Dagur - 14.09.1960, Side 8
8
Miklar andstæður í náttúrunni
Hin kröftuga mokstursvél og nokkrir bílar í Briimiesárgljúfri — (Ljósmynd: E. D.).
Byrjað á 330 m. hafnargarði á Dalvlk
Kirkjubyggingu lokið - Félagsheimili {
sennilega byggt á næsta ári |
Skjálfandafljót er mikið
vatnsfall, dularfullt, hatrammt
oft, hrikalegt og löngum leirlit-
að. Þar sem Fjótið fellur í
Skipapoll, sem líkari er stöðu-
vatni en polli, er landslagið hið
kynlegasta. Þar eru háir hamr-
ar, heljarstór björg á leir- og
sandöldum, norðan og vestan
við gróðurlausir malarhólar,
þar sem hér og hvar skín í ís.
Hólar þessir eru ísborgir, sem
Fljótið hefur hrannað þarna
upp og þakið möl og leir, svo
að sólin vinnur lítið á sumar-
langt. En gegnt vatnsfallinu er
skógivaxin hlíð — Fellið eða
Fellshlíð, hið fegursta land að
vestan. Undarlegar andstæður,
sem vitna um eyðingarmátt
Skjálfandafljóts annars vegar,
en gróðurmáttinn hins vegar.
Og svo er það laxinn. Hann
gengur upp Fljótið fram að
fossi og lengra þó eftir annarri
kvísl þess. Þar standa oft von-
glaðir veiðimenn. En það er
önnur saga. Hins vegar mun
það vel framkvæmanlegt, að
Dalvíkingar hafa nýlokið
byggingu mjög fallegrar kirkju.
Hún rúmar meira en fjórða
hluta íbúanna. Til samanburðar
má geta þess, sérstaklega fyrir
þá, sem finnst Dalvíkurkirkja
ekki nægilega stór, að Akureyr-
arkirkja rúmar aðeins sextánda
hluta síns safnaðar, og er þó að
jafnaði nægilega rúmgóð.
Á Dalvík hófust 1. sépt. sl.
nýjar framkvæmdir við höfnina
á Dalvík. Byggja á 330 metra
hafnar- eða sjóvarnargarð fyrir
sunnan núverandi hafnargarð,
þannig, að milli þeirra verður
40 þús. fermetra höfn með hæfi-
lega breiðri innsiglingu. Garður
þessi verður úr grjóti, en
steyptur fremst eða styrktur á
annan hátt. Þarna verður hin
ágætasta höfn og mjög rúmgóð,
sem hæfir vaxandi bæ. Á Dal-
vík eru tvö 250 tonna skip, fjór-
ir 50—75 tonna bátar og margir
minni.
Grjótið í hafnargarðinn er
tekið í Brimnesárgili, ofanvert
við þorpið. Þar er heljarmikil
ámokstursvél, 5 sterklegir grjót
flutningavagnar vitamálaskrif-
stofunnar, auk venjulegra
vörubíla staðarins að verki, og
er gaman að sjá þessi öflugu og
fljótvirku tæki. Þegar áætlun
Nýr framfærslu-
fulltrúi ráðinn
Á fundi bæjarstjórnar 6. þ.
m. var Björn Guðmundsson
varðstjóri ráðinn framfærslu-
fulltrúi bæjarins í stað Mar-
teins Sigurðssonar, sem látið
hafði af því starfi. Hinn nýi
framfærslufulltrúi tekur einnig
við starfi heilbrigðisfulltrúa af
Kristni Jónssyni, samkvæmt
ákvörðun bæjarstjórnar um að
sameina þ^ssi tvö störf og fela
var fyrst gerð um framkvæmd-
ir og kostnað við hafnarbætur
á Dalvík, var ekki reiknað með
slíkum afköstum, enda er talið,
að kostnaður verði helmingi
minni með tækjum þessum en
fyrri áætlanir báru með sér. —
Verkfræðingur er Þorlákur
Helgason, verkstjóri Sveinn
Jónsson, en sveitarstjóri á Dal-
vík er Valdimar Oskarsson.
Eldri hafnargarðurinn* á Dal-
vík, sem þó er nýlegur, er 250
metra langur og öflugur. En
höfnin vísar móti opnu hafi og
sjór oft ókyrr við hann og úr-
bætur nauðsynlegar. Nýi varn-
argarðurinn ætti að gera Dal-
víkurhöfn hina ágætustu.
Sjómenn fagna þessari fram-
kvæmd alveg sérstaklega.
íbúar Dalvíkur eru um 900
og fjölgar árlega. Atvinna hef-
ur verið góð og mörg skilyrði
fyrir vaxandi bæ. Að Dalvík
liggja grózkumiklar sveitir
Svarfaðardals.
Á næsta ári ætla Dalvíkingar
að byggja félagsheimili. Allt
ber þetta vott um dugnað og
bjartsýni íbúanna.
NORÐMENN VEIDDU VEL -
ÍSLENDINGAR ILLA
Síldarafli íslendinga fyrir Norðurlandi í sumar varð
791.414 mál og tunnur í stað 1.062.721 mál og tunnur í fyrra.
Norðmenn kvarta aftur á móti ekki yfir síldarleysi á ís-
landsmiðum. Nýlega var bræðslusíldarafli þeirra á íslands-
miðum orðinn 627.000 liektólítrar, og er það nær helmingi
meira en í fyrra, og allt að 200 þús. tunnur í salt. Veiðiskip
þeirra munu vera um 200 talsins og liefur ýmist verið veiti
í snurpu eða reknet.
Keppf í skák á Akureyri
Hingað komu fyrir helgina
reykvískir skákmenn og
þreyttu skák við Noðlendinga.
Á laugardaginn var hrað-
skákkeppni og varð Arinbjörn
Guðmundsson sigurvegari með
18Ví vinning af 19 mögulegum.
Á sunnudaginn var teflt í Al-
þýðuhúsinu á 27 borðum og
hófst sú keppni árdegis. Reyk-
víkingar sigruðu með 15 Vb
vinning gegn IIV2.
Meðal utanbæjarmanna, er
kepptu við Reykvíkinga voru
Húnvetningarnir Jónas Hall-
dórsson og Gunnar Oddsson,
Þráinn Sigurðsson, Siglufirði,
gera Sjálfandafljót laxgengt
alla leið upp í Svartárvatn
fremst í Bárðardal og í aðrar
áttir. En ekki er blaðinu kunn-
ugt hvort fullnaðarrannsókn á
því hefur faríð fram, eða um
niðurstöður þeirra, ef til eru.
Bleiklaxinn lagði leið sína
upp í Skjálfandafljót í sumar.
Hreindýr og refir í
Herðubreiðarlindum
Hreinn Ketilsson, Svalbarðs-
strönd, Guðm. Eiðsson, Þúfna-
völlum og Atli Baldvinsson frá
Hvassafelli í Eyjafirði. —'Skák-
stjóri var Jón Hinriksson, Ak-
ureyri.
Bæjarstjórn bauð skákmönn-
um til kaffidrykkju cjð Hótel
KEA á sunnudagskvöldið. Þar
var mótinu slitið og margar
ræður fluttar. Meðal ræðu-
manna var forseti Skáksam-
bands Islands, Ásgeir Þ. Ás-
geirsson. Jón Ingiinarsson
stjórnaði hófinu. — Formaður
Skákfélags Akureyrar er Odd-
ur Árnason, prentnemi.
Minnismerki Jósefs J. Björnssonar afhjúpað
þau einum manni.
Síðastliðinn sunnudag var, að
Hólum í Hjaltadal, afhjúpað
minnismerki um Jósef J.
Björnsson, fyrsta skólastjóra
Hólaskóla.
Jósef var mikilhæfur og vin-
sæll stjórnandi og kennari og
afburðamaður á margan hátt.
í fyrra voru liðin hundrað ár
frá fæðingu Jósefs og ákváðu
þá allmargir gamlir nemendur
hans og vinir, að reisa honum
minnismerki að Hólum.
Atöfnin hófst með messu í
dómkirkjunni kl. 2 e. h., að
henni lokinni var gengið fylktu
liði að leiði Jósefs og lagður á
það blómsveigur frá gömlum
nemendum skólans og vinum
Jósefs. Þaðan var gengið að
minnisvarðanum, en hann er
staðsettur á gamla bæjarstæð-
inu sunnan og neðan við kirkj-
una. Þar fór fram stutt athöfn
og minnisvarðinn afhjúpaður,
en vegna veðurs fóru öll ræðu-
höld fram í leikfimisal skólans.
Ræður fluttu þeir Gísli Krist-
jánsson ritstjóri og Gísli Magn-
ússon bóndi í Eyhildarholti. —
Ræddu þeir um ævi Jósefs og
störf. Kristján Karlsson skóla-
stjóri þakkaði þann sóma er
staðnum væri sýndur, en Einar
Reynis, sonur Jósefs, þakkaði
fyrir hönd ættingja og venzla-
manna.
Pétur Jónsson á Nautabúi
stjórnaði samkomunni.
Að loknum ræðuhöldum bauð
skólastjóri til kaffidrykkju, en
undir borðum tók til máls Jón
Björnsson skólastjóri á Sauðár-
króki og minntist starfa Jósefs
að bindindismálum, en hann
var mikill áhrifamaður á því
sviði. ’ " ’
Margt manna var komið heim
að Hólum þennan dag, til að
heiðra minningu þessa merka
manns.
Ferðamenn, sem leið áttu í
Herðubreiðarlindir um fyrri
helgi, sáu hreinkú á eyrunum
skammt frá sæluhúsinu nýja og
var hún eitthvað hölt, en leit að
öðru leyti vel út. Sennilega hef-
ur heltin orðið örsök þess, að
dýr þetta varð viðskila við
hjörð sína.
Þá brá ferðamönnum mjög í
brún, er þeir sáu bréfarusl, bein
og dósir liggja eins og hráviði
í nágrenni sæluhússins og þótti
verr um gengið en af er látið á
þessum stað. En brátt fundu
þeir skýringuna. Refir höfðu
grafið upp rhatarleifar, sem
gráfnar voru í jörð, ásamt öðru
rusli, fyrr í sumar.
Rebbi einn var þar á hnot-
skóg ekki fjarri og hugði að
mannaferðum.
Arekstur í Gleráf-
íiverfi
Á mánudaginn var árekstur á
gatnamótum Lögmannshlíðar og
Hörgárbrautar í Glerárhverfi.
Bifreið kom norðan veginn,
sem er aðalbraut og maður einn
hjólaði vestur með mjólk til
dagsins úr mjólkurbúðinni og
varð áreksturinn, þar sem trjá-
gróður blindar hornið. Maður-
inn slapp með lítils háttar
skrámur,-þótt áreksturinn væri
nokkuð harður og hann kastað-
ist upp á bifreiðina framan-
verða. Litlar skemmdir urðu á
farartækjum.
Minkur við Hörgá
í sumar sást minkur norðan
við Hörgá neðanverða og nokk-
ur vegsummerki hans. Fyrra
þriðjudag var Haraldur Skjól-
dal fenginn til að leita á þessum
slóðum. Hann skýrði blaðinu
svo frá, að hann hefði séð um-
merki minka og myndu þeir
hafa átt sér þar bæli í vor og
ungað út. En hann fann þó eng-
an mink. Verið er að heyja á
þessum slóðum og geta þeir því
hafa fært sig til. Haraldur
hafði minkatíkina Skottu og
fann hún mikið af slóðum. —
Grafið var eftir tilvísun hennar,
en leitin bar ekki árangur að
þessu sinni og ber nauðsyn til
að gera gangskör að því að eyða
þessum ófögnuði hið allra
fyrsta.
f Hrafnagilshreppi og á Ak-
ureyri, þar sem Haraldur hefur
leitað í vor og sumar að mink-
um og tófum, hefur hann ekk-
ert dýr fundið.