Dagur - 11.03.1961, Side 7
7
Starfsmannafél. Ákureyrarbæjar
(Framhald af bls. 1)
vinna 17 manns undir stjórn
Knúts Ottersteds, rafveitu
stjóra, sem einnig annast fram-
kvæmdastjórn Laxárvirkjunar.
Rafveitan er eins konar smá-
sölufyrirtæki, sem kaupir raf-
magn af ríkisrafveitunum og
miðiar því neytendum með
„hóflegri" álagningu. Jón Har-
aldsson er stöðvarstjóri Laxár-
virkjunar. Laxárvirkjun er
sjálfstjórnarfyrirtæki undir
stjórn þriggja manna frá Akur-
eyrarkaupstað og tveggja frá
ríkinu.
Lögreglumenn bæjarins eru
11, bærinn greiðir 9 laun, en
ríkið 2. Yfirlögregluþjónn er
Gísli Olafsson.
í Siökkviliði Akureyrar
starfa 4 menn undir stjórn
Sveins Tómassonar, eða sam-
tals 5.
Við Sundlaug bæjarins eru
4 menn fastráðnir. Aðalsund-
kennari er Olafur Magnússon.
Vatnsveitan er fáliðuð á papp
írnum, en þar vinnur þó stund-
um fjöldi manna, eins og víðar,
þótt þar séu fæstir fastráðnir.
Sigurður Svanbergsson er
vatnsveitustjóri og Friðrik
Hjaltalín, vatnssölumaður og er
þá upptalið.
Hafnarvörður er Þorsteinn
Stefánsson og eru ekki fleiri
fastráðnir þar.
Amtsbókasafnið annast Sig-
laugur Brynleifsson. í skólum
bæjarins, íþróttahúsi, samkomu
húsi og almenningssalerni ann-
ast 6—7 manns gæzlustörf.
Vcrkfræðingur bæjarins er
Stefán Stefánsson, nýlega ráð-
inn, Jón Ágústsson, bygginga-
fulltrúi og Sigtryggur Stefáns-
son, tæknifræðingur. Auk
þeirra starfa svo byggingameist
arar, bæjarverkstjóri, bifreiða-
stjórar og aðrir er stjórna
vinnuvélum.
Fjórðungssjúkrahúsið hefur
mikið starfslið. Framkvæmda-
stjóri þess er Brynjólfur Sveins
son. Yfirlæknar eru tveir: Guð
mundur Karl Pétursson og Ól-
afur Sigurðsson. Sex læknar á-
samt nemum, mörgu hjúkrunar
fólki og öðru starfsliði starfa
þar að staðaldri. Sjúkrahúsið er
sjálfstjórnarstofnun og nýtur
styrks frá bæ og ríki og lýtur
sérstakri stjórnarnefnd.
Krossanesverksmiðju stjórna
Guðmundur Guðlaugsson, fram
kvæmdastjóri, og Jón M. Árna
son, verksmiðjustjóri. Þar vinn
ur töluvert margir menn árið
um kring. Krossanesverksmiðja
hefur sérstaka stjórn, eins og
Fjórðungssjúkrahúsið og fleiri
stofnanir, sem þó eru reknar á
ábyrgð bæjarins og í umboði
hans.
Framfærslu- og heilbrigðis-
fullrtúastarf annast Björn Guð-
mundsson. Vinnumiðlun annast
Stefán Bjarman og lengur má
telja, þótt numið sé. staðar.
Hver starfsgrein er bæði um-
hugsunar- og umtalsefni, ef
tóm gæfist til.
Samtalið er lengra orðið en
til var ætlazt og þakkar blaðið
það.
Af því, sem sagt hefur verið
hér að framan, er ljóst, að
„rnargs þarf búið með“ og marg
þætt eru störf bæjarins. E. D.
Þrj ár góðar myndir
GARÐAR VÍBORG, erindreki
Slysavarnafélags íslands, ferð-
ast nú um Norðurland og kom
hingað sérstaklega í tilefni af
25 ára afmæli Kvennadeildar
Slysavarnafélagsins á Akur-
eyri.
Garðar sýnir 3 kvikmyndir í
Samkomuhúsi bæjarins á mánu
dagskvöldið: Björgunarafrekið
við Látrahjarg,, Eskimóamynd
frá Alaska og fiskveiðimynd frá
Glochester. Allar eru myndirn-
ar með íslenzku tali. □
- Amma sagði ...
(Framhald af bls. 5)
Að mínu áliti er höfuð sökin
fyrir þessum hræðilega glæp
áfengið, eða réttara sagt þeirra,
sem veittu það.
(Lauslega þýtt úr „Folket“,
málgagni bindindismanna í
Noregi). — Frá Áfengisvarna-
nefnd.
Þökkum innilega auðsýndan vinarhug vegna and-
láts og jarðarfarar
HALLGRÍMS ÞORBERGSSONAR
Halldórsstöðum.
Bergþóra Magnúsdóttir, Þóra Hallgrímsdóttir,
Valdimar Halldórsson.
Innilegar þákkir færum við öllum þeim, er sýndu
okkur samúð og liluttekningu við andlát og jarðarför
JÓNS BENEDIKTSSONAR
frá Syðri-Tjörnum.
Guð blessi ykkur öll.
Vandamenn.
- Spjallað við Sigurð
(Framhald af bls. 2)
Seigðu mér eitt að lokum,
Sigurður, er það ekki rétt, að
þú hafir gefið hin fögru ljósa-
tæki, sem nú prýða Sauðanes-
kirkju?
Jú, rétt er það. Ég gaf þau
til minningar um konu mína.
Þegar rafmagnið kom í Sauða-
nes, bauðst presturinn til að
gefa rafmagnið í kirkjuna, en
þá vantaði þetta, svo ég hljóp
undir bagga.
Sigurður fylgir mér til dyra,
hár og þrekinn, snar í hreyfing
um og léttur í spori, þrátt fyrir
silfurhvítt hárið. Virðulegur
fulltrúi þeirra kynslóðar, sem
senn er að hverfa af sviðinu.
J. S.
N Ý K O M I N N
Ungbarnafatnaður
í mjög fjölbreyttu
úrvali.
VERZLUNIN DRÍFÁ
Sími 1521.
þvdtjt'ávélina
lJýi tímiwi. vill Jw°ttavöl1
ÍVottavéHn. skilar
tauinu íallegustu,
Ujpegar notaS er
-þvottaáufr.
Perla vereuLír
iierui-uríLSr ,en er
óvÍBur áhreiriinda.
-
©
■©
Frá MÍR: Kvikmyndasýning
verður í Ásgarði á morgun,
sunnud., kl. 4 e. h. — Sýnd
verður sovézka kvikmyndin
’Tígratemjarinn. Stjórnin.
i FYRIR NOKKRUM dögum lá leiðin fram hjá kolaverzlun i
§ KEA á Oddeyri og myndavélinni var beint að Sigfúsi Krist- \
i jánssyni, þar sem hann stóð við kolabinginn og vigtaði hið i
| dökka eldsneyti. — Mór, skán, rekaviður og skógviður voru |
i helztu hitagjafarnir í hýbýlum manna og við það eldsneyti i
i var allur matur soðinn. Síðan komu erlend kol til sögunnar. i
i Enn hafa orðið þáttaskil. Kolin eru að hverfa, cn rafmagn i
i og olía er komið í staðinn. — Á Akureyri eru tvær kola- i
i verzlanir. Þar minnkar verzlunin ár frá ári og fær enginn i
i rönd við reist. Fyrir 10 árum seldi KEA 6—7000 tonn af i
1 kolum. Síðasta ár seldi það aðeins um 1400 tonn. Eflaust er |
i svipaða sögu að segja af hinni kolaverzluninni. — Tonnið i
i kosiar nú 1213 krónur, heimflutt. — Og svo snúum við oklc- i
i ur aftur að Sigfúsi. Hann hefur staðið við kolabinginn í r
i 17 ár og vigtað marga skipsfarma af kolum og séð um i
i afgreiðslu á þeim fyrir Kaupfélag Eyfirðinga og það eru i
i margir pokar. Kolarykið er mikið og það gerir hann |
i dökkleitan dag hvern. Kolakarlar eru sjaldan stásslegir í i
i starfi. En það er sama hvað Sigfús er svartur, allir vita að i
= hann er traustur starfsmaður. (Ljósm. E. D.) ;
Góður afli í Ólafsfirði og Húsavík
FRÉTTAMAÐUR Dags í Ólafs
firði sagði blaðinu í gær, að í
síðustu viku hefðu línuveiðar
hætt vegna aflaleysis. Voru þá
tekin net og á sunnudaginn
kom Guðbjörg með 17 tonn, eft
ir sólarhring og fyrstu lögn og
fékk 11 tonn á mánudag, 10
tonn á þriðjudag og 10 V2 á mið
vikudag.
Einar Þveræingur er að fara
út með net. Ólafur Bekkur var
á suðurleið en sneri við og kem
ur hann væntanlega að í dag úr
fyrstu veiðiferð. Hann er með
net. Þessi netaveiði er alveg ó-
venjuleg hér, segir fréttaritar-
inn. Trillur voru á færi um
helgina og fengu upp í 3000
pund yfir daginn.
Fréttaritari blaðsins á Húsa-
vík segir svo: Undanfarið hefur
verið óstillt. En í gær fóru bát-
ar á handfæri og fengu ágætan
afla. Sæborg, sem rær með net,
fékk 9 tonn. Rauðmagaafli er
ágætur. Hann er ísaður og send
ur á Reykjavíkurmarkað. Bif-
reiðar sækja hann að sunnan.
Hér kostar hver rauðmagi 4 kr.,
en í Reykjavík er hann seldur
á 10—11 krónur.
Einn bátur, Fanney, er með
loðnunet og hefur aflað dálítið
af loðnu, sem er fryst til beitu
cg mest seld til Vestfjarða.
Tehús ágústmánans hefur
vérið sýnt við ágæta aðsókn
níu sinnum og við fögnuð áhorf
enda. Fjöldi fólks hefur komið
úr sveitunum. Hér voru kenn-
arar og nemendur Laugaskóla
í gær, fimmtudag, voru á leik-
sýningunni og jafnframt voru
þeir gestir Gagnfræðaskólans
bér og héldu dansleik fyrir
Laugamenn að sýningu lokinni.
Aðalfundur Héraðssambands
Þingeyinga verður haldið í
Höfðahverfi um helgina. □
Höfðahverfi um helgina.
Mikill undirbúningur er haf-
inn vegna landsmóts U. M. F. í,
sem haldið verður að Laugum