Dagur - 18.05.1960, Page 5

Dagur - 18.05.1960, Page 5
4 5 Spurningar og svör á Alþingi SAMKVÆMT þingsköpum hafa alþing- ismenn rétt til að bera fram skriflegar fyrir- spumir til ráðherra og fá þeim svarað, ef þingið leyfir. Fyrirspumir þessar eru prent- aðar og teknar fyrir á fundum sameinaðs þings, venjulega á miðvikudögum. Hver fyrirspyrjandi má þá taka tvisvar til máls, en ekki lengur en í 5 mín. í hvert skipti. Ræðutími ráðheiTa er ótakmarkaður. Á yfirstandandi þingi hefur komið fram íjöldi fyrirspurna, einkum eftir að líða tók á þingtímann. Eins og vænta má, eru það einkum þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem spyrja, og flestar fyrirspumir frá þing- mönnum Framsóknarflokksins. Nokkur dæmi skulu hér nefnd. Asgeir Bjarnason spurði: „Hvað ætlar ríkisstjórnin að greiða mikið niður verð á fóðurbæti og tilbúnum áburði?“ I»essu svaraði Ingólfur Jónsson landbún- aðarráðherra efnislega á þessa leið: Fóður- bætir kostar í dag kr. 3,80 hjá Mjólkurfél. Reykjavíkur. Hækkun þessarar vöm verð- ur um 14—15%. Mais hækkar um 18— 19%. Þrífosfatpoki mun sennilega kosta 225 krónur, en hefði kostað 296 án niður- greiðslu. Kalí kostar sennilega 108 krónur, en hefði kostað 134 án niðurgreiðslu. Blandaður áburður kostar 117, en hefði kostað 145 án niðurgreiðslu. Þá sagði ráð- herrann, að til mála kæmi að hækka tonnið af Kjama upp í 2500 krónur, pokinn yrði þá seldur á 125 í stað 115 í fyrra. Þetta þóttu fremur loðin svör og skrýtin og spunnust af umræður, en ráðherra svaraði skætingi, eins og oftar í fyrirspumartíma, rétt eins og hann telji fyrirspumir móðgun við sig eða flokk sinn, enda stundum í vanda staddur með svörin. Þessar umræður fóm fram seint í marz. Bændur em nú að kaupa áburðinn og bera hann „í ginið á gróðrinum“, svo sem vera ber, en margir eiga erfitt með áburðar- kaup vegna dýrtíðarinnar og margvíslegra álaga hins opinbera. Þeir, sem trúnað lögðu á frásögn landbúnaðarráðherra í vor, sem að framan getur, hafa orðið fyrir vonbrigð- um. Nú kostar áburðurinn miklu meira en þar var ráð fyrir gert. Kjarni kostar 136 kr., þrífosfat 256 kr., kalí 123 kr., blandaður áburður 135 kr. Þetta verð er nú á áburðin- um hér og skýtur nokkuð skökku við upp- lýsingar ráðherrans. Nokkm síðar báru þeir Ásgeir Bjamason og Halldór Sigurðsson fram sundurliðaða fyrirspurn um niðurgreiðslur í heild. Gylfi Þ. Gíslason svaraði því skilmerkilega. Gaf hann m. a. þær upplýsingar, að fóðurbætir og áburður yrði greiddur niður um 18,61%, fobverð, eða sem svaraði 16 millj. kr. á árinu. Þeir peningar yrðu teknir af niðurgreiðslum landbúnaðarvara til neyt- enda og yrðu þær lækkaðar um sömu upp- hæð. En niðurgreiðslur í heild áætlaði ráð- herrann 287 milljónir króna á yfirstand- andi ári. Þessar tölur gefa til kynna hve ríkis- stjóm stendur vel við þau fyrirheit sín áð ganga af uppbótar- og niðurgreiðslukerfinu dauðu. Aldrei hafa niðurgreiðslur úr ríkis- sjóði verið nálægt því svona háar áður. Um útflutningsuppbæturnar, sem stjóm- in segist vera búin að afnema, er það að segja, auk þess, sem frá er skýrt hér að fram- an, að útgerðinni munu ætlaðar 60 milljón- ir — þ. e. eftirgjöf á hluta útflutnings- skattsins, sem lögfestur var í vetur. Útflutn- ingsuppbætumar eru því miður heldur ekki úr sögunni. Undanfarna daga hefur lifn- að mjög yfir íþróttalifinu og allmörg mót verið haldin, en sökum þrengsla í blaðinu hafa umsagnir og úrslit orðið að bíða birtingar. Helztu viðburð- ir á þessu sviði fara hér á eftir. í aprílmánuði. Stórhríðarmót skíðamanna. A-flokk vann Svanberg Þórðar- son úr Reykjavík, 2. Hákon Ol- afsson MA, 3. Reynir Pálmason KA. 15 ára flokk vann Reynir Brynjólfsson Þór og yngri flokk vann Guðm. Pétursson KA. Jón Stefánsson KA varð Ak- ureyrarmeistari í badminton. Fimleikaflokkur Einars Helgasonar hélt sýningu í Lóni við hinar beztu undirtektir, en of litla aðsókn. í apríllok kom KFR og háði hér keppni í körfuknattleik gegn KA og varð jafntefli, 55:55. Síðar kepptu sömu lið sýningarleik á Húsavík og sigr- uðu þá KFR-piltar. Helztu viðburðir í þessum mánuði. Akureyrarmót í svigi. 1. Sig- tryggur Sigtryggsson KA. B-fl. vann Hörður Þorleifsson MA. Sigtryggur Sigtryggsson K. A. Akureyrarmeistari í svigi C-fl. vann Guðm. Tulinius KA. Drengjakeppni, 13—15 ára fl. vann Sigurður Jakobsson KA og yngsta fl. vann Smári Sig- urðsson KA. Hraðkeppni í knattspyrnu. KA vann Þór 2:0 og MA 2:1. Akureyringurinn Guðm. Þor- steinsson tók þátt í víðavangs- hlaupi Meistaramóts íslands og varð annar í röðinni. Firmakeppni skíðamanna. — Sigurvegari varð Reynir Pálma son, sem keppti fyrir Rakara- stofu Valda, Ingva og Haralds. Annar varð Björn Sveinsson, sem keppti fyrir Kjötbúð KEA og þriðji Magnús Guðmunds- son, sem keppti fyrir Sundhöll- ina. Hér var um forgjafar- keppni að ræða og fengu kepp- endur mismunandi háa frá- dráttartölu, nema Magnús. — Reynir fór brautina á 39,1 + 4 = 35,0 sek. Bezta brautartíma hafði Magnús G., 35,2. Þróttur úr Reykjavík í heimsókn. Knattspyrnufélagið lék hér 2 leiki um síðustu helgi og fóru leikar þannig, að Ak. unnu fyrri leikinn 2:1, en seinni leik- inn unnu Þróttarar með 4:2 mörkum. Þá kepptu Þróttarar einnig í handknattleik við hand knattleiksmenn hér og unnu sunnanmenn með 24:20 mörk- Norræna sundkeppnin. Samnorræna sundkeppnin hófst sl. sunnudag og brugðu Akureyringar vel við og syntu margir strax fyrsta daginn. í tilefni af þessari keppni flutti forseti íslands útvarps- ávarp og synti síðan tilskyida vegalengd. íþróttavikan og fleira. íþróttavika FRÍ verður 16.— 23. júní, og keppt verður í 100 m. og 800 m. hlaupi, langstökki og kringlukasti. Stigaútreikn- ingi er svo hagað, að allir ættu að geta náð í stig, t. d. þarf að- eins 17 m. í kringlukasti, 3,80' m. í langstökki eða 100 m. hlaup á 16,0 sek. til að ná í stig. En keppni þessi er einnig milli kaupstaða og sambanda. Dag- ana 16.—23. verða frjálsíþrótta- menn á vellinum kl. 6—9 e. h. til að mæla fyrir þá bæjarbúa, sem vilja spreyta sig. Norræna unglingakeppnin stendur yfir 4. júní til 3. júlí og eru keppnisgreinar: 100 m. grind, 3000 m. hlaup, þrístökk, stangarstökk, kúluvarp, sleggju kast. En kvennakeppni í 100 m. hlaupi, 80 m. grindahlaupi, langstökki, kúluvarpi og kringlukasti. Frjálsíþróttanámskeið fyrir drengi og unglinga verður vik- una 23.—29 maí kl. 6—8 e. h. dag hvem, og munu beztu frjálsíþróttamenn bæjarins leiðbeina drengjunum. Nám- skeiðið er öllum opið og ókeyp- is. I lok námskeiðsins verður drengjamót fyrir þá, sem þess óska og loks kvikmyndasýning. Ármann í Reykjavík er vænt- anlegur með lið handknattleiks- og körfuknattleiksmanna um hvítasunnuna. Unglingameisíaramótið á Akureyri. Unglingameistaramót íslands (19—20 ára) í frjálsum íþrótt- um verður að þessu sinni hald- ið hér á Akureyri og verður sennilega síðustu helgina í júní. Stærstu íþróttaviðburðir sum- arsins verða að sjálfsögðu kappleikir knattspyrnumanna okkar í I. deild, og er þeirra beðið af mörgum með spenn- ingi, en ekki er enn vitað um leikdaga, en keppnisdagar verða birtir hér í blaðinu um leið og endanleg niðurskipun I. deildarmótsins er lokið. Vormót í frjálsíþróttum og maíboðhlaup verður sennilega um helgina 28.—29. maí. Ráðherrar ganga til spurninga ekki hjá prestinum heldur hjá þmgmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi ••iiiiiiiiiiii Formaður tilkymiir kjör heiðursfélaganna í afmælishófinu. Ungmennasamb. Skagafjarðar 50 ára Ársþing Ungmennasambands Skagafjarð,ar var haldið á Sauðárkróki dagana 7. og 8. maí. Um 40 fulltrúar frá 11 ungmennafélögum sátu þingið. Form. sambandsins, Guðjón Ingimundarson, setti þingið. — Bauð hann fulltrúa og gesti velkomna. Minnti hann á, að nú væru 50 ár liðin frá stofnun sambandsins, og rakti stuttlega starfssögu þess. í landhelgismálinu samþykkti þingið svohljóðandi ályktun: „Héraðsþing UMSS 1960 treystir því að íslenzk stjórnar- völd haldi fast á málstað þjóð- arinnar í landhelgismálinu og geri enga samninga í því máli, sem takmarka rétt þjóðarinnar til 12 míinanna og frekari út- færslu landhelginnar.“ Stjórn sambandsins var öll endurkosin, nema Halldór . Benediktsson, sem baðst-undan- - endurkosningu. í stjórn ei'u nú: Guðjón Ingimundars., Skr., Sig- urður Jónsson, Reynistað, Gísli Felixson, Sauðárkróki, Eggert Ólafsson, Sauðárkróki, og Stefán Gúðmundsscon, Sauðárkróki. Formaður þakkaði Halldóri Benediktssyni langt og gott starf. Ungmennasamband Skaga- fjarðar var stofnað að Vík í Staðarhreppi 17. apríl 1910. Undirbúningsnefndin hafði séð um útgáfu afmælisrits, og kom það út nú fyrir helgina, vandað og mörgum myndum prýtt. 50 ára afmælisins var minnzt með hófi í Bifröst fyrra laugar- dag. Hófst það kl. 9 um kvöldið með þvi að form. sambandsins bauð félaga og gesti velkomna og fól veizlustjórn í hendur Ey- þóri Stefánssyni. í hófinu fluttu þessir ræður: Guðjón Ingimundarson, Skúli Þor- steinsson framkvæmdastjóri UMFÍ, Benedikt Waage, forseti ÍSÍ, Árni Guðmundsson, skóla- stjóri fþróttakennaraskóla ís- lands, Jón Sigurðsson, fyrrver- andi alþm., Reynistað, Árni J. Hafstað, bóndi, Vík, Björn Jónsson, bóndi, Bæ, Höfða- strönd, og Stefán Guðmunds- son, Sauðárkróki, form. UMF Tindastóls. Form. sambandsins tilkynnti kjör heiðursfélaga, en þeir voru: Jón Sigurðss., Reynistað, Árni J. Hafstað, Vík, Þórarinn Sigurjónsson, nú á Hvanneyri, og Ólafur Sigurðsson, Hellu- landi, en þeir voru allir full- trúar á stofnfundi sambandsins og tveir hinir fyrst nefndu í fyrstu stjórn þess, auk Bryn- leifs Tobiassonar, sem nú er látinn. Þá var og kjörinn heið- ursfélagi Sigurður Ólafsson, fræðimaður á Kárastöðum, sem setið hefur í stjórn sambands- ins lengst allra, eða í 21 ár. — Heiðursfélagarnir . ,voru allir mættir i hófinu, néma Ólafur Sigurðsson, sem ekki gat komið því við vegna fjarveru. Afhenti form. þeim heiðursskírteini og oddveifu sambandsins, með þökkum fyrir unnin störf. Sýndir voru tveir þættir úr leikritinu íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness. Leik- endur Kári Jónsson, Sigurður Ármannsson, Þorkell Halldórs- son og frú Stefanía Frímanns- dóttir. Karlakvartett söng. Söngvar- ar: Árni Kristjánsson, Stefán Haraldsson, Pétur Sigfússon og Halldór Benediktss. Undirleik annaðist Björn Ólafsson. Hall- dór Benediktsson las upp kvæði. Benedikt. G. Waage, forseti ÍSÍ afhenti form. sambandsins þjónustumerki ÍSÍ vegna langr- ar þjónustu í þágu sambands- ins, en hann hefur verið í stjórn þess í 18 ár. Frá Þor- steini Einarssyni íþróttafulltrúa barst honum vinarkveðja, Ferðabók dr. Helga Péturss. Sýslufundur S.- Þingeyjarsýslu mót- mælir breytingu á útsvarslögunum Á aðalfundi sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu 1960 var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Sýslunefnd Suður-Þingeyj- arsýslu lýsir yfir, að hún telur fram komið frumvarp til bráða- birgðabreytinga á lögum um útsvör marka mjög varhuga- verða stefnu, og færir þetta helzt til um rökstuðning fyrir því áliti: 1. Álagning almennra útsvara er alveg einskorðuð við tekju- skattsframtöl, sem engar líkur eru til að verði ábyggilegri undirstaða álagningar hér eftir en hingað til. 2. Lögleiðing veltuútsvars á viðskipti almennt er dulbúin aðferð til að færa mjög veru- legan hluta af útsvarsþunga bæja og kaupstaða yfir á ibúa þeirra sveitabyggða, sem verða að hafa aðalviðskipti sín í bæj- unum, en hafa engin skilyrði til gagnkvæmra ráðstafana á hendur þeim. 3. Með fyrirhuguðu veltuút- svari á vöru í umboðssölu — sem engin verzlun er í venju- legum skilningi, — og þá fyrst og fremst framleiðsluvöru landbúnaðarins, er allra lengst gengið í rangsleitninni, og það því fremur, að frumvarpið opnar leið til að leggja á eina og sömu vörueiningu í þremur sveitarfélögum. Þar sem engar óumflýjanleg- ar ástæður geta legið til þess að gera þurfi bráðabirgða- breytingar á útsvarslögunum á þessu þingi, skorar sýslunefnd- in á háttvirt Alþingi, að af- greiða engar breytingar á nefndri löggjöf, fyrr en nefnd sú, sem vinnur að breytingu á henni, hefur lagt fram fullnað- artillögur sínar í því efni, og landsmönnum hefur gefizt ráð- rúm til að gagnrýna þær breyt- ingar, sem þar verða væntan- lega bornar fram.“ Sýslunefndin samþykkti eft- irtaldar fjárveitingar: Til menntamála kr. 72.000.00. — Til heilbrigðismála kr. 103.000.00. — Til búnaðarmála kr. 65.000.00. — Til samgöngu- mála kr. 285.000.00. Þá lét sýslunefndin í ljós það álit, að ef reist yrði trjáplötu- verksmiðja, til vinnslu úr þing- eyskum skógum, ætti hún að vera innan héraðsins. Sýslunefndin ákvað að ger- ast aðili að kaupum og rekstri lögreglu- og sjúkrabifreiðar ásamt Húsavíkurkaupstað, til starfrækslu í héraðinu. Eins og frá er sagt í leiðara blaðsins í dag um fyrirspurnir þingmanna til ráðherra, sam- kvæmt þingsköpum, ber margt á góma þegar fyrirspurnir eru fram bornar. Eysteinn Jónsson spurði, hvort nýjar reglur hefðu verið settar um endurkaup Seðla- bankans á afurðavíxlum og í hverju breytingarnar væru fólgnar. Viðskiptamálaráðherra upplýsti, að út á sjávarafurðir væri lánað úr Seðlabankanum (endurkeypt) sama krónutala og í fyrra út á framleiðsluein- ingu. Ut á landbúnaðarafurðir mætti ekki lána hærri heildar- upphæð á árinu 1960, en lánað hefði verið 1959 (og sama krónutala út á framleiðsluein- ingu). Hér er því um að ræða hlutfallslega mikla lækkun af- urðalána úr Seðlabankanum og að auki sérstök takmörkun. Ásgeir Bjarnason og Páll Þor- steinsson spurðu, hvers vænta mætti um starfsemi Ræktunar- sjóðs og Byggingasjóðs sveita- býla, og var spurningin í 4 lið- um. Ingólfur ráðherra svaraði því til, að búið væri að veita þau lán úr Byggingasjóði, til nýbygginga 1959, sem sam- kvæmt venju hefði átt að af- greiða fyrir áramót. Afgreiðslu þessara lána er ekki lokið enn og flestum kom það á óvart, að vextir á þessum lánum hækk- uðu úr 3\t>% upp í 6%. Þá lét ráðherrann í veðri vaka, að báðir sjóðirnir gætu afgreitt á venjulegum tíma, lán út á nýj- ar framkvæmdir á þessu ári og munu menn hafa tekið þau orð hans sem loforð. Loks sagði hann, að búið væri að veita lán úr Ræktunarsjóði út á allar framkvæmdir frá árinu 1959. Þetta er því miður ekki rétt hermt hjá ráðherranum. Ekki vildi ráðherrann kannast við að nein óvenjutregða hefði verið á afgreiðslu lána úr Bygginga- sjóði fyrir áramót og mun sú þrjózka hafa vakið furðu margra þingmanna, því að margir þeirra hafa af þeim per- sónuleg kynni, sem umboðs- menn lántakenda, nú eins og jafnan fyrr. Á þessum áratug mun það ekki áður hafa komið fyrir, að Byggingasjóðslán hafi legið óafgreidd yfir áramót, ef lánaskjöl voru til staðar í byrj- un desembermánaðar eða fyrr og eftir þeim lánum gengið. Gísli Guðmundsson og Sigur- vin Einarsson spurðu um þrjú atriði í sambandi við efnahags- mál sjávarútvegsins. í fyrsta lagi, hvort ákveðnar hefðu ver- ið nýjar uppbætur eftir á, út á framleiðslu frá 1959. í öðru lagi, hvað stjórnin ætlaði að gera til að bæta úr erfiðleikum vegna niðurfalls sérbóta á ýsu, steinbít sumarveiddan fisk o. fl. 1 þriðja lagi, hvort stjórnin ætlaði að beita _ sér fyrir ráð- stöfunum vegna verðhækkunar á fiskiskipum, sem smiðuð eru erlendis, og greiða þarf nú eða síðar í erlendum gjaldeyri. Sjávarútvegsmálaráðherra, Emil Jónsson, sagði, að greidd- ar yrðu nálega 32 millj. króna í sérstakar verðbætur á togara- fisk frá 1959, samkvæmt sér- stakri stjórnarákvörðun í fe- brúar í vetur. Væri þetta þegar að mestu greitt. Nemur þessi uppbót 24,4 aurum á kg., sem lagt var á land hér og 11,74 aurum á kg., sem flutt var á land erlendis. Þá kvað ráðherr- ann enga ákvörðun hafa verið tekna um að bæta tjón það, sem fyrirsjáanlegt er vegna nið- urfalls sérbótanna á ýsu, smá- fisk o. fl., og þykja þetta hörð tíðindi hér fyrir norðan. Við síðustu spurningunni komu engin jákvæð svör. Eysteinn Jónsson bar nýlega fram tvær fyrirspurnir varð- andi lántökur erlendis og ráð- stöfun erlendra lána. Fjármála- ráðherra, Gunnar Thoroddsen, svaraði því, að af 6 milljón doll- ara framkvæmdaláni, sem Al- þingi heimilaði í fyrra að taka, er óráðstafað 112 milljónum ísl. króna. En 98 millj. kr ráðstaf- aði Alþingi sjálft á sínum tíma (til rafvæðingarinnar 45 millj., til hafnargerða 28 millj. og 25 millj. til Ræktunarsjóðs). En það er á huldu, hvað ríkis- stjórnin aetlar að gera við þessar 112 milljónir króna, sem óráðstafað er og mun þurfa að ræða það frekar áður en þingi lýkur. Af vörulánum (P. L. 480), sem tekin hafa verið í Banda- ríkjunum eða gert er ráð fyrir að fá á þessu ári, er óráðstafað 114 milljónum króna. Loks upplýsti viðskiptamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason,sem svar við fyrirspurn Eysteins Jónssonar, að þegar væri búið að nota 296 milljónir króna af 20 millj. dollara (760 millj. ísl. króna) yfirdráttarláni ríkis- stjórnarinnar hjá Evrópusjóðn- um í alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það er þessi yfirdráttarheimild erlendis, sem ríkisstjórnin kall- ar gjaldeyrissjóð, eins og kunn- ugt er, þótt þar sé í rauninni um lausaskuldir að ræða. •111111111111111111111111■ll■lllll■ll■tlllll•l■•lll■lltlllltllll••± - Z ! Æskulýðsblaðið | 1. hefti þessa árs, er komið út. Af efni þess má nefna: Unga fólkið í fréttunum (Þegar Ragnheiður Sigfúsdóttir vann flugfarið til Reykjavíkur á Æskulýðshátíðina, Helena og Finur við hljóðnemann, Séra Ólafur Skúlason o. fl.). Æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar skrifar: Þú sagðir já. Sigríður Hannesdóttir, 6. bekk M. A.: Viðhorf mitt til framtíðarinnar. BiskupshjóninheimsækjaLöngu mýri (mynd). Þá er þýdd grein eftir Pat. Boone. Myndasaga Albert Schweitzer o. fl. — Að- alritstjóri þessa heftis er séra Sigurður H. Guðjónsson, Hálsi. í Oddeyrarskóla voru 272 böro Oddeyrarskólanum á Akureyri var slitið 10. maí sl. Ei- ríkur Sigurðsson, skólastjóri, skýrði frá skólastarfinu á árinu, úrslitum prófa og ávarpaði brautskráða nemendur. Sú breyting varð á kennaraliði á síðastliðnu hausti, að Guðmundur Olafsson hvarf frá skólanum, en í hans stað kom frú Hólmfríður Ólafsdóttir. • I skólanum voru í vetur 272 börn í 11 deildum. Fastir kennarar voru 7 með skólastjóra og þrír stundakennarar. Einn af kennurum skólans, Theodór Daníelsson, forfall- aðist frá kennslu um áramót, en í stað hans tók við kennslu frú Guðrún Friðriksdóttir. Heilsufar hefur yfirleitt verið gott í vetur. Börnin fengu vitamíntöflur daglega'. Skólaskemmtun barnanna var í byrjun marz, og um sama leyti kom út skólablaðið „Eyrarrós". Sparifjársöfnun fór fram í öllum deildum skólans og voru seld sparimerki fyrir 16.800.00 krónur, og er það heldur meira en áður. Lestrarstofa fyrir börnin var opin í skólanum 2 daga í viku og urðu lesstofugestir alls um 1200. Listkynning í skólum fór fram síðastliðið haust. Voru kynnt kvæði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi af ágæt- um listamönnum. Las skáldið þar eitt af ljóðum sínum fyrir börnin. Þetta er einhver ánægjulegasta heimsókn, sem skólinn hefur fengið. Nokkrar gjafir hafa skólanum borizt á árinu. Má þar til nefna Lesarkasafn Jóns Ófeigssonar frá Magnúsi Péturs- syni, kennara. Tveir nemendur skólans, Jónas Brjánsson og Brynjar Brjánsson, gáfu skólanum eggjasafn við skóla- slitin. Mikil þrengsli eru í skólanum og viðbótarbygging fyrir- huguð. Veitti Alþingi styrk til hennar í vetur. Þó er vafa- samt, að hægt verði að byrja á henni fyrr en næsta vor, af því að ekki er nóg fé fyrir hendi. Barnaprófi luku aðeins 20 börn úr skólanum að þessu sinni. Kvöldvökuútgáfan á Akureyri gaf tvær af útgáfu- bókum sínum til verðlauna. Hlutu þær Arnar J. Magnús- son og Kolbrún Sigurðardóttir fyrir hæstu einkunnir við barnapróf. Þá gaf Ásgeir Jakobsson bóksali einnig tvær verðlaunabækur fyrir beztan árangur í skriflegri íslenzku. Þær bækur hlutu Laufey B. Einarsdóttir og Ólína K. Jó- hannsdóttir. Sýning var á skólavinnu barnanna í skólanum sunnu- daginn 8. maí. Sýningin var mjög vel sótt. Orgelveltan Brjánn Guðjónsson skorar á: Jóhann Valdemarsson bóksala, Birgir Helgason, söngkennara, Hákon Eiríksson, Hvannavöllum 8. Jón Sigurgeirsson, skólastjóri, skorar á: Hallgrím Jóns- son, Klapparstig 1, Hrafnhildi Jónsdóttur, Klapparstíg 1, Svanbjörn Sigurðsson, Brekkugötu 39. Hannes J. Magnússon, skólastjóri, skorar á: Eirík Sig- urðsson, skólastjóra, Tryggva Þorsteinsson, yfirkennara, Jóhann Þorkelsson, héraðslækni. Júlíus Davíðsson skorar á: Halldór Halldórsson, Strandgötu 15, Jón Sigurjónsson, Holtagötu 2, Kolbein Ogmundsson, Helgamagrastræti 48. Ingibjörg Eldjárn skorar á: Petrínu Ágústsdóttur, Petrínu Eldjárn, Jón Eðvarð, rakarameistara. Finnbogi S. Jónasson skorar á: Garðar Svanlaugsson, Gránufélagsgötu 19, Björn Bessason, Gilsbakkaveg 7, Guðmund Skaftason, Skólastíg 1. Kári Johansen skorar á: Sigmund Björnsson, Löngu- mýri 20, Arnór Karlsson, Helgamagrastræti 50, Frímann Guðmundsson, Eyrarvegi 27. Kolbeinn Árnason skorar á: Guðmund Frímann, Ham- arstíg 14, Bjarna Jóhannesson, skipstjóra, Þingvallastræti 28, Trausta Adamsson, Þingvallastræti 29, Ingólf Arna- son, Byggðavegi 132, Guðjón Daníelsson, Ásveg 19. Arngrímur Bjarnason, skrifstofustjóri, skorar á: Björn Þórðarson, skrifstofum., Oddagötu 5, Stefán Guðnason, lækni, Oddagötu 15, Ágúst Steinsson, skrifstofum., ’Rán- argötu 10. Þyri Eydal skorar á: Soffíu Guðmundsdóttur, Þórunnar- stræti 128, Kristinn Gestsson, Þórunnarstræti 113, Ólaf Tr. Ólafsson, Spítalavegi 15. Bragi Guðjónsson skorar á: Stefán Ág. Kristjánsson, forstjóra, Jón Kristinsson, rakara, Sigtrygg Júlíusson, rakara. Stefán Halldórsson, Strandgötu 15, skorar á: Pétur Jónsson, Hamarstíg 12, Magnús Bjarnason, Strandgötu 17, Eggert Stefánsson, Eyrarvegi 2. Þuríður Sigurðardóttir skorar á: Jóhönnu Sigurðardótt- ur, Oddeyrargötu 30, Elínu Hallsdóttur, Hrafnagilsstraéti 10, Þorgerði Stefánsdóttur, Hlíðargötu. Vilhjálmur Sigurðsson skorar á: Jón Helgason, Iðunni, Þorstein Davíðsson, Iðunni, Guðmund Baldvinsson, Fjólugötu 15. -- .

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.