Dagur - 30.11.1960, Blaðsíða 7
7
FRA BOKAMARKAÐINUM
Framhald af 5. síðn.
Benediktssonar á Staðarfelli
eru nú orðin dýrmæt bók
vegna þeirrar margvíslegu
fræðslu, er hún veitir um ættir.
Þær ættir eru þó víðast hvar
skráðar eftir sögusögnum og
mjög óvíða studdar fæðingar-
og dánardögum, enda hvorki
traustar né ugglausar alls stað-
ar. í þessari bók eru ættirnar
raktar eftir kirkjubókum og
því hvarvetna eins öruggar og
unnt er. Hér er því um grund-
vallarrit að ræða, sem ávallt
verður hægt að leita til sem
heimildar um þessa ættstonfa,
til ómetanlegs gagns fyrir fræði
menn komandi tíma.
Nógir ætti^ að vera kaupend-
ur að bók eins og þessari, ailir
afkomendur hins fræga eld-
messuklerks. Bókin er fallega
prentuð og allavega vel og
smekklega úr garði gerð.
Benjamín Kristjánsson.
Ást á rauðu ljósi
Höfundur: Hanna Kristjáns-
dóttir.
Útgefandi: Bókaútgáfan Sagan.
Það er varla altítt, að ungar
stúlkur á íslandi setji sig niður
og skrifi bækur. Að minnsta
kosti minnist undin-itaður þess
ekki, að tvítug stúlka, íslenzk,
hafi gefið út eftir sig skáldverk,
— fyrr en í ár, að út kemur
skáldsagan „Ást í rauðu ljósi“
eftir Hönnu .^Kristjánsdóttur,
tvítuga stúlku ur Reykjavík.
Einhverjum kann að þykja
heiti bókarinnar andkannalegt,
— hví skyldi ung stúlka hafa
ást á rauðu ljósi umfram önnur
ljós? Því er • ekki -til að svara,
að stúlkan eigi rauðan lampa-
skerm, heldur er hið rauða ljós
stöðvunarmerki fyrir ást sögu-
hetjanna, Maríu Sjafnar og
Þorkels. María Sjöfn er ein
þeirra barna, sem eiga sér eng-
an föður. Hún er fædd á stríðs-
árunum, og kom föðurlaus úr
þeirri styrjöld, móðir hennar
rekald eftir hinn erlenda her
unz hún kynnist og giftist
þróttmiklum íslenzkum sjó -
manni — Brynjólfi. Sagan ger-
ist öll á einu sumri — gæti vel
verið sumarið 1960 — og segir
frá ást þeirra Maríu Sjafnar og
hins glæsilega, nýbakaða stúd-
ents, Þorkels. María Sjöfn er
listmálari og þau hjónaleysin
eiga sér þann draum heitastan
að komast saman til náms í Par
ísarborg, hún í listmálun, hann
í listasögu. En móðir Þorkels,
auðugasta kona Reykjavíkur,
Magdalena Marteinsson, ætlast
ekki til þess, að sonur hennar
kvænist umkomulausu kana-
barni með listagrillur. Það er
hún, sem gefur stoðvunarmerk-
ið fyrir ást þeirra, — þótt ástin
sigri alla örðugleika að lokum.
Söguþráður skal ekki frekar
rakinn hér. Hins ber að geta,
að Hönnu Kristjánsdóttur læt-
ur greinilega vel að lýsa ungu
fólki, og lýsing hennar á lífi
Reykjavíkuræskunnar það
blíða sumar 1960 er furðu lif-
andi og trúverðug. Einkum eru
lýsingar hennar á ungum stúlk-
um í Reykjavík sannfærandi,
við mætum þeim augliti til
auglitis, stúlkunni, sem vinnur
í kexi, drekkur kók og syngur
í alþýðukórnum og hinni, sem
nemur sálfræði í París á vetr-
um og duflar í Þjóðleikhús-
kjallaranum á sumrum, — þótt
ævintýri hennar fói alvarlegan
endi. Þó er söguhetjan, María
Sjöfn, haglegust gerð persóna í
bókinni. María Sjöfn er íslenzk
stúlka af nýrri kynslóð — ó-
spillt, furðu þroskuð og gædd
ríkum lífsvilja, þrátt fyrir vafa-
samt uppeldi og uppruna.
Þróttur hennar kemur ekki
sízt í ljós í viðskiptunum við
Magdalenu, móður Þorkels, og
sömuleiðis er hún mætir hin-
um ókunna föður sínum í gervi
sköllótts kvensemiskarls úr
Ameríku.
Það er kannski eðlilegt að
hinum unga höfundi láti verr
að lýsa karlmönnum trúverð-
uglega, en þó er Þorkell vel
gerður piltur og kemur það
ekki sízt í ljós þegar mest á
reynir.' Brynjólfur, fóstri Maríu
Sjafnar, er sömuleiðis vel gerð
persóna, en ævintýri þeirra
tveggja að Bifröst, eftir að móð-
ir Maríu er látin, hefði mátt
undirbúa betur, enda veigamik-
ið atriði í sögunni.
Þessi nýja Reykjavíkursaga,
Ást á rauðu Ijósi, er kannski
ekki ýkja merkilegar bókmennt
ir. En miðað við æsku höfundar
— og „reisn“ annarra íslenskra
skáldkvenna í dag — er hún þó
býsna athyglisverð. Hér kveður
sér hljóðs íslenzk stúlka af
nýrri kynslóð og lýsir lífi jafn-
aldra sinna í Reykjavík af raun
sæi og kunnugleik og á svo lif-
andi hátt að furðu sætir. Sagan
svikur engan sem skemmtilest-
ur, og hún er glögg heimild
um líf Reykjavíkuræskunnar í
dag. Persónurnar eru lifandi
æskufólk, kunnuglegar persón-
ur og drættir úr Reykjavíkur-
lífinu mæta manni á annarri
hverri síðu. Þá sætir það furðu,
hversu vel sagan er byggð og
frásögn öll umsvifalaus, — og
mætti margur eldri höfundur
öfunda hina ungu skáldkonu af
þeim sökum.
Að öllu samanlögðu hefur
Hanna Kristjánsdóttir unnið
gott verk með fyrstu bók sinni.
Af henni er eflaust góðra hluta
von í framtíðinni, — og frum-
smíð hennar er verð allrar at-
hygli. Ó.
..........................
1 NÝJA-BÍÓ
= Sími 1285
I Aðgöngumiðas. opin frá 7-9 I
Mynd helgarinnar:
| Lygn streymir Don \
É Heimsfræg rússnesk stór- i
I mynd í litum, gerð eftir 1
= skáldsögu Mikaels Sjólokoffs É
i sem birzt hefur í ísl. þýð- |
i ingu. Myndin er með ensk- j
um skýringartexta. i
É Ummæli Sigurðar Gríms- |
i sonar í Morgunblaðinu: i
i „Hér er vissulega um góða |
i mynd og áhrifaríka að ræða, i
i sem ég mæli eindregið með.“ |
i Aðalhlutverk:
í ELINA BYSTRITSKAJA í
PYOTR GLEBOFF.
i Seinni hluti aðeins sýndur i
i miðvikudags og fimmtudags- i
i kvöld. (Myndin send suður i
i um helgina.)
i Bönnuð börnum. i
• iiiiliiiimiimimiiiiiiiiiiiiimiiiiimiamiiiimiimm?
I. O. O. F. — 1421228lú —
Messað í Akureyrarkirkju á
sunnudaginn kemur, 2. sunnud.
í Aðventu. — Sálmar nr.
572, 207, 475, 137, 675. — Séra
Björn O. Björnsson messar. —
Eftir messu verður aðalsafnað-
arfundur.
Messað á sunnudaginn kem-
ur í Lögmannshlíð kl. 2 e. h.
Sálmar nr. 4, 201, 114, 207, 203.
Slutt barnamessa á eftir. — Al-
mennur safnaðarfundur að
loknum messum.
Möðruveílir í Hörgárdal. Sd.
4. des. messa kl. 2 e. h. Safnað-
arfundur. Sóknarnefndin.
®Drengjadeild. Fund-
ur 1. des. kl. 10.30 f.
h. í Kapellunni.
Stúlknadcild. Fund-
ur n. k. þriðjudagskvöld kl. 8.30
Hjúskapur. Hinn 22. þ. m.
voru gefin saman í hjónaband,
ungfrú Anna Steinsdóttir frá
Ólafsfirði og Ásgeir Rafn
Bjarnason, iðnaðarmaður á Ak-
ureyri. Heimili þeirra er að
Rauðumýri 7, Akureyri.
Síðasta laugardag voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Guð-
finna Ásgerður Sigurbjörnsdótt
ir frá Bjargi í Kinn og Harald-
ur Magnússon, verzlunarmaður
á Akureyri. Heimili þeirra er
að Lækjargötu 22, Akureyri.
Hjúskapur. Sunnudaginn 27.
nóvember voru gefin saman í
hjónaband af sóknarprestinum
í Laugalandsprestakalli, ungfrú
Ingibjörg Gunnarsdóttir frá
Stykkishólmi og Stefán Skag-
fjörð Óskarsson, bóndi Sam-
komugerði. Framtíðarheimili
ungu hjónanna verður að Sam-
komugerði.
•itiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMitiiiiniia n»
BORGARBÍÓ
i Sími 1500 i
i Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 i
} Ekkja hetjimnar f
i (Stranger in My Arms) É
i Hrífandi og efnismikil, ný, i
| amerísk kvikmynd í i
í Aðalhlutverk:
JUNE ALLISON.
JEFF CHANDLER i
Sandra Dee jj
| Charles Coburn §
Mary Astor o. fl. i
i „Þetta er mjög efnismikil i
i mynd og áhrifarík, enda á- i
H gætlega leikin." Mbl. 1
ín niiiiiiiii 1111111111111111111111111111111111111111111111111111?
Munasala (bazar) og kaffi-
sala að Sjónarhæð laugardaginn
3. des. n. k. kl. 3—10 e. h. til
ágóða fyrir byggingu sumar-
heimilis drengja við Ástjörn.
Sjá grein í blaðinu í dag.
Sjónarhæðarsöfnuður.
, Frá bæjarfógetaskrifstofunni.
Skrifstofan er opin á föstudög-
um til 16. þ. m., auk venjulegs
afgreiðslutíma, kl. 16—19 ‘til
móttöku á þinggjöldum.
Aðalfund heldur Húsmæðra-
skólafélag Akureyrar, fimmtu-
daginn 5. des. kl. 8.30 e. h. í
Húsmæðraskólanum. — Dag-
skrá: Venjuleg aðalfundarstörf
og auk þess mun stjórnin koma
fram með óvænt nýmæli, sem
konur þurfa að taka ákvörðun
um. — Kaffidrykkja eftir fund-
inn. — Konur fjölmennið.
Stjórnin.
í
I
s
I
I
I
I
I
&
X
I
I
1
Öllum þcirn, sem glöddu mig með heimsóknum,
gjöfum og skeytum á áttraðis afmœli minu þ. 20. nóv.
sl. fœri ég minar hjartans beztu þakkir. — Lifið lieil.
ÓLÍNA JÓNSDÓTTIR, Hliðarenda.
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem minntust mbi á
sjötugs afmceli minu 21. þ. m. með heimsóknum, góð-
um gjöfum, heillaskeytum og hlýjum lweðjum.
ÞORGERtíUR SIGGEIRSDÓ TTIR,
Öngulsstaðum.
T-
<?
4-
?
|
í
f
I
*
f
í
f
á
?
I
f
Filnúa mun hefja starfsár sitt
um aðra helgi, með sýningu
myndarinnar Ostan Etap, sem
gerist í Auschsvitz-fnngabúðun-
um. — Nánar auglýst í næsta
blaði.
Slysavarnarféjagskonur, Ak-
ureyri. Jólafundur verður hald-
inn að Bjargi, þriðjudaginn 6.
des. Fyrir telpurnar kl. 4.30 e.
h., og hinar kl. 8.30. — Konur,
takið með ykkur kaffi. Stjórnin.
Munið spilakvöld Eimngar og
Verkamannafélagsins á sunnu-
dagskvöldið í Alþýðuhúsinu.
Bazar heldur Barnaverndar-
félagið á Akureyri, að Iðavöll-
um fimmtudaginn 1. desember
kl. 3 e. h.
IOGT-stúkan Ísafold-Fjallkon
an nr. 1. Fundur fammtudag 1.
des. kl. 8.30 e. h. — Fundarefni:
Vígsla nýliða, lesin framhalds-
sagan, spiluð félagsvist og kaffi
eftir fund. — Mætið vel og
stundvíslega. — Æðsti templar.
Minningarspjöld Krabba-
meinsfélagsins fæst á pósthús-
inu.
Áttatíu og fimm ára
HALLGRÍMUR VALDIMARS-
SON, nú á elliheimilinu Skjald-
arvík, varð áttatíu og fimm ára
25. nóv. síðastliðinn.
Dagur sendir honum árnað-
aróskir og þakkar ágæt kynni
um árabil.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarþel við
andlát og jarðarför eiginmanns míns
HALLGRÍMS KRISTJANSSONAR
frá Hjalteyri.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Margrét Árnadóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
SIGRÍÐAR NÖNNU JÓNSDÓTTUR
Steindór Jóhannsson og börn.
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem auðsýndu samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför
GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Jaðri, Glerárþorpi.
Synir, tengdadætur, barnahörn og barnabarnabörn.
Fullkomið íþróttahús
Framhald af S. siðu.
í taflmóti Héraðssamb. Þingey-
inga. Síðari umferðin fór fram
að Laugum um helgina. Leikar
standa nú þannig, eftir þessar
tvær umferðir, að UMF Fnjósk
dæla hefur 6 vinninga, Völs-
ungur 5 vinninga, Mývetningur
4V2, Magni í Höfðahverfi 3(4,
Aðaldælir 3 og Reykdælir 2
vinninga.
Snjóföl er á 'jörð, en sam-
göngur hafa ekki truflazt. □
- Með átta pestir ...
Framhald af 7. siðu.
Eftir Napoleonsstríðin sögðu
brezkar stríðshetjur: „Við undir-
bjuggum Waterloo á knatt-
spyrnuvellinum“. Ef til vill segja
sunnlenzkir bændur: „Við leidd-
um heilbrigða skynsemi í efsta
sæti í mjólkurmálum héraðsins á
dansgólfinu á Laugarvatni.““ □