Dagur - 11.05.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 11.05.1960, Blaðsíða 8
8 Sjúkraflugvélin á Akureyri stödd í Grímsey á laugardaginn var, búin til heiniferðar. — (Ljósmynd: E. D.). Norskur sérfræðiugur í niðursuðutækni er yæntanlegur í maí Um nokkurt skeið hefur stað- ið til, að fenginn yrði hingað á vegum Iðnaðarmálastofnunar íslands (IMSÍ) og tækniaðstoð- ar Bandaríkjastjórnar (ICA) BÍL STOLIÐ Fyrir helgina var bíl stolið hér í bæ og fannst hann illa skemmdur út hjá Glerárbrú, svo og ökumaðurinn, sem tók lífinu með ró og sofnaði á staðnum. I MJÖG ÁRÍÐANÐI | I FLOKKSMÁL I Aðalfundur Framsóknarfélag- anna í — fyrrverandi — Eyja- fjarðarkjördæmi verður hald- inn í verzlunarhúsi KEA (efstu hæð) finimud. 19. þ. m. Fundurinn hefst k!. 1 e. h. og verður þar á dagskrá mjög áríðandi flokksmál, auk venju- legra aðalfundarstarfa. Nonnahúsið á Akureyri verð- ur opnað almenningi á sunnu- daginn kemur, þ. 15. þ. m. Hús- ið verður opið á sunnudögum frá kl. 2.30 til kl. 4, og e. t. v. oftar, ef ástæða þykir til, og verður það þá auglýst. Ferða- mannahópar geta þó fengið að skoða húsið á öðrum tímum, geta þeir í því tilefni leitað upplýsinga í símum 1396 og 1-364. Zontaklúbbur Akureyrar hef- ur haft forgöngu um það menn- ingarstarf að varlveita Nonna- húsið og koma þar upp safni um séra Jón Sveinsson, Nonna. Hafa þar margir velviljaðir aðilar komið við sögu, þeirra á meðal Haraldur Hannesson hagfræðingur í Reykjavík, sem er mesti Nonnafræðingur hér á landi. Mikilla viðgerða er enn þörf á húsinu, svo að það megi varð- veitast, en fjárskortur hefur hamlað framkvæmdum. Þó eru sérfræðingur til leiðbeiningar fyrir íslenzkan niðursuðuiðnað. Var niðursuðuverksmiðjunum tilkynnt í maí 1959 um þetta og létu þær allflestar í ljós ein- dreginn áhuga fyrir málinu. — Ráðgert var, að hingað kæmi þekktur, bandarískur sérfræð- ingur í þessu skyni, en hann féll frá skömmu áður en för hans skyldi hefjast. Að svo komnu máli var ákveðið að reyna að fá hingað norskan sérfræðing, sem starf- aði hér um mánaðarskeið á sl. ári og er nokkrum aðilum í niðursuðuiðnaði okkar þegar að góðu kunnur. Er hér um að Skólaslit í Ólafsfirði Ólafsfirði 9. maí. Fiskafli er ti-egur, þó fá trillurnar einn og einn góðan róður og fá þá um 2000 pund. konur í Zontaklúbbnum bjart- sýnar á, að þeim muni takast að láta gera Nonnahúsið svo úr garði, að bænum verði það til sóma og ánægju í framtíðinni. Þess má geta að nokkrum sinnum hefur verið heitið á Nonnahúsið og því viljað vel til. Heimsóknir í húsið munu vera nokkuð á þriðja þúsund síðan það var opnað á 100 ára fæðingardegi Nonna, 16. nóv. 1957, þ. á. m. margir útlend- ingar. Brjóstlíkan af séra Jóni er væntanlegt í húsið nú á næst- unni, er það gjöf til safnsins frá Herder, útgefanda Nonna- bókanna í Þýzkalandi. Líkan það, se mhingað kemur, mun vera afsteypa úr eyr, en frum- myndin verður í Þjóðminja- sáfninu. Kolbeinn Kristinsson verðuf leiðbeinandi eins og að undan- fömu. ræða norska vélaverkfræðing- inn hr. Carl Sundt-Hansen og er nú afráðið að hann komi hingað 4. maí. Sundt-Hansen er mjög kunn- ur, ráðgefandi verkfræðingur í ýmsum löndum, sérstaklega á sviði niðursuðu sjávarafurða. Starf Sundt-Hansens, sem mun dveljast um tveggja mán- aða skeið hér á landi, er hugs- að þannig í framkvæmd, að einstöku niðursuðuverksmiðj- um verði gefinn kostur á að fá hann í nokkra daga til leiðbein- ingastarfs í sambandi við fram- leiðslutækni og rekstur, og að hann skili hverri verksmiðju skýrslu um þau atriði, sem tek- in eru til meðferðar. Þá er jafnframt gert ráð fyrir, að Nýlokið er barna- og ungl- ingaskóla. Unglingaprófi luku 22. Hæsta einkunn fékk Ásdís Hartmannsdóttir, 8,88. Barna- prófi luku 13 og fékk Björk Arngrímsdóttir hæsta eink- unn, 8,37. Við skólaslitin afhenti skóla- stjórinn, Sigursteinn Magnús- son, verðlaun frá Rotaryklúbb Olafsfjarðar fyrir bezta hegðun og ástundun í skólanum. Ásdís Hartmannsdóttir og Oskar Sig- urbjörnsson hrepptu þau. Verð- launin voru kvæði Gríms Thomsen. Að lokinni skólauppsögn var handavinnusýning nemenda, bæði pilta og telpna, svo og teikningar og skrift og þótti margt vel gert. Þar var m. a. líkan af íbúðarhúsi, sem sér- staka athygli vakti. Á síðustu góðviðrisdögum hafa tún grænkað. Sauðburður er byrjaður í bænum og stend- ur sem hæst. Frammi í sveit eru ærnar látnar bera heldur síðar, en þar er þó sauðburður- inn að hefjast. Afli er mjög tregur hjá togveiðibátum. Merkisafmæli í Skagaf. Sauðárkróki 9. maí. Ársþing Ungmennasamb. Skagafjarð- ar var haldið hér um síðustu helgi. í sambandi við það var 50 ára afmæli Ungmennasam- hann taki saman yfirlitsskýrslu um vandamál niðursuðuiðnað arins í heild og geri tillögur um með hverjum hætti megi örva þróun hans. Þess skal getið, að IMSÍ hef- ur haft nána samvinnu við dr. Sigurð Pétursson, gerlafræðing við Atvinnudeild Háskólans, um undirbúning þessa máls og mun hann, ásamt IMSÍ, vinna að því að starf hfns norska sér fræðings hér komi niðursuðu- verksmiðjunum að sem mest- um notum. Æskilegt er, að þeir aðrir, sem hugsa sér að njóta góðs af starfi Sundt-Hansens og ekki hafa þegar haft samband við Iðnaðarmálastofnunina þar að lútandi, gefi sig fram sem fyrst. bands Skagafjarðar minnzt sér- staklega með fjölmennu hófi að Bifröst á laugardagskvöldið. — Þar voru um 200 manns. í sam bandi við þetta merkisafmæli var gefið út vandað minningar- rit. Meðal viðstaddra utanhér- aðsmanna voru Ben. G. Waage, forseti ÍSÍ, Skúli Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ungmenna- sambands ísiands, og Árni Guðmundsson, skólastj. íþrótta kennaraskólans á Laugarvatni. Margir eldri félagar og nokkrir stofnendur voru þama einnig mættir. Formaður Ungmennasam- bands Skagafjarðar er Guðjón Ingimundarson á Sauðárkróki og hefur hann verið í stjórn þess hátt á annan áratug, og lengst af formaður. Verið að moka Siglu- fjarðarskarð Siglufirði 9. maí. Nú er verið að moka Siglufjarðarskarð. Ein ýta er byrjuð Siglufjarðarmeg- in. En einnig er verið að ryðja snjó af Lágheiðarvegi. Þegar því verki er lokið, verður sú jarðýta, sem þar vinnur nú, sett til vinnu við snjómoksturinn Skagafjarðarmegin. Verða' þá tvær ýtur að verki, sennilega frá fimmtudegi að telja. Snjór er ekki venju fremur mikill á iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu ENN ÞEGJA ÞEIR Það hefur vakið eftirtekt, að stjórnarblöðin á Akur- eyri hafa ekki með einu orði reynt að hrekja þær tölu- legu staðreyndir, sem hér hafa verið birtar um frum- vörp til laga um veltuútsvar og breytingar á lögum um útsvör og tekjuskatt. Með veltuútsvörum verða bændur landsins gerðir að skattgreiðendum bæjanna, sem numið getur 4 þús. kr. af aðeins 200 þús. króna við- skiptum bónda við kaupfé- lag sitt. ' Og bent hefur verið á, að með stefnu ríkisstjórnarinn- ar um útsvör og tekjuskatt lækka þessi gjöld um 700.00 kr. á miðlungsfjölskyldu, sem liefur 60 þús. kr. nettó- árstekjur, en um 16.500.00 kr. á fjölskyldu með 150 þús. kr. árstekjur, miðað við sömu fjölskyldustærð. Þessi tvö dæmi eru mjög ljós og táknræn um þá íhaldsstefnu, sem landinu hefur verið forðað frá um 30 ára skeið, en núverandi stjórnarflokkar eru að leiða yfir þjóðina. Og þetta gerir ríkisstjórnin í algerðu heim- ildarleysi, því að allt önnur stefna var boðuð fyrir kosn- ingar og Um hana kosið, en ekki þessa hörmungar- og hungurstefnu, sem gerir þá ríku ríkari og þá fátæku enn fátækari. Siglufjarðarskarði nú. Þó er áætlað að ekki taki skemmri tíma en hálfan mánuð að gera veginn akfæran, og er það ágizkun ein. Togararnir hafa verið með reitingsafla, en togskipin lítinn. Aftur á móti hafa trillurnar oft- ast komið með ágætan afla. Folöldin að fæðast Blönduósi 9. maí. Hér hefur verið einmuna tíð og farið að' gróa. Sauðburður er að byrja. og einstaka folald fætt. Hér bar það við í vor, að bát- ar lögðu net sín næstum inn á móts við Blönduós og hefur það ekki komið fyrir í 12—15 ár. En fyrrum var hér fiskur nærrí landi. Þykja þetta góð tíðindi og samhljóða þeim tíðindum, sem víða spyrjast um vaxandi fiskigengd eftir friðunina. Mllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllll* { Segja upp störfum | í síðustu fundargerðum bæj- arráðs er frá því sagt, að Sig- tryggur Stefánsson iðnfræðing- ur hafi sagt starfi sínu hjá bæn- um lausu, ennfremur að Mar- teinn Sigurðsson hafi sagt upp starfi sínu sem framfærzlufull- trúi og Ásgeir Valdimarsson bæjarverkfræðingur hefur sagt upp störfum sínum hjá bænum. Nonnahúsið opnað-á sunnudaginn Brjóstlíkan af síra Jóni Sveinssyni væntanlegt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.