Dagur - 12.04.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 12.04.1961, Blaðsíða 8
8 iiiiiiiiiuiii UR ERLENDUM BLOÐUM n ■ iii11■■■■i ■ 11111 rr go-kreppan og hræsnararn ■ rr „Ailiance francaise" á Ákureyri Sovét og Sameinuðu þjóðirnar PATRICE LUMUMBA tókst að valda æsingum miklum og um- brotum í Kongó, meðan hann var þar og hét forseti ríkisins. Og ekki lægði þá ólgu, er hann var settur af, síðan fangelsaður og loks drepinn. Ollu afleiðingar þess miklu æsinga-fárviðii í Kongó, og síðan víðsvegar um heim á vettvangi Kongó-máls- ins. Það var því engin furða, þótt vafi léki á um sannleiksgildi hinna opinberu tilkynninga um morð Lumumba, eða hvernig það hefði farið fram. Hann var í óvinahöndum, og var sjálfur hættulegur maður, sem ekki hafði hikað við að beita valdi. Og þeim sem höfðu handtekið hann, var vel Ijóst, hver örlög sín myndu verða, kæmist Lu- mumba aftur til valda. Það er því vel skiljanlegt, að þeir kusu frekar að sjá hann dauðan held- FIMMTUGUR varð 5. þ. m. Áskell Jónsson : söngstjóri og kennari. — Sjó grein á bls. 2. BORGARBIO sýnir þessa vikuna myndina Frændi minn, en fáar kvik- myndir hafa vakið eins mikla athygli og umtal, sem þessi heimsfræga franska kvikmynd. Skulu hér tilfærð nokkur atriði úr blaðaummælum: ,,Hún er full smáskrýtinna tilvika og atburða, sem áhorf- andinn minnist löngu eftir að hafa séð myndina.“ — Vísir. „Virðist Tati ætla að feta í fótspor Charlie Chaplins. — Myndin túlkar tvo heima og á- rekstra milli þeirra, og er vermd svo mannlegri hlýju, ósvikinni kímni og persónulegri sköpun- argleði, að hrein unun er að njóta hennar. — Ein af þeim beztu sem hér hafa sézt.“ Þjóðv. „Höfundur myndarinnar hef- ur skemmtilega glöggt auga fyr- ir smámunum daglegs lífs og gef ur það myndinni, sem er snilld- arlega gerð, notalegan blæ og verulegt gildi.“ — Morgunbl. „. . . . rétt er að hvetja alla til þess að gera sér ferð í bíóið og sjá þessa frábæru mynd. Þar verður enginn fyrir vonbrigð- um.“ — Tíminn. ur en lifandi. Mannslífið hefur aldrei verið sérlega mikilsvert í Afríku, hvorki áður en hvítir menn settust þar að né síðar. Og Afríkubúar skilja tæpast afstöðu hvíta heimsins og eru því vanir, að hinir Hvítu taki „hættulega menn“ af lífi, eða láti þá liverfa í fangelsunum! Andúðar-æsingin snýst aðal- lega gegn Belgum, þar eð grun- urinn um það, að Belgía muni reyna að bjarga einhverju af sín um mörgu og miklu hagsmuna- málum í Kongó, er svo augljós og eðlilegur. Og Sovétlýðveldin sem sek eru um margfalt fleiri pólitísk morð heldur en öll ný- lenduveldi Afríku til samans, nota nú tækifærið til að taka sér forustuna í gremjuþrunginni fordæmingarsókn út af morði Lúmumba! Með þessari háværu sókn sinni á alþjóðavettvangi hyggst Sovét að þvo af sér blóð Maleters, Nagýs og annarra Ungverja, blóð bændaforingj- ans Petkovs í Búlgai'íu og fjölda margra annarra forustu- manna tneðal leppþjóðanna, og hverfa þjóðunum þannig sýn, að þær gleymi atferli Rússa í Ung- verjalandi, og Kínverja í Tíbet! En það mun ekki heppnast þeim. Og sennilega munu skammirnar frá Moskvu aðeins spilla fyrir Kongóbúum. Þégar Sovét notar nú þetta sem átyllu til að krefjast þess, að Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóri SÞ, sé settur af, veit maður varla, hvort hlæja skuli eða gráta. Sovétveldin hafa frá upphafi barizt gegn því, að SÞ samþykktu að taka í taumana við Rússa um fram ferði þeirra í Ungverjalandi, þar sem þetta sé aðeins innan- landsmál, sem komi SÞ ekkert við, og þær hefðu engan rétt til að skipta sér af. En er gæzlulið SÞ í Kongó hefir forðazt í lengstu lög að grípa fram í „inn- anlandsmál Kongó“, ræðst Sovét með skömmum og stór- yrðum á SÞ af þeim sökum! Flestum þeim sem ekki hafa | Dagblöð, útvarps- j I og sjónvarpstæki I UNESCO liefur gert skýrslu um upplýsinga- og fræðslutæki í vanþróuðu löndunum. Stofn- unin setti hverju landi lág- mark: 10 dagblaðaeintök, 5 út- varps- og 2 sjónvarpstæki og 2 kvikmyndahús pr. 100 íbúa. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að 100 lönd og landsvæði í Afríku, Asíu og Suður-Am- eríku ná ekki þessu lágmarki og í Afríku er tala læsra og skrifandi tiltölulega lægst. Þar voru dagblaðaeintökin aðeins 1,2 pr. 100 íbúa, útvarpstækin 1,8 og kvikmyndahúsin 0,5 pr. 100 íbúa. í Afríku nær ekkert land lágmarkinu, er UNESCO setti. □ einhvern flokksáhuga á Kongó- málum, mun eflaust virðast að starf SÞ þar sé fullrar virðingar vert, og hafi fram að þessu forð að Kongó frá víðtækri og háska legri borgarastyrjöld. Hitt er svo annað mál, að ríki þau er hugðust myndu geta hagnazt eitthvað á borgarastyrjöld þar, fyllast nú gremju og reiði yfir því, að við þessu skuli hafa ver- ið spornað. Þess vegna hefir líka Sovét algerlega neitað að taka nokkurn þátt í kostnaði SÞ við gæzlustörfin og alla hina miklu aðstoð í Kongó til að bjarga þjóðinni frá hungursneyð, girða fyrir borgarastyrjöld og koma á friði í landinu. En þá bæri líka Sovét að vera nokkuð varkárari í gagnrýni sinni í garð þeirra, sem bæði gera sér ljóst ábyrgð- ina, sem á þeim hvíiir, og sýna það einnig í verki! Á meðan ekki eru færðar sannanir fyrir því, að Tsjombe, Móbútó, Kasavúbu, Belgir eða Hammarskjöld hafi drepið Lúm umba og tvo fylgisveina hans, er að minnsta kosti engin ástæða til háværra ásakana og and- mælagangna út um heim. En eins og málið horfir við, er ástæða til að krefjast rannsókn- ar. Og að því loknu er fyrst hægt að fella réttlátan dóm í málinu. En þá ætti Krúsjeff og söfnuður hans að minnast þess, að sá kasti fyrstur steini, sem sjálfur er hreinn! Nú hyggst Sovét beita tvenn- um vopnum gegn SÞ: Svipta Hammarskjöld völdum og „þrí- kljúfa“ síðan SÞ. — Koma SÞ á kaldan klaka í Kongó-krepp- unni: Gera þær gjaldþrota! — Þetta er „friðarsókn Sovéts" hrösulum heimi til bjargar! v. Ráðgerð hefur verið stofnun nýs félags hér á Akureyri, þ. e. a. s. greinar af fránsk-íslenzka félaginu „Alliance frangaise“, sem stuðlar að gagnkvæmri kynningu milli Frakklands og íslands, og hefur þetta félag haldið uppi töluverðri starfsemi í Reykjavík yfir vetrarmánuð- ina. Fyrr á árum var þetta félag einnig starfandi hér á Akureyri og þá var skólameistari Mennta skólans hér, hr. Þórarinn Björnsson, aðal-forystumaður þess, en vegna ýmissa og óvið- ráðanlegra orsaka lagðist starf- semi þess niður. Kvikmyndasýning í kvöld. Þar sem þegar er orðið áliðið vetrar verður varla um að ræða nema réttt byrjunar-kynningar starfsemi héðan af og hefst hún með því að í kvöld (mið- vikudagskvöld) kl. 21 verða sýndar nokkrar franskar kvik- myndir í lestrarsal íslenzk-am- eríska félagsins við Geislagötu og verður þar einnig látinn liggja frammi listi til áskriftar fyrir þá, sem hafa hug á að ger- ast meðvirkir þátttakendur. — Aðgangur er ókeypis á sýning- NÝR RAFVIRKJA- MEISTARIHJÁ K.E.A. HINN 1. apríl var ráðinn nýr rafvirkjameistari að Raflagna- deild KEA, Ólafur Jónsson að nafni. Ólafur, sem er maður rétt um þrjtugt, er ættaður úr Vestur- Húnavatnssýslu. Lærði hann raf virkjun hér á Akureyri, og hef- ur starfað undanfarin ár sem meistari hjá Rafsegli h.f.. Hann hefur séð um raflagnir á vegum þess fyrirtækis. □ HINN 18. marz sl. var útrunninn umsóknarfrestur um Laufás- prestakall. Umsækjandi var að- eins einn, séra Jón Bjarman, prestur að Lundar í Manitoba. Akureyringur. Séra Jón Bjarman er fæddur á Akureyri 13. janúar 1933. For- eldrar hans eru Sveinn Bjarm- an og Guðbjörg Bjarman. Lauk arnar. — Nánari upplýsingar veitir Geir R. Andersen í síma 2531. Karlakór Dalvíkur KARLAKÓR DALVÍKUR fór í söngferð til Ólafsfjarðar á sunnudaginn. Aðsókn var afbragðsgóð og undirtektir ágætar. Kórinn hefur beðið blaðið að færa Ólafsfirðingum beztu þakk ir fyrir frábærar móttökur. □ IBADMINTON[ HINN 25. fyrra mánaðar kom hingað til bæjarins Einar Jóns- son, fyrrverandi íslandsmeistarí í einliðaleik og núverandi meist ari í tvíliðaleik. Daginn eftir komuna kenndi hann badminton í íþróttahús- inu, en á pálmasunnudag fór fram mót í tilefni af komu hans. stúdentsprófi frá Akureyri 1954 og embættisprófi frá Háskóla íslands 1958. Vígðist þá til Lund ar, og hefur verið þar síðan. Séra Jón er kvæntur Jóhönnu Pálsdóttur prests Þorleifssonar á Skinnastað, og eiga þau einn son, Pál, fjögurra ára. Þau hjón in hafa getið sér ágætasta orð vestan hafs og njóta þau mkilla vinsælda í söfnuðum sínum. □ Sigurvegararnir í einliðaleik í Badminton: Einar Jónsson t. li. Jónas Gestsson t. v. Þátttakendur í mótinu, sem var mjög skemmtilegt, voru 10. Urslit urðu þessi: Einliðaleik- ur, Einar Jónsson 15:8, Jónas Gestsson 15:6. Tvíliðaleikur: Einar Jónsson og Jóhann Egils- son 15:3, Pétur Bjarnason og Gísli Bjarnason 15:2. □ <11111111111IIIIII lllllllllllllllllllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIII llu* IfjársöfionI HIN BARNMARGA fjölskylda, sem bjó í þeim hluta hússins Aðalstræti 14, er eyðilagðist í eldsvoðanum síðastl. fimmtu- dag, missti þar heimili sitt og svo til alla búslóð. Hún hefur því orðið fyrir nær óbætanlegu tjóni. íslendingar hafa alltaf verið manna fúsastir til að hlaupa und ir bagga með þeim, sem um sárt eiga að binda á einhvern hátt og oft hafa safnazt hér ótrúleg- ar fjárhæðir í því skyni. Hafin hefur verið fjársöfnun til að létta Leó Guðmundssyni og fjölskyldu róðurinn við að skapa sér nýtt heimili. Blaðið mun með ánægju veita fjárfram lögum viðtöku og vill hvetja fólk til að bregða skjótt og vel við. Nú þegar hafa peningar bor- izt, allt upp í kr. 1000.00 frá ein stakling. • □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.