Dagur - 29.06.1960, Qupperneq 2
2
Frá aðalfundi S.Í.S.
Framkald nf 1. siöu.
samvinnuverksmiðjum fyrir 93
milljónir.
Starfsemi SÍS minnkaði
vegna rekstursfjárskorts, sér-
staklega dróst innflutningur
Innflutningsdeildar verulega
saman og nam 182,6 milljónum.
Umsetning Véladeildar varð
80.5 milljónir, Skipadeildar 64
millj., Iðnaðardeildar 92,9 millj.
króna og Útflutningsdeildar
427.5 milljónir króna.
Bcíri rekstursafkoma.
Rekstursafkoman batnaði
mikið á árinu. Tekjuafgangur
varð kr. 5,2 millj. og hafði þá
verið varið til afskrifta á fast-
eignum, vélum og skipum kr.
10,8 millj. Erlendur Einarsson
vakti athygli á því, að ástæð-
urnar fyrir því, að tekjuafgang-
ur Sambandsins er eigi meiri en
raun ber vitni, þrátt fyrir hina
miklu umsetnngu, eru einkum
þrjár: Ber þar fyrst að nefna
rekstrarfjárskortinn, þá hafa
verðlagsákvæðin verið verzlun-
SJÖTUGUR:
Þórhallur á Ljósavatni
Þórhallur Björnsson smíða-
kennari og hóndi á Ljósavatni
varð sjötugur á sunnudaginn,
26. júní. Hátt á þriðja hundrað
manns heimsótti hann þann dag,
faerðu honum gjafir og heilla-
óskir. Eftirfarandi kvæði barst
honum frá gömlum nemendum
og vinum í Hveragerði, ort af
Kára Tryggvasyni frá Víðikeri.
Völund vondjarfan
vinir hylla.
Segja með sanni
sæll og blessaður.
Heill þér sjötugum.
Horf þú móti
vetri vondjarfur
Vormaður snjall.
Þökkum Þórhallur
þegið gaman,
fjör og frjálshuga,
fyndni og þor.
Oft var andrikum
örvum skotið
mitt í mark
þinni máismiðju frá.
Glaður á götu
gakk þú hugreifur.
Fylgi þér óskir
okkar beztu.
Þökk fyrir gamalt.
Þökk fyrir nýtt.
Spretti lífgrös í sporum þínum
inni mjög óhagstæð og loks er
þess að geta, að um það bil
helmingur af sölu Sambandsins
er umboðssala á innlendum af-
urðum, en fyrir þá umboðssölu
eru aðeins reiknuð 1%—3%
þóknun.
Hamrafell.
Reksturstap af helmingshluta
Sambandsins á Hamrafelli varð
5,6 milljónir króna, þegar búið
var að verja 10% til afskrifta.
Meðalfarmgjöld voru rúmlega
23 shillingar á smálest.
Þá ræddi forstjórinn um
framtíðarhorfur Sambandsins
og þóttu þær ckki glæsilegar,
og einkum af eftirtöldum
ástæðum:
1. Aukin fjármagnsþörf vegna
gengisbreytingarinnar og
hækkaðs verðs innfluttra vara.
2. Vaxtahækkunin, er hann
áætlaði að hafa mundi í för
með sér um 5 millj. kr. aukin
útgjöld fyrir Sambandið.
3. Veltuútsvar, er nú leggst í
fyrsta skipti á viðskipti við
félagsmenn, og nema mun
milljónum króna.
Endurgreiðir 3%.
Stjói-n Sambandsins flutti til-
lögu um, að tekjuafgangi ársins
1959 skyldi veitt í stofnsjóði
3% af kaupum þeirra frá Inn-
flutningsdeild, Véladeild og'
verksmiðjum Iðnaðardeildar.
Kosningar.
Sigurður Kristinsson baðst
eindregið undan endurkosningu
sem stjórnarformaður. í hans
stað var kosinn Jakob Frí-
mannsson kaupfélagsstjóri á
Akureyri. Þórður Pálmason og
Skúli Guðmundsson áttu ' að
ganga úr stjórn, en voru báð-
ir endurkjörnir. Aðrir í stjórn
eru: Eysteinn Jónsson, Finnur
Kristjánsson, Egill Thorarensen
og Þorsteinn Jónsson.
í NESTISTÖSKUNA
Avaxtasafar
Ávextir niðursoðnir
Marmelaði
Grænmeti niðurs.
Harðfiskur
Fiskmeti niðursoðið
Kaffiduft
Súkkulaði
Súpur
Kex, margskonar
Brjóstsykur
Te
NÝLENDUVÖRUDEILD
OG ÚTIBÚ.
ORGELVELTAN
Konráð Konráðsson skorar á:
Eddu Ásgeirsdóttur, Kambs-
mýri 4, Gunnar Þórðarson,
Hrafnagilsstræti 19, Guðmund
Gunnarsson, Ásvegi 28.
Hörður Jörundsson skorar á:
Guðvarð Jónsson, málara, Guð-
mund Jörundss, Eyrarvegi 17,
Barða Brynjólfsson, málara.
Lovísa Pálsdóttir skorar á:
Margréti Kristinsdóttur, Ham-
arstíg 22, Gylfa Svavarsson,
Norðurgötu 54, Elínu Onnu
Kröyer, Hclgamagrastræti 9.
Jón M. Guðmundsson skorar
á: Stefán M. Jónsson, Gránufé-
lagsgötu 20, Aðalstein Vest-
mann, Hlíðargötu 4, J. A. Jóns-
son, Norðurgötu 39 A.
Málfríður Friðriksdóttir skor-
ar á: Öffu Friðriksdóttur, Skipa
götu 4, Önnu Kvaran, Brekku-
götu 9, Sigríði Hallgrímsdóttur,
Hrafnagilsstræti 30.
Karl Hjaltason skorar á:
Reyni Hjaltason, Háfnarstræti
85, Hjalta Hjaltason, Hafnar-
stræti 85, Hjalta Sigurðsson,
Hafnarstræti 85.
Stefanía Jóhannsdóttir skorar
á: Pál Jónsson, Ægisgötu 12,
Þóru Steindórsdóttur, Norður-
götu 60, Jóhann Jónsson, Ægis-
götu 12.
Sigurleif Tryggvadóttir skor-
ar á: Rannveigu Gísladóttur,
Eiðsvallagötu 18, Jósef Krist-
jánsson, Sandvík, Kolbein Guð-
varðarson, Byggðavegi 146.
Gunnar Friðriksson skorar á:
Sigurliða Jónasson, Engimýri
11, Guðmund Ármannsson, Að-
alstræti 2, Erling Pálsson, Tún-
götu 4.
Súsanna Baldvinsdóttir skor-
ar á: Kristínu Sigui'björnsdótt-
ur, Sólvöllum 18, Björgu Bald-
vinsdóttur, Hafnarstræti 83,
Huldu Ingimarsdóttur, Hrafna-
gilsstræti 10.
Guðrún Adólfsdóttir skorar
á: Ásgrím Stefánsson, Munka-
þverárstræti 37, Jennýju Valdi-
marsdóttur, Munkaþverárstræ,ti
29, Kristbjörgu Dúadóttur,
Munkaþverárstræti 40.
Jónas Þorsteinsson skorar á:
Vilhelm Þorsteinss., skipstjóra,
Ránargötu 23, Friðgeir Eyjólfs-
son, skipstjóra, Skólastíg 9, Áka
Steíánsson, skipstjóra, Þórunn-
artræti 113.
Lovísa Jónsdóttir skorar á:
Rannveigu Þórarinsdóttur,
Strandgötu 33, Mai,'gi'éti Sigurð-
ardóttur, Úánargötu 22, Úíelga
Trýggváson, Þingvallastræti 4,
Jón Kristjánsson, Þingvalla-
stræti 20.
Tómasína Hansen skorar á:
Helgu Ingimarsdóttúr, Kaup-
vangsstræti 23, Steindór Gunn-
arsson, Vanabyggð 2 A, Hans
Mormann Hansen, Kaupvangs-
stræti 22.
Guðrún Björnsdóttir skorar á:
Hólmfríði Jóhannsdóttur, Að-
alstræti 4, Björn Magnússon,
Aðalstræti 4.
N Ý K O M I N
Hvít
Nylon-
gliiggatjaldaefiii
M jög gott verð.
VERZLUNIN LONDON
Sími 1359
Vestur-íslendingar á ferð hér
Um sl. helgi komu hingað til
bæjarins vestur-íslenzk syst-
kini frá Winnipeg, Halla og
Hjörtur Jósefsson. Þau eru
bæði fædd á íslandi, í Hörðudal
í Dalasýslu. Foreldrar þeirra
voru: Jósef Jónsson bóndi í
Hörðudal og kona hans Ásgerð-
ur Gunnlaugsdóttir, og var hún
ljósmóðir í Dölunum í 30 ár. —
Hún fór vestur um haf með 3
börn sín, þar á meðal Hjört og
Höllu, árið 1912, en 2 börnin
voru áður komin vestur. Hún
andaðist í Winnipeg 1938, en
Jósef, maður hennar, fór ekki
vestur. Hann dó ungur. — Halla
Jósefsson hefur lengst af dvalið
í Winnipeg, og kom hún til ís-
lands fyrir 4 árum síðan. Ferð-
aðist þá mikið hér og tók
fjölda litmynda af landi og þjóð.
Hefur hún oftsinnis sýnt þær
myndir vestan hafs og hafa þær
vakið mikla athygli. Nú hyggst
hún á ferðalag um sem flesta
fegurstu staði landsins til
myndatöku. — Hjörtur hefur
dvalizt lengst af við Otto póst-
hús í Manitoba við búskap. —
Hann er nýlega fluttur til
Winnipeg og stundar nú skó-
smíðar. Hjörtur er kvæntur
Sigurlaugu Jónsdóttur, Jóna-
tanssonar úr Þistilfirði. Hann
hefur ekki til fslands komið áð-
ur, en segir að sig hafi dreymt
um slíkt ferðalag í öll þessi ár,
sem hann hefur búið vestan
hafs. Munu þau systkin dvelja
hér á landi 2—3 mánuði, en það
fer að vísu eftir því, hve tíð
verður góð til myndatöku. —
Meðan þau dvelja hér nyrðra
verða þau til heimilis að Holta-
götu 1, sími 1550. Á. B.
Dragnófafrumvarpið leyndi á sér
Frumvarpið um draganóta-
veiðarnar fór í gegnum þingið
með hraði miklu. Andstæðingar
þess lofuðu samt guð fyrir „klá-
súluna“, þ. e., að þau byggðar-
lög, sem ekki vilja veita leyfi
til veiðanna á sínum miðum,
geti komið í veg fyrir það. —
Fiskifélag íslands birti svo aug-
lýsingu í blöðum og útvarpi og
SYNDIÐ
200 metrana
TiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiéiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiitT
VÍSITALAN
Kauplagsnefnd hefur reikn-
að vísitölu framfæi-slukostnað-
ar í byrjun júnímánaðar 1960
og reyndist hún vera 105 stig,
eða óbreytt frá vísitölunni í
maíbyrjun 1960. Verðhækkanir
í maímánuði námu 3,0 stigum,
en þar á móti kom 3,4 stiga
vísitölulækkun vegna fjöl-
skyldubóta til tveggja barna
fjölskyldna, sem byrjað er að
greiða í júní 1960. Hafa þar með
verið tekin í vísitöluna samtals
6,2 stig af þeim 8,5 stigum, sem
visitalan lækkar um vegna
hækkunar fjölskyldubóta sam-
kvæmt lögum um breyting á al-
mannatryggingalögum, sem sam
þykkt voru á síðasta þingi.
Hagstofa íslands, 25. júní 1960.
gaf sveita- og bæjarstjórnum,
samtökum útvegsmanna, sjó-
manna og verkalýðsfélögum og
eigendum frystihúsa í byggðar-
lögum landsins 10 daga frest, þ.
e. til 20. þ. m., til að leiða rök
að því, að aðrar veiðar en drag-
nótaveiðar væri hagkvæmara
að stunda á vissum hlutum
veiðisvæða, og að þessir hlutar
yrðu svo friðaðir,- eftir að Fiski-
félagið og ráðherra hefðu tekið
rökin gild. Hafi framantaldir
aðilar ekki seint álitsgerðir fyr-
ir hinn tiltekna tíma, verði svo
litið á, að þeir séu meðmæltir
dragnótaveiðum á sínum svæð-
um. Víst er . um.það, að mikill
handagangur verðui' í öskjunni
hjá framangreindum félögum
og samtökum og ekki víst, að
allir verði ánægðir með úrslitin.
Veiðisvæðin verða sex, þ. e.
Ingólfshöfði/Reykjanes, Reykja-
nes/Snaefellsnes, Snæfells-
nes/Látrabjarg, Látrabjarg/
Horn, Horn/Langanes, Langa-
nes/Ingólfshöfði. Undirbúning-
ur undir veiðarnar mun langt
kominn í Vestmannaeyjum,
enda frumvarpið undan rifjurú
eyjaskeggja runnið. Annars
staðar mun allt á huldu um
þátttöku í veiðunum, enda ríkir
hin mesta óvissa um sölu vaént-
anlegs afla.
Nú hefur sjávarútvegsmála-
ráðuneytið ákveðið að veita
Vestmannaeyjabátum leyfi til
dragnótaveiða á svæðinu frá
Knarrarósvita (hjá Stokkseyri)
að Ingólfshöfða.
Sennilega verða bátum ekki
leyfðar veiðar annars staðar nú
í sumar.
Okkar vinsælu
SIMASTÓLAR
r
komnir aftur. - Obreytt verð.
BÓLSTRUD HÚSGÖGN H.F.
Hafnarstræti 106. — Sími 1491.