Dagur - 12.04.1961, Blaðsíða 5

Dagur - 12.04.1961, Blaðsíða 5
4 5 Baguk HVÁÐ Á BÓKIN ÁB HEITA? UM ÞORRALEYTIÐ í fyrra gaf ríkis- stjórnin út hvíta bók, sem hún nefndi „VIÐREISN“. Ágætur pappír var í þessari bók og kápan prýdd með skjaldarmerki íslands. Bókin var send öllum heimilum á landinu sem tákn bess, að ríkisstjóm- in vissi, að atkvæðarétturinn er jafn. Hún var send sem gjöf frá sjö ráð- herrum þ. e. a. s. henni fylgdi engin póstkrafa eða reikningur, en andvirð- ið var tekið með nýjum söluskatti af soðningunni og er tekið enn, daglega. Fyrsta fyrirsögn livítu bókarinnar er: „NÝ STEFNA ER MÖRKUÐ.“ Og fyrstu setningar bókarinnar eru svo- hljóðandi: „í stefnuyfirlýsingu þeirri, sem ríkisstjórnin birti, þegar hún tók við völdum í nóvember síðastliðnum, taldi hún það höfuðverkefni sitt að koma atvinnulífi þjóðarinnar á traustan og heilbrigðan grundvöll. Hefir síðan verið unnið að athugun- um á þessum málum. Þótt ekki séu nema tveir máuuðir síðan ríkisstjórn in hóf störf sín, er nú Iokið þeim rannsóknum, sem taldar voru nauð- synlegar.“ Þetta var mikill blessunarboðskap- ur: Atvinnulífinu skal komið á „traust an og heilbrig'ðan grundvöll“, og nauð synlegum rannsóknum til þess, að svo megi vcrða, ER LOKIÐ. Síðan þetta var tilkynnt þjóðinni í hvítri bók og skjaldarmerki íslands áletrað til staðfestingar, er nú rúm- lega ár liðið. Ríkisstjórnin fram- kvæmdi efnahagsaðgerðir sínar skv. rannsóknunum, sem hún sagði, að lok- ið hefði verið. Og hvemig hafa að- gerðirnar reynzt? Þær hafa „VALDIÐ LÖMUN ÞJÓÐARLÍKAMANS“, sagði formaður L. í. Ú., sem er Sjálf- stæðisflokksmaður. Hin nýja stefna, sem ríkisstjórnin boðaði, er nú al- mennt kölluð LÖMUNARSTEFNAN. Ríkisstjórnin stendur á rústuin „við reisnar“ sinnar og Iítur undan, þegar henni er bent á bókina „Viðreisn“. En kjörorð ríkisstjórnarinnar er: „SETIÐ SKAL MEÐAN SÆTT ER.“ Og nú er fullyrt, að stjórnin ætli að gefa út aðra bók. Fyrirmyndin á að vera bókaútgáfa sú, sem meirihluti bæjarstjórnar Reykjavíkur hefur iðk- að fyrir kosningar, og kvað hafa gef- izt furðu vel til blekkingar. Bækur bæjarstjórnar Reykjavíkur hafa verið hávær loforð um að bæta úr allri vanrækslu liðins tíma og uppfylla allar helztu óskir, er heyrzt hefðu. Myndir látnar tala og segja svo ósatt, sem hægt er að láta myndir gera. Teiknimyndir, litaðar Ijósmynd- ir, línurit um framtíðina. Ríkisst jórnin er skelfingu lostin yfir afleiðingunum, sem blasa hvarvetna við af Iömunarstefnu hennar. Hins vegar fékkst hún ekki í neinu til að víkja frá henni á nýafstöðnu Alþingi. Fór þess í stað að tala um, að hún ætlaði að láta gera og gefa bráðum út framtíðaráætlun. Stuðningsmenn henn ar sögðu stundum, þegar þeir svæfðu eða felldu umbótatillögur Framsókn- armanna, og gátu (Framh. á bls. 7) ÚR FÓRUM HINS FYRSTA BÆJARSTJÓRA ÁRIÐ 1919 er ráðinn bæjar- stjóri hér á Akureyri í fyrsta sinn, Jón Sveinsson, lögfræð- ingur, og heldur Jón því starfi óslitið til 1934, en þá voru leiknir þeir leikir í refskák stjórnmólanna, að annar var ráðinn til starfsins. Mun Jón ekki hafa verið sérlega leikinn í þeirri íþrótt að vera allra vin ur, og ekki mun hann heldur hafa hirt um það að aka segl- um eftir þeim vindi, sem blés úr nösum helztu valdamanna bæjarins í þann tíð. I Margt gerðist á Akureyri. Margt gerðist hér á Akur- eyri í bæjarstjóratíð Jóns Sveinssonar, og kemur hann að sjálfsögðu mjög við sögu við hin helztu mál og framkvæmd- ir í hinum ört vaxandi bæ. Ég var granni Jóns um skeið og honum málkunnugur fram á síð ustu æviár hans, en engir vinir vorum við. Hér skal ekki dæmt um störf Jóns fyrir bæinn, því að til þess brestur mig þekkingu, en geta skal ég nokkurra atriða, sem bregða talsverðri birtu á mann inn eins og hann var, Birtan. Þegar Jón Sveinsson gerðist hér bæjarstjóri, var Akureyri dimmur bær. Hér var þá ekki rafmagn. En tveim árum síðar, árið 1921, var Glerá virkjuð, og var bæjarstjórinn mjög áhuga- samur forgöngumaður þessa máls. Veit ég, að í þessu fram- faramáli bæjarins gerði hann meira en honum bar skylda til, en þá var við ýmsan ramman reip að draga, því að bæði var erfitt að útvega fjármagn til slíkra framkvæmda, og svo voru ekki allir þá jafnskyggnir á gagn rafmagnsins og þörfina á meira Ijósi. Sköpunin. Er Júlíus Sigurðsson byggði hús sitt 1897, þar sem nú stend ur hús Útvegsbankans, reisti hann það skammt fyrir ofan fjöruna. Þar sem nú standa ým is stórhýsi í Miðbænum, var þá ekki land, heldur sjór, og bíl- arnir bruna nú þar yfir,' sem áður stóðu árabátar á fjöru- kambi. Akureyringar bjuggu bókstaflega til land þarna í Mið bænum, rétt eins og þeir væru Hollendingar. Það var gefð þarna mikil uppfylling, og þá voru ristir þeir drættir í andlit Akureyrar, sem aldrei mást. Þetta verk var Jóni bæjarstjóra hugleikið, og óvilhöll saga Ak- ureyrar verður aldrei rituð, nema Jóns Sveinssonar verði að góðu getið, um leið og sagt er frá þessari sköpunarsögu. Heimsókn Nonna. Árið 1930 bauð ríkisstjórnin Jóni Sveinssyni, Nonna, til ís- lands. Kom hann þá auðvitað hingað til Akureyrar, þar sem hann hafði dvalið sem drengur, og féll það í hlut bæjarstjórans hér, alnafna hans, að taka á móti honum og greiða götu hans. Var Nonni þá gerður að heiðursborgara Akureyrar. Það vill svo vel til, að rithöf undurinn skrifaði bók um ís- landsförina, er heim kom. Hún hefur m.a.s. verið þýdd og heit- ir: „Eldeyjan í Norðurhöfum.“ Þar ræðir Nonni um nafna sinn og viðtökurnar á Akureyri. „Daginn eftir að við komum til Akureyrar kom bæjarstjór- inn á staðnum til mín til þess að bjóða mig velkominn og til þess að þakka mér fyrir það, að með bókum mínum hefði ég ekki einungis kynnt Akureyri út um víða veröld, heldur og land og þjóð. Hann bauð mér í hverja skemmtiferðina af ann- arri, ekki aðeins smáferðir, hvernig tekið var á móti Nonna 1930, og þar áttu þau drýgstan þátt í, þau Jón bæjarstjóri og Fanney kona hans. Itökin. Jón Sveinsson dvaldi hér í bænum til dauðadags, 1957, og hann var ætíð mikill valdamað- ur, þótt ekki væri hann bæjar- stjóri lengur. Stjórnmálaflokk- arnir óttuðust hann mjög við íiverjar kosningar, og sá mest, er hann hafði helzt fylgt að mál um. Hinn gamli bæjarstjóri átti nefnilega býsna mikil ítök í kjósendum. En hvers konar fólk var þetta, sem Jón Sveinsson átti ítökin í, fólkið, sem helzt ekki Heiðursborgarabréf Pater Jóns Sveinssonar. heldur ferðalög, sem tóku marga daga. Og alltaf var hann sjálfur með í förinni til þess að sjá um, að allt færi sem bezt úr hendi.“ Þetta segir Nonni, og nokkru síðar í bókinni segir hann: „Bæjarstjórinn á Akureyri þreyttist ekki á að gleðja mig með einhverjum hætti.“ Enn fletti ég nokkrum blöð- um bókarinnar. „Eg verð að segja það einu sinni enn, að aldrei fæ ég full- þakkað þessum góðu hjónum alla þá vinsemd og alla þá um- hyggju, sem þau auðsýndu mér, á meðan ég dvaldi í návist þeirra á Norðurlandi.“ Bækur Nonna eru til á ótal þjóðtungum, og þær eru þann- ig ritaðar, að milljónir hafa les- ið þær og munu lesa, a. m. k. svo lengi sem strákar eru strák ar, og mannlegu eðli er ekki breytt með klofningu hins and lega atómkjarna. Því er nefni- lega þannig farið um bókstaf- inn, að hann blífur. Það verð- ur Akureyrarbæ til eilífs hróss, vildi kjósa nema Jóni til þægð- ar? Þetta voru fátæklingarnir og smælingjarnir. Ymsir þeirra voru að basla við búskap í út- jöðrum bæjarins, en Jón var dýravinur mikill og bóndi í eðli sínu, og í sinni bæjarstjóratíð hafði hann hlynnt að þessum mönnum. Hann hafði heimsótt þá í fjárhúsin og þekkti kind- urnar þeirra m. a. s. með nafni. Jón var líka ástsæll af þeim mörgu, sem þurft höfðu að leita á náðir bæjarins vegna fátækt- ar. — Það er alltaf sárt að þurfa að leita í umkomuleysi á náðir annarra, og það er ekki sama, á hvern hátt höndin er rétt til hjálpar. Jóni Sveinssyni var gefin háttvísi, sem kom að innan. í endurminningum sínum, sem ná of skammt, segir Jón frá því, er hreppsnefnd ein á Austur- landi lét hrekja burt fátæka fjöl skyldu, svo að hún yrði ekki sveitlæg. Segir Jón m. a. um þennan atburð: „Ég man, að þessi atburður hafði talsverð áhrif á mig — strax sem barn — og ég hét þá að verða aldrei fátækum og minnimáttar vondur.“ Þessu heiti sínu gleymdi hann ekki. Hinn gamli bæjarstjóri var allra manna fróðastur um sögu Akureyrar, þótt Austfirðingur væri, og hann ritaði margt úr bæjarsögunni, einkum á síð- ustu æviárum sínum. Hann gerðist þá svo djarfur að biðja bæjarstjórnina að lána sér rit- ara 1—2 tíma á dag, því að sjálfur átti hann mjög óhægt um að skrifa. Þessari málaleit- un hans var ekki sinnt. Jón fékk ýmsa til þess að skrifa fyrir sig hin síðustu ár, og er handrit hans að bygging- arsögu bæjarins hin merkasta heimild. Fara hér á eftir kaflar úr handriti Jóns, en það, sem hér á undan er sagt, það er for- málinn! Þar hitti ég sjálfan mig fyrir! Ég bið lesendur afsökun- ar. Auðvitað hefði ég átt að gefa mínum gamla granna orð- ið fyrir löngu. Kirkjan við Aðalstræti. „Með heimild í konungsbréfi 1859 var lénskirkjan á Hrafna- gili flutt til Akureyrar. Hún var síðan reist á árunum 1861— 1863 og vígð fyrsta eða annan sunnudag eftir trinitatis árið 1863. Kirkjan var timburkirkja, að stærð 15x88 m, forkirkja 4x4 m. . Grímur Laxdal bókbindari gaf grunninn undir kirkjuna. Það hafði gengið í töluverðu þrefi að fá grunn. Nefnd í bænum, með séra Svein Skúla- segja ýmislegt smáskrýtið frá kirkjubyggingiinni. Mæt kona hér í bænum sagði mér þessa sögu: „Þegar búið var að reisa kirkjuna, og í ljós kom, að ekki áttu að vera nema einar dyr á henni, fóru dönsku frúrnar á fund séra Daníels prófasts og báðu hann að sjá til þess, að tvennar dyr yrðu hafðar á kirkj unni, svo að heldra fólkið þyrfti ekki að ganga um sömu dyrnar og almúginn. Svaraði þá pró- fastur: „Ég hefi aldrei heyrt getið um, að það væru tvennar dyr á himnaríki.“ Þessi kirkja var afvígð 25. sunnudag eftir trinitatis (17. nóv.) 1940 og síðan rifin upp úr áramótum 1943 og jafnað yfir grunninn, og sést þar nú ekk- ert lengur, sem minnt getur á, að þarna hafi staðið kirkja um 80 ára skeið. Tvö síðustu árin, sem kirkjan stóð, notaði enski herinn hana sem geymsluhús. Kunni margur því illa, ekki sízt hinir gömlu bæjarbúar, sem áttu margar sínar helgustu minningar bundnar við þennan stað. í fasteignamati er lóðin talin ca. 500 fermetrar. En hún mun hafa verið mun stærri — eða töluvert stykki tekið af henni í maímánuði 1899 undir trjá- ræktarstÖðina fyrir sunnan kirkjuna. Kirkjan á tvímælalaust lóð- ina.“ Aðalstræti 14. Fyrsti eigandi J. Finsen, , son ritstjóra í- broddi fylkingar, læknir; síðar spitali: 1857, 29. .. hafði skoráð ó bygginganefnd- ' maí- -Sjá B.-bók a, opnu 1. ina að útnefna kirkjunni grunn Á þessurh fyrsta fundi bygg- sem næst Aðalstræti 62, en ingánefndar á Akureyri tilkynn bygginganefndin synjaði og ir J- Finsen, læknir, að hann vísaði kirkjúnni á grunn úti á vJú byggja sér íveruhús, og Eyrarlandsbakka. En þegar kaupm. J. G. Havsteen hafi Grímur skarst í leikinn og gaf heitið sér nokkrum hluta af grunninn eftir, var kirkjan sett verzlunargrunni sínum fyrir þarna niður, samanber í þessu bygginguna. sambandi bygginganefnda- Nánar sést ekki bókað um bók a, opnu 12. hús Finsens læknis, en það Um kirkjubygginguna ríkti stendur enn þann dag í dag. mjög mikill áhugi, en fólk var 1872, 6. apríl. Sjá Bæ.-bók b, ekki sammála — eins og geng- bls. 81. B. Steincke tilkynnir, ur. Fyrst voru turninn og kór- að Fr. Gudmann gefi húsið und inn að austan og gengið inn frá ir spítala eða „fri Bolig for götunni, en það vakti svo mikla trængende Borgere.“ óánægju, að inngangur og turn 1895, 9. sept. Sjá B.-bók a, voru fluttir á vesturstafn. opnu 50. Mælir bygginganefnd- Ég hefi heyrt gamalt fólk in út grunn undir fjós handa spítalanum, og mykjustæði norðanvert við geymsluhúsið. Mykjugryfja sé að austanverðu við fjósið. Skíðgarður var þar fyrir framan í línu við aðalhús- ið. — Svo er að sjá á sögu KI. Jónssonar sem Eggert Johnsen, læknir, hafi byggt norðurhlut- ann af íbúðarhúsinu árið 1836, og kallar hann það spítala, en getur þess ekki, að Jón læknir Finsen hafi byggt þarna, enda þótt byggingarnefndarbók ó- beint segi það, og beint sé tek- ið fram, um leið og B. A. Steincke afhendir gjöf Fr. Gud manns og spítalann, að hann sé hús Jóns Finsens, læknis. 1899, 7. marz. Sjá Bæ.-bók d, Kirkjan við Aðalstræti. bls. 318. Sigtryggur Jónsson á Espi- hóli kaupir húseign spítalans ásamt öllu múr- og naglföstu, lóð allri, görðum, girðingum og túni, frá 14. maí þ. á. Kaupverð 4250 krónur. Lóðin að stærð ca. 2300 fer- •metrar. Lengd lóðar með götu ca. 33 metrar. Aðalstræti 12. „Hinn 12. maí 1902 er hótel- vert Vigfúsi Sigfússyni leyft að byggja hótel að stærð 44x16 áln ir, 10 álnum fyrir sunnan hús Sigvalda Þorsteinssonar. Þarna stóðu áður gistihús og aðrar byggingar gestgjafa L. Jensens. Hverjir fyrstir hafa byggt þarna, er nú eigi vitað, en strax 1859 fær Jensen beyk- ir, síðar gestgjafi, leyfi til að endurbyggja gamla kofa og bæta upp á þá, svo að auðséð er, að þarna hefur verið gömul byggð, enda lá þetta fast við kóngsverzlunarhúsin gömlu. Gestgjafi Jensen fær að byggja 14 álna l.angt timburhús árið 1866. Árið 1884 rífur hann gamla torfbæinn og lengir í þess stað timburhúsið um 16 álnir til norðurs. Árið 1855 byggir hann stórt útihús. Allar þessar byggingar brunni í brun anum mikla á Akureyri, 19. des. 1901. Lúðvík Sigurjónsson frá Laxamýri hafði átt og rekið þetta mikla gistihús um stutt- an tíma, á milli þess, sem þeir áttu það Jensen gestgjafi og Vigfús vert. Hann hafði byggt mikla millibyggingu, sem einn- ig brann. Þann tíma, sem Lúð- vík Sigurjónsson átti Hótel Ak ureyri, var það nefnt Hótel Anna.“ Aðalstræti 46. „Fyrstur finnanlegur eigandi að þessari eign er Steinn Krist- jánsson, járnsmiður, faðir Frið- bjarnar Steinssonar, bóksala, sem brátt eignaðist hana með honum, og á hana síðan einn. Um bygginguna er eiginlega ekkert finnanlegt, nema hvað Steini Kristjánssyni er leyft að rífa eldhús og byggja upp aftur 18. júní 1859. Þarna hafa því verið einhver elztu ibúðarhúsin í suðurbænum, sbr. B.-bók a, opna 9. Á búnaðarskýrslu í fardögum 1863, hinni fyrstu fyrir kaupstað inn, er Steinn talinn eiga eina kú, þrjú hross, tvo hálfa báta og sáðgarð að stærð 1044 fer- faðma, og Friðbjörn sonur hans eina kú, fjórar ær, einn hest, og hehninginn í bátunum tveim á móti föður sínum. Á bak við Friðbjarnarhúsið hefur staðið til síðustu tíma mjög gömul baðstofa. Hana byggði Guðm. Guðmundsson og tengdasonur hans, Jón Jónsson, smiður. Jón var mjög mikill barnamaður, og hefur oft verið setið þétt í þessari baðstofu. Síð ar bjó Jónas Kráksson í bað- stofunni.“ Aðalstræti 50. Fyrsti eigandi Björn Jónsson, ritstjóri Norðurfara. 1897, 16. ágúst. Matthíasi Joch umssyni leyft að byggja fjós vestan við húsið. Sjá B.-bók a, opnu 60. Björn Jónsson, ritstjóri, bygg ir þáma fyrstur, en byggingar- heimild fyrir húsinu finnst ekki, og ekki heldur prentsmiðjunni, sem var norðurendinn. Húsið mun því reist fyrir 1857. Fyrsta bygging, sem getið er um, er svarðarhús, sem Björn fær að byggja á lóðinni á bak við íbúðarhúsið, úr timbri, 14 álnir á lengd. Það hús flytur hann sunnan af lóð Indriða gull smiðs árið 1870. En merkast er þetta hús fyrir það, að það er fyrsti bústaður séra Matthíasar Jochumssonar á Akureyri, og bjó hann þar í rúm 20 ár.“ Aðalstræti 66. „Fyrsta byggingarheimild fyr ir húsi finnst ekki. Það er eigi mót von, því að húsið er reist af Bertel H. Borgen sýslumanni árið 1845. Hann var sýslumað- ur í Eyjafjarðarsýslu árin 1838 —1848. Næstur eignaðist húsið Indr- iði Þorsteinsson, gullsmiður, en hann seldi bænum það, eftir að hann hafði öðlazt kaupstaðar- réttindi. Þar var síðan um hríð haldinn barnaskóli, og húsið lánað fyrir söng, skemmtanir, dans o. fl. Eftir að barnaskólinn var fluttur út í „Havsteinshús- ið,“ var stundum einum 6—8 fjölskyldum leigt í húsinu. Árið 1880 kaupir Sigurður Sigurðsson, járnsmiður, húsið af bænum og flytur þangað bú- ferlum frá Krossum. Hann standsetti húsið og setti kvist- inn og útskotið á það, en að öðru leyti er það óbreytt.“ Lóð við Hafnarstræti og Aðal- stræti. „Nú standa þarna engin hús, þau brunnu árið 1912. Þau voru hin gömlu verzlunarhús Chr. Johnssen, eða gamla lyfjabúðin með geymsluhúsi og hlöðu. Þarna hafði Ottó Túliníus sett á stofn vindlagerðarverksmiðju, en hún þreifst ekki og hætti störfum eftir nokkur ár. Þessa lóð hafði í fyrstu feng- ið útmælda Oddur Thorarensen lyfsali, sonur Stefáns amt- manns. Hann stofnsetti þarna Aðalstræti 14. Myndin tckin skönnnu eftir aldamótin. Húsið næsta með hvíta stafninum er sá hlutinn, scm Sigtr. Jónsson, timbur- meistari frá Espihóli, lét reisa aldamótaárið, cn norðurhlutinn er garnli spítalinn, sem brann í síðustu viku. r’. árið 1820 fyrsta apótek Akur- eyrar. Þegar apótekið var flutt í Aðalstræti 4, keypti kaupmað ur Popp húsin og lóðina og rak þar verzlun um hríð. Aí honum keypti Kristján Jónasson (Chr. Johnasen) kaupmaðui', og aft- ur af honum Ottó Tuliníus, um leið og hann flutti í bæinn um aldamótin. Þessa lóð kaupir bæjarsjóður Akureyrar árið 1945.“ Strandgata 25. (Alaska). „Kristján Sigurðsson, sem kallaður var vert, byggði þarna fyrstur og var húsið nefnt Vertshús eða Baujan. Húsið keypti hann af Jóni Jónssyni, járnsmið, föður Káins, en það stóð á lóð suður í Aðalstræti 76, og flutti hann það að vetr- arlagi á ísum út á Oddeyri og gerði það að vertshúsi. Kristján bjó með ráðskonu, sem hét Helga og var kölluð „hin digra“. Hún þótti nokkuð ölkær og vergjörn, en hún var talin vel gefin. Sagt var, að þau hefðu stund- um elt grátt- silfur saman hún og J. V. Havsteen, konsúll. Eitt sinn hafði konsúllinn verið að stríða ráðskonu verts- ins og brugðið henni um ver- gimi. Þá kvað kella: Jakob Havsteen, þekki ég þig, þú hefur margt á prjónum. í lautinni, það minnir mig, að mér yrði hált á skónum.“ 1875, 14. maí mælir bygging- arnefnd Kr. Sigui'ðssyni út bú- stað í sömu stefnu og krambúð Gránufélagsins og eftir tilvísun þess. — 1914, 20. jan. Sigvalda Þorsteinssyni leyft að reisa steinhús á lóðinni, 20x15 álnir. — 1931, 5. okt. Verzluninni Par ís leyft að byggja eina hæð of- • an á húsið nr. 25 við Strand- götu.“ Af miklu er að taka, en hér skal staðar numið. Það hefði mörgum sýnzt eðli- legt, að Jón Sveinsson flyttist héðan búferlum, eftir að trún- aðarstarf það, sem hann hafði svo lengi gegnt, hafði verið af honum tekið. En því fór fjarri. Hann hafði bundið tryggð við Akureyri. Gamla AkureyrL Því er nefnilega svo farið um þennan stað, að þó að Þórberg- ur segði í Bréfi til Láru, að sér hefði fundizt Akureyri leiðin- legur bær, og nokkrir hafi síð- an sagt hið sama, þá eru nú ýmsir fleiri en í-eynitrén, sem þrifast hér vel og una lífinu. Akureyri á einhvern þann „Sjarma", sem ekki verður með orðum sagður, og þeir, sem hér dvelja um langa hríð, festa djúpt rætur og vilja hvergi fara. En bærinn stækkar og breytir um svip, og því geta fullorðnir bæjarmenn, bæði með gleði og trega, tekið undir viðlagið úr gamalli revíu: „Já, margt er, margt er nú um breytt á gömlu Akureyri.“ Örn Snorrason. ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.