Dagur - 28.09.1960, Blaðsíða 7

Dagur - 28.09.1960, Blaðsíða 7
7 GAGNFRÆÐASKÓLINN A AKUREYRI Skólasetning fer að þessu sinni fram í Akureyrarkirkju mánudaginn 3. október kl. 2 síðd. SKÓLASTJÓRI. TONLISTARSKOLI AKUREYRAR verður settur í Lóni þriðjudaginn 4. október kl. 6 síðdegis. SKÓLASTJÓRI. Okkur vantar nokkra sendi- sveina í vetur KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Léreft, hvítt, 90 og 140 cm. Léreft, rósótt Flónel, livítt, rósótt DISKAÞURRKUDREGILL VEFNAÐARVÖRUDEILD ^©**^©-**-J-©'«!'í'>©'H!W-©-HW-©->-í!:--J-©->-*-4-©^siW-©-*-ij:-*©-í-*'>-©'^*->-© Jarðarför AÐALSTEINS JÓNATANSSONAR trésmiðs, sem andaðist 23. sept., fer fram frá Akureyrar- kirkju laugardaginn 1. okt. kl. 2 e. h. Fyrir hönd ættingja. Baldur Ingimarsson. bmilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andiát og jarðarför mannsins míns, BALDVINS ÁRNASONAR frá Arnarstöðum í Bárðardal, sein lézt í Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar II. þ. m. Sérstaklega þakka eg systkinum mínum og mágkonum. Sigurlína Guðmundsdóttir. I BORGARBÍÓ [ Sími 1500 : Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 Indiánahöfðinginn j SITTING BULL ! Hörkuspennandi og sérstak- : : lega viðburðarík ný, amerísk : kvikmynd í litum og % Mitt innilcgasta pakklæti til allra vina minna á Ak- © | ureyri og í Hrafnagilshreppi, sem færðu ruér rausnar- | legar gjafir á fimmtugsafmæli niinu 1. september sl. & ^ og glöddu mig á annan hátt. * i Guð blessi ykkur öll. — Lifið heil! § | STEINGRÍMUR GUÐJÓNSSON. | •i' Fjallar um blóðuga bardaga : milli hvítra manna og Indíána. Aðalhlutverk: DALE ROBERTSON, MARY MURPHY, J. CARROL NASH. Ein bezta mynd sinnar teg- undar, sem hér hefur verið sýnd. Bönnuð yngri en 16 ára. E J i t E 'i É | NYKOMIÐ: Danskt ullargarn GOLFGARN BABYGARN U LLARCREPEG ARN --------o——— | * ULLARÚLPUR allar stærðir. Margir litir. KLÆÐAVERZLUN SIG. GUÐMUNDSSONAR H.F. WILLYS-JEPPI til sölu. Sími 1833. RÚSSNESKUR JEPPI, árgerð 1959, til sölu. Uppl. gefur Árni Sigurðsson í síma 2578 kl. 1—6 e. h. PLYMOUTH, A—35, árgerð 1955, í góðu lagi, til sölu. Steindór Jónsson. Sími 1505. » HULD.: 59609287 — IV.—V. Fj.:st.: I. O. O. F. Rb. 2 — 1109288 I. O. O. F. — 1429308y2 — O. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 10.30 n.k. sunnudag. Sálmar m\: 18 — 113 — 222 — 551. — Lögmannshlíðarkirkju kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 572 — 113 — 131 — 222 — 201. — Birgir Snæbjörnsson. Guðsþjónustur í Grundar- þingaprestakalli. Grund, sunnu- daginn 2. okt. kl. 1.30 e. h. — Kaupangi, sunnudaginn 9. okt. kl. 2 e. h. — Munkaþverá, sunnudaginn 16. okt. kl. 1.30 e. h. Fíladelfía, Lundargötu 12. — Sunnudaginn (2. okt.) kl. 1.30 e. h. byrjar sunnudagaskólinn. Oll börn hjartanlega velkomin, meðan húsrúm leyfir. — Al- menn samkoma um kvöldið kl. 8.30. Allir velkomnir. Safnaðarfólk og bókavinir. — Tímarit Prestafélags Hólastiftis er nú til sölu í bænum. Útsölu- maður ritsins er Þorsteinn Jónsson, Sólvöllum 13. Eignist og lesið þetta ágæta rit. Skemmtiklúbbur Léttis byrj- ar hin vinsaelu spilakvöld sín í Alþýðuhúsinu á fimmtudags- kvöldið. Sjáið nánar auglýsingu í blaðinu. Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna á Akureyri halda félagsfund á morgun, fimmtudag, kl. 8.30 e. h. í Rotarysalnum. — Félagskonur áminntar að mæta stundvíslega. Kæri Dagur. EG SÉ að margir leita til þín með áhugamál sín og líka með vandræði. Eg vil nú bera fram þá spurningu, hvort afgreiðslu- og útsölumönnum blaða sé heimilt að innheimta 3% sölu- skatt ofan á það verð, sem blöð- in sjálf segjast kosta. Hér er maður, sem þetta gerir, og kem- ur það mörgum spánskt fyrir sjónir, þótt það muni ekki um nokkrar krónur, þær eru ekki svo verðmiklar. Vil eg nú biðja ritstjóra Dags að fræða mig um þetta og Dag að færa mér svar- ið. Með virðingu og vinsemd. Einn af lesendunum. Z. Svar: Söluskattur hefur ekki verið lagður á blöð. Innheimtu- menn hafa því hvorki rétt né skyldur til að innheimta hann með blaðagjöldum. BARNAVAGN ÓSKAST Uppl! í Oddagötu 1. Notaður FATASKÁPUR óskast til kaups. Uppl. í síma 2297. TVÆR BARNAKOJUR ásamt dýnum, óskast til kaups. — Vil enn fremur kaupa rafmagns- ÞVOTTAPOTT. Afgr. vísar á. SPILAKVOLD Skemmtiklúbbur Léttis byrjar vetrarstarfsemi sína með hinum vinsælu spila- kvöldum, fimmtud. 29. sept. kl. 8.30 e. h. í Al- þýðuhúsinu. — Aðgangs- kort verða seld við inn- ganginn. — Komið og skemmtið ykkur og verið með frá byrjun. — Verð- launum verður hagað eins og áður. — Fjögur heild- arverðlaun verða veitt fyr- ir sex kvöld, auk kvöld- verðlauna. Skemmdnefndin. Hjúskapiu-. Nýlega voru gef- in saman í hjónaband af séra Pétri Sigurgeirss. ungfrú Mar- grét D. Kristinsdóttir, Gránuf.g'. 9, og Kristján G. Óskarsson, húsasmíðanemi, Gránufél.g. 9. Aukafundur í Kennarafélagi Eyjafjarðar verður haldinn í Barnaskólanum á Akureyri kl. 2 e. h. næstk. sunnudag. — Stjórnin. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund að Bjargi við Hvannavelli á morgun, fimmtu- dag, kl. 8.30 e. h. Vígsla nýliða. Rætt um vetrarstarfið o. fl. — Músík. Barnaskóli Akureyrar verður settur kl. 5 e. h. á laugardag, en ekki kl. 2, eins og áður var aug- lýst. Til Steinunnar Pálmadóttur: K. J. kr. 600.00. — Á. J. kr. 100.00. — Valhildur kr. 100.00. — G. R. kr. 100.00. — N. N. kr. 500.00. — María Daníelsdóttir kr. 100.00. — L. B. kr. 300.00. — E. J. kr. 200.00. — M. B. kr. 200.00. — J. V. kr. 200.00. — Samtals kr. 2.400.00. - Trausti áttræður Framhald af 5. siðu. fannst ekkert mikið til um þetta þá, en nú á efri árum finn eg hvað þessir atburðir hafa á mig reynt. Einu sinni var hann fljótur að skella á með rok. Eg vissi af sel beint fram af Hauga nesi. Það var hvítalogn, en mér fannst þó veðurútlit ískyggilegt. Sjálfsagt var skreppa fram og með byssu. Eg var svo fyrir- hyggjusamur að láta dálítið af grjóti í bátinn. Við vorum ekki komnir langt frá landi, þegar við sáum tvo seli, og fyrr en varði kom selur upp svo að segja við árblað annars ræðar- ins. En þá gerðist fleira, og það með skjótum hætti. Selurinn lét sig strax síga, eg greip byss- una og yfir okkur skall ógurleg rokhviða. Eg var fljótur að leggja frá mér skotvopnið, því að nú var um annað að hugsa. Mér varð litið til lands um leið og eg krækti stýrinu á, og þá var sleytulaust rok og grillti eg tæplega land. Rokið var af suðvestri, snerist svo í vestur og norðvestur. í þetta skipti tókum við land í Grenivík. Um kvöldið kyrrði og rerum við þá vestur yfir. En aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef eg séð sneggri veðraskipti. Auðvitað er maður ekki alltaf að hugsa um vont veður, þegar sjórinn er stund- aður og hafði jafnvel gaman af ýmsu slarki á sjónum. Nú er alltaf kvíði, að eitthvað komi fyrir, kjarkurinn búinn að vera, síðan maður hætti að geta nokkuð sjálfur, segir Trausti og hristir sinn aldna hærukoll. Svo er ferð fyrir höndum, en henni kvíði eg ekki, segir Trausti að lokum. Trausti er grannvaxinn mað- ur, fjaðurmagnaður enn í öllum . hreyfingum og ekki líkur átt- ræðum manni. Blaðið þakkar fyrir viðtalið og óskar afmælis- , “j barninu allra heilla. — E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.