Dagur - 17.09.1960, Side 5
4
5
ER BÆJARSTJÓRNIN
AÐ BLÁSA UPP?
EKKI ER ÞAÐ FÁTÍTT, að sá
stærri geti lært af þeim minni, þótt
tilhneigingin beinist oft í hina áttina.
Akureyringar eiga mörg þús. fjár á
fjalli á hverju sumri, sennilega 7—8
þús. En haglendið er svo Iítið að féð
þrífst ekki. En jafnframt því að fé fær
ekki nægju sína í þröngum og of-
settum sumarhögum, blæs landið upp
vegna ofbeitar. Á þetta horfa menn
ár eftir ár og hafast ekkert að. Bent
hefur verið á, að annað hvort verði að
fækka fénu og létta þannig á landinu
eða bæta landið með framræslu og
áburði. Ekki hefur verið tekið undir
þær ábendingar. Fénu fjölgar, landið
blæs upp, og þetta gerist við höfuð-
stað Norðurlands. Benda má á til at-
hugunar, að Húsvíkingar höfðu, og
hafa enn, við nákvæmlega sama
vandamál að stríða, hafa margt fé, en
ekki tilsvarandi sumarhaga. En sá er
munurinn, að þeir fóru að hugsa og
ráðgera úrbætur, en af því virðast
Akureyringar her um bil saklausir.
Og ráðagerðirnar leiddu til þeirrar
ákvörðunar, að nota tæknina í þjón-
ustu bæjarins, fá sér áburðarflugvél
og rækta beitilandið. Bæði nú í sum-
ar og síðastliðið sumar var tilbúnum
áburði dreift á landsvæði í nágrenni
Húsavíkur úr flugvél. Áburðardreif-
ingin í fyrrasumar þótti bera tilætl-
aðan árangur. Því má svo bæta við,
ag Húsvíkingar hyggja á miklu stærri
framkvæmdir í þessa átt á næstu ár-
um. Þótt ekkert skuli fullyrt um hvað
borgar sig í þessu efni, enda engar
hagfræðilegar niðurstöður fyrir hendi
hér á landi til að byggja á, er á þetta
minnt enn einu sinni, fjáreigendum,
og þó fyrst og fremst bæjarstjórn, til
umhugsunar.
Akureyringar verða að sætta sig
við, að djúpborinn mikli, sem loks er
nú væntanlegur til landsins, e. t. v. í
næsta mánuði, og sérstaklega er ætl-
að verksvið á Norðurlandi, taki fyrst
til starfa í Húsavíkurkaupstað. Eitt-
hvert blað hefur sagt svo frá, að það
sé vegna ákveðinna óska Húsvíkur-
bæjar um að fá borinn, að hann verði
látinn byrja þar. Það hefði verið
fyllri frásögn að viðurkenna það
hreinlega, að Húsavíkurkaupstaður
hefur þegar látið fara fram allar
nauðsynlegar undarbúningsrannsókn-
ir þar eystra og liggja þær fyrir. —
Það hefur Akureyrarkaupstaður aft-
ur á móti ekki gert og verður að bíða.
Hér hafa verið nefnd tvö glögg
dæmi um meiri áhuga nágrannakaup-
staðar, sem vel mættu örfa bæjaryfir-
völdin okkar. Höfuðstaður Norður-
lands er fjárhagslega vel stæður bær,
atvinnuöryggi meira en víða annars
staðar og almenn hagsæld mörg hin
síðari ár. En forsjármenn bæjarins,
sem eru velviljaðir borgarar, mega
ekki sofna á verðinum þegar mikils-
verð framfaramál bíða úrlausnar. Ný-
ungar og framfarir í andlegum, sem
vereldlegum efnum, verður að hag-
nýta í málefnum höfuðstaðarins og
sýna þeim a. m. k. ekki minni áhuga
en þegar verðmætri lóð eða bitlingi
er ráðstafað.
Borgaramir gera miklar kröfur til
bæjarfulltrúa sinna sinna í málefnum
bæjarins.
.GUÐNI SIGURÐSSON:
Rjúpan og hann Haukur frændi
Óvænt tíðindi
Það þóttu mér óvænt tíðindi,
er ritstjóri „Dags“ sagði mér, að
grein væri í laugardagsblaðinu
(9. apríl sl.) stíluð til mín frá
Hauki Ingjaldssyni í Garðshorni
i Kinn, og væri greinin um
rjúpurta.
Jæja. Heill og sæll, Haukur
frændi, hugsaði eg. Það er gott,
að fleiri en eg láti til sín heyra
um mál þetta og hafi ef til vill
einhver nýmæli í pokahorninu.
Mættum við fá meira að heyra!
Þú hefur mál þitt með því að
drepa á grein mína í „Degi“ frá
28. febr. 1959 með svofelldum
orðum: — „Þótt meira en ár sé
Iiðið frá að greinin kom, vil eg
biðja „Dag“ að flytja þér og öðr-
um athugasemdir nokkrar um
gátuna: — Hvernig stendur á
því, að rjúpurnar okkar Islend-
inga hverfa stöku sinnum svo
mjög, að nokkur ár líða þar til
þær ná aftur venjulegum
fjölda?“
Við þessa „miklu gátu“ gerir
þú enga athugasemd né svarar
henni á nokkurn hátt í grein
þinni, heldur rabbar létt fram og
aftur um ýmis atriði, án frekari
röksemda og raka. Þú varpar
aðeins fram þessari spurningu,
sem nú er svo alkunn orðin. Og
það munu fleiri gera. Og beindi
eg henni t. d. að þér, myndi eg
varla þurfa svars að vænta úr
þeirri átt. Og þá væri eftir sem
áður „hvorki klippt né skorið".
Þetta er mál sem mikið hefur
verið deilt um á síðari árum, að-
allega sökum þess, að hvarf rjúp-
unnar hefur verið talið fara fram
á einhvern dularfullan hátt. Ber
því að sama brunni, hve lengi
sem deilt verður frá því sjónar-
miði. „Gátan mikla“ verður aldr-
ei ráðin á þann hátt. Mun eg því
aðeins ræða málið, eins og það
lítur út frá mínum bæjardyrum.
Og drjú bæjarleið mun reynast
á milli skoðana okkar frænda á
þeim vettvangi.
Þú ert mér sammála um það,
að rjúpan muni vera vel hraust á
öllum aldri, en þó virðist þú fylla
þann flokkinn, sem trúir á dular-
fullt hvarf rjúpunnar. Virðist all-
örðugt að samrýma þetta. Hverfi
rjúpan á einhvern slíkan hátt,
ætti því að valda einhver bráður
sjúkdómur, sem grípur hana, er
enginn þekkir né veit hvers kyns
er. Virðist hætt við, að sjúkdóm-
ur þessi sæki frekar á mann-
skepnuna sjálfa en rjúpuna, eins
og galdratrúin áður fyrri.
Eg trúi ekki á þessa dularfullu
kenningu, sem samrýmist svo illa
sjálfum veruleikanum og sneiðir
algerlega fram hjá staðreyndum.
Mín trú og lífsreynsla er sú, að
það sé algerlega tíðaríarið og
„sveiflur þess“, sem ráða örlög-
um rjúpunnar, lífi hennar og
dauða.
Á víð og dreif.
Þú virðist efa mjög kenning-
una um „tiu ára sveiflur“ í
rjúpnastofninum og telur henni
vart reystandi. Hún gæti vel ver-
ið tilviljun ein. Meðal annars til-
færir þú ummæli úr fyrrgreindri
grein minni, sem ekki eru að öllu
leyti rétt eftir mér höfð. Tel eg
því þörf á að endurtaka kafla úr
fyrri grein minni, svo að bæði þú
og aðrir geti þar séð, hvað fyrir
mér vakir, og þar er sagt. Er
kafl sá á þessa lund:
„.... Dr. Finnur minnist á
það við blaðamanninn, (sjá
„Tímann“ 6. nóv. ’58), að nú séu
liðin tíu ár síðan rjúpnaleysis-
árið gekk hér siðast yfir. Og að
vissu marki má taka það trúan-
legt. En þó eru ekki nema átta ár
siðan rjúpan féll í hrönnum, þús-
undum saman. Þetta skeði vetur-
inn 1950—1951.
Þessi vetur gekk mjög snemma
að með látlausum norðaustan
hríðum. Snjó hlóð niður svo
brátt, að til vandræða horfði
með allar samgöngur. Fréttir
tóku að berast um, að hreindýr
væru tekin að falla (á Fljótsdals-
héraði), þar eð þau næðu hvergi
til jarðar. Refir gengu hér um
götur bæjarins að leita sér ætis.
Rjúpan var horfin. Og hvað var
þá orðið af henni?
Við skulum í stuttu máli at-
huga þær fréttir, sem þá tóku að
berast af rjúpunni og örlögum
hennar. Ein fréttin var sú, að eft-
ir látlausa stórhríð í heila viku
urðu menn í Reyðarfirði þess
varir, að komin var rjúpa þar í
hliðarbrekkur, og jafnvel heim
að húsum og bæjum. Og samtím-
is kom önnur frétt að austan, að
skip, sem kom af hafi, hefði siglt
gegnum breiða röst af dauðum
rjúpum. (Eg segi hvergi að skip-
ið hafi siglt inn á Reyðarfjörð.)
Þessar fréttir þurfa engrar
skýringar við. Rjúpuna hrakti
undan hriðinni. Sumir hóparnir
gátu stöðvað sig á landi, en aðra
hrakti á haf út.*) Ókleift mun að
segja með nokkurri vissu, hve
mikið féll af rjúpunni þennan
vetur.
Einnig má minnast á síðastlið-
inn vetur (1957—1958). Hann
lagðist óvenju snemma að með
hriðum, og í nóvember var mjög
viða búið að taka allar skepnur
á gjöf, og fóru þær ekki úr húsi
fyrr en komið var fram á vor.
Bati kom aldrei allan veturinn,
og má hann því teljast með þeim
hörðustu, sem komið hafa um
langa hrið. ..."
Þannig er þá þessi kafli fyrri
greinar minnar. Og við nánari at-
hugun myndir þú aldrei hafa tal-
ið það „sjómannasögu“ eina um
rjúpnarekið á hafinu fyrir aust-
an. Og engin sönnun er það, þótt
rjúpur sem hrekjast á haf út und-
an norðanhríðum, reki ekki á
íjörur við Skjálfandailóa!
Þó virðist þú ekki telja ósann-
indi, að hreindýr hafi fallið úr
hungri þennan vetur, og er þó
ólíku saman að jafna. Hreindýrin
stór og sterk með stálharðar
klaufnabrúnir, sem geta barið
upp allt að því metra djúpt harð-
fenni og náð til jarðar, en rjúpan
litla, sem aðeins vegur pund, get-
ur aðeins krafsað mjög þunnt
snjólag, og verður því oft fegin
að skjótast „í skafrenningi skjótt
í krafsturinn" hjá sauðfénu.
Heldur þú ekki að harðna hafi
tekið á dalinn hjá rjúpunni, þeg-
ar svo hart svarf að hreindýrum,
og fénaður allur á gjöf! Eg rengi
ekki svona „sjómannasögu", enda
munu fleiri af því tagi. Og eigi er
„blessuð rjúpan hvíta“ yfirleitt
jafnheppin og sá litli hópur, sem
náði fótfestu í Vestmannaeyjum
veturinn 1937, er hann hrakti
undan norðanhríðinni.
Sauðkindin og rjúpan.
í grein sinni segir Haukur
frændi m. a. — „Þú talar, Guðni,
um sauðkindina og spyrð, á
hverju rjúpan eigi að lifa, þegar
jarðlaust er fyrir sauðfé?" Þessu
*) Þetta mun ekkert einsdæmi
á Suðurlandi, fyrr og siðar, því
að rjúpnahópar hafa algerlega
horfið eftir látlaus ofviðri dög-
um saman.
svarar Haukur þannig, að „kind-
in sé staðbundin, þegar ófærð er,
en rjúpan ekki.“ En mín ákveðna
skoðun er sú, að þegar ekki er
hægt að láta út sauðfé sökum
ófærðar og hagleysis, þá muni og
sama gilda fyrir rjúpuna, að
hvorki kind né rjúpa geti bjargað
sér. Og sú varð líka raunin með
rjúpuna þennan vetur.
Um haustið 1957 stóð þannig
á, að rjúpan stóð á hátindi fjölg-
unar sinnar, og gekk þá í garð
„tíu ára áætlunin“ viðkunna. En
allur veturinn -1957—1958 var
með afbrigðum harður.
Eg geri mér í hugarlund, að þá
muni hafa verið a. m. k. um hálf
milljón rjúpna í landinu þetta
haust. En hvað heldur þú, að all-
ur þessi fjöldi þurfi mikið fóður
á dag, ef hver rjúpa þarf 100
grömm til að halda sæmilegu lífi.
Mér virðist fara vel á því, að þú
ráðir gátuna sjálfur, þar sem þú
segir, að rjúpan sé hraust á öll-
um aldri, og er það satt og rétt,
en jafnframt því trúir þú samt,
að hún hverfi á einhvern dular-
fullan hátt. En þegar þú hefur nú
reiknað út, hve mikið fóður hálf
milljón rjúpna muni þurfa á dag
með 100 gr. dagskammti hverrar
rjúpu, mun þér verða ljóst, að
þeim muni ekki nægja „smá víði-
kvistir", sem þær geti slitið upp
úr gaddinum hingað og þangað.
Og þá ættirðu einnig að fara
nærri um, hver afdrif rjúpunnar
hafi orðið þennan vetur.
Svar við fullyrðingu.
Hið eina sem þú, Haukur
frændi, raunverulega fullyrðir í
grein þinni, og svara þarf sér-
staklega, er sú staðhæfing þín, að
rjúpan horfalli alls ekki, og
hyggst rökstyðja fullyrðingu þina
með þessum orðum „Ef rjúpur
horfella verulega, þá myndu þær
bera beinin í sauðfjárhögum okk-
ar bændanna, þar með talið skóg-
ar- og birkikjarr."
Mig furðar hve orðdjarfur þú
ert í þessari fullyrðingu þinni, og
erfitt mun þér reynast að færa
haldkvæm rök og sannanir fyrir
henni. Þessu er að vísu svarað
bæði beint og óbeint hér að
framan, en þó skal þessu bætt
hér við:
Það er auðvelt að færa gild
rök og sannanir fyrir því, að
rjúpur falli í hrönnum, er harðir
vetur ganga yfir. Tökum t. d. vet-
urinn 1918, sem var sá langharð-
asti, er komið hefur á minni ævi.
Þá féll rjúpan svo um allt Suður-
og Vesturland, að eftir hafa lifað
aðeins fáar rjúpur um vorið, og
í Skaftafellssýslu mun hafa verið
gereyðing rjúpna að frásögn nú-
lifandi manna og skráðum gögn-
um.
Eg átti þá heima á Reynivöll-
um í Kjós. Þegar snjóa leysti um
vorið, gaf heldur á að líta, er við
fórum að smala til rúnings. Uppi
á hálendinu fundum við aðeins
tvær rjúpur á lífi, en dauðar
rjúpur út um allar heiðar.
Svona hefur þetta gengið um
aldaraðir, að eldgos og harðindi
hafa nær gereytt rjúpnastofnin-
um. En Guð leggur alltaf líkn
með þraut, svo að stofninn ger-
eyðist aldrei til fulls, þótt fátt sé
stundum eftir. — Það mun reyn-
ast ókleift að afsanna rök og
reynslu sannorðra manna á þess-
um vettvangi.
Hér með er í rauninni svarað
og margsvarað öllu því, er þú
drepur á í grein þinni, Haukur
frændi, og einnig spurningu
þinni í upphafi máls. Rjúpnafell-
ir og fjárfellir hlíta sömu lögum.
Þú átt t. d. 400 ær á fóðrum og
Framhald á 7. síðu.
Snaran bjargaði
Svo bar við hjá fyrirtæki
einu hér í bæ, að undarleg
hljóð heyrðust í loftræstingar-
röri einu háu og lóðréttu. Þótt-
ust menn kenna þar hið aumk-
unarverðasta kattarkjökur. —
Ekki var hægt um vik að kom-
ast þar að, sem þurfti, og var
lögreglan beðin aðstoðar. Henni
tókst að koma snöru niður rör-
ið, snara köttinn og draga hann
upp, og v.arð hann frelsinu feg-
inn. Talið er, að kötturinn muni
ekki af sjálfsdáðum hafa lent í
þessari sjálfheldu.
Til vina minna
4. nóvember þ. á. verð eg 80
ára. Á þessum tímamótum vil
eg:
a) þakka af heilum hug alla
vinsemd og velvilja, sem eg hef
notið.
b) Óska vinum og kunningj-
um, konum og köi'lum, að þeim
farnist vel og gæfan fylgi þeim.
c) Afbiðja gjafir og hvers
konar umstang í tilefni af afmæl
inu.
V irðingarfyllst.
Hofi, 14. september 1960.
Hannes Davíðsson.
Ilorft út um gluggann
á Syðri-Brckkunni.
EF AÐ EG væri vel ritfær
skildi eg skrifa langa blaðagrein
um hið dásamlega útsýni hér á
Akureyri. Þó hrífur Vaðlaheiði
mig mest með sínum marg-
breytileik. Hún er eiginlega
aldrei eins, stundum sýnist hún
miklu hærri en hún er, stund-
um virðist hún svo lág og flöt.
Þetta fer eftir sólfari og veðr-
áttu. Þó líkist hún mest ævin-
týralandi í tunglsljósi á vet-
urna, þegar hún er í klaka-
hjúpi.
En eg ætlaði nú ekki að þessu
sinni að skrifa langt mál um
Akureyrarpoll, Vaðlaheiði,
Vaðlaskóg eða Vaðlatún, sem
nú ná sums staðar upp í miðjar
hliðar og nærri óslitið frá Syðri-
Varðgjá og út að Geldingsá.
Eg var sem oftar að líta út
um gluggann minn og dást að
útsýninu. Sé eg þá hvar Þura í
Garði er að hamast við að slíta
upp njóla í Bretarústunum á
Barðstúninu og bera í stóran
bing.
í rústunum hafði sem sé
myndast gróðrarstöð fyrir
njóla, ekki þó nema sýnishorn
á móti því njólahafi, sem dafnar
í næði, t. d. í Spítalagörðunum,
á óbyggða svæðinu á móti
Norðurpólnum, eða jafnvel í
Barðsgili, svo að aðeins örfáir
staðir séu nefndir. Það fyrsta,
sem mér flaug í hug, þegar eg
horfði á Þuru, var að hlaupa til
hennar og hjálpa henni, en eg
áttaði mig brátt. Hún virðist
ekki hafa verið mjög hrifin af
karlmönnum, og ekki ' einu
sinni á sínum yngri árum. „Og
sjaldan er á botninum betra,“
kvað hún um sjálfa sig, þegar
hún var um fimmtugt. Bezt að
ónáða hana ekki, hugsaði eg,
enda hef eg aldrei verið hrifinn
af þessum piparjómfrúm, þó að
margt gott megi um þær sumar
segja. En viðurkenningu á Þura
skilið að fá fyrir sjálfboðastarf-
Nýjar Kvöldvökur. Tíma-
rit um ættvísi og þjóðleg
fræði. Ritstjórar: Einar
Bjarnason, Gísli Jónsson,
Jón Gíslason og Jónas
Rafnar.
Nýjar Kvöldvökur hafa nú
komið út meira en hálfa öld og
hafa löngum verið vinsælt
skemmtirit, jafnframt því sem
þær hafa látið sig bókmenntir
nokkru skipta. Bókmenntaþætt-
ir séra Jónasar á Hrafnagili
vöktu mikla athygli á fyrstu
árum þessa tímarits, og í því
hafa birzt sígildar skáldsögur í
góðum þýðingum, auk margvís-
legs fróðleiks, og mætti taka
þar til dæmis Fnjóskdælasögu
Siguðar Bjarnasonar.
Þegar útgáfa skemmtirita,
sem höfðu svipaðan tilgang, tók
að aukast mjög á seinni árum,
var horfið að því ráði að gera
Nýjar Kvöldvökur að tímariti
um ættvísi og þjóðleg fræði, án
þess þó að sleppa með öllu
fyrri verkefnum. Er þetta svo
harla góð og þörf umbreyting á
tímaritinu, að mér þykir ástæða
til að vekja athygli á.
íslendingar hafa þótt hneigð-
ir fyrir ættvísi mörgum þjóðum
framar, en þó hefur nú í seinni
tíð ekkert tímarit verið til, sem
helgað hefur verið þessum fræð
um eingöngu, eins og tíðkast
með nágrannaþjóðum vorum.
ið, það er til fyrirmyndar, og þá
hnoðaði eg saman þessari vísu:
Hatar njóla, heggur njóla,
að hlífa njóla það er synd.
Eltir njóla út um hóla,
að eyða njóla er fyrirmynd.
Nú liðu allt að 10 dagar og
njólinn lá í bing í rústunum,
mér varð að vanda litið út um
gluggann, það var norðan gola.
Þá sé eg að reyk mikinn leggur
upp úr Bretarústunum á Barðs-
túninu. Þar er Þura í Garði að
verki. Hún ber hverja njólaföt-
una á eftir annarri á bálið, þá
varð mér að orði:
Kyndir bál á Barði,
blossar njóla eldur.
Það er Þura í garði,
sem þessa útför heldur.
Það er ekki nóg að minnast á
þetta með léttúð eins og mér
hefur orðið á að gera, tilgangur
minn með þessum línum er að
koma tillögu Þuru á framfæri.
Hennar skoðun er sú, að njólinn
verði seint yfirunninn hér í bæ
eins og ástandið er orðið nú,
nema hver lóðareigandi fylgi
hennar fordæmi og uppræti
njólann í sínu nágrenni.
Af eigin reynslu get eg bætt
því við, að ef einn einasti njóli
nær að festa rætur og fella fræ
við lóðargirðinguna hjá ykkur,
þá vitið þið hvað til ykkar frið-
ar heyrir. — Brekkubúi.
Þegar staður fær óorð á sig.
FÉLAGSHEIMILIN eru nú á
hættulegum tímamótum í áliti
almennings. Þau eru flest hin
myndarlegustu, og svo vel búin
að öllu leyti, að þau geta verið
hin ánægjulegasta miðstöð
menningar- og skemmtanalífs,
hvert á sínum stað, og eru það,
sem betur fer. En í munni
margra bæjarbúa og yfirleitt
þeirra, sem af sögusögnum eða
Jón Pétursson háyfirdómari gaf
út ættfræðilegt tímarit á árun-
um 1869—73, þar sem m. a.
voru raktar ættir allra alþingis-
manna og athygli vakin á ýms-
um ættfræðilegum vandamál-
um. Þetta tímarit er nú í dag
geysilega eftirsótt af bókasafn-
endum og talið með dýrindis-
bókum, og mætti eins fara, er
tímar líða, að.þeir sem gerðust
nú áskrifendur að Nýjum
Kvöldvökum og héldu þeim
saman, þættust góðu bættari.
Fer því fjarri, að hér sé um ein-
tómar ættartölur að ræða. Meg-
inmál ritsins hefur inni að
halda skemmtilega og fróðlega
ævisöguþætti, myndum prýdda.
Þau hefti, sem komið hafa út
af Nýjum Kvöldvökum síðan
þessi breyting var gerð, hafa
verið fjölbreytt að efni og
skemmtileg, auk hins margvís-
lega fróðleiks, sem þau hafa að
geyma. Er óhætt að sjá vel fyrir
framhaldinu, meðan menn eins
og Jónas Rafnar, fyrrum yfir-
læknir og ritstjóri hins stór-
merka þjóðfræðasafns Grímu,
er í ritstjórninni, og Einar
Bjarnason endurskoðandi, sem
nú mun vera einhver ættfróð-
asti íslendingur, eftir að Hann-
es Þorsteinsson leið. Er nú að
birtast í ritinu mjög merkileg
ritger ðeftir hann, sem nefnist:
íslenzkir ættstuðlar, en það er
miðlungsvelvild til þessara
stofnana, eru félagsheimilin
hinir verstu drabbstaðir og sam
komurnar ofurseldar drykkju-
skap og öðrum ósóma. En sögur
af ölæði manna og ólátum
þeirra, eru munntamar. Engum
sögum fer af prúðmannlegri
framkomu eða ágætum sam-
komum. En undantekningar
frá prúðmennskunni eru alltof
margar, svo margar, að heiðri
félagsheimilanna er nokkur
hætta búin.
Hinn góði vilji og ótrúlegur
dugnaður við að byggja félags-
heimilin, endist ekki nægilega
vel við reksturinn. Mörg félög
standa oftast að þessum stofn-
unum. Þegar ein samkoma
gengur vel í hvívetna, sækja
sparnaðarhugsjónir fast að því
félagi, sem næst heldur þar
samkomu. Sá sparnaður kemur
oft fram í slælegu eftirliti, bæði
úti og inni, án nánari tilgrein-
ingar. Hið stranga eftirlit með
að ákveðnum reglum hússns sé
fylgt, hefur víða brostið að
nokkru og þar með er ósóman-
um boðið heim. Á þá staði
flykkjast óreglumenn og vand-
ræðapiltar, og þeim' er hleypt
inn. Inngangseyririnn þeirra er
of dýru verði keyptur.
Félagsheimilin eru menning-
armiðstöðvar og hin dýrmæt-
asta eign sveitanna. En glæsi-
leiki þeirra megnar ekki að
halda þeim hreinum, svo sem
margir trúðu á. Þótt erfitt sé að
byggja þau, er enn erfiðara að
reka þau sómasamleag, gildir
það bæði um fjárhagsafkomu
og í menningarlegu tilliti. Sú
staðreynd er sorgleg, að byggja
þarf fangageymslu við hvert
einasta féálagsheimili til trygg-
ingar lífi og limum amennra
samkomugesta, en það er þó
enn augljósari staðreynd, að
forráðamenn félagsheimila
verða að gera sameiginlegt og
öflugt átak til að halda uppi
heiðri þeirra að fullu.
rannsókn ýmissa miðaldaætta.
Eg óska Nýjum Kvöldvökum
langra lífdaga. Þetta er tímarit,
sem enginn fræðimaður má láta
sig vanta.
Benjamín Kristjánsson.
Menn og minjar. íslenzk-
ur fróðleikur og skemmt-
un IX: Bernskuminning-
ar Kristins á Núpi. Finn-
ur Sigmundsson bjó til
prentunar. — Reykjavík
1960.
Þeir bræðurnir Kristinn Guð-
laugsson á Núpi og séra Sig-
tryggur bróðir hans urðu báðir
þjóðkunnir menn, annar sem
forystumaður í búnaðarfram-
kvæmdum og málefnum sveit-
ar sinnar, en hinn sem prestur
og skólastjóri. Gáfur þeirra
voru staðgóðar og farsælar og
mannkostir slíkir, að öllum sem
kynntust þeim, fannst til um,
enda unnu þeir mikið og þjóð-
nýtt ævistarf.
Nú eru komnar út Bernsku-
minningar Kristins, ritaðar af
honum sjálfum, og segir þar frá
æsku hans og uppvexti í Eyja-
firði. Þetta er hugðnæm bók
fyrir margra hluta sakii'. Fyrst
og fremst er það í-aunsönn
sveitarlífslýsing úr Eyjafirði
fi'á seinni hluta 19. aldai', þegar
líf manna og hugsunai'háttur
var í allt öðrum skorðum en nú.
Er þar greint frá vinnubi'ögð-
um og heimilisháttum, sam-
kvæmislífi og andlegum hrær-
ingum, mönnum og málefnum,
sem höfundurinn kemst í snert-
ingu við á æskuárum sínum.
En jafnfi-amt er þetta andleg
saga hans sjálfs, óvenjugáfaðs
di-engs með brennandi mennta-
löngun og menningarviðleitni á
tímum, þegar fjárhagur manna
var almennt þröngur og skóla-
ganga þótti eftii-sóknai'verð. —
Kemst útgefandinn þannig að
oi'ði í foi-mála:
„Kristinn ólst upp á menn-
ingarheimili, þó að afskekkt
væi'i og ekki auðugt að verald-
legum verðmætúm. Þeir Þram-
arbræður, hann og Sigtryggur,
síðar prestur og skólastjóri að
Núpi, voru á ungaaldri ásamt
föður sínum foi'göngumenn ým-
issar menningarviðleitni í sveit
sinni og líklegir til að hafa mik-
il og heillavænleg áhrif á sögu
héraðsins, ef það hefði fengið að
njóta ævistarfs þeirra. En at-
vikin höguðu því á annan veg.
Foreldrar þeiri'a féllu frá á góð-
um aldri, og heimilið leystist
upp. Sigtryggur fór í Lærða-
skólann og vai'ð pi'estur. Krist-
inn lauk búfræðinámi á Hólum
og gei'ðist bóndi. Leiðir þeirra
lágu aftur saman á Núpi í Dýra-
fii'ði. Annar varð foi'ystumaður
í uppeldismálum, hinn í búnað-
ai'fi'amkvæmdum. Samvinna
þeirra og þátttaka langa ævi í
menningarmálum Vestfjarða
vai'ð giftudrjúg og verður sú
saga væntanlega skráð á sínum
tíma.“
í Bernskuminningum Ki'ist-
ins koma margir Eyfii'ðingar til
sögunnai', sem nú eru komnir
undir gi-æna toi'fu. Bókin er
skrifuð á látlausu og blæfögru
máli, svo að unun er að lesa, en
dómar höfundarins hógværir og
góðmannlegir bera honum sjálf-
um bezt vitni, hvílíkt valmenni
hann hefur verið.
Ég er viss um að Eyfirðing-
um og mörgum fleiri þykir
verulegur fengur að þessari
bók. Frá henni andar hlýju til
bei'nskustöðvanna. Yfir henni
er ferskleikur og heiðríkja. —
Ungir jafnt sem aldnir geta
haft ánægju af að lesa.
Benjamín Kristjánsson.
Grau gærurnar
Svo sem áður segir í fréttum,
hafa gráar dilkagæi'ur vei'ið í
háu verði í Svíþjóð síðustu 10
áxin. Þær eru notaðar þar í
kápur og fleira, og þessi 10 ára
reynsla er ekki stundar-tízku-
íyrii'bi'igið heldur staði-eynd. —
Og enn eru gráar gærur í helm-
ingi hærra verði en hvítar og
vel það, miðað við sölu þar í
landi.
Di'. Halldór Pálsson ráðu-
nautur hefur í sumar ritað
grein um þessa sölu og enn-
fremur hvernig bændur geta
framleitt grá lömb, án þess að
auka mjög tölu gi'áu ánna. —
Gráu gærurnar þurfa að vera
giáar eða gi'ábláar inn að
skinni. Lömbin þurfa að vera
blágrá og án hvítra flikra í síð-
um. Sumar Ijósgx'áar gærur
geta verið vei'ðmiklar, ef nægi-
legt er af svörtum hárum eða
dökkum inn við skinnið. Síðari
hlutinn af grein Halldói's Páls-
sonar fer hér á eftir:
„Síðan 1951 hefur Búnaðar-
deild Atvinnudeildar Háskól-
ans unnið að rannsóknum á
því, hvemig sauðai'litir erfast
með tilraunum, á Hesti og nú
upp á síðkastið einnig víðar. —
Síðustu árin liefur Stefán Aðal-
steinsson tekið þetta verkefni
að sér og beitir hann sér nú
einkum að því að í'annsaka
hvernig grái liturinn erfist.
Nú þegar hefur ýmislegt
mai'kvert komið í ljós um litar-
ei'fðirnai', en margt er enn að
meii-a eða minna leyti á huldu.
Mun Stefán Aðalsteinsson í'ita
vísindalega grein um málið,
þegar rannsóknirnar eru nógu
langt komnar að hans dómi til
þess. Þótt bændur vei'ði að
bíða eftir ritgerð þeirri, til þess
að fá nákvæma skýi'ingu á því,
hvei'nig grái liturinn og aðrir
sauðarlitir erfast, þá þykir rétt
að benda þegar á örfá atriði,
sem rannsóknirnar benda ein-
dregið á, sem auðveldað geta
bændum að auka framleiðslu
grárra lamba.
Grái liturinn er víkjandi fyr-
ir hvítum lit, en ríkjandi yfir
svörtum. Þess vegna geta hvít-
ar kindur gengið með dulinn
ei'fðavísi fyi'ir gráum lit, en
svai'tar kindur hafa engan eig-
inleika fyi'ir gráum lit. Af
þeiri'i ástæðu fæðist aldrei
grátt lamb undan tveimur
svörtum foreldrum. Þar eð
svarti liturinn er ríkjandi fyrir
gráum lit, þá fæðast oft svört
lömb undan tveimur gráum for-
eldi'um, en þá eru bæði foi'eldr-
in ax'fblendin hvað litinn varð-
ar, þ. e. ganga bæði með dulinn
eiginleika fyrir svörtum lit,
þótt þau séu sjálf grá. Fjölda
margar gráar kindur eru arf-
blendingar, þ. e. ganga með dul-
inn erfðavísi fyrir svöitum lit.
Hver sú grá kind, sem hefur
eignast svart afkvæmi, gengur
með dulinn erfðavísi fyrir
svörtu. Kind, sem er arfhrein
með tilliti til gráa litai'ins, er
dýiinæt, sérstaklega hrútur.
Slík kind eignast aldrei svart
lamb.
Hvít kind undan arfhreinu,
eru verðmiklar
gráu foreldi'i og hvítu, gengur
ætíð með dulinn ei-fðavísi fyi'ir
gráum lit, en hvít kind undan
öðru foi'eldri gi'áu með dulinn
erfðavísi fyrir svörtu, og hinu
foreldrinu hvítu, gengur annað
hvort með dulinn erfðavísi fyr-
ir svörtu eða gráu. Vegna þessa
er nauðsynlegt að í'annsaka
hvort gráir hrútar, sem nota á,
eru arfhreinir með tilliti til
gráa litarins eða ekki og einnig,
hvítir hrútar af gráu kyni, t. d.
undan öðru foreldi'inu gi'áu,
ganga með dulin ei'fðavísi fyrir
gráum lit eða svöi'tum. Þetta er
auðvelt að gei'a ef viðkomandi
bóndi á nokkrar svartar ær,
helzt 5 eða fleiri. Tökum dæmi:
Sé grár hi'útur notaður handa 5
eða fleiri svörtum ám, og ekk-
ert larnbið verður svart, er
nokkui'n veginn víst, að hi'útur-
inn er ai'fhreinn grár. Þótt eitt-
hvert lambið verði grámórautt,
sem vel gæti oi'ðið, þá osakast
það af því, að foreldrarnir
ganga með dulinn ei-fðavísi fyi'-
ir mói-auða litnum, en sá litur
er ríkjandi fyrir svörtu.
Sé hvítur hrútur undan gráu
foreldri og hvítu, notaður á
svartar ær, 5 eða fleii'i, verða
sum lömbin hvít en hin mislit.
Gangi hrúturinn með dulinn
erfðavísi fyrir gráu, þá verða
mislitu lömbin undan honum
og svörtu ánum öll grá eða mó-
raúð. Með öðrum oi'ðum, ef
undan hvítum hrút og svai'tri
á fæðist svart larnb, þá gengur
hrútui'inn ekki með crfðavísi
fyrir gráu, enda þótt grá lömb
kynnu að fæðast undan honum
og hvítum ám eða gi'áum. í
slíkum tilfellum kæmi grái eig-
inleikinn frá móðurinni, en
ekki föðurnum.
Grár litur kemur aldrei fi-am
nema mislitur eiginleiki, dulinn
eða augljós, sé í báðum foreldr-
um og grár a. m. k. í öðru
þeirra. Nú er meii'i hluti hvíta
fjái'ins, a. m. k. hjá öllurn þoiTa
bænda, arfhreint hvítt, þ. e.
hefur engan dulinn eiginleika
fyrir mislitu.
Sé hvítur hrútur með dulinn
erfðavísi fyrir gráum lit notað-
ur á arfhreinar hvítar ær, þá
verða öll lömbin hvít, en annað
hvort þeii-ra gengur með dulinn
erfðavísi fyrir gi'áu. Er því auð-
veldast að koma gi'áa litnum í
fjái'stofninn með því að nota
arfhreina gráa hrúta, en þar
næst með því að nota hvíta
hrúta, sem sannast hefur að
gangi með dulinn erfðavísi fyr-
ir gráum lit.
Sé notaður grár hrútur, sem
gengur með dulinn exfðavísi
fyrir svörtum lit — er t. d.
undan öðru foreldrinu svörtu
— handa ai'fhreinum hvitum
ám, þá verða öll lömbin hvít,
en annað hvort þeirra gengur
með dulinn erfðavísi fyrir grá-
um lit, en hin með dulinn erfða-
vísi fyrir svörtum lit. Notkun
slíkra hrúta eykur því svarta
litinn jafnmikið og gi’áa litinn.
Við val hrúta, til þess að auka
fi-amleiðslu grári'a lamba, þarf
að taka tillit til framangreindra
Framhald á 7. siðu.