Dagur - 23.08.1961, Blaðsíða 1
r—"
M Át.CACX j- RAXTSÖK N AK M ANNA
;• Rrx STjoiu; 1 Kl.tXt.lTI Dav ÍÖSSON
Sk StM Jii'Si oi .v j i nw.si Hatna tningu RSTK.i 0(í PR TT 90 EXTUN
B ANNAíiT P JÖR.N.SSON, U KN’l VEl \li H.l'. (K Ol ÁKUR )l) s F.YRI
—
Dagur
XLIV. árg. — Akureyri, miðvikudagitin 23. ágúst 1961 — 38. tbl.
■ ' "—r----------'•'r.1'-";--------r?
Ai:(.j.vsiní;astjóRi: Jó\ Sam-
ÚEl-SSON . ÁRl.ANCUHINN KOSIAK
KR. lÖÚ.OO . CjAl.DDAGi EK 1. JÚU'
Bs.ADta Ki k Á mu'vikudo.';
v\i or, A J.AOC.AR»Öei.’M
I’ÍCAK Á.ST.EÖA 1>VK)R 1 II.
IÐNSTEFNA SAMVINNUMANNA
Þar verða sýndar framleiðsluvörur frá 15
verksmiðjuni samvinnumanna á Akureyri
Á MORGUN, fimmtudag, hefst
iðnstefna samvinnumanna á Ak
ui-eyri. Samband ísl. samvinnu
félaga og kaupfélögin. standa að
þessari iðnstefnu og er mark-
mið hennar tvíþætt.
Iðnstefnan er bæði sölusýn-
ing iðnvara frá 15 verksmiðjum
samvinnumanna og kynningar-
sýning fyrir almenning.
Á iðnstefnuna koma innkaupa
stjórar kaupfélaganna, sem eru
58 talsins, skoða vörurnar og
gera pantanir sínai'. Fimmtudag
ur og föstudagur eru ætlaðir til
þessa. Iðnstefnan verður svo op
in almenningi á laugai'dag og
sunnudag.
Hai-ry Fredriksen, framkv.-
stjói'i Iðnaðardeildar SÍS, setur
sýninguna með ávarpi árdegis
á fimmtudag, og Erlendur Ein-
arsson flytur ræðu. Sýningar-
stjói'i er Jón Arnþói'sson.
Það eru engin slagorð, að sam
vinnumenn hafi gert Akui'eyri
að iðnaðai'bæ, því þetta er svo
í raun og veru. Flestar verk-
smiðjur samvinnumanna eru
hér og veita þær verulegum
hluta vinnandi fólks á Akur-
eyri atvinnu allt árið.
Leiðir samvinnumanna af
landinu öllu liggja til Akureyr-
ar næstu daga. Hér verða gerð
kaup á iðnvörum fyrir milljónir
króna. Bæjarbúar og aðrir, sem
geta því við komið, eiga þess
líka kost að sjá iðnvörur 15
verksmiðja saman komnar á
einum stað í samkomusal verk-
smiðjufólksins. Þar eru nýjung
ar mai'gar, sem vert er að sjá
og skoða. □
Hinn nýi, stóri farþegavagn Norðurleiðar h.f. er hér staddur með marga boðsgesti á einum fegursta
stað í Svarfaðardal, á hæðinni við Hrísatjörn, en þar blasir sveitin við allt fram til Dala. (Ljm. E. D.)
NÝ BIFREID NORÐURLEIÐAR H.F.
Styttir ferðina Akureyri-Reykjavík um 2 tíma
Mörg síldarskip að hætta veiðum
SAMKVÆMT skýi'slu Fiskifé-
lagsins var heildarsíldai'aflinn
á Norður- og Austurlandsmið-
um sl. laugardagskvöld orðinn
1.489.441 mál og tunnur ó móti
779.062 málum og tunnum í
fyrra. Þetta er mesta síldarár á
17 ára tímabili og geta allir
glaðzt yfir því.
Þrjú aflahæstu skipin eru:
Víðir II. 20.552 mál og tunnur,
Olafur Magnússon, Akui'eyri,
19.266 og Guði'ún Þorkelsdóttir,
Eskifirði, 19.000 mál og tunnur.
Um 50 skip hafa að þessu sinni
fengið 10 þús. mál og tunnur
eða meira.
í fyn-adag fann flugvél land-
helgisgæzlunnar, Rán, vaðandi
síld 19 mílur NNV af Skaga.
Nokkur skip, sem stödd voi'u á
þessum slóðum, fengu nokkra
veiði og sum góða eða allt upp
í 700 mál. Þessi síld er smá og
vill ánetjast í síldai'nætui'nar.
Snæfell tók ufsanót í fyrra-
dag, sigldi út að Grímsey og
fékk 25 tonn af ufsa í einu kasti.
Skipið lagði afla sinn upp í
Hraðfrystihúsi ÚA í gær.
Fyrir skömmu buðu foiráða-
menn Norðurleiða h. f. frétta-
mönnum á Akui'eyi’i o. fl. í bíl-
ferð til Dalvíkur í nýjum, stór-
um farþegabíl, sem búið er að
taka í notkun á leiðinni Akur-
ey ri—Rey k j aa vík.
Bíllinn er af Scania Vabis
gerð, vélin 165 hestafla diesel-
vél og yfii'byggingin gerð af
Bílasmiðjunni h.f. í Reykjavík.
DÓMNEFND, er háskólaráð
skipaði til að meta ljóð, sem
bárust í samkeppni um hátíða-
ljóð í tilefni af 50 ára afmæli
háskólans, hefur nú skilað áliti.
Taldi dómnefndin, að ljóðaflokk
ur, merktur dulnefninu Gestur,
„fullnægði bezt þeim tilgangi,
sem stefnt var að með sam-
keppninni, með föstum efnistök
um, formi, vel föllnu til flutn-
ings, og góðum skáldskap“.
Lagði dómnefnd til við háskóla-
ráð, að þessi höfundur hlyti
verðlaun þau, sem heitir var,
15.000 ki'ónur. Háskólai’áð hef-
ur fallizt á þessa niðui'stöðu
dómnefndar. Höfundur ljóða-
Afmælisháfíð í Reykjavík
Fékk kaupstaðarréttindi fyrir 175 árum
Reykvíkingar minnast afmælisins með fagnaði
Á FÖSTUDAGINN átti Reykja
vík 175 ára afmæli, sem kaup-
staður. Hún hefur vaxið mjög
ört úr litlu og fátæklegu þoipi
í hlutfallslega stæi’ri bæ en
eðlilegt er og í öðrum löndum
hefur oi'ðið að höfuðborg.
Reykjavík er svo ungur bær,
að hún hefur haft meii'i svip
dreifbýlisfólks en „innfæddi-a“,
fram að síðustu árum. í mörg-
um skilningi hefur hún notið
þess, en um leið átt öi'ðugra
uppdi'áttar um svipmót hrein-
ræktaðrar borgarmenningar.
Að sjálfsögðu hefur Reykja-
vík gegnt miklu hlutverki, sem
höfuðborg íslands og hefur alla
aðstöðu til að leggja fi-am mik-
inn menningarlegan hlut.
Hversu hún hefur rækt hlut-
verk sitt má eflaust um deila.
En allra þjóðhollra manna ósk-
ir munu þó á einn veg á þess-
um tímamótum, því hamingju-
óskir um hagsæld og traust
forystuhlutvei'k höfuðborgarinn
ar er einnig heillaósk til hinnar
stóru íslenzku fjölskyldu, sem
landið byggii'. □
flokksins reyndist vera Davíð
skáld Stefánsson frá Fagi'a-
skógi.
Þá taldi dómnefnd, að í tveim
ur flokkum öði'um, merktum
Studiosus og Germanicus, væri
einnig svo góður skáldskapur,
að þeir séu viðui-kenningar
verðir. Hefur háskólai’áð óskað
þess að fá leyfi til að birta þá
ljóðaflokka. Reyndust höfundar
þeirra vei’a Páll Kolka, fyn’v.
héraðslæknir, og séra Sigurður
Einarsson í Holti. □
Sæti eru fyrir 45 farþega. í
vagni þessum er salerni, enn-
fremur kælihillur fyrir mat og
drykk.
Ráðgert er, að ekið sé við-
stöðulaust, en farþegar hresstir
á ýmsu góðgæti, frambornu af
þjónustustúlkum, og að fei'ðin
taki aðeins 8 klukkustundir á
milli Akureyrar og Reykjavík-
Ul'.
Hinn glæsilegi farkostur er
skráður á Akureýri, og ber
númerið A 398, og er á nafni
Gunnars Jónssonar bifreiða-
stjóra.
Nýi bíllinn mun vera einn
vandaðasti og fullkomnasti lang
ferðabíll á Norðurlöndum. —
Þrír stjörnusjónaukar
HINN 13. ágúst færði sendi-
herra Rússa hér á landi
Menntaskólanum á Akureyri að
gjöf 3 stjöi-nusjónauka frá
rússnesku vísindaakademíunni.
Þórarinn Bjömsson skólameist-
ari veitti gjöfinni viðtöku og
þakkaði hana. Stjörnusjónauk-
arnir eru sérstaklega hentugir
til að fylgjast með ferðum him-
intungla og gerfihnatta og
munu eflaust vera vandaðir og
vel til þess fallnir að auka
áhuga námsmanna á geimvís-
indum. □
Hann mun hafa kostað um
hálfa aðra milljón ísl. króna.
Það er að vísu mikil fjárhæð,
en vitnar um góða framleiðslu
Svía og íslendinga í þessari
grein. □
Uppsetningu pípu-
orgelsins miðar vel
TVEIR þýzkir Jagmenn eru
nú, ásamt heimamönnum, að
setja niður hið mikla pípu-
; orgel Akureyrarkirkju. Mun
; farið að síga á seinni hluta
; þessa verks og að því loknu
| verður sérstök vígsluhátíð. —
i Kirkjan verður öll máluð að
; innan, breyting hitalagnar er
; í athugun (hitalagnir eru und
; ir sætum og þykir óhollt) og
; þak kirkjunnar verður klætt
; nýjum pappa. □
iniiiiiiiiimn
Varð fyrir bíl
Á FÖSTUDAGINN bar það við
á Oddeyi'i að sjötugur maður,
Ingólfur Árnason, Fjólugötu 6,
varð fyrir bíl, marðist illa og
var þegar fluttur í sjúkrahús.
Ingólfur var á reiðhjóli og á
leið heim til sín úr vinnunni,
er slys þetta varð. Hann er
óbrotinn. □
Skemmtun Framsóknarmanna að
Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu
Hermann Jónasson verður aðal-ræðumaðurinn
FRAMSÓKNARFLÖGIN í S,-
Þing. halda almenna skemmti-
samkomu að Laugum sunnu-
daginn 26. þ. m.
Hermann Jónasson, fyrrv. for
sætisráðherra, verður aðalræðu
maður dagsins, einnig talar
Ingvar Gíslason alþingismaður.
Meðal skemmtiatriða eru
gamanþættir Gests Þorgríms-
sonar leikai'a og söngur þeirra
Jóhanns Konráðssonar og Krist
ins Þoj’steinssonar. Skemmti-
ski’áin er auglýst annars stað-
ar í blaðinu í dag. — Búizt er
við fjölmenni. □