Dagur - 06.07.1960, Síða 5

Dagur - 06.07.1960, Síða 5
4 5 JAFNVÆGI í BYGGÐ LANDSINS OFT ER talað um jafnvægi í byggð landsins. í orði eru flestir á einu máli um nauðsyn þess að auka atvinnulíf og framleiðslu til lands og sjávar sem víðast. En einmitt um þetta atriði í framkvæmd, eru átök milli stjórnmálaflokkanna. Framsókn- arflokkurinn hefur barizt fyrir jafn- vægisstefnunni, svo sem alkunnugt er. Sjálfstæðisflokknum hefur fundizt of mikið gert fyrir dreifbýlið af hálfu rikisvaldsins. Kjördæmabyltingin var jafnvel réttlætt með því að taka þyrfti fyrir „hina pólitísku fjárfestingu“ úti um land, en það var því aðeins fram- kvæmanlegt, að gengi Framsóknar- flokksins og áhrifum hans á Alþingi væri hnekkt. Á síðasta Alþingi fluttu þingmcnn Framsóknarflokksins frumvörp og þingsályktunartillögur um ýmis mál í jafnvægisátt. Þótt þau næðu íæst fram að ganga að þessu sinni, sýna þau Ijóst stefnu flokksins og hvers má af honum vænta þegar hans tími kemur. Hermann Jónasson og nokkrir flokksbræður hans fluttu í efri deild frumv. um framleiðslu- og atvinnu- aukningarsjóð og ráðstafanir til þess að stuðla að jafnvægi í byggð lands- ins. Lagt var til, að sjóður, sem ann- aðist þetta verkefni, væri föst lána- stofnun og fengi 15 millj. krónur frá ríkinu, en það er sú upphæð, sem hið svonefnda atvinnuaukningarfé varð hæst í tíð vinstri stjórnarinnar. Þetta frumv. var flutt áður en efnahagsráð- stafanirnar gengu í gildi og verð- hækkun sú er þeim fylgdi. Ennfrem- ur átti ríkið að afhenda sjóðnum til eignar allar þær kröfur, sem það á, eða eignast, vegna lána sinna af at- vinnuaukningarfé til þessa og vegna afborgana og vaxta, sem það hefur greitt eða greiðir fyrir lántakendur ríkisábyrgðarlána, sem ekki hafa get- að staðið straum af lánunum um lengri eða skemmri tíma. Sjóðstjómin taki svo ákvörðun um eftirgjafir og inheimtu. Var gert ráð fyrir, að með þessar skuldir yrði farið, gagnvart skuldunautum, líkt og harðinda- og óþurrkalán, sem afhent voru Bjarg- ráðasjóði 1957. Lán skyldi veita úr sjóði þessum gegn tryggingu í at- vinnutækjum til hvers konar fram- leiðslu- og atvinnuaukningar, sem einkum gæti stuðlað að jafnvægi í byggð landsins. Framkvæmdabankinn skyldi annast afgreiðslur fyrir sjóð- inn. Afdrif málsins urðu þau, að því var vísað til nefndar í efri deild, en hlaut þar ekki frekari afgreiðslu. Sjálfstæðismenn sáu um, að slíkur „óþarfastuðningur“ við landsbyggð- ina, til að auka þar atvinnu og fram- leiðslu, næði ekki fram að ganga. En Sjálfstæðisflokkurinn gerði meira en að bregða fæti fyrir það, að nokkurt fjármagn fengist á þcnnan hátt. Hann lögleiddi á Alþingi eins konar herferð á hendur því fólki, sem leggur inn samansparaða peninga í sparisjóði eða innlánsdeildir kaup- laga. Með nýjum Iögum er farið ráns- hendi um sparifé landsmanna og gert að skyldu að afhenda það Seðlabank- anum í Rcykjavík. - Frá þingi Framsóknarmanna í Framhald af 1. siðu. flutti Karl Kristjánsson alþing- ismaður ræðu, sem á öðrum stað er fjallað um, og Gísli Guð- mundsson flutti ræðu og skýrði frá störfum Alþingis og frum- vörpum Framssóknarmánna á sl. Alþingi. Báðar voru ræður ■þessár fróðlégar og var þeim fagnað með lófataki. ' Kristján Benediktsson,' erind- reki flokksins, var gestur fund- arins og flutti ræðu, einkum um fjárhagsleg atriði flokksins og tillögur til úrbóta. Að kveldi fyrri fundardags voru fundir nefnda haldnir og hið myndarlega skólasetur þeirra S.-Þingeyinga skoðað. í Laugaskóla nutu gestir rausnar- legra veitinga og gistingar hjá Óskari Ágústssyni gestgjaía og kennara. Veður var hið feg- ursta. Nefndir skiluðu álitum. Síðari fundardaginn skiluðu fjórar aðalnefndir þingsins störfum. Þær voru þessar: Laganefnd, framsögumaður Þrándur Indriðason, fjárhags- og útbreiðslunefnd, framsögu- maður Ingvar Gíslason, alls- herjarnefnd, framsögumaður Erlingur Davíðsson og stjórn- málanéfnd, framsögumaður Hólmsteinn Helgason. Stjórnmálayfirlýsingin er birt á öðrum stað hér í blaðinu. En hér fara á eftir tillögur allsherjarnefndarinnar, þar sem drepið er á örfá mál, sem þing- ið samþykkti einróma. Virkjn Dettifoss. I. Sambandsþing Framsókn- arfélaganna í Norðurlandskjör- dæmi eystra að Laugum í Reykjadal, 2.—3. júlí 1960, skor- ar á Alþingi og raforkumála- Fuilfrúar á kjördæmaþingi Fram- sóknarmanna að Laugum 1. Arnar Jónsson, nemandi, Akureyri. 2. Ásgrímur Stefánsson, for- stjóri, Akureyri. 3. Björn Jóhannsson, bóndi, Syðra-Laugalandi. 4. Björn Stefánsson, kennari, Ólafsfirði. 5. Benedikt Björnsson, bóndi Sandfellshaga. 6. Benedikt Baldvinsson, bóndi, Dálksstöðum. 7. Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari, Ak. 8. Bernharð Stefánsson, fyrrv. alþingismaður, Akureyri. 9. Eiríkur Sigurðsson, skóla- stjóri, Akureyri. 10. Erlingur Davíðsson, ritstj., Akureyri. 11. Eggert Óafsson, bóndi, Lax- árdal. 12. Finnur Kristjánsson, kaup- félagsstjóri, Húsavík. 13. Gísli Guðmundsson, alþing- maður, Reykjavík. 14. Guðni Ingimundarson, bóndi, Hvoli. 15. Guðmundur Eiðsson, bóndi, Þúfnavöllum. 16. Hólmsteinn Helgason, odd- viti, Raufarhöfn. 17. Halldór Ólafsson, oddviti, Hjalteyri. 18. Helgi Kristjánsson, bóndi, Leirhöfn. 19. Ingvar Gíslason, lögfræð- ingur, Akureyri. 20. Jóhann Jónsson, kaupfélgs- stjóri, Þórshöfn. 21. Jóhannes Árnason, fyrrv. bóndi, Gunnarsstöðum. 22. Jón Kristinsson, rakaram., Akureyri. 23. Jón' Árnason, hreppstjóri, Þverá. 24. Jón Tryggvason, bóndi, Möðruvöllum. 25. Jónas Halldórsson, bóndi, Rifkelsstöðum. 26. Jón Friðriksson, bóndi, Hömrum. 27. Karl Kristjánsson, alþm., Húsavík. 28. Karl Arngrímsson, fyrrv. bóndi, Akureyri. 29. Ketill Guðjónsson, bóndi, Finnastöðum. 30. Kristinn Sigmundsson, bóndi, Arnarhóli. 31. Kristján Kristjánsson, hreppstjóri, Hellu. 32. Óli Halldórsson, kennari, Gunnarsstöðum. 33. Ólafur Magnússon, sund- kennarj, Akureyri. 34. Ragnar Helgason, stöðvar- stjóri, Kópaskeri. 35. Sigurður Haraldss., bóndi, Ingjaldsstöðum. 36. Sigurður Óli Brynjólfsson, bóndi og kennari, Krossa- nesi. 37. Sigurður Kristjánsson, bóndi, Sæbergi. 38. Stefán Sigurjónsson, smið- ur, Flatey. 39. Sigurður Jónsson, hrepp- stjóri, Efra-Lóni. 40. Torfi Guðlaugsson, deildar- stjóri, Dalvík. 41. Teitur Björnsson, bóndi, Brún. 42. Vagn Sigtryggsson, bóndi, Hriflu. 43. Valtýr Kristjánsson, bóndi, Nesi. 44. Þór Vilhjálmsson, bóndi, Bakka. 45. Þorsteinn Stefánsson, bæj- arritari, Akureyri. 46. Þórarinn Kristjánsson, odd- viti, Holti. 47. Þrándur Indriðason, bóndi, Aðalbóli. 48. Þorsteinn Davíðsson, verk- smiðjustjóri, Akureyri. 49. Þorvaldur Árnasoní bif- reiðastjóri, Húsavík. 50. Þórólfur Jónsson, bóndi, Stórutimgu. 51. Þorsteinn Steingrímsson, oddviti, Hóli. 52. Þráinn Þórisson, kennari, Skjólbrekku. 53. Þórarinn Haraldss., bóndi, Laufási. Norðurlandskjördæmi eyslra stjórn að láta svo fljótt, sem frekast er unnt, gera fullnaðar- áætlun um virkjun Jökulsár á Fjöllum og að láta jafnframt fara fram athugun á möguleik- um á, að hagnýta væntanlega raforku til framleiðslu, einkum á útflutningsvörum. Skorar þingið jafnframt á allan al- menning á Norður- og Austur- landi og þingmenn kjördæmis- ins, að leggja þessu stóra máli lið, enda telur það, að efling byggða í þessum landshluta á komandi tímum geti verið mjög. undir því komin, að stórvirkj- anir fallvatna til iðnaðar hefjist á þessum stað. Um leið bendir þingið á, að orkuver við Jök- ulsá væri mikilsverð trygging fyrir raforkuveitur þessara landshluta. Raívæðing dreifbýlisins. H. Sambandsþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að láta halda áfram , samkvæmt upp- haflegri áætlun, rafvæðingu dreifbýlisins. Að gefnu tilefni leggur þingið sérstaklega áherzlu á, að lögð verði lína frá Laxárvirkjuninni urn Norður- Þingeyjarsýslu eins og áætlað var. Um hafnir. III. Sambandsþingið skorar á Alþingi og rikisstjórn, að afla fjár til að bæta hafnarskilyrði í Norðurlandskjördæmi eystra, vegna framleiðslu, þar sem þörf er mest og rannsaka ný hafnar- stæði. Vegamál. IV. Sambandsþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að fjár- framlag til vega verði árlega ekki hlutfallslega minni, miðað við breytingar á vegagerðar- kostnaði, en verið hefur að meðaltali á seinni árum. Nýting jar'ðhitans. V. Sambandsþingið skorar á Alþingi og stjórnarvöld lands- ins, að gera sem fyrst gangskör að því, að fram fari jarðboranir og aðrar ítarlegar rannsóknir í því sambandi á jarðhitasvæðum á Norðurlandi, og þó alveg sér- staklega á hinum mikla jarð- hita í kjördæminu, með hitun húsa, ylrækt og iðnaðarfram- kvæmdir fyrir augum. Ennfremur bendir þingið á vinnslu verðmætra efna úr jarð gufu og nýtingu á kísilleir í sambandi við jarðhitann. VI. Sambandsþingið skorar á Alþingi og ríkisstj. að sjá um að vélasjóði verði séð fyrir nægu fjármagni að styrkja ræktunar- sambönd til kaupa á stórum vélum til jarðræktarfram- kvæmda. Ný lög sett. Þingið setti hinu nýja félagi lög, sem kveða á um hlutverk þess og starfsreglur, m. a. um tölu fulltrúa til kjördæmisþings frá hinum einstöku félögum. Kjördæmisþing tekur ákvörð- un um framboð til Alþingis. Kosningar. Þingið kaus hinu nýja sam- bandi, Félagi Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra (FFNE), stjórn til eins árs. Stjórnin er þannig skipuð: Ingvar Gíslason, form., Kristinn Sigmundsson, ritari, Áskell Ein- arsson, gjaldkeri. Meðstjórn- endur: Brynjólfur Sveinsson, Þráinn Þórisson, Jón Jónsson frá Böggvisstöðum og Þórarinii Kristjánsson, v í varastjórn: > Árni Sigurðs-, Sinfóniulilj ómleikar SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSUNDS Lystigarðurinn nær halfrar aldar gamall Þar er sérstök deild íslenzkra plantna, sera telur 360 tegundir Eftir 2 ár er Lystigarður Ak- ureyrar hálfrar aldar gamall. Árið 1912 stofnaði frú Anna Catharine Schiöth Lystigarðsfé- lag Akureyrar og mun þá þegar hafa verið byrjuð á að gróður- setja trjáplöntur í garðinum. Frú Anna Catharine var orð- in öldruð kona er stofnað var til Lystigarðsins, en hún vann að .vexti hans og viðgangi um son, Teitur Björnsson,.Haraldur. rrokkúr ár..Er hún féll frá tók Hannesson og Erlingur Dávíðs- son. ->’■■• • Endurskoðendur: Sverrir Guðmundsson og Þorsteinn Stefánsson. Til vara: Guðmund- ur Eiðsson. tengdadóttir hennar, frú Mar- grethe Schiöth, - við umsjón garðsins og hafði hana með höndum um fjölmörg ár, með miklum ágætum og fórnfýsi, eins og alkimnugt er. Tvisvar sinnum hefur garðurinn verið stækkaður á þessari hálfu öld, sem hann hefur verið starf- ræktur og er nú um 3 ha. að stærð. Hefur garðurinn nú tek- ið sér fyrir hendur að safna saman í sérstakri deild íslenzk- um plöntum og hefur garðurinn nú til sýnis um 360 tegundir ísl. plantna, en alls telur hin ís- Inezka flóra um 430 tegundir. Er meiningin að safna helzt öll- um íslenzkum tegundum saman í garðinum fyrir 50 ára afmæl- ið 1962. Þá eru í garðinum rúmar þúsund tegundir er- lendra plantna. Þar af um 200 tegundir ýmsir skrautrunnar og Hljómsveíl SvavarsGesls kemur fil Akureyrar Og Akureyringar fá að spreyta Slg á getrauna- þættinum vinsæla „nefndu lagið“ Hljómsveit Svavars Gests úr Reykjavík mun heimsækja Ak- ureyri föstudaginn 8. júlí og leika á hjómleikum í Nýja-Bíó á Akureyri. Hljómleikar þessir munu þó verða með nýstárlegu sniði, því að þar mun jafnframt fara fram getraunaþátturinn Hin vinsæla hljómsveit Svavars Gests. „Nefndu lagið“, sem kunnur er úr útvarpinu. Að hljómleikunum verða seldir tölusettir aðgöngumiðar og síðan dregin út númer þeirra, sem taka þátt i getrauna þættinum. Þó hefur Svavar ósk- að að láta þess getið, að enginn er skyldugur til að taka þátt í akeppninni. Verður þess vegna dregið áfram úr númeruaum, nákvæmlega eins og oft kom fyrir í útvarpsþættinum, þó að sá hlutinn kæmi ekki fyrir eyru útvarpshlustenda. Hljómsveit Svavars Gests er talin mjög góð. Meðlimir hljómsveitarinnar eru: Svavar Gests, sem leikur á trommur, Sigurður Guðmunds- son, sem leikur á-píanó, Gunn- ar Pálsson kontrabassaleikari, Eyþqr Þorláksson gítarleikari, Reynir Jónasson harmoniku- og saxófónleikari og dægurlaga- söngvarinn Sigurdór. Nýstárleg skemmtiatriði. Hljómsveitin mun verða með margt nýstárlegt á efnisskrá sinni á hljómleikunum á föstu- dag og sitja þar ýmis gamanlög í fyrirúmi, og ekki má gleyma að minnast á einleikslögin, sem þeir Eyþór Þorláksson gítar- leikari og Reynir Jónasson harmonikuleikari skipta á milli sín, en þeir eru almennt talið færustu menn hér á landi hvor á sitt hljóðfæri. Há peningaverðlaun verða veitt í getraunakeppninni „Nefndu lagið“, en til að fyrir- byggja hugsanlegan misskilning skal þess getið, að, keppnin verður ekki tekin upp á segul- band til flutnings í útvarpi. — Þetta er aðeins viðbótaratriði, sem hljómsveitin er með hljóm- leikum sínum, þar sem búast má við því að fólk utan Reykja- víkur hafi gaman af að sjá hvernig keppni þessi fer fram, oog þá ekki hvað sízt að sjá og heyra hljómsveitina og stjórn- andann, sem settu skemmtilega svip á útvarpsþáttinn. Há peningaverðlaun. ■ Hljómleikar þessir verða að- eins þétta eina kvöld og eru þeir haldnir á vegum Lions- klúbbanna á Akureyri, en þeim ágóða er kann að verða af bljómleikunum, verður varið til barnaheimilisins að Pálmholti. Hljómsveitin mun í þessari ferð sinni reyna að heimsækja börn- in að Pálmholti og skemmta þeim. sjaldgæfar trjátegundir. Er hér raunar um vísi að grasgarði að ræða (Botanisk have). Hefur garðurinn komizt í samband við nokkra erlenda grasgarða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. En það var Fegrunarfélag Ak- ureyrar, sem hafði forgöngu um kaup á fjölda tegunda plantna frá Fífilgerði og lagði fram fé til þeirra kaupa til handa Lysti- garðinum á Akureyri. Einnig hefur garðurinn sam- band við grasgarð í Norður- Rússlandi. Hafa þessar stofnan- ir sent Lystigarðinum fræ af fjölmörgum tegundum og veitt garðinum ýmsar upplýsingar og fyrirgreiðslu. Þá hefur Lystigarðurinn reynt að verða erlendum gras- görðum, er þess hafa óskað, að liði með útvegun af fræi af ís- lenzkum jurtum. Þannig hefur Lystigarðurinn getað sent eftir- töldum stofnunum fræ eða plöntur: Royal Botanic Garden, Edin- borg. — (Framhald á 7. síðu.) hélt hljómleika í Akureyrar- kirkju síðastliðinn sunnudag (3. júlí). Ekki var hún að vísu full- skipuð, enda örðugt að koma henni allri fyrir þar, en ekki vantaði þó svo marga. hljóð- færaleikara, að það kæmi veru- lega að sök. Stjórnandi var að þessu sinni hinni heimsfrægi tékkneski meistari, dr. Václav Smetácek. Einleikari var Björn Ólafsson konsertmeistari. Fyrsta tónverkið, er flutt var, var „Moldá“ eftir Smetana, þjóðtónskáld Tékka, úr binum mikla, sinfóniska lagaflokki hans: „Föðurland mitt“. Þarna kom fljótt í Ijós, hvers hljóm- sveitin er megnug. Ég veit ekki, hvort er aðdáanlegra, vald hins mikla meistara, er sló sprota sínum á klettinn, svo að lifandi vatn streýmdi fram, eða hvern- ig hljóðfæraleikararnir fram- kvæmdu boð hans, létt og auð- veldlega, eins og sjálfsagðan hlut, svo að hljómsveit og stjórnandi urðu að einni lifandi heild. Það er örðugt fyrir ís- lending að lifa sig fullkomlega inn í náttúru Bæheims, sem túlkuð er í þessu fagra og vold- uga lagi. En það kom ekki að sök, maður sá fyrir sér lindirn- ar í Hólmatungum, Laxá í Þing- eyjarsýslu og Jökulsá á Fjöll- um í sumarvexti fara hamför- um niður gljúfrin. Áhrifin voru unaðsleg og stórkostleg. Næst kom Fiðlukonsert, D- dúr, op. 16, eftir Beethoven. Björn Ólafsson hefur oft leikið meistaralega, en ég hef aldrei heyrt hann gera betur en í þetta sinn. Hjá honum fóru saman mikil tóngæði, afburða- . leikni og öryggi, fullkomin inn- lifun í þetta unaðsfagra, djúpa og alvarlega meistaraverk, og eldlegt skap. Samvinna einleik- ara og hljómsveitarstjóra var ágæt, svo sem bezt má verða, og hljóðfæraleikararnir skiluðu hlutverki hljómsveitarinnar frá- bærlega vel. Síðast var svo flutt Sinfónía nr. 4, d-moll, op. 120, eftir Schu- mann. Þetta er eitt af áhrifa- mestu og fegurstu tónverkum. hins rómantíska tímabils tón- listarinnar, svo óendanlega voldugt, en þó fullt af hjarta- hlýju hins mikla tónskálds, í einu sterkt og viðkvæmt, fullt af von, vonbrigðum, sársauka og söknuði — eitthvert mann- legasta tónverk allra tíma. Ég held, að hljómsveitin hafi náð einna hæst í list sinni í flutn- ingi þessa ódauðlega hstaverks. Það var eins og sjálft tónskáld- ið væri komið til okkar, að lýsa hinum þungu örlögum sínum. Dr. Smetácek er tvímæla- laust snjallasti hljómsveitar- stjóri, þeirra er hér hafa stýrt hljómsveit, og mun hljómsveit- in búa lengi að handleiðslu hans. En framfarir hennar eru ■ auðvitað margra verk, og ekki sízt til komnar vegna þrotlauss starfs og áhuga hljóðfæraleikar- anna sjálfra. Á tíu árum hefur hún tekið slíkum framförum, að kraftaverki er líkast. Hún er nú ein af þeim stofnunum, sem ís- landi eru til mests sóma. Nú bíður hennar það hlutverk, að ílytja íslenzka siníóníska tón- list Á. S. LÍFSBLEKKING Svo heitir kvikmynd sú, sem Borgarbíó sýnir þessa viku. Myndin fjallar um vandamál hvítra og svartra. Hörundsbjört telpa, sem á svarta móður, finn- ur sárt til uppruna síns, þótt henni innst inni þyki vænt um hina dökku móður. Kvikmyndin er viðburðarík með afbrigðum og þykir alveg frábærlega vel leikin. Red Boys sigraði Akureyringa ivisvar Um síðastliðna helgi fóru fram tveir leikir í knattspyrnu við lið frá Luxemburg. Lið þetta var búið að leika fjóra leiki í Reykjavík áður en það kom hingað og hafði gengið illa þar, tapað 3 af leikjunum. Dóm- ar um leik þeirra þar voru mjög á einn veg: Liðið léki létta og góða knattspyrnu frammi á velli, en þegar nær marki kæmi væru leikmenn klaufskir og gengi illa að skora. Allt þetta endurtók sig hér að heita má. í seinni leik þeirra hér skoruðu þeir þó 3 mörk, öll fallega gerð, en þeir eyðilögðu líka mörg tækifæri. í fyrri leiknum léku þeir ágætlega saman frammi á vellinum, en af þrem mörkum, sem þeir skoruðu, voru tvö úr vítaspyrnu. Fannst mér fyrri vítaspyman allt of harður dóm- ur. Fyrra lið Akureyringa mun hafa verið skipað flestum þeirn einstaklingum, sem eru taldir okkar beztu menn og líklegast- ir til að skipa aðallið Akureyr- ar í sumar. Áttu þeir sæmilega leikkafla, en hafi gestirnir verið klaufskir upp við mark and- stæðinga, þá voru okkar menn ekki betri, hvað það snerti. Þeim tókst aldrei að skora í leiknum og var það ekki fyrir tækifæraleysi. Það er engu lík- ara en þeir séu svo til áhuga- lausir um að skora mörk ,eða að minnsta kosti lítur það oft þannig út frá áhorfendapöllum. Eitt var þó skemmtilegt' í þess- um leik hjá þeim, nefnilega það að þeir byrjuðu síðari hálfleik mjög vel, voru duglegir og hreyfanlegir venju fremur, en eg held satt að segja að áhorf- endur hér hafi verið farnir að trúa því að þeir hefðu alls ekki útbald nema í hálfan leiktíma. í seinni leiknum var liði Akur- eyringa breytt mikið. Komu inn í það flestir varamenn aðalliðs- ins og léku þá sumir þeirra í stöðum, sem þeir eru alls óvan- ir. Þessi leikur var mjög skemmtilegur, því að mark- tækifærin voru mjög mörg á báða bóga og því mörg spenn- andi augnablik. Þrátt fyrir það að gestirnir höfðu skorað 3 mörk áður en Ak. tókst að ná marki, voru tækifæri Ak. engu færri, en ekkert þeirra tókst þeim að nota. Það var fyrst er eftir voru um það bil 15 mín. af leik, að fyrsta mark þeirra kom. Við það færðust þeir mjög í aukana og bættu fljótlega öðru við. Héldu þeir síðan uppi lát- lausri sókn til leiksloka og var alveg ótrúlegt hvemig þeim.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.