Dagur - 12.10.1960, Blaðsíða 7

Dagur - 12.10.1960, Blaðsíða 7
7 Síldarmerkingar á Pollinum Framhald af 8. siðu. byssuhlaupinu er beint að hægri hlið síldarinnar, rétt aft- an við kviðugga og stungið á ská inn í kviðarholið, og um leið tekið í gikkinn og síldar- merkið rennur í skurðinn og * hverfur, þá er síldinni gefið frelsi á ný og hverfur hún þeg- ar skáhoht niður í djúpið. — Merkin endurheimtast svo í síldarverksmiðjunum, þar sem sterkur segull dregur þau til sín um ieið og síldin er unnin. Og fyrir kemur, að þau glamra við tönn austur í Moskvu, og er ekki öllum rennt niður, því að árlega koma nokkur merki þaðan, þangað komin í ís- lenzkri síld. Óboðnir gestir. Þegar merking hafði staðið litla stund, komu óboðnir gest- ir, þyrsklingar, sem þegar lögðu til atögu við hina nýmerktu síd, sem er e. t. v. svolítið dös- uð eftir meðferðina. Þá var það ráð tekið, að setja merktu síld- ina á netpoka til þess að verja hana vargakjafti, og svo sleppt að verki ioknu eins og fjárhóp úr rétt. Þeirri athöfn fylgdu heillaóskir um góðan bata og gott gengi og gleðilega endur- fundi. Síldin, sem merkt var, var 18 —22 sm. að lengd, eða af milli- síldarstærð. Hún er á þriðja aldursárinu, segir fiskifræðing- urinn og eitthvað af henni mun væntanlega veiðast eftir tvö ár og síðar. Hér í Eyjafirði dvelur síld af þessari stærð ekki öllu lengur, en enn er fátt vitað um ferðir hennar, því að síldin, sem hér var merkt í fyrra, hef- ur enn ekki veiðzt öðru sinni, en mætti búast við að eitthvað komi til skila á næsta sumri. Mikil uppeldisstöð. Aðalhrygningarstöðvar ís- lenzku síldarstofnanna tveggja, vorgotssíldarinnar og sumar- gotssíldarinnar, er við Suður- land, allt frá Hornafirði að Snæfellsnesi. Síldin hefur þó hrygnt miklu víðar kringum land, en ekki í stórum stíl. Síldin hér á Pollinum og inn- anverðum Eyjafirði er ættuð að sunnan, berst með Golfstraumn um hingað norður og elzt svo upp hér, þar til hún hefur náð millisíldarstærð, og hverfur. — Eyjafjörður er mikil uppeldis- stöð, sennilega sú mesta á Norð- urlandi. Enginn veit ennþá hvaða þýðingu þessi staður hef- ur fyrir síldarstofninn í heild. En óskynsamlegt virðist að ausa upp ungviðunum til bræðslu, til þess eru þau of lélegt hráefni, þótt þau séu mjög verðmæt til niðursuðu. Jakob Jakobsson telur síldar- merkingar hér á Eyjafirði, átu- og hitarannsóknir, hinar mik- ilvægustu til fróðleiks um lífs- feril íslenzku síldarinnar. Hann er mjög ánægður yfir hinni ágætu fyrirgreiðsu Akureyr- inga, sérstaklega Kristjáns Jónssonar og manna hans, og þykir gott hér að vinna í kyrr- um sjó og veðurblíðu við rann- sóknarstörf sín. Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur hefur mikla tiltrú sjó- manna. Þess vegna er hann hinn mesti aufúsugestur og von andi bera störf hans góðan ávöxt og hagnýtan árangur í sambandi við hina miklu síld- aruppeldisstöð í Eyjafirði. Að síðustu þakka eg fyrir ánægju- legan dag og fróðleik allan, sem hér hefur lítilega verið endur- sagður. — E. D. Heima er bezt Októberheftið birtir kápu- mynd af Bjarna Jónssyni frá Galtafelli og grein um hann eft- ir Árna Óla, Rósberg G. Snæ- dal skrifar Tuttugu ára gamla túristaþætti, Snorri Sigfússon um tíkina Frigg, Einar Gutt- omsson frá Ósi rifjar upp minningar frá námsárum sínum i Prentsmiðju Odds Björnsson- ar 1904—197 og Stefán Jónsson skrifar um Tregastein. Þá eru framhaldssögurnar og fleira. ••IIMIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllll'il* | NÝJA-BfÓ | = Sími 1285 \ I Aðgöngumiðas. opin frá 7-9 i E Fimmtudag og föstudag i i kl. 5 og 9. i i Kjartan Ó. Bjamason sýnir: | í FJÖLBREYTTAR MYNDIR i FRA SVÍÞJÓÐ. I VETRAR-OLYMPÍULEIK- í i ARNIR í Squaw Walley. | SKÍÐAMÓT í Á SIGLUFIRÐI 1960. í | HOLMENKOLLEN 1960. í í HESTAMANNAMÓT í f ÞÝZKALANDI. í SKAUTAMYNDIR. j \ FIMLEIKAMYNDIR. í | AU STF J ARÐ AÞÆTTI í i og i i AKUREYRARÞÆTTI. | .................. Hálfníræð heiðurs- kona Næstkomandi laugardag, þ. 15. þ. m., verður Valgerður, fyrrum húsfreyja á Lómatjörn, 85 ára gömul. Valgerður er dóttir Jóhann- esar Jónssonar prests Reykja- líns. Hún var gift Guðmundi Sæmundssyni, og bjuggu þau allan sinn búskap á Lómatjörn í Höfðahverfi. Guðmundur er nú látinn, en afkomendur þeirra hjóna eru margir og dreifðir víðs vegar, gott fólk og gjörvulegt. „Ellin hallar öllum leik,“ segir einhvers staðar. Heilsa Valgerðar er tekin að bila. Dvelur hún nú sjúk á heimili dóttur sinnar að Grenimel 14 í Reykjavík. Mé er sagt, að Valgerður hafi verið glæsileg ung stúlka, og hún hefur lifað þannig lífinu, að hún er nú falleg gömul kona. Ekkert mótlæti hefur sett mark sitt á svipinn, og brosið er svo hlýtt, að það vermir. Allir frændur og viriir Val- gerðar við Eyjafjörð senda henni kærar kveðjur suðui'. Ö. S. Minningarsjóður Björns jónssonar — Móðurmálssjóðurinn. — Stjórn Minningarsjóðs Björns Jónssonar, Móðurmálssjóðsins, ákvað á fundi sínum 6. þ. m. að veita á þessu ári Matthíasi Jo- hannessen ritstjóra við Morg- unblaðið, verðlaun úr sjóðnum. Verðlaún þessi eru veitt mönn- um, sem hafa aðalstarf við blað eða tímarit, fyrir góðan stíl og vandað mál, og skal þeim að jafnaði varið til utanfarar. Veitt eru að þessu sinni kr. 10 þús. Verðlaunin voru afhent 8. október. Sjóðstjórnina skipa nú: Dr. Einar Ól. Sveinsson, próf. í ís- lenkum bókmenntum, dr. Hall- dór Halldórsson, próf. í ís- lenzkri málfræði, Tómas Guð- mundsson, rithöfundur, Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi, og Pétur Ólafsson, forstjóri. □ Rún 596010127 — Frl.: I. O. O. F. — 14210148V2 — III I. O. O. F. Rb. 2 1101O128V2 Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 11 f. h. á sunnudag. Sálmar nr.: 38 — 534 — 18 — 207 — 372. Aathugið: Messan er klukkan ellfu. — P. S. Sunnudagaskóli Akueyrar- kirkju hefst á sunnudaginn kemur, 16. okt., kl. 10 árdegis. Yngri börn (5—6 ára) í kapell- unni. Eldri börn (7—13 ára) í kirkjunni. Nýtt biblíumynda- hefti kostar 10 krónur. — Þeir, sem ætja að verða bekkjastjór- ar, mæti í kirkjunni kl. 5 á laugardag. Sunnudagaskólinn á Sjónar- hæð er kl. 1. Öll börn og ungl- ingar velkomnir. Drengjasamkoma cr í kvöld kl. 6 að Sjónarhæð. Ástjarnar- drengir og aðrir drengir vel- komnir. Saumafundir fyrir telpur og unglingsstúlkur að Sjónarliæð kl. 6 á fimmtudagskvöldum. — verið velkomnar. Almenn samkoma að Sjónar- hæð á sunnudögum kl. 5 e. h. Allir velkomnir. Zíon. Sunnudaginn 16. okt. kl. 11 f. h. byrjar sunnudaga- skólinn. Öll böm velkomin. — Fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 4 e. h. Allar konur velkomnar. Frá K. F. U. K. — Fundimir byrja aftur í þessari viku og verða á fimmtudögum í Kristni- boðshúsinu Zíon kl. 5.30 e. h. fyrir telpur 9—12 ára, en kl. 8.30 fyrir ungar stúlkur, 13 ára og eldri. Allar velkomnar. Dalvíkingar! Nærsveitamenn! Somkoma verður í U. M. F. húsinu föstudaginn 14. okt. kl. 8.30 e. h. — Sýnd verður kvik- myndin Börnin frá Frostmo- fjallinu. Allir velkomnir. — Hjálpræðisherinn. Fundir erú á þriðj udagskvöldum kl. 8 e. h. í Ungl- ingadeild (12—17 ára), í Yngstu deild (9—12 ára) á sunnudögum kl. 1 e. h. í Að- aldeild á föstudögum kl. 8.30 e. h. Nýir félagar velkomnir. Fíladelfía, Lundargötu 12. — Opinberar samkomur á fimmtu- dag (13. okt.), laugardag og sunnudag kl. 8.30 síðd alla dag- ana. — Grænlandstrúboðarnir Dalen og Reitung tala á sam- komum þessum. Söngur og hljóðfærasláttur. Allir hjartan- lega velkomnir. Briggader Nilsen og frú halda samkomu í sal Hjálpræðishers- ins í dag, miðvikud. 12. okt., og éá morgun kl. 6 fyrir börn og kl. 8.30 fyrir fullorðna. — Sýnd verður kvikmyndin Börnin frá Frostmofjallinu. Falleg tal- og tónmynd. Aðgangur fyrir böm 3 kr. — Laugard. 15. verður samkoma, sem heimilissam- bandið sér um, kl. 8.30 e. h. — Frú Briggader Nilsen talar. — Kaffi. — Allir hjartanlega vel- komnir. Skrifstofa Framsóknarflokks- ins, Hafnarstræti 95, Akureyri, verður opin í vetur daglega kl. 13.30—19, nema mánudaga, þá lokað allan daginn, og laugar- daga verður opið kl. 10—12. — Sími 1443. Hjúskapur. Nýlega voru gef- in saman í hjónaband af séra Birgi Snæbjörnssyni, Laufási: Ungfrú Halldóra Björgvins- dóttir, Hafnarstræti 53, Akur- eyri, og Viðar Pétui’sson, sjóm., Eiðsvallagötu 1, Akureyri. Hjúskapur. Sl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband í Ak- ureyrarkirk j u ungfrú Hildur Guðrún Júlíusdóttir, hár- greiðslumær, og Eiríkur Alexandersson, kaupmaður, Grindavík. Frá L. A. Leikfélag Akureyr- ar hefur starfsemi sína á þess- um vetri með frumsýningu á gamanleiknum „Pabbi“ eftir Howard Lindsay og Russel Crouse n.k. sunnudagskvöld. Leikstjóri er Jónas Jónasson. — Athygli frumsýningargesta skal vakin á því, að frumsýningar- miðar verða nú EKKI bornir út, en verða afgreiddir í að- göngumiðasölu leikhússins fimmtud. 13. og föstud. 14. þ. m. kl. 2—5.30 e. h. Óski núver- andi frumsýningargestir eftir að vera það áfram, verða þeir að taka miða sína þessa daga, annars verður þeim ráðstafað til annarra, sem nú eru á bið- lista. Framsóknarvistirnar hefjast föstudaginn 21. okt. Spilað verður á Hótel KEA. — Nánar auglýst síðár í Degi og með götuauglýsingum. Ljósastofa Rauðarkrossins, Hafnarstræti 100, tekur til starfa 14. okt. Opið verður frá kl. 4—6 e. h. allavirka daga. — Sími 1402. Minningarspjöld Styrktarfé- lags vangefinna fást í Bóka- búð Rikku. Skrifstofa Mæðrastyrksnefnd- ar er opin á þriðjudögum kl. 4.30 til 6.30 e. h. —Fatnaður af ýmsum stærðum og gerðum ávallt fyrirliggjandi. Styrktarfélag vangefinna hef- ur móttekið 850.00 kr. áheit frá A. K. (Afhent af Jóhanni Þor- kelssyni lækni.) Kærar þakkir. Stjórn Styrktarfél. vangefinna. Til Steinunnar Pálmadóttur: S. Á. kr. 100.00. — Björn Jóns- son kr. 100.00. — Anna Björns- dóttir kr. 100.00. — R. Þ. og V. J. kr. 100.00. — Jóhanna og Kristján kr. 200.00. — I. R. S. kr. 200.00. -r- V. S. kr. 200.00. — K. Z. kr. 200.00. — Áheit frá konu í Bolungavík kr. 500.00. — N. N. kr. 100.00. — A. J. kr. 100.00. — N. N. kr. 100.00. — Ásgrímur Halldórsson kr. 1.000.00. — Þ. H. kr. 100.00. — Tveir litlir drengir kr. 100.00. — T. Á. H. kr. 100.00. — R. G. kr. 1.000.00. — Daggeir H. Páls- son kr.50.00. — Samtals kr. 4.350.00. Atlabúðin Vélaverkstæðið Atli hefur opnað verzlun í Strandgötu 23, Akureyri. Þar er einkum verzlað með alls konar járnvörur og verk- færi og m. a. nokkrar vörur, sem áður hafa ekki verið hér á boðstólum. Gísli Kr. Lórenzson annast afgreiðslu í hinni nýju verzlun. Atlabúðin, en svo nefnist hin nýja verzlun, er hin snyrtileg- asta í alla staði. @-í'4Sí-5'ð-í'4S-e@-í'4fc-^Q-S4ií-^S-í'4S'^ð-f'-*-('®-í'4S-ea-í'4£-aa-f'4,í;-M-!-í'«-S'«!-í'4iW'S-í'4K- & ? ± Innilegar þakkir flyt cg öllum þeim, sem glöcldu mi^. ® á sextugsafmceli mínu 9. þ. m. 1 I © JÓHANN ANGANTÝSSON. % Ý -f- @ Elskuleg eiginkona mín, NIKKOLINA GUÐMUNDSSON, andaðist í Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 8. október. — Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 15. október kl. 1.30 e. h. Jón Guðmundsson. Jarðarför HERDÍSAR FINNBOGADÓTTUR frá Fögrubrekku fer fram frá Akureyrarkirltju miðvikudaginn 12. okt. kl. 2. e. h. — Blóm og kranzar afbeðið. Gísli R. Magnússon, börn, tengda- og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.