Dagur - 16.08.1961, Page 8
8
Haraldur Stefánsson á Ljúf og Einar Kristjánsson lieldur í Fífil. (Ljósmynd: E. D.)
Kappreiðar og góðhestasýning á Einarssföðum
i
Fjölmennt héraðsmót 1 Bifröst)
SUNNUDAGINN 23. júlí sl.
fóru fram kappreiðar og góð-
hestasýning að Einarsstöðum í
Reykjadal í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Hestamannafélagið Þjálfi
stóð fyrir kappreiðunum. Veður
var gott, en góður þerrir dró úr
aðsókn. Nær 40 hross voru
reynd og sýnd.
Sigfús Jónsson á Einarsstöð-
um, formaður Þjálfa, setti mót-
ið á hestbaki, en síðan hófst
góðhestakeppni. Mótsstjóri var
Þráinn Þórisson. Dómnefnd
skipuðu: Steingrímur Níelsson,
Æsustöðum í Eyjafirði, Árni
Magnússon og Guðmundur
Snorrason frá Akureyri.
Alhliða góðhestur.
Randver frá Stafni, 17 vetra
hestur, brúnskjóttur, hlaut
fyrstu verðlaun, sem alhliða
gæðingur. Eigandi hans er
Hólmgeir Sigurðsson.
Annar varð Glámur Forna
Helgasonar á Gvendarstöðum, 7
vetra gamall, steingrár að lit. —
Þriðju verðlaun fékk Jarpur
Sigurgeirs Péturssonar á Gaut-
löndum, Jarpur er 14 vetra.
Klárhestur með tölti.
Neisti Gísla Ólafssonar á
Kraunastöðum, rauður, 7 vetra,
hlaut fyrstu verðlaun klárhesta
með tölti. Næstur varð Hesju-
vallarauður Baldvins Sigurðs-
sonar í Yztafelli og þriðji í röð-
inni varð Fluga á Helgastöðum,
17 vetra, eigandi Friðrik Jóns-
son.
Góðhryssur.
Blesa Jóns Hólmgeirssonar,
Völlum, varð sigursælust af
góðhryssum; önnur Jörp Ás-
valdar Jónatanssonar í Múla og
þriðja í röðinni varð Blesa Sæ-
þórs Kristjánssonar í Austur-
haga.
Kappreiðar.
Á 300 metra sprettinum varð
Fífill Jóns Kristjánssonar á Arn
arvatni fljótastur. Tími hans var
23.4 sek. Sama tíma náði Væng-
ur Jóns Ólafssonar á Krauna-
stöðum og varð annar í röðinni
og þriðji Fálki Einars Jónsson-
ar á Einarsstöðum, 24.3 sek.
Tafsamur heyskapur
Blönduósi 1G. ágúst. í Húna-
vatnssýslum var sæmileg hey-
skapartíð framan af sumri, en
nú í þrjár vikur hefur verið af-
ar tafsamt að heyja og lítið
náðst inn fullverkað.
Á laugardaginn var jarðsung
inn Sigurjón Jóhannsson í
Blöndudalshólum. Hann var 88
ára er hann lézt pg hafði húið
alla sína búskapartíð í Bólstað-
arhlíðarhreppi, lengst af í
Blöndudalshólum ásamt Ingi-
björgu Jónsdóttur konu sinni,
sem látin er fyrir nokkrum ár-
um. Þau hjón bjuggu mjög
snyrtilega og Sigurjón var ann-
álaður fyrir góða meðfei'ð á bú-
peningi. Siðustu æviárin dvaldi
Sigurjón hjá Önnu dóttur sinni
og Bjarna, Blöndudalshólum.
Börn þeirra Sigurjóns og Ingi-
bjargar voru Anna og Jón Bald
urs, fyrrv. kaupfélagsstjóri.
Unnið er við byggingu félags
heimilis á Blönduósi og er kapp
lagt á að koma því undir þak
Folahlaup.
í folahalaupinu varð hlut-
skarpastur Ljúfur, 5 vetfa, jarp
skjóttur, eigandi Haraldur Stef
ánsson á Breiðumýri. Tími hans
var 21.4 sek. Næstur Stjarni sr.
Sigurðar Guðmundssonar á
Grenjaðarstað, 21.8 sek., og
þriðji Hvatur Sæþórs Kristjáns
sonar 22.1 sek.
Skeið.
Þrjú hross voru reynd á 250
m. skeiðspretti. Tvö runnu
(Framhald á bls. 7)
fyrir haustið. Yfirsmiður er
Sveinn Ásmundsson, en hann
hefur staðið fyrir mörgum stór-
byggingum.
Bændadagurinn var hátíðleg-
ur haldinn að Húnaveri sunnu-
daginn 6. ágúst. Þar var fjöl-
menni og fór skemmtunin vel
fram og varð öllum til ánægju.
Hinn 10. ágúst varð Jósafat
Jónsson frá Brandsstöðum 90
ára. Hann bjó lengi góðu og
snyrtimannlegu búi á Brands-
stöðum og var mikill athafna-
og framkvæmdamaður. Jósafat
er enn hinn hressasti í anda
þótt hann sé þetta gamall orð-
inn. □
Rignir á hverjum degi
Ófeigsstöðum 16. ágúst. Nú er
erfitt um heyskapinn. Það rign-
ir á hverjum degi að mánudeg-
inum síðasta undanskildum. Þó
mun ástandið betra í Kinn en
víða annars staðar. Ekki er enn
búið að hirða fyrri sláttinn
nema á stöku stað. Af 50 bænd-
um hafa 45 súgþurrkun og hef-
ur það komið sér vel í sumar.
Hinir eru illa settir.
Berjaspretta er sæmileg. Lax
veiði er lítil en nokkur sjóbirt-
ings- og netaveiði. Mannheilt
nokkuð er í sveitinni. Fátt er
talað um gengisbreytinguna en
því fleira hugsað og ekki allt
fagurt. Við fengum kveðju í
rnorgun svo sem til áréttingar
öðru frá hinu opinbera, um
hækkað verð á olíu og benzíni.
□
Kartöflur í löö dagsl.
Svalbarðsströnd 16. ágúst. Fyrri
slætti er lokið fyrir löngu og
byrjað á seinni slætti. Spretta
er ágæt. Utlit er mjög misjafnt
á kartöflusprettunni. Sett mun
hafa verið í svipaða landsstærð
og í fyrra, en þá munu kartöfl-
ur hafa verið í 100 dagsláttum
lands. Ef tíð verður hagstæð hér
eftir og næturfrost eyðileggja
Sauðárkrókur, 15. ágúst. At-
vinna hefur verið góð að undan
förnu. Allvel og stundum ágæt-
lega hefur aflazt á línu hjá
smærri bátum og sæmilega
öðru hvoru hjá togbátunum. Til
frystihúsanna hefur borizt það
mikill fiskur, að um stöðuga
vinnu og oft eftirvinnu hefur
verið að ræða.
Um siðustu helgi var hér mik
ið um að vera í knattspyrnumál
um, en þá fóru fram fjórir kapp
leikir. — Á laugardag kom hing
að þriðji flokkur frá Akranesi
og keppti við heimamenn. Leik
ar fóru þannig, að þriðji flokkur
Ungmennafél. Tindastóls vann
Akurnesingana með 2:1. — Á
sunnudag kom fimmti flokkur
Fram hér við á heimleið úr sig
urför til Akureyrar og keppti
við fimmta flokk Tindastóls.
Framarar unnu 2:0. Sama dag
var háður kappleikur milli
Borgnesinga og félaga úr Tinda
stóli og unnu Tindastólsmenn
með 6:0. Undanfarin ár hafa átt
sér stað gagnkvæmar knatt-
spyrnuheimsóknir milli þessara
staða. — Á mánudag lék hér
fjórði flokkur Fram við fjórða
ekki kartöfluvöxtinn, verður
uppskeran víða sæmilega góð.
Einn bóndi á Svalbarðsströnd
hefur ekki súgþurrkun og situr
hann fastur með heyskapinn. □
Hættir að lieyja
Hrísey 16. ágúst. Búið er að
flytja héðan nokkuð af síldinni.
Frystihúsið er tekið til starfa
og er þar mikil vinna. Sæmileg
ur afli hefur verið. Trillur fiska
á færi og minni dekkbátar fara
2—3ja sólarhringa veiðiferðir
og koma með 2—3 tonn fiskjar.
í gær var Áskell Þorkelsson
til grafar borinn að viðstöddu
fjölmenni.
Enn er helmingur túnanna ó-
sleginn og er óvíst að þau verði
nytjuð í sumar. Hvort t\reggja
er, að erfiðlega gengur að
þurrka, og menn eru að verða
afhuga búskap og þykir pnnað
vænlegra til tekna. □
Tjaldað yfir síldar-
mjölið á Raufarhöfn
Raufarhöfn 16. ágúst. Búið er
að bræða hér 220.000 mál síldar.
Verksmiðjan hefur unnið nótt
og dag í 6 vikur og allar þrær
eru fullar og enn bíða nokkur
skip löndunar en fá afgreiðslu
í kvöld.
Búið er að salta 68.000 tunnur
og e'r Hafsilfur hæsta stöðin
með 13.800 tunnur. En ekkert
hefur verið saltað 5 síðustu dag
ana. Frá Hafsilfri og söltunar-
stöð Valtýs Þorsteinssonar voru
síldarstúlkurnar fluttar til Seyð
isfjarðar. Yfirleitt eru síldar-
stúlkur horfnar héðan en tölu-
vert er þó eftir af aðkomufólki
og nóg að gera.
Byggð var mikil mjölskemma
í sumar. En hún fylltist fyrr en
varði og er nú búið að reisa
tjöld, ættuð frá varnarliðinu, og
verður síldarmjöl þar „til
húsa“.
flokk Tindastóls. Voru Framar-
ar að koma úr keppnisferð frá
Siglufirði. Leikar fóru þann-
ig, að Framarar unnu 2:1.
Á sunnudag var héraðsmót
Framsóknarmanna í Skagafirði
haldið í Bifröst á Sauðárkróki.
Var það mjög fjölmennt og fullt
hús út úr dyrum. Ræðumenn
voru alþingismennirnir Skúli
Guðmundsson og Olafur Jó-
hannesson. Fluttu þeir sköru-
legar ræður um viðhorf í lands
málum og var góður rómur
gerður að. Smárakvartettinn frá
Akureyri söng við mikla hrifn-
ingu áheyrenda og Ævar R.
Kvaran leikari skemmti. Á
dansleiknum, þar sem Gautarn
ir léku fyrir dansi, var þröng
eins og á sæluvikudansleik.
Um næstu helgi verður haldið
héraðsmót Ungmennasambands
Skagafjarðar á Sauðárkróki.
íþróttakeppnin hefst á laugar-
dag kl. 4 e. h. og á sunnudag kl.
1.30 e. h. Á laugardagskvöldið
verður dansleikur í Bifröst. Þar
leika hinir vinsælu Gautar fyrir
dansi og má búast við miklu
fjölmenni. G. I.
Um 200 tonn af sildarmjöli
eru farin héðan, mest til Þýzka
lands og einnig til Hollands.
Helgafell tók 3000 tunnur síldar
til Finnlands og fleiri skip hafa
tekið hér síld. Rússlandssíldin
er þó ófarin en í næstu viku
verður eitthvað tekið af henni.
Þoka og súld er hér í dag,
eins og löngum í sumar og farið
að bræla á miðunum. Héðan
róa í suiíiar 15—20 litlir bátar
og hafa oft aflað vel, mest á
færi.
Frá Kópaskeri
Utlit með heyskapinn er væg
ast sagt illt. Til marks um það
er ekki búið að hirða neitt hey
á Fjöllum. Hér í nágrenni eru
bændur mjög misjafnlega á vegi
staddir í þessu efni. Sumir eru
langt komnir með fyrri slátt,
aðrir lítið búnir að hirða. Mikið
af heyjum er úti og mest af
þeim stórhrakið, enda hefur
rignt svo að segja hvern einasta
dag. Töluvert mikið er enn ó-
slegið. □
Skemmtiferð
Ólafsfirði 16. ágúst. Kaupfélag
Olafsfjarðar bauð um helgina
kaupfélagskonum og konum
kaupfélagsmanna í skemmti-
ferð. Þátttakendur voru 48 auk
þeirra Ólafs Ólafssonar og
Björns Stefánssonar, sem önn-
uðust fararstjórn. Fyrst var far
ið með Drang til Akureyrar,
þaðan til Mývatnssveitar og
austur að Grímsstöðum, Ás-
byrgi, kring um Tjörnes, ekið
til Reykjahverfis og Uxahver
örvaður með vænum skammti
af sápu, þaðan haldið um Aðal-
dal. Skoðað var byggðasafnið á
Grenjaðarstað og síðan ekxð til
Akureyrar. Þar voru iðnfyrir-
tæki samvinnumanna skoðuð,
ennfremur Lystigarðui’inn o. fl.
Fei'ðafólkið sat hádegisverðar-
(Framhald á bls. 6)
Randver og eigandi, Hólmgeir Sigurgeirsson í Stafni. Ljm.: E. D.)