Dagur - 28.09.1960, Page 4

Dagur - 28.09.1960, Page 4
4 5 „NOKKUR TOF A KJARABÓTUM“ MORGUNBLAÐIÐ hcrðir sig upp í það á föstudaginn að skrifa hálfan lciðarann um „kjarabætur“. Þar er sagt, að íslendingar hafi ekki á und- anfömwn árum öðlast sömu kjara- bætur og nágrannaþjóðirnar, og hafi þó sízt verið verr undir það búnir en aðrir, að byggja upp blómlegt at- vinnulíf. Svo kemur skýring Morgun- blaðsins á því hvernig standi á þessu, og hún er sú, „að við höfum búið við ranga stjórnarhætti“, og allt var þetta vinstri stjórninni að kenna, segir blaðið. Svo tók Sjálfstæðisflokkurinn við og í tvö ár hefur vinstri stefnan ekki verið hinni glæsilegu og há- stemmdu íhaldsstefnu fjötur um fót. Iiafa íslendingar þá fengið kjara- bætur á tveggja ára valdatímabilinu? Látum Morgunblaðið sjálft svara þeirri spurningu. Það segir í sama iloiðara og áður er vitnað ftil, „aði nokkur töf verði á kjarabótum þeim, sem viðreisninni fylgja.“ í febr. 1959 var allt kaup Iaunþega lækkað með lagaboði um 13,4%. — Þetta átti að stöðva verðbólguna. En þegar búið var að lækka kaupið voru þær ráðstafanir gerðar sem stórhækk- uðu allt verðlag. Samkvæmt hinni lög- festu vísitölu hafði verðlag almennt hækkað um 13% að meðaltali, miðað við 1. ágúst í sumar. Ef menn leggja saman launalækkunina frá ársbyrjun 1959 og verðlagshækkunina, sem nú er orðin, þarf engan sérfræðing, inn- lendan eða útlendan til að sjá hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur áorkað. Spurningin er því alls ckki um það, hvé seint gangi að bæta lífskjörin, heldur hitt, hve íhaldinu tekst lengi að níðast á fólkinu í landinu með þeim stjórnarháttum, sem skerða lífs- kjör þess um 11—1200 milljónir á einu ári, þótt þjóðartekjurnar vaxi og meira ætti að koma til skiptanna. FISKVEIÐIDEILAN FRAM ER nú komið, að íslenzka ríkisstjórnin ætlar að semja við Breta um landhelgismál. Samningaviðræður eru svik og háskalegt undanhald. Um hvað hafa íslendingar að semja? spyrja menn. Svar hefur ekki fengist við þeirri spumingu. Bretar hafa ein- ir þjóða svívirt hin íslenzku lög um fiskveiðitakmörkin með opinberum þjófnaði og ofbeldi undir vernd her- skipa í tvö ár. Fiskveiðar Breta inn- an 12 mílnanna er vonlaus atvinnu- vegiu: og viðurkennt af þeim sjálfum. En ríkisstjóm Ólafs hefur lotið svo lágt, að óska eftir sættum með ein- hvers konar samningum við ofbeldis- aðilann. Samningar um citt eða annað í fiskveiðideilunni við Breta eða aðr- ar þjóðir, ná ekki nokkurri átt. Is- lenzk ríkisstjórn getur ekki samið við neinn um íslenzk lög. Ríkisstjóm ís- lands er komin út á liálan ís vegna óskiljanlegs undirlægjuháttar við Breta. Öll þjóðin mótmælir því harð- lega að í nokkru verði hvikað frá hinni íslenzku stefnu, eins og Alþingi og allir stjórnmálaflokkar með ein- huga þjóð að baki sér mótuðu hana og framkvæmdu hinn 1. sept. 1958. Trausti Jóhannesson á Hauganesi áttræður Alltaf eru þau sannindi í fullu gildi, að upp til fjalla og á yztu nesjum er gróðurinn kjarnmestur. Hitt vefst fyrir mörgum, en er þó jafn víst og satt, að margt bezta kjarnafólk þjóðarinnar býr ýmist á hinum svokölluðu útkjálkum eða hef- ur öðlast sinn manndóm þar. En allvíða, þar sem gróðurinn kemur grænastur undan snjón- um, fagnar fólkið honum ekki. Það er burtu flutt og hovfið á aðrar slóðir. Flateyjardalur, Hvalvátnsfjörður og Þorgeirs- fjörður eru nú í eyði. Þar var áður mannmargt og tvíbýli á sumum jörðum, og þar ólst upp mikið af hinu mesta dugnaðar- og mannkostafólki. Nú eiga ref- ir greni í gömlum húsatóftum í Fjörðum og Flateyjardal .En það er bjart yfir þessum sveit- um í minningum eldri manna, sem þar slitu barnsskónum. Trausti Jóhannesson á Hauga nesi varð áttræður á laugardag- inn. Hann er fæddur á Þöngla- bakka í Þorgeirsfirði og er son- arsonur Jóns prests Reykjalíns, sem þar var þá prestur, og þar var Trausti til 8 ára aldurs, en fluttist þá með foreldrum og systkinum að Kussungsstöðum í Hvalvatnsfirði í sömu sveit og var þar önnur 8 ár, eða þar til Sigríður systir hans giftist Sæ- mundi skipstjóra árið 1897. Sæ- mundur fluttist þá að Stærra- Ársskógi á Árskógsströnd og Trausti með honum og hefur átt heima þar í sveit álla tíð síðan. Fæstir munti komast hjá nokkuð erfiðum áföngum á 80 ára göngu, og víst er um það, að oft var bratt fyrir fæti. En Trausti Jóhannesson var af góðu bergi brotinn, vel gerður maður, fékk -það uppeldi í út- kjálkasveit, sem vel hefur enzt og er einn af fáum, gömlum sveitungum mínum á Árskógs- strönd, sem eg hef aldrei heyrt að öðru en góðu getið. Og ef það hefur aldrei verið erfitt fyrir kappsaman og örgeðja mann að lifa þannig og starfa í einu og sama byggðarlagi á sjöunda tug ára og halda þó fullri reisn og virðingu, ásamt óskiptri vin- áttu, þá er léttara að lifa á Ár- skógsströnd en eg hélt að væri. Sem unglingur man eg eftir Traust Jóhanness., heyrði nærri ótrúlegar sögur af skotfimi hans og fengsæld á sjó, heyrði hann syngja betur en aðra menn við kirkjuna okkar, sá hann og heyrði hafa gamanyrði á vör, svo að allir komust f gott skap í návist hans og fann, án þess að hafa af því nokkur heilabrot þá, að þessi maður var gleði- gjafi hvar sem hann kom, mynd- arlegur og vaskur maður og kappsfullur, einarður, en óá- leitinn og hafði eftirtektarverða frásagnargáfu, þótt aldrei væri hún í raups- eða ýkjustíl. Sæmundur og Trausti „námu land“ á Árskógsströnd. Sæ- mundur er frægur maður orð- inn og nafn hans mun lifa í sög- unni. En spor Trausta munu dýpri þar í sveit og ekki er eg viss um, að á hann halli ef rak- , ið væri til hlítar. Trausti var hér á ferðinni á afmælisdaginn sinn og bað eg hann að segja blaðinu eitthvað frá liðinni tíð. Þú varst með Sæmundi skip- stjóra í gamla daga? Já, eg var sjö ár vinnumaður hjá honum, og var þá oft með honum á sjó, meðal annars á Hjalteyrinni, og svo oft á ára- bátum við þorsk- og síldveiðar með honum. Þá var mikil síld og Norðmenn gáfu 10 krónur fyrir síldarstrokkinn og greiddu í skíru gulli. Svo hefurðu gift þig og byrj- að búskap. Gifti mig 1902 Önnu Jóns- dóttur, var eitt ár hjá Sæmundi eftir það, flutti svo í Steinkot, þaðan í Litla-Árskóg og á Syðra-Kálfskinni var eg tvö ár. Þá var eg búinn að fá nóg af flækingnum og byggði mér torf- bæ að Ytra-Ási og átti þar heima þangað til jarðskjálftinn 1934 skemmdi hann. Síðan hef eg átt heima á Hauganesi, eftir að synir mínir byggðu þar. Hvað áttu marga afkomend- ur? Þeir eru orðnir 30 og komnir út um hvippinn og hvappinn, eins og gengur. Eg er margfald- ur afi og langafi. Sjálfur á eg þrjá syni. Sá elzti fæddur ári eftir að eg gifti mig, segir Trausti og verður glettriislegur á svipinn. Það var allt í réttri röð í þann tíð. Leiðir hafa verið ógreiðar úr Fjörðum? Ur Fjörðum' eru tvær leiðir inn í Höfðahverfi. Leirdals- heiði, sem er austar og oftast farin nú, og Trölladalur vestar, heldur styttri leið. Þar átti eg mörg spor sem unglingur. Vest- ur af svonefndu Skeiðarvaði á Trölladal er harðvellisbali og tveir litlir, kringlóttir hólar, er sýniega eru mannaverk og heita Dysjar. Þar segja munn- mæli, að Höfðhverfungar og Fjörðungar berðust. Dysjarnar eru grasivaxnar og út úr þeim standa steinnibbur, sem þar hefur verið hlaðið. Þarna sat eg oft og hugsaði um þennan gamla atburð. Um þetta hef eg talað við nokkra menn, en ekk- ert hefur enn verið gert til að rannsaka dysjar þessar, en þær geyma sína sögu. Fallegt þótti mér á Þröskuldi, hálsinum milli Grenjárdals og Trölladals. Undan hálsinum, sitt hvoru megin, koma tvær öflugar uppsprettur. Önnur rennur inn af og nefnist Grenjá, en hin rennur norður og nefn- ist Gilsá. En þar sem vatnið sprettur upp við upptök ánna, er fagurt og sérkennilegt og það er mikill þrýstingur á vatninu og ólgar þar upp eins og væru það hverir. Oft horfði eg lengi á þessar kröftugu uppsprettur, þegar eg var þarna á ferð og stundum skýtur þessum mynd- um upp í hugann. Hvað hefurðu skotið marga seli? Veit það ekki, týndi því sem eg skráði um það þegar eg flutti á Hauganes frá Ytra-Ási og hirti ekki um að halda því saman hvað eg fékk marga eftir það, en síðan eru liðin 26 ár. Marsvín skaut eg einu sinni, það var 1000 pund, nokkra höfr- unga skaut eg líka og dálítið af hnísum og svartfugli. En nú er eg hættur að fara með byssu. Fór fyrir nokkrum árum á hnísuskyttirí, komst í ágætt færi, hleypti af, en hitti ekki. Þá fann eg að tími var til kom- inn að hætta. Síðan hef eg ekki Trausti Jóhannesson. snert byssu: En' byssúnni þakka eg vellíðan okkar og barnanna að miklu leyti. Selurinn á vor- in, hnísurnar á sumrin og svart- fuglinn á vetrum, og svo var farið til rjúpna fram í Þorvalds- dal. Hvenær eignaðist þú sjálfur bát? Eg var tvö sumur landmaður við bát og kunni því illa og leiddist ófrjálsræðið. Þá bað eg Þorstein á Rauðuvík að smíða árabát handa mér og gerði hann það, ártalið man eg ekki. Bát- urinn kostaði 86 krónur með árum, pöllum og stýri. Næsta árabát smíðaði Vigfús Krist- jánsson fyrir mig, og átti eg hann lengi og reyndist hann vel eins og sá fyrri. Svo reri eg jafnt með línu og byssu og sá fjölskyldu minni farborða, og þar átti byssan sinn góða hlut. Fórstu í hina nafntoguðu sela- róðra frá Látrum? Já, já, og líka frá Flatey og Fjöi'ðum. Við voi'um þx-ír á. Einn þeirra, sem oftast var með mér á þessum árum og lengi síðar, er nú 83 ára og heitir Sig- urður Ki'istjánsson á Hauga- nesi. Hann var allra manna fljótastur6að sjá sel og þekkja tegundina og bráðlaginn sjó- maður. Hvílík handtök hjá hon- um, bætti Trausti við. Sela- róðrarnir voru spennandi og kappið óstjórnlegt þegar margir voru í'selaróðri. Stundum var svo kalt, að maður gat ekki fengið sér nestisbita öði’uvísi en með vettlingum og gat í í-aun og veru ekki haldið á byssu. En einhvei-n veginn var það svo, að manni hitnaði strax og selur sást. Maðurinn er blóðþyrstur og kappsfullur, bætir hann við, og þá í'ann nú blóðið í manni sjálfum. Og sár var maður, ef maður missti skepnu. Og stundum hefurðu komið með góða veiði? Já, stundum, en stundum ekkert eins og gengur. Einn daginn fengum við þrjá seli væna og 7 hnísur yfir daginn. Sigurður var með mér þá, eins og oftar og sagði oft þann dag- inn: Það er hola fyrir eina enn. Stærsti selurinn? Eg held það verði reiknað mér til kai'lagrobbs, ef eg segi frá því, þótt eg muni hvað hann var þungur. En aðeins þann eina sel hef eg ekki getað inn- byrt, það var blöðruselur. Jón Antonsson frá Hjalteyi'i var ekki langt frá. Við settum upp veifu og hann kom til okkar og hjálpaði okkur. Hann sagði: „Það er ekkert vit fyrir einn bát að innbyrða svona skepnu.“ Og víst var þetta mikil og fall- eg skepna. Já, byssan var oft bjargvættur minn. Fyi'st átti eg framhlaðna selabyssu, síðan tvaér aðrar af nýrri gerð. Að- eins hlaupið' er til af annarri þeii-ra, svo átti eg auðvitað minni byssur. Maður fékk oft sel, bæði vöðusel, kamp og blöðrung. En :það kom líka fýr- ir að eg skaut skammarskot og mjsstj , xnarks, þótt það væri ekki "að jafnaði. Manstu eftir fyrsta sclaróðr- inum þínum? • Hvoi-t eg man. En þá átti eg éngan bát, en hafði dálítið farið- með byssu. Eg var ákaflega „nei‘vös“.'óg-þótti- í -mikiðTáðist að taka tvo fullgilda menn með mér út í þetta ævintýiú og var logandi'hiæddur um að fá ekki neitt: Eírtái' heitinn í Haga lán- aði mér bát, en með mér voru Sigurður, sá er fyi'r er nefndur, og Ólafur Magnússon í Stein- koti, sá er nýja skipið hans Valtýs heitir eftir. Við sigldum út Eyjafjörðinn í sunnangolu og mér var ekki rótt í skapi, enda fór eg í þessa ferð með hálfum huga. Þegar við kom- um austur úr Hríseyjarsundi sáum við sel og felldum þá segl- in í snati-i. Þá munaði litlu að kjarkurinn bilaði. En selurinn rak sig upp í sæmilegu skot- færi og eg skaut hann. Þetta var vænn selur og við snerum þegar við og fórum með hann inn á Hauganes og héldum svo út aftur og skelltum alla leið út hjá Kjálkanesi, sáum þar sel og náðum honum líka. Þetta voru nú fyrstu selskepnui'nar, sem eg skaut. Og þetta gaf mér kjai-k til að halda áfram. Eg var adi-ei í mannahi-aki, hafði um tíma traust á sjálfum mér og var stundum heppinn. Konxstu aldrei í hann krapp- an? Jú, það getux-ðu verið viss um. Annars er það svo, að með- an maður er á sjónum, stælist maður upp þegar eitthvað bját- ar á. Við vorum tvisvar hætt komnir út af Vestfjörðum, er eg var til sjós í gamla daga, næri'i dauðir býst eg við. Mér (Framhald á 7. síðu.) Athyglisi erð nýjung BÆNDAFÉLAG Þingeyinga leitaði í sumar eftir samvinnu við máningai'vei'ksmiðjur um málun og fegrun sveitabæja í héi'aðinu. Þær bi'ugðust vel við. Hai'pa hét góðum verðlaunum til þehra er fi-am úr sköruðu. Leiðbeinandi fór um sýsluna og árangurinn varð sá, að al- mennt vaknaði óhugi fyi'ir snyrtimennsku og að vei-ja byggingar skemmdum með málningu og fegi'a þær um leið. Þar í héraði má víða sjá hin fegui'stu sveitabýli, og sam- keppni og tilsögn í meðferð ut- anhússmálningar hafði sín áhrif. Hér á Akureyri eru fram- leiddar málningarvörur, sem líka mjög vel. Þótt eyfirzkir bændur séu um margt í fremstu röð, eiga þeir sammei'kt stéttarbi-æði'um sínum í öðrurn héruðum, að því leyti að vera meiri framkvæmdamenn en hirðumenn og standa húsfreyj- um að baki í snyrtimennsku og fagurri umgengni. Samkeppni um ytri fegurð sveitabæja vek- ur umhugsun og metnað, opnar augu manna fyrir því, hvernig vel byggðir sveitabæir geta litið út, ef notaðir eru smekklegir litir á byggingar og ef bændur fengju álíka áhuga fyx-ir ytra útliti og konur þeii'ra fyrir innri húsbúnaði. Eyfirzka bændafélagið á hér þarft verk að vinna, eða aðrir aðilar, sem líklegir væru til að hafa áhuga á þessu máli og bein í nefi til að hrinda því fram á næsta' sumri. SKRITLUR „Erpabbi þinn heima, dreng- - Enskir sjóræningjar ur minn c 9« „Nei, hei-ra minn. Hann hefur ekki komið heim síðan kvöldið, sem mamma sá jólasveininn vera að kyssa vinnukonuna." Læknarnir segja okkur sífellt, að það sé óhollt fyrir .okkur að drekka.... Hvernig skyldi standa á því, að það skuli vera til svona mikið af gömlum drykkjurútum en svona lítið af gömlum læknum? (Framhald af 8. síðu.) um að minnsta kosti í 10 ár ennþá. Þetta er gott fordæmi gagnvai't öðrum þjófnaði! Langvinnur orðrómur hefur nú gengið um það, að ríkis- stjórn íslands ætli að semja við Englendinga um fiskveiðiland- helgina, og nú eru blöðin búin að fullyrða, að umræður milli Englands og íslands eigi að by'rja 1. okt. En engan hef eg hitt, sem veit til þess að ríkis- stjórn íslands hafi nokkurn rétt til þess að semja um þetta mál gegn eindregnum vilja þjóðar- innar. Þegar Rússar færðu sína landhelgi út í 12 mílur, hvað gerðu Englendingar þá? Þessu ætti einhver, sem því er kunnugur að svai'a, svo að þjóðin geti lesið það í einhverju víðlesnu blaði. Þeii', sem hlust- að hafa á útvarpsfréttimar kl. rúmlega 8 um kveldð 25. sept. sl., og heyrðu sagt frá vináttu- hjali enska forsætisráðherrans, hljóta að hafa hugsað á þá leið, að maður sá væri mjög undai- legui', eða jafnvel falskur. — Framkoma Breta í landhelgis- deilunni sýnir okkur hvernig ensk vinátta er. ,— For- sætisi'áðherra íslands talaði einnig um< vináttu milli þjóð- anna ,en et hann hefði vei'ið um borð í einhverju af varðskipum íslands um tíma og kynnt sér vináttu Englendinga í verki, hvernig ætli honum hefði þá litist á? Það er búið að ræða nóg við Englendinga um landhelgis- - málið og þeim er vel kunnugt álit íslenzku þjóðarinnar á því. . En hvaða pukur er þetta hjá ríkisstj. íslands um samninga við Englendinga? Ætlar ríkis- stjói-nin, með forsætisráðherr- ann í fararbroddi, að gerast ís- lenzkur Kvistlingur? Eitt er Virðulegur beltislaus VETRARFRAKKI (blár að lit og nokkuð við aldur) glataðist í fyrri viku. Þeir, er kynnu að hafa orðið varir við hann eru beðnir að láta afgr. blaðsins vita. KVENARMBANDSÚR tapaðist á Oddeyrj fyrra þriðjudag. Finnandi geri vinsamlega aðvart í síma 1752 eftir kl. 5 e. h. Lítill GULLEYRNALOKKUR með perlu, týndist fyrir nokkrum dögum.— Finn- andi snúi sér til Ragnheiðar O. Bjömsson. KVEN ARMB ANDSÚR tapaðist 17. þ. m. á leið- inni frá Glerárrétt að Sundlauginni. — Skilist á afgreiðslu Dags gegn góð> um fundarlaunum. ATVINNA! Stúlka óskast til fram- reiðslustarfa á Hótel KEA Drengur, sem áhuga hefði á slíkum störfum kemur einnig til greina. Uppl. á skrifstofu hótelsins. ATVINNA ÓSKAST Ungur, reglusamur piltur með gagnfræðapróf, óskar eftir atvinnu. Uppl. í síma 1983. RÆSTINGARKONUR óskast strax. K AFFIBREN N SL A AKUREYRAR RÁÐSKONA ÓSKAST um lengii eða skemmri tíma á gott sveitaheimili. Afgr. vísar á. STÚLKA ÓSKAST á Hressingarskálann. Sími 2445. víst, að Guð almáttugur getur ekki — vegna réttlætis síns — þvegið þann ljóta blett af ensku þjóðinni, sem stjórn hennar hefur sett á hana með fram- fei'ði sínu gagnvai't íslenzku þjóðinni í landhelgisdeilunni. SMABARNAKENNSLA Kenni 5 o<> 6 ára börnum O næstkomandi vetur í Flafnarstræti 73. — Nán- ari upplýsingar í síma 1827 frá kl. 6-7 næstu daga eða í Yanabyggð 2 B Solveig Kristjánsdóttir. KAUP - SALA Standard Vangard ’50 til sölu í góðu lagi. VIL KAUPA ÍBÚÐ rninnst 4 herbergi eða ein- býlishús. — Enn fremur til sölu 4 herbergja íbúð í miðbænum. Uppl. í síma 2114. ÞÚ SEM TÓKST Heklu karlinannsúlpuna í Hafnarstræti 100 (Al- mennar tryggingar) þar í ganginum uppi á 4. hæð, skalt gjöra svo vel og skila henni tafarlaust þangað aftur, ef þú vilt forðast frekari óþægindi. Það sást til þín! HERBERGI óskast. — Afgr. vísar á. SKRIFBORÐ Til sölu. Uppl. í síma 1968. Til sölu vegna brottflutnings . 2 DJÚPIR STÓLAR, BORÐ, TAUSKAPUR, ELDAVÉL og TAURULLA. Til sýnis kl. 2—3 á miðviku- dag í Munkaþverárstræti 44. TÆKIF ÆRIS VERÐ. Til sölu er notuð handlaug og bamavagn að Gleráreyr- mn 13. (Eftir kl. 5.). VÉL-REIÐHJÓL, NSU, lítið notað, er til sölu. Er til sýnis á Reiðhj.verkst. Hann- esar Halldórssonar, og gefur hann allar nánari upplýs. BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 1063. REWERE SEGULBANDSTÆKI er til sölu. Uppl. í súna 1771. Til sölu er tvísettur FATASKAPUR. Uppl. í Mýrarvegi 122. Sírni 2141. Nýlegur og vel meðfarinn BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 2429. Vil selja ÞRJAR UNGAR, VORBÆRAR KÝR. Stigtryggur Bjarnason. Syðritungu, Tjörnesi. IIU SQvarna-S AU3IAVÉL til sölu. Ennfremur GÓÐ FÖT á 13—14 ára dreng. Uppl. í síma 1854. PLÖTUSPILARI og GRAMMÓFONN til sölu. Uppl. í síma 1746. A Stokkahlöðum eru til sölu STÓRAR REYNI- og BIRKIPLÖNTUR. Nokkur stykki af KANlNUM til sölu. Uppl. í síma 2397. SELPJUM FÆÐI. Sími 1672. FÆÐISSALA Get tekið nokkra menn í fæði. Afgr. vísar á. ELDHUSBORÐ og ELDHÚ SKOLL AR til sölu. Sími 2406. Til sölu er BARNAVAGGA á hjóluin. Uppl. í Steinholti 1, Glerárhverfi. Til sölu: LANCHESTER ðlÓTOR MEÐ GÍRKASSA. CHEVROLET MÓTOR MEÐ GÍRKASSA. TVÆR HASINGAR á stórum hjólum, hcntugar undir vagn. Uppl. í síma 2378 milli kl. 7—8 á kvöldin. KVENREIÐHJÓL, sem nýtt, til sölu ineð tækifærisverði. Uppl. á Reiðhjólaverkst. Ilamiesar Halldórssonar. BARNAVAGN til sölu í Helgabagrastræti 6. Uppl. í síma 2590. SKÓLASTÚLKA getur fengið herbergi með húsgögnum, og fæði á sama stað, Afgr. vísar á. HERBERGI til leigu. Gunnlaugur Kristinsson, Norðurbyggð 1 B. LÍTIL ÍBÚÐ óskast til Ieigu sem fyrst. — Stofa með aðgangi að eldhúsi kenxur til greina. A. v. á. FIÚS TIL SÖLU. Efri hæð liússins Munka- þverárstræti 44 er til sölu. Allar nánari upplýsingar gefa Heiður Jónsdóttir og Jón Hallgrímsson, sími 2424. HERBERGI ÓSKAST á Syðri-Brekkunni fyrir menntaskólapilt. — Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins. TVÖ HERBERGI. Tvö lítil samliggjandi her- bergi til leigu í Eiðsvalla- götu 7 — að austan. HERBERGI til leigu. Uppl. í síma 2026 kl. 7—8 e.h. ÍBÚÐ óskast til leigu nú þegar. Uppl. í síma 2167 eftir kl. 7 e. h. HERBERGI til leigu. Reglusemi áskilin. Uppl. í síma 1263. TVÖ HERBERGI til leigu. — Eldhúsaðgangur kemur til greina. Uppl. í síma 1279 eftir kl. 6 e. h. HERBERGI til leigu í miðbænum ásamt hliðarkompu. Uppl. í Oddeyrargötu 19. HERBERGI til Ieigu fyrir skólastúlku. Uppl. í sírna 1826. HERBERGI til leigu. Sími 2357. HÚSNÆÐI. Tvö herbergi eða fleiri til leigu í Brekkugötu 41. Uppl. í súna 1363 kl. 7— 8e. h. HERBERGI til Ieigu nálægt Menntaskól- anum. Hentugt fyrir tvo. — Afgr. vísar á.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.