Dagur - 19.10.1960, Qupperneq 1
f— N
MÁl/.ACN I- K A \IsókN AI!XIANN A
■' R TSTJÓKf: Eruní.i r Davíossi.in
ÍSJUII KS l'UI'A í I ! AI NAHSTk.l. l ! 90
SÍMI H()() . SfcTNlNCU OC PREXtliN
ANNAST l’líKNI VKUK ( )|l|)S
BjÖRNSSONAIÍ II.I . Aki.KlAKI
R----—--------------------
•\l l.l SM.Nt.AM )ÓKi: JÓN Sa:\I-
ÚKI.SSON . ÁRtíANOtmiNN KOSI AR
KH. 100.00 . Gj Al.OD.VGt ER 1. JÚLÍ
líl.AOIfi KEMI.ii tr A MH)\ ilvUMÖC.-
!':wm or. ,a ’..Ai;r;.vKO(K;i,M :M
w.i.ak Ás;i r,i)A DvklR rii.: j;';
s----------------------------------------J
• nniiii
iiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiii
ininninnnnnnninnnininnnnnn n*
Húsvíkingar kaupa bát og skip
Útgerðarfélag Húsavíkur h.f.
ákvað á fundi sínum á föstu-
daginn, að ráðast í kaup á 200
smálesta stálskipi, ef nauðsyn-
leg leyfi fást. Skip þetta á að
kosta 8,2 milljónir ísl. krdna,
og á að gera það út frá heima-
höfn árið um kring til að auka
atvinnuna.
Hlutafélagið hyggst auka
hlutafé sitt að mun. Til dæmis
mun K. Þ. og Fiskiðjusamlag
Húsavíkur leggja fjórðung
milljónar hvort til eflingar fé-
laginu.
Jafnframt er í athugun hjá
útgerðarfélaginu að leita til-
boða í 25—30 tonna línubát inn-
anlands og utan, sem komið
gæti í stað Hagbarðs, sem er
gamall orðinn.
Endurvarpsstöðvar á Áusturlandi
Um þessar mundir er Ríkis-
útvarpið að taka í notkun sjö
nýjar endurvarpsstöðvar á
Austurlandi og rekur þá alls
tíu endurvarpsstöðvar, auk að-
alstöðvarinnar á Vatnsendahæð
við Reykjavík.
Truflanir hafa lengi undanfar-
ið verið á útvarpi víða á Aust-
urlandi af völdum erlendra
stöðva og hefur útvarpið leitað
ýsmra ráða til úrbóta. Nú á að
vera bót ráðin á þessu með
nýju endurvarpsstöðvunum og
hefur verið að þessu unnið með
samvinnu Landssímans og út-
varpsins. Landssíminn hefur
látið útvarpinu í té rásir til
flutnings á útvarpsefninu frá
Reykjavík og að Höfn í Hornn-
firði og Eiðum og í sjö kauptún
eystra, og þar hafa nýju endur-
varpsstöðvarnar verið reistar:
Djúpivogur 1484 krið/sek. 202
m. Breiðdalsvík 1412 krið/sek.
212 m. Stöðvarfjörður 1545
| INNBROT |
í síðustu viku var brotist inn
sumarbústað Ebenharðs Jóns-
ionar norðan í Moldhaugahálsi
>g þar stolið útvarpstæki, kos-
mgasi o. fl. En þar hefur ekki
/erið búið um skeið.
Þjófarnir brutu rúðu í
;lugga tll að komast inn. Við
Drottför sína tylltu þeir gleri í
únn brotna glugga, og var það
-aunar betri umgengni en búast
nátti við af mönnum er slíkra
írinda fara og eru nýbúnir að
'remja innbrot og þjófnað.
Vetur gengur í garð
Fyrsti vetrardagur er á
laugardaginn. Við kveðjum
sumarið með þakklátum huga,
því að sól og blíðviðri hafa
einkennt það, svo að með ein-
dæmum er. Og á margan hátt
hefur það búið okkur vel und-
ir stutta daga og langar næt-
ur, sem nú eru framundan. —
Hinn rótgróni skammdegis-
ótti er að hverfa, þótt jafnan
reyni Vetur konungur nokkuð
á þrek og þolgæði. Og vera
má að einmitt hann sé okkar
bezti uppalandi.
krið/sek. 194 m. Fáskrúðsfjörð-
ur 1484 krið/sek. 202 m. Reyð-
arfjörður 1520 krið/sek. 197,4
m. Eskifjörður 1510 krið/sek.
198 m. Neskaupstaður 1412
krið/sek. 212 m.
£iiiiiiiuiiiii iii iii in iii iii iii n n n iii n n iii iiiiin iii iii itn*
f Nýjasta áherzlu- |
\ merkið! !
Ræðumenn brýna raustina,
breyta um svip, fetta sig og
bretta og nota óspart hendurn-
ar til að gefa máli sínu meiri
áherzlu. Þeir berja jafnvel í
borðið og lemja sjálfan sig ut-
an. En allt eru þetta smámunir
einir hjá hinni nýju aðferð
Krúsjoffs, sem hann notaði ný-
lega á fundi Sameinuðu þjóð-
anna, en þá varð hann ofsareið-
ur. Hann reif af sér annan skó-
inn og lamdi honum í borðið
svo að glumdi í.
Roland þingforseti notaði þá
hinn íslenzka fundarhamar, er
Ásmundur Sveinsson gerði, en
þá fór ekki betur en svo, að
hausinn hrökk af skaftinu og
þeyttist fram í sal. Forseti sleit
þá fundi.
Day-fjölskyldan í sjónleiknum Pabbi, sem frá er sagt á fimmtu síðu blaðsins í dag.
(Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.).
Fjárlög ríkisins hafa hækkað um þriðj-
ung í tíð núverandi sljórnarflokka, þráít
fyrir allf sparnaðarhjalið
Svikin loforð.
Þess var beðið með eftirvænt-
ingu að reglulegt Alþingi kæmi
saman, einkum vegna landhelg-
ismálsins. Viðræður við brezka
sendinefnd hafði þá staðið
vikutíma, bak við svo harðlok-
aðar dyr, að utanríkismála-
nefnd fékk ekki einu sinni að
fylgjast með því, sem gerðist,
þrátt fyrir skýlaus loforð þar
Landhelgismál.
Eins og fyrr er frá sagt, gerði
Eysteinn Jónsson fyrirspurn,
fyrir hönd Framsóknarfl.
um málið. Hann fór þess á leit
að Alþingi yrði gefin skýrsla
um málið og engar ákvarðanir
gerðar án samráðs við það. Á
þetta féllst forsætisráðherra og
síðan hefur ekki verið um mál-
ið rætt á Alþingi. En átta þing-
menn Framsóknarflokksins í
Efrideild hafa lagt fram frum-
varp um að 12-mílna reglugerð-
in frá 1958 skuli hafa lagagildi.
Hermann Jónasson, fyrrv,- for-
sætisráðherra, mun hefja um-
ræður um það mál.
Fjárlagafrumvarpið.
Fjárlagafrumvarpið fyrir 1961
hefur verið lagt fram. Árið 1958
var niðurstaða fjárlaga 800
milljónir, árið 1959 hækkaði
hún upp í 1000 milljónir, 1960
varð niðurstaðan 1500 milljónir
og nú er gert ráð fyrir 1550
milljónum. Hækkunin á fjár-
lögujn í tíð núverandi stjórnar-
flokka er því meira en 500
milljónir króna.
Fjármálaráðherra segir í
greinargerð með fjárlagafrum-
varpinu, að í því felist 22. millj.
króna sparnaður á einstökum
útgjaldaliðum og hafa blöð
stjórnarflokkanna þyrlað því
ryki með honum. Þannig efnir
þessi ráðherra sparnaðarloforð-
in frá í fyrra og þykir miður
rausnarlegt. Gert er ráð fyrir
því, þrátt fyrir hækkun fjár-
laga, að minnka aðstoð við
strandferðir, jarðboranir og til
að útrýma meindýrum.
Nýi innflutningssöluskatturinn.
Nýi innflutningssöluskattur-
inn, sem innleiddur var í fyrra,
og lofað var margsinnis, að ekki
væri nema til bráðabirgða og
nam 8,8%, á að gilda áfram,
samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu. Fer hér sem oftar hjá nú-
verandi stjórnarflokkum: Lof-
orðin eru falleg, en efndirnar
svikin ein. (Framh. á 2. síðu.).
I síðustu viku var töluverð síldveiði á Pollinumi og var þessi
mynd tekin þegar löndun hófst úr Ester. (Ljósmynd: E. D.).
Famsóknarvist (þriggja
kvölda keppni) liefst n.k. föstu-
dag, 21. okt., og verður að
venju spilað á Hótel KEA. —
Skemmtunin byrjar kl. 8.30.
Aðalverðlaun eru vandað
Philips-útvarpstæki, en auka-
verðlaun Parker-penni og mái-
verk. Þá verða veitt sérstök
kvöldverðlaun hverju sinni. —
Dansað verður til kl. 1 hvert
kvöld.
Verð aðgöngumiða er 40 kr.
fyrir eitt kvöld og 100 kr. fyrir
þrjú kvöld. — Aðgöngumiðar
verða seldir í skrifstofu flokks-
ins í Hafnarstræti 95 fimmtu-
dag og föstudag kl. 1.30—7 e. h.
og við innganginn.