Dagur - 16.08.1961, Síða 7
7
TILKYNNING
Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð
á benzíni og gasolíu og gildir verðið lrvar sem er á
landinu:
1. Benzín, hver lítri ...... kr. 4.20
2. Gasolía, hver lítri...... — 1.50
Heimilt er að reikna 5 aura á lítra af gasolíu fyrir
útkeyrslu.
He.injiJt er einnig að reikna 10 aura á lítra af gasolíu
í afgreiðslugjaJd frá smásöludælu á bifreiðar.
Sé gasolía og benzín aflient í tunnum, má verðið
vera 2l/> ey-ri hærra hver olíulítri og 3 aur.um hærri
hver benzínlítri.
Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 16. ágúst
1061. — Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 15. ágúst 1961.
VERÐL AGSST J ÓRINN.
e tö
X Þakka innilega heimsóknir, góðar gjafir, blóm og
£ skeyLi og alla vinsemd mér sýnda d sjötugsafmœlinu t_
©. 27. júli siðastliðinn. — Guð blessi ykkur öll. ©
1 t
& GUXXLA UGUR ÞORVALDSSON, Torfnesi. |
■r -r
® v*r>^ v.'z ® v.Sr' 0 'L v ;cS" 0 'r' v £ 'í" ví'c't- 0*^ v 0^ M'rS*- £3»^ 0 ^ vjc £^>
Eiginmaður minn
FINNBOGI ÞORLEIFSSON,
Löngumýri 10
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 13.
ágúst. -— Fyrir niína hönd, barna og tengdabarna,
Dórothea Kristjánsdóttir.
B2KES23
Útför móður okkar
SNJÓLAUGAR EYJÓLFSDÓTTUR
sem andaðist 11. þ. m., fer fram föstudaginn 18. ágúst
og hefst með bæn frá Akureyrarkirkju kl. 1.30 e. h.
Jarðsett verður í Ivaupangi kl. 3 sama dag.
'v. Börnin.
Eiginmaður minn
MAGNÚS SIGURÐSSON
er andaðist 10. þ. m., verður jarðsunginn frá Akureyr-
arkirkju laugardaginn 19. þ. m. kl. 2 e. li.. — Fyrir
nn'na hönd og annarra vandamanna,
Sigurbjörg Björnsdóttir.
Innilegar þakkir til allra er sýndu sarnúð og hlýhug
við andlát og jarðarför
GUÐRÚNAR LEÓSDÓTTUR
Holtsseli.
Vandamenn.
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda sanuið og vinarhug
við andlát og jarðarför eiginkónu minnar, móður,
tengdamóður, lósturmóður og ömmu
SIGRÍDAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Aðalstræti 34, Akureyri.
Eiginmaður, börn, tengdabörn,
fósturdætur og barnabörn.
Innilegt þakldæti til allra, sem sýndu okkur hlut-
tekningu við andlát og jarðarför
ZOPHÓNÍASAR GUNNLAUGSSONAR
Gilslaug, Fljótum.
Aðstandendur.
| MÍNKURINN I
U staurnumI
ÞAÐ bar til sl. föstud., að roskin
kona frá Hátúni á Árskógar-
strönd, Emilía Jónsdóttir, var
að sinna um kýr niðri við Dal-
víkurbraut, skammt frá hliði
heimvegai-ins að Hátúni. Með
henni var hundurinn Kolur.
Þegar hún kallaði á hundinn til
að fara með sér heim, gegnir
hann ekki, en hamast í éin-
hverju nálægt öðrum hliðstólp-
anum. Gengur Emilía þá nær
hliðinu og sér fljótlega, að Kol-
ur er að fást við lítið, grátt kvik
indi, eltir það kringum stólp-
ann, þar til það skýzt i ofboði
þvert yfir veginn og klifrar fim
lega upp á steinstólpann hin-
um megin hliðsins. Kolur held-
ur áfram að gelta og hamast, en
nær ekki upp á hliðstólpann,
svo að dýrinu virðist það óhult
fyrir seppa og heldur sig þarna,
hversu sem hann lætur. Emilíu
kemur strax til hugar, að þetta
muni vera minkur, þó að hún
hafi ekki séð hann fyrr. Sam-
tímis ber þar að bH frá Dalvík.
Víkur konan sér að bílstjóran-
um, Jóni Jónssyni, og spyr
hann hvort hann vilji bíða, með
an hún hlaupi heim eftir byssu,
og skjóta svo minkinn fyrir sig.
Sótti hún síðan byssuna, en
Kolur hélt vörð við hliðstólp-
ann þar til skotið batt enda á
þennan ójafna leik. Öðru hvoru
sjást minkar á Árskógarströnd
og í Svarfaðardal. □
Auglýsingar þurfa að
berast fyrir hádegi dag-
inn fyrir útkomudag.
BORGÁRBSOI
Sum 1500
Aðgftngumiðasala opin (rá 7—9 i
NÆTURLÍF |
(Europa di notte)
Dýrasta, fallegasta og íburð-
armesta skemmtimynd, sem
framleidd hefur verið. Marg
ir frægustu skemmtikraftar .
heimsins.
Bönnuð yngri en 14 ára.
| Nú fer hver að verða síðast-
ur að sjá þessa annáluðu
mynd.
NÆSTA MYND:
Ævintýri i Japan
i Ovenju hugnæm og fögur,
en jafnframt spennandi
| amerísk litmynd, sem tekin
er að öllu leyti í Japan.
Kirkjan: Messað í kapellunni
n. k. sunnudag kl. 10.30 árdegis.
Sálmar nr. 476, 317, 370, 675. —
P. S.
Sumarferð Æsku-
lýðsfélagsins er um
næstu helgi. Þeir,
sem eiga eftir að til-
kynna þátttöku sína, vinsamleg
ast geri það fyrir fimmtudags-
kvöld.
Mattliíasarsafnið á Akureyri
er opið alla daga kl. 2—4, nema
laugardaga.
FREYVANGUR. Dansleikur
á laugardaginn kl. 10. — H. H.-
kvartettinn leikur. — Kvenfé-
lagið Voröld.
Séra Benjamín Kristjánsson
verður fjarverandi um tveggja
mánaða tíma, en á meðan gegna
prestarnir á Akureyri aðkall-
andi störfum fyrir hann.
Mr. G. K. Lowter talar á sam
komum að Sjónarhæð í kvöld
og næstu kvöld. Sjá greinina
„Heimsókn“ hér í blaðinu.
Höfðingleg gjöf til Dalvíkur-
kirkju. Þorsteinn Jónsson, inn-
heimtum., Akureyri, gaf Dal-
víkurkirkju 5.000.00 kr. í minn-
ingu um foreldra sína og syst-
kini, sem dáin eru. — Beztu
þakkir. Stefán J. T. Kristinsson.
Til systranna á Sauðárkróki
frá S. Á. kr. 50.00; frá Þóri
Iljálmarssyni kr. 200.00 — Kær
ar þakkir. — P. S.
I.O.G.T. St. ísafold Fjallkon-
an nr. I heldur fund að Bjargi
fimmtudaginn 17. ág. n. k. kl.
8.30 e. h. Fundarefni: Sagt frá
Húsafellsskógarförinni; inntaka
nýliða, berjaferðanefnd gefur
skýrslu. Kaffi. — Æ. T.
■iiiiiniiiiii
Þessi mynd hefir alls staðar
hlotið geysilega aðsókn.
i «111111111111111111
lliilllllilliiillltlllilllilllllillllil.
1111111111111111111111111111111111 in iiiiiiiiiiuii*
| Góð Iieimsókn
MAÐUR frá Bfetlandseyjum er
væntanlegur i heimsókn hingað
til Akureyrar nú í vikunni.
Hann heitir G. K. Lowther.
Hann hefir áður komið til Fær-
eyja og haldið þar samkomur,
en hyggst nú heimsækja ísland
og kemur beina leið til Akureyr
ar.
Fólki gefst kostur á að hlusta
á hann í kvöld óg næstu kvöld
að öllu forfallalausu í samkomu
salnum á Sjónarhæð. Samkom-
urnar eiga að hefjast kl. 8.30
hvert kvöld. Gert er ráð fyrir,
að síðasta samkoman verði kl.
5 e. h. n.k. sunnudag á sama
stað.
Allir eru boðnir velkomnir á
samkomur þessa manns. Vin-
samlegast sækið þær vel.
F. h. hlutaðeigandi,
Sæmuntlur G. Jóhanncsson.
Jórunn frá Hjalteyri
(Framhald af bls. 4)
sem hjálpar sér sjálfur“, enda
fannst henni svo sjálfri. Viljinn
til starfa og áhuginn fyrir því
að komast áfram lyfti henni
upp úr umkomuleysi æskunnar,
en fórnfýsi hennar og kærleik-
ur gaf henni þrek og möguleika
til ótrúlegra afreka í þágu
barna sinna og afkomenda.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhannes Oli Sæmundsson.
Hjúskapur. Sl. laugard. voru
gefin saman í hjónaband brúð-
hjónin ungfrú Sigurjóna Sigur-
jónsdóttir frá Hafnarfirði og
Einar Karlsson vélvirki. Heim-
ili þeirra er að Ránargötu 20,
Akureyri. — Sama dag brúð-
hjónin ungfrú Hulda Margrét
Friðriksdóttir og Jónas Grétar
Sigurðsson, iðnnemi. Heimili
þeirra er að Brekkugötu 11, Ak
ureyri.
Hjónaefni. Nýlega opinber-
uðu trúlofun sina ungfrú Anna
Björnsdóttir, Ránargötu 6, Ak-
ureyri, og Snorri Snorrason sjó
maður frá Dalvík.
Frá Ferðafélagi Akureyrar:
Ferð í Laugafell um aðra helgi.
Nánari uppl. á skrif&tofu félags
ins, Skipagötu 12, sími 2720,
mið.vikudags- og fimmtudags-
kvöld kl. 8—10.
Kappreiðar í Reykjad.
(Framhald af bls. 8.)
skeiðið á enda, en náðu ekki
góðum árangri og það þriðja
hljóp upp áður en marki var
náð.
Að kappreiðum loknum var
samkoma að Breiðumýri. Þar
var sýnd kvikmynd frá lands-
móti hestamanna á Þveráreyr-
um. Karl Kristjánsson alþingis-
maður flutti ræðu og kveðin
voru upp dómsorð um beztu og
fljótustu hestana.
Mörg verðlaun voru veitt.
Mótið fór í flestu vel fram og
myndarlega.
- Nýtt fiskiðjuver
(Fi-amhald af bls. 1)
ar brúarsmiðs vinnu vjð bygg-
ingu nýrrar brúar á Sandá í
Þistilfirði. Gamla brúin frá 1910
er hrörleg orðin og ekki not-
hæf fyrir þungaflutning.
Á sunnudagskvöldið komu
hingað tveir Akureyringar með
þunga bagga á baki. Þ.að voru
þeir Árni Jóhannesson og Ár-
mann Helgason. Þeir komu
gangandi og höfðu legið tvær
nætur úti, hina fyrri við Kinda-
fell í Heljardal en hina síðari
við Stórafoss i Hafralónsá. Þeir
höfðu veitt 5—7 punda bleikjur
á leið sinni, en töluvert er af
vatnableikju á heiðunum.
í Hölkná í Þistilíirði er góð
laxveiði um þessar mundir. Mað
ur einn veiddi þar nýlega 11
laxa yfir daginn og auk þess 8
bleikjur. □
úr terylene-efnum
. úr ullar-efnum
úr ullar- og bómullar-efnum
SPORTBUXUR
NYLONSOKKAR
margar gerðir.
MARKAÐURINN
Sími 1261