Dagur - 18.10.1961, Blaðsíða 5
4
GREIÐSLUHALLINN
704 MILLJÓNIR KRÓNA
í GREINARGERÐ með frumvarpi Fram
sóknarmanna í neðri deild um afnám
vaxtaokurs segir svo m. a.:
„Haustið 1959 var um tvær meginlciðir
valið í efnahagsmálum.
Aamiars vegar var sú Ieið, sem Fram-
sóknarflokkurinn vildi fara og barðist
fyrir: Ilalda áfram framfarasókninni og
leggja höfuðáherzlu á að auka framleiðsl
una og koma í veg fyrir kjaraskerðingu.
Jafna hallann í efnahags- og framleiðslu
kerfinu, sem af forustumönnum stjómar
liðsins var metin 250 millj. eða svo, með
því að skattleggja eyðsluna og með hóf-
legri hækkxm yfirfærslugjaldsins. Draga
þannig úr uppbótakerfinu í áföngum.
Halda fjárfestingunni hæfilegri með þvi
að velja úr og láta þær framkvæmdir
bíða, sem minnsta almenna þj’ðingu
höfðu, en hafna með öllu þeirri Ieið, að
gera framkvæmdir almennings svo dýr-
ar, að menn fengju með engu móti við
þær ráðið ....
Hins vegar var sú leið, sem ríkisstjórn
in beitti sér fyrir: Samdrátar- og kjara-
skerðingarleiðin. Sú leið að magna dýr-
tíðina og rýra þannig kaupmátt og fram
kvæmdamátt. Gengið var fellt og mörg
hundruð milljóna króna nýjar álögur lög
festar með almemiuin neyzlusköttum. Of
an á þetta var svo bætt stórfelldari vaxta
hækkun en dæmi munu til úr nálægum
löndum a. m. k. og er þar á ofan beitt
mörgum ráðum til þess að draga saman
lánastarfsemi í landinu, þ.á.m. lán til
framleiðslunnar.
Það er fyrirsjáanlegt að þessar ráð-
stafanir hlytu að leiða til mikilla crfið-
leika.
Nú liggur það fyrir, að liægt er að gera
sér nokkra grein fyrir áhrifum þessarar
stefnu á árinu 1960 og á sumum sviðum
það sem af er þessu ári. Gjaldeyrisstaða
bankanna batnaði að vísu um 239 millj.
kr. á árinu 1960, en á móti varð skulda-
aukning, sem nam rúmlega 200 millj. kr.
á árinu. Greiðsluhalli varð 704 millj.,
reiknaði greiðsluhalla fyrri ára í grein-
reiknaði greiðsluhalla fy/ ri ára í grein-
argerð „viðreisnarinnar“. Gjaldeyris-
staða bankanna segir hér aðeins hálfa
sögu, þar sem hún hcfur aðallega verið
bætt með því að leyfa einkaaðilum stór-
fellda skuldasöfnun erlendis til stutts
tíma. Afleiðing samdráttarstefnunnar fyr
ir ríkissjóð var sú, að greiðsluafgangur
hans var nær enginn á árinu þrátt fyrir
hinar miklu skattahækkanir. Útgj. fjár-
laga eru áætluð 443 milljónir króna eða
nálægt 40% hærri á árinu 1961 en þau
voru ætluð á árinu 1959, og sparnaður
er enn á loforðastigi. Enn fer því auð-
vitað fjarri, að menn séu frjálsir að því
að fá erlendan gjaldeyri keyptan eftir
vild við afgreiðsluborð bankanna. Það
er nú staðfest, að „viðreisnin“ nægði
ekki til að leysa vanda útflutningsfram-
leiðslunnar og koma henni á „traustan“
grundvöll. Innlánsfé í viðskiptabönkum
og sparisjóðum í sparisjóðs-, ávísana- og
hlaupareikningum jókst að vísu á árinu
1960, en þó minna en á árunum 1958 og
1959. Samkvæmt Hagtíðindum í apríl sl.
var aukningin árið 1958 15.8% og árið
1959 13.8%, en árið 1960 12%, og þó
ckki nema 9%, ef frá er dregin vaxta-
hækkun innlánsfjár, sem bókfærð var
í desember." □
BEZT AÐ VER& MEÐ UNGU FÚLKI
segir Oddur Kristjánsson byggingameistari
Oddur Kristjánsson húsasmiður
á Akureyri varð sextugur 3.
október sl. Ekki veit eg hvað
stjörnuspár segja um giftu
hans eða gengi, en fæddur mun
hann undir óhverflyndri heilla-
stjörnu, því að æskugleði sinni
heldur hann ennþá, nýtur lífs-
ins, sem ungur væri og bezt
meðal æskufólks. Sumir menn
verða fljótt gamlir og saddir líf-
daga, aðrir eru ungir i anda
hversu aldnir sem þeir verða að
árum og einn þeirra er Oddur.
Hann er fæddur í Saurbæ í
Eyjafirði. Foreldrar hans voru
Sigríður Grímsdóttir og Krist-
ján Friðfinnsson.
Hvenær fórstu úr föðurgarði?
Þegar eg var 12 ára réðist eg í
vinnumennsku að Hleiðargarði
til Randvers Jóhannessonar og
hafði 25 kx-ónur í kaup yfir ár-
iið. Það þótti nokkuð gott árið
fyrir ferminguna. Fyrir helm-
ing árskaupsins keypti eg mér
hnakk og beizli, gamla gi'ipi,
a. m. k. eldri en eg var. Síðan
hefur maður baslað á eigin
spýtur, segir Oddur og hugsar
sig eitt andartak um, það er að
segja þangað til eg gifti mig og
fékk lífsförunaut mér til að-
stoðar í blíðu og stríðu, því að
eftir það stóð eg ekki einn.
Hvað lengi varstu í sveitinni?
Eg var í kaupavinnu og
vinnumennsku fx'am yfir tvít-
ugt. Til Akureyrar fór eg til að
læra húsasmíði þegar eg var 27
ára og var hjá Eggert Melstað.
Hvernig var félagslífið í Eyja-
firði?
Heldur gott. Unga fólkið
dansaði 8—10 klukkustundir í
lotu og þá var nú líf í tuskun-
um, en böllin voi'u nú heldur
ekki um hvei'ja helgi. Ung-
mennafélögin héldu uppi ýmiss
konar félagsskap og skemmtun-
um. Einnig voru iðkaðar íþrótt-
ir.
Mikið drukkið?
Menn voru ofurlítið við skál
stundum, en aðeins kai'lmenn,
aldrei konur. Menn komu sam-
an til að skemmta sér og gerðu
það svikalaust.
Þú varst hlaupagarpur á
þeim árum?
Onei, en eg var léttur á mér.
Maður fékk ekki tilsögn og æf-
ingarnar voru þær að hlaupa
við fé og hross. Það þótti ekki
viðeigandi að hlaupa eins og
halaklipptur hundui', nema
gera eitthvað gagn um leið. Eg
keppti í hlaupum ásamt fleiri
strákum, bæði frammi í Eyja-
firði og hér á Akureyri. Til
dæmis man eg það, að eitt vorið
var eg í vegavinnu frammi í
Öxnadal og hljóp þaðan til Ak-
ureyrar á laugardagskvöld. Það
var nú síðasta æfingin undir
keppni í 5 þús. meti'a hlaupi
daginn eftir. Meðal keppenda
var Guðm. Karl Pétursson og
bar hann sigur af hólmi.
Komstu nokkum tíma í hann
krappann á þessum ármn?
Nei, nei, blessaður vei'tu. Það
kom sjaldan mikið fyrir. Einu
sinni álpaðist eg á skíðum yfir
Eyjafjarðará, á meðan hún
ruddi sig. Það var ekki skynsam
legt, en eg þui'fti að skreppa yf-
ir í Æsustaði. Eg flýtti mér eins
og eg gat og slapp. Einu sinni
var eg að heimsækja foreldra
mína að Miklagarði. Djúpadalsá
var að leggja, en ísinn ótraust-
ur. En jaki var úti í ánni traust-
legur að sjá. Eg hljóp til og
stökk út á jakann, en hann
brotnaði, og ég í ána. Til allrar
lukku var mjótt á milli skara
og náði eg hinni skörinni og
komst upp úr við illan leik. Nú,
svo lenti eg einu sinni í snjó-
flóði í Hleiðai'garðsfjalli. Eg var
að skjóta rjúpur. Þetta var lítið
snjóflóð, er stöðvaðist á hjalla
einum, og eg ki-aflaði mig upp,
ómeiddur. Ekki hirti eg um að
skjóta meira þann daginn, en
hélt heim. Ekki fann eg til
hræðslu fyrr en eg var að korna
heim, þá fóru að koma í mig
hræðsluónot. Eg lét rjúpurnar í
friði næsta dag.
En þegar þú hafðir lokið
smíðanáminu?
Þá fór eg austur á Iiérað og
byggði hús. Fyrst byggði eg á
Hafursá, svo hingað og þang-
að, t. d. á Skriðuklaustri, hið
margumtalaða og reyndar
merkilega hús Gunnars Gunn-
arssonar skálds, sem þá var rétt
kominn þangað.
Hvenær fluttist þú svo til
Akureyrar?
Árið 1942 og hef verið hér
síðan. Starfsmaður bæjarins
varð eg þegar byrjað var á
Fjórðungssjúkrahússbygging-
unni 1946 og hef verið hjá bæn-
um síðan, ýmist við byggingar
eða viðgerðir á húseignum.
Svo ertu handavinnukennari?
Já, eg kenndi handavinnu í
Menntaskólanum og Gagn-
fræðaskólanum, en er nú aðeins
stundakennari í M. A.
Hvcrnig kanntu við unga
fólkið?
Eg hef æfinlega kunnað bezt
við mig meðal ungs fólks, bæði
í stai-fi og á gleðistundum. Bara
tilhugsunin um fjöldann af
ungu fólki, sem eg þekki og mér
þykir vænt um, rekur í burtu
áhyggjur og þreytu.
Hver eru helztu tómstunda-
störfin?
Það á svo að heita, að eg væri
einn af stofnendum Kai'lakórs
Akureyrar. Það hafa margar
tómstundir farið í æfingar og
flestar til óblandinnar ánægju
fyrir mig, segir Oddur. Og í 18
ár hef eg aðstoðað Leikfélag
Akureyi-ar og þar hef eg átt
margar glaðar stundir. Það er
sumum vandamál að eyða tóm-
stundum sínum. En allt í kring
eru ótal verkefni, sem ánægju-
legt væri að leggja lið. Hins
vegar hef eg mest gaman að
starfinu sjálfu, húsbyggingum,
segir hinn sextugi bygginga-
meistari að lokum og þakkar
blaðið viðtalið.
Oddur Kristjánsson kvæntist
1935 Guðbjörgu Guðmunds-
dóttur Kerúlf frá Hafursá. Þau
eiga tvo uppkomna syni, Guð-
mund læknanema, og Sigui'ð,
sem dvelur eidendis og lærir
byggingaiðnfræði.
Vonandi á Oddur möi'g stai'fs
ár framundan og vonandi mikið
samstai'f með öðru „ungu“ fólki.
Línum þessum fylgja beztu
árnaðaróskir til handa afmælis-
barninu og fjölskyldu þess.
E. D.
..............................
■ mimimmmmmmmmmmmmmmmmiimiiii«
| KAVÍAR ÚR GRÁ- j
I SLEPPUHROGNUM I
EINS og kunnugt er, framleiðiir
Sambandið kavíar úr grá-
sleppuhrognum. Markaður hef-
ur verið allgóður í Frakklandi
og í nokkrum austantjalds-
löndum, en t. d. í Bandai-íkjun-
um og Bi-etlandi hefur innflutn-
ingur ekki verið leyfður vegna
þess, að matvælaeftirlit þeirra
leyfir ekki notkun litarefnis
þess, sem notað er við að lita
hi'ognin blásvöi't. Nú eru Fi'akk
ar einnig að herða eftirlitið með'
ýmiss konar matarlitun og er
vitað, að íslenzki kavíarinn
mun hætta að eiga greiðan að-
gang að frönskum verzlunum.
Ástæðan til þess, að matarlitir
eru nú mjög litnir hornauga, er
sú, að þeir eru taldir geta átt
þátt í myndun krabbameins.
Vegna þessa hófst efnafræðing-
ur útflutningsdeildar SÍS, Jón
Reynir Magnússon, handa með
tilraunir við notkun nýrra lit-
arefna í íslenzka kavíarinn, en
matvælaeftii'lit áðurnefndra
landa hafa heimilað notkun
vissra lita. Hefur Jóni nú tekizt
að lita hi-ognin með hinum nýju
litum og vei'ður nú reynt að
vinna þeim markað í löndum,
sem áður bönnuðu innflutning
þeiri-a. (Sjáv. S. í. S.).
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlMt*
„Viðreisnin" í framkvæmd
ÞEGAR ríkisstjórnin og mál-
gögn hennar eru að lofsyngja
„viðreisnina" er það einkum
eitt, er þau telja að sýni ótví-
rætt ágæti hennar en það er
batnandi gjaldeyrisstaða. Þetta
á að vera hið græna tré viðreisn
arinnar í framkvæmd. Hitt
hafa allt reynzt fúasprek, sem
búið er að henda.
Um þetta græna tré segir Mbl.
sjálft, 23. sept sl.: „Á því ári (þ.
e. 1960) batnaði gjaldeyrisstað-
an um 239,5 millj. kr.“.
Og enn segir Moi'gunblaðið:
„1) Notkun greiðslufrests stór
jókst af hálfu innflytjenda, en
mikil notkun greiðslufrests er í
fyllsta samræmi við alþjóðlegar
greiðsluvenjur og getur haldið
áfram meðan þess er gætt að
halda efnahagslífinu í jafnvægi.
Á árinu 1961 var ekki oi'ðið um
að ræða frekari aukningu
greiðslufrests svo verulega um
munaði, og gat því gjaldeyris-
•iiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiillllllilllllillllll|i>
ÓTRYGG I
| FANGAGEYMSLA )
HVAÐ EFTIR ANNAÐ brjót-
ast fangar út úr hegningarhús-
inu í Reykjavík, oftast út um
glugga.
Nýjasta aðferð fanganna er
sú, að fara upp um loftið. Þar
of fúnar til að standast þá, sem
heldur kjósa að vera fyrir utan.
Fyrir nokkru sluppu tveir
fangar með þessum hætti, en
eru fundnir og voru settir inn
á ný.
staðan ekki haldið áfram að
batna af þessum sökum.
2) Ovenju miklar birgðir út-
flutningsafurða voru í landinu í
ái'sbyrjun 1960. . . .“.
Þetta segir Morgunblaðið
sjálft um aðalágæti „viðreisnar-
innar“ í framkvæmd. Gjaldeyr-
isstaðan batnar um ca. 240
millj., en til þess að það næðist
á pappírnum, varð notkun
gi-eiðslufrests innflytjenda að
stóraukast, þar sem erlendar
skuldir jukust um hundruð
millj. og eyða varð birgðum út-
flutningsafurða sem námu líka
hundruðum milljóna. Þessar
upphæðir samanlagðar nema
mikið hærri upphæð en 240
millj. Hér hefur því gjaldeyris-
staðan í raun og veru stórversn
að á árinu 1960 en ekki batnað,
þótt reynt sé með blekkingum
að halda hinu gagnstæða fram.
Og það sem verra var í augum
ríkisstjórnarinnar: það var ekki
hægt að leika þennan leik aftur
fyi'ir árið 1961, vegna þess að í
ái'sbyrjun 1961 voru ekki mikl-
ar birgðir af útflutningsafurð-
um og ekki hægt að auka eins
greiðslufrestsskuldirnar við út-
lönd og þá hlaut hið rétta andlit
„viðreisnarinnar“ í framkvæmd
að blasa við. En nú var fundið
upp nýtt í'áð. Gengisfellingin
skyldi hylja sannleikann fyrir
árið 1961. Þannig er þá efnivið-
ur hins græna trés, blekkingar
og ósannindi.
Hvernig haldið þið að efni-
viðui'inn í fúasprekum „við-
reisnarinnar“, sem búið er að
henda, hafi verið?
(Einherji.)
5
r
Alyktun Kennarafélags G. A.
Telja launakjör kennara algerlega óviðunandi
•11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ii
1 Skólðrnir á Sauðárkróki seftir
ALMENNUR félagsfundur í
Kennarafélagi Gagnfi-æðaskóla
Akureyx-ai', haldinn miðviku-
daginn 6. sept. 1961, samþykkir
eftirfarandi
á 1 y k t u n :
Almennur félagsfundur í
Kennai-afélagi Gagnfræðaskóla
Akui'eyi'ar, haldinn 6. septem-
ber 1961, telur launakjör fram-
haldsskólakennai'a vera orðinn
svo bágborin, hvort sem miðað
er við kjör flestra annarra
stétta í landinu eða kjör kenn-
ai'a í nágrannalöndunum, að
ekki vei'ður lengur við unað.
Það er skoðun fundaimanna,,
að framtíð kennarastéttarinnar
sé í húfi, ef ekki fæst bót ráðin
á launamálum hið bráðasta,
enda hvorki fýsilegt fyri'r þá
kennara, sem eiga fleiri kosta
völ, að binda sig við illa launuð
kennslustöi'f né fyrir ungt fólk
að búa sig undir kennarastarfið
með dýi-u sérnámi, meðan það
er sýnu ver launað en flest önn
ur sambærileg störf. Auðsætt
ei', að hætta er á, að skólarnir
missi mai-ga hæfustu starfskraft
ana eða fari á mis við þá. Ef svo
fer, hlýtur fræðslu- og uppeldis
málum þjóðarinnar að stór-
hraka, öllum til óbætanlegs
tjóns.
Fundurinn skoi-ar því ein-
di-egið á fjárveitingarvaldið að
taka launamál framhaldsskóla-
kennai-a og kennara almennt nú
þegar til í-ækilegrar endurskoð-
unai'. *
Greinargerð.
Það er alkunna, að laun kenn
ara við skóla gagnfræðastigsins
hafa um mörg ár verið óhæfi-
lega lág, þegar þess er gætt, að
kennarar hafa orðið að verja
möi'gum árum til sérmenntunar
til undii'búnings starfi sínu, með
an fólk í öðrum stéttum með
svipuð laun hefur getað hafið
ævistarf og tekjuöflun. Algengt
er, að nýbrautskráðir gagnfræð
ingar séu ráðnir til ýmissa
stai'fa, t. a. m. skrifstofustarfa,
fyrir jafnhá eða hærri laun en
kennarar þeirra hafa, þó að á-
skilið sé, að hinir síðai-nefndu
hafi lokið háskólaprófi til að öðl
ast réttindi til að stunda starf
sitt.
Auðsætt ei', að þessi launa-
kjör eru sízt til þess fallin að
gera kennarastarfið eftirsóknar
vert ungum og efnilegum kenn
araefnum. Þess vegna vofir sú
hætta yfir, að kennax-astéttin
setji stórlega ofan, fjölhæfir og
ötulir starfsmenn hverfi til ann
arra starfa, en í stéttina hópist
réttindalaust fólk, ef nokkrir
fást í kennarastöður á annað
borð, enda er alls þessa þegar
tekið að gæta allmikið. Þótt fús
lega skuli viðurkennt, að marg-
GIZKAÐ ER Á að jarðarbúum
fjölgi nú um 46 milljónir ái'lega,
en ekki er ósennilegt að fjölg-
unin nemi í í-eyndiinni 55 mill-
jónum. segir í „Demographic
Yeai'book 1960“, sem Samein-
uðu þjóðii'nar hafa nýlega sent
á markaðinn. Bókin er 621 bls.
og fæst hjá bókaverzlun Ejnar
Munksgaards í Kaupmannahöfn
(verð: innb. 71 d. kr. heft 57 d.
kr.).
Á síðustu 40 árum hefur jarð-
arbúum fjölgað um rúmlega
1000 milljónir. 40 af hundi-aði
ir kennarar án réttinda séu
pi-ýðilega vel hæfir og dugandi
stai-fsmenn, eru flestir á einu
rnáli um, að hitt sé æskilegra,
að kennarar almennt hafi upp-
fyllt lögákveðin skilyrði um
menntun og undiibúning starfs
síns þar sem í því ætti að felast
nokkur trygging um hæfni til
handa þjóðfélaginu og betri ár
angur kennslu og uppeldis. Vart
er við því að búast, að fólk geri
kennslu að ævistarfi og afli sér
réttinda til þess, nema til sæmi
legra kjara sé að vinna og eftir
viðunandi launum sé að sækj-
ast, sem geri því kleift að lifa
menningarlífi. En sú þróun, sem
að framan er lýst, hlýtur fyrr
eða síðar að bitna á menntun
og uppeldi æskufólksins í land
inu. Vel mannað æskufólk er þó
dýrmætasti auður hverrar þjóð
ar.
Ef litið er til kennaralauna
sama skólastigs í nágrannalönd
um vorum kemur í ljós, að þau
ei-u allt að því tvisvar sinnum
hærri en hér á landi eða jafnvel
meii'.
Það mun einsdæmi á vinnu-
markaði, að yfirvinna sé greidd
lægra kaupi en fastavinnan. Þó
er þessu svo farið um stunda-
kennslu, sem fastir kennarar
bæta við kyldustundir sínar, m.
a. vegna kennaraskorts. Laun
kennai-a fyrir slíka eftirvinnu
eru svipuð útseldum launum
sumra iðnaðarmanna fyrir dag-
vinnu. Hugsanlegt væri, að
fastakennari forfallaðist eða lét
ist í upphafi skólaái's og enginn
kennari fengist í hans stað, svo
að starfsbræður hans við skól-
ann yrðu að skipta kennslu hans
á milli sín og bæta henni við
kennslu sína. Kemur þá í Ijós,
að hið opinbera mundi hagnast
við það um kr. 22.495.32 á því
skólaári. Er vandséð hvort kenn
arastéttin hefur til langframa
skap til að inna þess háttar þegn
skylduvinnu af höndum, þ. e.
að vinna yfirvinnu fyrir lægra
kaup en fastavinnuna.
Það væri vissulega ekki sárs
aukalaust að segja skilið við
stai’f, sem menn hafa búið sig
séi'staklega undir með löngu og
dýru námi, gert að ævitarfi sínu
og tekið ástfóstri við. En þegar
kennarar hafa lengi séð blasa
við, að störf þeiri'a eru lítils
metin og talin lítilla launa verð
og að flestum starfshópum öðr-
um bjóðast mun betri launakjör
en þeim, hljóta þeir að skoða
hug sinn um, hvort skyldurnar
við fjölskyldur og heimili, af-
komu þein-a og fjárhagsöryggi,
verði ekki þyngri á metunum
en ævilar.gt sjálfsfórnarstai'f,
þótt hugnæmt sé.
Því heyrist oft kastað fram,
þegar launamál kennara ber á
þessarar fjölgunar — 400 millj.
— er frá síðustu 10 ái'um.
Stærsti hluti þessarar árlegu
fólksfjölgunar á sér stað í Asíu,
en þar fjölgar íbúunum ái'lega
um 22—23 milljónir (nákvæm-
ar er ekki hægt að kveða á um
það). 56 af hundraði allra jarð-
aai'búa eiga nú heima í Asíu.
Samkvæmt árbókinni var íbúa-
tala heimsins árið 1959 2.900
milljónir, og talið er að í fyrra
hafi hún verið nálægt 3000
milljónum.
Mikil er sú viðkoma. □
góma, að sumarleyfi þeirra sé
svo í-íflegt, að þeim sé í lófa
lagið að vinna fyrir háum auka
tekjum sumartímann. Því er til
að svara, að sumarleyfi kenn-
ai-a er ekki ætlað til stritvinnu,
heldur til hvíldar og hi'essing-
ar sem orlof annarra stétta öðr
um þræði, en hinum til þess, að
þeir geti haldið við menntun
sinni og aukið á hana, svo að
þeir verði sem nýtastir í starfi
sínu. Auk þess væru kennarar
síðui' en svo velkomnir til ým-
issa starfa í þjóðfélaginu, ef
ekki stæði svo á, að skortur hef
ur verið á vinnuafli víða. Ef
nokkuð vei-ulega drægi úr eftir
spurn eftir vei’kafólki, yrðu
stéttarfélög skjót til að bægja
burt fastlaunamönnum, svo sem
kennurum.
Hitt er staðreynd, að flestir
kennarar hafa orðið að vinna
mikið með fastastarfi sínu, bæði
sumar og vetui', til þess að hafa
lífvænlegar tekjur. Slíkt hlýtur
bæði að skerða starfsþrek kenn
arans fyrir aldur fram og bitna
á starfi hans. En mörgum þeirra
hefur verið nauðugur einn kost
ur til að siá skylduliði sínu far-
borða, þó að þeir hefðu viljað
helga sig kennarastai'finu og
skyldum hugðarefnum einvörð-
ungu.
Skoðun fundarmanna er sú,
að fastalaun kennai'a ættu að
vera svo há, að þeir gætu lifað
áhyggjulausu lífi af þeim ein-
um saman, þyrftu ekki að taka
að sér nein aukastöi'f til að
di'ýgja tekjur sínar, hvoi'ki
aukakennslu né annað, heldur
gætu sinnt kennsluskyldu sinni
heilir og óskiptir kvíðbogalaust
fyi'ir komandi degi. □
SNOBBIÐ í AKUREYRAR-
KIRKJU
Aðeins 16. hluti af íbúum höf
uðstaðar Norðurlands rúmast í
sætum kirknanna tveggja, Ak-
ureyrarkirkju, sem stundum
hefur verið kennd við þjóðskáld
ið Matthías og Lögmannshlíðar
kirkju, sem nú er í lögsagixar-
umdæmi kaupstaðarins. En
þrátt fyri'r þetta bei'gmála þessi
guðshús nærri mannlaus við al
mennar guðsþjónustur.
Akureyringar hafa unga, hóf-
sama og geðþekka presta, en
vilja ekki hlusta á þá. Aðeins
20—40 manns sækja hinar al-
mennu guðsþjónustur að jafn-
aði, auk prests og söngflokks.
Sóknarnefndarmenn og fórn-
fúsar konur una því illa, að
nokkur óvissa ríki um sáluhjálp
safnaðai'meðlima vegna slæ-
legi-ar kirkjugöngu og hafa gert
nokkrar tilraunir til úrbóta og
hafa þær engan árangur borið.
Nokkrir kirkjugripir voru
fengnir og innbú aukið í kirkj-
unni á Akureyri. Fólk kom ekki
heldur. Settar voru nýjar rúður
í Akui'eyrai'kirkju, mikil lista-
vei’k, sem sýndu ævi Frelsarans
í myndum. Þær kostuðu nokkur
hundruð þúsund krónui', og fólk
sýndi kii-kju sinni.hið sama tóm
læti. Þá voru kirkjubekkirnir at
hugaðir, því þeir höfðu orðið
fyi-ir mikilli gagnrýni vegna
þess hve þi-eytandi þótti að sitja
í þeim undir messu. Bíður þetta
vei-kefni enn óleyst. Hitalögn er
undir sætum og þykir ekki góð.
Lýsingu þótti ábótavant.
Nokkur pípuorgel voru flutt
í íslenzkar kirkjur á þeim ár-
um, þegar flestir hlutir þóttu
fæi'ii'. Sóknarnefnd og duglegar
Sauðárkróki 12. okt. 1961. Gagn
fi'æðaskóli Sauðárkróks og
Barnaskóli Sauðárkróks voru
settir 5. okt. Nemendur bai-na-
skólans verða um 170 og fer
þeim fjölgandi með ári hverju.
Nýr kennari kemur nú að skól-
anum, Bjarni Halldórsson, en
séi'a Þórir Stephensen hættir
að mestu kennslsu við skólann.
Sl. vetur kenndi si'. Þórir við
barnaskólann, þar sem enginn
kennai'i fékkst þá í lausa kenn-
ai'astöðu við þann skóla. Aði-ar
bi'eytingar vei'ða ekki á kenn-
araliði. Skólastjói'i barnaskól-
ans er Bjöi'n Daníelsson.
Nemendur gagnfræðaskólans
verða um 90. Gegnir þar sama
máli að nemendum fjölgar ár
frá ári. Verður I. bekk nú skipt
í tvær bekkjardeildir. Skólan-
um bætist einn kennari, Ingi
Helgason, sem tekur að sér
kennslu í stærðfræði o. fl. Skól
inn er til húsa í barnaskólahús
inu. Skólastjóri er Friðrik Mar
geirsson.
Þrengsli í skólahúsinu eru nú
orðin svo mikil, að til vandræða
horfir og þörf á úrbótum hið
fyrsta. Þær umbætur verða vart
á annan veg en þann, að byggt
verði hús fyrir gagnfi-æðaskól-
ann og er nú þegar farið að und
irbúa það lítillega. Aðsókn að
Gagnfræðaskólanum er ætíð
töluvei'ð úr héraðinu og einnig
raunar lengra að. Er venjulega
konur hófu þegar að safna fé
fyi'ir pípuorgel og skyldi það
vera tónaflesta pípuorgel lands
ins. Fyrir slóðaskap var orgelið
pantað svo seint, að fyi'sta söfn
un var orðin lítils virði, þegar
oi-gelið loks var keypt. Nú er
búið að setja nýja orgelið upp
og bíður vígslu. Eldra orgel
kirkjunnar, sem er hinn ágæt-
asti gripur hafnaði í höndum
frímúrara á Akureyi'i, og guldu
þeir lítið fé fyrir, en almenning
ur á eftir að greiða nýja hljóð-
færið að mestu, sem kosta mun
niðui'sett hátt á aðra milljón
krónur, að því er talið er.
Nú er eftir að vita hvort
hljómar hins mikla hljóðfæris
bei'gmála í mannlausri kirkju
fi'amvegis við guðsþjónustur
safnaðarins, eða hann kallar
fólk til að hlýða á orð guðs og
sameinast í bæn. Vonandi verða
sem flestir við kallinu. En ef
svo verður ekki, ætti það að
vera orðið fullreynt, að það eru
ekki hin ytri skilyrði, sem úi'-
slitaþýð. hafa um kirkjusókn,
jafnvel ekki hið mesta og síð-
asta snobb. Einn úr söfnuðinuni.
BANKARNIR
ÞAÐ virðist ára vel hjá bönk-
um landsins um þessar mundir,
ef mai'ka má af því hversu þeir
bregðast við á síðustu og verstu
samdi-áttar- og krepputímum.
Almenningur getur ekki byggt
vegna dýrtíðar og lánsfjár-
skorts annai-s vegar og' vegna
lítilla tekna hinsvegar. En á
sama tíma blómstra bankarnir
og virðast græða óhóflegar fjár
upphæðir, enda eru útlánsvext
ir hreinir okurvextir og hærri
en annars staðar þekkist.
um þriðjungur nemenda skól-
ans aðkominn. Er þetta á marg
an hátt ákjósanlegt bæði fyrir
skólann og aðstandendur ung-
linganna, eru tengsl þeirra \ ið
heimilin síður rofin, þar sem
þau geta öðru hvoru skroppið
heim til sín um helgar.
Það er því oi'ðið tímabært að
athugaður sé gi-undvöllur sam
starfs milli Sauðárkrókskaup-
staðar og Skagafjarðarsýslu um
lausn húsnæðismála skólans að
einhverju leyti svo sem varðandi
heimavist fyrir aðkomna nem-
endur o. fl. Slíkt samstarf gæti
verið hagstætt öllum aðilum.
G. I.
Barnasjóður S. Þ.
sendir ekki aðeins þurfandi
þjóðum þurrmjólk handa börn-
um þeirra og ljósmóðurgögn og
allt sem barnahirðu snertir. í
Júgóslavíu láta Sameinuðu
þjóðirnar stofnsetja margvís-
legar stofnanir til heilsuvei'nd-
ar og heilbrigðismála, og hefur
Barnasjóðurinn veitt þar marg-
víslega aðstoð og hollræði. M. a.
eldhússáhöld og allan búnað í
90 skóla-eldhús, gai'ðyrkju-
áhöld í 24 skóla-garðo, áhöld og
allan búnað í hænsnagaiða,
steypibaðsklefa og saumavélar
o. fl. handa 30 ungkvennaskól-
um, vatnsdælur og pípur (rör)
handa 200 skólum. □
Frægt er lóðabrask Seðla-
bankans, en með lögum (sem
eru ólög) sölsar hann undir sig
sparifé landsmanna, og kaupir
byggingarlóð fyrir 10 milljónir
króna.
Hér á Akui'eyi'i hafa þau tíð-
indi gerzt, að útibú bankanna
tveggja, Útvegsbankans og Bún
aðai'bankans bæta við sig hús-
næði. Útvegsbankinn stendur í
stórbyggingu og Búnaðai'bank-
inn hefur keypt stóihýsi við
Geislagötu. En bankastjórar
hrista gi-afalvarleg höfuð sín ef
venjulegt fólk er svo djai'ft að
biðja um lán.
Afgreiðslutíma banka þyrfti
að haga á annan veg, almenn-
ingi til hægðarauka. Vinnandi
fólk getur ekki skroppið í banka
nema að svíkjast úr vinnu sinni,
og er það óhæfa. □
RÉTTARGLEÐIN BÚIN
Blaðamenn, allflestir, og
nokkrir þeir, sem í útvarp tala
á haustin, eru uppvísir að því
opinberlega að telja vínneyzlu
mjög svo sjálfsagða í réttum.
Jafnvel menn, sem vegna of-
drykkju valda öðrum ótrúleg-
ustu erfiðleikum í göngum og
réttum, þegar þeir fá að flækj-
ast með, eru látnir dásama
Bakkus í útvarpinu. Þetta er
hlægilegt í augum þeirra, sem
ekki er það hreinn yiðbjóður.
Ekki er neitt á mófíþví þótt
ferðamenn, er um langa vegu
fara, oft í kulda og vosbúð, hafi
vasapela í pússi sínu sem hress
ingarlyf. En þegar vasapelinn
eða brennivínsflaskan eru höfð
fyrir eins konar „aðalsmei'ki“ á
bændastétt landsins í blöðum
og útvai-pi, er of langt gengið. □
Ibúafjölgun jarðar um 50 millj.