Dagur - 13.09.1961, Page 4
4
......-...........
Daguk
AÐ VERA-EÐA
VERAEKKI
PRÚÐMANNLEGUR menntamaður hélt
nýlega ræðu á samkomu Sjálfstæðis-
manna og gerði samanburð á vinnu-
brögðum vinstri stjómarinnar og þeirrar,
er nú situr, á grundvelli þess AÐ VERA
eða VERA EKKI. Ræðumaðurinn, sem
hefur lært íslenzkt mál sérstaklega, virð
ist hafa takmarkaðan skilning á merk-
ingu orðanna AÐ VERA og VERA
EKKI og skal nú vikið að því nokkrum
orðum:
Það liggur mjög ljóst fyrir, hve gjör-
ólík vinnubrögð vinstri stjórnarinnar og
núverandi stjórnar eru. Vinstri stjórnin
vann samkvæmt yfirlýstri stefnu, en stóð
upp þegar hún naut ekki lengur óskor-
aðs trausts stærstu félagasamtaka vinn-
andi manna. Sú stjórn gat að sjálfsögðu
setið áfram við völd, með því að brjóta
fyrri yfirlýsingar og taka nýja stefnu, en
það vildi hún ekki.
Það hefur jafnan í íslenzku máli verið
nefnt — AÐ VERA — þegar xmnið er
samkvæmt fyrirheitum, svo sem framast
er hægt. Það er líka, samkvæmt íslenzkri
hugsun að fornu og nýju, kallað AÐ
VERA þegar viðurkenndar eru stað-
reyndir svo sem þær, að grundvöllur
vinstri stjórnarinnar brast með neitun
Alþýðusambandsþings, svo sem öllum er
kunnugt.
Ef við íökam svo núverandi ríkisstjórn
til samanburðar á þeim grundvelli AÐ
VERA eða VERA EKKI, er þar
skenunst af að segja, að sú stjóni vinnur
ekki samkvæmt loforðum sínum, heldur
gagnstætt þeim. Það er AÐ VERA
EKKI.
Nefnd skulu dæmi um þetta:
1. Lofað var að semja aldrei um tak-
mörkun á íslenzkri landhelgi. Þetta
var svikið.
2. Lofað var að bæta lífskjör almennings.
Það var Iíka svikið.
3. Lofað var að stöðva verðbólguna. Einn
ig það var herfilega svikið.
4. Lofað var að hætta erlendum lántök-
um. Þetta brást einnig herfilega.
5. Lofað var að þurrka uppbóta- og nið-
urgreiðslukerfið út. Þetta brást gjör-
samlega.
6. Lofað var skattalækkun. Þetta var
efnt á þaim hátt, að fella niður tekju-
skatt af lágum launum, nokkur hundr
uð krónur — og lækka tekjuskatt há-
tekjumanna um þúsundir og jafnvel
tugi þúsunda. Jafnframt voru nýir
skattar á lagðir undir öðrum nöfnum
(innflutningsskattur, söluskattur o.fl.)
7. Lofað var að spara fé í opinberum
rekstri. í stað sparnaðar kom óhófs-
eyðsla.
8. Lofað var að efla framkvæmdir í land
inu. Efndirnar voru þær, að lánsfé var
stórlega dregið saman og vextir hækk
aðir, minna atvinnuaukningarfé veitt
en áður, ábyrgðir ríkissjóðs takmark-
aðar mjög vegna framkv. úti á landi
og sparifé landsmanna „fryst“ í
Seðlabankanum.
Ríkisstjórn, sem þannig vinnur, er
mjög glöggt dæmi þess að VERA EKKI.
Áðurnefndur menntamaður var því
mjög óheppinn, er hann í opinberri ræðu
vildi snúa við staðreyndum í þessu eíni,
og misnota auk þess íslenzkt mál. □
V_________________________________
«.iiiiiriiiittiii.iiiii.i.ii.iiiiiiiii.iiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiiiiiiiiii.ii.iiiiiiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiii.iiiiiiii(iiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»
| Blekkingaskrif Bjartmars Guðmimdss. |
„Ljúga að öðrtim er ljótur vani,
en ljúga að sjálfum sér
hvers manns bani.“
Jóhann Gtinnar Sigurðsson.
BJARTMAR GUÐMUNDSSON
lét frá sér fara í blaðinu Islend-
ingi skrif nokkurt 14. júlí í sumar.
Nefnir hann ritgerð þá: „Undir
veggjum kaupfélagshúsa og Dags-
hríð Karls Kristjánssonar".
Skrif þetta er lilaðið blekking-
um. Sumt eru auðsæilega vísvit-
andi blekkingar, gerðar til þess að
revna að villa lesendum sýn. Ann-
að sennilega sjálfsblekkingar.
Skiptir litlu máli, nema fyrir
hann sjálfan, hvort heldur er. Ég
mun því ekki leggja áherzlu á að
greina þar á milli. lin sjálfur ætti
hann að skoða hug sinn í ljósi
tilvitnaðra orða Jóhanns skálds.
Hver veldur
þessari deilu?
Mér þykir leiðinlegt að þurfa að
deila á gamlan samherja og ná-
granna og lýsa hann ranghermis-
mann. Ég er heldur ekki upphafs-
maður árekstranna milli okkar
B. G. Fyrst og fremst var það
liann, sem hljóp úr liði. Lét tala
sig til að fara í framboð fyrir and-
stæðinga samvinnumanna. Þessir
andstæðingar lögðu kapp á það,
til að flagga með, að fá fyrir full-
trúa sinn „mann úr stjórn elzta
kaupfélagsins", skráðan „bónda
úr rótgrónu Framsóknarhéraði",
„son gáfumannsins Guðmundar á
Sandi“, eins og komizt var að orði
í kosningaáróðrinum.
Blaðið Dagur minntist lítils
háttar á framboð B. G. stuttu eftir
að það varð lýðum ljóst 1959.
Bjartmar stökk þá strax upp á
nef sér og tók að rausa í íslend-
ingi um K. Þ. sem „pólitískt hreið
ur“ og segja slúðtirsögur í þvi sam
bandi. Nú segir hann, að ég hafi
átt „öll upptök" að því, að Dagur
ónáðaði hann og hleypti honum
upp. En þó að ég telji ekkert at-
hugavert við það, sem í Degi stóð,
verð ég að upplýsa að þarna fer
B. G. með helber ósannindi. Ég
átti engan þátt í, að Dagur minnt-
ist á framboð hans upphaflega.
Ég hef satt að segja fram að
þessu kennt dálítið í brjósti um
hann fyrir það hlutskipti, sem
hann hefur látið búa sér og fund-
izt hann liafa nóg að bera.
Nú segir hann vafalaust borgin-
mannlega, að hann Jturfi ekki á
meðaumkun að halda. En sina-
drættirnir í skrifum hans sýna
annað.
Brennt barn
forðast eldinn.
í svari til framhleypins íhalds-
pjakks, sem lýsti reiði yfir, að B.G.
var ekki endurkjörinn í stjórn
K. Þ., gat ég þess, hve oft B. G.
liefði látið sig vanta á fundi stjórn
ar K. Þ. eftir að hann gerðist
Jtjónn íhaldsins, og alls ekki mætt
á Jteim tveim aðalf. kaupfélags-
ins, sem síðan liafa verið haldnir.
Benti á, að Jtingseta hefði að sjálf-
sögðu stundum forfallað hann, en
sannaði með fundarsókn minni
samtímis, að sú ástxða hrökk hon-
um ekki nándar nærri til afsök-
unar.
Þessu reynir B. G. í skrifi sínu
að eyða með löngu máli, Hann vé-
fengir, en á loðinn hátt sanit, að
ég skýri rétt frá mætingamun okk-
ar. Segir: „Ég á Jiess nú ekki leng-
ur kost að skoða fundarbók félags-
stjórnar." Ekki fer hann varlega í
blekkingum Jrarna, blessaður!
Hver ætli meini honum að
skoða gjörðabókina frá Jieim
tíma, sem hann var í stjórninni?
Allir hljóta að sjá ólieilindin í
svona vífilengjum.
B. G. segir í Jtessu sambandi frá
því, eins og hann ætlist til að Jiað
verði skoðað sem furðufrétt, að ég
hafi fengið leyfi Jiingforscta til að
mæta á aðalfundi K.Þ. vorið 1960.
Þetta er rétt. Og áður liafði ég líka
farið heim af þingi til að mæta á
aðalfundum K. Þ. með slíku leyfi.
Það er þingskylda að fá leyfi for-
seta til fjarvista. Ber oft við, að
þingmenn skreppa heirn í héruð
sín með leyfi forseta og þykir ekki
tiltökumál.
B. G. segist ekki hafa getað far-
ið á þcnnan fund. Má vera. Varla
hefur ]«') forseti neitað honum um
leyfi. Hitt er fyrir hendi, að Bjart-
mar hatði stuttu áður brugðið sér
norður í páskafríi, lent á fundi á
Hólmavaði (sem hann getur um á
öðrum stað) og komizt í hann al-
varlega krappan með afstöður sín-
ar til málefna, sem hlutu líka að
verða til umræðu á aðalfundi
kaupfélagsins. Brennt barn forð-
ast eldinn.
Ekki er ein
báran stök.
Forföllin elta B. G. Hann segist
alls ekki hafa getað mætt í vor á
aðalfundi K. Þ„ sem átti að gera
út um ]>að, hvort hann yrði í
stjórn félagsins áfram eða ekki.
A Jjeim fundi hefði honum gef-
izt, eins og á Hólmavaðsfundin-
um, tækifæri til að gera grein fyrir
sínum nýja málstað. Þótti honum
Jjað kannske ekki eftirsóknarvert
tækifæri?
Hann telur sig hafa Juirft að
láta sitja í fyrirrúmi að mæta í út-
hlutunarnefnd listamannalauna.
Trúi því hver, sem getur, að B. G.
hefði ekki getað, ef hann hefði
haft á því áhuga, fengið nefndar-
fundinum hnikað til, eða fjarvist-
arleyfi fyrir sig í bili þaðan.
Loks kemst Jró B. G. að eigin
dómi í ]>rot með forföllin, að }>ví
er fjóra stjórnarfundi snertir. Um
þá segir hann: „Annað hvort er
tilvera ]>eirra skáldskapur Karls
Kr. eða hann helur vanrækt að
boða mér þá.“
Bjartmar veit vel, að hvorugt er
fyrir hendi. Kannke hann vilji
fara með mér yfir fundarbókina í
viðurvist votta, telja fundina sam-
an og rifja úpp bóðanir mínar?
Ég er fús til þess.
„Vindhöggið.“
B. G. segir frá fundinum, sem
bændur boðuðu til að Hólmavaði
í Aðaldal um páskaleytið 1960, er
liann var staddur lieima. Þá lá
fyrir Al}>ingi nýtt stjórnarfrum-
varp um útsvör, og var J>að til
umræðu á fundinum.
Ég var ekki á J>essum fundi, en
skilst á mönnum, sem ]>ar voru,
að Bjartmar liafi verið þar hart
leikinn, er liann leitaðist við að
verja ákvæði frumvarpsins um út-
svör samvinnufélaga. Hafði Finn-
ur Kristjánsson kaupfélagsstjóri
sýnt með Ijósum dæmum, sem sett
voru upp samkvæmt frumvarp-
inu, að fjarstæðulegar upphæðir
gætu orðið lagðar í útsvörum á
K. Þ„ ef frumvarpið yrði óbreytt
að lögum.
Bjartmari mun ekki hafa litizt
á blikuna í ræðum fundarmanna,
og fór að loía bctrun og bót á
frumvarpinu.
Nú segir liann í grein sinni, að
Ingófur á Hellu, Jón Pálmason og
liann hafi fengið frumvarpinu
breytt áður en það varð að lögum,
]>annig að nú greiði „K. Þ. a.m.k.
800 þús. kr. minna en Finnur
Kristjánsson hafi fullyrt að yrði“.
Og hann bætir við: „Finnur minn
Kristjánsson reiddi hátt til höggs
á Hólmavaðsfundinum. En af
varð ekki annað en vindhögg."
Þctta eru dálagleg rök: Finnur
Kristjánsson sýndi fram á hvað
útsvarið yrði samkv. frumvarpinu.
Seinna var frumvarpinu breytt.
Þess vegna voru útreikningar F.K.
„ekki annað en vindhögg", að
dómi Bjartmars!
Með öðrum orðum: lijartmar
kallar það vindhögg, að liann var
laminn á fundi þessum iil þess að
stuðla að leiðréttingu á frumvarþ-
inu.
Hvern getur hann blekkt með
}>essu? Sjálfan sig, eða livað?
Nánar um frumvarps-
breytinguna.
Breytingar ]>ær, er gerðar voru
á frumvarpinu að J>ví, er um-
ræddu efni viðkemur, voru aðal-
lega fólgnar í þessum viðbótum:
„Undanþegin veltuútsvari eru
sláturhús og mjólkurbú.
Utsvar af landbúnaðarafurðum,
framleiddum innanlands og seld-
um í umboðssölu eða lieildsölu,
má ]>ó eigi meiru nema en 214%
af heildarveltu."
Framsetningin er svo óljós, eink
um í fyrri málsgreininni, að auð-
séð er, að ekki fylgir ]>ar sterkur
hugur máli. Hvað þýðir t. d. „slát-
urluis í ]>essu sambandi og hvað
„mjólkurbú"?
Niðurjöfnunarnefndirnar hafa
þess vegna, eftir sem áður, svo
rúmt um hendur í J>essum efnum,
að ]>ær geta, án J>ess að brjóta lög-
in, misþyrmt samvinnufélögum
og framleiðendum með útsvars-
álagningu, ef þær eru ekki að
meiri hluta velviljaðar.
Álagningin hefur líka orðið ó-
eðlilega misjöfn í landinu.
Ekki vil ég véfengja að B. G.
hafi viljað, eftir ádrepuna, sem
hann fékk á Hólmavaði, eiga hlut
að því innan síns flokks, að frum-
varpinu yrði brcytt. En ef taka á
]>að trúanlegt, sem hann grobbar
af í skrifi sínu, að hann sé þar
„tekinn til greina", þá hefur hann
sannarlega verið lítilþægur í kröf-
um sínum.
Yfir samvinnufélögunum hang-
ir nú sverð ranglætis í óskilmerki-
legri og teygjanlegri útsvarslög-
gjöf, sem andstæðingar þeirra á
Alþingi liafa sett. Bjartmar er því
miður í þeirra hópi atkvæðisvirk-
ur.
Afstaða mín.
Það er rétt hjá B. G„ að ég taldi
lagaákvæði þau, sem giltu um út-
svör samvinnufélaga úrelt orðin
á ýmsa lund, vegna hreyttrar og
aukinnar starfsemi félaganna, og
þess vegna ekki liægt að fara eftir
strangasta bókstaf laganna við á-
kvörðun útsvara á félögin. Vann
ég samkvæmt því sem sveitarstjórn
armaður á Húsavík, og niðurstað^
an varð sú, að bæði sveitarfélagið
og kaupfélagið gátu sæmilega við
unað.
Ég vildi breyta lögunum, en þó
ekki eins og hinir nýju sálufélagar
Bjartmars — og hann.
Gegnlýsing.
Ég hef sagt, að B. G. sé genginn
í lið andstæðinga samvinnufélaga.
Hann neitar því og segir orðrétt
í skrifi sínu:
„Ég hef skýrt þörf þeirra og að-
stöðu án ranginda og hef verið
tekinn til greina. En hann (Karl
Kr.) hefur lieimtað forréttindi
með offorsi, sem Alþingi getur
ekki lagt eyru við. Það heita yfir-
boð og eru flutt í vi,ssum tilgangi."
Rétt er að gegnlýsa þessa
klausu.
Ég hef séð það, sem B. G. liefur
skrifað, lieyrt ræður hans í þing-
sölunum og fylgzt með atkvæða-
greiðslum hans. Ég hef á þessum
sviðum í engu orðið var við stuðn-
ing frá honum við málstað sam-
vinnufélaga. Hefur nokkur mað-
ur heyrt eða séð örla þar á þeim
stuðningi?
Óvinsemdin hefur aftur á móti
komið greinilega í ljós, eins og ég
kem að síðar.
Bjartmar segist hafa „verið tek-
inn til greina“. Máske ætlast hann
til að menn skilji þetta þannig,
að hann hali verið tekinn til
greina innan flokks síns, því þar
hafi hann „skýrt þörf þeirra (sam-
vinnufélaganna) og aðstöðu án
ranginda".
Ég hef vitanlega engin skilyrði
haft til að fylgjast með því, sem
hann hefur sagt eða gert í garð
samvinnufélaga við undirbúning
mála á flokksfundum.
En hvað hefur þá flokkurinn
gert? Það vita allir. Aldrei síðan á
dögum Björns Kristjánssonar stór-
kaupmanns hafa íhaldsöflin sótt
jafn harkalega að samvinnustefn-
unni og Sjálfstæðisflokkurinn nú
með Bjartmar innanborðs.
Finnist Bjartmari sjálfum, ,að
hann hafi innan flokksins „verið
tekinn til greina" um þessi mál-
efni, og ætlist hann til að aðrir
trúi því, ætti hann að lýsa því,
hvernig þessi ílokkur, sem hann
er genginn í þjónustu lijá, væri í
garð samvinnustefnunnar, ef lians
nyti ekki við. Skyldi liann hafa
xmyndunarafl til þeirra lýsinga?
Bjartmar segir, að ég liafi heimt
að fyrir samvinnufélögin „forrétt-
indi með offorsi, sem Alþingi get-
ur ekki lagt eyru við“. Athugum
réttmæti þeirra orða lians:
Aðalbreytingartillaga mín við
útsvárslagafrumvarpið, að því, er
samvinnufélög snertir, var, að í
stað þess, að „félögin greiði útsvör
af veltu jafnt hjá félagsmönnum
og utanfélagsmönnum", komi svo
hljóðandi ákvæði:
Samvinnufélög greiði eftir sömu
reglum og aðrir velluútsvar af
þeim rekstri, sem ekki er aðgreind
úr i skiþii við félagsmenn og utan
fétags'menn, en þegar um er að
rœða þœtti starfseminnar, þar sern
slík sundurgreining á sér stað,
greiðist veltuúlsvarið aðeins af við
skiþtauþþhæð utanfélagsmanna.“
Samvinnufélögin byggja upp
þar, sem þau eiga heimili, aðstöðn
fýrir kömáiidf kýnslóðir á skyldan
liátt bg sveitarfélagið sjálft, af því
að staðurinn erfir sanieignir sam-_
Vin'nuféfagsins, ef það hættir.
Kaiipniaðurinn aftur á móti,
safnar einkaeignum og notar þær
auðvitað sem slíkar. Hann selur
íasteignir sínar og aðstöðu, ef
hann flyzt brott, sem algengt er,
og fer með andvirðið úr lieima-
sveitinni jafnvel stundum af landi
brott.
Engin frekja er í tillögu minni.
Hún gerir ráð fyrir því hjá sam-
vinnufélögum, að allar starfs-
greinar, sem ekki aðgreina félags-
manna og utanfélagsmanna við-
skipti, greiði veltuútsvar eins og
kaupmenn, en liinar ekki, af því
m. a„ að félagið leggur, eins og
áður segir, fram fé til uppbygg-
ingar staðarins, auk útsvarsins, og
skilar félagsmönnum arði, en
kaupmaðurinn stingur arði verzl-
unar sinnar i cigin vasa.
Sá maður, sem ekki viðurkennir
þennan mun, en heimtar sömu
reglu frávikalaust um útsvör kaup
félags og kaupmanns, er að krefj-
ast forréttinda fyrir einkarekstur-
inn.
B. G. greiddi atkvæði gegn til-
lögu minni og sýndi með þvf, að
hann er á móti því, að sá eðlis-
munur, sem er á kaupfélagi og
einkaverzlun, komi til greina við
útsvarsálagninguna.
Gegnlýsing þessi sýnir útviratt,
að Djartmar hefur smilazt af sin-
um nýju félögum og gengur með
sýkla rangindasjónarmiðsins gagn-
vart samvinnufclögunum.
Binding fjármuna
innlánsdeilda.
Lögboðið hefur verið af and-
stæðingum samvinnufélaga á Al-
þingi, að innlánsdcildir samvinnu
félaga skili til bindingar í Seðla-
5
bankanum hluta af fé sínu, ef kraf
izt er. Krafan hefur líka verið
gerð.
Aðalfundur K. Þ. sl. vor mót-
mælti þessu gerræði sem vonlegt
var með öllum atkvæðum.
En B. G. er á öðru máli og hef-
ur notað atkvæði sitt dyggilega á
Alþingi til að samþykkja gerræðið
og fella allar tillögur, sem fram
hafa komið þar til að draga úr á-
hriíum þess, t. d. tillögu frá mér í
vetur um að þetta næði ekki til
smærri innlánsdeilda en þeirra,
sem væru 10 millj. eða meira.
Hann sýndi með því, að liann
vill líka taka féð úr höndum fálið-
anna og smælingjanna, féð, sem
þeir eiga, og er afl þeirra bráð-
nauðsynlegu hluta, sem gera skal
lijá þeim.
Og B. G. lét ekki þarna við það
sitja að greiða bara atkvæði í and-
stöðu við vilja félaga sinna í K. Þ.
Hann tók sig til og skrifaði grein
í Morgunblaðið 20. maí 1960 (114.
tbl.), og sagði þar um áróðurinn
gegn bindingu spariljár innláns-
deildanna orðrétt: „liann gengur
tarþast i aðra en liálfvita".
Hér þarf enga gegnlýsingu.
Hugur mannsins stendur galop-
inn. Hann flokkar ]>á, sem eru á
móti gerræðinu undir heitið hálf-
vitar.
Svo ætlast þessi maður til að
sömu menn í lians héraði kjósi
hann áfram til þess að fara með
umboð sitt í stjórn kaupfélagsins
og sanni með því á sig réttmæti
vitnisburðar hans um þá.
I næstu lotu um bindingarákvæð
in mundu forsprakkar andstæð-
inga samvinnufélaga hafa sagt á
Alþingi og víðar: Skoðun okkar
er líka skoðun manns, sem á sæti
í stjórn elzta samvinnufélags lands
ins. Dettur nokkrum í hug að
liann hefði verið endurkosinn í
félagsstjórnina 1961, ef afstöður
lians hefðu þött atliugaverðar í
ráun og veru?
Blekking
á blekkingu ofan.
B. G. segir í grein sinni:
„Þegar.mér barst fregn um það,
ekki ]>ó frá íélagsstjórn" (ætlaðist
hann til að féjagsstjórn tilkynnti
honum þennan stórkostlega at-
búrð?!) „fjóíúm dögum eftir þenn
an umtalaða aðalfund, að 72 full-
trúar af 100 hefðu vísað mér til
dyra úr húsi okkar, varð ég sann-
ast að segja dálítið hissa.“
Mikill er máttur sjálfsblekking-
ar hans, ef hann segir satt, að
liann hafi orðið „dálitið hissa".
Hann liafði nefnilega alls enga
skynsamlega ástæðu til að verða
liissa.
Þá er þarna mjög lítilmótleg til-
raun til talnablekkingar: Með því
að haga orðum þannig, að tii-
greina atkvæðatölur mannsins, er
kosningu hlaut og heildartölu
þeirra, sem fóru með atkvæði á
fundinum (segja 72 af 100), lætur
hann líta svo út, að kosningin liafi
aðeins skipzt á þá tvo, og liækkar
með því í frásögninni atkvæða-
tölu sína um 40% frá því, scm
hún var. Litlu verður Vöggur feg-
inn!
Og hvað þýðir: „vísað mér til
dyra úr liúsi okkar“? Vill hann
læða því út, að verið sé að hrekja
sig úr K. Þ„ af því að hann hefur
ekki lengur tiltrú til að vera kos-
inn í stjórn þess? Dettur honum í
liug, að nokkur álíti hann of stór-
an til að geta verið í félaginu
utan stjórnar?
í framhaldi af þessu segir B. G„
að með þvl að endurkjósa sig ekki
liafi verið „stofnað til ögrunar við
stóran hóp félagsmanna á frunta-
legan hátt, aðeins til að þóknast
einum manni“.
Ljóst er, að sá eini maður á að
vera Karl Kristjánsson.
Ekki þarf ég að kvarta um of
lágt mat á áhrifamætti mínum.
En þarna lætur B. G. sína órétt-
mætu reiði lilaupa með sig í gön-
ur, og slar með óhreinum hnefan-
urn i andlit samhéraðsmanna
sinna. Honum er auðvitað vel
ljóst, að alrangt er að bregða þeim
urn ósjálfstœði.
Ég þykist viss um, að sama heíði
verið hver hefði gengið á milli
manna á aðalfundinum og beðið
fulltrúana að endurkjósa B. G„
því B. G. hefði, þrátt íyrir það,
ekki náð kosningu. Svo ákveðið
töldu menn, að hann hefði sjálfur
dæmt sig úr leik, Urslit kosningar-
innar voru eðlileg afleiðing þess,
sem hann hafði sagt og gert í sam-
vinnumálum, eins og að framan
er á drepið. Með kosningunni var
alls ekki verið að ögra nokkrum
manni. Það var aðeins verið að
framkvæma grundvallarreglu, er
lýðræði og félagsfrelsi byggist á.
Blekkingaskrif B. G. sýnir
fruntaleg viðbrögð af hans hálfu
gegn þeirri allsherjarreglu.
Inngangur B. G.
og útgangur.
Ég tek undir það með B. G„ að
ýmislegt gæti verið frásagnarvert
um það, hvernig hann kom inn í
stjórn K. Þ. á aðalfundi þess 1937.
Mig grunar að skilningur hans á
því, sem þar gerðist, kunni að
vera veikur, eins og minni hans er
auðheyrilega, Hann nafngreinir
sem sé þrjá menn scm sérstaka á-
hrifamenn á þessum fundi, en
einn þeirra var alls ekki mættur
þar (Baldur á L,undarbrekku).
Flokkadráttur var á þessum
fundi. Félagið hafði orðið fyrir
miklum áföllum á hinum skæðu
kreppuárum að undanförnu, enda
verið bjargvœttur almennings og
tekið á sig játcckl hans. Nú höfðu
skuldamálin verið gerð upp og
nýjar starfsreglur settar.
Það var nokkur ólga í hugum
manna, eins og telja mátti eðli-
legt, þegar svona stóð á. Öfl, sem
jafnan hafa verið lítilsmegnug í
Suður-Þingeyjarsýslu, án þess að
kunna því vel, vildu nú grípa
tækifærið og nota sér ólguna til
framdráttar. En þó að þau gerðu
það, reyndust þau verða í miklum
minnihluta.
Fram átti að fara á fundinum í
einu lagi kosning á allri stjórn fé-
lagsins, fimm mönnum. Prófkosn-
ing var viðhöfð utan aðalfundar-
ins. Meirihlutinn reyndist yfir-
gnæfandi og samstilltur. Hann
vildi þó gera sitt bezta til að eyða
öllu sundurlyndi og kaus, þegar
á aðalfundinn kom, tvo af fimm
úr hópi minnihlutans. En þessir
tveir menn neituðu þá að taka
kosningu. Málinu var frestað til
næsta dags.
Annar maðurinn hélt sig enn
við neitunina daginn eftir. Hinn
sætti sig við að taka sæti í stjórn-
inni, ef Bjartmar Guðmundsson
yrði kosinn. Að því var gengið og
B. G. kosinn, einn og.sér í lagi.
Sú kosning má kallast skrýtin
og ekki venjuleg meirihlutakosn-
ing. Hún er ekki alveg ólík kosn-
ingu sama manns til Alþingis, þar
sem hann er uppbótarmaður og
fór inn á atkvæðum fólks, sem var
að kjósa aðra menn.
í stjórn K. Þ. sat B. G. í friði
þar til nú, enda aldrei afskipta-
samur í því sæti.
En segja má, að útgangur hans
sé í nokkru samræmi við inngang
hans.
Eðlislögmálin láta ekki að sér
liæða.
Frændræknin sést
ekki fyrir.
Uppþot B. G. út af Sigurjóni
föðurbróður hans læt ég hann ein
an um. Frændræknin sést þar ekki
fyrir og smekkurinn er eftir því,
eins og þcssi mannjafnaðar-palla-
dónnir sýnir:
„Tæplega hefur nokkur • sam-
vinnumaður í SuðupÞingeyjar-
sýslu verið jafn heill og Sigurjón,
annar en Jakob Hálfdanarson."
Ég átti persónulega aldrei neitt
sökótt við Sigurjón Friðjónsson,
og er hlýtt til hans fyrir ýmislegt
sem hann orti.
Enginn kann tveiur
herrum að þjóna.
Sjálfstæðisflokkurinn liefnr aldr
ei verið opinskárri um'fjandskap
sinn við samvinnulélögin en nú.
Hann virðist líta á þau sem vcrstu
andstæðinga sína.
Blöð Sjálfstæðisflokksins hrak-
yrða samvinnufélögin dag eftir
dag og hafa í liótunum við þau.
Aldrei hefur B. G. heyrzt hafa
við þetta að athuga. Hann hefur
þvert á móti lióað í lætin.
Samvinnufélögin sjá hvorki á-
stæðu til að kveina undan fram-
komu Sjálfstæðisflokksins né að
beygja sig fyrir honum. Þau eru
málefnalega sterkari en svo og
þjóðhollari. Hins vegar hljóta
samvinnufélögin að taka tillit til
staðreyndanna, að „þaðan er úlfs
von, er á eyru sér“.
Vegna þessa er hin óheyrileg-
asta fjarstæða af B. G. að ætlast
til, að Kaupfélag Þingeyinga kysi
hann áfram fyrir einn af stjórn-
endum sínum.
I stækkaðri mynd mætti, eins og
sakir standa, líkja því við kröfu
um, að Nató kysi fyrir stjórnanda
sinn mann úr herliði Rússa.
Gleðileg jól.
Bjartmar Guðmundsson boðar
í greinarlok, að hann muni ekki
svara, þó að til hans verði talað í
Degi, fyrr en þá á jólunum.
Það er virðingarvert, að liann
skuli ætla sér að leita hjálpar jóla-
helgarinnar til að átta sig á mál-
unum. Þessa grein mína Iiefi ég
dregið að birta til þess að auð-
velda honum frekar en hitt, að
standa við þann góða ásetning.
í fullri vinsemd vil ég ráðleggja
honum að lesa fyrir jólin söguna
„Troens magt“ eftir Johan Bojer.
Hún gæti á fslenzku heitið: Mátt-
ur sjálfsblekkingarinnar. Það er
lærdómsrik saga um þann liáska-
lega mátt.
Ég óska Bjartmari Guðmunds-
syni að sjálfsögðu, þrátt fyrir það,
sem á milli ber, gleðilegra jóla og
góðra. Kari Kristjánsson.
•iiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiuima
| Aðeins einn hnúðlax [
í SUMAR veiddist einn hnúð-
lax á Snæfellsnesi, og er veiði-
málaskrifstofunni ekki knnugt
um fleiri.
í fyrra veiddist 21 hnúðlax. □
Hólmfríður Sigurðard. á Fosshóli
STUTT KVEÐJA
HÓLMFRÍÐUR SIGURÐAR-
DÓTTIR á Fosshóli í Suður-
Þingeyjarsýslu var jarðsungin á
Ljósavatni 4. ágúst í sumar.
Hún lézt á Akureyri 31. júlí.
Margir fylgdu henni til grafar.
Hún var dóttir Sigurðar Ei-
ríkssonar og konu hans Sigur-
borgar, sem bjuggu um skeið á
Krákárbakka í Mývatnssveit og
nú er löngu komið í eyði. Siðar
bjuggu þau á Daðastöðum í
Reykjadal og þar faéddist Hólm
fríður 10. sept. 1879. Hún varð
snemma kvenna fríðust.
Ung að árum fór hún í vinnu
mennsku að Úlfsbæ, yzta bæn-
um í Bárðardal, austan Skjálf-
andafljóts. Þar bjó Kristján
Jónsson. Vigfús sonur hans og
Hólmfríður felldu hugi saman
og giftust laust fyrir aldamót
og bjuggu að Úlfsbæ fram undir
1930. Þar var mikill ferðamanna
straumur í þá daga, eins og síð-
ar á Fosshóli.
Þau Hólmfríður og Vigfús
eignuðust 4 syni. Sá elzti dó í
æsku, næst fæddist Sigurður
Lúther, sem varð landskunnur
ferðamaður, þá Jón, sem lengi
bjó á Úlfsbæ og Kristján, bú-
settur í Reykjavík.
Þau Vigfús og Hólmfríður
fluttu með Sigurði Lúther í
Fosshól árið 1930. Hólmfríður
stjói'naði búi og veitingasölu
með syni sínum þar til hann and
aðist, en sjálf var hún þá rosk-
in orðin og dagsvei’kinu að
mestu lokið. Vigfús, bóndi henn
ar, sem lengi hafði búið við van
heilsu, andaðist 27. ágúst 1938.
Hólmfríður á Fosshóli var hin
mesta glæsikona, bæði fríð sýn
um og sköruleg. Skaprík var
hún talin, en þó var það létt-
lyndi hennar og lífsgleði, sem
hjálpuðu henni yfir örðugustu
hjalla lífsins. Á yngri árum var
Hólmfríður hinn mesti ferða-
garpur og hafði yndi af góðum
hestum. En af öllum bar Skolur,
gæðingur, sem hún átti og unni
mikið.
Hólmfi-íður var umsvifa- og
aðsópsmikil búkona, kunni vel
að taka á móti höfðingjum, enda
vön því orðin. Þó tók hún enn
betur á móti örþreyttum fei-ða-
mönnum og er mér sérstaklega
ljúft að minnast þess og skylt
að þakka. En ekki lét hún
nægja að veita af þeirri rausn,
sem höfðingskonum einum er
lagið, heldur sýndi hún móður-
lega umhyggju, sem er aðall
hinnar sönnu gestrisni og ofar
öllu því, sem nefnt er í sam-
bandi við greiðasölu og gisti-
hús. Fyrir slíkan greiða tók
Hólmfríður ekki fé.
Fyrir þetta vil ég þakka og ég
veit, að þar mæli ég fyrir hönd
margra. E. D.
MIKILL SÓÐASKAPUR í
MIÐBÆNUM
Langtímum saman eru götur
og gangstéttir í miðbænum, sem
þó eru steyptai', malbikaðar eða
hellulagðar, undir þykku ryk-
lagi. Við minnstu golu þyrlast
rykið upp, hver einasti bíll, sem
um þessar götur fer í þurru
veðri, skilur eftir rykský. Það
er í sannleika hart, að hinar
steinlögðu götur skuli í þessu
efni oft vera verri en malargöt-
ur og að slíkur sóðaskapur
skuli viðgangast í okkar fallega
bæ.
Nokkrum sinnum í sumar var
vatn notað til að sprauta nokk-
urn hluta hinna steyptu gatna í
miðbænum og var það til mik-
illa bóta. Það er gamalt og gott
ráð að nota vatn til þvotta, en
hinsvegar vandséð, hvei-s vegna
það er sparað svo mjög til sjálf-
sagðra þrifnaðaraðgerða, nema
um svo mikla vatnsþurrð sé að
ræða, að sparnaður á því sé ó-
hjákvæmilegur. □
EKKI SVARAÐ í SÍMANN
Það er ergilegt þegar opinber
almenningsfyrirtæki hafa ekki
símaþjónustuna í fullkomnu
lagi. Á hóteli einu hér í bæ er
stundum ekki svarað fyrr en
seint og síðai'meir og er ástæð-
an sennilega sú, að í skiptiborð
inu kviknar ljós þegar einhver
velur númerið, en engin bjalla
hringir. Þótt símahringingar
séu heldur hvimleiðar, er eng-
um fært að láta sem ekkert sé.
Hér þarf úr að bæta. □
ÖS í VÍNBÚÐINNI
Á laugardaginn var látlaus
straumur í áfengisbúðina á Ak-
ureyri. Kona ein, sem nokkra
stund veitti þessu eftirtekt,
sagði við blaðið, að sig hefði
undrað hve margir hefðu kom-
ið þangað með ungbörn með
sér, jafnvel haft þau á hand-
leggnum eða þurft að halda í
hendina á þeim til að þau færu
sér ekki að voða eða týndust.
Við þetta er litlu öðru að bæta
en því, að þótt menn séu frjáls
ir að því að kaupa sér brenni-
vín og enginn ætti að þiirfa að
skipta sér af því hvað nágrann
inn eða samborgarinn „lætur
ofan í sig“, er meðferð áfengis-
ins ekkert einkamál vegna þess
að það er svo mjög misnotað. □
HVERS VEGNA EKKI?
Á Akureyri eru margir merk
ir staðir og stofnanii'. Gætu það
ekki oi’ðið vinsæl ferðalög hjá
Ferðaskrifstofunni t. d. að aug-
lýsa sætaferðir um bæinn og
hafa þaulkunnugan og fi’ásagna
fúsan fylgdarmann með í för?
□
„. . . EN FAGURT KVÖLD
Á HAUSTIN.. ..“
Þótt tími sumarleyfanna sé
liðinn, bjartar nætur löngu að
baki, gróðurilmur horfinn úr
grasi og lítil eftirtekja í berja-
mó, býr haustið yfir svo mikl-
um töfrum, að of snemmt er að
setjast í helgan stein fyrir þá,
sem geta veitt sér smáferðalög
og útivist. Aldrei ei'u litir feg-
urri eða fjölbreyttari í gróðri
landsins, en á haustin. Þessi
litadýrð er svo mikil að hún get
ur gagntekið menn, jafnvel hina
óhrifnæmustu og gefið þeim ó-
gleymanlegar myndir af hinni
sönnu fegurð landsins. □