Dagur


Dagur - 15.02.1961, Qupperneq 2

Dagur - 15.02.1961, Qupperneq 2
2 Jóladæéur. --------Þá gerist það, að slas- aður maður er fluttur í land úr einum Reykjavíkurtogaranna og veldur uppnámi í eldhúsinu. Og það á sjálfan jóladaginn. Hann er studdur emjandi upp bryggjuna, og Jón læknir tekur hann í skyndi til athugunar. Maðurinn reynist ekki hættulega meiddur, miklu minna en sársaukinn benti til. Annar handleggurinn er geng- inn úr liði og fæturnir eitthvað skrámaðir. Læknirinn kippir x liðinn og býr um meiðslin á fót- unum. Þar með er maðurinn orð- inn hress, og það er borið til baka, sem gekk staflaust út um allan bæ, að hann væri hálfdauður. En hvað fólk getur logið! Guði sé lof fyrir, að þetta var ekki alvar- legt, segja menn í styttingi. Manninum er það svo mikil fróun, að sársaukinn og ótti við limlestingu er liðinn hjá, að hann verður skrafhreifinn. Hann getur ekki stillt sig um að segja lækn- inum það, um leið og hann kveð- ur, að systir sín vinni hérna. Læknirinn segir að það sé gaman fyrir hann. Pilturinn mætir stúlku á gang- inum og spyr eftir Pálínu systur sinni. En stúlkan segir, að hér sé engin Pálina. Hann horfir á hana einarðlega og lætur engan bilbug á sér finna: „Víst er Pálína hér. Pálína Hersi lía Jónsdóttir." Stúlkan spyr, hvort hún sé frá Hornafirði. Gestinum þykir þetta kyndug spurning og segir með nokkrum þótta, að hann sé frá Reykjavík. „Það er nefnilega stúlka hérna frá Hornafirði. Hera heitir hún. Það er þó aldrei sama manr^gskj- an?“ Pilturinn áttar sig og verður glaður við: „Ekki veit ég, hvað þið kallið hana. En við köllum hana Pöllu.“ „Jæja, komdu þá með mér niður í eldhús." Þau halda áfram inn eftir ganginum í rauðri birt- unni frá jólaskreyttum loftljós- unum. Ekki getur Lilja láð stúlkunni það, þó að hún reyni að lagfæra svolítið nafnið Pálina Hersilía. Hitt skilur hún ekki, að neinn geti vænzt þess að vaxa í áliti af því einu að vera frá Hornafirði. Var ekki miklu fínr.a að eiga heima í Reykjavík? Sízt botnar hún þó í því, að Hera geti bæði verið einbirni, eins og hún sjálf segir, og átt bróður, sem kemur Ijóslifandi. A hún að spyrja hana? Nei, nei. Lilja hefur beyg af Heru, óttast um sjálfa sig á ein- hvern óskiljanlegan hátt. „Þið eigið heima í Reykjavík segirðu. Er skipið þá ekki gert út frá Hornafirði?“ „Hvaða bölvaðan Hornafjarð- armána ertu með í höfðinu, manneskja?“ Pilturinn horfir undrandi á hana. „Ég er á Reykjavíkurtogara, honum Erni.“ „En pabbi hennar Heru er út- gerðarmaður." „Utgerðarmaður! Hvað ertu að segja? Pabbi vinnur hjá bænum, sópar götur. Hann er heilsulaus maður. Við erum níu systkinin. Mamma er á spítala núna.“ Pilturinn horfir á Lilju, gram- ur, undrandi og hryggur. „Palla skrifar aldrei. Er hún ekki frísk?" „Jú, hún þrífst.“ Þau eru komin í enda gangsins að stiganum, sem liggur í bugðum milli allra hæðanna. Þau ætla niður í kjallarann, en uppi yfir þeim stendur Hera, ljósklædd, berhöfðuð og fcl að venju. En nú eru augun eðlilega opin, stór og blá. Bogadregnu munnvikin, sem gera háðsbros hennar svo sér- kennilegt, njóta sin nú ekki. Hera er alvarleg. Pilturinn veröur hennar var og hraðar sér upp í stigann til henn- ar. „Sæl og blessuð." Hún réttir honum höndina. „Hvað er um að vera? Hvað- an ber þig að, Villi?“ Rödd Heru er hvell. „Ég meiddi mig. Það var ekki hættulegt. Ég get talað við þig svolitla stund, áður en dallurinn fer.“ „Komdu niður í borðstofuna. Gjörðu svo vel.“ Við Lilju segir hún glaðlega: „Þetta er kunningi minn úr Reykjavík.“ Pilturinn opnar munninn en hættir við að tala. Litlu seinna á Lilja erindi nið- ur í eldhúsið. Hera snýr sér að henni með trúnaðarsvip: „Loks- ins er ég þá laus við þennan kauða. Greyið er svona trygg- lyndur. Hann hefur unnið hjá pabba og vissi, að ég var hér.“ „Þú ert að ljúga, Hera mín. Þetta er bróðir þinn. Hann sagði mér allt um hagi ykkar á þremur mínútum." Hera hnykkir til höfðinu, hugs- ar sig svolítið um og segir svo þrjózkulega: „Þá það!“ Hún er að smyrja brauð og heldur áfram við verk sitt. Lilja stendur grafkyrr og sýnir ekki á sér fararsnið. Þá litur Hera hvat- skeytlega é hana: „Hvað á þessi rekistefna að þýða? Ég veit ekki til, að ég hafi gert á hluta nokk- urs manns hér í þorpinu. Hverj- um kemur það við, hvað ég á margt skyldfólk? Það eru von- antíi ekki skattsvik, þó að ég segi ekki frá hverri manneskju, sem er í ætt við mig.“ „Ég var ekkert að spyrja þig eftir þessum gesti. Þú sagðir mér að fyrra bragði, hver hann væri. Þá gat ég ekki stilit mig um að segja þér það, sem ég vissi um manninn." I því kemur ráðskonan inn. Hera kemur inn í herbergi Lilju og segir í óspurðum frétt- um: „Ég veit, að þú skilur ekk- ert.“ Hún sezt og heldur áfram án þess að bíða eftir svari: „Þú skil- ur þetta ekki. En þessir krakka- ræflar, mér er sama, þó að þetta séu systkini min, hafa oft gert mér gramt í geði. Við erum niu. Ég er elzt. Aldrei almennileg flík! Alltaf hægt að sjá langar leiðir, að maður var verkalýður. Sú stétt var ekkert beisin, áður en Bret- inn kom vorið fjörutíu, og möt- uðu þó ekki allir krókinn. Lengi muna börnin, eins og máltækið segir. Finnst þér undarlegt, þó að börn beri svolítinn kala til for- eldra, sem aldrei geta veitt þeim neitt, vegna þess að ómegðinni hefur verið hrúgað niður eins og fénaði. Það voru svo sem fleiri stelpur fátækar en ég þarna í kumböldunum, En hinum stelp- unum var sama.“ „Ekki trúi ég því, að þeim hafi verið sama um fátæktina," segir Lilja. „Auðvitað hefðu þær gjarnan viljað eiga góð föt. Ég á ekki við það, En þeim var sama, hver sá þær ganga út og inn um þessi greni. Þeim sárnaði það ekkert, að foreldrar þeirra voru aumingj- ar.“ „Hvernig aumingjar? Ekki skil ég, að foreldrar þínir séu neinir aumingjar. Nógu ert þú myndar-. leg. Og ekki sýndist mér þessi bróðir þinn neitt síðri en fólk er flest.“ Hera er orðin mæðuleg: „Æ, þú skilur ekki, hvað ég á við. Ég á ekki við það, að þau séu neitt heimsk eða ljót. En þeir, sem ekki geta bjargað sér, eru ræflar. Allir, sem eitthvað er spunnið í, komast áfram.“ Lilja segist ekki vera viss um það. „En það veiztu þó, að ef enginn hefði neinn metnað, yrði aldrei neinar framfarir í heiminum. Það er aumingjaháttur að gera engar kröfur fyrir sjálfan sig.“ Lilja hugsar málið: „Gakktu þá í lið með þessum, sem heimta hátt kaup og allt til alls og vilja skipta auðnum jafnar. En þeir tala um þetta á mannfundum. Það er miklu einfaldari aðferð en að útnefna sig í laumi eiganda að skipi, sem ekkert er til.“ „Ég hata þá.“ Hera er óvenju- fastmælt. „Þeir vilja draga alla ræfla upp úr svaðinu á kostnað þeirra, sem dugur er í. Ég hata öll samtök. Þau eru ævinlega skásta fólkinu til bölvunar." Lilju þykir þetta orðið of heimspekilegt. „Vel á minnzt skipið, Hera n ín,“ segir hún al- úðlega. „Hvað kom til að þú fluttir þetta blessað skip til Hornafjarðar? Er fínna að gera út þar en í Reykjavík?" Hera hugsar sig um: „Ætli ég hafi ekki viljað komast sem lengst frá öllu saman?“ „Þá það. En setjum nú svo, að þú krækir þér í efnaðan mann, sem langar til að mægjast við skip. Og svo kemur í ljós, að skipið er ekkert til.“ „Ég sný mig út úr því, ef til kemur. En heyrðu, þú þegir.“ „Hver ætli gæti haft áhuga fyrir að frétta þetta? Engin lif- andi sál! Það væri þá helzt að ég segði honum Hjörleifi það. Hann 'hefur svo gaman af skrýtl- um.“ Hátíðavikurnar voru viðburða- ríkar í Skriðufirði að tiltölu við fólksfjölda, ef nota má aflóga fyndni. I fyrsta lagi varð það uppvíst, að jarðneskar verur voru riðnar við reimleikana. Sámur hans Eilífs kaupa kom eitt kvöld þjótandi heim með gleraugu og svartan hatt. Þá kom það upp, að enginn lifandi maður í þorpinu trúði á vofur. Aðrir svipir, sem sézt höfðu, hættu að gera vart við sig, þegar upp komst um Sám. Ahugi fyrir andlegum málum fór Iika veg allrar veraldar, því að mikils háttar atburður gerðist í þorpinu næstu daga. Verksmiðjan hefur staðið þarna fokheld síðan í fyrra, en innantóm. Hún á sér ekki langa sögu. Þingmaðurinn hófst handa fyrir síðustu lcosningar og lagði hornsteininn. Hér er ekki um að ræða neina slorbræðslu, sem spýr óþef um alla byggðina nótt og nýtan dag. Þessi verksmiðja á sér annað hlutverk eða réttara sagt aðra köllun. Þjóðhollir menn hafa oft vakið máls á því, að nauðsyn beri til að kenna Islendingum nýja drykkjusiði á borð við þá hæ- versku, sem sögð er ríkja meðal stórþjóðanna. Einkum er það rómað, hversu vel Englendingar kunni sig við öldrykkju, þarna geti þeir setið á knæpunum, virðulegir, og smjattað og smá- sopið á sama glasinu tímunum saman, án þess að verða nokkurn tíma alveg viti sínu fjær. Margir töldu, að það ætti að verða Is- lendingum metnaðarmál að læra að sitja svona virðulegir og smjatta og smásúpa á sama glas- inu hálfan daginn. Vígorðið var: Drykkjusiðabót. Ekki stendur á framkvæmdun- um. Siðbótarverksmiðjan er risin af grunni. Hún á að framleiða þessar menningarveigar, er stór- þjóðirnar teyga við svo mikinn orðstír. Blessaður þingmaðurinn lagði hornsteininn — og sinn síð- asta eyri i verksmiðjuna. A annan í jólum, þegar kapp- ræðurnar um reimleikana voru sem ákafastar, kemur skip að landi með óskiljanlegar vélar inn- anborðs, og þeim er skákað upp á bryggju. Sérfróðir menn að sunnan eru með skipinu og þar að auki Englendingshró, sem líka er sérfróður í einhverju. Verkfræðingunum er tekið með virktum, öðrum eins aufúsu- gestum. Þó gera menn sér enn meira far um að vera alúðleg- ir við aumingja Englendinginn. Engin lifandi sál lítur hann horn- auga. Erindi hans er friðsamlegt. Þar við bætist, að hann er svo ófélegur í sjón, að menn vænta þess að fá að hafa allt sitt í friði fyrir honum. Manngreyið hefur barizt í sjóhernum. Því er hann svona ókátur, segja sumir. Hann Eilífur kaupmaður, ef kaupmann skyldi kalla síðan Bör fór að verzla, dvaldist i Ameríku á betri árum sínum. Síðan kann hann ensku. Hann gerir sér títt um Englendinginn og kallar hann ýmist Djonn Djonns eða Mister Djonns. Almenningur veltir vöng- um yfir nafninu góða stund og kallar hann síðan Jón Jónsa. Eilífur kaupi nefnir það við vini sína, að hann sé rétt að verða fimmtugur, eigi afmæli á þrett- ándanum. Það er áhættulaust að halda upp á afmælið sitt í Skriðu- firði. Þar tíðkast það ekki, að lítt kunnugir menn snuðri kringum afmælismjöðinn. Eilifur hefur svo sem heyrt getið um Reykvík- ing, sem hélt upp á sextugsaf- mælið sitt fyrir tveimur árum og hefur enga von um að komast úr veizluskuldunum í lifanda lífi, svona gamall maður. En í Skriðu- firði er öllu óhætt. Og Eilífur astl- ar að gera sér glaðan dag. En nú ber svo til að Eilífur mætir þeim enska Jónsa á förn- um vegi og biður hann að sýna sér þá vinsemd að koma í hófið. Jón Jónsi brosir dapurlega og segir, að svo undarlega hittist á, að hann eigi sama afmælisdag. Eilífur verður glaður við og segist halda veizlu fyrir báða. Þó að Eilífur sé að mjakast yfir fimmta tuginn, er hagur hans ekki glæsilegri en svo, að hann er ókvæntur. Aldrei verður honum þó skotaskuld úr því að fagna gestum á einbúaheimili sínu, Sjálfur hitar hann afbragðs kaffi. Og, ef é liggur, gera grannkonur hans það fyrir hálft orð að baka pönnukökur. Astæðan til þess, að Eilífur fór að verzla, var ekki ágirnd og leti — heldur leti ein- göngu. Hann er allra kaupmanna vinsælastur. Að þessu sinni verður Eilífur að hafa óvenjulegan viðbúnað. Hann hugsar málið. Eftir það leggur hann leið sína austur að Sjúkrahúsi, gengur inn kjallara- megin og spyr eftir fröken Fann- eyju. Unga aðkomustúlkan með gríska gyðjunafnið verður fyrir svöium og fylgir honum inn í borðstofu. Þar innan við er önn- ur stofa minni og vængjahurð á milli. Hér vantar ekki húsrýmið. Ur báðum stofunum er gengið inn í eldhúsið. Ráðskonan kemur. Eilífur tjáir henni vandkvæði sín og spyr frökenina beinlínis, hvort hún vilji baka afmælis- brauðið, hér séu svo fullkomin tæki til allra hluta. Hitt nefnir hann auðvitað ekki, að fólk telur þær ekki eiga annríkt í eldhúsinu. Ráðskonan svarar mildilega. Hún drepur að vísu á það, að fólk haldi, að hún eigi náðuga daga, en bætir við: : „Það er bezt að tala við Heru.“ Eilífi er það ljóst, að hér er til mikils mælzt. En ölverksmiðjan hefur þessa daganan verið gerð að svo rækilegu umræðuefni í út- varpi og blöðum, að hverjum manni í þorpinu hefur vaxið sjálfsálit. Ráðskonan kallar íbyggin á stúlkuna og tjáir Eilifi, að þessi unga stúlka sé útlærð af Mat- reiðsluháskólanum í Reykjavík, og ef hún vilji vera svo góð að hjálpa upp á sakirnar, þá muni þær í sameiningu liðsinna hon- um. „Gott kaup og veizla í kaup- bæti,“ segir hún örvandi við Heru. „Velkomið, þó að ekki væri nema veizlan,“ svarar hún. „Það er ekki svo oft, sem fólk gerir sér glaðan dag hér í Skriðufirði." Eilífur læzt verða uppnæmur yfir því, að hún skuli hafa verið á svona fínum skóla. Ráðskonan samsinnir. Sjálf segist hún bara hafa verið á Blönduósi í gamla daga. „En nú er öld sérfræðinnar runnin upp.“ Að lokum kemur þeim saman um að hafa veizluna hérna í borðstofunni. Ráðskonan opnar vængjahurðina. „Hér er hægt að hafa opið á milli. Þetta er ekkert notað. Ég er víst frjáls að því að nota stofurnar í eitt skipti. Og ekkert heyrist upp á efri hæðirn- ar, þó að umgangur verði fram eftir nóttu.“ Eilífur felur þeim allar fram- kvæmdir og blessar þær báðar. En þær hrósa honum fyrir rausn og framtakssemi. Að lokum kveðjast þau með mikilli vináttu. Bökunarleyndarmáli þeirra Fanneyjar og Heru er líkt við kjarnorkuleyndarmál, eins og öllu, ætu og óætu, sem dul er yfir. Jafnvel afmælisbarnið veit ekki neitt. Eilífi þykir svo gam- an að þessari leynd, að hann vill umfram allt ekki verða neins á- skynja. Hann segir vinum sínum, að eitthvað bráðfyndið sé nú á seyði. Fröken Fanney brosir góð- látlega og segir að Hera hafi víst fundið eitthvað úpp til gamans. „Þegar ég var á Matreiðsluhá- skólanum. . segir Hera og rifj- ar upp margar veizlusögur. Eilífur kaupmaður, ef kaupmann skyldi kallá síðan „Bör“ fór að verzla, stendur prúðbúinn og brosandi í dyrunum og heilsar gestum. Hitt afmælisbarnið, Jón Jónsi, kemur að sjálfsögðu með þeim fyrstu. Hann heilsar vini sínum með daufu brosi og kinkar kolli til gestanna. Eilífur segir, að mál muni vera að líta á veizlu- föngin. Hann bendir gestunum að færa sig innar, og hópurinn fer hæversklega á hreyfingu. Sjálf borðstofan er auð, því að þar á að dansa. Veizluborðið er í innri stofunni, Hún er enn lokuð. Eilífur tekur Jón Jónsa við hönd sér, gengur að hurðinni og drepur á dyr. Gestirnir færa sig á eftir. Há og skær rödd Heru biður menn að gera svo vel. Dyr leynd- ardómsins ljúkast upp. Eilífur og Jón Jónsi víkja sér til hliðar og hleypa gestunum inn á undan sér. Hera birtist innan við dyrnar, íturvaxin með glóbjart hárið í glæsilegum bylgjum. Hún er í brúnum kjól með litla, livíta svuntu. Fröken Fanney stendur innar, nær borðinu, klædd svört- um kjól og stórri, hvítri svuntu. Þær brosa báðar og bjóða gest- unum að borðinu. Gestirnir heilsa veizlukonun- um með handabandi, nálgast borðið, hoifa á bað furðu lostnir um stund og lita hver á annan. Svipur þeirra er óráðinn. (Framhald o 6. síðu.) ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR: Fátt segir af einum (Kafli úr óprentaðri sögu)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.