Dagur - 28.10.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 28.10.1961, Blaðsíða 8
8 Hér er sláttuþreskjari að slætti á Hvolsvelli, þar sem SÍS hefur kornyrkju. Vélin slær og þreskir, Vefrarsfarf Sjálfsbjargar hafið en hálmurinn verður eftir á akrinum. — Ljósmy nd: Sigurður Hreiðar.) KORNRÆKTIN Á ÍSLANDI ÞÓTT íslenzkir bændur séu fljótir að tileinka sér nýungar, svo sem dæmin frá síðustu ár- um sanna bezt, verður ekki sagt að þeir hafi til þessa verið fúsir á að rækta bygg og hafra til þroskunar. Nær 40 ára korn- ræktatilraunir Klemenzar á Sámsstöðum, eru þó traustari undirstaða nýrrar ræktunar- greinar, en flest önnur nýmæli í búskap hér á landi hafa byggzt á. Kornakrar 500 hektarar. í fyrrasumar voru kornakrar um 50 hektarar að stærð. Rækt- að var nær eingöngu bygg. í sumar voru kornakrarnir sam- anlagt á 500 hebturum lands og er uppskeru nýlega lokið. Stærstu akrarnir eru á Suður- landsundirlendinu, en á Fljóts- dalshéraði eru einnig mikil ak- urlönd. Uppskeran var sæmi- lega góð og ums staðar allt að 30 tunnum af hektara, sem er mjög mikið. Æskilegt er að íslenzkir bændur rækti sitt fóðurkorn sjálfir, ef það er mögulegt, þ'ótt grasræktin verði áfram undir- satða alls búskapar, enn um langa framtíð. Ef einu togaraverði, sem talið er vera um 40 milljónir króna, væri varið til styrktar korn- rækt, gætu bændur framleitt allt fóðurkorn, sem nauðsynlegt þykir nú að flytja inn. En til þess þyrfti að taka 12.000 ha. undir korn og flytja inn nauð- synlegar vélar. Sandur og sáðskipti. Hið merkilega og ótrúlega hefur skeð, að sandarnir, sem fram á síðustu ár hafa verið hinir mestu ægivaldar og tald- ir til einskis nýtir, gefa full- þroskað korn á skemmri sprettutíma en frjó og myldin móajörð, en eru frekari á köfn- unarefni. Stærstu samfeld tún hér á landi og snemmþroska kornakrai- eru á svörtum sönd- u,m. Sandarnir eru auðunnari en nokkur annar jarðvegur. En menn þurfa svo sem ekki að eínblína á sand, þegar rækt- un nytjajurta er athuguð. Holt og móar, mýrar og valllendis- grundir eru að ýmsu leyti enn betur fallin til kornræktar þeg- ar allt kemur til alls og hugsað er lengra fram í tímann. Það er nefnilega ekki hægt að rækta bygg eða aðrar korntegundir endalaust í sama landi og eðli- legt að land, sem korn hefur verið ræktað í 3—4 ár, sé tekið til grasræktar, fræræktar eða annarra hluta, að þeim tíma liðnum. Jákvætt svar. Fyrsta skilyrðið fyrir korn- rækt er það, að kornið nái þroska, a. m. k. flest sumur. Þá kemur til athugunar, hvort kornræktin borgi sig, og kemur þá margt til athugunar. Fyrra atriðið hafa tilraunastöðvarnar og margir einstaklingar sann- reynt. En bjartsýnir og dug- miklir einstaklingar og félags- samtök hafa nú í sumar gengið fram fyrir skjöldu til að 'fá úr því skorið, hvort þessi ræktun standi undir kostnaði. Opinberar upplýsingar, sem nú liggja fyr- ir, gefa jákvætt svar, þar sem ræktunin er framkvæmd í stór- um stíl og heppilegar vélar, sem ekki henta smáskákum, eru notaðar. (Framhald á bls. 7) SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á Akureyri, sem stofnað var fyrir þremur árum og vann það þrekvirki að vera búið að byggja sér snoturt félagsheim- ili hálfu öðru ári síðar, er nú að byrja vetrarstarfsemina. í félagsheimilinu að Bjargi við Hvannavelli 10 á Akureyri, hafa þegar verið tvö föndur- kvöld. Byrjað var á tágavinnu. Félagsfólkið, sem er 129 að tölu, allt meira og minna fatlað, hef- ur ómetanlega ánægju af því að koma saman og eyða einu kvöldi í viku eða svo við störf, samræður og til þess að blanda geði. í fyrra hafði félagið 12 stjórn- arfundi, 3 félagsfundi, 12 fræðslu- og skemmtikvöld, auk jólafundar og þorrablóts. Og fé lagið hafði kennara um 8 vikna skeið, frú Önnu Tryggvadóttur. Yfir 30 manns sóttu föndur- kvöldin í fyrravetur að meðal- tali. Enn má nefna sumarferð félagsins og bazai'inn í vor. Vonir standa til, að sambandi Sjálfsbjargarfélaga veitist nokk ur aðstoð frá hinu opinbera, samkvæmt frumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi. Er þá von til að smám saman rætist út efnahag hinna einstöku félaga. Félaginu hefur verið kosin ný stjórn. Fyrrverandi formaður baðst undan endurkosningu. — Núverandi stjórn skipa: Karl Friðriksson formaður, Sigvaldi Sigurðsson ritari, Hermann Lar sen gjaldkeri og meðstjórnend- ur Ragnheiður Hjaltadóttir og Líney Helgadóttir. Búið er að húða félagsheimil ið utan og mála það. En fyrir- huguð viðbótarbygging var ekki gerð í sumar vegna fjárskorts. Bjarg er að grunnfleti 195 fer- metrar. Félagið Sjálfsbjörg á ó- skipta samúð og vinarhug bæj- arbúa. Séra Sigurður Haukur Guðjóns son flytur aðalræðú bintíindls- dagsins á morgun. (Sjá bls. 4.) I ÍXi O Þrír forystusauður Ófcigsstöðum 26. okt. Hér er ausandi rigning og jörð er orðin svo blaut eftir haustrigning- arnar, að tæpast er fært með dráttarvél á túnum. í Ljósavatnshreppi er unnið með jarðýtu og tætara og verð- ur það gert á meðan tíð leyfir. Þrír forystusauðir, vetur- gamlir, einn á Finnastaðadal og tveir á Gönguskarði, hafa ekki náðst ennþá. Þeir hafa sloppið úr höndum gangnamanna í þrem göngum og eftirleit og hafa margir spreytt sig við þá án árangurs. Til dæmis ætluðu tveir menn að ríða sauðinn á Finnastaðadal uppi, en það tókst ekki, þrátt fyrir eltinga- leik lengi dags. Hér eru engar trúlofanir, en nokkrar taldar í undirbúningi. Jörð er auð og þíð. Kýr voru síðast úti fram yfir veturnætur, en gefið grænfóður o. fl. með beitinni. □ Fá lömb sett á Fnjóskadal 26. okt. Heyfengur bænda varð mun minni og verri en undanfarið, einkum hjá þeim er kól hjá og einnig hjá þeim, sem ekki hafa súgþurrk- un. í haust eru sett á nær helm ingi færri lömb en í fyrra. Slát- urlömbin flokkuðust verr en nokkurntíma áður og voru frem ur létt. Talsvert hefur verið unnið að vegagerð t. d. hjá Hallgilsstöð- um og hjá Fjósatungu. Ennfrem ur hefur verið unnið nokkuð í sýsluveginum í Illugastaðaklifi og hjá Draflastöðum. í eftirleit fannst allmargt fé á Austurdölum og Flateyjar- dalsheiði. Jörð hefur naumast frösið enn og er nú alþýð. □ Nóg atyinna Ólafsfirði, 26. okt. Afli er sæmi- legur þegar á sjó gefur en ó- gæftir hamla róðrum og í dag er enginn á sjó, enda leiðinda- veður. Nóg atvinna er ennþá og bygg ist hún bæði á sjósókn og físk- vinnu í landi, ennfremur er nokkur virma við síldina, sem hér er ennþá. Um helgina tók Katla síld til Rússlands og ann- að skip tók nokkuð af síld. Hér er líka mikið unnið við bygging ar. Lágheiði lokaðist aldrei og er vel fær öllum bifreiðum. □ y- Gæftir eru stirðar Húsavík, 28. okt. Lítið er búið að skjóta af rjúpum, ennþá er ekkex-t framboð á þeim. Gæftir eru stii'ðar, þó reyna dekkbátar að róa en afli er fremur lítill. Hallbjög Bjarnadóttir hafði hér tvær skemmtanir í gær. Karlakór Akureyrar mun ætla að koma hingað um helgina og halda söngskemmtun. Eins og siður er búa hin ýmsu menningarfélög sig rrndir það að halda skemmtisamkomur. Kvenfélag Slysavarnadeildar kvenna og félag starfsfólks sjúki'ahússins æfa litla sjónleiki m. a. íþróttafélagið Völsungar er byi'jað að æfa íþróttir innan húss, svo sem handknattleik karla og kvenna, badminton og frjálsar íþi'óttir. □ Fátt um rjúpur Kópaskcri, 26. okt. Slátrun er í-étt lokið. Lógað var 26521 kind. Meðalvigt dilka var 14.75 kg og er það eins og í fyri'a. Aukning sláturfjártölu frá fyrra ári var 10—11%. Hér á flóanum er mikið af smásíld. Húsavíkui'bátar róa hingað austur. Rjúpur sáust nálega ekki í fyrra og fátt er af þeim nú, en þó ofuilítið í Kelduhverfi. Sá maður, sem mesta veiði hefur fengið og stundar veiðai'nar tölu vert, er búinn að fá 150 rjúpur. Sagt er að verð á þeim sé hátt, en ekki eru þær boðnar í verzl anir. □ Dilkar mjög rýrir Sauðárkróki, 25. okt. 1981. Slátr un sauðfjár lauk um miðjan október á Sauðárkróki. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga var slátrað alls um 36.860 fjár, og reyndist meðalþungi dilka 13,406 kg. Er það rúmlega V2 kg minni meðalþungi en sl. ár og minni meðalþungi en verið hef ur a. m. k. mörg ár aftur í tím ann. Hugleiða menn nú hvaða ástæður liggi til þessarar rýrðar dilkanna. Þyngsti dilkskrokkur inn vó 26 kg og átti Páll bóndi Olafsson, Starrastöðum þann væna dilk. Hjá Verzlunai-félagi Skagfii'ð inga var slátrað 9.900 fjár og var meðalþungi þar 13.37 kg. Á þessu hausti hefur því verið slátrað á Sauðárkróki um 46.760 fjár. Hrossaslátrun stendur nú yf- ir og er búizt við að hún verði með meii-a móti. Þann 11. þ. m. lézt hér á sjúkrahúsinu Þorvaldur Guð- mundsson kennari og frv. hi'epp stjóri, Sauðárkróki, tæplega 78 ára að aldri. Þoi-valdur Guð- mundsson var vinsæll kennari og mikils virtur af öllum, er honum kynntust. Jarðarförin fór fram laugardaginn 21. þ. m. Mikið fjölmenni fylgdi þessum aldna heiðursmanni til grafai'. Séra Þórir Stephensen jarðsöng. Þann 23. þ. m. varð Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi bi'áðkvaddur að heimili sínu, tæplega 76 ára að aldri. Ólafur á Hellulandi var þjóðkunnur maður fyrir margháttuð störf og hugsjónamál. G. I.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.