Dagur - 06.07.1960, Page 8

Dagur - 06.07.1960, Page 8
Mættir voru á Húsavík, 11. og 12. júní, 16 full- trúar frá Sýslu- og bæjarfél. í fjórðungnum Eftirfarandi ályktanir og til- frá 1957 um endurheimt ís- lögur varu samþykktar á þing- lenzkra handrita, svohljóðandi: inu: „Fjórðungsþing Norðlendinga ^skoraj .á Alþingi og ríkigstjórn 1. Handritamálið. - -og .alia Íslendinga að halda fast Þingið ítrekar samþykkt síná - ’ • - FramhaU~á-2: siðu. OFBELDIENN Duncan hindraði Oðinn i að Sögur ganga um eltingarleik taka brezkan landhelgisbrjót á Alberts við annan brezkan land- Húnaflóa, 3 mílur innan 12 hélgisbrjót, en staðfesting á því mílna markanna, á mánudag- hefur ekki fengist. — Eftir at- inn. burðinn á Húnaflóa mótmælti Herskipið neitaði að taka -íslénzka ríkisstjórnin loksins of- staðarákvörðun á dufli, sem lagt beldinu þar og á Grímseyjar- var út við hlið togarans. : > sundi. Frá f j órðimgsþingi Tindastóli gestrisni og höfðings- skapar Húsvíkinga á sl. sumri og munu væntanlega leggja leið sína þangað austur á næsta sumri. Slíkar heimsóknir eru mjög þarfar og hafa örvandi áhrif á íþróttaæíingar og félags- líf í fcæjunum. — G. I. FAGURT FISKISKIP BÆTIST í FLOTANN Eigandi Valtýr Þorsteinsson — Skipið heitir Ólafnr Magnússon og er smíðað í Noregi í gærmorgun kom hið nýja stálskip Valtýs Þorsteinssonar útgerðarmanns til Akureyrar, fánum skreytt. Smíðað í Brott- vog. Heimferðin hafði tekið 3 sól- arhringa og 2 klukkustundir frá Álasundi í Noregi, og má því geta sér til um ganghraðann. En þetta mun fljótari ferð fiski- skips, en venja er. Olafur Magnússon er stál- skip, sterklega byggt og styrkt sérstaklega fyrir ís. Það mun vera af svipaðri stærð og aust- ur-þýzku togaramir. Skipið er búið 600 ha. Vik- manaflvél. Ljósavélar eru tvær og eru samanlagt um 62 hö. Auk þess eru 2 frystivélar, og er það áður óþekkt í fiskiskipi af þessari stærð. Ráðgert er að frysta beitusíld o. fl., ennfrem- ur er hægt að hafa 20 stiga frost í lestum milli landa og hægt er að frystan heilan skipsfarm af afla. Lestin er öll einangruð og er hægt að kæa hana á mjög stuttum tíma. Hægt er að frysta 50 tunnur síldar á sólarhring. í athugun er að setja einnig upp venjuleg fry'stitæki. Mannaíbúðir eru mjög góðar og rúm fyrir 16 manns. En á síldveiðum verða 11 menn, auk þess tveir menn, sem sjá um fyrstinguna. Skipstjóri er Hörður Björns- son, Dalvík, o gstýrimaður Jón- as Garðarsson. — Vélstjórar Tómas Kristjánsson og Jóhann- es Baldvinsson. Skipið kostaði 7—8 millj. kr. eins og það er nú. Gizkað er á, ' að það beri ca. 1200 mál síldar. Ai siglingar- og öryggistækj- um, sem öll eru af fullkomn- ' ustu gerð, má nefna lorantæki. Skipið mun hafa farið á síld- veiðar í gærkveldi og fylgja þessu nýja og glæsilega skipi Valtýs Þorsteinssonar, sem ' jafnframt er fimmta skipið hans, hinar beztu óskir. Húsvíkinp kemur næst út laugardaginn 9. júlí. Sauðárkróki, 29. júní. — Skagfirðingur landaði í gær nær 80 tonnum af fiski. Mjög lítill afli er á báta er héðan róa og koma sumir þeirra að landi með aðeins nokkur hundruð pund úr róðri. Völsungar frá Húsavík komu í heimsókn til U. M. F. Tinda- stóls um síðustu helgi. Keppt var í tveim flokkum í knatt- spyrnu og handknattleik kvenna. Leikar fóru á þann veg að Tindastóll vann í öllum flokkum. í knattspyrnu í I. flokki unnu þeir með 3:1 marki, í III. flokki með 1:5 mörkum og í handknattleik kvenna með 8:5 Þessi félög hafa komið á gagn kvæmum heimsóknum sín í milli, þannig nutu félagar úr BÆNDADACUR EYFIRDINGA; Hátíð mikil að Laugarborg sunnud. 24. júlí Nú er ákveðið, að halda há- tíðlegan bændadag Eyfirðinga að Laugarborg hinn 24. júlí. — Bændasamtökin og ungmenna- sambandið gangast fyrir hátíða- höldunum eins og. áður. Fyrst verður bænastund, sem séra Benjamín Kristjánsson sér um, þá flytur Kristján Karlsson skólastjóri ræðu, Ármann Dal- mannsson flytur frumsamin ljóð, Smárakvartettinn syngur og fleira verður til skemmtun- ar. Keppt verður í knattspyrnu, reiptogi, boðhlaupum, og síðast en ekki sízt verða starfsíþróttir, sem Stefán Ol. Jónsson kennari stjórnar. Væntanlegir keppendur starfs íþrótta þurfa að tilkynna þátt- töku fyrir 15. júlí til Þórodds Jóhannssonar. Um kvöldið verður dansað. Öll aðstaða er hin bezta að Laugarborg og er búizt við fjöl- menni úr byggðunum við Eyja- fjörð og víðar. Richard Beck kominn til NorðurL N autgripasýningar á svæði SNE Afiirðir kúnna bafa stóraukist - SNE á nú fimm fyrstu verðlaunanaut Nautgripasýningar fóru fram á sambandssvæði SNE á tíma- bilinu 2. júní til 23. júní. Sýn- ingarnar voru haldnar í öllum deildum sambandsins, 11 talsins. Á sýningunum mætti af hálfu Búnaðarfélags Islands Bjarni Arason ráðunautur, en auk þess mætti á sýningunum á Akur- eyri og í Öngulsstaðahreppi Ól- afur Stefánsson ráðunautur. Af hálfu SNE mætti Ólafur Jóns- son ráðunautur. Sýndar voru 1364 kýr og yfir 20 naut, þar af 15 í eigu SNE. Af kúnum fengu 256 fyrstu verðlaun, og er það 18,8% af sýndum kúm. 571 hlutu önnur verðlaun, eða 41,9%, og 385 hlutu þriðju verðlaun, 26,2%. En 152 hlutu engin verðlaun, og er það 13,1%. 214 fyrstu verðlaunakýr voru undan 66 nautum, en 42 voru ófeðraðar. Naut, sem áttu 5 eða fleiri dætur, er hlutu fyrstu verðlaun, voru: Kolur með 23 dætur, Vígaskúta með 17, Loft- ari með 16, Sjóli með 15, Klaki með 14, Skjöldur Reykdal með 11, Glæsir með 8, Grani með 7 og Brandur Búason með 6. — Þessi naut eru nú öll dauð nema Sjóli, en öll hafa þau ver- ið notuð um lengri eða skemmri tíma á Sæðingarstöð SNE. Dætur ungu nautanna • koma að sjálfsögðu ekki til ’grema í þessu samhandi, vegna þess hve dætur þeirra eru fáar og lítt reyndar. Auknar kröfur. Þess má geta, að verðlaunin miðast fyrst og fremst við afurð- ir kúnna og hafa mörkin verið hækkuð um 1500 fitueiningar frá því sem var á sýningunum 1956, og þarf þá kýr að hafa gef- ið af sér 15500 fitueiningar að meðaltali síðustu 4 árin til þess að hljóta fyrstu verðlaun. En auk þess þarf hún að hafa haft 3,8% fitu að meðaltali. Þrátt fyrir þetta kemur nú í ljós, þegar borinn er saman ár- angurinn á sýningunum 1956 og 1960, að 1956 fengu 55,4% af sýndum kúm fyrstu og önnur verðlaun, en nú 60,6%. Afurða- aukningin er því'meiri en því sem nemur hækkun afurða- markanna til fyrstu verðlauna. ' -Þrjú naut SNE voru af- kvæmadæmd: Fylkir og Þeli, er voru í afkvæmaransókn 1958— 1&59, og Jaki. Þau h\utu öíl fyrstu verðlaun. Tvö naút SNÉ, Sjóli og Ægir, hafa áður hlotið þessa viðurkenningu og halda henni enn. Eru því 5 naut nú í eigu SNE með frystu verðlauna viðurkenningu, öll á Sæðingar- stöðinni. Önnur naut SNE, er höfðu aldur til, 10 talsins, fengu önnur verðlaun. Á mjólkurskýrslum SNE fyr- ir árið 1959 og voru 62 kýr, sem mjólkuðu yfir. 20 þús. fituein- ingar. Að afloknum sýningum var haldinn fundur að Hótel KEA, þar sem ráðunautarnir gerðu grein fyrir niðurstöðum sínum. Hin kunni fræðimaður og mikli íslandsvinur, Richard prófessor, er hér á ferðinni um þessar mundir og kom hingað í boði nokkurra vina sinna, sem sýna vilja honum þakklætisvott fyrir hið óvenjumikla starf hans í þágu íslenzkra málefna. Prófessorinn heimsækir fjölda vina sinna og frænda, og fer m. a. til Grímseyjar. Síðan fer hann til Noregs, en kemur hér aftur í næsta'mán- uði og hefur þá lofað að fræða lesendur Dags um eitt og úr ferð sinni hér o. fl. Prófessor Richard Béck er hvarvetna aufúsugestur. Blaðið býður hann velkominn til Norð- urlands og hyggur gott til nán- ari kynna samkvæmt framan- sögðu. DOKTOR RICHARD BECK er prófessor við liáskólann í Norður-Dakota og nýtur mikillar virðingar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.