Dagur - 12.10.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 12.10.1960, Blaðsíða 8
8 i ■ 11111111111111111111111111111111111 ■■■ i ■ 11 ■■ 11 ■■ i ■ 111 < 11111 ■■■ i ■ ■ 111 ■ 11111 ■■ 11 ■ ■ 11 • 11 ■ t ■ ■ i i ■ 111 • ■ ■ 111 ■ 11111 ■ 11111111 ■ ■ ■ ■ ■ i ■ ■ 111 ■ ■ ■ ■ 11111 ■ 11 ■ ■ 11 ■ ■ i ■ 1111 ■ 1111 m 111111 > 11 < 111 ■ ■ 11111 • 11 ■ 11 • 1111111111 ■ i ■ i ■ lllllllllllllllllllllllllll||a Eins dags skóli hjá Jakobi Jakobssyni fiskifræðingi [ Síldarmerkingar á Polliiium - Eyjafjörður mikil uppeldisstöð íslenzku síldarstofnanna 0 liöIBl f\Lr4 Um borð í Sævari. Síldin tekin í háf og merkingabyssurnar til- búnar. Hafa verður hröð handtök, því að síldin er viðkvæm. — (Ljósmynd: E. D.). Ekki þótti tíðindum sæta á síldaráiunum góðu, þótt Eyja- fjörður væri fullur af síld, jafn- vel allt árið. Þá var síld alls staðar og meiri annmarkar á að koma henni í eitthvert verð, en að veiða rana, en síðan eru nú liðin 16 ár, sem kölluð eru síld- arleysisár. Hinn gullni og silfraði blær þessa litfegursta fiskjar sjávar- ins, ævintýraleg uppgripaveiði á fyrri árum, trylla menn ár hvert eins og rammasti seiður. Meira en hálft þriðja hundrað síldveiðiskip ösluðu á fullri ferð í leit að síld fyrir Norður- iandi í sumar og meira en helmingur þessa skipaflota fékk mjög lítinn afla og mörg skip engan afla. Seint lærist. Sextán síldarleysisár eru að byrja að opna augu manna fyr- ir því, að e. t. v. sé hægt að gera eitthvað skynsamlegra við það litla síldarmagn sem nú veiðist árlega. en ýlda það um borð í síldarskipunum eða síld- arþrónum og framleiða síðan úr því fóðurmjöl og iðnaðarlýsi. Skárra er að hrúga síldinni grófsaltaðri í tunnur. Þó er það frumstæðasta verkunaraðferð. Teygjan um sporðinn. Allt fram að þeim tíma, að síldarmerkingar hófust, var sú gáta, hvaðan síldin kæmi og hvert hún færi, algerlega hulin. Og enn eru göngur síldarinnar hjúpaðar óvissunni ár hvert. Skotar urðu fyrstir til að merkja síld árið 1880. En allt frá þeim tíma og fram á fjórða tug okkar aldar mistókust þó allar tilraunir. Merkingarað- ferðirnar voru margar og mis- jafnar, svo sem að setja eins konar teygjuband um sporðinn, gjörð um miðjuna, þræða vír eða nælon gegnum bakið og festa merki þar við. En þá fundu Bandaríkjamenn lausn- arorðið, rétt fyrir síðustu heimsstyrjöld, með því að setja málmmerki inn í kviðarhol síldarinnar. Við ísland og Noreg var farið að merkja síld með þessum hætti árið 1948 og síðan í vaxandi mæli. Árni Friðriksson á heiðurinn. Hinn mikilhæfi vísindam. dr. Árni Friðriksson, fiskifr. á heiðurinn af því að hafa komið þessum merkingum á og síðan hafa 300 þús. síldar verið merktar á þennan hátt og um 4000 íslenzk síldarmerki hafa verið endurheimt, bæði í Nor- egi og hér við land. Síldarmerk- ingarnar við ísland og Noreg eiga að gefa upplýsingar um síldargöngur í Norður-Atlants- hafi. Fiskifræðingarnir, Jakob Jakobsson og Norðmaðurinn Dragesund eru að vinna að heildarskýrslu um þetta 12 ára tímabil síldarrannsóknanna og kemur hún út seint á næsta ári. Síldarmerkingarnar gefa ekki aðeins upplýsingar um göngur, eða ferðalög þessa fiskjar í sjónum, heldur einnig síldar- magn. Síldin og hvalurinn. Norðmenn og Rússar deila síðustu árin mjög um það, hvort um ofveiði síldar sé að ræða í norskum fjörðum og flóum, og er þetta nú rannsakað alveg sérstaklega. Síldin er að- eins á norðurhelmingi jarðar, en hefur aldrei fundizt fyrir sunnan miðjarðarbaug. Um það hefur verið rætt að flytja hana í suðurhöf, en af því hefur ekki orðið, m. a. vegna hvalveiðanna þar. Talið er að síldin muni keppa við hin stóru veiðidýr um ætið og e. t. v. eyðileggja hvalveiði hinna mörgu landa, í Suðurhöfum. En nú er bezt að líta sér nær. Á síðustu árum hefur það þótt æ rannsóknarverðara, hve mikil síld er hér á innanverðum Eyjafirði árið um kring. Engar rannsóknir voru þó gerðar á þessu af fiskifræðingum fyrr en árið sem leið, og aftur nú. Glöggur Akureyringur. Hins vegar hafði athugun glöggra manna leitt margt í ljós um þessa síld. Og má til dæmis benda á, að Ingólfur Guðmundsson Seyðfjörð hélt nákvæmar dagbækur um ára- tugi og skráði þá vandlega alla síldveiði á Eyjafirði og hér í nágrenninu alveg sérstaklega, og eru þetta langbeztu samtíma heimildir, sem til eru. Á þriðja tug ára hefur síld veiðzt hér í nágrenninu marga mánuði árs- ins, nema 3 árin, og hefur fiski- fræðingum þótt þetta hinar merkilegustu upplýsingar. Fyrr á árum veiddist oft svo mikið, að ekkert var við veiðina að gera. Þá var síldin geymd í fjölda af lásum í von um að koma henni í verð. Athuganir heimamanna hafa, ásamt margra ára áróðri, sem lesend- ur Dags eflaust muna, orðið til þess, að 'nú er komin hér upp niðursuðuverksmiðja, sem get- urf hagnýtt smásíld á sómasam- legan hátt, skapað útflutnings- veðmæti og mikla atvinnu og er það kunnari saga en upp þurfi að rifja, enda nýlega frá því sagt hér í blaðinu. Síldarmerking á Pollinum. í fyrra merkti Jakob Jakobs- son fiskifræðingur 2500 síldar hér á Pollinum. Fyrir síðustu helgi kom hann hér aftur og merkti þá, ásamt Sverri Guð- mundssyni, starfsmanni Fiski- deildar, 3500 síldar. Undirritaður fékk að vera viðstaddur einn daginn, er síld- in var merkt, og fræddist þá um ýmsa þá hluti, sem hér hef- ur verið drepið á að framan, og sá hvernig síldarmerkingar eru framkvæmdar. Það var góður skóli. Mótorbáturinn Sævar var tekinn í þjónustu vísindanna í þetta skipti og aðstoðaði Guð- mundur Hauksson og háseti hans við starfið. Leyfi var feng- ið hjá Kristjáni Jónssyni til að taka síld úr lás, er hann átti, til merkingar. Síldin er tekin í litla nót úr lásnum og höfð í henni við bátshliðina. Fiskifræðingurinn og aðstoðarmaður hans sótt- hreinsuðu sildarmerkin, þunnar stálplötur, áletraðar, sem vega hver 1 gr. og eru 50 saman í hylki. Hylkin eru svo sett í eins konar merkjabyssur og svo hefst hin merkilega athöfn. Þarf að ganga fljétt. Skipverjaimar tveir á Sævari tóku sinn síldarháfinn hvor og tóku eina eða fleiri síldar úr nótinni í einu. Á samri stundu var síldin komin í lófa merk- ingarmanna, litlum hníf á (Framhald á 7. síðu.) Vínveitingar eru byrjaðar á Hótel KEA. Vínbar er þó eng- inn, en venjulegar vínveitingar alla daga. , Á sunnudagskvöldum verður kalt borð ásamt öðrum veiting- um, þar sem borgurunum gefst sérstakur kostur á að gera sér og konum sínum dagamun, og létta um leið á hússtörfunum þann daginn. Á sunnudaginn var hófst þessi nýbreytni og fullnægði kalda borðið kröfum þeirra vandlátustu. | Lýðræðið j | á Akranesi I Meirihluti bæjarstjórnar [ l á Akranesi sagði Daníel i i bæjarstjóra upp starfi vegna i | þess að liann hefði dregið i i bænum fé af gömlu fólki. — i i Setudómarinn ógilti þá \ i ákæru. Þá krafðist meiri-1 i hluti að Daníel léti af störf- i i um án saka og taldi sig þá i i bezt þjóna lýðræðinu, að i i meirihlutinn réði og féllst i i setudómarinn á það sjónar- i : mið. i | En borgarar á Akranesi i i undu þessu ekki. Meirihluti i i atkvæðisbærra kjósenda mót i i mælti og krafðist þess áð i | Daníel héldi embætti sínu, i i ella færu fram bæjarstjórn- i | arkosningar. i Meirihluti bæjarstjórnar i i vildi nú ekki Ieugur fara eft- I i ir meirihlutareglunni og f f hafnaði kröfu kjósenda. i Þykir mönnum lýðræðið á i | Akranesi orðjð liarla torskil- i i ið. Hitt er öllum ljóst, að að- i = förin að Daníel bæjarstjóra i i er pólitísk ofsókn og hún er i i fordæmd af flestum ábyrg- i i um mönnum og hlýtur að = i bitna á stjórnarflokkunum, i i þótt síðar verði. •••tllll•ll■lllllll■ll•lllil■■■l•■ll•ll■llll■■l■■lll■llll•ll■ll•llv Einstakt tækifæri Hingað til bæjarins er kom- inn ágætlega menntaður fiðlu- leikari, Sigurður Steingrímsson Steinþórssonar búnaðarmála- stjóra. Hann kennir fiðluleik í Tónlistarskólanum. En svo undarlega, sem það kann að láta í eyrum, er það staðreynd, að ungt fólk óskar ekki að nema fiðluleik hér á Akureyri. Aðeins 2 eða 3 nem- endur vilja njóta kennslu í þessari grein tónlistar. En kenn- arinn gæti haft 15—20 nemend- ur. Á meðan Akureyringar snið- ganga strokhljóðfærin verður engin hljómsveit stofnuð hér í bæ. En nú vilja allir hamra á saraa hljóðfærið, píanéið. Hér þarf að verða breyting á og það nú þegar, til þess að hægt sé að vænta eðlilegrar þróunar í tlj émlistarmálum. Unga fólkið, sein iðka vill hljóðfæraleik, ætti að hugsa um þetta ágæta tæki- færi. Jakob Jakobsson heldur á síldinni í vinstri hendi, sker fyrir með hnífnum, tekur í gikkinn og hin þunna stálplata rennur inn í kviðarhol síldarinnar. — (Ljósmynd: E. D.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.