Dagur - 25.05.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 25.05.1960, Blaðsíða 4
4 5 TVÆR STEFNUR GENGISBREYTINGIN, sem gerð var á síðast- liðnum vetri, er hin margtroðna slóð, sem víða hefur verið farin. Með henni er gjaldmiðillinn gerður verðminni, sem gcngisbreytingunni nem- ur, og troðið er á innstœðum fólks í peningastofn unum eða „stolið af innstæðum barna og ungl- inga“, eins og það var citt sinn orðað. í þessu máli er þó ekkert höfuðatriði hvort einhver til- tekin eining matar eða klæðis kostar eina krónu eða fimm krónur, heldur það, að verðgildi krón- unnar sé sem jafnast frá ári til árs. Með núver- andi verðskráningu er farið niður fyrir svokall- að svartamarkaðsgengi. Með henni átti líka að afnema útflutningsuppbæturnar á sjávarafurðir. Það hefur þó ekki tekizt og ber að harma það. Sú stefna er ráðandi á síðustu tímum, að hinar einstöku þjóðir geri með sér viðskiptasamn- inga, sem sé eins konar rainmi fyrirhugaðra við- skipta á ákveðnu tímabili. Hér á landi hefur svo sú stefna verið ráðandi um skeið, að ríkisvaldið hefur haft forgöngu um innbyrðis samninga á milli höfuðatvinnuvega landsmanna og skapað þessum atvinnuvegum öruggari afkomumögu- leika og jafnari en ella hefði orðið. Þannig hefur verið samið um fiskverð vinnslustöðva til útgerð- arinnar fyrir vetrarvertíð og um síldarverð fyrir síldarvertíð. Þetta hefur tryggt rekstur og nýt- ingu atvinnutækja um leið og samið var við sjó- menn. Núverandi ríkisstjórn hefur boðað stefnu- breytingu í þessum efnum. Ríkisvaldið hefur fellt niður milligöngu sína um samninga milli útgerðarmanna annars vegar og útflytjenda hins vegar. Gengisfellingin átti að létta þessari ábyrgð af stjómarvöldunum, svo og öllum afskiptum um kaup og kjör. Þessi breyting varð til þess m. a., að fiskvinnslustöðvar og útgerðarmenn þurftu nú að semja sín á milli án milligöngu. Ekkert samkomulag um fiskverðið náðist fyrir vetrarvertíð og hafði heldur ekki tekizt fyrir vertíðarlok. Þetta eru spor, sem hræða, þótt stjórnarflokkarnir nefni það frelsi. Það verður tæpast umflúið, að taka á ný upp verðmiðlun milli tegunda og staða, ef nýting atvinnutækj- anna og aflamöguleikar eiga að verða viðunandi. Rétt er að viðurkenna, að með því að ráðast gegn verðgildi krónunnar, varð útflutningsupp- bóta ekki lengur þörf á sjávarafurðir. Af þessu hefur líka óspart verið gumað. En þar er þó brotalöm augljós. Ríkisstjórnin hefur gefið eftir 60 milljónir króna af útflutningsskattinum, sem er dulbúin útflutningsuppbót. Með því greip stjórnin inn í samninga, sem hún sór og sárt við lagði að hún ætlaði ekki að gera. Önnur brota- löm þar. En rétt er að benda á, að í einu atriði sérstak- lega hefur núverandi ríkisstjórn óvenjulega góða aðstöðu. Henni hefur verið veittur starfsfriður og við það eitt látið sitja, að ræða málin á opn- um vettvangi. Vonandi verður sá starfsfriður ekki af henni tekinn næstu mánuðina, svo að í Ijós komi að fullu, hvernig núverandi stjómar- stefna er í framkvæmd, þegar hún hefur mótazt til fulls, svo að rcynslan fái úr því skorið, hvers virði hún er. Innan tiltölulega skamms tíma ætti það að liggja ljóst fyrir, hvort hin nýja stefna samræmist bctur hinni dugmiklu framfaraþjóð, sem á 3—4 áratugum hefur afkastað ævintýra- legu afreki í margs konar framförum, eða hinni gömlu íhaldsstefnu, sem hér ríkti áður, en var brotin á bak aftur fyrir þrem áratugum með samvinnu bænda og verkamanna og fleiri góðra þegna þjóðfélagsins. Sennilegt er, að þegar núverandi stjórnarstefna hefur gengið sér til húðarinnar, og það gerir hún fljótt, muni þjóðholl öfl í öllum stjórnmálaflokk- um losa þjóðina undan dauðri hönd íhaldsins. FRÉTTIR UR FLATEY Þjóðfélagið hefur engin efni á því að láta sjávarþorp við beztu fiskimið fara í eyði. Þetta sagði Jón Hermannsson í Flat- ey á Skjálfanda, er hann kom hingað snögga ferð fyrir helg- ina. Blaðið átti þá við hann eft- irfarandi samtal: Hvað eru margir íbúar í Flatey? Á manntali munu vera 83, en nokkrir eru í skóla, aðrir voru á vertíð, en fyrrum var margt fólk í eynni, 120—140 manns. En þó mun fólksflóttinn vera að stöðvast nú, enda mála sannast, að hér hafa menn góðar tekjur og líður sæmilega, hvað efna- hag snertir. Hvernig eru samgöngurnar? Samgönguleysið er bagalegt. Hingað eru 3 ferðir í mánuði yfir hásumarið, en ekki nema tvær á vetrum. Flugvöll höfum við, en hann er lítið notaður. Flugbrautin er um 900 metra löng, en ekki að fullu frágeng- in, þótt sjúkraflugvélin geti notað hana. Stjórn flugmálanna má ekki gleyma okkur, þótt fá- mennir séum. Hvað eru margir bátar í Flatey? Nú eru þar þrír dekkbátar, 6—10 tonn að stærð: Bjarmi, Sævar og Sigurbjörg, og svo 6 trillur. Sigurbjörg hefur póst- ferðirnar. Hver er svo aflinn hjá ykkur? í fyrra framleiddum við 2800 pakka af saltfiski, 260—270 tunnur af grásleppuhrognum og 60—80 tunnur af rauðmaga. — Þegar á það er litið, að við þessa framleiðslu unnu ekki nema 11 manns eða svo, verður hlutur hvers um sig sæmilegur. En landbúnaðurinn? Við höfum um 300 fjár á fóðr- um og notum afrétt Flateyjar- dals til upprekstrar og mjólk framleiðum við handa okkur. Búskapurinn er aukavinna, en gefur þó töluvert í aðra hönd. En göngurnar eru erfiðar. Til dæmis fórum við 8 ferðir alls til fjárleita í haust og náðum þó ekki öllu. Eina kind vissum við um, sem aldrei náðist. Fyr- ir nokkrum dögum sást hún í Eyrarurð og var þá veturgömul kind með henni, en ekki þó hennar lamb, því að það náðist í vetur. Hvernig er aflinn í ár? Hrognkelsaveiði hefur aldrei verið eins mikil og nú. Búið mun vera að salta hrogn í 135 tunnur og 80 tunnur af rauð- maga, en við höfum ekki haft tíma til að sinna þorskinum. Hann er þó örugglega kominn á miðin, því að skroppið hefur verið á færi nokkrum sinnum, og þá hefur aflazt mjög vel. En nú fer grásleppuveiðinni að Ijúka, og þá snúa menn sér að þorskinum fyrir alvöru. Hann Það vakti nokkra athygli, þegar Ólafur Thors sá ástæðu til að láta hafa það eftir sér í Morgunblaðinu, að athafnasamt þing væri meira Virði en stutt þing. Mörgum sýnist þó, að þingið hafi ekki verið sérlega athafnasamt síðan fjárlögin voru afgreidd í lok febrúár- mánaðar. En Ólafur hefur víst verið búinn að gera sér grein fyrir því, að 60 manna þingið mundi ekki verða eins stutt og látið var í veðri vaka, þegar verið var að gylla fyrir mönnum stjórnarskrárbreytinguna á sl. ári. Síðustu vikurnar sjást þess engin merki, að stjórnin vilji að þingið hraði störfum. Fundum er slitið eftir skamma fundar- setu þó að ekki sé búið að taka fyrir nema hluta af þeim mál- um, sem á dagskrá eru. Útsvarsmálið fræga er búið að liggja lengi í nefnd, án þess að hreyft hafi verið við því. Gefið er í skyn, að enn sé eftir að leggja ný mál fyrir þingið. Ýmis stórmál, sem Framsóknar- menn fluttu snemma á þinginu, fá ekki afgreiðslu í nefnd vegna tregðu meirihlutans, eða þá að meirihlutinn leggur til að þeim sé vísað til stjórnarinnar! Með- al þeirra mála má t. d. nefna frumvarp um lántöku til hafn- arframkvæmda, frumvarp um að rétta við hag Ræktunarsjóðs og Byggingarsjóðs sveitabæja, frumvarp um að gera ræktun- Litið í bœjarblöðin 1 j Orgelveltan Bræðurnir Jón (til hægri) og Ragnar Hcrmannssynir um borð í bát sínum Bjarma. (Ljósmynd: E. D.) arsamböndum mögulegt að halda áfram að eignast stór- virkar vélar, tillöguna um að gera fullnaðaráætlanir um virkjun Jökulsár á Fjöllum o. s. frv. Að vonum er spurt: Hvað dvelur Orminn langa? Er rík- isstjórnin ósátt innbyrðis? Eða vantaði hana verkstjórann á meðan Bjarni Ben var að heirn- an? Haft er eftir mönnum úr stjórnarliðinu, að þingið muni sitja fram að hvítasunnu. er veiddur á handíæri og fer allur í salt. Hver gerir að sín- um afla sjálfur, og er töluverð keppni um að fá allan fiskinn í fyrsta flokk og hefur það tekizt að mestu. Og þið eruð að Ijúka kirkju- byggingu? Já, við erum að endurbyggja gömlu Brettingsstaðakirkjuna, fluttum hana til eyjarinnar og reistum hana þar. Við gerum okkur vonir um, að hægt verði að vígja hana í júlí og fermt verður þá um leið. Eingöngu heimamenn hafa unnið við bygginguna og margir hafa gefið vinnu og peninga. Er ekki æðarvarp í eynni? Jú, töluvert æðar- og kríu- varp. Æðarvarpið mun gefa um 30 kg. af dún árlega, en fyrir það er lítið gert og gæti það því eflaust orðið mun meira, því að ekki er fuglinn skotinn eða styggður. Meðal æðarfugl- anna eru einstaklingar, sem við höfum þekkt lengi og eru kunn ingjar okkar. Þeir fylgjast vel með ferðum okkar og njóta þess óáreittir að hirða sér til matar, það sem við fleygjum í sjó- inn. f þessum hópi er t. d. m'jög ljósleit æðarkolla, sem þar hefur verið að minnsta kosti um 10 ára skeið, og er kannski af öðru sauðahúsi en okkar venjulegi æðarfugl. Varpið til- heyrir hinum fjóru gömlu jörð- um eyjarinnar. Þær eru: Kross- hús, Uppibær, Neðribær og Útibær, en síðan hafa verið byggð nýbýli. Tjörnin og höfnin? Okkar draumur er að nota hina sérstöku aðstöðu, sem hér er fyrir hendi, en þar á eg við að gera Sjótjörnina að höfn. — Hana þarf að dýpka og gera báta- og skipaleið í gegnum kambinn, sem skilur á milli, en þar er einmitt mjög aðdjúpt, en mjúkur og auðunninn leir í tjarnarbotninum, segir Jón Her- mannsson að lokum, og þakkar blaðið honum viðtalið. verkaður er á sama hátt og þarna er gert og ætti að vera í algerðum sérflokki í gæðamati og vera greiddur háu verði. Ef einhverjir vilja hugleiða þetta út frá þjóðhagslegu sjón- armiði, hljóta þeir um leið að gera sér Ijóst, hvort „útkjálk- ar“ eins og Flatey eða Grímsey eigi rétt á sér sem mannabú- staðir. Um það efast margir (nema um kosningar). Þó mun það mála sannast, að þjóðfélag- ið hefur ekki efni á að van- Framhald á 7. síðu. llMIMIIMIIIIIIMmiMIIIIMIIIIIIIMIIIIMIIIMIIIIIMMIIIIIilll Nýlega lét „Alþýðumaður- inn“ svo ummælt, að KEA léti ríflega af hendi rakna við Dag, „. . . . varið hundruð þúsunda í útgáfu Dags.... “. Blaðið „fs- lendingur“ hefur Iátið sér sæma svipaðar fullyrðingar. Það er ánægjulegt að geta frá því sagt liér, að Dagur stendur fjárhags- lega á eigin fótum og nýtur ekki gjafa eða styrkja frá félögum eða einstaklingum eða neins annars stuðnings en frá skilvís- um kaupendum og þeim, sem auglýsa í blaðinu. Blaðið er nú að ná þeirri út- breiðslu, sem er undirstaða út- gáfunnar fjárhagslega. Rétt er að taka það fram, af marggefnu tilefni af hendi andstæðinganna, að ýmsir viðskiptavinir blaðs- ins og pólitískir andstæðingar þess í kaupmannastétt, auglýsa hlutfallslega mun meira í Degi en Kaupfélag Eyfirðinga. Þetta er auðvelt að sanna með tölum hvenær sem er og geta ritstjór- ar „Alþýðumannsins“ og „fs- lendings“ athugað þetta í bók- haldi blaðsins, ef þeir vilja vita hið rétta og hafa það, sem sannara reynist. Sannleikurinn er sá, að auð- IMMMMI..III.Illlll’i.. Af rúmlega 80 manns, sem heimili telja sér í Flatey, er.u 40 börri innan fermingar. Allir verkfærir karlmenn vinna að frariileiðslustörfum. Ef reiknað er í krónum, hve eyjarbúar skapa mikil útflutningsverð-- mæti, þurfa þeir ekki að : skammast sín, og þegar litið er - 'á erlendar rekstrarvörur, sem ' þeir nota, verður dæmið 'þeim og þjóðfélaginu ennþá jhagstæð- ' ará, og ef enn er tekið tillit til gæða vörunnar, ætti mönnum að hverfa allur efi um það, að einmitt á stöðum eins og Flat- ey, Grímsey og fleiri slíkum, eru framleiddar beztu vörurnar og líka þær mestu — miðað við tilkostnað — og fólksfjölda. Sú viðurkenning, að íslenzkur fisk- ur sé bezti fiskur í heimi á rót sína að rekja til fisks, sem LJT UM ÞÚFUR.“ GARÐYRKJUFÉLAG ÍSLANDS 75 ÁR4 Á morgim eru 75 ár liðin frá stofnun „Hins íslenzka garð- yrkjufélags“. Stofnendur voru þessir menn: Schierbeck land- læknir, Árni Thorsteinsson land fógeti, Pétur Pétursson biskup, Magnús Stephensen assesor, Theodór Jónasson bæjarfógeti, Sigurður Melsted Prestaskóla- forstöðumaður, Þórarinn Böðv- arsson prófastur, Halldór Frið- riksson yfirkennari, Steingrím- ur Thorsteinsson skólakennari og skáld, Björn Jónsson rit- stjóri og Hallgrímur Sveinsson dómkirkjuprestur. Þannig stóðu æðstu menn í andlegum og ver- aldlegum málum í Reykjavík saman að félagsstofnuninni. Flestar þær breytingar, sem orðið hafa í garðyrkjumálum hér á landi á síðustu þremur aldarfjórðungum, má að nokkru rekja til þessa félags. Garð- yrkjan hefur alla tíð átt erfitt uppdráttar hér á landi og svo er enn. Það virðist ekki liggja í ís- lendingseðlinu að tileinka sér garðyrkjuna af eins mikilli at- orku og ýmsar aðrar atvinnu- greinar. — Hin rótgróna van- trú á gróðrarmætti íslenzkrar moldar er enn við líði, þótt mikil breyting sé þar á orðin. Að sjálfsögðu ber að viður- kenna grasræktina, sem undir- stöðu í íslenzkum landbúnaði. Engu að síður verður það æ ljósara fyrir mönnum, hve garðyrkjan er þýðingarmikil, bæði á köldu landi og við jarð- yl. Formaður Garðyrkjufélags- ins er Björn Kristófersson, rit- ari Ingólfur Davíðsson og gjald- keri Eyjólfur Kristjánsson. Garðyrkjuritið. Nýútkomið hefti af Garð- yrkjuritinu minnist 75 ára af- mælis Garðyrkjufélags íslands. Oli Valur Hansson skrifar um gróðurhúsabyggingar og skrúð- garða o. fl., Ingólfur Davíðsson um ræktun laukblóma, plöntu- lyf, gróðurkvilla, þætti úr sögu rósanna, geislagróður o. fl., Ax- el Magnússon skrifar greinina Garðyrkja og jarðsveppaathug- anir. Margur fróðleikur er í þessu riti, auk þeirra greina, sem hér er getið. Áhugafólk um garðyrkju ætti að kaupa það og lesa. Ritstjóri Garðyrkjuritsins er Ingólfur Davíðsson grasafræð- ingur. Fræðslustörf, og þeirra á meðal útgáfa margra hinna fróðlegustu bóka og rita um garðyrkju, halda vonandi áfram á vegum Garðyrkjufélags ís- lands. Til fundar var efnt með áform stór, alþjóðafrið að tryggja, en réttlætis-brandur reyndist sljór, svo ráðstefnan út um þúfur fór, — hvert glapstígir greiðir liggja. Það endemis þing varð aðeins brák, óleystur bíður vandi. Víðar má svoddan samnings-kák, svo og cin nærtæk þúfnaskák, hittast, en hér á Iandi. Sá andi er rikti á þingum þeim var þráfalt stirfinn og hrjúfur, mælt var þar gjarna tungum tveim, cg tíðum snarazt í fússi heim, þá eining fór út um þúfur. Fyrir þeim æðstu, sem cr þó skylt alþjóðaheill að bjarga, svo er af nornum vondum villt, að velferð mannkyns er bægt og spillt í kergjunnar þúfna-karga. Aí vélræðum saga sifellt spyrzt, svikum, glöpum og mútum. Manni gæti að vonum virzt að væri það ráð, að slétta fyrst þær þúfur, sem allt fer út um. Það miðar nú hratt í öfgaátt frá öruggu friðarlífi. Menn uggir að gjörvöll sundrist sátt, og svo hefji dauðinn múgaslátt í þessu ráðstefnu-þýfi. DVERGUR. • IIMIMIIIHIIIIIIMIIMMMIMMIIMMMIIIIIMIMMMMMIMMIMMMIIMIIMMIMMIIIIMMMMIMIIMIIMIMMMIMMMMMIIMMMIMÍ vitað auglýsa kaupmenn og kaupfélög sjálfs sín vegna, og vegna viðskiptavina sinna, en ekki til þess að fá með því tæki- færi til að rétta blöðunum hjálparhönd. Eða hver trúir því að kaupmenn auglýsi í Degi í þeim tilgangi að styrkja útgáfu hans? Og hver trúir því, að KEA auglýsi í „fslendingi",. „Verkamanninum“ og „Alþýðu- manninum“ til þess eins að létta þeim útgáfuna? — Nei, og aftur nei. Fyrirtæki eða ein- síaklingar, hverju nafni sem nefnast, auglýsa sjálfs sín vegna og nota sér þannig þá þjónustu, sem blöðin geta veitt á þessum vettvangi. Þá eru þessi aumingja stjórn- arblöð að reyna að réttlæta það, að bændur verði gerðir að sér- stökum skattþegnum bæjanna, ef að lögum verður frumvarp stjórnarinnar um veltuútsvar. Stjórnarblöðin láta sér sæma þann málflutning, að það sé svo sem ekki verið að skattleggja bændur og ekki verði veltuút- svarið lagt á búvöruinnleggið, heldur aðeins á sölu landbúnað- arvara!! Allir sjá í gegnum þennan orðaleik. Bændur fá ná- kvæmlega sannvirði fyrir fram- leiðsluvörur sínar, þ. e. þeir fá hið endanlega verð, sem vörur þeirra seljast fyrir, að frá- dregnum kostnaði. Ef KEA verður gert að greiða Akureyr- arkaupstað 2% veltuútsvar af seldri mjólk, kjöti, kartöflum o. s. frv., drégst sá aukakostnaður að sjálfsögðu frá því verði, sem bændurnir fá fyrir þessar og aðrir búvörur. Bændur eiga því, samkvæmt frumvarpinu, að verða sérstakir skattþegnar bæjanna. Bóndi, sem leggur inn búvörur fyrir 150 þús. krónur hjá KEA á Akureyri eða hjá Kaupfélagi Þingeyinga, verður að greiða 3 þús. kr. í veltuút- svar í bæjarsjóð Akureyrar eða Húsavíkur, ef veltuútsvarið er 2%. Ef bóndinn tekur út vörur 2%. Ef bóndinn tekur svo út vörur fyrir 150 þús. kr., grciðir hann önnur 3 þús. í veltuútsvar af úttektinni.. — Þetta er hin nýja skattpíningaraðferð núverandi ríkisstjórnar til að soga fjármagnið úr sveitum landsins til þéttbýlisins. „fslendingur“ gerir broslega tilraun til að verja stórkostlcga hækkun tilbúins áburðar, sem Dagur gerði fyrir skönnnu að umtalsefni og skýrði með töl- um. En svo undarlega bregður við, að þótt „fslendingur“ haldi því fram, að Dagur fari með „rangar og villandi tölur“, get- ur hann ekki hrakið neina þeirra. Hver cinasti bóndi, sem kaupir áburð, veit, að Dagur skýrði rétt frá verðinu, eins og það var tilgreint á áburðinum hér á Akureyri. Við því verði kaupa bændur hann, hvað sem einhverjar aðrar verðskrár eða loforð einstakra ráðamanna um áburðarverðið segja. Útlendi áburðitrinn hefur hækkað um ca. 25%, en Kjarni minna. Jchanna Sigurðardóttir skorar á: Viturliða Sigurðsson, Oddeyrargötu 30, Martein Sigurðsson, Byggðavegi 94, Þorbjörgu Hallsdóttur, Helgamagrastræti 4. Magnús Bjarnason skorar á: Skafta Áskelsson, Norður- götu 53, Þorstein Þorsteinsson, Norðurgötu 60, Steindór Jónsson, Eyrarvegi 31. Ingibjörg Halldórsdóttir skorar á: Helgu Jónsdóttur, Oddeyrargötu 6, Kristbjörgu Dúadóttur, Munkaþverár- stræti 40, Jón Ingimarsson, Byggðavegi 154. Jónas Jónsson skorar á: Steingrím Eggertsson, Ránar^ götu 1, Þóri Jónsson, Ránargötu 31, Jón P. Hallgrímsson, Byggðavegi 93. Jóhann Frímann skorar á: Jónu Frímann, Ásvegi 22, Bergljótu Frímann, Ásvegi 22, Guðmund Guðlaugsson Munkaþverárstræti 25. Sverrir Pálsson skorar á: Adam Magnússon, Bjarkar- stíg 2, Jónas Þorsteinsson, Strandgötu 37, Sigurð Hannes- son, Glerárgötu 14. Haraldur Sigurðsson skorar á: Kristján Jónsson, bakara, Zóphonías Arnason, tollþjón, Snorra Guðmundsson, bygg- mgameistara. Eysteinn Árnason skorar á: Sigurlaugu Stefánsdóttur, Glerárgötu 2, Snorra Kristjánsson, Strandgötu 37, Stefán Vilmundarson, Reynivöllum 4. Valdimar Jónsson skorar á: Vilhelm Þorsteinsson, Rán- argötu 23, Sigþór Valdimarsson, Kambsmýri 14, Gísla Einarsson, Engimýri 10. Pétur Jónsson skorar á: Steindór Jónsson, skipstjóra, O. C. Thorarensen, lyfsala, Hreiðar Gíslason, Fjólug. 11. Jónina Steinþórsdóttir skorar á: Karlínu Jóhannsdóttur, Oddeyrargötu 22, Sólveigu Einarsdóttur, Páls-Briemsgötu 20, Rakel Þórarinsdóttur, Munkaþverárstræti 5. Soffía Guðmundsdóttir skorar á: Þórgunni Ingimundar- dóttur, Þórunnarstræti 113, Stefán Bjarman, Þórunnar- stræti 119, Unni Tryggvadóttur, Byggðavegi 101. Karl Jóhannsson skorar á: Eyvind Pétursson, Glerár- eyrum 2, Pétur Jóhannsson, Hrafnabjörgum, Einar Jóns- son, Eyrarvegi 35. Eirxkur Sigurðsson, skólastjóri, skorar á: Hjört L. Jóns- son, skólastjóra, Fagranesi, Theodór Daníelsson, Kringlu- mýri 33, Vigfús Olafsson, Hvannavöllum 8. Hákon Eiríksson skorar á: Hauk H. Ingólfsson, Fjólu- götu 6, Arnar Jónsson, Byggðavegi 95, Eirík Þormóðsson, Rauðu mýri 12. Petrína Ágústsdóttir skorar á: Hrönn Björnsdóttur, Eyr- arlandsvegi 20, Oddu Guðmundsdóttur, Þórunnarstræti 121, Jón Hallgrímsson, Ránargötu 19. Jón Sigurgeirsson, Spítalavegi 13, skorar á: Þórð Frið- bjarnarson, Aðalstræti 50, Halldór Jakobsson, Aðalstræti 52, Olaf Jónsson, ráðunáut, Aðalstræti 3. Guðný Gunnars skorar á: Aðalstein Sigurðsson, Ása- byggð 1, Jóh. Gunnar Benediktsson, Eyrarlandsvegi 8, Karl Jónasson, prentsmiðjustjóra, Skjaldborg. Kristinn Gestsson skorar á: Jón Egilsson, Snæbjörn Hjaltason, Árna Ingimundarson. Petrina Eldjárn skorar á: Ragnheiði Árnadóttur, Ránar- götu 25, Stefán Árnason, Gránufélagsgötu 11, Þórarinn Eldjárn. Kolbeinn Ogmundsson skorar á: Gunnar Friðriksson, Rauðumýri 18, Jóhann Ögmundsson, Helgamagrastræti 15, Knút Karlsson, Helgamagrastræti 48. Þorgerður Stefánsdóttir, Hlíðargötu 10, skorar á: Rannveigu Þormóðsdóttur, Rauðumýri 10, Láru Gísla- dóttur, Byggðavegi 79, Líneyju Gísladóttur, Krabbastíg 1. *IIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIII IIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMMMll* I EPLAKAKA OG EPLAGRAUTUR j EPLAKAKA ÚR FLÓRU EPLAMAUKI. 40 gr. smjörlíki. — 120 gr. brauðrúst. — 10 gr. sykur. 1 pk. Eplamauk. — Rjómi. Búin til á venjulegan hátt. Smjörlíkið brúnað (á pönnu). Sykri og brauðrúst blandað saman og linbrún- að í smjörlíkinu. — Kælt. Brauðrúst og eplamauk sett í lögum á fat eða í skál. Ski-eytt með þeyttum rjóma. Góð með kaffi og einnig sem ábætisréttur. Nauðsynlegt er að hræra eplamaukið vel, áður en það er notað í eplaköku. EPLAGRAUTUR ÚR FLÓRU EPLAMAUKI. 8 dl. vatn. — 1 pk. eplamauk. — 50 gr. kartöflumjöl. — % dl. vatn (til að hræra kartöflumjölið út með). Eplamaukið er hi'ært vel í sundur í pottinum og vatn- inu blandað í. Suðan látin koma upp. Kartöflumjölið hært út í og soðið 2—3 min. Hellt í skál, sykri stráð yfir. Rjómabland með. ■ i "_,j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.