Dagur - 11.03.1961, Síða 1

Dagur - 11.03.1961, Síða 1
f-------------------;-------------- i l\fÁU'.A<;.N !' R AMSÓK.NAR NIANNA : R'Tstjóri: Erijngur Davíhssun Skritstota i Hai-narstk.ttt 90 Sími HÖ6 . Sr.TNiNta' oc rrkntun ANNAST PRF.NTVERK OdU.S B jörnssonar h.f. Akurevri --------------------:----------:___. XUV. árg. Akureyri. laugardaginn 11. marz 1961. — 12. tbl. f"J‘"V>' ..... Auglý$í> ÚEI-SSON . oastjóri: JÓN 5am- • - ároancukinn kostak KR. 100.00 C | AU)l)A<;i ER 1 . JÚI.Í t'M OC Á S.ALTARDÖOUM í»e<;ak Ásr.FOA )»ð KIR TlL i á ................................................................................................................ «• Landhelgismalið afgreitf á Alþingi Stjórnarandstæðingar telja íslenzku þjóðina óbundna af nauðungarsamningi við Breta EFTIR mikið þóf á Alþingi um landhelgismálið, þar sem stjóm arflokkarnir gáfust gjörsamlega upp í rökræðum, var það sam- þykkt með atkvæðum allra Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks- manna að fela ríkisstjórninni að semja við Breta samkvæmt margumtalaðri orðsendingu. Stjórnarandstæðingar greiddu allir atkvæði á móti. Þeir hafa krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um það, en stjórnin þorir það ekki. Stjórnarandstæðingar gerðu tillögu um að breytt væri orða lagi um að Bretar „féllu frá mótmælum", en gæfu fulla við- urkenningu á 12 mílna fiskveiði lögsögunni. En stjórnarflokkarn ir felldu þá tillögu og gefur það til kynna að *þar liggi „fiskur undir steini.“ Stjórnarflokkamir felldu einnig tillögu um að í samningn um væri tekið fram að Bretar færu út fyrir 12 mílna mörkin að þrem árum liðnum. Guðm. í. þóttist þó hafa bréf í vasan- um frá ríkisstjórn hennan há- tignar upp á það, að Bretar færu. Brezka ríkisstjórnin hefði ekki áhuga á að vera þar lengur. Ráðherra neitaði að birta bréfið, eða láta það af hendi! Aðrar breytingartillögur sem gengu í þá átt að gera samninginn auðskilinn og óum deilanlegan og jafnframt hag- stæðari fyrir Islendinga, voru allar felldar með öllum atkvæð um stjórnarflokkanna, án und- antekninga. I þessu máli voru stjórnarflokkarnir svo berzkir, að það var eins og þar væru Bretar sjálfir komnir inn í þing ið til að greiða atkvæði gegn ís lendingum. Stjórnarandstæðingar hafa lýst þessum samningi sem nauð ungarsamningi, sem þjóðin geti ekki verið bundin af um alla framtíð. Það hefyr aldrei hent íslend- inga áður, að samþykkja rétt- indaafsal fyrir íslands hönd á sjálfu Alþingi. Mun þetta verða talinn sögulegur atburður og mikið glapræði bæði nú og síð- ar. □ ÞESSI mynd úr Biðlar og brjóstahöld er úr 3. þætti og er að því leyti táknræn, að skammt er á milli hinna óvæntu atburða. — Frá vinstri: Jón Kristinsson, Ragnheiður Júlíusdóttir, Jón Ingimarsson, Hallgrímur Tryggvason, Ester Jóhannesdóttir, Sigurveig Jónsdóttir og Soff ía Jakobsdóttir. (Ljósmynd Eðvarð Sigurgeirsson.) Mörg eru störfin hjá Akureyrarkaupstað í starfsmannafélagi bæjarins er um 80 manns, segir formaður félagsins, Björn Guðmundsson MARGVÍSLEG störf eru unn- in á vegum Akureyrarkaupstað ar og margir eru starfshóparnir sem sameiginlega vinna að því að gera kaupstaðinn að menn- ingarlegum bæ og góðum veru- stað. Um helgina var haldið hóf í tilefni af 20 ára afmæli Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar. Formaðurinn, Björn Guð- mundsson framfærslu- og heil- brigðisfulltrúi, varð vel við þeim tilmælum að gefa upplýs- ingar og sneri blaðis sér til hans af þesu tilefni. Hvað eru starfsmenn bæjar- ins margir? Ekki veit ég nákvæmlega hve fastráðnir menn eru marg- ir, en 81 eru í starfsmannafél- aginu, segir Björn. Hve lengi hefur þú verið formaður félagsins? í fjögur ár, en næsti aðal- fundur er á morgun og þá fara kosningar fram. Hvert hefur verið aðal við- fangsefni Starfsmannafélagsins? Launamálin, og hefur félag- ið fengið nokkru áorkað í þeim efnum í samvinnu við aðra starfshópa innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Hvaða atriði telur þú merk- ast frá liðnum starfsárum? Ef nefna á eitthvað sérstakt, vil ég benda á eftirlaunasjóð- Akureyri, höfuðstaður Norðurlands. (Ljósmynd Eðv. Sigurgeirsson.) inn, sem stofnaður var 1942. Frá stofnun þessa sjóðs til 1960 greiddu bæjarstarfsmenn 3% af launum sínum í sjóðinn, en bæjarsjóður lagði í hann 6% á móti. Nú leggja starfsmenn 4% í sjóðinn, en bæjarsjóður 7%. Eftirlaunasjóðurinn er orðinn tölvert öflugur og hann hefur gert mikið gagn. Ur honum hafa starfsmenn fengið lán til íbúðabygginga eða til kaupa á íbúðum, og þeir sem hætta störfum fyrir aldurs sakir fá greidd eftirlaun. Formaður sjóðsstjórnarinnar er Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri. Á félag ykkar nokkurt hús- næði til félagsstarfa? Nei, ekki er það nú, en hins vegar á það sumarbústað, sem það keypti í fyrra í Leifsstaða- landi í Öngulsstaðahreppi, ásamt landi. Þar er ráðgert að byggja viðbót svo að tvær fjöl- skyldur geti samtímis dvalið þar í sumarleyfum, og landið á að klæða skógi. Hve margir voru stofnendur Starfsmannafélags Akureyrar- bæjar? Þeir voru 22 talsins og þar af eru enn 12 starfandi félagar. Fyrsti formaður var Bjarni Halldórsson og með honum í stjórn, Jón Norðfjörð, Þor- steinn Stefánsson, Guðm. Karl Pétursson og Ólafur Magnus- son. Nokkuð sérstakt um fram- tíðarstarfsemina? í því sambandi vil ég helzt nefna, að í hinum fjölmenna hópi bæjarstarfsmanna eru miklir og góðir starfskraftar og það er gott að vinna og starfa með þessu fólki og okkur er nauðsynlegt að halda uppi félagsstarfi. Með þetta hvort tveggja í huga, efast ég ekki um, að Starfsmannafélagið eigi Björn Guðmundsson, fulltrúi. góða framtíð, sjálfu sér og bænum til hagsældar, segir Björn. Þegar hér er komið víkjum við samtalinu að hinum mörgu verkefnum bæjarins og starfs- mannahópum á vegum bæjar- félagsins. Niðurstaðan af því samtali leiddi eftirfarandi í ljós og er stiklað á stóru. Fastráðnir starfsmenn Akur- eyrarkaupstaðar eru á áttunda tug, (í starfsmannafélaginu, sem telur 81, eru nokkuð marg ir, sem komnir eru á eftirlaun, en aðra vantar þar.) Á bæjarskrifstofunum eru 7 fastráðnir skrifstofumenn, sem annast bókhald, innheimtu og útborganir. Þar er bæjarstjóri, Magnús E. Guðjónsson, meðtal inn, en hann er framkvæmda- stjóri bæjarstjórnar, sem fer með æðsta vald í málefnum. kaupstaðarins. Þar er einnig tal inn bæjarritari, Þorsteinn Stef- ánsson, og gjaldkeri, Valgarð- ur Baldvinsson. Auk þess eru lausráðnir menn sem eru ekki taldir hér eða annars staðar hér á eftir. H.já Rafveitu Akureyrar (Framhald á bls. 7)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.