Dagur


Dagur - 29.06.1960, Qupperneq 4

Dagur - 29.06.1960, Qupperneq 4
4 5 -- -—----<------—-— ÁRÁS EFLIR S AMTÖKIN NÚVERANÐI RÍKISSTJÓRN er nú búin að kasta hanzkanum og hefja heiftarlega sókn gegn samvinnufélög- unum í landinu. Engum kom það á óvart, sem till þekkja, en einhverjum kann nú að virðast nokkuð erfitt að vera bæði samvinnumaður og Sjálf- stæðismaður og báðum trúr,endaerfitt að vonum. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hampi slagorðunum „frjáls sam- keppni“, vill hann ekki frjálsa sam- keppni við samvinnufélögin, heldur vill hann lama þau með því að nota meirihlutavald sitt á Alþingi og láta hvers kyns lagaboð koma þeim á kné í sinn stað. Og Alþýðuflokkurinn hjálpar dyggilega til. Já, svo ótrúleg- ir hlutir geta gerzt í landi voru, að stjórnmálaflokkur, sem kenndur er við alþýðuna og lengi starfaði fyrir hana og var hlynntur samvinnusam- tökum fólksins, sem einum þætti í baráttunni til betra lífs hinna fátæk- ari, hjálpar nú Sjálfstæðisflokknum til þessa tilræðis við samvinnufélögin. Aðalfundur Sambands íslcnzkra sam- vinnufélaga, sem nýlega var haldinn að Bifröst samþykkti EINRÓMA eftirfarandi mótmæli: „Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga 1960 mótmælir harð- lega þeim sérstöku, illvígu árásum á samvinnufélögin, er síðasta Alþingi leyfði sér að gera með lagasetningu, t. d. um: 1. Að heimilt sé að leggja veltuútsvar jafnt á viðskipti félagsmanna og ut- anfélagsmanna í samvinnufélögun- um eftir sömu reglum og kaup- mannsverzlun sama staðar. Vöru- kaup félagsmanna til eigin nota og sala þeirra á eigin íramleiðsluvör- um er alls ekki venjulegur verzlun- arrekstur og þess vegna rangt að leggja útsvar á þess konar kaup og sölu eftir sömu reglum og cinka- verzlun á staðnum. Kemur fram í þessari lagasetningu skilningsleysi og fjandskapur við félögin. 2. Að taka megi með valdboði hluta af fé innlánsdeilda samvinnufélaga og flytja hann í Seðlabankann í Reykjavík til bindingar þar. Er með þessu rófin friðhelgi eignarréttar samvinnumanna og félög þeirra svipt mikilsverðu starfsfé. Þá vítir fundurinn hina gífurlegu hækkun lánsfjárvaxta, sem fyrirskip- uð hefði verið af ríkisvaldinu, og er viðskipta- og efnahagslífi þjóðarinnar fjötur um fót. Ennfremur telur fundurinn hinn nýja, almenna söluskatt hættulegan, þar sem engin trygging er fyrir því, að allir innheimtuaiðilar standi full skil á innheimtufénu til ríkissjóðs. Skorar fundurinn fastlega á næsta Alþingi að nema framangreind atriði úr lögum. Jafnframt skorar fundurinn á alla samvinnumenn í landinu að beita áhrifum sínum til leiðréttingar á lög- gjöfinni og standa traustan vörð um rétt samvirtnuhreyfingarinnar og að- stöðu til heilbrigðrar starfsemi í þágu almenningsheilla og menningar, og síðast, en ekki sízt: Láta árásir and- stæðinganna verða sér hvöt til nýrrar, öflugrar sóknar í samvinnumálum.“ *s-_____________________________________> Hefur kennt sund í háifa ö!d Á mánudaginn var átti Ólaf- ur Magnússon, hinn kunni sundkennari á Akureyri, ein- stakt afmæli. Þann dag voru rétt 50 ár liðin síðan hann byrjaði sundkennslu, þá 17 ára piltur. Talið er, að enginn fs- lendingur hafi kennt sund svo lengi. Ólafur vara snemma harð- gerður, vel að manni og vel til þess fallinn fyrir margra hluta sakir, að glæða áhuga yngri og eldri fyrir líkamsrækt. Hann nam sund hjá Steinþóri Leós- syni, Jóhanni Ólafssyni, og 1924 hjá þeim Jóni og Ólafi Pálssonum í Reykjavík, og var ágætur sundmaður. Hinn 27. júní 1910 hóf Ólafur sundkennslu í Hrafnagilshreppi í næstum köldum polli við Kristnes, síðan við Gröf í Öng- ulsstaðahreppi og fyrir sunnan og ofan Blómsturvelli í Glæsi- bæjarhreppi við kalda læki á báðum stöðum. Mörg fyrstu ár- in fór sundkennslan að sjálf- sögðu aðeins fram á meðan hlýjast var í veðri. Vorið 1922 hóf Ólafur svo sundkennslu á Akureyri í köld- uði sundpolli, þar sem nú er Sundlaugin. Búið var þá að steypa veggi, en botninn var mold og leir. Árið 1933 var heitu vatni veitt úr Glerárgili í sundpollinn, og nú er hér mjög fullkomin úti- og innisundlaug. Hinn aldni sundkennari hefur því í sannleika lifað tímana tvenna í sundmálum og einnig lagt drjúgan þátt til þeirrar sundkunnáttu, sem nú er orðin í landinu. Ekki gat blaðið fengið neinar tölur um fjölda nemenda Ólafs sundkennara, en efalítið skipta þeir þúsundum. Og víst er það, að margir hafa bjargað lífi sínu með þeirri sundkunnáttu, sem þeir þakka Ólafi Magnússyni. Fáir atburðir munu tíafa glatt hann meira en þær fréttir. Enginn Akureyringur, nema Ólafur Magnússon, hefur hlotið hið fasta viðurnefni sundkenn- ari. En tæplega mun sund- kennslan, við þau skilyrði, sem voru á fyrri kennaraárum Ól- afs, hafa verið þrautalaus. Nú munu hins vegar fáir eða engir sundstaðir fullkomn- ari eða skemmtilegri á landi hér en Sundlaug Akureyrar, og góð aðstaða fyrir hinn aldna og góða sundkennara, sem varið hefur ævi sinni til að kenna tramhald. á 7. siðu. Þrumur og eldingar Þistilfirði, 25. júní. — í gær- dag var hér og á Langanesi sunnanátt, sólskin og mesti hiti, sem komið hefur á þessu sumri, allt upp í 25 stig eftir hádegið. Þurrkur var því mjög góður og sums staðar mikil taða nýslegin á túnum. En síðla kvölds breyttist skyndilega veður í lofti og gerði steypiregn, sem eyðilagði mikið af því, sem áunnizt hafði um daginn við heyþurrkun. Þessu fylgdu þrumur og eldingar langa stund, en eldingar eru mjög fátíðar í þessu byggðarlagi og töldu margir sig ekki hafa séð slíka sýn fyrr, sem þarna gaf að líta. Hringingar glumdu í sveitasímum, án þess að af mannavöldum væri, en ekki ollu eldingarnar tjóni, svo að kunn- ugt sé. Fjölmennt kveðjusam- sæti á Blönduósi Blönduósi, 28. júní. — Þann 25. júní sl. var þeim haldið kveðjusamsæti Guðbrandi Is- berg, fyrrv. sýslumanni, Páli V. G. Kolka, fyrrv. héraðslækni, og Steingrími Davíðssyni, fyrrv. skólastjóra. Kolka og Stein- grímur eru fluttir til Reykja-- víkur, en öllum var þeim þakk- að fyrir margþætt störf í þágu . héraðsins. Hófið sátu um 230 manns. Hin 26. júní kepptu Héraðs- Gætum þess nú vel i sumar. . . . VIÐ ÍSLENDINGAR höfum búið of strjált og of einangrað til að venjast því að taka nauðsyn- legt tillit til náungans, svo sem nú er nauðsynlegt í þéttbýlinu og eftir að einangrun var að mestu rofin um land allt. Við getum ekki lengur lifað eftir þeirri lífs- reglu að garðar séu granna- sættir eða vík þurfi milli vina eða fjörður milli frænda, svo að nágrennið sé sæmilegt. Bæja- og borgarmenning er ung ennþá hér á landi, múg- mennskan líka — kannski er hvorugt til. En ennþá þrá flestir að halda þeirri líftaug blá- þráðalausri, sem nokkur sam- skipti við jörðina, náttúru lands- ins, er öllum jarðarbörnum. — Slitni sú taug lifir þjóðleg menn- ing ekki lengi, fremur en afskor- in blóm. Við eigum stórt land og svo fullt af fegurð, að hún orkar ekki á okkur, sem hið fágæta, fremur en annað það, sem nóg er til af. Þetta veldur virðingar- leysi fyrir því, sem fegurst er. Það er líklega þess vegna, sem við hendum bréfum og niður- suðudósum út um hvippinn og hvappinn og skiljum eftir óþverra í tjaldstæðum. En þeir, sem á eftir koma og hafa opin augun, hryggjast yfir því að fagurt land skuli flekkað af dónum. Nú er tími sumarleyfa og ferðalaga. Innisetufólk úr þétt- býlinu, sem ekki er algjörlega vaxið upp úr skítnum og skark- alanum, en hefur einhvern tíma fundið unað á grænu grasi, þrá- ir ferskt loft sveitanna, ilm úr jörðu, fegurð fjalla og dala, mjúkt gras að ganga á, sólheitan hvamm og tært vatn, lygnt eða straumþungt. Og fólk þráir líka einfaldleikann, nýtur þess að sofa í tjaldi og setja pott á hlóð- ir, vera laust við útvarp og dæg- urþras, en finna í þess stað and- ardrátt náttúrunnar og sameinast honum. Öllu því fólki, sem á þess kost að njóta sumarleyfa á þessu sumri og ferðast eitthvað, óskar blaðið góðrar skemmtunár. En þeirri frómu ósk er hér með komið á framfæri um leið, að enginn flekki landið með óhirðu- legri og sóðalegri umgengni. Munið það, vegferendur góðir, að nákvæmlega eins og ykkur blöskrar að sjá bréfarusl, matar- leifar, flöskur og blikkdósir ein- mitt þar, sem þið hefðuð helzt kosið ykkur áningarstað, svo fer þeim, sem á eftir ykkur kemur — ef þið hafið nú sjálf gleymt hirðuseminni, þar sem þið veljið ykkur verustað. Feröamenn. Talið er, að fleiri útlendir ferðamenn heimsæki landið nú í sumar, en nokkru sinni fyrr. Þetta þykja gleðitíðindi. Svimhá- ar gjaldeyristekjur nágrannaþjóð- anna af ferðamönnum eru gjarn- an feitletraðar í fréttum og í ræðu og riti eru látnar í ljósi vonir um framtíðarlandið ísland sem ferðamannaland. Víst mætti svo fara að Island yrði ferða- mannaland. En til þess þarf breytt hugarfar, ekki síður en góð gistihús. Engir eru verr fallnir til þjónsstarfanna en íslendingar eða meira fákunnandi í þeim fræðum að laða að sér gesti. Gestrisni heimila og hjartahlýja, sem ein- kennir dreifbýlið og ekki er með öllu útkulnuð í þéttbýlinu, á hér ekki skylt mál. Hér á landi dáum við stórvax- in tré og hlýja veðráttu. Sú að- dáun stafar af berangri landsins og kuldanum. Ekki þykir hlýða að sýna útlendingi ljósmynd héð- an, nema á henni sjáist tré. Birki- kræklan getur orðið bæði stór og falleg á ljósmynd, með ofurlítilli lagni. En útlendingar koma ekki hingað til að sjá tré og þeir koma ekki til þess að baka sig í sól. ísland er svalt og fegurð þess nakin, nóttlausir dagar hreint undur fyrir þá, sem sunnar búa á hnettinum, tærleiki lofts og lag- ar óviðjafnanlegur og litbrigði beinlínis ótrúleg. Eldfjöll, hraun, hverir og laugar, fossar og laxár laða ferðamenn, jafnvel íslenzkir hestar og uglur í Odáðahrauni og svo blessaður svalinn. Þetta er það, sem þarf að auglýsa til að fá hingað erlenda ferðamenn. En sjálfir þurfum við auðvit- að að læra að ferðast og fyrst og fremst í okkar eigin landi, og þar er verkefnið bæði stærst og þýð- ingarmest. samband Boi-gfirðinga og Hér- aðssamband A.-Hún. í frjálsum íþróttum. Borgfirðingar sigruðu með 75,5 stigum, en Húnvetn- ingar hlutu 74,5 stig. Bezta af- rek mótsins átti Sigurður Sig- urðsson, Hún., fyrir langstökk, 6,82 m. Aðstaða var mjög erfið til keppni í þessari grein. I dag, 28. júní, efndi Kaupfél. Austur-Húnvetninga til hóp- ferðar og bauð konum úr Toífulækjar- og Svínavatns- hreppi til Suðurlands. Um 60 konur, mest húsfreyjur, taka þátt í ferð þessari. Sunnudaginn 10. júlí verða haldnar kappreiðar, sem hesta- mannafélög í A.-Hún. standa fyrir. Þær fara fram á Hvamms- eyrum í Langadal. Heyskapur er víðast byrjað- ur. Spretta er mjög góð. Smalað verður til rúnings síðar í vik- unni. Kirkjan endurbyggð Unnið er að því að gera rækilega við hina 75 ára gömlu timburkirkju á Grenivík. Fúa var farið að gæta undir glugg- um og víðar. Turn kirkjunnar er yngri en aðalkirkjan, eða tæpra 50 ára. Kirkjan verður iriáíúð hótt og lágt og síðan endurvígð, sennilega í haust. Nýr skírnarfóntur eftir Eíkarð Jónsson mun vera tilbúinn frá hahs hendi og verða gefinn kirkjunni sem minningargjöf. Frjáls samskot í sókninni til kirkjunnar námu 50 þús. kr. Margir hafa auk þess ‘heitið á hana óg hún orðið vel við. ,Þá er nýlokið. gagngerðri end- urbót á húsi pósts og síma á' Grenivík. Húsið var „innrétt- að“, dúklagt og málað og lítur vel út. Stöðvarstjóri er Magnús Jónsson, og tók hann við því starfi 1. maí í vor. Tíðindi úr N.-Þing. Þislilfjörður — Þórshöfn — Langanes, 21. júní. — Túnaslátt- ur hófst í gær, hiti var 19 stig í forsælu. Afli er nú góður við Langa- nes, og má telja, að svo hafi yf- irleitt verið á þessu vori, þótt mikið drægi úr aflanum í byrj- un þessa mánaðar. Búið er að frysta um 6000 kassa á Þórshöfn og er það meira en um sama leyti í fyrra. Þar eru nú byrjaðar hafnar- framkvæmdir og verður fyrst steypt eitt ker, sem á að fara til Bakkafjarðar. Síðan verður steypt ker til viðbótar, sem not- að verður á staðnum og lengd- ur hafnargarður, sem er grjót- garður, það sem hægt er, áður en ker verður sett niður, sem væntanlega verður næsta sum- ar. Unnið er að því að ryðja veg út Langanes. Þar er stór jarð- ýta að verki, og búið að ryðja nokkuð út fyrir Höfða. Hér í sveit er eitt íbúðarhús í smiðum á Fjallalækjarseli í Þistilfirði. Framkvæmdir hjá bændum í heild eru minni en undanfarin ár. Ekki er byrjað á neinu íbúðarhúsi á Þórshöfn í vor. — Vinna með jarðýtu er hafin í Hálsvegi, milli Raufarhafnar óg Þistilfjarðar. Þetta er einn af millibyggðavegunum og verður unnið allmikið í honum í sum- ar. Jóhannes Árnason á Gunn- arsstöðum, fyrrv. bóndi þar, varð sjötugur 18. þ. m. Heim- sóttu hann þá margir. Hinn 19. þ. m. lézt Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Fjallalækjarseli, hnigin á efri aldur, 68 ára, veil til heilsu undanfarið. Kolaveiði í net hefur verið stunduð hér í firðinum um hálfsmánaðartíma eða svo, en hún er heldur treg. Hér um slóðir eru sveitar- stjórnir og félög verkamanna og útvegsmenn mótfallnir því, að landhelgin verði opnuð fyrir dragnót og hafa tilkynnt Fiski- félaginu þá afstöðu. Skurðgrafa vann á Strönd sl. haust og áfram í vor, en er nú farin austur á Hérað. í vor hef- ur beltisdráttarvél (jarðýta) Ströndunga unnið að jarðabót- um á framræstum löndum þar í sveit. VélaverkstSeði er tekið til . starfa á Þórshöfn í húsnæði, ;S,em: er eign Hauks Kjartans- sonar bifreiðastjóra. Þar vinna tveir menn: Guðmundur Krist- insson frá Nýhöfn, sem er for- stöðumaður, og Daníel Gunn- laugsson frá Eiði. Er þessi starf- semi enn á býrjunarskeiði og stendur til bóta, en mikil þörf . er hér fyrir viðgerðir á landbún aðarvélum, bátavélum, jepp- um o. fl. Um næstu mánaöamót er von á stórvirku moksturstæki, sem vitamálastjórnin á og verður notað til að taka upp grjót í hafnargarðinn og koma því á bíla. Gert er ráð fyrir að sér- stakir grjótflutningsbílar fylgi tæki þessu. Mun atvinna fyrir vörubilstjóra því verða minni við hafnargerðina en gert hafði verið ráð fyrir. I vor hefur verið unnið að því að koma upp útbúnaði til sild- arbræðslu í sambandi við fisk- mjölsverksmiðju Kaupfélags Langnesinga. Verður þessu væntanlega lokið nægilega snemma, áður en síld berst á land til söltunar. Tilgangurinn með þessari framkvæmd er sá, að vinna síldarúrgang og slatta og greiða þannig fyrir söltun- inni. Afköstin verða væntan- lega 3—400 mál. Þess er vænzt að töluverð síldarsöltun verði á Þórshöfn í sumar. Mikill heyskapur Saurbæ, 28. júní. — Gras- spretta er mjög mikil og snemma byrjað að slá. Mjög víða er mikið hey komið í hlöð- ur. I Fellshlíð mun fyrri slætti og hirðingu um það bil lokið og mun slíkt einsdæmi. En mjög er það misjafnt, hvað sláttur byrj- ar snemma og hversu fjótt gengur að heyja. Jarðvinnsla og byggingar eru mun minni en vérið hefur und- anfarið. ... Sjö bátar á síld Húsavík, 28. júní. — Fyrsta síldin barst hingað til Húsavík- ur 22. júní. Það, var m.s. Freyr, ÍS 151, og var með 300 tunnur, sem fóru til frystingar. Héðan eru 7 bátar á síldveið- um í sumar og er Helgi Fló- evntsson búinn kraftblökk. Stálbátur, smíðaður í Noregi, er væntanlegur hingað innan skamms. Úr Svarfaðardal ■ Þverá, 18. júní 1960. — Ekki er sláttur hafinn hér í sveit, en trúlega byrja einhverjir bænd- ur í næstu viku. Spretta er að verða sæmilega á blettum, en nokkurt kal er í túnum, einkum fram. til dala. Tíðarfarið hefur verið ágætt. Snemma voraði og hlýindi og væta meiri en vana- legt er hér í maímánuði. Á sauðburði kom þó dálítið áfelli, en ekki hlauzt tjón af svo að neinu næmi. Sauðburður gekk yfirleitt vel. Lambalát varð á stöku bæ. Urðu einkum þrír bændur fyrir miklu tjóni af þeim sökum. Annars hefur fé verið hraust og gengið vel undan. En nokkuð hefur borið á doða í kúm eins og raunar oft áður. Eitt greni hefur fundizt í hreppnum og tókst að vinna það. í vikunni var hér kúasýning. Aðaldómari var Bjarni Arason ráðunautur. Sýndar voru 191 kýr úr báðum hreppum dalsins. 21 kýr hlaut fyrstu verðlaun. Fyrra laugardag komu hing- að góðir gestir, yfir sextíu Austur-Skaftfellingar, bændur og húsfreyjur. Tekið var á móti fólkinu í húsakynnum útibús Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík og þar veittur kaffisopi. Síðan dreifðist hópurinn um dalinn og dvöldu þar næturlangt. Ekki er það títt að ferðamannahópar heimsæki okkur Svarfdælinga til þess að hafa verulega við- dvöl. Erum við sannarlega þakklátir Skaftfellingunum að leggja lykkju á leið sína og koma hingað. Á morgun ætla konur úr kvenfélaginu „Tilraun“ að fara skemmtiferð til Húsavíkur. — Þátttaka er góð. Á hvítasunnudag varð Þor- leifur Bergsson í Hofsá sextíu ára. Þorleifur hefur lengi búið á Hofsá, verið mikill atorku- og dugnaðarmaður. Ber jörðin honum glæsilegt vitni, því að Hofsá er eitt myndarlegasta býli hér í sveit. Þorleifur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, er t. d. nú í hreppsnefnd. — Kvæntur var Þorleifur ágætri Framhald á 7. siðu. Barnaskólarnir á Norðurlandi Upplýsingar Stefáns Jónssonar námsstjóra Stefán Jónsson námsstjóri var hér nýlega á ferð og leitaði þá blaðið frétta af skólamálum hér norðanlands. Hann varð vinsam- lega við þeim tilmælum að gera grein fyrir þessum málum í stórum dráttum og birtist hér fyrri hlutinn. 1. KAUPSTAÐIR. a) Siglufjörður. Enn er ekki að fullu lokið stækkun og end- urbyggingu barnaskólans, en áætlað er að Ijúka þessu í sumar. b) Sauðárkrókur. Þar er nýtt og vandað skólahús. Engar breytingar hafa verið gerðar þar síðustu árin, en lóðin löguð og gangar og stofur málaðar. c) Olafsfjörður. Þar er vand- að skólahús ásamt fimleikahúsi og sundlaug. Félagsheimili er þar í byggingu. . d) Akureyri. Þar er í bygg- ingu nýtt vandað skólahús á Oddeyri og verður mikið unnið við þá byggingu í sumar, þótt ekki verði skólabyggingunni lokið. Áætlað er að byggja nýtt skólahús í Glerárþorpi, en leggja ekki í verulega stækkun á gamla skólahúsinu þar. e) Húsavík. I byggingu er stórt og vandað skólahús, ásamt fimleikahúsi og handavinnu- stofustofum. Fimleikahúsið er fullgert og einnig handavinnu- stofurnar, en skólahúsið sjálft er ekki fullgert. Byggingu sundlaugar mun lokið í sumar. Þegar lokið er að fullgera byggingarnar á Oddeyri og Húsavík, og endurbyggingu skólahússins á Siglufirði, má telja að kaupstaðirnir á Norð- urlandi séu vel settir með skólahúsnæði. KAUPTÚN. a) Hvammstangi. Á Hvamms- tanga hefur barnaskólinn búið við mjög lélegt húsnæði. Á liðnu sumri var hafin þar skóla- bygging og lokið við undirstöð- ur, og kjallara undir nokkrum hluta skólahússins. b) Blönduós. Skólahúsið þar orðið of lítið, þar sem nú er þar starfandi unglingaskóli í tveimur deildum. Áætlað er að stækka skóla- húsið svo fljótt, sem unnt er. Fimleikahús er þar ágætt. Fé- lagsheimili er þar í byggingu. c) Höfðakaupstaður ( Skaga- strönd). Þar er fullgert nýtt, vandað skólahús, en fimleika- hús vantar. d) Hofsós. Þar er sæmilega gott skólahús og vel við haldið. Áætluð er girðing um skólalóð- ina. Fimleikahús vantar. Fé- lagsheimili er þar í byggingu. e) Dalvík. Þar er nú lokið stækkun og endurbyggingu skólahússins. — Fimleikahús vantar. Rætt er um byggingu félagsheimilis, sem dugað gæti sem fimleikahús. f) Hrísey. Þar er lítið gamalt skólahús. Á árinu 1959 var það málað og endurbætt. g) Raufarhöfn. Þar er skóla- húsið orðið allt of lítið og hefur orðið að leigja þar kennslu- stofu í íbúðarhúsi tvö undan- farin skólaár. Skólanefndin áætlaði fyrst að stækka skóla- húsið, en það mætti andúð hjá ýmsum í kauptúninu, og má segja að ýmis rök staðfesti það, að heppilegra væri að selja gamla skólahúsið og byggja nýj- an skóla á heppilegri stað. Hef- ur staðurinn þegar verið ákveð- inn. Er bygging skólahúss í undirbúningi. III. SVEITIR. a) Vestur-Húnavatnssýsla. í Vestur-Húnavatnssýslu eru sex sveitir fyrir utan Hvamms- tanga. Ekkert skólahús er í þessum sex sveitum, en í Ytri- Torfustaðahreppi er kennt í fé- lagsheimilinu Ásbyrgi. Eru þar sæmileg viðleguskilyrði fyrir 10—12 ára börn. Þar er starf- ræktur heimavistarskóli í sex mánuði á hverjum vetri. Áætlað er að byggja einn heimavistar-barnaskóla fyrir þessa sex hreppa að Reykjum í Miðfirði. Hefur þetta mál verið mikið rætt við skólanefndir og fleiri aðila, en engar bindandi samþykktir gerðar. Talið er að þarna sé fyrir hendi nægur jarð hiti, ef borað væri. í þessum sex hreppum eru 70—80 börn skólaskyld, ef miðað er við 9 ára aldur. b) Austur-Húnavatnssýsla. í sýslunni eru 8 hreppar, auk Blönduóss og Höfðakaupstaðar. Ekkert skólahús er í þessum átta sveitum, nema að Sveins- stöðum í Þingi. Þar er kennt í gömlu félagsheimili, sem upp- haflega var jafnframt ætlað fyr- ir skólahús. Áætlað hefur verið, og um það gerð samþykkt í fræðsluráði Austur-Húnavatns- sýslu, að byggður verði einn heimavistar-barnaskóli fyrir þessar 8 sveitir að Reykjum á Reykjabraut. Er þar allstórt land, sem gefið hefur verið í því augnamiði, að þar yrði reistur barnaskóli, félagsheimili og sundlaug. í þessum 8 sveitum eru skóla- skyld 90—95 börn miðað við 9 ára skólaskyldu. Vegna fjar- lægðar hefur Skagahreppur nokkra sérstöðu, og ræði eg það síðar í þessari skýrslu, er eg minnist á Skefilsstaðahrepp í Skagafjarðarsýslu. c) Skagafjarðarsýsla. í Skagafirði eru 13 sveitir fyrir utan Sauðárkrók og Hofs- 6s. Þar af eru 10—11 hreppar, sem ekkert sæmilegt skólahús eiga. í Lýtingsstaðahreppi er nýtt skólahús við Steinsstaðalaug, (Steinsstaðaskóli). Er skólahús- ið mikil og vönduð bygging, en við það vantar fimleikahús. Þegar brýr eru komnar á Aust- ur-Vötnin, gætu börn úr suður- hluta Akrahrepps vel sótt Steinsstaðaskóla. Við Barðslaug í Vestur-Fljót- um, Haganeshreppi, er lítill heimavistar-barnaskóli. — Ekki hafa búendur í Austur-Fljótum, Holtshreppi, viljað sameinast um þennan skóla. Það virðist þó sjólfsagt að þessir tveir hreppar sameinist um skólann við Barðslaug og skólahúsið verði stækkað og endurbætt, við það byggt fimleikahús og sundlaug- in endurbætt. í Holtshreppi er_ gamalt, lítið skólahús, sem jafnframt er funda- og samkomuhús. Heim- anganga er þarna mjög erfið. Er börnum komið fyrir til dval- ar í, nágrenni skólans. Eru þá enn 10 sveitir í Skagafirði, sem ekkert viðun- andi skólahús eiga. í Akrahreppi, Staðarhreppi og Hofshreppi hefur þó verið kennt í fundarhúsum, sem eru sæmilegt húsnæði, en lítil skil- yrði eru þar til skólahalds. í Skagafirði hef eg haldið marga fundi um skólamálin. Haustið .1956 hélt eg almennan skólamálafund i Hlíðarhúsinu í Hofshreppi fyrir Viðvíkur-, Hofs- og Hólahreppa. f desem- ber 1956 ræddi fræðsluráð Skagafjarðar skólamálin á fundi sínum á Sauðárkróki og lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að byggja ætti einn heimavistar- barnaskóla í Varmahlíð fyrr allar þessar 10 sveitir, og skrif- uðu öllum skólanefndum við- komandi hreppa um þetta. Fræðsluráðið tekur þó fram, að Skefilsstaðahreppur eigi þarna sérstöðu vegna fjarlægð- ar. Tel eg að komið geti til mála að Skefilsstaðahreppur og Skagahreppur í Austur-Húna- vatnssýslu sameinuðust um ilít- inn bamaskóla eða sami kenn- ari kehndi í báðum skólahverf- unum, þótt sinn kennslustaður- inn væri í hvorri sveit. Þegar sæmilegur akvegur er kominn í kringum Skagann, verða samgöngur betri á milli þessara sveita, heldur en inn til Skagafjarðar um Laxárdals- heiði. Auk hins almenna skólamála- fundar „austan vatna“ hef eg haldið fulltrúafundi um þessi menningarmál að Hólum í Hjaltadal og Varmahlíð. Mættu ó þessum fundum skólanefndir og hreppsnefndir sveitanna: Viðvíkur-, Hóla- og Hofshreppa að Hólum og Skarðs-, Staðar-, Akra- og Rípurhrepps í Varma- hlíð. — (Framhald.) Knattspyrnulið ÍBA, Akureyri, sem keppti við Val, Reykjavík á sunnudaginn. Valur sigraði með 3:2. Frá vinstri: Páll Jónsson, Siguróli Sigurðsson, Skúli Ágústsson, Haukur Jakobsson, Birgir Her- mannsson, Steingrímur Björnsson, Tryggvi Georgsson, Jón Stefánsson, Magnús Jónatansson, Einac Helgason og Jens Sumarliðason.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.