Dagur - 11.03.1961, Page 5

Dagur - 11.03.1961, Page 5
8 « Baguk FERÐAMANNABÆR FERÐAMÁLIN og móttaka erlendra ferðamanna hafa verið mjög á dag- skrá hér á landi hin síðari ár, og í því sambandi nefndar svimháar töl- ur um tekjur nágrannaþjóðanna af ferðamönum. Menn velta fyrir sér spurningunum um það, hvort unnt sé að gera fsland að verulegu ferða- mannalandi, hvort það sé æskilegt, og ef svo er, með hvaða ráðum sé þá hægt að auka ferðamannastrauminn. Án þess að velta vöngum yfir þessum málum almcnnt, er það staðreynd, að Akureyri er miðstöð ferðamála á Norðurlandi nú þegar, og hingað koma margir erlendir menn og konur ár hvert, en dvelja hér lítt eða ekki. Með þetta í huga knýr sú spurning fast á, hvað hér beri að gera, til þess að hafa aukin fjárhagsleg not af ferða mönnum. En fyrirgreiðsla, sem ferða menn kaupa á hverjum stað fyrir peninga, er að sjálfsögðu utan ramma hinnar góðfrægu íslenzku gestrisni, sem aldrei hefur verið metin á fjár- hagslegum grundvelli. Sumir halda, að aðcins fáir hagnist á ferðamönnum. Þetta er misskilning ur og má í því sambandi nefna marga ferðamannabæi, sem eiga aðalafkomu sína undir því, að selja útlendingum hvers konar þjónustu. En þótt Akur- eyringar þurfi ekki að treysta á ferða fólk í atvinnulegu tilliti, er ekki hægt að láta þetta mál afskiptalaust. Nokk ur atriði má nefna í sambandi við aukna þjónustu við ferðamenn, sem til bóta myndu horfa. Hver einasti erlendur og líka inn- lendur ferðamaður þarf að fá í hend- umar þær upplýsingar, sem ferða- menn yfirleitt óska eftir á hverjum stað. Hér þarf að gefa út myndarlegan bækling um Akureyri og Norðurland þar sem skýrt er frá því helzta sem vert er að skoða. Af mörgu er að taka í því efni. Koma þyrfti upp sameiginlegri ferðamiðstöð í hjarta bæjarins, þar sem öll tiltæk þjónusta væri veitt ferðamönnum í sambandi við ferða- lög. Föstum ferðum þyrfti að koma á innan bæjar og í nágrennið og næstu sýslur með hópfcrðabifrciðum, enn- fremur ferðum á sjó. Þá þarf skíða- hótelið að geta tekið á móti skíða- fólki, heppilegir bátar þurfa að þjóna þeim, sem sigla vilja eða stunda sjó- stangveiði og hótclin verða að ráða yfir góðum húsakosti og þjónustu. Skipafélög og flugfélög þurfa að leggja máli þessu góðan stuðning og alþjóðaferðaskrifstofu verður að reka í sambandi við umferðamiðstöðina. Ferðamálafélagið, sem var byggt á hugsjónum, en vantaði fjármagn og atorku til að láta verulega gott af sér leiða, dó jarðneskum dauða. Enginn hefur kallað til arfs, en skylt er þó að taka merkið upp að nýju. Kaupfélög, kaupmenn, hótel, ferða skrifstofur, bifreiðastöðvar, flugfélög, skipafélög og fleiri aðilar þurfa að taka höndum saman og e. t. v. að fórna einhverjum fjármunum á bráð til að hagnýta þá ágætu aðstöðu, sem höfuðstaður Norðurlands hefur, fram yfir flesta aðra bæi hér á landi, sem ferðamannabær. í sumar mun verða meiri ferðamannastraumur til Islands en nokkru sinni áður. □ Friðlaugur Hernitsson Sýrnesi Kveðja frá vini Það dimmir, og við skiljum ei þau sköp, er skjótt og óvænt slokkna fjölmörg ljós. Hve margþætt eru lífsins tjón og töp og tárin þung, sem vökva marga rós. Á býli fögru brostinn strengur er því bóndans örlög voru ráðin skjótt Um ástvinanna hugi harmur fer og húmsins raun er þung á kaldri nótt. En bak við ský, er byrgja okkur sýn mun birtast svið, er geymir sól og vor og gleðibros og gæfa, sem ei dvín — þar gróðurinn að nýju fyllir spor. Og dyggum manni er gott að gista þar sem gefast laun og vaxa dýrust blóm. Þar mun og veitt við margri spurning svar og margþætt skýrast rök við hinsta dóm. Þú vaktir trúr á verði þínum hér og verk þín tala skýrt — svo prúð og sönn. Og saga þín og minning birtu ber — þér blessun fylgi yfir tímans hrönn. Það breiðist mjallar blæja um dalinn þinn, hann býr þér hvílu við sitt mjúka skaut. Og pabbi og mamma blessa soninn sinn og systrahugir fylgja þér á braut. Og sárin gróa á ný við yndi og yl, frá ungu vori, er sigrar vetrarraun. Og Ijúft þá ómar Laxár strengjaspil — þá litkast heiði og gróður prýðir hraun. J. Ó. KVEÐJA frá systurdóttur hans, sem fluttist í Sýrnes, bam að aldri, er hún missti föður sinn. Ég sé í anda sumarblóm í haga, við sólarlag. Þá var ég studd af þinni hlýju hendi einn hryggðardag, og þaggað gaztu grát míns litla hjarta með gleðibrag. Með góðleik þínum, gamansemi og hlýju þú gafst mér þor Þú sýndir mér hvar sóley spratt að nýju um sólríkt vor. Þú fylltir gleði, leik og björtu Ijósi mín litlu spor. En nú er horfin himinsólin bjarta og hér er kalt. Því þú ert farinn — liðinn lífs þíns dagur. Hve lán er valt! Þú varst mér lengi vinur, bróðir, faðir. Þú varst mér allt. En alla daga mun þó minning verma og myndin þín. Ég sé í anda sumarblóm í haga er sólin skín. Sem lítill þakkarkrans er þetta kvæði og kveðja mín. E. J. Ýmsar samþykktir miðstjórnar Framsóknarflokksins AÐALFUNDUR miðstjóm- ar Framsóknarflokksins, haldinn í febrúar 1961, ályktar: I. Þau stjórnmálasamtök, sem sant- vinnumenn, ungmennafélagar og aðrir framfarasinnaðir menn á ís- landi hófu á síðari hluta annars tugar þessarar aldar og nefndu Framsóknarflokk, hafa frá upp- hafi lagt kapp á að efla trú þjóð- arinnar á land sitt og traust henn- ar á sjálfri sér til manndómlegrar menningarbaráttu og alhliða frarn farasóknar um land allt. íhaldsflokkurinn gamli missti völd sín á þriðja tug aldarinnar, fól sig undir nýju heiti og tók að reka tækifærispólitík. Þjóðin sótti stöðugt fram til bætra lífskjara fyrir almenning og meiri menntunar og félagsþroska. Þegar komið var undir lok sjötta tugar aldarinnar, hafði þjóðin náð þeim árangri á sviði höfuðatvinnu vega sinna: landbúnaðar, sjávar- útvegs og iðnaðar, svo og í öflun atvinnutækja, samgöngubótum, húsabótum, aðstöðu til menntun- ar o. s. frv., að telja má til fádæma nieðal þjóða á svo skömmum tíma. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf talið sér skylt að vera aflvaki í framsóknarbaráttu þjóðarinnar, eins og honum var þegar ætlað í öndverðu. En til þess að neyta sín hefur hann að sjálfsögðu orðið að leita samstarfs við aðra stjórn- málaflokka, því að um meirihluta- aðstöðu hefur ekiki verið að ræða. í því samstarfi — og utan þess — hefur flokkurinn oft átt undir liögg að sækja íhalds- og öfga- manna, sem löngum hafa truflað heilsteypta lagasetningu og stjórn- arathafnir. II. Árið 1956 var vinstri stjórn mynduð fyrir forgöngu Framsókn- arflokksins á þeim grundvelli, að hafa samtök við samtök vinnandi stétta um alhliða framfarir og lausn verðbólguvandans, er að sótti þá. Þetta samstarf fór vel af stað. Framfarir efldust, framleiðsla óx, atvinnulíf blómgaðist, efnahags- löggjöf var sett, byggð á áætlun um efnahagslegt jafnvægi inn á við og í skiptum við útlönd, sem fullt útlit var fyrir að ætlaði að standast. Stjórnarandstaðan, Sjálfstæðis- flokkurinn, barðist, eins og allt væri leyfilegt, og náði samstöðu við hægri öfl í Alþýðuflokknum og kommúnista í Alþýðubandalag- inu unt skæruhernað til að reisa dýrdíðaröldu og synja að lokum um allt samstarf við að bægja þeirri öldu frá. Vinstri stjórnin hafði heitið því að gera ekki efnahagsráðstafanir nema með samkomulagi við vinnu stéttirnar, en Alþýðusambands- þing neitaði um samþykki á ráð- stöfunum og frest til að leita sam- komulags. Vinstri stjórnin hlaut þá sam- kvæmt heiti sínu að segja af sér og afhenda Alþingi umboð sitt að þingræðislegum reglum. III. Þegar hér var komið, gekk Al- þýðuflokkurinn Sjálfstæðisflokkn- um algerlega á hönd, og um leið sá þessi gamli íhaldsstefnuflokkur, Sjálfstæðisflokkurjnn, sér leik á borði til þess að taka upp stefnu sína frá þriðjá tug aldarinnar. Féllst á það við Alþýðuflokkinn sem eins konar morgungjöf, að breyta kjördæma'skipuninni í fá stór hlutfallskjördæmi með upp- bótarkjöri í ofanálag til að tryggja smáflokki tilveru og draga úr á- hrifum dreifbýlisins. Lét Alþýðu- flokkinn að yfirvarpi stjórna ná- lega árlangt. Myndaði svo opin- berlega með honum sjö manna ríkisstjórn þá, er nú situr og skírt hefur sjálfa sig „viðreisnarstjórn". IV. Með myndun núverandi ríkis- stjórnar urðu alger stefnuhvörf í stjórnarfari landsins. 1 stað fram- farastefnunnar kom samdráttar- stefna íhaldsins, heimatilbúin kreppa með hastarlegri gengisfell- ingu, vaxtaokri, styttum lánatíma, lánasamdrætti, flutningi sparifjár í Seðlabankann í Rcykjavík til bindingar, sölusköttum, ranglátri skatta- og útsvarslöggjöf, ofsókn- unt á hendur samvinnufélögum og minnkuðum stúðningi við fram kvæmdir almennings. Allir höfuðatvinnuvegir lands- manna eiga við stórkostlega hækk- aðan rekstrar- og stofnkostnað að stríða og lánsfjárskort. Útgerðin fær ekki risið undir kostnaði án þess að gerðar séu nýjar ráðstafanir hennar vegna til þess að forða henni frá gjaldþroti og stöðvun. I útgerðinni og um- hverfis hana liafa nú þegar bloss- að upp vinnudcilur og vinnustöðv anir til stórtjóns fyrir þennan at- vinnuveg, einstaklinga og þjóðfé- lagsheildina. Framkvæmdir í landbúnaði hafa minnkað stórkostlega. Eigna- missir og u])])flosnun vofir yfir mörgum bændum, nema skjót bót verði á efnhagsmálununt ráðin. Iðnrekendur hafa orðið að segja upp starfsfólki í ýmsum greinum iðnaðarins vegna þéss, live þar þrengir að. Verzlanir eiga í vök að verjast vegna vaxtaokursins, lánsfjár- kreppunnar og minnkandi við- skipta sökum skertrar kaupgetu almennings. Þrátt fyrir niður- greiðslur, hækkun fjölskyldubóta og hækkún prsónufrádráttar við skattTagningu er kjaraskérðing launafólks til jafnaðar orðin mjög mikil í sartfanburði við launin í október 1958. Kaupmátturinn hcf- ur minnkað stórlcga, vinnustund- um fækkað, því að atvinna hefur dregizt saman og yfirvinna að veru legu leýti vérið lögð niður. Laúna ákvörðún' háiidá bændum er tengd við tekjur launafólksins, svo að jressi kjaraskerðing bitnar þannig á þeim líkh. Afleiðingar þessarar stjórnar- stefnu eru: minni frantleiðsla, minni þjóðartekjur. Hún leggst hvarvetna á hið almenna framtak landsmanna eins og mara, en kem- ur þó hlutfallslega jryngst niður á hinum efnaminnstu og þeim, sem eru að hefja lífsstarí. Hún torveld- ar æskufólki stofnun heimila og hindrar það í að hefja atvinnu- rekstur. Ýmsir, sem ráðizt höíðu í að koma sér upp húsnæði, eru vegna kjaraskerðingarinnar, lánsfjár- kreppunnar og vaxtaokursins að missa húseignirnar. Stjórnarstefnan breikkar bilið milli fátækra og ríkra, og er lnin því réttnefnd ójafnaðarstefna. V. Þessa afturhaldsstefnu verðvir þjóðin að kveða niður og taka í hennar stað upp frjálshuga, ráð- deildarsama framfarastefnu, er sé samboðin fólki, sem byggir lítt numið land við fiskisælt haf — og með ærin verkelni í hverri byggð. Fram ber að stelna og miða fyrst og fremst við að leita jafnvægis í þjóðarbúskapnum og kjarabóta með aukinni framleiðslu, nægi- legri atvinnu fyrir alla og J)ar með auknum þjóðartekjum og al- mennri velmegun. Aukning heildarfrainlciðslu. Bersýnilegt er, að framleiðsla Jrjóðarinnar verður ekki aukin, svo sem nauðsyn krefur, eftir þeim leiðum, sem hingað til hafa verið farnar fyrst og fremst. Mikil fólks- fjölgun og þörf á bættum lífskjör- um kallar eftir að lagður verði grundvöllur fyrir nýjar frarn- leiðslugreinar. Nágrannaþjóðir okkar leggja nú höfuðáherzlu á að auka fram- leiðsluafköstin og liafa í því efni náð mjög góðunt árangri á undan- förnum áruni með því að beita fullkominni verktækni. Þetta ber okkur einnig að gera. Til þess að tryggja góð lífskjör og stöðugt batnandi í iramtíðinni Jrarf að keppa að þvf að tvöfalda framleiðslu þjóðarinnar á næstu tíu árum og byggja hana í vaxandi mæli á verkmenningu og framtaki þjóðfélagsþegnanna. Sjávarútvegur og fiskiðnaður. Öll rök hníga að J)ví, að út- færsla landhelginnar auki fisk- göngur á grunnmið og sjávarafli vaxi og verði árvissari. Auknar verði rannsóknir í Jrágu sjávarút- vegsins og starfsemi, er miði að verndun fiskstofna, Kemur Jtar til greina, auk friðunar lirygningar- stöðva og ungviðis, fiskrækt í stór- um stíl. Unnið verði að skipulagningu fiskveiða með fyllstu hagnýtingu atvinnutækja og liagkvæmri notk- un fiskimiða að markmiði. Leggja bcr mikla áherslu á, að stórauka verðmæti sjávaraflans, betri nýtingu og fullvinnslu hrá-. efnisins. Vinna Jrarf að aukinni bátaút- gerð sem víðast. Hraða þart hafna- og lendinga- bótum vegna útvegsins. Landbúnaður. Túnrækt verði stóraukin og tún jarðvegsprófuð vegna áburðarvals. Beitilönd rannsökuð með tilliti til beitarþols, betri hagnýtingar, t. d. með þurrkun mýra og notkun á- burðar. Lagt verði kapp á bætta nýtingu og geymslu heyfóðurs, samfara fjölbreyttari ræktun fóð- urjurta og framleiðslu fóðurbætis. Framleiðsluvörur landbúnaðarins verði fullunnar til sölu, svo sem við verður komið, og aukin fjöl- breytni framleiðslunnar og hún kynnt á erlendum mörkuðum. Gera þarf nákvæmar athuganir á vötnum, ám og ósurn til lax- og silungseldis og stuðla að J)ví, að arðgæfar framkvæmdir í Jreim efn- um geti liafizt sem fyrst.' Hraða verður, svo sem frekast er unnt, rafvæðingu dreifbýlisins. Iðnaður. Mikla áherzlu ber að leggja á aukningu iðnaðar í landinu. Efla þann arðgæfa iðnað, sem fyrir er, og taka upp nýjan. Leggja mikla stund á J)ær iðngreinar, sem sant- keppnisfærastar eru við erlenda framleiðslu og hagnýta, eftir því sem hentar, erlend og innlend hráefni. Jafnframt ber að leggja áherslu á virkjun vatnsafls og jarðhita í landinu og láta, eftir því sem hægt er, sitja fyrir þær virkjanir, sem stuðlað geta að jafnvægi í byggð landsins. Stóraukna áherzlu Jjarf að leggja á könnum markaða erlendis íyrir íslenzkar iðnvörur. Aukin fraiuleiðsla, framleiðni, rannsóknir og vísindi. Til þess að takast megi að tvö- falda á einum áratug heildarfram- leiðslu þjóðarinnar, verður bæði að hagnýta betur þau atvinnutæki, sem þegar eru til í landinu, og bæta við nýjum. Vafalaust er, að stórbæta má hagnýtingu framleiðslutækja í landinu. Hafa þarf að markmiði árlega bætta framleiðni með vís- indalegum rannsóknum og fram- leiðniathugunum. Auka Jrarf veru- lega fjármagn til rannsókna og vísinda. Auka almenna verklega fræðslustarfsemi og verkmenn- ingu. Koma í veg fyrir að tækni- menntaðir Islendingar kjósi held- ur að starfa erlendis. Fjárþörf. Þjóðarframleiðslan árið 1960 hef ur verið áætluð nálægt 7 milljörð- um króna. Til Jress að auka hana um aðra eins upphæð, telja fróðir menn líklegt, að nauðsynleg fjár- festing rnyndi nema talsvert á annan tug milljarða króna, J)ó að reiknað sé með eðlilegri árlegri aukningu af bættum vinnubrögð- um og skipulagningu (framleiðni- aukningu). Innlendur sparnaður. Undanfarin ár hefur sparnaður (heildarfjárfesting að frádregnu erlendu fé) í landinu verið mjög mikill. Vegna örrar verðbólgu hef- ur J)ó of mikill hluti hans farið í óhagnýta fjárfestingu. Sparnaður hlýtur alltaf að verða meginuppistaða fjármunamynd- unar í landinu og gera verður al- menningi fýsilegt að leggja fé sitt í framleiðslufyrirtæki. Stuðla skal að viðhaldi og stofnun slíkra fyrir- tækja: samvinnufélagsfyrirtækja, lilutafélagsfyrirtækja, sem bjóða Frá vinstri: Guðbrandur Magnússon, Sigurjón Guðmundsson, Hermann Jónasson og Þráinn Valdi- marsson. (Ljósmynd Tíminn, G. L) almenningi hlutabréf sín til kaups, og einkarekstursfyfirtækja. Erlent fjármagn. Rétt er að gera ráð fyrir veru- legum erlendum lánum, enda sé þess gætt, að Jjeim sé varið til arð- gæíra framkvæmda, er auki gjald- eyrisöflun cða spari innflutning. Höfuðáherzlu ber að leggja á J)að, að atvinnurekstur í landinu verði hér eftir sent hingað til í höndum innlendra manna og rek- inn með hag Islendinga einna fyr- ir augum. Að J)ví, er snertir Jrátttöku er- lendra aðila, skírskotar fundurinn til eftirfarandi ályktunar síðasta flokksjrings Framsóknarmanna: „Verði þá athuguð reynsla ann- arra J)jóða af beinni erlendri fjár- festingu í iðnaði og lagaákvæði og reglur, sem um Jretta gilda, og hag- nýtt með j)eim lagfæringum, sem íslenzkum staðháttum henta.“ Tekur miðstjórnin fram, að liún telur nauðsynlegt vegna fámennis þjóðarinnar, að sérstaklega vel verði um hnútana búið, ef til fram kvæmda kenmr. Beinir hún J)ví til þingmanna flokksins, að athuga, hvort ekki beri að leggja hvert ein- stakt mál fyrir Alþingi. Fjámiál. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að tryggja stöðuga og fulla at- vinnu í landinu og sem bezt ltfs- kjör almcnnings. Verðgildi gjald- miðilsins sé haldið sem stöðug- ustu. Einnig verður að tryggja, að framleiðsluaukning komi J)egar í stað almenningi til góða sem auk- in kaupgeta, annaðhvort með því, að lækkað sé vöruverð eða hækkað kaup í réttu hlutfalli við fram- leiðniaukninguna á hverjum tíma. Ber að leita um Jretta samninga til langs tíma milli atvinnurekenda og launjrega. Gera verður nauðsynlegar breyt- ingar á skatta- og félagalöggjöf til })ess, að almenningur sjái sér hag í að ávaxta fé sitt í framleiðslu- fyrirtækjum. Markaðsmál. Nauðsynlegt er vegna útflutn- ingsframleiðslunnar að leggja kapp á að auka vöruvöndun og að rannsaka markaðskröfur um vöru- frágang og afla nýrra markaða. Endurskoða þarf skipan Jteirra mála. Framkvæmdaáætlun. Setja skal löggjöf um áætlunar- gerð ríkisins um framleiðslu og frantfarir lí landinu með tilliti til vaxandi fólksfjölda og nauðsynjar á jafnvægi í byggð landsins. Skal löggjöfiil miðuð við, að tvöíaldað verði framleiðslumagnið, eða verð- mæti þess, á áratug. Áætlanir verði endurskoðaðar, svo oft sem Jrurfa Jrykir, og lagaðar eftir fenginni rcynslu og nýrri Jrekkingu. Þjóðin sé látin fylgjast með á- ætlunargerðinni og framkvæmd hennar. VI. Jafnframt ])ví, að skylt er að standa gegn samdráttar- og sér- hagsmunastefnu stórgróða- manna, sem núverandi ríkisstjórn gengur erinda fvrir, ber einnig að stennua stigu fyrir ofbeldi og ein- ræði kommúnismans. Fundurinn telur, að íslendingar eigi að sækja af alefli fram til bættra lífskjara og uppbyggingar, bæði á grundvelli félagshyggju og lieilbrigðs einstaklingsframtaks, og njóti bæði starfsformin frelsis í ])jóðfélaginu og stuðnings þess til eðlilegrar þróunar og farsældar fyrir sig og þjóðarheildina. Mikill áliugi ríkti á miðstjórnar- fundinum og gleði yfir vaxandi fylgi. □ V E G I N N MINKAELDI AÐ NÝJU. Eitt sinn menn dreymdi um það ævintýri að auðgast stórum á litlu dýri, sem flutt var til íslands inn. Grávara var þá í geypiverði, og góð voru talin af þessum merði státs-klæða skreytiskinn. Sá óróabelgur varð aldrei taminn, og aðeins trúlega geymdur og haminn undir loku og lás. Marga smuguna minkur fór um og margan eiganda hryggði stórum aðkoma að auðum bás. Á veginum margur vandi leyndist, og von um skjótfenginn gróða reyndist oft svo báglega blind. Vonbrigðin urðu þá ótta blandin er hún rann, eða hljóp, út í sandinn sú torgeymda tekjulind. í frelsinu honum fjölgaði óðum og frekur hann gjörðist á veiðislóðum, því hann er mjög fyrir mat. Menn réðu á bót, er bjarga kynni, og bönnuðu að loka minkinn inni, og við það, að sinni, sat. En nú, er þjóðin er vanda vaíin og válegum skuldabyrðum kafin öldungis upp fyrir haus, þá verður maður nú víst að játa að við höfum naumast eíni á að láta slik gersemi ganga laus. Smíðum nú ógrynni ágætra búra, því úti í haganum minkar kúra og axla sín ágætu skinn. Gnótt er af þeim, eins og getur að framan, — nú getum við barasta hóað þeim saman og rekið þá aftur inn. Dvergur. Amma sagði sannleikann DÖNUM varð nýlega illa bilt við vegna hræðilegs morðs kyn ferðislegs eðlis, sem framið var í Álborg. Blöðin hafa skrifað um málið, greinarhöfundur tjáð sig. Þetta sé af mörgum or- sökum, svo sem of seinum lok- unartímum kaffihúsa og félags- böllum, eggjandi klæðnaði, létt úðugu sambandi kvenna við menn sem þær ekki þekkja o. s. frv. „Þann tíma sem ég hef fylgzt með umsögnum um málið, hef ég haft það á tilfinningunni, að einungis „Amma“ á Eneborgs- vegi hafi hreyft við sannleikan- um — að maðurinn hafi verið drukkinn . . . .“ skrifar einn af pennum dagblaðsins Aktuelt og bætir síðan við: „Við stöndum við rætur meinsins, en að kippa þeim upp virðist álíka erfitt og að klifra upp til tunglsins. Áfengið skipar, hér í landinu, nokkum veginn sama sess eins og hin heilaga kýr í Indlandi. Flestir kirkjumeðlimir — það á jafnt við fríkirkju sem þjóð- kirkju — með fjölda presta í broddi fylkingar vilja sannar- lega hafa sitt öl eða snafs í íriði, vel vitandi að með því troða þeir á tilliti til náungans inn leið og þeir hafa að engu tröllaukið vald eftirdæmisins. Ríkið er beinlínis áhugasamt. Það vantar peninga í ríkiskass- ann — mikla peninga — og sem örlítinn plástur á sárið, sem hljóðdeyfi á rödd sam- vizkunnar, er árlega veitt fjár- upphæðum til stofnunar og reksturs á drykkjumannahæl- um, þar sem reynt er að hjálpa þeim vesalingum sem áfengið hefur eyðilagt. Hin stóru bruggfyrirtæki — öl auðvaldið — verða að græða mikið til að geta látið af hendi milljónir til góðgerðastarfsemi og menningarmála. Það er eins ljóst og dagurinn að heilbrigður ungur maður mundi aldrei fremja svona dýrs legan glæp ódrukkinn. Nú situr hann og grætur óhamingju sína, meðan Bakkus konungur hlær í skeggið og leit ar eftir nýjum efnivið í næsta glæp. , Hverjum á næst að hrinda út í slíka takmarkalausa óham- ingju? Hvaða heimili á að fara for- görðum vegna drykkjuskapar?, Hvern skal drepa eða lim- lesta í brjálæðislegum bílslys- um þar sem Bakkus situr við stýrið? (Framh. á 7. síðu.)N

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.