Dagur


Dagur - 18.10.1961, Qupperneq 1

Dagur - 18.10.1961, Qupperneq 1
; AHk.m.n . I'rams6knarman.\a R r.srjnKi: Kkuxí.i k Davíbsson i Hai nak.stk.i n 90 SlMi f 16G . SnNIM.I' OG l‘ÍU£NTUN ANNAST 1‘ltKNTVKRK OlJUS BjOK.NSMlNAU ll.l’, \UTIt! VKI Dagur XLIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 18. október 1961 — 49. tbl. Al T.i V.IM. \sT |Ókl: ÓN N.\m ei.r.’isG.. , Áiu.ai’nt.iíkí KR. 100.00 . <.JAI.DI.A',! BlM.i'in K1 1 ’K Á M ' N Ks.'MaR I j |ö».i i>V:!U:iA>(.- tT'OAR Ási'.t’.ÓA 1>YK Itt 111,:; — . Vantrauststillaga á ríkisstjórnina komin fram MARGIR FÓRU TIL RJÚPNA ÞANN 15. október var friðunar tími rjúpna útrunninn og brugðu þá rjúpnaskytturnar við. Norðan lands og sunnan gengu menn til fjalla og heiða og sumir kornust í hann krapp- ann, svo sem á Holtavörðuheiði og Reykjaheiði. Villiam Pálsson Halldórsstöðum og Höskuldur Jónsson Húsavík fóru til rjúpna á Reykjaheiði, en lentu í hríð og illviðri á heimleið. Bíll þeirra neitaði að erfiða. Þetta bar við hjá Höskuldsvatni. Jeppa bar þar að, en hann gat ekki tekið farþega en gerði aðvart á Húsa vík. Tveir lögregluþjónar fóru þá á lögreglubíl til aðstoðar, en hann komst ekki alla leið vegna snjóa. Annar lögreglumaðurinn hélt þá til Húsavíkur og fékk Skarphéðin bílstjóra með trukk til aðstoðar og gekk þá allt vel. Margir Húsvíkingar fóru til rjúpna á sunnudaginn. Þeir segja töluvert af rjúpu, en þær séu styggar. Þeir komu heim með 40—50 stk. mest. Bátar þeir, sem ég sagði frá í gær, komu heim í dag, nema Helga, sem komst í höfnina síð ar um daginn. Trillu fyllti, og á annarri brotnaði kinnungur og má þ.að heita vel sloppið í slíku veðri og brimi. (Húsav. 17. okt. - Þ.) Aiþingi kcm saman 10. okfóber ALÞINGI ÍSLENDINGA, hið stjórnaði fundi og minntist lát- 82. í röðinni, var sett 10. okt. sl. eftir guðsþjónustu í Dómkirkj- unni. Gísli Jónsson, aldursforseti, f Harður árekstur Á FJÓRÐA TÍMANUM á mánu dagsmorgun mættust jeppi og fólksbifreið í brekkunni neðan við Háls í Fnjóskadal og skullu saman. Annað framhjólið hrökk undan jeppanum og báðir bíl- arnir skemmdust mikið, en fólk sakaði ekki. Á sunnudagsnóttina var vöru bíl stolið hér í bæ. Þar var ung ur og ölvaður maður að verki. Ók hann norður fyrir Glerár- hverfi og liafnaði utan vegar. Bíllinn skemmdist lítt eða ekki. inna þingmanna, Jóhanns Þ. Jós efssonar, Gunnars Ólafssonar, Angantýs Guðjónssonar og Ás- geirs Sigurðssonar. Fjórir varaþingmenn tóku 'i sæti á þessu þingi: Jón Pálma- r son í stað Guniiars Gíslasonar, | Hjörtur Hjálmai-sson í stað Birgis Finnssonar, Einar Sig- urðsson í stað Jónasar Péturs- sonar, og Sveinn S. Einarsson í stað Ólafs Thors. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1962 var laagt fram. Fjárlög hækkuðu að mun og eru komin yfir 1700 milljónir króna. Eru þetta hæstu fjárlög, sem fram hafa komið. Verður vikið nánar að þessu síðar. Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson lögðu á fyrsta (Framhald á bls. 7) É Ilannes Hafstein bundinn við togarabryggjuna á meðan nótm er dregin inn. Síldarhreistur skartar \ á Kristjáni skipstjóra. Baldvin Þorsteinsson heldur nótinni £ró bryggju á litla bátnum. (Ljm.: E.D.) Alvarlegt ástand í Norður-Þing. Gunnai'sstöðum 16. okt. Nú er hvassviðri og snjókoma. Hér er alvarlegt ástand, því að svo illa hefur heyskapur gengið, að enn eru hey úti, sem slegin voru í júlí. Á nokkrum stöðum eru tún óslegin. Og hey, sem hrak- ist hafa lengst, eru orðin alveg ónýt. Á raklendum túnum er ekki hægt að fara um á drátt- arvél, svo blaut eru þau orðin. Tveir bændur hættu búskap Á SUNNUDAGINN buðu Ak- ureyrarstúkurnar fréttamönn- um að skoða húseignina Aðal- stræti 46, eða Friðbjarnar Steinssonar hús, sem er meira en 100 ára gamalt og’ að því leyti sögufrægt, að þar var stofnuð fyrsta stúka á íslandi, ísafold no. 1. Sá atburður varð 10. janúar 1884. Frkv.ráð templara á Ak.: F. v.: Stef. Ág. Kristjánsson, Bjarni Hall- dórsson, Guðm. Magnússon, Jón Kristbisson og Eir. Stefánsson. Friðbjörn Steinsson bóksali og' bæjarstjórnarmaður er tal- inn aðalhvatamaður að stofnun þessari, sem siðar varð öflugur félagsskapur víða um land. í sömu stofu og 12 stofnendur undir forystu Friðbjarnar, bundust samtökum um varnir gegn áfengisböli, sátu nú frétta menn ásamt framkvæmdaráði stúknanna í bænum. Jón Krist- insson bauð gesti velkomna og drap á nokkur veigamestu atr- iði í starfinu og sagði auk þess þær góðu fréttir, að stúkurnar hefðu nú fest kaup á þessu húsi og yrði það varðveitt sem vagga Góðtemplarareglunnar hér á landi. Áður en stúkur vom stofnað ar og barátta hafin gegn áfeng- isböli, var brennivín selt í (Framhald á bls. 7) hér nú, á Gunnólfsvík á Langa- nesstrtönd og Hvammi II. Um 14200 fjár er slátrað, og er það vænna til frálags en í fyrra. Flestir bændur fækka á fóðrum nú í haust. Búið er að stofna nýtt félag, og sagði Dagur frá því í sum- ar, er það var í undirbúningi. Það heitir Fiskiðjusamlag Þórs- hafnar. Formaður þess er Vilhjálm- ur Sigtry^gsson, oddviti Þórs- hjnfnar, og framkvæmdastjóri Sigurður Tryggvason, áður að- albókari kaupfélagsins. Smíði nýrrar brúar, undir stjórn Þorvaldar Guðjónssonar frá Akureyri, yfir Sandá, er að mestu lokið, en eftir að steypa gólfið. Hér var fyrir skömmu Krist- ján Hannesson frá Víðigerði, sendui- af Dráttaarvélum h.f. til að yfirifara og gera við dráttar- vélar bænda. Bændur eru mjög þakklátir fyrir þessa þjónustu, enda var hún með ágætum. Nýlega var rætt um mikla afkastamenn við fláningu á sláturhúsum. Hermann Þor- valdsson, Þórshöfn, er vel kunnur fláningsmaður hér um slóðir. Siðastliðna viku fló hann ó 8 klst. vinnudögum sem hér segir: Á mánudaginn 214, þriðjud. 219, miðvikud. 209, fimmtud. 185 á föstudag var fáu slátrað, og á laugardag 204 — eða 1031 kindur á 5 dögum. Aðeins 4 vinna við fláningu í sláturhúsinu. Auk Hermanns þeir Sigfús A. Jóhannsson, Gunnarsstöðum, Aðalsteinn Sig fússon, Hvammi, og Marinó Sigurðsson, Þórshöfn. Lógað er allt að 600 fjár á dag og er því auðséð að þama eru dugandi menn að verki. Farin eru nær 80 tonn af kjöti, þar af 60 til Englands. □ «11111111111lllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIINtJk | Fjáreigendur á Ak. j 1 greiða skaðabætur ! Á AKUREYRI eru fjölmargir fjáreigendur og flestir hirða vel um kindur sínar. Of margir sleppa þeim þó á illa girta tún- bletti á haustin féð sleppur út og gæðir sér á hverjum þeim gróðri borgaranna er hugurinn girnist og verða af þessu leið- indi og klögumál. Nýlega urðu nokkrir fjáreig- eindur að greiða ska'ðabætur, flestir kr. 15.00, fyrir hverja flækingskind, sem náðist, og urðu það nokkur útgjöld fyrir þá, sem áttu 10—20 slíka flæk- inga, hér og þar. Iiitt er þó verra, að trassafengnir fjáreig- endur magna andúð ó sauðfjár búskap í bænum og torvelda þeim að fá sæmilega aðstöðu til að halda honum áfram, en það vilja mai'gir. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.