Dagur - 15.06.1960, Blaðsíða 1
—
\1ái,<;a<;n Framsóknarmanna
RitsTjókí: ERi.iNtifK DávíbSson
Skkikstofa í Hai narsir.i.íi 90
Stvn 1166 . Sktninou og rkhniiín
ANNAST PRENTVERK Ol)US
B 1ÓKNSSONAR H.l'. AkUKEVR!
N__________/
Dagur
XLIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 15. júní 1960 — 29. tbl.
>.....................:---------
Auw.ýsincastjórí: ]ón Sam-
ÚEI.SSON . ÁrCANOÚRI.N'N kostar
KR. 100.00 . G JAl.mACÍ F.R 1. JÚt.i
Biaðjð kemiií í'i' Á MinviKunör.-
t'M OC A 1.AUGARUÖGCM
t'f.CAR ÁST'.r.DA l'YKIR TU.
_______________________________
Á föstudagskvöldið bar svo
við, að di'áttarvél hvarf af hlað-
inu á Gilsbakka í Hráfnagils-
hreppi. Nokkru síðar sást mað-
ur einn akandi á dráttarvélj
sem leið liggur norður og fór
mikinn, og. komst hann út fyrir
- Grund. Þar ók hann út af veg-
. inum ■ og velti vélinni. Hann
komst þó af slyssta'ðnum, kom
heim í Hólshús blóðugur og illa
’ til reika, og baðst ásjár. Maður
" þéssi er frá Akureyri og mun
hafa verið töluvert ölvaður.
Stal dráttarvél
NÆSTI LEIKUR
Á sunnud. kl. 2 keppa Ak-
ureyringar við Akumesingá
í knattspyrnu á leikvellinum
hér í bæ. Það er annar leik-
ur Akureyringa í fyrstu
deild fslandsmótsins.
Fyrri leikurinn fór fram á
sunnudaginn og lauk með
sigri Ak., 3:1, og að fjölda
áhorfenda viðstöddum.
Unnið er af kappi við lagfæringar á Ráðhústorgi, og þar á að dansa 17. júní. — (Ljósmynd: E. D.).
Fréttir af aðalfundi Kaupfélags Ejfirðinga
f síðasta blaði var aðalfundar
Kaupfélags Eyfirðinga að
nokkru getið, en hann stóð þá
yfir.
Bifreiðaslys á Svalbarðssfrönd
Um síðustu helgi valt jeppa-
bifreið frá Akureyri með þrem-
ur mönnum á Svalbarðsstrand-
arvegi nálægt Höfn. Tveir
mannanna meiddust og voru
fluttir í sjúkrahús, en sá þriðji
rotaðist, en náði sér brátt og
var fluttur heim til sín.
Mál þetta er í rannsókn og er
blaðinu ekki kunnugt um að-
draganda slyssins eða nánari
atvik.
Nokkrir sviptir ökuleyfi.
Fjórir menn hafa verið sviftir
ökuleyfi vegna ölvunar, nú að
undanförnu. Nokkur önnur mál
af sama toga eru í rannsókn.
Smáárekstrar hafa orðið í um-
ferðinni hér í bæ og nágrenni,
en ekki alvarlegir. En umferða-
brot eru mörg. Ný umferða-
merki komu hingað fyrir
nokkru, en seint gengur að
setja þau upp. Ekkert bólar enn
á umferðaviku, sem vonir hafa
staðið til að haldin yrði til þess
að kynna hinar almennu um-
ferðareglur og vekja á þeim
nauðsynlega athygli.
í upphafi aðalfundarins minnt-
ist Brynjólfur Sveinsson látinna
samvinnumanna, og sérstaklega
Ingitnars Eydal, fyrrverandi
varaformanns kaupfélagsins. —
Risu fundarmenn úr sætum til
að votta þeim virðingu sína.
Afurðasölumálln.
í skýrslu sinni sagði fram-
kvæmdastjórinn, Jakob Frí-
mannsson, frá afurðasölumál-
um. Sala dilkakjöts hefur aldr-
ei verið meiri innalands en síð-
asta ár, enda verðið lágt. Ullar-
salan hefur gengið vel, ullin frá
1958 öll seld og útlit fyrir að
ullin frá 1959 muni öll seljast á
næstunni. Slátur- og mörsala
hefur gengið ágætlega. Sala
nautgripakjöts er treg, enda er
verðið hátt miðað við kinda-
kjötið og miklar birgðir fyrir-
Listaverkasýningin verður merkisatburður
segir Gils Guðmundsson í viðtali við blaðið
Gils Guðmundsson leit inn á
skrifstofu blaðsins, er hann var
hér á ferð um helgina. En hann
er framkv.stj. Menntamálaráðs
og áhugamaður um, að Listasafn
ríkisins láni listaverk til sýning-
ar á Akureyri og á góðan hlut í
undirbúningi þess máls.
Hvernið lýst þér á fyrirhug-
aða listaverkasýningu hér?
Okkur í Menntamálaráði
finnst sjálfsagt að hlynna að
því, að hugmyndin komist í
framkvæmd. Um þriðjungur
Listasafns ríkisins er í geymsl-
um og engum að gagni eða
gleði. Hvers vegna ekki að gefa
fólki úti á landi kost á að kynn-
ast þeim á þann hátt að senda
þau t. d. hingað til Akureyrar.
Öll þjóðin á þetta safn lista-
verka.
Hefur þetta eitthvað verið
undirbúið af ykkar hálfu?
Nefnd hefur verið kosin til að
vinna að framgangi málsins í
samráði við ykkur. í henni eiga
sæti dr. Selma Jónsdóttir, Helgi
Sæmundsson og eg. Við höfum
góða aðstöðu til að búa um
listaverkin til sendingar og
munu þau verða send Akureyr-
ingum að kostnaðarlausu, nema
hvað vátryggingarkostnað snert
ir. Honum yrði e. t. v. skipt.
Sýning listaverka yrði nokkur
viðburður hér í bænum.
Óhætt er að telja það stór-
merkan viðburð, ef af þessu
getur orðið og ef hentugt hús-
næði fæst, ætti ekkert að verða
því til fyrirstöðu, að koma sýn-
ingunni upp nú í sumar. Vel
færi á því, að opnunin færi
fram með einhvers konar við-
höfn, til þess að vekja á henni
nauðsynlega athygli.
Hafið þið hugsað ykkur far-
andsýningar?
Það er í athugun. Félags-
heimilin eru að vissu leyti vel
til þess fallin að taka á móti
slíkum sýningum, og þyrfti þá
að kynna verkin vel um leið og
þau eru sýnd.
Blaðið þakkar Gils Guð-
mundssyni svörin. Bæjarstjórn
mun, á næsta bæjarstjórnar-
fundi, kjósa 5 manna nefnd til
að hrinda málinu í framkvæmd.
Vonandi tekst sú framkvæmd
svo fljótt, að bæjarbúar og
ferðamenn geti í sumar notið
listaverka úr Listasafni ríkisins,
án þess að leggja leið sina til
Reykjavíkur.
Athugandi er, að Mennta-
málaráð varð fljótara að skipa
nefnd í málið en bæjarstiórn
Akureyrar.
liggjandi. Þó var væntanlegur
útílutningur til skamms tíma á
vegum SÍS og losnar félagið þá
væntanlega við allar birgðir
sínar. Jarðeplasalan hefur geng-
ið vel, og hin nýja jarðepla-
geymsla félagsins hefur reynzt
mjög vel, enda vel til hennar
vandað.
Um sjávarafurðir sagði fram-
kvæmdastjórinn að á Dalvík og
í Hrísey hefði rekstur frystihús-
anna gengið sæmilega og hefur
áður verið sagt frá þeim málum.
Endurskoðun.
Guðmundur Skaftason endur-
skoðandi fór nokkrum orðum
um reikninga félagsins, rekstur
þess og fjárhag og lagði til, að
reikningarnir yrðu samþykktir
eins og þeir lægju fyrir. Það var
gert.
Ágóðinn.
Stjórn félagsins lagði til, að af
innstæðu ágóðareiknings í árs-
lok 1959 úthlutist og leggist í
stofnsjóð félagsmanna 3% af
ágóðaskyldri vöruúttekt. Það
var samþykkt.
Minismerki Hallgríms
Kristinssonar.
Hólmgeir Þorsteinsson flutti
eftirfarandi tillögu, sem var
samþykkt:
„Aðalfundur KEA 1960 sam-
þykkir að Kaupfélag Eyfirðinga
reisi líkan eða minnismerki um
Hallgrím Kristinsson og felur
stjórn og framkvæmdastjóra
framkvæmd í þessu efni.“
Tillagan var samþykkt sam-
hljóða.
Gjöf í orgelsjóð
Akurey r arkirk ju.
Þá samþykkti fundurinn þá
tillögu stjórnarinnar að KEA
gæfi 25 þúsund krónur til orgel-
sjóðs Akureyrarkirkju. En nú
er verið að kaupa vandað pípu-
Framhald á 2. síðu.
JHvenær verður það?
= Góð reynsla er fengin af
[ notkun tilbúins áburðar á af-
j réttarlönd. Dreifing áburðar-
1 ins úr áburðarflugvél hefur
I gengið að óskum síðustu ár.
j Óvíða mun þrengra í högmn
1 en í afréttarlöndum Akureyr-
j inga. Súlumýrar og Glerárdal-
j ur þyrftu ríflegan áburðar-
Í skammt árlega.
j En hvenær tekur bæjar-
Í stjórnin það mál á dagskrá?
j Það er flugskólinn Þytur sem
I á flugvélina og hefur hún gef-
Í izt ágætlega til áburðardreif-
j ingar.
Flytur ávarp á útihátíðah()lduuum 17. júni
Forseti Islands og frú hans verða hér á Akureyri 17. júní, og
flytur forsetiun ávarp á hátíðahöldunum.
Að öðru leyti verða hátíðahöldin þennan dag með svipuðum
hætti og verið hefur. Blómabíll ekiu: um bæinn að morgni. Eftir
hádegi flytur vígslubiskupinn, séra Sigurður Stefánsson, messu,
lúðrasveit leikur, Geysir syngur, Fjallkonan flytur ávarp, Hólm-
fríður Jónsdóttir magister flytur lýðveldisræðuna og Jón Sigurðs-
son nýstúdent flytur tölu. Þá verður keppt í íþróttum, barnasam-
koma á Ráðhústorgi verður kl. 5, en seinna um kvöldið verða
skemmtiatriði þar og að lokum dansað. Meðal skenuntiatriða er
söngur Karlakórs Akureyrar.