Dagur - 11.03.1961, Qupperneq 8
8
HERSVEITIRNAR HENNAR SESSEUU
Landtaka í Keflavík, þegar skipbrotsmannaskýlið var reist.
NÝLEGA hafði Kvennadeild
Slysavamafélags Akureyrar
mikið samsæti að Hótel KEA,
þar sem 150 félagskonur heiðr-
uðu frk. Sesselju Eldjárn og
þökkuðu henni 25 ára for-
mennsku í slysavarnadeildinni.
Þar flutti frú Sigríður Árna-
dóttir m. a. heiðursgesetinum
ræðu, kvikmyndir voru sýndar,
skemmtiþættir fiuttir og sungið.
Þá var þarna rakin starfssaga
deildarinnar í stórum dráttum.
í tilefni af þessu og 25. aðal-
fundi deildarinnar um svipað
leyti, hitti ég frk. Sesselju Eld-
járn að máli og ræddi við hana
um félagsstörfin.
Hvenær var deildin stofnuð?
Hún var stofnuð 10. apríl
1935. Stofnendur voru 53 kon-
ur og fyrstu stjórnina skipuðu,
auk mín, Sigríður Þorláksdótt-
ir, gjaldkex-i, Guðný Bjöi-nsdótt
ix-, ritari og meðstj. Gunnlaug
Kristjánsdóttir, Guðrún Jóhann
esdóttir, Lovísa Jónsdóttir og
Þóx-hildur Hjaltalín.
Tilgangurinn?
I Auðvitað að vinna að málefn
um slysavarna, sem ein deild í
Slysavai-nafélagi íslands. Þar
vantar ekki verkefni.
( Hvernig gekk starfið?
f Fyi-stu árin höfðum við fjár-
söfnun með ýmsu móti og send
um peningana suður að mestu
leyti. Ég man eftir því, að einu
sinni á þessum fyrstu árum
héldum við muna- og kaffisölu,
sem þótti takast vel. Ágóðinn
var 400 krónur. Núna í vetur
var sama fyrirkomulag og höfð
um við nær 40 þúsund króna
ágóða. Okkur munar það
miklu að framkvæmdastóx-i
KEA hefur lánað okkur Hótel
KEA án endurgjalds fyrir þessa
, árlegu söfnun og erum við hon
um þakklátai'.
í Svo fóruð þið að vinna að sér
stökum verkefnum heima
fyrir?
Já, og það er æði margt ef
allt væri fram talið. Rétt er að
geta þess, að árið 1950 gekkst
deildin fyrir stofnun tveggja
slysavarnadeilda í Eyjafirði óg
starfa þær báðar enn og hafa
látið gott af sér leiða.
Árið 1951 byggðum við skips
bx-otsmannaskýli í Keflavík,
austan Eyjafjarðar. Það vígði
séra Bix-gir Snæbjörnsson, þá
óvigður, og var það fyrsta em-
bættisverkið hans. Drangur fór
tvær ferðir, ókeypis, á meðan á
þessu stóð og margir réttu
okkur hjálpax-hönd. Vígslan fór
fram 1. júlí og er sá dagur mér
ógleymanlegui’. Þá gáfum við
Frk. Sesselja Eldjárn.
líka fatnað og áhöld í skips-
brotsmannaskýli í Þorgeirs-
firði.
Þið hafið látið hendur standa
fram úr ermuin?
Þetta var nú bara byrjunin.
Tvisvar lögðum við fx-am fé til
Flugbjörgunai-sveitarinnar á
Akúreyi'i og nokkrum sinnum
studdum við að því að fólk gæti
leitað sér varanlegra lækninga
ex-lendis.
Árið 1951 var stofnað Björg-
unarskúturáð Norðurlands og
átti ég þar sæti. Við einbeittum
okkur að hinu stói’a verkefni
og deildin okkar lagði fram
stæriá fjárhæð en nokkur ann-
ar norðlenzkur aðili og þótti
okkur vænt um hve vel gekk.
Það var eitthvað á annað hundr
að þúsund krónur.
Hvernig gekk svo með sjúkra
flugvélarkaupin?
Árið 1954 gaf Slysavarnafé-
lagið okkur litla sjúki-avél, en
enginn fékkst flugmaðurinn.
Við buður Rauðakrossdeildinni
hér helming vélarinnar gefins,
með helmingaskipti í rekstrin-
um fyrir augum. Þessa vél seld
um við síðar á 50 þús. ki-ónui-.
Ái'ið 1958 keyptum við, ásamt
Rauðaki-ossinum og þeim
bi-æðrum Jóhanni og Tryggva
Helgasonum sjúki-aflugvél, sem
fórst litlu síðar. Fáum mánuð-
um síðar bauð Ti-yggvi Helga-
son deildinni og Rauðakrossin-
um að kaupa með sér nýja og
öflugx-i sjúki-aflugvél og sjá um
rekstur hennar. Þetta varð og
Tryggvi hefur síðan stundað
sjúkraflugið og fai-nazt það
með ágætum, Noi’ðlendingum
og fleirum til ómetanlegs
gagns. í tilefni af 25 ára starfi
deildax-innai-, lagði hún fram 50
þús. krónur, óafturkræfai-, til
sjúkraflugvélai-innar. Auðvitað
höfum við haft fleiri en eitt
járn í eldinum. Til dæmis studd
um við að því að snjóbíll þeirra
Friðriks og Lenharðar var
keyptur. Hans er nú ekki mik-
ið getið núna í snjóleysinu. En
hann er til.
Er það satt, að þið fáið naum
ast nægilega stórt húsnæði til
fundahalda?
Já, þú getur verið viss um,
að það er satt. Við erum bók-
staflega að sprengja utan af
okkur allt venjulegt húsnæði.
Á fundum okkar eru þetta fi’á
80—200 konur hvei-ju sinni og
þú getur nú séð að það þai-f of-
urlítið pláss.
Einhvern tíina höfðuð þið
góðan kór?
Já, í mörg ár æfðum við und-
ir stjórn Áskels Snori-asonar og
fórum meira að segja mai-gar
söngfei-ðir bæði á Norðurlandi
og til Suðurlands. Nú hafa æf-
ingar fallið niður. Og hér ætla
ég að skjóta því inn í, a"ð deild-
in hefur gengizt fyrir möi-gum
námskeiðum í „hjálp í viðlög-
um“ og staðið straum af kostn-
aðinum.
LEIKFÉLAGIÐ frumsýndi
Biðla og bi-jóstahöld á fimmtu-
Svo farið þið í skemmtiferðir
á sumrin?
Já, hvað heldurðu. Oft heim-
sækjum við slysavarnadeildir
og nú í sumar er ætlunin að
heimsækja Slysavarnadeild
kvenna í Reykjavík. Svo eru
heimsóknirnar auðvitað gagn-
kvæmar.
Hvað eru margar konur í
deildinni ykkar?
Þeim hefur nú fjölgað dálítið,
segir Sesselja, þær munu vera
nær 500. Fyrir 12 árum innrit-
uðust fyrstu telpurnar í yngri
deildina. Nú eru þær á annað-
hundx-að þar. Á síðasta aðal-
fundi mættu fyrstu konurnar
úr þessari yngri deild og þannig
eigum við að éndux-nýjast í fé-
lagsskapnum.
Viltu segja eitthvað fleira um
störfin?
Víst vildi ég það, en ég veit
að hvorki þú eða aðrir hafa
ótakmarkaða þolinmæði. Þó
vildi ég að lokum minnast á, að
á tveim landsþingum Slysa-
varnafélagsins höfum við borið
fram ákveðnar óskir um það,
að símasambandið væri endur-
bætt á Öxnadalsheiði. Við höf-
um boðið að byggja skýli á
heiðinni, ef bætt vei-ður úr ó-
fi-emdarástandinu með símann.
Ekkei't hefur því máli þokað
áleiðis, enn sem komið er.
Hinn 7. marz var 25. aðal-
fundur haldinn. Hann sátu á
þriðja hundrað konur. Þar var
mættur Gai-ðar Víborg, fulltrúi
dagskvöldið. Leikstjói'i er Guð- >
mundur Gunnarsson.
Slysavarnafélags íslands og
flutti ræðu og sýndi kvikmynd
ir, segir Sesselja.
Til gamans má geta þess, að
fyrrverandi forseti Slysavax-na-
félagsins, sem hér mætti við
móttöku björgunarskútunnar
Alberts, sagði að hann hefði
aldrei fyrr vei’ið í svo stórum
hópi slysavarnafólks. Meira er
þó um vert, að Slysavarnadeild
kvenna á Akureyri hefur unn-
ið svo mikið starf og gott, að
til afreka má telja á sviði fé-
lagsmála kvenna. Og þar á frk.
Sesselja stóran hlut. En sjálf
segir hún: Ósk mín til deildar-
innar er sú, á þessum tímamót-
um, að hún megi æfinlega eiga
jafn yndislegar konur og nú.
Konurnar hafa boi-ið mig á
höndum sér og þakkað mér fyr
ir það, sem við allar áttum
jafnan hlut að, og samsætið,
sem þær héldu mér á ég engin
oi-ð yfir. Stundum var erfitt að
starfa fyrir deildina á fyrstu ár
unum. Nú er þetta gjörbreytt.
Ég vil nota tækifærið til að
færa bæjarbúum innilegustu
þakkir deildarinnar fyrir allan
velviljann og hjálpsemina og ég
vona, að störf þessa félagsskap-
ar verði öldum og óbornum til
blessunar.
Dagur sendir Kvennadeild
Slysavarnafélagsins á Akureyri
beztu hamingjuóskir og þakkar
viðtahð og öll hin ágætu störf
kverma í þessum merku sam-
tökum. E. D.
Þessi leikur er þriðja verkefni
L. A. á þessu leikári og var val
ið af léttara taginu.
Leikendur eru 9. Þeir eru:
Jón Ingimai-sson, Sigurveig
Jónsdóttir, Jón Ki-istinsson,
Soffía Jakobsdóttir, Vilhelmína
Sigurðai-dóttir, Níels Halldórs-
son, Ester Jóhannesdóttir, Hall
grímur Tryggvason og Ragn-
heiður Júlíusdóttir.
Leikur þessi er mjög léttur
gamanleikur og vekur mikinn
hlátur, að því leyti nær hann til
gangi sínum. En tæplega verð-
ur um hann sagt, að hann tali
til skynseminnar eða sé boðberf
hennai-.
Ýmislegt er gott um meðferð
leiksins að segja og vex-ður e.t.
v. vikið að því síðar.
Biðlar og brjóstahöld er eftir
, Claude Magníer. og þýðingu
annaðist Sveinbjörn Jónsson. □
Frá vinstri: Dorothea Kristinsdóttir, Fríða S æmundsdóttir, Sigríður Árnadóttir, Sesselja Eld-
jám, Margrét Sigurðardóttir og Valgerður Friðriksdóttir. □
Frumsýning á Biðlum og brjóstahöldum