Dagur - 12.10.1960, Síða 4

Dagur - 12.10.1960, Síða 4
4 5 Mikil kartöfluuppskera í Eyjafirði Tekjur og tekjuskipting EKKA FER ÞAÐ á milli mála, að þjóðartekjurnar hafa aukizt mun meira hér á landi en fólksfjölguninni nemur. Þetta liggur ljóst fyrir, hvort sem miðað er við síðustu 10 ár eða síðustu 20 árin. Lifskjör fólksins í Iandinu hafa batnað að sama skapi. Um þetta atriði þarf tæplega að deila, og er auðvelt að sanna. En alltaf eru til bölsýnismenn, jafnvel heilir stjórn- málaflokkar, sem á einhverjum tíma- bilum segja allt annað, og þá til rétt- lætingar vafasömum aðgerðum. Það eru jafnvel til menn, sem fullyrða á opinberum vettvangi að þjóðin hafi lengi lifað um efni fram og kominn sé tími til viðnáms á þeirri braut, en sömu menn vilja þó gjarnan láta þakka sér eða sínum stjómmálaflokki hinar miklu framfarir hér á landi síð- ustu ár og áratugi. Hagfræðingar hafa . komizt að þeirri niðurstöðu, í sam- bandi við nokkra skuldasöfnun er- lendis, að þjóðinni veitist mun Iétt- ara að greiða vexti og afborganir af erlendum skuldum nú, en henni veitt- ist að standa í skilum við liina er- lendu lánardrottna fyrir áratug eða svo, þótt skuldirnar væru þá minni. Þetta stafar af því, að Iiin erlendu Ián, til dæmis í tíð vinstri stjórnarinn- ar, fóru nálega öll til uppbyggingar atvinnulífsins til lands og sjávar og urðu til þess að auka útflutningsfram- leiðsluna og þjóðartekjurnar í heild. Það væri í sannleika hart, og bryti enda öll efnahagslögmál, ef ört vax- andi útfutningstekjur, svo sem af fiskafurðum,, aukinn iðnaður innan- Iands, svo sem sementsvinnsla áburðarvinnsla o. fl., bera vitni, gjaldeyrissparandi orkuver, eins og rafveiturnar og hagnýting auðlinda í jörðu, svo sem hitaveita Reykjavíkur og fleiri bæja sýna, bættu ekki lífs- kjör fólksins í Iandinu. Þá hafa ágæt- ir markaðir fyrir útflutningsvörurnar að sjálfsögðu átt sinn þátt í hinni miklu og farsælu þróun, ásamt stór- misfellalausu árferði til lands og sjávar. Með allt þetta í huga verður vand- fundin skýring á því, að nú þurfi að herða sultarólina, jafnvel svo, að láta skortinn verða hinn allsráðandi skömmtunarstjóra á heimilum venju- Iegra borgara. Núverandi ríkisstjóm neitar bláköldum staðreyndum um efnahagsmál, ber höfðinu við steininn og segir hvort tveggja í senn: að það þurfi að skerða lífskjör fólks um 11—1200 milljónir á ári, og kjara- skerðingin sé þó sama sem engin og allt sé þetta gert til að koma atvinnu- vegunum á heilbrigðan, styrkjalausan grundvöll. Hin mikla „viðreisn“ átti að gera kraftaverk. Þetta mistókst. I stað þess að lækka erlendar skuldir var það eitt af fyrstu verkum stjórn- arinnar að taka nær 800 millj. kr. eyðslulán, sem nú er að þrjóta og hvergi sézt. í staðinn fyrir heilbrigð- an rekstursgrundvöll atvinnuveganna blasa við fjöldagjaldþrot hjá útgerð- armönnum, bændur eru aðþrengdir og venjulegt Iaunafólk getur ekki lif- að af kaupi sínu vegna ofsalegrar dýrtíðar. Ekkert sýnist skynsamegra fyrir ríkisstjómina en að leita nú, þótt seint sé, samstarfs um nýjar leiðir, áður en öll sund lokast. Kartöfluuppskeru er nú víð- ast hvar að verða lokið. Heild- aruppskera í Eyjafirði verður með langmesta móti í haust. Til glöggvunar fyrir þá framleið- endur, sem láta kartöflur til sölumeðferðar, fara hér á eftir helztu atriði úr reglugerð um mat og flokkun á kartöflum: „Úrvalsflokkur: í úrvals- flokki mega aðeins vera hinar allra beztu matarkartöflur, sem auðvelt er að þekkja af útliti, fullkomlega aðgreindar og hreinar tegundir. Stærðin skal vera sem jöfnust og þyngd ekki minni en 30 gr. Kartöflurnar skulu vera þurrar, hreinar og fallegar útlits. Grænar, sprungn ar eða verulega hýðisskemmdar kartöflur mega ekki vera sam- an við. Fyrsti flokkur: Hreinar teg- undir af þeim kartöflum, sem ekki komast í úrvalsflokk með tilgreindu heiti, góðar til matar, þurrar og líta vel út. Af öðrum tegundum má ekki vera meira en 3%, enda hafi þær sama . liýðislit og aðaltegundin. Stærð- in skal vera sem jöfnust. Lág- marksþyngdin sé 25 gr. Kar- töflurnar mega ekki vera skemmdar af myglu, bleytu, rotnun eða frosti eða grænar. Kláði og minni háttar skemmd- ir ekki yfir 3%. Annar flokkur: Kartöflurnar skulu vera þurrar, þyngd þeirra ekki minni en 2 0 gr. Sjúkdóm- ar, skemmdir eða ágallar ekki vera yfir 5%.“ Aðaeins þrjár tegundir koma til greina í úrvalsflokki: Gull- auga, Rauðar íslenzkar og Möndlukartöflur. í fyrsta flokk má aðeins taka: Bintje, Dir. Johansen, Eigen- heimer, Alpha, Akersegen, Stóra Skota, Sage, Evu, King Edward og Gular íslenzkar. Sé flokkunin ekki nægilega góð, falla úrvalstegundir niður í fyrsta eða annan flokk og fyrsta flokks tegundir niður í annan flokk. Kartöflurnar skal afhenda í þurrum og hreinum pokum,sé saumað fyrir þá og gerð horn á. Merki sé á hverjum poka og skráð á það tegundarheiti ásamt nafni og heimilisfangi framleiðanda. Flokkun baínandi. Flokkun á kartöflum hefur farið batnandi, en ætíð eru ein- hverjir, sem ekki eru nægilega vandvirkir eða hafa ekki kynnt sér reglurnar sem skyldi. Vöruvöndun er trygging fýrir því, að neyzla aukizt og mark- aður vaxi. Matsmaður. Ferðafélag Akureyrar hefur starfsemi sína á þessu hausti með kvöldvöku í Al- þýðuhúsinu að forfallalausu miðvikudagskvöldið 12. okt. Gestur félagsins verður Guð- mundur Einarsson frá Miðdal, og mun hann sýna íslenzka kvikmynd og litskuggamyndir frá Lapplandi. Eins og áður hefur verið get- ið, ritaði Guðmundur síðustu Árbók F. í. og verður hún af- greidd á fundinum til þeirra meðlima, sem enn hafa ekki fengið bókina. Félögum er heimilt að taka með sér gesti. Hrúfasýningarnar í Eyjafj.sýslu Sauðf járræktarfélögin þarf að efla - Afk\ æma- sýningarnar sýna kynbótagildi einstaklinganna 1111111 ■ 111111111 ii i ii i ii ■* | Frá Sundráði Akur-1 1 eyrar I Áður auglýst Sundmeistara- mót Akureyrar fyrir árið 1960, er fyrirhugað var að halda í þessum mánuði, verður látið falla niður vegna ónógrar þátt- töku. Á komandi vetri mun Sundráðið halda uppi æfinga- tímum, ef næg þátttaka fæst frá meðlimum íþróttafélaganna í bænum. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að mæta til viðtals í sundlauginni í kvöld, miðviku- daginn 12. okt., kl. 7.30. Heita vatnið. NÝI DJÚPBORINN, sem keyptur er og innfluttur sér- staklega fyrir Norðurland, verður sennilega settur upp í Reykjavík eða þar í grennd, reyndur þar og nokkrir menn æfðir í meðferð hans, sem síð- an vinna við boranir hér fyrir norðan. Gert er ráð fyrir, að borinn geti þó komið norður síðla vetrar. Byrjað verður á Húsa- vík, þar næst er Ólafsfjörður, samkvæmt áætlun jarðborun- ardeildai*. Ekki er minnst á Akureyrarkaupstað nema í sam bandi við rannsóknir, sem þar þurfi að gera. Hvar skyldi hann vera niður kominn sá brennandi áhugi, sem núverandi bæjarfulltrúar á Akureyri höfðu fyrir heita vatninu fyrir síðustu bæjar- stj órnarkosningar ? Umferðamálin. MAÐUR á Vespu hætti ný- lega lífi og limum til að forða árekstri við krakka á Ijóslausu reiðhjóli. Maðurinn liggur kjálkabrotinn á sjúkrahúsi. — Krakkinn slapp. Þær eru sennilega fáar um- ferðareglurnar, sem ekki eru daglega brotnar oft og mörgum sinnum á öllum tímum sólar- hringsins í þessum bæ. Og því er ekki að leyna, að það þarf nokkra kunnáttu til að vita full skil á þeim reglum, sem um- ferðina varðar. Blaðið hefur oft hvatt til þess að komið yrði á umferðaviku, en hingað til án annars árangurs en loðinna lof- orða, en engra efnda. Hin bæj- arblöðin hafa ekki orðið sam- stiga í kröfunni um nokkurt átak til aukinnar umferðamenn- ingar. Það kostar bæði fé og fyrirhöfn að koma á umferða- viku. Lögregla, skátar, skólar og allur almenningur, og að sjálfsögðu bifreiðaeftirlitið, þurfa að vinna saman og kenna almenningi umferðareglurnar með ströngu eftirliti og al- mennri fræðslu jafnhliða. Hér á Akureyri er ólúinn bæjarstjóri og yfirlögreglu- þjónn, duglegir skátar, áhuga- samir skólastjórar um þessi mál, og almenningur eins og gerist og gengur, og hér er jafn- vel starfandi umferðanefnd. — Enn einu sinni er minnt á um- ferðaviku. Því fyrr, þess þess betra. Hér í bæ er annar hver mað- ur á ljóslausu reiðhjóli, margir á bremsulitlum bílum, enn fleiri ökuníðingar, allmargir sjóndaprir menn og ellihrumir og alltof margir kærulausir í umferðinni. Gangandi fólk æðir út á götur hvar sem er og án þess að líta til hægri eða vinstri, smábörnum er hleypt út á göt- una til að leika sér þar daginn langan, og þannig mætti lengi telja. Ekki þarf að skýra þessi mál fyrir lögreglunni eða þeim, sem til þekkja, og ekki ætti að þurfa dauðaslys til að vekja menn til að gera jafn sjálfsagða hluti og þá, að koma umferða- málum bæjarins í betra horf en nú er. Nýlega er lokið hrútasýning- um á vegum Búnaðarsambands Eyjafjai*ðar hjá starfandi sauð- fjárræktarfélögum. Ingi Garðar Sigurðsson, sauðfjárræktar- ráðunautur B. S. E. dæmdi á sýningum þessum, ásamt Skafta Benediktssyni, héraðsráðnaut S.-Þingeyinga. Einsíaklingasýningar. Sýndir voru 316 hrútar. Af þeim hlutu 138 fyrstu verðlaun, 115 önnur verðlaun, 42 þriðju verðlaun og 23 voru ekki taldir verðlaunahæfir. Árið 1958, þeg- ar síðast voru haldnar hér sýn- ingar á vegum Búnaðarfélags íslands voru sýndir 650 hrútar í Ey j afj arðarsýslu. Þá hlutu tæplega 30 af hundraði fyrstu verðlaun, en nú núlega 46 af hundraði, sýnist því um mikla framför að ræða. Þess ber þó að geta, að nú voru sýningarnar aðeins hjá sauðræktarfélögun- um og mætti hugsa sér að þar væru kynbætur komnar lengra áleiðis. Sauðfjárræktarfélögin hér í sýslu, sem flest eru 6—10 ára, geta verið ágæt og gefið margar upplýsingar, bæði fyrir við- komandi bændur og ráðunaut. En skýrslufærðar ær hjá hverj- um einstökum félagsmanni þyrftu að vera miklu fleiri en nú er til að fá hagfræðilegar niðurstöður sauðfj árræktarinn- ar. Afkvæmasýningar. Afkvæmasýningarnar hafa mun meira gildi en sýning ein- staklinga. Að þessu sinni voru 6 hrútar sýndir með afkvæm- um sínum. Fyrstu verðlaun fékk Brúsi, 4 vetra, eigandi Ár- mann Þorsteinsson, Þverá. Önnur verðlaun hlutu Kollur, 3 vetra, eigandi Sauðfjárræktar- félagið Vísir, Arnarneshr., Kári, 5 vetra, eigandi Guð- mundur Rósinkarsson, Skriðu- landi, Sómi, 4 vetra, rfgandi , Sigurður Ólafsson, Syðra-Holti,’{ Svarf., Hnakki, 7 vetra, eigandi j Helgi Símonarson, Þverá, Svarf., Börkur, 7 vetra, eigandi Stefán Halldórsson, Hlöðum, Glæs. Þá var ein ær sýnd með af- kvæmum og hlaut önnur verð- laun. Hún heitir Nótt, eigandi Stefán Halldórsson, Hlöðum. í sambandi við afkvæmasýn- ingar og einstaklingssýningar er vert að athuga, að önnur verðlaun á afkvæmasýningu er betri dómur en fyrstu verðlaun á einstaklingssýningu. Sauðfé fjölgar enn í sýslunni, að því er sauðfjárræktarráðu- nauturinn, Ingi Garðar Sigurðs- son, tjáði blaðinu ásamt öðrum framangreindum upplýsingum. Hásetahlutur 7-8 þús. kr. á þrem vikum Þann 10. f. m. kom inn til Stafangurs fiskiskútan „Havöy“ úr þriggja vikna leiðangri fyrir vestan og suðvestan írland. — Höfðu skipverjar, 6 talsins, veitt 25 smálestir af hámerum, sem seljast nú fyrir 4 kr. hvert kg. Er því afli þessi um 100 þús. kr. virði, og verður hásetahlut- ur hvers þá um 7—8 þúsund norskar krónur. (Um eða yfir 40 þús. ísl. kr.). í júlí í sumar höfðu skipverj- ar farið í rannsóknarleiðangur vestur á þessar slóðir, og nú var ætlunin að fara aðra ferð seinna í mánuðinum. — Auk hámer- anna fengu skipverjar einnig m. a. nokkra geysimikla sverðfiska, en þeir eru feikna skrokkar, allt að þriggja metra langir með nær tveggja álna trjónu. Hvers á vanþroska barn að gjalda? Hér eru tveir veturgainlir hrútar úr Eyjafirði, en ættaðir úr Bárð- ardal. Sá til hægri vegur 109 kg. og er sá vænleiki nær einsdæmi hér um slóðir. — (Ljósmynd: E. D.). Þegar kennslu og prófi lýkur á vorn, eru það einkunnamið- arnir, hin tölulega yfirlýsing af vetrarstarfinu, sem sumir nem- endur kvíða fyrir að veita mót- töku. Árangurinn er oft sárlega lítill, þegar hæfileikaskortur og áhugaleysi á í hlut og sá hópur er stundum nokkuð stór, sem er slíku marki brenndur. Hann er brjóstumkennanlegur, þessi hópur, sem niðurdreginn og vonsvikinn kveður skólann, sem gaf honum að lokum lágu tölurnar á skjannhvítum, virðu- legum pappír. Það er stundum erfitt að sýna þeim plagg, þenn- an úrskurð um árangurslitla baráttu frá kannske mörgum vetrum og eiga svo enn eftir að heyja þessa vonlausu baráttu í fleiri vetur. Lögin eru misk- unnar- og vægðarlaus við þessa hæfileikasnauðu og kvíðafullu nemendur. Hér er frásögn eins þeirra: (Lagfært.) „Eg er 12 ára og er i bekk með 11 ára börnum. Eg gat ekki fylgzt með jafnöldrum mínum. Lengi reyndi eg eins og eg gat. Foreldrar mínir og kennarar töldu í mig kjark. Eg bað Guð að hjálpa mér. Annað hvort heyrði hann það ekki eða vildi ekki gera það. Skólasystk- ini mín vita vel, hvernig eg er. Þau stríða mér og skemmta sér vel við það. Þau þykjast meiri. Flest þeirra eyða litlum tíma til náms fyrir utan kennslu. Eg sat oft allan daginn yfir bókum og blöðum og skildi lítið og mundi fátt. Oft grét eg yfir þessu erf- 4 Akureyrarmet á sundmóti KÁ BÓKARFREGN Stefjahreimar I. Tólf Iög fyrir samkóra. — Jónas Tómasson valdi lögin og bjó til prentunar. Útgáf- an Sunnustef — ísafirði — 1959. Góðan gest bar að garði hjá mér nú nýlega. Hann er ljúfur og geðþekkur. Lætur ekki mik- ið yfir sér, og ekki þarf að kosta miklu til að fá hann til að setj- ast að á heimilinu — aðeins 17 krónum. — Gestur þessi er söngheftið „Stefjahreimar“ I. í því eru tólf sönglög fyrir sam- kóra (blandaðar raddir). Heft- ið er fyrst og fremst ætlað kirkjukórum landsins. Lögin eru flest létt og auðsungin, enda eru margir kórarnir, sem þau eru ætluð, fámennir og krftasmáir. Lögin og ljóðin eru að vísu misjafnlega gildisrík, en öll þakkarverð. Um lagið nr. 5 skal upplýst, að það er þjóðlag frá Niðurlöndum frá því um 1625. Lagið sjálft — melódían — er ögn öðruvísi en eg hef vanizt. Eg kann betur við lagið í þeirri mynd sem það er, t. d. í „Youth’s Favorite Songs“, helgi söngvabók æskulýðsstarfsins í Ameríku. En þetta er smekks- atriði og eins hefur vaninn mik- ið að segja. — Eg hef farið í flýti yfir heftið að vísu, en samt get eg látið það álit mitt í Ijós, að eg tel gróða að heftinu í heild sinni. Um einstök lög skal fátt sagt. Eg hef ekki haft tækifæri til að athuga svo vel sem þyrfti til þess. Bæn Guðm. Geirdals við lag C. Malanis er fögur og lagið er eitt af beztu lögum heftisins, virðist mér. En nú er eg kominn út fyrir til- gang þessara fáu orða. Eg ætl- aði aðeins að vekja athygli söngelskandi manna á þessum „góða gesti“. Allar kirkjur þurfa að kaupa heftið handa kórum sínum og allir, sem með hljóðfæri fara, ættu sjálfra sín vegna að útvega sér það. -— Eg mæli hið bezta með því. Vald. V. Snævarr. Síðastl. sunnudag gekkst KA fyrir sundmóti á Akureyri. — Rösk ega 20 keppendur tóku þátt í mótinu, og voru þeir frá Menntaskólanum, Þór og KA. Árangur var allgóður í mótinu og voru alls sett 4 Akureyrar- met. Helztu úrslitin urðu: 50 m. bringusund kvenna: 1. Sigrún Vignisd. KA 43,8 2. Alma Möller KA 47,3 3. Halldóra Gunnarsd. KA 48,6 50 m. skriðsund kvenna: 1. Auður Friðgeirsd. KA 38,8 2. Alma Möller KA 39,0 3. Erla Möller KA 42,8 200 m. skriðsund kvenna 1. Rósa Pálsdóttir KA 3.32,0 Akureyrarmet. 50 m. bringusund karla: 1. Kristján Ólafsson ÍMA 37,1 2. Baldvin Bjarnason KA 37,7 100 m. baksund karla: 1. Óli Jóhannsso*n KA 1.31,6 Akureyrarmet. 400 m. bringusund kvenna: 1. Ásta Pálsdóttir KA 7.44,8 2. Sigrún Vignisd. KA 7.58,2 3. Alma Möller KA 8.17,3 4x50 m. boðsund karla: 1. Blönduð sveit Þórs og KA 2.34,3. 2. B-sveit 2.51,4 200. m. skriðsund karla: 1. Óli Jóhannsson KA 2.44,7 Akureyrarmet. 50 m. skriðsund drengja: 1. Rafn Árnason KA 33,9 2. Steinarr Friðgeirss. KA 36,0 2. Oddur Sigurðsson KA 36,0 100 m. baksund kvenna: 1. Rósa Pálsdóttir KA 1.48,1 Akureyrarmet. 50 m. bringusund drengja: 1. Stefán Guðmundss. KA 40,8 2. Stefán Þórisson Þór 52,0 3. Bernh. Steingrímss. KA 53,2 50 m. bringusund telpna: 1. Ragnh. Ólafsd. KA 49,2 2. Edda Jóhannssdóttir KA 54,6 3. Dagbjört Pálmad. KA 56,0 4x50 m. boðsund kvenna: 1. A-sveit KA 2.50,3 2. B-sveit KA 3.07,1 Sundfólk þetta, sem flest er 12—15 ára, er margt hið efnileg- asta, og má mikils af því vænta í framtíðinni, enda eru skilyrði til sundiðkana hin beztu hér á Akureyri. Veður var hið bezta þegar mótið fór fram og áhorf- endur voru margir. iði, sem mér fannst hafa svo litla þýðingu. Kennarinn skildi mig ekki heldur og sagði, að eg væri latur og þrjózkur. — Oft gleymdi eg blýantinum og reikningsbókinni og var sár við sjálfan mig. Eg reyndi að láta lítið á því bera. Eg var oftast með sjálfan mig í felum, en gat þó ekkert falið. Allt námið var vonbrigði, kvíði og sársauki. Þessi barátta var gagnslaus. Eg fór að reyna að taka þetta ekki alvarlega, lét mér standa á sama og mér fór að líða betur. Mér leiddist alltaf í tímunum og fór að gera að gamni mínu. Kennarinn tók því ekki vel, og fyrst var eg hálf hræddur. En mér óx kjarkur, og eg áræddi meira. Eg var orðinn vandræða- strákur. Eg varð að brjóta af mér og hafast eitthvað að, fyrst ég gat ekki lært eða unnið úr verkefnum skólans. Eg fékk aðra stráka með mér. Sumir voru svipaðir og eg og við fór- um að halda saman. Það var gott að eiga félaga og við reynd- um að fá fleiri með okkur. Við gerðum ýmislegt, sem okkur var bannað. Það var mjög gam- an að geta þó eitthvað. Við vor- um auðvitað skammaðir, en þá varð gleðin enn meiri, því að það var á vissan hátt viður- kenning á því, sem við vorum færir um. Skólinn hafði þá ekki bætandi áhrif á mig. Það vant- aði skilning annarra á skiln- ingsleysi mínu og því fór sem fór. Eg vil gjarnan gera gott, en eg þarf að fá verkefni, sem eg get unnið og haft ánægju af. Þá mundi eg vinna af þakklátu hjarta.“ Þau eru sjálfsagt ekki fá, börnin, sem hafa svipaða sögu að segja. Mörg börn komast á ranga hillu, meðal annars ' vegna þess, að sumt í skólalög- gjöfinni er gallað, og þá einkum það, sem snýr að hinum miður gefnu börnum. Það er heimsku- legt að ætla öllum það sama í bamaskóla á sama aldurs- skeiði. Hæfileikar barna eru það misjafnir frá náttúrunnar hendi, að sumum börnum er beinlínis misboðið í skólunum, ef ekki er tekið fullt tillit til þess. Það er enginn velgerning- ur, þó að í góðum tilgangi sé það gert, að ætla barni að gera það, sem það skortir greind og hæfileika til. Það venst á svik- semi og hörku, kæruleysi og fyrirlitningu og upp úr því vaxa alls konar óknyttir og vandræði. Uppskeran verður óglæsileg. Og þegar börn fylgj- ast ekki með jafnöldrum sínum er það ekki sjaldgæft, að þau séu látin sitja eftir í bekk ári lengur en venjulegt er. Eftir allar ófarirnar, vonbrigðin og kvíðann, eiga þau að líða fyrir| það einn vetur til viðbótar um- fram jafnaldra sína. Að vísu losna þau þá oftast við einn vetur af skólaskyldustigi. Já, þvilík náð. Ef börn útskrifast ekki á tilsettum tima við venju- legar aðstæður, er þeim áreið- anlega enginn greiði gerður með því að framlengja þeirra ófarir. Jafnvel þó að þau kynnu að bæta einhverju við, sem litl- ar líkur eru til, þar sem margra vetra nám hefur ekki þokað þeim lengra áleiðis, er svo margt, sem vinnur á móti, að eg tel hæpið að það geti orðið barninu til bóta. Auðvitað geta verið undantekningar, þegar um veikindi er að ræða eða mjög seinþroska börn. En barn, sem er svo að segja staðnað í námi við 12 ára aldur eða fyrr, á alls ekki að halda áfram a. m. k. í ,því kennsluformi, sem nú tíðkast og er lögboðið á íslandi. Eg tel því, að það sé full ástæða til að taka þetta til al- varlegrar athugunar og þyrfti að verða breyting á þessu og það sem fyrst. Vil eg hér með beina þessu til forráðamanna skólanna og fræðslumálastjórn- ar. — Árni M. Rögnvaldsson. | DagurI kemur næst út miðvikudaginn 19. cktóber. Þátttakendur í sundmóti KA. Aftari röð: Baldvin, Óli, Oddur, Stefán, Kristján, Erla, Auður, Ásta, Rósa, Sigrún, Alma. Fr. röð: Steinarr, Rafn, Stefán Þ., Bernh., Halldóra, Dagbjört, Ragnhildur, Edda.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.