Dagur - 09.07.1960, Blaðsíða 7

Dagur - 09.07.1960, Blaðsíða 7
7 íþróttamóf í Álftagerði í S.-Þing. Mývetningar urðu sigursælastir í keppninni Héraðssamband Suður-Þing- eyinga hélt héraðsmót sitt 26. júní sl. Vegna nýgerðra breyt- inga og iagfæringa á íþróttavelli sambandsins að Laugum, í sam- bandi við fyrirhugað landsmót U. M. F. í. sumarið 1961, var ekki hægt að halda mótið þar, svo sem venja er til. — Var því mótið haldið að Álftagerði í Mývatnssveit. Veður var ágætt, sunnan gola og léttskýjað. Mótið hófst með íþróttakeppni kl. 14 og voru þátttakendur frá flestum sam- bandsfélögunum. Að íþróttakeppni lokinni fói'u fram skemmtiatriði í félags- heimilinu Skjólbrekku. Þar flutti ræðu formaður H. S. Þ., Óskar Ágústsson. Kvikmynd var sýnd frá landsmóti U. M. F. í. að Laugum 1946, og sýndir voru þjóðdansar. Að lokum var stiginn dans. Mótið var allfjölsótt og var undirbúningur og framkvæmd þess með ágætum. íþróttakenn- ari H. S. Þ., Arngrímur Geirs- son, sá um aðal-undirbúning mótsins, en mótstjóri var Óskar Ágústsson. 'iiiiiiiiiiiin 11111111 ■ 1111 ■ 11111 11 ■ ■ ■ ■ • ■ ■ ■ ■ ■ ■ • ■ ■ ■ ■• >^ | Frá Ferðafélagi } | Akureyrar Næstu ferðii' á vegum félagsins eru sem hér segir: 13.—17. júlí: Hveravellir'— Kerlingarfjöll — Hvítárvatn — Gullfoss — Geys- ir — Þingvellir — Kaldidalur — Surtshellir. — 21.—24. júlí: Hvanalindir. .— 30. júlí til 1. ágúst: Herðubreiðarlindir. — 6.—7. ágúst: Vopnafjörður — Þistilfjörður — Axarfjörður. — Þátttaka tilkynnist form. ferða- nefndar, Álfheiði Jónsdóttur, Skóverzl. M. H. Lyngdal, sími 2399, sem allra fyrst. — Öllum heimil þátttaka. — Farseðlar af- greiddir í skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 100, sími 1402, tveim til þrem dögum fyrir hverja helgarferð, en með viku fyrirvara í lengri ferðirnar, kl. 20.00—22.00. — Árbókin af- greidd á sama stað og tíma. Fyrstu menn í hverri íþrótta- grein voru þessir: Langstökk: Sigurður Frið- riksson 6,24 m. Hástökk: Magnús Pálmason og Ófeigur Baldursson 1,60 m. Þrístökk: Sigurður Friðriks- son 12,82 m. Stangarstökk: Sigurður Frið- riksson 2,92 m. Kúluvarp: Guðmundur Hall- grímsson 11,61 m. Kringlukast: Guðm. Hall- grímsson 38,49 m. Spjótkast: Arngrímur Geirs- son 43,25 m. 100 m. hlaup: Arngrímur Geirsson 11,6 sek. 400 m. hlaup: Stefán Óskars- son 59,5 sek. 1500 m. hlaup: Halldór Jó- hannesson 4:40,3 mín. 3000 m. hlaup: Tryggvi Ósk- arsson 10:52,5 mín. 4x100 m. boðhlaup vann Umf. Mývetningur á 49,1 sek. Langstökk kvenna: Guðrún Jóhannsdóttir 4,19 m. Hástökk kvenna: Guðrún Jó- hannsdóttir 1,25 m. Kúluvarp kvenna: Kristjana Ingv’arsdóttir 8,33 m. Kringlukast kvenna: Erla Óskarsdóttir 22,47 m. 100 m. hlaup: Guðrún Jó- hannsdóttir 14,5 sek. Stighæstu einstaklingar urðu: Arngrímur Gestsson 22 stig, Sigurður Friðriksson 21 stig, Guði'ún Jóhannsdóttir 15 stig. Stighæsta félagið var Umf. Mý- vetningur með samtals 43 stig. í Héraðssambandi S.-Þingey- inga eru 9 ungmennafélög: Efl- ing, Magni, Bjarmi, Mývetning- ur, Gaman og alvara, Eining, Geisli, Reykhverfingur og Völs- ungur. Formaður sambandsins er Óskar Ágústsson á Laugum og meðstjórn.: Friðgeir Björnsson og Eysteinn Sigurðsson. Ársþingið var haldið í maí í vor og ríkti mikill áhugi um hin mörgu mál félaganna. { BORGARBÍÓ i Sími 1500 : Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 H 1 Mynd vikunnar: I LfFSBLEKKING | I (Imitation of life.) \ Stórbrotin og hrífandi ný, i I amerísk stórmynd í litum, é i eftir skáldsögu Fanney i É Hurst. — Sagan kom í \ É danska vikubl. „Hjemmet“ i i 1959, undir nafninu „Lad i | andre kun drömme“. |Að alhlutverk : í LANA TURENAR, I É JOHN GAVIN, é I SANDA DEE. í É Sýningar á þessari annáluðu É \ mynd verða á laugardags- og i É sunudagskvöld kl. 9. é é Frestið ekki lengur að sjá i i myndina. i >iiiiiiiiiiiiiiiiin IIIIIIIIIIIIIIIHIIHIt Nýlega lék Sinfóníuhljómsveit íslands í Akureyrarkirkju. Fólk lét hrifningu sína í ljósi með lófarklappi. Framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar bað þá kirkju gesti að klappa ekki, vegna til- mæla, sem fram hefðu komið um það. Ekki munu allir á einu máli um það, hvort það er við- eigandi eða óæskilegt að klappa saman lófum í kii'kju. Hjálpræðisherinn. Fagnaðar- samkom.n fyrir lautinant Kitty Bybing sunnudaginn 10. þ. m. kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Guð- ríðui' Halldóisdóttir, Kirkju- braut 51, Akranesi, og Stefán Á. Tryggvason, Hrafnagils- stræti 26, Akureyri. Tjaldstæði og ferðafólk. — Á rúmgóðu túni sunnan við sund- laug bæjarins eru tjaldstæði auglýst. Þar eru nú mörg tjöld og margt ferðafólk, sem kýs að lifa rólegu lífi, þar sem auðvelt er þó til aðdrátta og samskipta við bæjarbúa. F okdreif ar ORGELVELTAN Helgi Konráðsson skorar á: Pál Rist, Ægisgötu 27, Þorvald Nikulásson, Mýrarvegi 118, Ingva Loftsson, Grænumýri 20. Anna Árnadóttir skorar á: Sigurð Sigursteinsson, Sigurgeir Sigurðsson, Magnús Snæbjörns- son, allir á BSO. Ingólfur Kristinsson skorar á: Kristján Kristjánsson, Holta- götu 3 ,Magnús Ólafsson, Laxa- götu 6, Þórir Björnsson, Kletta- borg. Jóna Einarsdóttir skorar á: Heklu Geirdal, Hamarstíg 4, Jennýju Karlsdóttir Aðalstræti 2, Ingibjörgu Jóhannesdóttur, Helgamagrastræti 2. Sigurbjörg Kristjánsdóttir skorar á: Sveinbjörn Pétursson, Hafnai'stræti 95, Bej-gþóru Haf- liðadóttur, Ráðhústorgi 1, Unni Kristinsdóttur, Brekkugötu 20. Ólöf Jóhannesdóttir skorar á: Helgu Eyjólfsdóttur, Hjalteyr- argötu 1, Stefán Benediktsson, Hafnarstræti 71, Kára Hálfdán- arson, Hafnarstræti 71. - Sæluhúsið vígt Framhald af 1. siðu. Skóverzl. Lyngdals. Verði tíð hagstæð munu sennilega marg- ir vilja leggja leið sína austur í Herðubreiðarlindir um verzlun- armannahelgina. Framhald af 5. siðu. undir fót í sama augnamiði. En oft hefur það komið fyrir hjá þessu nútíma förufólki, að það er hið hortugasta og hefur kom- ið fram af lítilli prúðmennsku. Listafólk er vel þegið út um land, en gjalda verður varhuga við, að fégráðugt fólk, sem enga list hefur að bjóða, geti skákað í skjóli hinna. Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur hafa flutt ágæt verk hér á Akureyri og viðar á Norðurlandi, fleiri aðila mætti nefna, sem fengur er að, og látum svo þessum hugleiðingum lokið í bráð. X. 17. júní. Þjóðátíðardagur okkar ís- lendinga rann að þessu sinni upp bjartur og fagur hér á Ak- ureyri. Sólin skein á fagran og hreinlegan bæ með miklum trjágróðri. Hún varpaði geisl- um sínum á grænar lendur handan fjarðarins, glitrandi bláan fjörð og hvítan skalla hins fagra og svipmikla Kaldbaks í norðri. Akureyringar gerðu líka sitt til að gera daginn hátíðlegan. Þeir mættu fjölmennari en nokkru sinni áður, búnir sínum beztu klæðum. Það var ánægju- legt að sjá þann stóra, velbúna hóp, þar á meðal fjölda ungra barna, veifandi litlu, íslenzku fánunum sínum. Hinn góðkunni vígslubiskup, Sigurður Stefánsson, flutti guðs- þjónustu á Ráðhússtorgi. Og fröken Þórhalla Þorsteinsdóttir las ávarp Fjallkonunnar eftir Frá Dýraverndunarfélagi Skagafjarðar Aðalíundur Dýraverndunar- félags Skagafjarðar var hald- inn á Sauðárkróki 26. maí sl. Formaður félagsins, Ingimar Bogason, skýrði frá starfsemi félagsins á sl. ári. Félagið hafði fengið mörg við- fangsefni til meðferðar á árinu. Margar umkvartanir höfðu bor- izt frá ýmsum einstaklingum, og beðið var um aðstoð félagsins til verndunar dýrum, m. a. eft- irlit með friðunarákvæðum um verndun fugla, leitað aðstoðar um björgun á fénaði á flóða- svæði, og ein skrifleg kæra hafði borizt til félagsins út af slæmu útliti á búfé hjá manni ónefndum. Þá hafði félagið, í samráði við lögreglueftirlitið, eftirlit með • reglugerðarákvæð- um um aðbúnað á bifreiðum, sem notaðar voru tií fjárflutn- inga og að sá umbúnaðar væri sem bezt í samræmi við reglu- gerðarákvæði, var reglugerð- inni útbýtt til bifreiðastjóra þeirra er fjárflutninga önnuð- ust. Mótmælt var uppsetningu á-pípuhliði er sett var á akbraut heim að hinu nýja sjúkrahúsi við Sauðárkrók. Stjórn félagsins telur að grindahlið þetta sé stórháska- legt búfénaði manna, þar sem bilið á milli pípanna er 9,5 cm. og skepnur, sem út á þessar grindur stíga, falla niður á milli pípanna, sem liggja í föstum lykkjum. Af rúllugrindahliðum stafar minni hætta. Stjórn félagsins hefur enn ekki fengið því framgengt að grindahliði þessu verði breytt. Gjaldkeri sambandsstjórnar afhenti formanni D. S. ca. kr. 1000.00, sem óafturkræft styrkt- arframlag frá S. D. í. til varn- arráðstafana vegna fjárskað- anna í „Skorum“ í Tindastóli. Á sambandsstjórn góðar þakkir skilið fyrir þetta framlag. — Dýraverndunarfélag Akureyrar hefur einnig styrkt með fjár- framlagi á sl. ári björgunar- og varnarráðstafanir þær, sem D. S. hefur haft á hendi að undan- förnu. Á sl. vetri, rétt fyrir jólin, barst félaginu höfðingleg pen- ingagjöf, kr. 2000.00, frá systr- unum Sigurlaugu og Guðrúnu Björnsdætrum frá Veðramóti, en þær eru báðar búsettar í Reykjavík. Gjöf þessi átti að vera til minningar um bróður þeirra, Guðmund Björnsson. Gjöfinni átti að verja til líknar einhverju því dýri, sem í nauð- um kynni að vera statt, þá væri tilgangi gefendanna náð. Á þessum aðalfundi félagsins gengu úr stjórninni að þessu sinni dýralæknarnir Guðbrand- ur Hlíðar og Guðmundur Andrésson. Voru þeim fluttar þakkir fyrir stjórnarnefndar- störf á sl. ári. Þar sem Guðbrandur Hlíðar mun á næstunni hverfa af landi brott og flytja til Svíþjóðar, setjast að í Stokkhólmi, og taka þar við mikilvægu starfi, þá flutti fundurinn honum sérstak- ar þakkir fyrir störf hans hér. Stjórn Dýraverndunarfélags Ingimar Bogason, formaður. Brynjólfur Danívaldsson, varaformaður. Árni Hansen, ritari. Sæmundur Hermannsson, gjaldkeri. Svavar Helgason, meðstjórn- andi. Félagið hefur mörgum verk- efnum að sinna í framtíðinni. góðskáldið Davíð Stefánsson. — Síðari þáttur samkomunnar fór fram á leikfangi bæjarins. Þar flutti forseti íslands, Ásgeir Ás- geirsson, fyrstu ræðuna. Og Hólmfríður Jónsdóttir, kennari, þá næstu. Jón Sigurðsson, stud., flutti stutt ávarp. Allt þótti þetta vel mælt. Og ræða forset- ans orð í tíma talað. Samkomunni var prýðilega stjórnað og það urðu engar leið- inlegar tafir. Árif áfengis sáust ekki á nokkrum manni, sem betur fór. Svo mikill var mannfjöldinn, að sætin í brekkunni og brekk- an öll þar sunnan við var þétt- skipuð áheyrendum. En þótt allt hjálpaðist þannig að til þess að hátíðin gæti' orðið sem ánægjulegust fyrir okkur, hvílir þó skuggi yfir henni í huga mínum. Þegar lokið var athöfninni á Ráðhússtorgi, tilkynnti einn af stjórnendum hátíðahaldsins fólk inu greinilega, hvernig það ætti að haga sér. Það átti að ganga í skrúðgöngu — fjórir í röð — suður Skipagötu, upp Kaup- vangsstræti að Hafnarstræti, síðan norður þá götu, beygja í Strandgötu og úr henni norður Túngötu og Geislagötu til enda, og síðan þaðan að íþróttavellin- um. Þessum fyrirmælum var ekki • hlýtt. Meginhluti fólksins fór ekki í skrúðgöngu, heldur óreglulega hópgöngu. Aðeins stúdentarnir, er fremstir fóru, og ef til vill einhverjir af þeim, er næstir gengu, voru í skrúð-i göngu. Og ekki nóg með það.' Þegar komið var á enda Hafn- arstrætis og beygja átti í Strandgötu, tók fjöldi fólks sig út úr fylkingunn i og labbaði norður Brekkugötu. Sama að- ferðin var notuð í Túngötu. Stórir hópar skárust úr leik á tveimur stöðum. Fór annar hópurinn eftir fáfarinni leið norðan við stórhýsi Kr. Krist- jánssonar. Þetta atferli fólksins virtist mér sem smækkuð mynd af göllum íslenzku þjóðarinnar: sundrung og áhugaleysi. Með því að kasta svona höndunum til þess að gera daginn sem há- tíðlegastan og tilkomumestan, og hlýða '■kki settum reglum, er beinlínis verið að lítilsvirða minningu okkar mætasta manns og nýstofnaða lýðveldi, sem verið er að hylla þennan dag. Ef við sýnum það ekki í at- höfnum okkar, smáum og stór- um, að við elskum frelsið og viljum mikið á okkur leggja til að varðveita það, hvað mun þá verða um lýðveldið okkar — og heiður þjóðarinnar? Guðm. B. Árnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.