuna og síðan sorg- ina, til að skilja og þakka. Eg veit eg má flytja dýpstu þakkir okkar sveitunganna allra fyrir alúðina og vináttuna sem Jórlaug auðsýndi okkur öllum, og eiginmanninum og dætrunum ungu innilega sam- úð í mikilli sorg. Guð blessi þig. Minning þín lifir ljúf og fögur. Sveitungi. I Daguk I kemur næst út miðvikudaginn 18. maí. ið aðdráttarafl. Stundum heyr- ast um það raddir að Akureyr- ingar séu manna blindastir fyr- ir fegurð síns heimabæjar, og er því ekki að leyna, að ýmis- legt styður þá skoðun. Fyrir nokkru voru hafnar fram- kvæmdir við einn sérkennileg- asta stað í bænum, skátagilið svonefnda á norðurbrekkunni, og sáu menn nú í hillingum gilið eftir endurbótina. Kanta hlaðna upp, gömlu illgresisgörð unum breytt í trjálundi o. s. frv. En kaldur raunveruleikinn. tók brátt af allan efa um, hvað ]>ar átti sér stað. Framkvæmd- in, sem gerð var, var svo ger- samlega smekkíaus, að furðu- legt er að menn með fullu viti hafi komið þar nærri. Á nokkrum klukkustunduna var þar ' unnið stórkostlegt. skemmdarverk, þessi fallegi staður var eyðilagður með þv£ að fylla hluta gilsins með mold og leðju, og þar við látið sitja. Fyrir hönd bæjarbúa langar mig til að spyrja: í fyrsta lagi, hver stjórnar framkvæmdum sem þessum? Og í öðru lagi: Hver sé tilgangur með þeim? Ráðhústorg. Nú standa yfir margvislegar „endurbætur“ á Ráðhústorgi og lítur út fyrir að bæjarbúar eigi þar að þurfa að horfa upp á svipuð vinnubrögð og í fram- kvæmd, sem hér að ofan er lýst. í staðinn fyrir að stækka eina grasblettinn, sem miðbæ- inn prýðir, skulu bílastæði þau, er fyrir nokkrum árum hurfu af torginu, til stórra bóta, koma jjar aftur. En bílastæði fyrir tugi, ef ekki hundruð bíla, mætti gera á uppfyllingu þeirri sem gerð var í gömlu bátadokk- ina. Bílastæði þar myndu full- nægja þörfum norðurhluta miðbæjarins um ókomna fram- tíð. Að lokum vil eg skora á bæjarstjórn að finna einhverri með óbrjálaðan fegurðarsmekk til þess að stjórna framkvæmd- um sem þessum. Einn af yngri kynslóðinni. Frá Sundlaug- inni. Útilaugin hefur þegar ver- ið opnuð fyrir almenning.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.