Dagur - 30.11.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 30.11.1960, Blaðsíða 8
8 Fiskiðnskóli innan þriggja ára Miklabæjdr-Sólveig Verðlir frumsýnd í næslu viku í STAVANGER í Noregi var ár ið 1952 vígður iðnskóli fyrirt niðursuðuiðnaðinn. Það kostaði um 16 milljónir íslenzkra króna að reisa skólann, en áætlað er, að reksturinn kosti um 800 þús. krónur á ári. Allan þennan kostnað greiddu niðursuðuverk- smiðjurnar sjálfar. Fyrst söfn- uðu þær álitlegri upphæð, svo hægt væri að byrja, en síðan var lagður skattur á hvern kassa af niðursuðuvörum, sem út var fluttur. Aðalverkefni skólans er að útskrifa verk- stjóra og tekur það nám eitt til eitt og hálft ár. Eitthvað á þessa leið gætum við farið að. Þótt heldur óvænlega horfi nú í bili með útveginn, þá getur það nú ekki varað um eilífð. Og það þarf ekki að byrja á að reisa höll fyrir skólann, heldur nægði að tryggja honum lítið frystihús og nokkrar kennslu- stofur. Aðalverkefni hans verð- ur svo að mennta verkstjóra og matsmenn. Þeirra nám getur vart staðið skemur en 1 til 2 ár. Halda þyrfti svo námskeið fyrir flakara, pökkunarstúkur, skoðunarfólk o. s. frv. Við eig- um til menn, sem annazt geta kennsluna, og vissulega er öll- um orðið ljóst, að skólinn verð- ur að komast upp sem allra fyrst. Það vantar aðeins sam- stillt átak. Það átak verður að koma frá samtökum framleið- enda. Að því ber að stefna, að mál þessi verði tekin föstum tökum hið allra fyrsta, og að fiskiðnskóli verði tekinn til starfa fyrir 1964. (Sjávarafurðadeild SÍS). Fuilkomið íþrótfahús a Húsavík Þar æfa að staðaldri 80 manns knattleiki, r bæði konur o<í karlar - A«ætt áhorfendasvæði í FRÉTTUM frá Húsavík segir, að í hinu nýja íþróttahúsi kaup staðarins, sem áður getur í frétt um, og er fullkomnasta íþrótta- hús utan Reykjavíkur, æfi nú að staðaldri um 80 manns, bæði konur og karlar. Handknatt- leikur og badminton eru vinsæl ustu íþróttirnar þar ennþá, en væntanlega bætast fleiri íþrótta greinar við, svo og leikfimi, áð- ur en langt um líður. í íþrótta- salnum er , ágætt áhorfenda- svæði. Búið er að tefla aðra umferð (Framh. á 7. síðu). í NÆSTU VIKU verður sjón- leikur um Miklabæjar-Sólveigu sýndur í Samkomuhúsinu á Ak- ureyri undir leikstjórn Jóhanns Ogmundssonar. Sennilega mun tilhugsunin ein setja hálfgerðan hroll að fólki, svo harmþrungin var saga Sólveigar og Odds prests á Miklabæ, svo kynngimögnuð og næstum djöfulleg varð Sólveig á Miklabæ í meðférð skálda, listamanna og almennings yfir- leitt. Sólveig varð að hálfgerðri forynju í þjóðtrúnni, en færri gera sér grein fyrir því, að þessi unga kona var talin myndarlég, dugleg og ást hennar heit. Þótt ekki séu liðin tvö hundr- uð ár frá því kona þessi svipti sig lífi og Oddur prestur hvarf á dularfullan hátt, að því sagan segir, veit engin deili á ætt hennar né uppruna. Nafn henn- ar var máð úr kirkjubókum. En þótt kirkjunnar mönnum hafi þóknast að gera Sólveigu út- læga, er nafn hennar greypt í huga sérhvers manns, vafin í eina römmustu þjóðsögu, sem til er. Höfundur leikritsins, Böðvar Guðjónsson frá Hnífsdal, bregð- ur upp nýjum myndum af hin- um sögulegu atburðum. Hann tekur ekki undir hin illu eftir- mæli þjóðsagnanna um Sól- veigu og Odd prest, en mælir af skilningi eftir konu, sem ann heitt, en er svikin. □ Skákþing Norðlendinga er nú háð á Blönduósi Keppendur eru 22, þar af 8 í meistaraflokki Á FUNDI í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar og Verka kvenna féalginu „Einingu“, sem haldinn var 27. þ. m., var eftir- farandi tillaga samþykkt með öllum atkvæðum: „Sameiginlegur fundur í Verkakvennafélaginu Einingu og Verkamannafélagi Akureyr- arkaupstaðar, haldinn sunnud. 27. nóv. 1960, mótmælir öllum samningum við Breta, eða hvaða erlent ríki sem vera skal, um nokkra eftirgjöf á fiskveiði- lögsögu íslands, svo sem veiðar innan 12 mílna frá grunnlínu um lengri eða skemmri tíma. Telur fundurinn allan undan- slátt í þeim efnum bæði van- sæmandi og hættulegan sjálf- stæði landsins og skorar á allan landslýð að rísa gegn öllum slíkum samningum. Ennfremur skorar fundurinn á Alþingi að láta fram fara þjóðaratkvæða- greiðslu um málið tafarlaust." Mörg laus prestaköll SAMKVÆMT upplýsingum séra Sigurðar Stefánssonar, vígslubiskups, eru fimm laus prestaköll í umdæmi hins forna Hólastiftis, víðsvegar á Norður- landi. Breiðabólsstaður í Vestur Hópi. Þar þjónaði séra Stanley Melax til skamms tíma, en er nú fluttur til Reykjavíkur og orðinn aldraður maður. Hann er Eyfirðingur að ætt, fæddur á Þelamörk. Æsustaðaprestakall I Langa- dal. Síðasti prestur þar, var séra Sigurvin Elíasson. Hann er nú settur prestur í Raufar- hafnarprestakalli og búsettur á Raufarhöfn. Grímseyjarprestakall er einn- ig laust og hefur enginn prestur átt þar heima síðan séra Robert Jack flutti þaðan. Hann er nú prestur á Tjörn á Vatnsnesi, en séra Pétur Sigurgeirsson, sókn- arprestur á Akureyri, hefur þjónað þar síðustu árin. Laufásprestakall í Suður-Þing eyjarsýslu losnaði í haust, er séra Birgir Snæbjömsson flutti til Akureyrar sem nýkjörinn prestur þar. Vatnsendapresta- kall í Suður-Þingeyjarsýslu losnaði einnig nú í haust, er séra Stefán Lárusson flutti að Núpi í Dýrafirði og tók við em- bætti þar. Þá er Raufarhafnar- prestakall laust, þótt þar sé settur prestur eins og áður er frá sagt. □ SKÁKÞING Norðlendinga fyr- ir árið 1961 hófst á Hótel Blönduósi 27. þ. m. Þar keppa 8 skákmenn úr meistaraflokki og 14 skákmenn úr fyrsta og öðrum flokki saman, samkv. Monroekerfinu. Skákstjórar eru Pétur Pét- ursson og Þorsteinn Matthías- son. Tefldir eru 45 leikir á 2% klukkutíma. Gufutúrbínan á Skagaströnd. Til að bæta úr rafmagnsþurrð hjá hinum samtengdu orkuver- um á Blönduósi og Sauðár- króki, var gufutúrbína ríkis- verksmiðjunnar á Skagaströnd tekin í notkun. En hún skilar 850 kw. Með þessu á svo að heita, að rafmagn sé nóg. Mesta álag er 1400 kw. Vatnsskortur er enn tilfinnanlegur í Laxá og Gönguskarðsá og á meðan svo er, skila virkjanir við ár þessar ekki mikilli orku. Víða er einn- ig vatnslaust á bæjum hér og hvar í sveitum. Hinn 1. des. verður Guðrún Jónsdóttir Espolin, Köldukinn í Torfulækjarhreppi, sjötug. Hún er gift Kristjáni Kristó- ferssyni og bjuggu þau að Köldukinn allan sinn búskap og dvelja þar enn hjá syni sín- um, Kristófer bónda. □ iiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Barnabók eftir Hjörí Gíslason ÚT ER KOMIN ný barnabók eftir Hjört Gíslason, verka- mann á Akureyri. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur hana út. Hjörtur hefur áður kvatt sér hljóðs á skáldaþingi í bundnu og óbundnu máli. Nýja bókin, Salómon svarti, sem er um 120 blaðsíður að stærð, prýdd teikningum Hall- dórs Péturssonar, er líkleg til að afla sér mikilla vinsælda og skjótra. Hún er sennilega skemmtilegasta barnabókin, sem B. O. B. hefur gefið út og ■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIMII Vinsæll kaupfélagsstjóri kvaddur FYRR í ÞESSUM mánuði var haldið fjölmennasta hóf, sem um getur í Fljótuln. Þá voru Salómon Einarsson kaupfélags- stjóri og kona hans Sigurborg Björnsdóttir kvödd, eftir 14 ára starf við Samvinnufélag Fljóta- manna. Salómon veitir nú kaupfélagi Kópavogs forstöðu. Vinsældir þeirra hjóna í Fljótum voru framúrskarandi og stjórn Salómons á málefnum samvinnumanna mjög farsæl, enda maður sá mörgum kostum búinn. Eftirmaður hans í Haganes- vík er Helgi Rafn Traustason. Salómon var í mörg ár frétta- ritari Dags og er blaðinu skylt og Ijúft að þakka þau störf hans alveg sérstaklega. Helgi Rafn, hinn nýi kaup- félagsstjóri, hefur tekið að sér fréttaþjónustu fyrir blaðið í Fljótum og Haganesvík. í samtali við hann, skýrði hann svo frá nú um helgina, að í sumar hefði verið opnaður nýr SALÓMON EINARSSON, nú kaupfélagsstjóri í Kópavogi. vegur frá Haganesvík til Reykj- arhóls. Liggur vegurinn ná- lægt sjó og vérður ekki mjög snjóþungur. Flaganesvík ætti því að vera í sæmilegu vega- sambandi við aðra staði Skaga- fjarðar framvegis. Enn háttar svo til, að allar vörur verður að flytja á Uppskipunarbátum og er ófært, ef úrbætur þurfa að dragast að mun. Nokkur áhugi er vagnaður meðal bær da á þvþ. að auka mjólkurframleiðslu og breyta um búskaparhætti að nokkru. Siglufjarðarskarð var fært á mánudag, a. m. k. fyrir jeppa. Lágheiði var bílfær. I Fljótum er lítils hátta föl. Fljótaá er vatnslítil mjög. Skeiðsfossvirkj- un er starfandi á daginn, en á nóttunni verður hún að safna kröftum, þ. e. vatni. Ennþá leysa ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði vandann og fram- leiða rafmagn. Spennan er þó stundum svo lág um nætur, að ekki kviknar á flúrósent-lömp- um. □ HJÖRTUR GÍSLASON, höfundur hinnar mjög umtöl- uðu, nýju barnabókar. eru þó margar góðar bækur fyrir yngstu lesendui'na við það bókaforlag kenndar. □ 1111111111111111 Undirbiinmgur f | undir álaveiðar í LOFTUR JÓNSSON, sá sem hóf loftflutninga á nýjum fiski til Hollands í sumar er leið, er nú að undirbúa nýja braut- ruðningu. Hann hefir tryggt sér réttindi til álaveiða á Snæ- fellsnesi og fengið hingað hol- lenzka sérfræðinga til þess að athuga allar aðstæður. Þegar hafa verið fengin feikn af veið- arfærum til veiðanna, sem væntanlega hefjast næsta sum- ar. (Sjávarafurðadeild SÍS)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.