Dagur - 21.06.1961, Síða 7

Dagur - 21.06.1961, Síða 7
7 Ræða Þórarins Bjömssonar (Framhald af hls. 1) sjóði Eysteinn Björnsson, Siglu firði,. og Sigurður Viggósson, Ekifirði. Úr minningarsjóði Þorsteins J. HaUdórssonar fyrir námsaf- rek hlutu vei'ðlaun Þórir Jóns- son, Svarfaðardal, og Magnús Ólafsson, Reykjavík, fyrir fræknleik í íþróttum. Ennfremur veitti skólinn nokkrum nemendum sinum verðlaun og viðurkenningar fyr ir umsjónarstörf, þegnskap, fé- lagsstörf, góða námsárangra og fleira. Tuttugu og fimm ára stúdent ar færðu skólanum að gjöf styttu af Jóni helga Ógmunds- syni, biskupi, skorna í tré af Ágústi Sigmundssyni. Hún mun verða sett í lesstofu heimavist- anna nýju. Gjöf þessa afhenti Ingvar Brynjólfsson, mennta- skólákennari. Tíu ára stúdentar færðu skól anum fagran fána með uglu- merki skólans og peningaupp- hæð til stofnunar trjáræktar- sjóðs skólans. Ingi Kristinsson, skólastjóri, hafði orð fyrir þeim nemendahópi. □ - Þing ,Sjálfsbjargar“ (Framhald af bls. 6) 40% af stofnkostnaði vinnuheim ilanna. Samþykkt var að skora á lög gjafarvaldið að ákveða, að eft- irgefin aðflutningsgjöld af bif- reiðum öryrkja yrðu afskrifuð á fimm árum, og fleiri tillögur voru samþykktir varðandi farar tæki öryrkja. Þá lýsti þingið þeirri skoðun sinni, að stefna bæri að því, að koma upp vinnuheimilum fyrir öryrkja, þar sem þörf krefur og aðstæður eru fyrir hendi. Ríkti mikill áhugi fyrir þessu máli, og upplýst var, að hjá sumum deildunum er þegar kominn vís ir að slíkri starfsemi og hefur gefizt vel. Á laugardagskvöld sátu þing- fulltrúar kaffiboð Sjálfsbjargar á Siglufirði, og allan tímann, sem þingið stóð, sáu félagar úr Siglufjarðardeildinni fulltrúum fyrir fæði á þingstað, endur- gjaldslaust. Innan Sjálfsbjargar eru nú 474 fullgildir félagar og nær 300 styrktarfélagar, en félagsdeildir eru 8 talsins. Sjálfsbjörg hefur opna skrifstofu í Reykjavík að Bræðraborgarstíg 9. Fram- kvæmdastjóri sambandsins er Trausti Sigurlaugsson. □ ■£} '4*‘5£? ''Sv 'í'v.x W £ t . f t Hjnrtans þakkir lil yk.kar allra, er sýnduo mér mn- |c ® semd, með hcimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötiu <•> ? ára afmccli mínu 17. júni. -|; 1 * © Guð blessi framlið ykkar. Krónustöðum 19. júni 1961. I % | AIAGNUS HOLM ARNASON. <- 1 f f f % Alúðarþakhir flyt. .cg og óska þcim blessunar guðs, er b f minntust miu ost glöddu á fimmtugsafmœli mínu 10. <:> | jum. f t f é HARALDUR ÞORARINSSON, Syðra-Laugalandi. „ © " I VlLHjÁLMUR SIGURÐSSON, Þingvallastræti 8, lézt 16. þ. m. — jarðarförin ákveðin síðar. Þuríður Sigurðardóttir, ErJa Vilhjálmsdöttir. Eiginmaður minn SVEINN ÞÖRÐARSON fiá Nesi andaðist laugardaginn 17. júní síðastliðinn. Sigurlaug Vilhjálmsdóttir. Innilegar Jrakkir fyrir auðsýnda samúð við nndlát og jarðarför HALLGRÍMS JÚLÍUSSONAR, Munkaþverá. Sesselja Jóhannesdóttir. Anna Ivristín Hallgrímsdóttir. Einar Júlíus Hallgrímsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS SVANBERGS EINARSSONAR, Grænumýri 11. Svanbjörg Svanbergsdóttir, Árdís Svanbergsdóttir, Magnús Þórisson og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför KRISTJÁNS TRYGGVA JÓNASSONAR frá Kjarna. Eiginkona, dætur, tengdasynir og barnabörn. Innilegar þakkir flytjum við öllum, fjær og nær, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarð- arför SIGFÚSAR MAGNÚSSONAR frá Bóndastöðum Margrét Stefánsdótlir, Stefanía Sigfúsdóttir og aðrir vandamenn. - Staðarfellsskóli (Framhald af bls. 5) og skörungsskap. Auk hinna föstu kennara kenndi frú Björg Þorleifsdóttir söng um tíma. — Við skólaslit flutti sr. Ásgeir Ingibergsson ávarp og árnaði kennaraliði og hinum braut- skráðu námsmeyjum alha heilla. Auk sr. Ásgeirs eru í skólaráði frú Elínbet Jónsdóttir, Innri-Fagradal, frú Steinunn Þorgilsdóttir, Breiðabólsstað, Einar Kristjánsson, skólastjói'i, Laugarfelli og Sigurður Ágústs son, alþingismaður. — Staðar- fellsskóli starfar í sjö og hálfan mánuð á ári hverju, en auk þess er þar einnig kennt í styttri námskeiðum, svo sem vefnaður o .fi. r. i>. BLÚSSUR með belti komnar aftur. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1521. NÝTT! - NÝTT! SPORTBUXUR kvenna dökkgráar og ljósar. STAKKAR á telpur og drengi SLÆÐUR í glæsilegu úrvali SPORTHÚFUR karlmanna og drengja aðeins kr. 25.00 KLÆÐAVERZLUN S!G. GUÐMUNDSSONAR H.F. iJúRún 59G1G247 — Frl.: Rós.: Kirkjan: Ekki messað á sunnu daginn kemur vegna fjarveru sóknarprestanna. Guðsþjónustur í Grundar- þingaprestakalli: Möðruvöllum, sunnud. 2. júlí kl. 1.30 (almenn- ur safnaðarfundur). Hólum, sunnud. 9. júlí kl. 1.30 e. h. Höfðingleg gjöf. Hinn 9. þ. m. afhenti séra Benjamín Kristjáns son og kona hans, Jónína Björns dóttir, sóknarnefnd Munkaþver árkirkju kr. 10.000.00 í rafhit- unarsjóð kirkjunnar. Sóknar- nefndin þakkar hina myndar- legu gjöf. Gjafir og áheit til Munka- þverárkirkju. — Frá ónefndri konu til minningar um látna ást vini kr. 500.00 — Kærar þakk- ir. Sóknarprestur. Kappreiðar. Kappreiðar Funa í Eyjafirði verða 30. júlí n. k. — Kappreiðar Þjálfa í Reykjadal verða 23. júlí. Gjafir og áheit til Mmikaþver árkirkju: Tryggvi Gunnarsson, Ránargötu 4, Akureyri 500 kr. Kærar þakkir. Sóknarprestur. I. O. G. T. stúkan Brynja no. 99, ráðgerir að fara skemmti- ferð að Laugum dagana 1. til 2. júlí. Upplýsingar og áskriftalisti í Borgarbíó. Sumarstarfsnefnd. Slysavarnafélagskonur Akur- eyri. Skemmtiferðin suður verð ur farin fimmtud. 6. júlí. Á- skriftalistar liggja frammi í Markaðnum. Gjcf til sjúkraflugvélarinnar á Akureyri kr. 1000.00 frá S. Þ. Hjartans þakkir. Sesselja Eld- járn. Fimmtugur. Jón M. Árnason, verksmiðjustjóri Krossanesverk smiðju, varð fimmtugur á mánu daginn, 19. júní. Dagur sendir honum beztu árnaðaróskir. Verkstjórai’ til U.S.A. TVEIR verkstjórar hafa verið valdir til að fara til Bandaríkj- anna í kynnisferð með svipuðu sniði og farin var í fyrravor. — Fyrr valinu urðu að þessu sinni þeir Tryggvi Jónsson frá Dal- vík og Haraldur Lleifsson frá Stykkishólmi. Þeir eru farnir utan, en Jjomu heim flugleiðis 11. júní. í Bandaríkjunum voru þeir gestir Iceland Products, Inc., ferðuðust og skoðuðu fisk- vinnslustöðvar og verksmiðjur, sem vinna úr íslenzka fiskinum auk annars, sem markvert er. Oll líkindi eru á því, að ferðum þessum verði haldið áfram næsta vor. □ Hjónaefni. Þann 17. júní opin beruðu trúlofun sína ungfrú Björg Einarsdóttir frá Raufar- höfn og Sigurður H. Jónsson, starfsm. á Fataverksmj. Heklu, Akureyri. Hjúskapur. Þ. 15. júní voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sólveig Snæland Guðbjartsdótt ir Holtag. 6 Akureyri og Jón Eilert Guðjónsson .stýrimaður, Barðavog 22, Reykjavík. — Þann 16 .júní: ungfrú Pernille Alette Hoddevik barnahjúkrun arkona frá Selje, Noregi og Magnús Ágústsson, verkfræð- ingur, Ægissíðu 46. Reykjavík. — 18. júní s.l. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Róshildur Sigtryggsdóttir, Byggðavegi 99 og Baldvin Jóhannes Bjarnason stúdent, Þingvallastr. 28. Heim ili þeirra verður fyrst um sinn að Byggðavegi 99. Magnús H. Árnason bóndi á Krónustöðum í Saurbæjarhr. varð sjötugur 17. júní sl. Leiðrétting. Svanberg heitinn Sigurgeirsson var vatnsveitu- stjóri í Akureyrarkaupstað frá 1929—1954, en ekki eins og mis ritaðist í siðasta blaði. Matthíasarsafnið. Næstkom- andi laugardag kl. 2 síðdegis, verður Matthíasarsafnið á Sig- urhæðum opnað. Menntamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, mun verða þar viðstaddur og Davíð Stefánsson flytur ræðu. Auk boðsgesta eru félagar í Maíthíasarfélaginu ó Akureyri velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Leiðrétting. í niðurlagi frá- sagnar Guðmundar Guðbrands- sonar, sem birtist í Degi 31. maí, segir að hann hafi fengið bréf frá skipbrotsmanninúm, sem af komst. Þetta er ekki rétt og biðjum við lesendur velvirðing- ar á því. Bréf fékk hann ekkert þessu viðkomandi, heldur þakk arkveðju, sem aðalábúandinn í Skoruvík, Kristján Þoi'láksson, flutti honum ásamt hinum, sem við þetta fengust. Þetta leiðrétt ist hér með. — J. S. Frá Ferðafélagi Akureyrir: Norðausturlandsferð verður far in um næstu helgi og verður lagt af stað frá skrifstofu félags ins í Skipagötu 12 á föstudag kl. 6 e. h. — Ekið verður um Húsa- vík, Tjör'nes, Sléttu og út á Langanes eins og unnt er, síð- an til Bakkafjarðar og Vopna- fjarðar. Heim um Möðrudal á sunnudag. Sellandaferð, sem frestað var um síðustu helgi, vegna veðurs, verður farin á sunnudaginn kemur og lagt af stað kl. 8 ár- degis. — Nánari upplý.singar verða gefnar á skrifstofu félags- ins miðvikudags- og fimmtu- dagskvöld kl. 8—10 og verða þá farmiðar afgreiddir um leið. — Ferðanefndin. Svanir á Akranesi í söngför Syngja í Samkomuliúsinu hér á sunnudaginn KARLAKÓRINN SVANIR frá Akranesi syngja næstk. föstu- dng á Sauðárkróki, í Skjól- brekku í Mývatnssveit á laug- ardaginn en hér á Akureyri á sunudagskvöldið kl. 8.30. Söng- stjóri er Haukur Guðlaugsson, einsöngvarar eru þeir Baldur Ólafsson og Jón Gunnlaugsson, en við hljóðfærið verður Fríða Lárusdóttir. Karlakórinn Svanir er talinn góður um þessar mundir og mátti einnig heyra það í útvarpi fyrir skemmstu. Norðlendingar munu fagna söngvurunum. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.