Dagur - 04.10.1961, Blaðsíða 4

Dagur - 04.10.1961, Blaðsíða 4
4 {“---------------------------------* GÁLGAGLEÐI ALÞÝÐUFLOKKSINS MARGUR hefur furöað sig á því, að AÍ- þýðuflokkurinn skuli taka þátt í þeirri siglingu, sem hann er á, með íhaldinu. Alþýðuflokkurinn hefur í þessari sjóferð brotið öll sín gömlu boðorð og kastað hugsjónum jafnaðarmennskunnar fyrir borð, eins og ónýtu rusli, en GENGIÐ Á HÖND OG SAMLAGAÐ SIG ÞEIRRI STEFNU, SEM HANN VAR STOFN- AÐUR TIL AÐ VINNA Á MÓTI OG LOSA ALLAN ALMENNIN G ÚR KLÓNUM Á. Víst hefur þess orðið vart, að ýmsum embættislausum Alþýðuflokksmönnum hefur ekki litist á þessa siglingu, eftir korti íhaldsstefnunnar. Aftur á móti hafa liðsoddar Alþýðufl. — þar með taldir blaðamenn hans — talað hreyknir og af miklum móði um, að þeir væru að skapa nýtt og betra þjóðfélag. Ekki hefur held- ur skort hátíðleikann yfir sjálfum sér. Á síðum blaða flokksins getur að líta sjálfs- hól fyrir sparsemi, hófsemi og ráðdeild. Lagfæringar sínar á viðskiptmn þjóðar- innar við útlönd hafa þeir annálað, — svo að fáfróðir menn gætu jafnvel haldið, að þeir væru farnir að lána krónu og krónu þeim, sem áður lánuðu íslendingum. í*egar stjórnarandstæðingar hafa leyft sér að véfengja orð liðsoddanna um þessa hluti, þá hafa slíkir menn verið af stjórn- arliðinu taldir óalandi og óferjandi ósannindamenn. En hvað skyldu „topp- kratarnir“ halda þetta lengi út? Hvenær tekur alþýða flokksins í taumana, svo að þeir finni til og átti sig? Hvenær sýnir hún þeim í tvo heimana? Stundum kemur fyrr, þegar einhver sér, að allt, sem hann lagði undir, er tapað, að þá rekur hann upp rokna hlát- ur. Örvinglun brýzt út á marga vegu. Sagt er að þetta sama komi stundum fyrir dauðadæma menn á aftökustaðnum (Galgehumör). Varla verður leiðari Al- þýðubláðsins sunnudaginn 17. f. m., „Annálsbrot“, flokkaður undir annað en örvinglunarkæti, og eklsi heldur leiðari sama blaðs næsta sunnudag á eftir, þar sem farið er háðulegustu orðum um væntanleg hátíðahöld á Akureyri í tilefni 100 ára afmælis kaupstaðarins. í „Ann- álsbroti" gerir blaðið freyðandi grín að Vesturheimsferð forsetans, Noregsferð forsætisráðherrans, utanferðum Gylfa „til að hyggja að gullforða heimsins“ o. s. frv. Að lokum segir blaðið: „NÚ VÍK- UR SÖGUNNI TIL HEIMAMANNA, SEM UNDU ILLA SlNUM HAG, AÐ VERA NÆR HÖFÐINGJALAUSIR OG MEÐ ÖLLU VEIZLULAUSIR í MARG- AR VIKUR. TIL AÐ HUGGA ÞÁ VAR INNFLUTNINGUR BIFREIÐA GEF- INN FRJÁLS OG EIN NEFND SLEGIN AF. URÐU VERKAMENN GLAÐIR MJÖG VIÐ ÞESSI TÍÐINDI OG UNDU NÚ ALLIR VEL HAG SÍNUM. ER ÞAÐ MÁL MANNA, AÐ SJALDAN HAFI REISN OG GLÆSILEIKI EINNAR ÞJÓÐAR VERIÐ MEIRI EN ÍSLEND- INGA ÞETTA IIAUST. AÐ MINNSTA KOSTI EKKI, EF REIKNAÐ ER HLUT FALLSLEGA MIÐAD VIÐ FÓLKS- FJÖLDA.“ Hvað upplýsir þessi hlátur Alþýðu- blaðsins — er þetta „gálgagleði“? Sagt er, að Morgunblaðsmenn hafi orð- ið fremur langleitir þegar þeir lásu þennan leiðara og líklegt má telja að ein- hvern hroll hafi sett að summn þeirra. V------------------------------------- Áðalf. Kennarafélags Eyjafjarðar Hallast LAUGARDAGINN 30. sept. s.l. var haldinn aðalfundur Kenn- arafélags Eyjafjarðar á Akur- eyri. Formaður félagsins, Hann es J. Magnússon, skýrði frá, að félagið ætti 30 ára afmæli þann 4. okt. n.k. og rakti í stórum dráttum sögu þess. Fyrsti for- maður þess var Snorri Sigfús- on. Félagið hefur gengizt fyrir mörgum námskeiðum fyrir kennara á félagssvæðinu og hafa mörg þeiri’a verið fjölsótt. Þá hefur það gefið út „Vinnu- bók í átthagafræði" og byrjenda bók í reikningi „Leikið og reikn að“ og uppeldismálatímaritið „Heimili og skóla" í 20 ár um næstu áramót. Fimm kennarar gengu í félagið á fundinum. Stjói-n félagsins var endur- kjörin, en hana skipa: Hannes J. Magnússon, formaður, Eirík- ur Sigurðsson, ritari, og Páll Gunnarsson, féhirðir. ,Auk venjulegx’a félagsstarfa fluttu eftirtaldir menn erindi á fundinum: Stefán Jónsson, námsstjóri, um skólamál, Gerda Brunskog um byrjunai'kennslu yngri barna, Sigríður Skafta- dóttir um norræna kennaramót ið og námskeið í sambandi við þið, Gísli Jónsson, menntaskóla kennari, um íslenzkukennslu, Guðjón Jónsson um sparifjár- söfnun skólabarna og sýndi einnig kvikmynd um það efni, og Jóhann Sigvaldason sýndi litskuggamyndir af kennai-a- þinginu og kennax-anámskeiði í Danmörku. Eftirfai-andi ályktanir voru samþykktar á fundinum: 1. Eftir því sem þjóðfélagið verður flóknara koma upp æ fleiri vandamál í uppeldinu, ekki sízt eftir að mæður fóru í ríkum mæli að vinna utan heim ilis. Þessi margþættu vandamál eru oft þess eðlis, að ekki er á annarra færi en uppeldis- og sálfi-æðinga að greiða úr þeim. Auk þess er það oft geysilega mikill styrkur við sjálft skóla- námið að njóta leiðsagnar sér- fræðinga. Fyi-ir því skorar aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar á fræðslumálastjórn, Alþingi og ríkisstjói-n að flýta, svo sem auðið er fyrir því, að hinir stæi-x-i skólar að minnsta kosti eigi kost á slíkri þjónustu sér- fx-æðinga, sem venjulegur bai-na kennari hefur ekki aðstöðu til að veita. Það mætti t. d. hugsa sér, að sálfi’æðistofnun í höfuðstaðn- um hefði aðstöðu til að senda sálfræðinga út til hinna stærri skóla landsins. Einnig mætti hugsa sér að einn sálfræðingur væri t. d. búsettur á Akureyri og léti að einhverju leyti í té þjónustu í hinum stærri skól- um á Norðurlandi. En hvei-nig sem slíku yi-ði annars háttað, er það mikil menningai-leg nauðsyn að koma þessari þjónustu á sem fyrst. 2. Þegar þess er gætt að kennarataðan og þá einkum staða bai-nakennara, er ein hin mikilvægasta ábyi'gðarstaða í þjóðfélaginu, virðist einsætt að mjög þurfi að vanda val á mönn um í slíkar stöður. Það verður bezt gert með því að gera stöð- una eftirsóknarverða. Nú blasir hins vegar við sú staðreynd, að vegna lélegra launakjara kennara liggur við boi'ð, að loka þui-fi mörgum skólum vegna kennaraskorts og með hverju ái’i gengur verr og verr að fá kennara með kenn- araréttindum að skólum lands- ins, ekki aðeins að hinum smæri’i skólum og farskólum, heldur einnig hinum stærri kaupstaðaskólum. Ef þessi flótti frá kennara- störfum heldur áfram, sem all- ar líkur benda til, að óbreytt- um launakjörum, horfir til slíkx-a vandræða í þessum efn- um, að eigi hefur áður þekkzt slíkt. Fyrir því skorar aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar á fræðslumálastjórn, AJþingi og ríkisstjórn að taka mál þetta til alvarlegrar yfirvegunar og úr- bóta, svo að flóttinn fx-á kenn- arastarfinu vei-ði stöðvaður, og aftur geti hafizt eðlilegt fx-am- boð á kennurum í þjóðfélaginu. Ti-eystir fundurinn þingi og rík isstjórn til að ráða nú þegar bót á þessum vanda. □ | BÁTARNIR BÍÐA | STJÓRN Farmanna- og fiski- mannasambandsins hefur lýst megnri óánægju yfir því, að ekki hefur enn vei’ið ákveðið verð á síld, hvorki í salt, fi-yst- ingu eða bræðslu. Á fundi yfix-manna á síldveiði skipum við Faxaflóa, var skor- að á ríkisstjói-nina að láta ekki lengur dragast að ákveða síld- arverðið. Bátai’nir bíða. □ HLÍN Ársrit íslenzki-a kvenna, 43. ár- gangur, er komið út. Útgefandi og ritstjóri er, sem áður, hin kunna heiðui-skona, Halldóra Bjarnadóttir. Ritið hefst á sálmi eftir Matt hías. Af öðru efni má nefna: „Ávöxtur, gróði og öldin klár, oss vex-ði að notum sérhvei-t ár,“ og undir þessu greinarheiti eru frásagnir merkra manna um landsnytjar, matföng og læknis lyf úr ríki náttúrunnar, sem rit stj. tók saman. Merkiskonur er greinaflokk- ur í hvei'ju hefti Hlínar, og er að þessu sinni helgaður minn- ingu Rannveigar I. Sigurðardótt ur fi'á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Unu Gísladóttui-, Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Ósi í Vatnsdal, Þórunni Gísladóttur (grasakonu), Elínu Snædal, ljós móðui-. Soffíu Þorkelsdóttur, Sesselju Stefánsdóttur, Vopna- fii-ði, Sigi’únu Blöndal, Ragn- hildi Petui’sdóttui’, Þuríði J. Lange, Laufeyju Pálsdóttur og Soffíu Guðlaugsdóttur, leik- konu. Þá er í ritinu grein um „ALÞÝÐUMAÐURINN11 hefur sagt fi-á fulltrúafundi flokksins í Noi-ðux-landskjöi-dæmi eystra og kallað „kjördæmismót11. Mótið var haldið á Húsavík og aðalræðumenn Emil Jónsson ráðherra og Friðjón Skai-phéð- insson alþingnsmaður. Blaðið segir frá ræðum þeirra og birtir orðx-étta kafla úr i-æðu Fi-iðjóns. Báðir hafa þessir fyrirliðar Alþýðuflokksins auðheyrilega reynt að bei-a sig mannalega á yfirboi'ðinu, en undirtónninn er samt eins og segir í gömlu þul- unni: „Hallast á hesti mínum, en ríða vei-ð eg þó.“ Blaðið segir orðrétt: „Ráðherrann sagðist vel vita að rnargt í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar hefði komið og kæmi erfiðlega við fólk.“ Öðruvísi var áður talað. „Al- þýðumaðurinn11 hefur þetta eft- ir Fi-iðjóni Skai-phéðinssyni: „Viðreisnin, sem virtist vera komin vel af stað, hefur farið mjög úr skorðum.“ Lögfi-æðingurinn hefur þarna gert dómhæfa játningu. Eins og vænta mátti kenna báðir ræðumenn stjóx-narand- stöðunni um, að hnakkurinn er kominn í hliðina og reiðinn slitinn. Þeir telja, að kaup- hækkanii-nar, sem urðu sl. voi’, valdi einkum ei-fiðleikunum og röskuninni. En þeir minnast auðvitað ekki á, að þessar kauphækkanir komu í kjölfar hinna eftirminnilegu kjara- samninga í Vestmannaeyjum, sem stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar stóðu áður að. Og þeir minnast heldur ekki á það, að það voru hinar óvægilegu að- gei'ðir í-íkisstjórnarinnar í garð vinnandi fólks í landinu, sem knúðu vei-kföllin fram. uppeldis- og fræðslumál eftir Áslaugu Gunnlaugsdóttur og önnur með yfii-skriftinni: Ein- kenni á sönnum kvenleika eftir Sigx-íði Sveinsdóttur, klæðskei-a meistara. Enn má nefna grein Ólafs Ólafssonar kristniboða, Konan í skugga kax-lmannsins, Leiklistin og markmið hennar úr ópi-entuðum greinafl. Soffíu Guðlaugsdóttur, leikk. Hér er fátt nefnt af mörgu, því ritið er 160 síður og er bæði fi-óðlegt og skemmtilegt aflestr- ar. □ r Arbók Þingeyinga ÚT ER KOMIN Árbók Þingey- inga 1960 og er það þi’iðji ár- gangur. Ritstjóri er Bjartmar Guðmundsson. Af efni bókax-inn ar má nefna: Minningar um Þor kel Jóhannesson prófessor eftir Björn Sigfússon og Júlíus Hav- steen eftir ritstjórann og Björgu Hjöfleifsdóttur eftir Guðmund B. Árnason. Pétur Siggeirsson skrifar greinina Magga, systir afa á Knei-ri, Theodor Gunn- laugsson Kveðja til Mývetninga og bii’t er ávarp Sigurjóns Jó- hannessonar við vígslu skóla- á Iiesti Þessir áðurnefndu ræðu- menn, Ernil og Friðjón, hall- mæltu samvinnufélögunum fyr ir það að leysa vinnudeiluna sl. vor. Hefðu þeir þó miklu frem- ur átt að biðja auðmjúklega af- sökunar á því, að ríkisstjórnin og lið hennar kom ekki í veg fyrir verkföllin með samning- um við vei’kalýðssamtökin, eins og þau gáfu, með löngum fyrir- vara, kost á að gex-a. Þetta er það, sem kallað er að kunna ekki að skammast sín. Friðjón Skai-phéðinsson segir, ef „Aiþýðumaðm-inn“ fer rétt með: „Um samvinnusamtökin gegnir sama máli og verklýðs- samtökin. Þau eiga ekki að vera vettvangur pólitískra átaka. Þau eru hagsmunasamtök en ekki stjói-nmálasamtök.“ Þetta eru mjög óviturleg orð, svo að ekki sé meira sagt. Eða hvað er pólitík? Hvernig geta víðtæk hagsmunasamtök stað- ið utan við pólitík? Hefur ríkis- stjórnin og flokkar hennar látið þessi samtök afskiptalaus? Kom samvinnusamtökunum ekkert við hagur fólksins, sem selur vinnu sína? Kom þeim ekkert við, þótt framleiðslan til sjávar og sveita stöðvaðist með öllu um hábjargræðistímann? Áttu samvinnufélögin á Húsa- vík og Akureyri að bíða með að aflétta verkföllunum á sínum sviðum, þar til ríkisstjómin tæki sönsum. Nei, Friðjón Skarphéðinsson veit, að hann er að tala út loftið óg með íhalds- rökleysum einum. Alþýðu- flokksmenn finna, að nú er að snarast af. Þeim finnst ennþá, að þeir verði að hanga á, jafn- vel þótt reiðverið fari undir kviðinn — meðan botninn fer ekki líka alveg úr buxum knap anna. □ húss á Húsavík. Ljóð eru eftir Valtý Guðmundsson, Guðmund Þorsteinsson frá Lundi og Krist björn Benjamínsson. Helgi Hálf dánarson skrifar um Fjalla- Bleik, Pétur Jónsson Þátt úr óbyggðum, Jón Gauti Pétursson skrifar greinina Úr gömlum heimildum, Jón H. Þorbergsson um árferðið og nokkrir menn segja markverð tíðindi úr hérað inu. Auk þessa á ritstjórinn þarna greinarnar Grænlands- ferð, Kistubrotsmál o. fl. og birt er ein af ræðum Jóns Sig- urðssonar í Yztafelli. □ HEIMA ER BEZT SEPTEMBERHEFTIÐ flytur kápumynd af Eyþóri Tómassyni og viðtal við hann, greinina Úr Búðarhrauni eftir ritstj., mynd skreytta grein frá landsmóti ungmennafélaga að Laugum eft ir séra Sigurð Hauk Guðjóns- son. í gær og í dag eftir Krist- ínu Kjartansdóttur, Eftirminni- leg ferð eftir Halldór Ármanns- son, framhaldssögurnar, þátt unga fólksins, Plöntur á dýra- veiðum eftir ritstj. o. fl. □ 5 Um blaðlúsina í görðunum m. GÓÐS VITI. „íslendingur11 komst ekki hjá að birta í heilu lagi orðréttan kafla úr fréttagrein Dags um aðalfund Stéttarsamb. bænda. Áður hafði hann birt glefsur úr greininni, ásamt eigin getgát- um og síðan atugasamdum. Nú bregður svo við, að þegar „ís- lendingur11 birtir grein Dags og hún liggur þar orðrétt fyrir, „treystir hann sér ekki til við hana“, en spyr ritstjóra Dags hvaða skilning hann leggi á textann „annan en eftir orð- anna hljóðan?11 Því er skjót- svarað, „íslendingur11 góður. — Auðvitað á ekki að leggja neinn „annan11 skilning í textann.Og sá texti er bæði skýr og tvímæla- laus. Tilraun „íslendings11 til út úrsnúninga virðist þar með úr sögunni, og er það vonandi góðs viti. □ LÍFGAÐUR OG HENGDUR. Nýlega voru 15 tyrknesk stór- menni dæmd til dauða af hæstarétti þar í landi. Þeirra á meðal var Menderes, fyrrv. for- sætisráðherra landsins. Hann komst yfir öflugan skammt af svefnskömmtum og hafði nær tekizt að svifta sig lífinu. En yfirvöldin voru nú ekki á því að láta sökudólginn fram- kvæma dauðadóminn, heldur létu hinum fyrrverandi for- sætisráðherra í té nauðsynlega læknishjálp. Þegar 5 læknar vottuðu, að hann væri orðinn nógu hress til að taka út refsingu sína, var hann hengdur. □ AÐ KAUPA SÉR ÖRYGGI Skipulagðir bófaflokkar og annar glæpalýður vaða oft uppi á umbrota- og byltingartímum þjóðanna, svo sem sagan grein- ir. Þá kaupa borgararnir sér frið hjá þeim með fjármunum geta jafnvel tryggt líf sitt og eignir hjá „traustu11 félagi glæpamanna, gegn öðru glæpa- mannafélagi. Töluverður hluti útsvara, sem borgarar í okkar þjóðfélagi greiða til sveita- eða bæjarfé- laga og skatta til ríkisins, renn- ur til löggæzlu og dómsmála. Hinir óbreyttu borgarar kaupa sér og heimilum sínum þannig öryggi gegn misindismönnum, sem ella kynnu að eyðileggja friðsamlegt samfélag okkar tíma og ógna einstaklingunum. Fæstum mun þykja þetta öryggi of dýru verði keypt. En of fáir drykkjumenn munu hug leiða það nægilega, að í nútíma- þjóðfélagi greiða allir þegnar nokkurn skatt til verndar gegn þeim. □ ERU ÞEIR TIL FYRIRMYNDAR? Nýlega barst blaðinu bréf um sóðaskap og ofdrykkju for- stöðumanns í lítilli en þarfri stofnun hér í bæ. Bréfið var nafnlaust og verður ekki birt á ábyrgð Dags. Þó kann þar allt að vera satt og rétt frá sagt, en ekki verður um bréfritarann sagt, að hann ráðist á garðinn, þar sem hann er hæstur. Nauð- synlegt getur verið að fletta of- an af ósóma lítilla manna og lítilla staða. Nauðsynlegra er til árangurs að glöggva sig á því, hverjir eigi að vera til fyrir- myndar og hvort þeir eru það. Til þeirra manna telj— ast t. d. dómarar, prestar, kenn- arar, bankastjórar, forráðamenn bæjarfélaga, íþróttafrömuðir, tollverðir og lögreglumenn, æðstu ráðamenn almennings- samtaka, svo sem kaupfélags- stjórar og verkalýðsleiðtogar, alþingismenn o. s. frv. Það er örðugt fyrir dómara, sem var fullur í gær, að kveða í dag upp dóm yfir þeim mönn- um, sem í ölæði brutu lögin. Prestar, sem uppvísir eru að því, að drekka frá sér vit (og æru) á almannafæri, ættu taf- arlaust að losa sig við hemp- una, því að ofdrykkja og prest- skapur eiga enga samleið. Kennarar ættu að vera í al- geru bindindi yfir skólatímann. Þeim mun mikil þörf á að end- urheimta virðingu sína. Bankastjórar, forráðamenn fjölmennra félagssamtaka og stjórnendur bæjarfélaga eru meira til aðhláturs en rónarnir, þegar þeir setjast á bekk með þeim, sem stundum kemur fyrir. íþróttaleiðtogar eru í sömu aðstöðu og prestar og kennarar — þeir dæma sig úr starfi, ef þeir kunna ekki að umgangast Bakkus. Tollverðir og lögreglumenn þurfa sterk bein og trausta sið- ferðiskennd til að standast freistingar í störfum sínum. Alþingismenn og aðrir leið- togar hinna ýmsu stjórnmála- flokka þurfa að gera hreint fyr- ir- sínum dyrum í þessu efni er þeir bjóðast til löggjafar- starfa og annarrar forystu. Allir opinberir embættis- menn, sem laun taka af al- mannafé, og ekki uppfylla þá lágmarkskröfu að hafna sterk- um drykk á lögboðnum vinnu- tíma og á almannafæri, ættu að víkja fyrir reglumönnum. Nú eru fleiri ofdrykkjumenn á íslandi en allir berklasjúkl- ingar voru hér á landi þegar þeir voru flestir. Ofdrykkjan er þess vegna mikið böl og erfitt vandamál. Þjóðfélagið ræður yfir þeim lækningamætti, að gera strangari kröfur til þeirra manna, sem ungt fólk og allur almenningur tekur sér gjarnan til fyrirmyndar. Hvers vegna ekki að nota hann? □ FEGURÐARSAMKEPPNI. Fegurðarsamkeppni kvenna var dálítið vafasöm en töluverð tilbreytni í skemmtanalífinu. En brátt varð kynþokki og út litsfegurð þeirra snotru kvenna, er fengust til þátttöku, að tekju lind æ fleiri manna. Þetta kemur mjög vel fram í viðtölum við konur þær, sem nú síðast í Reykjavík kepptu um titilinn „Ungfrú Norður- lönd“. Sú finnska sagði t. d.: „að hér er þó farið með okkur eins og manneskjur en ekki eins og kýr.“ Já, í London er farið með okkur eins og kýr. Þar byrjar dagskráin kl. 9 á hverjum morgni og stendur til kl. 2.30— 3 á nóttunni. Við erum þar hálf an mánuð í Ungfrú-Evrópu- keppninni. Og á hverju kvöldi allan þann tíma erum við látnar sitja grafkyrrar við borð á opin berum skemmtistöðum, þar sem fólk borgar sig inn til að horfa á okkur og megum við ekki hreyfa okkur úr stað, því að fólkið hefur borgað fyrir að sjá okkur. Við fáum ekki að dansa við neina nema gömlu, ríku lordana, sem sitja til borðs með okkur og þessir sömu ríku gaml ingar hafa setið þarna í sjö ár!“ Finnska fegurðardísin segir ennfremur: „Þetta var allt öðru vísi í byrjun, þá var þetta bara leikur, en nú vilja fleiri og fleiri græða og nú er farið að velja Ungfrú Evrópu, Ungfrú Alheim, Ungfrú Veröld, Ungfrú Sund- laug, Ungfrú Jólasvein (í Sví- þjóð), Ungfrú Fegurð, og Ung- frú Norðurlönd.11 Já, þetta sagði finnska feg- urðardísin, er hún kom á fætur eftir lungnabólgukast, er hún fékk í Reykjavík í nýafstaðinni fegurðarsamkeppni. Fegurðarsamkeppnum fá- klæddi’a og vel vaxinna kvenna í sýningarsölum fer fjölgandi og ekki er sparaður auglýsingaá- róðurinn. En þessi gróðavæn- lega grein skemmtanalífsins er e. t. v. af sömu rót og sá at- vinnuvegur, sem elztur er tal- inn í mannheimum og byggist á því, sem borgað er fyrir blíðu kvenna. Að sjálfsögðu greiða menn aðeins fyrir þá örvun í- myndunaraflsins, sem hin fögru fórnardýr peningagráðugra manna vekja breiskum mönn- um með nekt sinni og blíðum brosum á hinum svonefndu fegurðarsamkeppnum og augna yndið. Á þessu tvennu er mikill munur þótt samætta sé. Lárus Rist skrifar: EFTIRTEKTARVERÐ FRÉTT. Það er eftirtektarverð frétt, sem útvarpið flutti nýlega, að mikilmennið Dag Hammar- skjöld hefði áunnið sér sína miklu og góðu hæfileika, vit, þrótt og festu í hugsun, með því að stunda rólegar fjallgöngur á sínum æskustöðvum, heima í sínu fagra föðurlandi, Svíþjóð. Við íslendingar eigum einnig fagurt land og fjöllótt og bendi ég á fréttina til þess að það megi skiljast, að það sé ekki til- gangslaust af mér eða vanhugs- að — út í bláinn — að ég er að troða Fögruhlíðinni upp á Ak- ureyringa og sveitunga mína, sem eru að tína henni fyrir fullt og allt. Mjög miklar líkur eru fyrir því, að á landnámsöld, þegar ör nefni voru engin til og Helgi magri gaf bæ sínum heitið Kristnes og stóra hólnum nafnið Espihól, þá hafi öll hlíðin ofan bæjanna verið nefnd Fagrahlíð. Fagrahlíðin, með sinn virðulega bændahöfðingja þarf sinn virðu lega höfðingja á ný og hlíðin fagra að notast til mannræktar, því að þjóð vorri er meiri þörf á vitrum mannkostamönnum en íþróttamethöfum. • 11111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui NÚ, ÞEGAR HAUSTIÐ er kom ið, hafa menn getað veitt því at- hygli, að á sumum stöðum hef- ur lauf trjánna gulnað og fallið óeðlilega snemma. Þetta er ekki árstíðinni að kenna, heldur því, að trén eru lúsug. Ef menn vilja rannsaka málið, munu menn komast að raun um, að yfirborð blaðanna er, í sumum tilfellum, orðið svart, og ef menn snúa blöðunum við, eru þau að neð- an þakin smáum, grænum dýr- um, og þar með er fundin orsök þess, að blöðin missa of snemma sinn græna lit — hinar grænu blaðlýs. Vegna margra fyrirspuma þessu viðvíkjandi, vil ég gjarna veita svolitlar upplýsingar um blaðlýs og hvað hægt er að gera til varnar gegn þeim. Blaðlýs (Aphididae) er lús- artegund með óteljandi afbrigð um, sem öll hafa það sameigin- legt, að þau hafa þunna húð, hafa mikla fjölgunarhæfni og eru mjög gráðug. Allt sumarið finnur maður aðeins kvenkynj- aða einstaklinga, sem án frjóvg- unar fæða unga, en síðasti ætt- liður hvers sumars er karl- og kvenkynjaður og lifir hann af veturinn, ekki alltaf á þeirri plöntu sem lýsnar hafa lifað á allt sumarið. Þær skipta iðulega um áveruplöntu og hafa vetur- setu undir berki og öðrum álika stöðum. Það er ekki eingöngu, að blað lýsnar sjálfar lifa sem sníkju- dýr á trjánum og há þeim í vexti, heldur skilja þær líka eft ir sig sykurkennt fitugljáandi lag — hunangsdögg —, sem er fyrirtaks gróðrarstía fyrir svarta sveppategund — Brand- dögg eða hunangssveppur —. Allt of mörg, að öðru leyti fall- eg tré, bera þess vott, að blað- lýs og hunangsdögg hafi stytt þeim sumarið að einhverju leyti. Blaðlýs dreifa vírussjúkdóm- um, sem ótal tegundir eru til af, en erfitt er að ráða við, en þó er hægt að halda í skefjum. Hvað er þá hægt að gera til að losna við blaðlýsnar? Það er aðeins eitt, og það er að úða með einhverju viðurkenndu varnarefni. Rétti tíminn til úðunar getur verið svolítið breytilegur, en þó er hann áreiðanlega beztur að vetrinum, vegna þess að margar blaðlúsategundir hafa vetur- setu í eggjum sínum — kolsvört egg, sem fest eru við greinar trjánna —. Hér getur maður úð að með olíukenndum efnum. Ef ekki er unnt að úða að vetr- inum, verður að gera það snemma sumars, en þá þarf að nota sterkari og hættulegri efni. Á jörðinni í kringum plöntuna geta leynzt egg eða fullþroskuð dýr, sem hafa dottið af trján- um og lifa þar á einhverri ann- arri plöntu, t. d. illgresi, þar þarf einnig að úða. Það hefur mjög mikla þýð- ingu að úðaðar séu allar plönt- ur, sem blaðlús sækir á. — Ef girt er milli lóða með limgerði, er ekki nóg að úða það öðrum megin, eins og oft á sér stað, heldur verður líka að úða þá hlið sem snýr að garði nágrann- ans og bezt væri ef nágrann- inn léti úða allar sínar plöntur líka. Það mundi í fyrsta lagi gefa helmingi betri raun og í öðru lagi verða mikið ódýrara. Hversu mikill árangur er af einni úðun fer eftir því hversu víðtæk hún er. Ef ekki eru úðuð heil bæjarhverfi, er varla unnt að ábyrgjast árangur lengur en eina viku, nema notuð séu hin svokölluðu kerfisbundnu eitur- efni. í öðrum löndum er bannað að nota slík efni á einkalóðum, og þannig ætti það líka að vera hér, en svo er því miður ekki. Það hafa komið fyrir eitranir allt að sex mánuðum eftir úðun, t. d. að börn hafi etið blöð eða sprota af ttrjám. Margir garðeigendur eru oft á sumri að gá að plöntum sín- um og komast, með skiljanlegri ánægju, að raun um, að engar blaðlýs séu hjá þeim, meðan ör- vinglaður nágranninn „hlustar11 á lýsnar rífa í sig blöðin af hans trjám. En allt í einu, í júlí— ágúst, uppgötvar hann að trén í hans garði eru líka orðin krök af lús. Ekki er hægt að segja, að of seint sé fyrir hann að úða, en skaði er samt orðinn. Blöðin hafa misst eitthvað af sínum græna gljáa og sprotarnir venjulegast skaðétnir. Þess vegna verður að úða, áður en maður finnur þessa óboðnu gesti í garði sínum og til þess er vetrarúðunin heppi- legust eða þá í maí—júní. J. H. •iii 11 iimnm iimiiiu 1111111 ■iiiimimiu iii n m iimu iii* [ Góðaksturskeppni | NÆR 30 ökumenn háðu góð- aksturskeppni í Reykjavík á laugardaginn, á vegum Bind- indisfélags ökumanna. Lagðar voru margskonar þrautir fyrir ökumenn, samtals 60, en allir luku keppni. Góðaksturskeppni er bæði skemmtileg og lærdómsrík. Vaðlalieiði 1961 Veitið athygli Vaðlaheiði vinir mínir á Akureyri. Þótt huldu ljósin sálina seiði sæla þín verður þá fyllri og meiri. Völvunnar skyggni, sem veitir og glæðir varðelda hugans í trú og siðgæði ljósblik framliðna lýðinn fræðir, leitandi manns, sem hugsar í næði. Horfðu vinur frá Hamarkots-klöppum á huldu ljósin frá ströndinni skína. Trúin er horfin frá loðnum löppum lýsigull andans glöggt það sýna. Sálfræðin er í svomiklum vanda, því sumir trúa og það eru fleiri, að háreistar borgir hérlendis standa Hallandsbjarg og Akureyri. M. Kr. i*Mimimmmmmmmmmmmmimiimmmmmmmmmmimmimmmimiimmmimmmmmimmia

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.