Dagur - 25.05.1960, Blaðsíða 8
8
Aðgerðum ríkissijórnarinnar mófmælt
Frá aðalfimdi Bændafélags Eyfirðinga
Aðalfundur Bændafélags Ey-
firðinga var haldinn 27. apríl. —
Þar voru samþykktar þessar á-
lyktanir:
1. Aðalfundur B. E. telur, að
eitt mesta vandamál bænda, sem
sakir standa, sé hve erfitt er um
jarðakaup og sölu. Vill fundur-
inn eindregið skora á ríkisstjórn
og Alþingi að leita eftir leið til
þess að leysa þennan vanda hið
bráðasta, t. d. með því að efla
svo veðdeild Búnaðarbanka ís-
lands, að hún verði hlutverki
sínu vaxin. í því sambandi bend-
ir fundurinn á samþykkt síðasta
Búnaðarþings um lántöku til
veðdeildar og telur, að þar sé
úm að ræða nokkfa úrlausn
þessa máls.
Tillagan, sem var frá félags-
stjórninni, var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum.
2. Aðalfundur B. E. lýsir ó-
ánægju sinni yfir hækkun út-
varps og blaðgjalda, en telur að
réttara hefði verið að. stytta
dagskrá og minnka dagblöðin,
sem svaraði hækkuninni.
Tillaga þessi var flutt af Jóni
Rögnvaldssyni og var samþykkt
með 9 : 7 . atkvæðum.
3. Aðalfundur B. E. mótmælir
harðlega ákvæðum þeim um
veltuútsvör, sem hæstvirt rík-
isstjórn leggur til að lögfest
verði, samkv. breytingu á út-
svarslögum, er nú lig'gur fyrir
Alþingi. Þar sem veltuútsvörin
hljóta að verka svipað og al-
Framhald d 7. siðu.
SÝSLUFUNDUR EYJÁFJARÐAR
Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu
1960 var haldinn á Akureyri
d.agana 9.—13. maí og lauk að-
alfundarstörfum. Fjallaði fund-
urinn að venju um ýmis
hreppa- og sýslumál og gerði
ályktanir um þau. Gerð var að
venju áætlun um tekjur og
gjöld sýsluvegasjóðs og sýslu-
sjóðs Eyjafjarðarsýslu. Niður-
stöður áætlunar sýsluvega-
sjóðs eru rösklega 343 þús. kr.,
og er gert ráð fyrir að það fari
allt til afborgana af vega- og
HVAR ERU FUGLAR ÞEIR
Á SUMRI SUNGU ... ?
„Eg tel rétt að láta þig vita, vegna þess, sem á undan er gengið,
að við erum hættir við rafstöðina í bili.... Þetta þarf ekki langra
skýringa við. Það eru bara efnahagsráðstafanirnar sem valda
þessu. . . .“
Þetta eru örfáar línur úr bréfi, sem barst til Reykjavíkur,
skömmu eftir að lögin um efnahagsmál voru gengin í gildi ög kunn-
ugt varð að lánakjörin hjá Raforkusjóði voru orðin óhagstæðari en
áður var. Bréfið er frá bónda. Viðtakandi bréfsins hafði áður verið
beðinn að annast lántöku. Hér var um að ræða framkvæmd, sem
miklar voiiir vroru bundnar við, a. m. k. fyrir tvö heimili í strjál-
býlli sveit, vonir um ljós, yl og orku til ýmsra nota.
Hin mikla verðhækkun og vaxtahækkun batt skyndilega enda á
þessar vonir. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum síðustu mánuð-
ina í sveitum landsins, Verðhækkun á efni, vaxtahækkun í Rækt-
unarsjóði úr 4% í 6 Vz% og í Byggingasjóði úr 3l4% í
6V2% og styttur lánstími Ræktunarsjóðs úr 20 árum í 15, segir
til sín fyrir bændur landsins.
Hjá innflutningsfyrirtæki í Reykjavík lágu fyrir pantanir á 200
heimilisdráttarvélum á öndverðum vetri. Um miðjan maí voru
þessar pantanir komnar niður í 47. Sjö til átta bændur af hverjum
tíu, sem ætlúðu að kaupa dráttarvélar á þessu vori, telja sig nú
ekki hafa ráð á því eins og sakir standa.
Já: „Hvar eru fuglar, þeir á sumri sungu?“ Eða var ekki einu
sinni sagt: Leiðin til bættra líískjara er að kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn?
brúarlánum og viðhalds sýslu-
vega. Þó var að þessu sinni
samþykkt að taka nokkra nýja
vegarkafla í tölu sýsluvega, en
ekki veitt fé til lagningar
þeirra á þessu ári.
Niðurstöður fjárhagsáætlun-
ar sýslusjóðs eru um kr. 479
þús. Helzti'tekjuliður sjóðsins
er sýslusjóðsgjöld hreppanna
og voru þau ákveðin kr. 180
þús. á þessu ári. Alls var veitt
um kr. 333 þús. til hinna ýmsu
mála sem hér greinir:
Stjórn sýslumálanna kr. 40
þús. — Til menntamála kr. 51
þús. — Til heilbrigðismála kr.
83 þús. — Til búnaðarmála kr.
133 þús. — Ýmsir styrkir kr. 11
þús, — Til óvissra útgjalda kr.
15 þús.
| Námskeiðum Hús- [
| mæðraskólans lokið !
Námskeiðum Húsmæðra-
skólans á Akureyri er nú lokið.
Hálft annað hundrað konur
sóttu þau. Kennd var mat-
reiðsla, handavinna (einkum
fatasaumur) og vefnaður. Kenn
arar: Sigrún Höskuldsdóttir,
Ólöf Þórhallsdóttir og Guðrún
Sigurðardóttir.
Námskeiðin eru mjög gagn-
leg fyrir yngri og eldri konur
bæjarins, giftar og ógiftar, og
er aðsókn mjög góð. Þau
standa yfir í 1—2 mánuði
hvert. Æskilegt er talið, að
námskeiðum þessum fjölgi, svo
að sem flestar konur hafi
þeirra not.
E Unglingar leggja gjörva hönd á marga hluti, og hér sjáið þið i
| unga og myndarlega stúlku, sem er að leggja af stað með i
i blöðin til kaupendanna. — (Ljósmynd: E. D.).
Ný st jórn Framsóknarfél. Eyjaf jarðar
Aðalfundur Framsóknarfélags
fyrrverandi Eyjafjarðarkjör-
dæmis var haldinn á Akureyri
fimmtudaginn 19. maí sl. Á
þeim fundi eiga sæti stjórn
félagsins, og auk þess einn full-
trúi frá hverri félagsdeild. For-
maður félagsins, Bernharð Stef-
ánsson, fyrrv. alþingismaður,
setti fundinn og lagði fyrir
hann frumvarp til nýrra félags-
laga, til að samræma lögin
hinni breyttu kjördæm^skipun.
Meðal annars var nafni félags-
ins breytt í Framsóknarfélag
Eyfirðinga. Frumvarpið var
samþykkt einróma og óbreytt.
Aðalmál fundarins voru þó
fjármál Framsóknarflokksins
og var stjórn félagsins falin
framkvæmd þeirra mála í hér-
aðinu.
Bernharð Stefánsson, sem
verið hefur formaður félagsins
frá stofnun þess 1931, skoraðist
undan endurkosningu og eún-
fremur tveir aðrir stjórnar-
nefndarmenn, þeir Eiður Guð-
mundsson og Valdemar Páls-
son.
Garðar Halldórsson alþingis-
maður var kosinn formaður fé-
lagsins, Einar Sigfússon bóndi í
Staðartungu varaformaður, og
aðrir í stjórn: Kristinn Sig-
mundsson, bóndi á Arnarhóli,
Jón Jónsson frá Böggvisstöðum
og Ketill Guðjónsson, bóndi,
Finnastöðum.
£11lllllllllllIIIIIIIIIIIIIIMMMHVIIII11 lllt l|rill|llll|lll
IVÍSITALANI
* ■ . ■ ‘
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar í
byrjun maímánaðar 1960 og
reyndist hún vera 105 stig, eða
einu stigi hærri en hún var í
aprílbyrjun 1960.
FRA BÆJARSTJORN AKUREYRARKAUPSTAÐAR
(Framh. úr síðasta blaði.)
Frá skipulagsnefnd.
Erindi KEA varðandi lóðar-
beiðni og byggingu á lóðinni
nr. 23 við Lögmannshlið, sem
bæjarstjórn hefui’ á fundi sín-
um 12. apríl sl. vísað til skipu-
lagsnefndar til umsagnar, sam-
kvæmt bókun bygginganefndar
11. apríl sl.. Nefndin er því
samþykk að orðið sé við beiðn-
inni, þar sem hæð hússins og
íbúðafjöldi fylgir skilyrðum
þeim, er áætluð hafa verið um
byggingar á svæði þessu.
Stækkun niðursuðuverksmiðj-
unnar.
Erindi Kristjáns Jónssonar &
Co. um byggingu niðursuðu-
verksmiðju við gamalt hús
þeirra á Oddeyri, næst norðan
við olíuport ESSO. Athuguð
var vandlega á ný tillaga
skipulagsstjóra, dags. 24. maí
1959, af nefndu svæðí, og var
gatnaskipulag lagfært smávegis
frá þeirri tillögu. Fundarmenn
mættu vegna erindis þessa á
bæjarráðsfundi og hafnarnefnd
arfundi 28. apríl, og var það
álit beggja fundanna, að ekki
væri hægt að leyfa nefnda
byggingu á þeim stað, sem sýnt
er á byggingaruppdráttum, en
hins vegar mundi vera hægt að
leyfa staðsetningu byggingar-
innar í suðurhúsalínu bygg-
ingareits næst norðan Sjávar-
götu, sem þá mundi skoðast
sem varanleg útsetning hússins
samkvæmt skipulagi.
Nýtt verzlunarsvæði.
Lagður var fram tillöguupp-
dráttur af verzlunarsvæði á
horninu austan Byggðavegar,
norðar Hrafnagilsstrætis, gerð-
ur af Sigvalda Thordai'syni 19.
apríl 1960.
Er þar á horninu gert ráð
fyrir einni hæðar verzlun, litlu
samkomuhúsi og væntanlega
fjögurra hæða þjónustuhúsi,
ásamt nægilegum bílastæðum.
Vegna eldri beiðna um lóðir á
nefndu svæði, svo og með til-
vísun til fundargerðar 8. janúar
1960, leggur fundurinn ein-
dregið til að skipulagstillaga
Sigvalda Thordarsonar 19. apríl
1960 verði höfð til grundvallar
við byggingu svæðisins og
svæðið verði auglýst laust til
umsóknar.
Samþykkt skipulagstillaga.
Lögð var fram tillaga að
skipulagi á svæði því vestan
Þórunarstrætis, er Elliheimilið
á Akureyri hefur fengið út-
hlutað.
Tillöguna gerði byggingafull-
trúi Jón G. Ágústsson. Fundur-
inn mælir með því að tillagan
verði samþykkt.
Skipulag miðbæjar og..„,.vfc:- •
Oddeyrar.
Skipulagsstjóri lagði fram
frumdrög að breytingum af
skipulagi miðbæjar og suður-
hluta Oddeyrar, og var sá upp-
dráttur ræddur.
Allmiklar, róttækar breyt-
ingar eru gerðar á gatnaskipu-
laginu, samkv.. frumdrögum
þessum, Glerárgata t. d.
breikkuð allmikið til austurs,
Gránufélagsgata felld niður á
hluta, svo og Lundargata,
Grundargata og e. t. v. Hríseyj-
argata syðst.
Strandgata breikkar allmjög
suður og gert er ráð fyrir bygg-
ingum og hafnarmannvirkjum
á breiðu svæði sunnan hennar.
Fundurinn athugaði tillögu
þessa og er sammála um að
nauðsynlegt sé að ræða upp-
dráttinn nánar og að hraða beri
að taka endanlega ákvörðun
um skipulag nefnds svæðis, þar
sem vitað er að unnið er að
undirbúningi að stórbyggingum
á svæðinu, eftir eldri tillögu-
uppdráttum, sem nú þarfnast
endurskoðunar. Skipulagsstjóri
mælti eindregið með því á
fundinum, að bæjarstjórn sam-
þykkti nú þegar, að engar
byggingar yrðu leyfðar á
nefndu svæði, þar til endanlega
verður gengið frá skipulagi
svæðisins.
Nefndin mun í nánustu fram-
tíð einbeita sér að því að hraða
gerð varanlegs. skipulags á
nefndu svæði með hinum ýmsu
nefndum bæjarins.