Dagur - 28.10.1961, Blaðsíða 7

Dagur - 28.10.1961, Blaðsíða 7
7 Kornrækt að hefjast á íslandi (Framhald af bls. 8) Áætlun Björns Sigurbjörnssonar. Dr. Björn Sigurbjörnsson flutti nýlega erindi um korn- rækt á fundi Ræktunarfélags Norðurlands og upplýsti þá m. a. eftirfarandi: í hvern ha. lands, miðað við sand, þarf 150—190 kg. sáðbygg, 350 kg. af Kjarna (helmingi minna á móajörð), 200 kg. þrí- fosfat og 100 kg. kali (jafnt fyrir móajörð). Sáðtími má helzt ekki vera seinna en 20. maí. Sumarvinna við kornakrana er engin. Við sáningu er gott að nota raðsáð- vél, sem ennfremur er gott að nota við fræsáningu annarra nyíjajurta. Mesta uppskera í Gunnarsholti í sumar, þar sem ræðumaður gerði athuganir sínar, voru 27 tunnur af ha. Meðaltai um 18 tunnur. Við kornyrkju þarf þessar vélar, auk dráttarvéla: Sáðvél ...........kr. 40.000.00 Sláttu-þreskivél — 106.000.00 Þurrkari........ — 170.000.00 Sniglar............ — 10.000.00 Hreinsivél .... — 15.000.00 Samt. kr. 342.000.00 Áburður í ha. kostar um 1000 krónur, sáðvara 1200 kr., jarð- vinnsla 500 krónur, nema fyrsta vinnsla, sem er miklu dýrari, í moldarjarðvegi a. m. k., upp- skeruvinna og þresking 100 kr. á ha., þurrkun 70 kr. Girðingar, byggingar, flutn- ingur á korni vextir og afborg- anir er mismunandi eftir stað- háttum. Verð á bygginu er nú 350 kr. tunnan eða 7000 krónur á ha., miðað við 20 tunna uppskeru. Vélakaupin, sem hér voru áð ur nefnd, eru miðuð við stóra kornakra og geta ekki fáir ha. lands og ekki heldur fáir tugir ha. staðið undir slíkum kostn- aði. En fésýslumenn í Reykja- vík, sem í sumar kostuðu nokkr um fjármunum til kornræktar, sennilega af öðrum hvötum en þeim að verða menn fátækari, hafa nú ákveðið að stækka akur lönd sín til mikilla muna. Þetta gefur auga leið um þessa rækt- un í sumar. Stóra stökkið. En þrátt fyrir allt þetta, og að óneitanlega mæli margt með fjölbreyttari ræktun nytja- platna en verið hefur, er mjög vafasamt að komræktin verði sá gullbrunnur, sem mörgum þykir nú hylla undir. Hið stóra stökk, sem nú verður sennilega tekið í kornrækt, liggur fram- hjá hinni venjulegu þróun, þar sem komyrkja er fastur liður í búskap hvers venjulegs bónda og rekinn í sáðskiptum við aðra ræktun búsins. Stórir akrar, sem væru fé- lagseign eða félags-kornrækt rekin á, þurfa eftir nokkur ár að flytjast á annað landsvæði og þannig koll af kolli. Hvað þá verður um hin gömlu akur- lönd, gera menn sér ekki fylli- lega ljóst. Þau eru að vísu góð til túnræktar og beitar, garð- ræktar o. fl., en þar mun hver vilja hafa sitt og láta hinu fé- lagslega átaki lokið. Eins og nú er háttað, torveld- ar margt ræktun korns á bænda býlum. í fyrsta lagi er ræktunin dýr, ef ekki nýtur sérstakra véla og vélar of dýrar fyi’ir litla akra, eins og áður er að vikið. Þessi krossgáta er enn óleyst. Nokkurra ára reynsla á þeirri braut, sem farin var nú í sum- ar í fyrsta sinn í sögunni, mun leiða í ljós hvort íslenzkur bú- peningur framtíðarinnar verður alinn á innlendu eða erlendu fóðurkorni. En hætt er við að svo verði ekki fyrr en fundin er fær leið til að gera kornrækt almenna búgrein bænda. □ (Framhald af bls. 4) samtals 380 þús. fermetra „netto" gólfflöt. í’msar nifturstöðiir. Ekki er hér tími eða rúm til að rekja fleira úr skýrslum þess- um og er þó af miklu að taka. Þar er m. a. minnzt á starfsemi nefndar þeirrar, sem undir for- ystu Tryggve Lie, vinnur að því að fá erlend fyrirtæki til að festa fé í norskum atvinnurekstri. Það kemur fram í skýrslum þessum, að atvinna við landbúnað og fisk- veiðar hefir ekki aukizt, þrátt fyr ir mikilsháttar framfarir á þessum sviðum. 1 landbúnaðinum stafar framleiðsluaukningin af ræktun og aukinni tækni. Magn sjávar- afurða hefir ekki farið vaxandi undanfarin ár, þrátt fyrir aukn- ingu fiskiskipastólsins, en gjald- eyrisverðmæti hans virðist vera hægt að auka eins og hér og þar með atvinnu við fiskvinnslu. Á tveim sviðum atvinnulífsins hcfir starfsfólki fjölgað til muna á á- ætlunartímanum, þ. e. á kaup- skipaflotanum og við iðnað og námavinnslu. Svo virðist sem gengið sé út frá því, að það verði einkum þessar atvinnugreinar og þá sérstaklega hin rafknúnu iðju ver samhliða vinnslu hráefna úr jörðu, sem standa muni undir fólksfjiilgun næstu áratuga. Enn eru mikil fallvötn óbeizluð í Norður-Noregi. Talsvert af málm um er þar í jörðu og kol á Sval- barða, sem nota má m. a. sem iðnaðarhráefni. Skógar eru einn ig talsverðir í Jiessum landshluta og rækt lögði við að halda þeim NÝKOMIÐ: Gráu karlmanna og drengja NÆRFÖTIN komin aftur. DRENGJA JAKKAFÖT STAKAR BUXUR allar stærðir. DÖMUÚLPUR með loðkraga. BARNAÚLPUR allar stærðir. Gráyrjóttu PEYSURNAR á börn og fullorðna. Vandaðar vörur. Flagstætt verð. KLÆDAVERZLUN S!G. GUÐMUNDSSONAR H.F. Slysavarnafélagskonur. Mun- ið áður auglýstan fund í Alþýðu húsinu á þriðjud. kl. 8.30 e. h. Þórsfélagar. — Munið Bindindisdaginn 29. þ. m. og fundinn í Borg- arbíó kl. 5 þann dag. Stjómin. Stjórn f. B. A. vill hérmeð hvetja meðlimi íþróttafélaganna á Akureyri til þátttöku í sam- komu landssamb. gegn áfengis- bölinu, á morgun. Samkoman Verður í Varð- borg og hefst kl. 5 e. h. við og auka Jiá eins og vikið er að hér að framan. Ný jafnvægislöggjöf. Framkvæmd Norður-Noregsá- ætlunarinnar, samkv. fyrrnefndri löggjöf, er nú lokið. En sett liafa verið lög um nýjan framleiðslu- og atvinnuaukningarsjóð á breið ari grundvelli og gerðar nýjar á- ætlanir í því sambandi. Gerðar voru }><> ráðstalanir til jiess að hlutur Norður-Noregs í uppbygg ingunni verði ekki lakari en hann hefur verið undanfarin ár. Enn hefi ég ekki haft aðstöðu til að kynna mér þessar nýju ráð stafanir Norðmanna til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. En ekki er ólíklegt, að við íslending ar getum eitthvað af þeim lært. Því niiður verður því ekki kom ið við að J>essu sinni að ræða nán- ar J>ær staðreyndir, sem hér heíir verið skýrt frá, eða ]>ær ályktanir, sem liér á landi kynni að mega af þeim draga. - Hvergi hvikað ... (Framhald af bls. 5) hverjir hafa verið, munu hafa verið eitthvað tregir í atkvæða- greiðslum. Bændur þeir, sem á aðalfundi Stéttarfélags bænda t. d. stóðu að yfirlýsingum um hinn bágborna hag bændastétt- arinnar, voru að sjálfsögðu of- urlítið hugsandi þegar þeir greiddu atkvæði á landsfundin- um um óbreytta „viðreisnar- stefnu". Sama má segja um verkamenn, sem í sumar greiddu atkvæði með því að krefjast hærri launa, og nú lögðu blessun sína yfir þá yfir- lýsingu, að samtök verkamanna hefðu misnotað rétt sinn. Hinir obreyttu en trúuðu liðsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem vilja í raun og sannleika vinna að bættum lífskjörum og auknum framförum á íslandi, hafa á landsfundinum gert það’glappa skot, sem þeim er holt að hug- leiða, að stuðla að því með at- kvæði sínu og samþykki, að spenna sultarólina fastar að sjálfum sér og samborgurun-* um af þj ónslund við hina ríku. Það er sagt að hendi þess, sem sver rangan eið, brenni í vítis- logum samvizkunnar upp fi'á því. Ef landsfundarmenn finna einhver áður óþekkt ónot, sem hvorki stafa af gigt eða þreytu, hljóta þeir að minnast lands- fundarins og atkvæðagreiðsln- anna þar. Næstu kosningar gefa þeim tækifæri til afturbata. □ Hjúskapur. Hinn 26. okt. voru gefin saman í hjónaband ung- frú Fríða Aðalsteinsdóttir, Klettaborg 1 Ak. og Theodor K. Þ. Kristjánsson rafvirkjanemi. Heimili þeirra er að Brekku- götu 4, Akureyri. Til systranna á Sauðárkróki kr. 1000.00 frá gamalli konu á Akureyri. P. S. Bláa kápan verður sýnd á sunnudagskvöldið — í allra síð- asta sinn. Borgarbíó sýnir í dag kl. 3 e. h. safn fréttamynda. Meðal ann ars tvær nýjar myndir frá Ber- lín, tvær stuttar myndir um geimrannsóknir, mynd um kjarnorku í J>águ læknavisind- anna, fallega landslagsmynd frá Arizona o. fl. Flestar þessar myndir eru með íslenzku tali. Auk þess verða sýndar frétta- myndir frá Akureyri. Verð að- göngumiða er í hóf stillt, kr. 10.00 fyiúr börn og kr. 15.00 fyr- ir fullorðna. - Strompleikurinn heppnaðri leikstjórn Gunnars Eyjólfssonar, sem hefði að minnsta kosti átt að losa leikhús gesti við yfirlið lögreglunnar. Kúnstner Hansen lýsir lilut- skipti sínu í lífinu með þessum orðum: „Minn þáttur í heims- sköpuninni er sá að liafa misst fótinn. Eg er aumingi, sem ekki dugði til annars en lialda ögn í höndina á þeim, sem voru enn meiri aumingjar. En ég var aldrei skyldur neinum." Fulltrúi andans svarar honutn með þeim orðunt, sem að mínu áliti eru aðalboðskapur höfundar til J>eirra, sem á hann vilja hlusta. „Ég hef ekkert að bjóða ]>ér, En ef }>ú vilt verða mér samferða í J>ann stað ]>ar sent öll heimsins gæði samanstanda af einuni dauf um lampa — og voninni um gim- stein, sem kannski aldrei finnst, þá ertu velkominn." Hversvegna lætur höfundur Ljónu klæðast dökkum kufli að leikslokum? Hver og einn getur gefið því sína skýringu, en væri ekki eðlilegt að túlka það svo, að þessí hentistefnumanneskja, seni ekki hefur neinn grundvöll nema innantómt fleipur um gamla ætt, hafi í Fulltrúa Andans séð þann, sem gæti boðið bezt og hún hali því leitazt við að vera honum þóknanleg. Þessi brjóstumkenn- anlega sál hefur að vonum ekki vitað nein deili á búningi kennd um við Dharmalampann og þess vegna er kuflinn hennar alsvart- ur, en ekki gulur hið innra, eins og kufl Fulltrúa Andans. Er hægt að greina betur á milli þess lalska og þess ekta. — Það skiptir svo ekki meginmáli, hvort Oljóna er látin hverfa í stromp- inn til Gunnu frænku og móður sinnar eins og höfundur helur gert ráð fyrir í leikritinu, eða er látin standa eftir á sviðinu æp- andi mamma, eins og leikstjóri liefur kosið að gera. A viðbrögðutn sumra leikhús- gesta heyrðist mér, að þeir hefðu eins vel getað staðið æpandi á sviðinu og er þá ckki tilganginum náð? Olafur Gunnarsson. TIL SÖLU FORD-VÖRUBIFREIÐ smíðaAr 1947, öll nýyfir- farin og á góðum dekk- um. Ujrpl. gefa Baldur Jónsson, Fjósatungu, og Höskuldur Helgason, sími 1191, Akureyri. TIL SOLU: Tvær efri liæðir hússins nr. 24 við Eiðsvallagötu, 7 her- hergi og 2 eldhús. Selst í einu eða tvennu lagi. Uppk gefur RAGNAR STEINBERGSSON, HDL., Símar 1459 og 1782. Móðursystir okkar og fóstra RANNVEIG GUNNLAUGSDÓTTIR andaðist á Fjórðungssjúkraliúsinu á Akureyri 24. októ- ber sl. — Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju j>riðjudaginn 31. október kl. 1.30. Oskar Osvaldsson, Hörður Ósvaldsson. Konan mín FRÍMANNÍA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. ]>. m. Jarðarförin álcveðin síðar. Pálmi Kristjánsson. Sonur minn GESTUR GUDMUNDSSON frá Lundeyri í Glerárhverfi, andaðist í Kópavogshælinu, Kópavogi, þann 24. okt. Jarðarförin fer fram frá Kapellu Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 1. nóvember kl. 1.30. Björg Guðmundsdóttir. - Norður-Noregs áætiunin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.