Dagur - 14.09.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 14.09.1960, Blaðsíða 4
4 5 Baghjk Bera kápu á báðum öxlum BÆNDUR ÞEIR, sem styðja Sjálf- stæðisflokkinn, hafa löngurn verið undarlegir í háttum og borið kápu á báðum öxlum, bændastéttinni til hins mesta tjóns. Þeir hafa margir þótzt vera einlægir samvinnumenn og e. t. v. viljað vera það, en greitt andstæð- ingum samvinnufélaganna atkvæði til þingsetu og iátið þá fara með um- boð sitt gegn samvinnufélögunum, að því er lög og rétt snertir. Heima í héruðum sínum krefjast þessir menn réttinda eins og aðrir vegna stéttar sinnar, en veita þeim flokki brautar- gengi til að fara með völd í landinu, sem metur annað meira en velgengni þeirrar stéttar. Nú er aðalfundi Stéttarsambands bænda nýlega lokið. Aðalfundurinn lýsir því yfir að efnahagsaðgerðir nú- verandi stjómar komi „mjög hart nið- ur á bændastéttinni“. Ekki verður annað séð en bændur þeir, sem sæti áttu á fundinum, séu allir samþykkir þeirri ályktun — Sjálfstæðisbændurn- ir einnig. — Sú ályktun er Iíka á rök- um reist. En mcga kjósendur Sjálf- stæðisflokksins ekki sjálfum sér um kenna? Kusu þeir ekki yfir sig þessar aðgerðir? Á aðalfundi Stéttarsambandsins var samþykkt samhljóða, „að fela stjórn Stéttarsambandsins að vinna ötullega að því við Alþingi og ríkisstjórn að vaxtahækkkuninni verði aflétt, og aðrar verðhækkanir, svo sem á rekstrarvörum, vélum og byggingar- efni, mildaðar svo að bændur geti óhindrað haldið áfram búskap.“ Þá var samþykkt sambljóða áskorun á Alþingi og ríkisstjóm, um „að ríkis- sjóður taki að sér greiðslu hinna er- lendu lána, er Byggingarsjóður og Ræktunarsjóður hafa fengið.“ Einnig skoraði aðalfundurinn „á Alþingi og ríkisstjórn að taka nú þegar upp nægj anlcga fjárveitingu til vélasjóðs ríkis- ins og ræktunarsambandanna, svo að ekki komi til þess, að alger stöðvun verði á ræktun Iandsins.“ Enn skoraði Stéttarsambandsfundurinn „á stjóm sambandsins að vinna að því við Al- þingi og ríkisstjóm, að ræktunarsam- bönd og búnaðarfélög verði undan- þegin söluskatti af þjónustu, sem þau veita bændum. Ennfremur verði inn- flutningur landbúnaðarvéla látinn njóta sömu kjara í þessu efni og skip og veiðarfæri.“ Loks má benda á ályktun fundarins um rafvæðingu dreifbýlisins. Allt þetta, sem fundur- inn samþykkti samhljóða, er í sam- ræmi við tillögur Framsóknarflokks- ins á síðasta Alþingi. En þær tillögur voru drepnar þar af Sjálfstæðis- flokknum. Bændur Sjálfstæðisflokks- ins finna auðvitað, eins og aðrir, sem í sveitum búa, að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar gera ólíft við bú- skap stundinni lengur. Efnahagsmála- ótíð sú, sem ríkisstjórnin hefur leitt yfir landið, vegur miklu meira en ár- gæzka náttúrunnar. Og nú hrópa Sjálfstæðisbændur, sem aðrir, mót- mæli gegn efnahagsaðgerðum mann- anna, sem þeir kusu til Alþingis fyrir ári síðan. Finnst ekki þessum mönn- um tími til kominn að hætta að bera kápuna á báðum öxlum? Hætta að kjósa flokkinn, sem þeir vita í hópi stéttarbræðra sinna, er þeir standa andspænis verkum flokksins. v___________________________________J Árangur af fluor-blöndun í Bandaríkjunum í Bandaríkjum Norður-Amer- íku hefur fluor verið blandað í drykkjarvatn sem vörn gegn gegn tannskemmdum í um það bil 1850 héruðum, þar sem íbú- ar eru alls um 36 milljónir. — Skýrt hefur verið frá því, sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- um, að meðal barna, sem átt hafa heima í þessum héruðum, hafi tannskemmdir minnkað um að minnsta kosti 50%. Allir ábyrgir aðilar, sem hafa haft nákvæmt eftirlit með flour- blönduðu drykkjarvatni, neita afdráttarlaust, að neyzla slíks drykkjarvatns geti haft nokkur skaðleg áhrif í för með sér. — Fram til þessa hefur ekki reynzt kleift að fluor-blanda drykkjarvatn í Evrópu í svo ríkum mæli, að það gæti talizt nokkur vörn gegn tann- skemmdum, af því að hér í álfu hafa menn dregið mjög í efa árangur slíkra aðgerða og ekki talið þær með öllu hættulausar. Þessar staðreyndir fengu vakið hjá mér áhuga á því að rann- saka sjálfur það, sem Banda- ríkjamenn hafa gert í þessum efnum, og kynna mér til hlítar þann árangur, sem þar hefur fengizt af neyzlu fluor-bland- aðs drykkjarvatns. Fækkun tannskemmda 78,84%. Newburgh og Kingston heita bæir tveir, mjög svipaðir að stærð. Vegalengdin milli þeirra er um það bil 60 km. og íbúar hvors um sig nálægt 30.000. í þessum tveim bæjum er lofts- lag hið sama og allar aðstæður mjög svo áþekkar. Árið 1945 var tekið að fluor-blanda drykkjarvatn í Newburgh, en drykkjarvatnið í Kingston er hins vegar svo að segja fluor- laust. Eg rannsakaði ýtarlega tvo stóra hópa af skólabörnum, 6—8 ára og 12—15 ára. Árang- urinn af þessum rannsóknum mínum var sá, að meðal barna 6—8 ára, voru tannskemmdir í Newburgh, sem hefur fluoor- blandað drykkjarvatn, 0,80, en 3,75 í Kingston, þar sem vatnið er fluorsnautt. Fækkun tann- skemmda samkvæmt þessu 78,84%, þar sem neyzluvatn er fluor-blandað. Grand Rapis og Muskegon eru tveir bæir við strönd Michigan-vatnsins. Er skammt í milli þeirra og íbúar hvors um sig um það bil 17.500. Þeir hófust handa. Árið 1945 var byrjað á því að fluor-blanda drykkjarvatnið í Grand Rapids og eftir 6'/2 ár hafði svo mjög dregið þar úr tannskemmdum hjá börnum, að ráðamenn í Muskegon sáu sitt óvænna og hófust þegar handa um að auka fluor-innihald neyzluvatnsins í bæ sínum til þess að forða börnunum frá frekari tannskemmdum. Eg rannsakaði nú hóp skólabarnp frá Grand Rapids og nálægum bæ, sem Cannonsburgh heitir, og varð árangurinn mjög svip- aður og í þeim tveim bæjum, sem áður voru nefndir, þ. e. a. s. Newburgh og Kingston. Engin skaðleg áhrif. í Evanston (111.), sem er há- skólabær skammt frá Chicago, hefur neyzluvatn verið fluor- blandað síðan árið 1947. í þess- ari borg framkvæmdi eg engar rannsóknir sjálfur, en átti marg- ar og ýtarlegar viðræður við ýmsa merka menn, sem hafa á hendi umsjón og eftirlit með fluor-blöndun vatnsins. í Evan- ston hafa læknar, tannlæknar, efnafræðingar og gerlafræðing- ar unnið lengi að rannsóknum á um það bil 23.000 börnum. — Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós, að eftir 10 ár hafa tann- skemmdir minnkað um því sem næst 60%, án þess að vart hafi orðið við nokkur skaðleg áhrif. Sérfræðingar þeir, sem bezt þekkja til þessara mála, telja með öllu útilokað, að nokkurra skaðlegra áhrifa verði vart síðar. í Brantford, Ontario, eru 50.000 íbúar, sem nota fluor- blandað neyzluvatn. Nokkurra ára rannsóknir þar hafa alls náð til um 26.000 barna og hafa þær óvírætt leitt í ljós, að tann- skemmdum hefur fækkað þar um 54%. Grunsemdir ástæðulausar. Heilbrigðismálastofnun Banda ríkjanna leggur mikið kapp á að finna varnir gegn tann- skemmdum, og hefur einmitt á prjónunum víðtækar áætlanir um fluor-blöndun drykkjar- vatns í því augnamiði. Mér lék því hugur á að ná tali af ýms- um ráðandi mönnum á sviði heilbrigðismála í Bandaríkjun- um, svo og stjórnendur hinnar Síðustu átökin við 200 metrana. I DAG OG A MORGUN eru síðustu tækifærin til að vera með í norrænu sundkeppninni að þessu sinni og synda 200 metrana. Þeir, sem dálítið kunna að synda, geta fleytt sér bæði á baki og bringusundi, eiga létt með að Ijúka þessu, — þar sem aðferðin er frjáls og tíminn ekki takmarkaður meira en það, að komið sé að marki fyrir miðnætti á fimmtudaginn! En við heyrum suma segja á þá leið, að þeim detti ekki í hug að synda 200 metrana, hve auðvelt sem það sé. Það sé bara vitleysa að vera enn og aftur með þessa sundkeppni! En þeir hinir sömu geta þó staðið æp- andi úti við völl og annálað leti og skeytingarleysi knattspyrnu- manna okkar að koma boltan- um í mark hjá KR eða Keflvík- ingum. Bæði knattspyrnan og sundið eru góðar íþróttir, þótt keppni í hvorri fyrir sig sýni ekki fegurð eða færi ánægju einvörðungu. En hvort tveggja veltur á þátttöku og vilja hvers neyzluvafns Akureyri - ferðamannabær risavöxnu rannsóknarstofnunar, The National Institute of Health, en við þá stofnun starfa 72.000 manns á um það bil 1100 rannsóknarstofum. 1 þessum viðræðum okkar komu fram m. a. eftirfarandi atriði: Áratugum saman hafa vísindamenn gefið því nánar gætur, hvort hugsan- legt sé, að neyzluvatn blandað fluor geti haft í för með sér nokkur skaðleg áhrif. í hvert sinn, er grunur lék á, að um slíkt gæti verið að ræða, voru framkvæmdar ýtarlegustu rann sóknir. Niðurstaða þeirra varð ætíð sú, að þessar grunsemdir væru með öllu ástæðulausar. — Af fluor-blönduðu neyzluvatni hefur til þessa engra skaðlegra áhrifa orðið vart. Ekki trú, heldur staðreynd. Þeir eru margir, sem eru andvígir notkun fluors til varn- ar tannskemmdum, og beita þá gjarnan fáránlegum röksemd- um, til þess að fá aðra til fylgis við sig. Aðstæður okkar vís- indamannanna eru þá miður góðar. Við skírskotum aðeins til skynsemi og skilnings, hvers og eins, og viljum við ekki glata virðingu okkar eigum við ekki annarra kosta völ en end- urtaka óhrekjandi staðreyndir. Bandarískur vísindamaður, Charles A. Metzner að nafni, komst svo að orði á 100 ára af- mæli ameríska tannlæknafélags- insi Við trúum á nytsemi fluors ins og skaðleysi þess sem varn- armeðals gegn tannskemmdum. En það er ekki trú eins og trúin á Guð eða trúin á drauga. Sem vísindamenn verðum við að trúa á nytsemi þess. Þekking okkar og niðurstöður vísinda- legra rannsókna á þessu sviði víðs vegar að úr heiminum eru grundvöllurinn að þessari trú okkar. — (Þýtt.) Theo Hurny, Bern. Um fyrri helgi var meiri mannfjöldi á íþróttavellinum en nokkru sinni áður, að 17. júní undanskildum. Þar fór fram knattspyrnukeppni. Akur- eyringar vöknuðu af dvalanum, fjölmenntu og fylgdust með af lífi og sál. íþróttavöllurinn ætti að vera fjölsóttur staður að jafnaði. Fyrr um daginn var þar háð fjögurra-band^laga-keppni í mörgum greinum frjálsra íþrótta. Enn virðist nokkuð langt í land, að undirbúningur íþróttamóta sé nægilegur. — Áhorfendur hafa ekkert gaman af að sjá starfsmenn mótanna snúast um sjálfa sig á vellinum, í leit að hinu og þessu, sem nauðsynlegt er að hafa við hendina, en vantar þegar til á að taka. íþróttavöllinn þarf að reka sem eftirsóttan skemmti- stað, en ekki sem barnaheimili. Margt að sjá á Akureyri. Reykvískir skákmenn kepptu um þá helgi við Norðlend- inga, rafvirkjameistarar héldu sinn fyrsta aðalfund utan Reykjavíkur og völdu Akureyri sem fundarstað, kennarar fjöl- menntu hingað á þing og nám- skeið sem voru fjölsótt. Akur- eyri var þannig eins konar brennipunktur margþættra fé- lags- og íþróttamála um síðustu helgi og til bæjarins. lágu straumar úr öllum áttum. En það. er vandi fyrir bæjarfélagið að. taka á móti fjölda gesta, og enn er langt í land, að fyrir þeim málum sé nægilega vel séð. En höfuðstaður Norður- lands hefur margt það til að bera, sem laðar ferðamenn, ef á er .minnt og áróður hafinn til að gera bæinn að mjög mikl- um ferðamannabæ. Náttúrufeg- urð er bæði mikil og óvenjuleg, bæði hér og víða annars staðar á Norðurlandi, af mannaverk- um má minna á Akureyrar- kirkju, Nonnahús, Matthíasar- og eins — í 11 manna liðinu á vellinum, og allra sundfærra bæjarbúa annars vegar. Starfsmaður við fyrirtæki, sem lætur sig engu varða um sundkeppnina, þótt vel sé fær «tiiiMiiimiimimiMiiiiiiimtiiiMimiiimiiimiiiiiiiit» | SYNDIÐ | 200 metrana •MmimmimiiiMiMimmMiiimimmimiMiiMiiiiim* um að synda, metur einskis, hvort bær okkar sigrar í sínum hópi, eða þjóðin sjálf í aljri keppninni, hann mun og láta sig litlu varða um framgang og upphefð fyrirtækis þess, er hann vinnur við. Hann sýnir óbeinlínis, að hann er ekki eins safn, náttúrugripasafn, Amts- bókasafn, mikla togaraútgerð, nýtízku hraðfrystihús, stórkost- legan iðnað, góð en lítil gisti- hús, stórmerka skóla, listasafn, einn bezta íþróttavöll landsins, fagra sundhöll og margt fleira. Hér er eitt bezta skíðaland, sem þekkist á landinu og fjörðurinn vel fallinn til sportveiða og siglinga. Fyrir nokkru var stofnað ferðamálafélag hér í bæ, til þess fyrst og fremst að gera Akur- eyri að ferðamannabæ og gera bæinn færan um að taka á móti vaxandi ferðamannastraumi. — Félagið dottar og er févana. — Það bíður þess að einhver leggi gull í lófa þess, í stað að koma af stað verulegri, almennri vakningu og sameina hin ýmsu öfl bæjarins til þegnlegra átaka. Akureyri hefur fjölmörg skil- yrði til að laða til sín ferðafólk, innlent og erlent. Ferðamálafé- lagið hefur mörg verkefni, sem flest bíða óleyst. heilhuga starfsmaður sem hinn, er vill taka á sig ómak, jafnvel þótt ekki sé honum ánægja að, beinlínis, ef hann ''Jeit, að á hans litlu aðstoð getur oltið, hvort bær hans og þjóð hlýtur sigur og heiður af þátttöku í mikilli keppni. En kæruleysi er eitt af einkennum hnignunar, sem til staðar er á okkar íram- faraöld. Forstjórar og vinnuveitendur gerðu vel, ef þeir fylgdust með því, hvort starfsfólk þeirra hef- ur synt 200 metrana, hvort það er ófært til keppninnar, eða hirðir ekki um — og hvettu liðið! Aðstaða Akureyringa er ágæt, sundlaugin er nú opin allan daginn og allt til mið- nættis þessa tvo síðustu daga. Láti nú enginn sinn hlut eftir liggja, hvetjið þá, sem þið þekkið og eiga eftir að leggja fram sinn skerf, og sigurinn er okkur tryggður. Og haldið svo áfram að synda, því að sundið, sú góða íþrótt, er gulli betri. — J. J. Samvinnan Ágústhefti Samvinnunnar flytur fréttaþætti um samvinnu mál, Skúli H. Norðdal skrifar greinina Pier Luigi Nervi og Ólafur Ólafsson greinina Súdan. Þá er í heftinu framhaldssaga fyrir börn, smásagan Kosninga- dagur eftir Friðjón Stefánsson o. fl. Fréttablað fylgir þessu efti eins og áður. •IIIIIMIIIH11111111111111111111111111111111111111111IIII llllllll* | HEIMA ER BEZT | Septemberheftið, sem er ný- komið, flytur grein um Guð- mund Einarsson eftir Theodór Gunnlaugsson, Brot úr ævisögu Guðmundar Einarssonar eftir sama, Klipping og höfuðbað eftir Rósberg G. Snædal, Tvær sjóferðir eftir Guðm. B. Árna- son, Hugurinn bar mig hálfa leið eftir Halldór Ármannsson, og Halldór Stefánsson skrifar um Þórð Pálsson og Björgu Halldórsdóttur á Kjarna. Margt fleira er í ritinu, m. a. Þáttur unga fólksins eftir Stefán Jóns- son, framhaldssögurnar o. fl. — Um kennaraskorfinn og byggðasöfnin Snorri Sigfússon segir álit sitt á þessum málum Snorri Sigfússon, fyrrverandi námsstjóri var hér nýlega á ferð. Blaðið notaði tækifærið og spurði hann um álit hans á hinum tilfinnanlega kennara- skorti, sem nú ógnar barna- fræðslunni í skólum landsins, og í öðru lagi um byggðasafn Eyfirðinga. En Snorri hóf fyrst- ur munasöfnun fyrir væntan- legt safn og varð vel ágengt. Þú munt hafa verið hér á þingi bamakennara? Eg sat 19. þing norðlenzkra barnakennara, sem gestur. Það heldur þeirri góðu venju, að hafa nokkurra daga námskeið í sambandi við aðalfundi sína. Og þessi námskeið eru bráð- nauðsynleg til að halda vakandi starfi. En því miður eru þessi vekjandi og fræðandi námskeið allt of fátíð hér á landi. Og veitti þó ekki af að Kennara- skólinn gengist fyrir slíkum námskeiðum, þar sem því fclki Frá átfunda þingi norðlenzkra barnakennara 8. þing Sambands norðlenzkra barnakennara var haldið á Ak- ureyri, i Barnaskóla Akureyr- ar, dagana 1.—3. sept. Sambaridið var stofnað 8. okt. 1942 í sambandi við námsskeið, sem haldið var á vegum Kenn- arafélags Eyjafjarðar, og áttu þingeyskir kennarar frum- kvæðið að stofnun sambandsins. Stjórn sambandsins flytzt milli sýslna, og er kjöi-tímabilið 2 ár. Fi-áfárandi stjórri skipa: Þór- arinn GuðmUndssön, form., Svava Skaptadóttir, ritari, og Theódór Daníelsson, féhirðir. Varastjórn: Tryggvi Þorsteins- son, varaform., Sigurður G. Jó- hannesson og Ihdriði Úlfsson. Milli 80 og 90 kennarar og gestir sátu þingið, og þau náms- skeið, sem haldin voru í sam- bandi við það. Þingforsetar voru kjörnir Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri og Jón Kristjánsson, Víði- völlum. Fundarritarar voru: Páll Jónsson og Sigurður Flosa- son. Gestir mótsins voru: Dr. Broddi Jóhannesson, Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, Stef- án Kristjánsson, íþróttakennari, Gestur Þorgrímson, kennari og starfsmaður við Kennslukvik- myndasafn ríkisins, Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, Skúli Þorsteinsson, form. S. í. B., og Snorri Sigfússon, fyrrverandi námsstjóri, sem er heiðursfé- lagi. Dr. Broddi flutti erindi og ræddi um hlutverk kennarans og þarfir. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi um leiki og stöðu mannsins, og að því loknu sýndi hann kvikmynd gerða af búnaðarsamtökum Norðmanna um vinnutækni mannslikam- ans við hin daglegu störf. Gest- ur Þorgrímsson flutti erindi um kennslukvikmyndir, gildi þeirra og notkun í kennslu. Hann var einnig til viðtals í skólanum föstudag og laugar- dag fyrir þá, sem óskuðu eftir upplýsingum um kvikmyndir og skuggamyndir. Frú Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, flutti erindi um móðurmálskennslu í skólum. — Ræddi hún einkum um ritgerð- arkennslu og gildi móðurmáls- ins fyrir þjóðina. Skúli Þor- steinsson, form. S. í. B., flutti fréttir frá fulltrúaþingi S. í. B. og ræddi auk þess við norð- lenzka fulltrúa um launamál kennara. Snorri Sigfússon ávarpaði þingið og ræddi um framtíðarhorfur í skólamálum þjóðarinnar og sparifjársöfnun skólabarna. Þórarinn Guð- mundsson ræddi um byrjunar- kennslu í reikningi og studdist þar við nýútkomna bók, „Leik- ið og reiknið“. Stefán Jónsson, námsstjóri, sem tók virkan þátt í störfum og undirbúningi þingsins, flutti erindi um athygli og gleymsku og áhrif þeirra á skólastarf og menntun. Hannes J. Magnús- son, skólastjóri, flutti framsögu- erindi um framtíð sambandsins, vegna lagabreytinga, sem gerð- ar voru á síðasta þingi S. í. B., um skiptingu á kjörsvæðum. Leikjanámsskeið, og náms- skeið í teiknun og meðferð lita voru alla mótsdagana. Stefán Kristjánsson, íþróttakennari, leiðbeindi á leikjanámsskeiðinu og Einar Helgason, kennari, kenndi teiknun og meðferð lita. Skólavörubúðin sýndi þann velvilja að senda sýnishorn af bókum og áhöldum. Var sýning þessi sölusýning og var opin þinggestum alla daga mótsins. Valgarður Haraldsson, kennari, sá um sýninguna. Þinggestir sátu hádegisverð- arboð bæjarstjórnar Akureyrar á laugardag, og um kvöldið var kvöldvaka og kaffiboð S. N. B. að Freyvangi. í stjórn S. N. B. næsta kjör- tímabil eru þessir menn: Páll Jónsson, skólastjóri, Höfðakaupstað, Þorsteinn Matt- híasson, skólastj., Blönduósi, og Björn Bergmann, kennari, Blönduósi. Varastjórn: Lára Inga Lárus- dóttir, kennari, Ólafur Krist- jánsson, skólastjóri, og Jóhann Björnsson, kennari. Eftirfarandi ályktanir og til- lögur voru samþykktar á þing- inu: 1. Þrátt fyrir lagabreytingu S. í. B., sem felur í sér að Norð- urland verði tvö kjörsvæði með sambandi á hvoru svæði fyrir sig, leggur þingið til, að Sam- band norðlenzkra barnakenn- ara starfi áfram með sama hætti og verið hefur, en kenn- arafélög hvors kjörsvæðis sjái um kosningu fulltrúa á þing S. í. B. 2. Aðalfundur S. N. B., hald- inn á Akureyri 1.—4. sept. 1960, beinir þeirri ósk til stjórn- ar S. í. B., að hún hlutist til um, að erindi um skóla og uppeldis- mál verði flutt í Ríkisútvarpið í byrjun þessa skólaárs. 3. Aðalfundur Sambands norðlenzkra bai'nakennara, haldinn á Akureyri 3. sept. 1960, skorar eindregið á hið háa Alþingi að hækka stórlega fjár- veitingu til námskeiða, sem haldin eru á vegum félagssam- taka kennara. 4. Aðalfundur S. N. B., hald- inn á Akureyri 1.—4. sept. 1960, lýsir megnustu óánægju á þeim launakjörum, sem kennarar eiga við að búa og skorar á stjórn S. í. B. að vinna ötullega að bættum kjörum stéttarinnar á þeim grundvelli, sem lagður var á fulltrúaþingi S. í. B., sem haldið var í Reykjavík á síðast- liðnu vori. fjölgar, er við kennslu fæst, og engrar kennaramenntunar hefur notið. Hvatning til nám- skeiðshalda og fjárstyrkur ætti vitanlega að koma ofan frá. — Ríkið á vitanlega að styrkja námskeiðin með fjárframlögum. Það hefur það oft gert, og sjald- an hefur verið meiri þörf á því en nú. En hvað segirðu unt kennara- skortinn? Eg skil af langri reynslu, hversu mikilvægt það er, að kennarar séu hæfir menn. — Kennarastarfið er miklu örlaga- rikara fyrir þjóðina en menn almennt hyggja. Það er geysi- lega mikilsvert að til þessa starfs veljist hæfileikamenn og manndómsmenn. En til þess þarf að gera vel við þá og miklu betur en nú. Nú eru þeir hraklega launaðir og Kennara- skólinn í niðurníðslu. Þetta hlýtur að hefna sín, ef ekki er þegar bætt verulega úr. Nú í haust verður sjálfsagt reynt að skrapa einhverju kennaraliði inn í skólana. Sumt af þvi kann að reynast vel. En eg óttast að æði marga í þeim hópi skorti vald á því mikilsverða verkefni, og þá er illa farið. Annars held eg að kennslumálastjórnjn ætti að fá alla sjötuga, sem hætta eiga og taldir eru vel starfhæf- ir, til þess að halda áfram kennslu. Og eins ætti að fá þá sextugu, sem minnka á kennslu við samkv. lögum, að sinna fullri kennslu. Sums staðar gæti þetta orðið nokkur úrbót. Og eitt mætti enn reyna, þar sem svo hagar til að kennara vantar að heimangönguskóla, t. d. annan af tveim kennurum, og það er, að hvert barn verði í skóla aðeins annan hvorn dag. Hinn svonefndi annarsdagsskóli er ágætt fyrirkomulag, þar sem það á við. Og það getur átt miklu víðar við en menn halda. Og það er mín skoðun, að betra sé fyrir barn að vera aðeins annan hvern dag í skóla hjá góðum kennara, en hvern dag hjá lélegum kennara. En sem sagt, Kennaraskólinn þarf að rísa úr þeirri vesöld, sem hann nú er í, og launa þarf kennurunum mun betur en nú er gert. Þetta eru ófrávíkjanleg skilyrði þess að ungir menn og hæfir vilji gerast kennarar. Já, svo mikilsvert er þetta, að kalla má lífsnauðsyn að sem flestir úrvalsmenn gefi sig að uppeld- isstörfum í skólunum, sem stöð- ugt fá aukið verkefni og vanda- samara. Þú hófst fyrst munasöfnun á vegum KEA? Já, og eg þakka Degi fyrir greinar hans um byggðasöfnin. Þær eru orð í tíma töluð. Eg, og við fleiri, söfnuðum gömlum munum eftir mætti fyrir mörg- um árum — söfnuðum mörg hundruð munum og fengum mikil loforð um meira. Þá gekkst KEA fyrir þessu starfi, og seinna kom sýsla og bær inn í starfið. En svo kom kyrrstaða í málið. Nú eru munirnir lok- aðir inni og fáu eða engu við bætt. Einn minntist nýlega á það við mig, að fá muni sína aftur, þeir gætu alveg eins legið hjá sér eins og einhvers staðar annars staðar, ef þeir þá ekki týndust með öllu. Eg skil ekki þessa deyfð, heldur Snorri áfram, nema þá sem umhugsunarfrest. Og trúa má svo sem Eyfirðingum til þess. En ekki má nú öllu lengur dragast, bæði að safnað sé því, sem enn er til og ósótt út um héraðið og hér á Akureyri, og svo það, að reynt sé að koma þessum munum fyrir og stand- setja það, sem viðgerðar þarf. Eg held, að þetta þoli vart langa bið héðan af, ef koma á safninu á fót, safni, sem vitan- lega á að vera á Akureyri. — Og hin sjálfsagðasta hjálparhella þessara hluta er Ragnar Ásgeirsson ráðunautur, sem Búnaðarfélag Islands lánar víðs vegar til að koma þessum söfnum á fót. Hann var með okkur á sinni tíð og skrásetti safnmunina og mundi vissulega hjálpa til að koma safninu á fót, ef til hans væri leitað. Dagur hefur minnzt á söfnin á Grenj- aðarstað og Glaumbæ. En eitt hið allra merkasta byggðasafn og stærsta, sem eg hef séð hér. er i Skógum undir Eyjafjöllum, Byggðasafn Árnes- og Rangár- vallasýslu. Þar hefur verið byggt heilt hús yfir það, m. a. er þar heilt áraskip, teinæring- ur, með öllu tilheyrandi, far- viði og áhöldum, sem til veiði- skapar þurfti fyrr á tíð. Og enn mun það mikið stækka og verða fjölbreyttara. Þetta safn er mjög fjölsótt og nýtur ágætr- ar umönnunar. Já, þetta gera hinir. Og ekki trúi eg því, að Kaupfélag Ey- firðinga, Akureyrarkaupstaður og Eyjafjarðarsýsla láti það lengur dragast að hrinda þessu máli fram og geri það myndar- lega, segir Snorri Sigfússon að lokum, og þakkar blaðið fyrir viðtalið og sívökulan áhuga hans á menningarmálum lands og þjóðar. • iiiiiiimmmmiiimimmiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmmim; E “ I GAMLA FÓLLKIÐ ) I GLEYMIST | Kórar, söngvarar, einsöngv- rar, hljómsveitir, hljóðfæraleik- arar, leikarar, upplesarar, sýn- endur kvikmynda og þeir aðrir, sem upp á eitthvað hafa að bjóða almenningi til skemmtun- ar og fróðleiks og setja ekki Ijós sitt undir mæliker, ættu að minnast sjúkra og gamalla. Á Elliheimilinu í Skjaldarvík er fátt til dægradvalar og mörgum leiðist þar tilbreyting- arleysið. Minnast ekki of fáir þess, hve þakksamlega yrðu þegnar heimsóknir hvers konar skemmtikrafta þangað, og hver gleði það væri hinu gamla fólki elliheimilisins, að oftar væri munað eftir því á þessum vetL vangi?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.