Dagur


Dagur - 15.02.1961, Qupperneq 1

Dagur - 15.02.1961, Qupperneq 1
- | MÁI,CA<;N I' R ■VMSÖKNAB MAVNA ; R istjóki: Eri.incur Davíwsson Skuii-sioi a í Hak.narstræti 90 SÍMI i M)l) , Sl.TNINGU OG t'RTNIUN ANNAST 1’líKNTVERK Ol)DS Björnssonar h.t. Akiikt.vri s-------------------------------J Auci.ýsingastjóri: Jón Sa.m- ÓELSSON . ÁkCANOURIMN KÖSTA'R KK. ;00.00 . GjAl.DDACI T.R 1. JÚlJ Blaðib kemur n Á midvikudöc- i'M OT. A I.Al't.AUDÖGUM I*ECAR ÁS'I'.T.DA 1*YKIR 111. s,_______________________ Rætt um fóðrun og fóður- efni á bændðklúbbsfundi Framsögumaður var prófessor William Erling Dínusson - vestur-íslenzkur búvísindamaður SÚ NÝLUNDA var á síðasta fundi Bændaklúbbsins á mánu- daginn, að framsögu hafði vest- ur-íslenzkur prófessor og ræddi um fóður og fóðrun búpenings og sýndi bæði kvikmynd og skuggamyndir til skýringar. Þessi maður er William .Erling Dínusson, prófessor við háskól- ann í Norður-Dakota, en hann dvelur í vetur hér á landi og vinnur að fóðurfræðilegum rannsóknum við Atvinnudeild Háskólans. En vestra er starf hans tvíþætt, bæði kennsla og liúsdýra, bæði af lærðum mönn um og leikmönnum. En prófess or Dinusson leiddi áheyrendur sína, sem voru fjölda margir, á fund hinna smáu lífvera, sem einar geta breytt gróffóðri á þann veg að þær notist jórtur- dýrunum til vaxtar, viðhalds og afurða. Var mál hans hið fróð- legasta. Ræðumaður benti á. að í einni matskeið af hálfmeltu fóðri jórturdýranna fyrirfynd- ust 4—5 billjónir baktería, sem ekki lifðu nema nokkra klukku SaT t ^: i jTf * Oft er þröng á þingi á skautasvæðinu við íþróttavöllinn. (Ljm. E.D.) I Hríðin var þeim kærkomin! Ólafsfirði 13. febrúar. Nú er kom- in norðanhríð og mun skíðafólk- ið ekki harma þá veðurbreytingu. Við voruni búin að fá okkur skíðakennara, Svanberg Þórðar- son. En snjóinn vantaði, aldrei þessu vant. Svanberg vann við fé- lagsheimilið og beið eftir hriðinni. Nú verður breyting á og mun unga fólkið taka skíðin og leita í skíðabrekkurnar. í nýja fólagsheimilinu vinna nú smiðir, múrarar, málarar, blikk- sntiðir og fleiri iðnaðarmenn. Við vonumst til þess, að geta vígt hús- ið í suntar. Á laugardaginn var haldið þorrablót í gamla sam- komuhúíinu. Aðsóknin var óvenju mikil, enda flestir heima, gagn- stætt venju á þessum árstíma. Fá- ir hafa farið burtu í atvinnuleit að þessu sinni, bæði vegna verk- fallanna og ekki síður vegna þess live atvinna er ntikil hér heima í yetur vegna útgerðarinnar. Gæftir voru stopular síðustu viku og ekki var róið í morgun vegna veðurspárinnar, sem taldi norðanáttina mjög vaxandi. Afl- inn var 3—6 tonn í róiðri síðustu viku. Hrognkelsaveiði er ekki byrjuð enn þá, en rnargir eru tilbúnir með netin og munu leggja, þegar daginn lengir meira og gæftalega lítur út. □ rannsóknir. Oft hafa á Bændaklúbbsfund um verið flutt erindi um fóðrun jj S j íþróttafélagið Yöls- f | ungur sigraði l Húsavik 13. febrúar. Um áramót- in urðu eigendaskiþti á Hóitel Húsavík. Frú Karolína Steingríms- dóttir, sent verið hafði eigandi hótelsins síðasta ár, seldi það Sig- tryggi Albertssyni. Sigtryggur var áður dejldarstjóri vefnaðarviiru- deildar K. Þ. Úrslit í skákkeþpni Hóraðssam- bands Þingeyinga, sem áður var ofurlítið sagt frá, urðu þau, að sigurvegari varð Iþróttafélagið Völsungur, Húsavík. Hlaut það 15 vinninga af 20 mögulegum. Næst varð Mývetningtir með 12 vinninga, þá Geisli í Aðaldal og Ungmennafólag Fnjóskdæla með 9.5 vinninga livort, Magni í Höfðahverfi hlaut 8.5 og Efling í Reykjadal 5.5 vinninga. W. E. Dinusson, prófessor, flytur alvarleg mál í léttu m tón. (Ljósm. E. D.) AKUREYRINGAR HALDA SKAUTAIÞROTTINNI UPPIHÉR A LANDIMEÐ SÓMA Sýna Reykvíkingum íshockey um næstu helgi tíma, en endurnýjuðust ört og breyttu heyinu á þann veg að líkaminn gæti notað. Án bakterí anna gæti ekkert heyfóður meltst. Fóðrunin byggðist því fyrst og fremst á bakteríugróðr inum í meltingarfærum jórtur- dýra. Ræðumaður benti á, að við snöggar fóðurbreytingar hættu kýrnar stundum að éta. Þetti kæmi til af því, að nýir stofnar baktería þyrftu tíma til að ná nægum styrkleika. Þá benti hann á, að þar sem gripir eru reknir í vatn sem er ískæít einu sinni á dag og drykkju þá oft mikið, lamaðist bakteríu- starfsemin mjög á eftir vegna kælingarinnar í vömbinni. Prófessorinn sagði dæmi af vöntun snefilefna. Á tilrauna- stöð þeirri í Dakota, sem hann veitti forstöðu var nokkur sauð fjárrækt. Næsti bóndi hafði líka sauðfjárrækt og notaði sama (Framh. á 7. síðu). AKUREYRINGAR hafa nær ein- ir haldið uppi skautaiþrótt á landi hér síðustu áratugi. Hér voru oft hin ákjósanlegustu skautasvell langtímum sanian og eru það enn, ef vel er leitað. Skautamenn á Ak- ureyri fara stundum á skauta á nýlögð heiðavötn snemma á haust- in, áður en frýs í byggð og þeir hika ekki við að fara í aðrar sýsl- ur, ef þar fréttist um skautasvell en það er ekki fyrir hendi á heima slóðum. Og þeir leggja oft á sig mikla vinnu við að hreinsa svell og halda því við, þótt töluvert snjói. Þá hefur það vakið athygli hugs andi manna, að fremstu skauta- mennirnir nota ekki tóbak eða áfengi. Allt er þetta góðra gjalda vert. Eiga enga keppinauta. Á síðustu íslandsmótum í skautahlaupi hafa Akureyringar einir keppt, og var þó Islands- mótið haldið í Reykjavík í fyrra. Reykvíkingar mættu ekki til leiks, þótt þátttaka þeirra væri ráðgerð áður. En um næstu helgi á eftir héldu þeir skautamót og gátu þá farið á skauta. Sömu sögu er að segja af íslandsmótinu, sem ný- lega fór fram á Akureyri. Þar mætti enginn Reykvíkingur eða neinir aðrir en félagar úr Skauta- félagi Akureyrar. Þar náði hinn nýi skautameistari, Örn Indriða- son, betri árangri en áður hefur naðst hér á landi. Einhverja eftir- þanka fengu þó Reykvíkingar af eigin deyfð og mátti sjá hinar furðulegustu útskýringar og af- sakanir í sunnanblöðum. Skauta- félag Reykjavíkur hefur notið styrks úr bæjarsjóði, en það neit- aði væntanlegum keppendum um aðstoð við keppnisför hingað norð ur nú í vetur. En hvað gerir bærinn? En hvaS gera nú Akureyringar fyrir skautamenn sína og fyrir þessa íþróttagrein, sem Akureyr- ingar hafa stundað með miklum sóma um langt árabil Bæjarsjóð- ur leggur Skautafélaginu 2 þús. kr. á ári og enn fremur 5 þúsund krónur til að halda opnu æfinga- svelli við íþróttavöllinn, og hefur íþróttabandalag Akureyrar það fé til ráðstöfunar. En skautafélags- menn láta í té ókeypis skauta- kennslu og eftirlit á skautasvæð- inu. Ein er sú íþrótt, sem skauta- menn á Akureyri hafa stundað um árabil, en það er íshockey, sem er mjög skemmtilegur og spenn- andi leikur og krefst bæði leikni og harðfylgis. Ætla að keppa og sýna í Reykjavík. Á sunnudaginn var einn slíkur leikur háður á skautasvæðinu við íþróttavöllinn. Tilefnið var það, að um næstu helgi ætla nokkrir Akureyringar að skreppa til Reykjavíkur og keppa við Akur- eyringa, sem þar dvelja við nám og störf. Hefur Iþróttabandalag höfuðstaðarins mjög hvatt til þess arar farar og mun Reykvíkingum nokkur nýluilda að sjá íshockey- keppni. En það er í sjálfu sér gajn- an að því, að Norðlcndingar skuli Framhald á 6. siðu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.