Dagur - 11.03.1961, Síða 2
2
EINN ER sá staður á landi hér,
sem öðrum fremur var afskipt-
ur með vegasamband og er það
raunar enn, það er utanvert
Langanes í Norður-Þingeyjar-
sýslu. Þó er talið að um síðustu
aldamót hafi búið á Skálum um
þrjú hundruð manns. Þar var
mikil útgerð þó hafnarskilyrði
væru léleg.
Nú eru Skálar í eyði, siðasti
ábúandinn flutti þaðan árið
1956, eftir standa tvö íbúðar-
hús, húsatóftir allmargar og
nokkrir legsteinar, þar sem
einu sinni var kirkjugarður.
Þetta eru hinar sýnilegu menj-
ar liðins tíma þar. Frá Skoru-
vík, sem er hinum megin á nes
inu, gegnt Skálum, eru rúmir
tuttugu km að Heiðarhöfn, sem
er næsti bær.
Mig fýsir að fræðast nokkuð
um háttu þeirra manna, sem
þarna lifðu og störfuðu um
langt skéið. Legg því leið mína
heim að bænum Eiði, sem stend
ur í svonefndu Eiðsskarði utan
til á nesinu, í þeim tilgangi að
hitta þar að máli hinn kunna
ákafa- og aflamann Sigurð Guð
mundsson frá Heiðarhöfn, sem
var einn af máttarstólpum at-
hafnalífsins hér við nesið um
fangt árabil.
Ég kný dyra hjá Sigurði og
inni fyrir hljómar hressileg og
þróttmikil rödd hans. Hann ligg
ur uppi í rúmi, alklæddur þó,
með teppi yfir sér.
Fór seint að sofa, segir hann,
komum ekki heim af ballinu
fyrr en um fjögurleytið í nótt,
og tek það því rólega í dag,
enda sunnudagur.
Ballið var á Þórshöfn og ég
skemmti mér prýðilega, dans-
aði mikið, ég held nú það. Ég
kalla það ekki að vera á balli
nema kunna að dansa.
Hvað ertu gamall, Sigurður?
76 ára, fæddur 15 ágúst 1884
að Básum í Grímsey og fluttist
þaðan fjögurra ára til Þorgeirs
fjarðar með fósturforeldrum
mínum, Þórdísi Níelsdóttur,
ættaðri frá Árskógsströnd, og
Valdimar Guðjónssyni.
Þá var harðæri mikið og sár
fátækt víða um land, en sú
saga er þegar skráð að nokkru
í annálum áranna og því óþarft
að hafa þar mörg orð um.
Faðir minn drukknaði þegar
ég var fjögurra ára, hann hafði
búið allan sinn búskap að Bás-
um.
Hvað cr dvöl þín orðin löng
hér á nesinu?
Eg er búinn að dvelja hér í
50 ár, hóf búskap á Heiðarhöfn
árið 1911 með konu minni Þór-
dísi Sæmundsdóttur frá Heiði,
og bjuggum þar í 35 ár.
Og stundaðir aðallega sjó-
inn?
Já, að vísu hafði ég nokkurn
landbúskap líka, en þó má segja
að hugur minn hafi oftast dval
ið við sjóinn. Þetta var harð-
sótt, lágur prís á fiskinum og
erilsamt að afla hans. Árið 1930
fékk ég t. d. kr. 90.00 fyrir skip
pundið upp úr salti og urðum
við að meta hann á staðnum og
við Sigurð á „Eiði”
flytja síðan á smábátum til
Þórshafnar. Útkoman eftir þá
vertíð var kr. 800.00 eftir 8
báta. Ég gerði lengi út frá Skál
um, þá var fiskprísinn 8 aurar
kílóið, slægt upp úr sjó, 10 aur
ar fyrir rauðmagann og kr. 30.
00 fyrir ámuna af hrognunum.
Nú síðustu árin hefur rauðmag
inn verið á kr. 3.00 stk. og kr.
5.00 reyktur og fyrir tunnuna
af hrognum hef ég fengið kr.
1900.00 brúttó eða kr. 1500.00
nettó, en hef lítið getað stund-
að þetta upp á síðkastið, t. d.
fengust aðeins 40 tunnur af
Sigurður Guðmundsson
frá Heiðarhöfn.
hrognum á Heiðarhöfn síðast-
liðið vor.
Þú ert að fella þarna net, sé ég
er.
Já, ég hef tilbúin fyrir vorið
20 grásleppunet og 5 rauðmaga
net, auk þess voru pöntuð hjá
mér 10 grásleppunet. En það er
sorglegt hvað fáir vilja stunda
þetta, eins og hér eru góð skil-
yrði, aðgrunnt og því sjaldan
stórbrim.
Ilvernig hefurðu hugsað þér
að haga veiðunum í vor?
Ég geri mér vonir um að
tveir dóttursynir mínir, héðan,
verði með mér við veiðarnar,
ég er sjálfur farinn að bila, en
áhuginn er sá sami. Það er nóg
ur markaður fyrir hrognin,
ekki vantar það, og væri fengur
að fá svo sem hundrað tunnur
eins og stundum var venja á
seinni árum.
Er ekki einhver sjóferð þér
minnisstæð, öðrum fremur?
Jú, það var t. d. eitt sinn,
snemma vors, eða í marz, að
þao fréttist um góðaai afla und-
an Fontinum. Ég brá mér út-
eftir á sexæring, einn saman,
lagði af stað frá Heiðarhöfn kl.
4 að morgni og eftir tuttugu
tíma kom ég aftur með fullan
bát. Ég man ekki til þess að
hafa aflað meira í annan tíma.
Þú hefur sjálfsagt einhvem
tíma lent í lífsháska?
Já, vissulega, og stundum
verið mjótt á milli lífs og
dauða.
Ég ætla að segja þér frá þrem
ur atvikum, sem eru ofarlega
í huga mínum. Það eru ekki af
reksverk, en sanna mér aðeins,
eins og raunar mörg önnur at-
vik, vernd Drottins míns yfir
lífi mínu alla ævi.
Árið 1903 var ég staddur á
bát út af Mánáreyjum ásamt
tveim öðrum. Brim var og
ókyrrð í sjó. Þá reið brotsjór
yfir bátinn og ég steyptist út-
byrðis. Ég hafði fulla meðvit-
und og þar sem ég var að velt-
ast á öldunum, bað ég Guð að
bjarga mér úr þessu og það ein
kennilega skeði, að ég sökk
ekki. Skinnfötin höfðu tekið loft
í sig við fallið og héldu mér
uppi. Ég hrópaÖi til félaga
minna, eftir að hafa gripið kað-
alinn, sem þeir köstuðu til mín,
að draga hið skjótasta. Mér
varð ekki meint af.
Annað atvik skeði á Húsavík.
Ég átti þá heima þar. Það hafði
kviknað í timburhúsi og virtist
alelda þegar ég kom að. Fólkið
hnappaðist saman og ekkert
var gert til að bjarga úr húsinu
Áður en ég vissi af, var ég kom
inn inn í húsið, braut glugga og
reyndi að bjarga því sem ég
gat og tókst það vonum framar,
þrátt fyrir kæfandi reyk og
hróp fólksins úti fyrir um að
forða mér þegar í stað. Ég var
naumlega kominn út, þegar hús
ið féll með miklum gauragangi;
mig sakaði ekki.
Þriðja atvikið skeði líka á
Húsavík. Ég var að vinna við
hús sem stóð á háum bakka,
féll ég þá aftur yfir mig og valt
niður í á sem þar rennur undir,
um 9 metra fall. Ég hélt á skar
exi og sleppti henni ekki. Ég
bilaðist lítillega í öxl og lá í
hálfan mánuð, meira var það
ekki. Nokkru seinna mætti mér
maður á götu og sagði við mig:
„Ég hef uppgötvað nýja lausn
á gátunni gömlu: Hvað er það,
sem fer í sjó og sekk'ur ekki,
fer í eld og brennur ekki, fer
fyrir björg og brotnar ekki? og
hún er Sigurður Guðmundsson.
Annars vil ég endurtaka það,
að vernd Drottins yfir mér, hef
ur alltaf vei'ið mér augljós. Það
sem aðrir kalla heppni, kalla ég
Guðs varðveizlu. Ég hef oft ró-
ið einn á báti, bæði fram í
Grímsey' og hérna umhverfis
nesið og allt hefur gengið vel.
Við göngum fram í eldhúsið
þai’ sem dótturdóttir Sigui'ðar,
13 ára, ein af mannvænlegum
börnum þeirra Eiðishjóna, ber
fram kaffi. Foreldrar hennar
höfðu brugðið sér til Þórshafn-
ar.
Hér hef ég dvalið síðan ég
fluttist frá Heiðarhöfn, segir
Sigurður. Nú til dags er allt
orðið þægilegra en var, að ferð
ast um Nesið nú, er eins og að
rölta milli fjárhúsa, jafnvel
þótt vegurinn sé ekki eins góð-
ur og skyldi. Þessi 20 km leið
milli Skoruvíkur og Heiðar-
hafnar var oft þungfarinn. Við
tókum oft á móti langþreyttum
ferðamönnum og veittum þeim
húsaskjól, enda nóg húsrúm á
Heiðarhöfn. Þar var barnaskóli
í 15 ár og samkomuhöld sveit-
arinnar lengi og oft glatt á
hjalla.
(Framhald á bls. 7)
STEINAR FYRIR BRAUÐ
í ORVAR-ODDS sögu segir, ef
minnið bregzt mér ekki, að í
landi Bjarma var haugur orp-
inn og með þeim hætti gerður,
að látin var í hann sín lúkan af
hverju: gulli, silfri og mold.
Kom mér til hugar haugur sá,
er ég hafði hlýtt á erindi vinar
vors sr. Björns O. Björnssonar
um Biblíuna, en hann flutti
það sem kunnugt er í kirkju-
vikunni sl. fimmtudagskvöld.
Gullið voru kaflar þeir, er hann
las úr heilagri ritningu, silfrið
skilmerk skýring á mismun
tveggja sáttmála, hins gamla og
hins nýja; en moldin var gömul
guðfræðidella um uppruna
Móse-bókanna fimm.
Sr. Björn er fimm árum eldri
en ég, og lásum við því báðir
á æskuárum þá fáfræði firru,
að mannkynið hefði ekki kunn
að að skrifa á dögum Móse. Fyr
ir því gætu bækyr þær, sem
kenndar eru við Móse, ekki ver
ið skráðar af honum, heldur
800—1000 árum seinna.
Fornminjafræðin hafði þá
þegar sannað, þótt kennarar
vorir vissu það ekki eða
skeyttu því, að bókstafaskrift,
hliðstæð þeirri, sem nú er not-
uð, var tíðkuð á dögum Móse.
Leirtafla hefur fundizt á Sínaí-
skaganum, ef til vill skráð af
Móse sjálfum, því á henni
standa þakklætisorð til drottn-
ingar Egiptalands frá þeim
manni, sem töfluna skráði, fyr-
ir það, að hún hafði dregið
hann upp úr vatninu. II. Móse-
bók skýrir einmitt frá því,
hvernig dóttir Faraós bjargaði
Móse úr ánni Níl. Móse, alinn
upp við hirð Faraós og „frædd-
ur í allri speki Egipta,“ kunni
áreiðanlega að skrifa.
Fornminjarannsóknir hafa þó
sannað fleira. Þær hafa sýnt, að
menning sú, er lögum réði og
lofum í landi Egipta á dögum
Móse, var gersamlega liðin
undir lok á þeim tímum, sem
guðfræðin telur, að Mósebækur
hafi verið skráðar.. Það var því
á einskis manns færi á þeim
dögum að endurvekja hinn
egipzka blæ, sem fylgir bókúm
Móse.
Þetta stnðhæfir fræðimaður-
inn dr. Yahuda, sem mun hafa
rannsakað allra manna mest og
leitt í ljós þ.nu sérkenni á bók-
um Móse, sem bera hinn
egipzka svip.
„Gamla testamentið var trú-
arbók Jesú,“ sagði sr. Björn.
Hvílík trúarbók, hafi Móse
ekki ritað Mósebækurnar! Það
er líklega tuttugu sinnum talað
um í þeim, að Móse hafi skrifað
það, sem verið er að segja frá.
Og lauslega talið er meira en
220 sinnum skýrt frá því, að
Drottinn hafi sagt Móse, hvað
hann skyldi gera eða skrifa,
eða þá að staðhæft er, að Móse
gerði eins og Guð bauð hon-
um. Allt er þetta lygi, hafi bæk
urnar ekki verið skrifaðar fyrii
en 800—1000 árum eftir daga
Móse. Eg held eg hafi heyrt
það rétt, að sr. Björn segði, að
biblían hefði ekki verið skrif-
uð eftir fyrirlestri Guðs. Biblí-
an sjálf segir eitthvað annað.
Ekki sjaldnar en 2500 sinnum
stendur í biblíunni, að Guð
hafi sagt eða talað það, sem rit-
að er, eða önnur orð svipaðrar
merkingar eru notuð. Hví má
ekki trúa þessum vitnisburði
biblíunnar um sjálfa sig?
Drottinn Jesús vitnaði ekki
sjaldnar en 14 sinnum beint í
orð Móse eða til hans og sagði,
að hann hefði ritað um sig. En
guðfræði sú, er sr. Björn hefir
numið, gerir sig svo digra og
djarfa að neita því, að Móse
hafi ritað það, sem frelsarinn
segir, að hann hafi skrifað.
Guð sýndi mér þá náð fyrir
löngu, að láta mér verða Ijóst,
að ég yrði annaðhvort að trúa
kenningum Krists eða kenning
um kirkju og guðfræði, þar
sem þeim bar á milli. Eg kaus
kenningar Krists. Það held eg
sr. Björn vilji líka gera. Eg trúi
ekki öðru að óreyndu. En þá
verður hann að endurskoða af-
stöðu sína til þeirra bóka, sem
nefndar efu Mósebækur, og
viðurkenna Móse sem höfund
þeirra. Annars gerir hann Krist
að fáfræðing, sem vissi ekki,
hvað hann var að tala um, eða
þá að vísvitandi lygara, sem
táldró sína samtíðarmenn og
alla sína fylgjendur síðan. Þetta
mun einhverjum þykja fast að
orði kveðið, en rökrétt hugsun
leiðir að slíkri niðurstöðu.
Enginn skilji orð mín þannig,
að ég sé að gera árás á sr.
Björn. Fjarri fer því. Mér þyk-
ir vænt um hann. Það er eitt-
hvað við hann, sem fremur lað-
ar mig að honum heldur on
hitt. En ég deili á guðfræði þá,
sem hann hefír numið og flutt.
Það er hún, sem gefur mönn-
um steina fyrir brauð, sporð-
dreka í staðinn fyrir fisk, svo
að notaðar séu líkingar frelsar-
ans. í kirkjunni á fimmtudags-
kvöldið voru leitandi sálir, sem
þurftu að finna Krist, komast í
snerting við hann. Þar voru
þreytt hjörtu, sem þörfnuðust
þeirrar hvíldar, sem Drottinn
Jesús getur einn veitt. í kirkj-
unni var spyrjandi æska, sem
þarfnaðist jákvæðrar leiðliein-
ingar, svo að hún tæki í fram-
rétta hönd frelsarans og léti
hann leiða sig á lífsins hálu
brautum. Þar voru hinir týndu,
sem Kristur sagðist vera kom-
inn til að leita að og frelsa. Hví
var ekki þeim og öllum hinum
sagt frá honum og lífgandi,
frelsandi, lyftandi mætti hans?
Eg á heimboð hjá sr. Birni O.
Björnssyni. Þegar ég kem því
við að sækja hann heim, ætla
eg að biðja hann að skýra fyrir
mér, hvað Kristur hafi átt við,
er hann sagði: „Ritningin getur
ekki raskazt," ef hann átti ekki
við það, að ritningin væri full-
komlega áreiðanleg í öllu, sem
hún segir, líka um rit Móse.
Sæmundur G. Jóhannesson.
Kvenfélag Akureyrarkirkju
heldur fudn í kapellunni, mánu
dag 13. marz kl. 9 e. h. — Kaffi.
Stjórnin.