Dagur - 22.11.1961, Page 5

Dagur - 22.11.1961, Page 5
4 5 ............................A Baguk STÆRSTA FÓRNIN NÝLEGA lét ungur maður líí sitt, svo að segja imdir húsvegg félagsheimilis í ná- grenni Akureyrar, vegna ölvunar. Þessi bitri sannleikur verður ekki dulinn og ábyrgir menn verða að horfast í augu við hann. Piltur þessi var 16 ára, greindur, myndarlegur og hið mesta mannsefni. Hann er síðasta stóra fórnin, sem færð hefur. verið á altari drykkjutízkunnar. En það mun nánast tilviljun hver fyrstur týndi lífi sínu við núverandi aðstæður skeimntanahaldsins hér um slóðir, svo oft hefur hurð skollið nærri hælum í því efni. Þið, norðlenzku foreldrar, hugleið- ið að það var tilviljun ein að það var þessi piltur, en ekki þitt bam eða mitt, sem flutt var á líkbörum af skcmmtistað. Þið ættuð líka að huglciða, að hin myndarlegu, bráðþroska og góðu börn, mcð guðsncistann í sál sinni, góða upp- eldið í heimahúsum og skóluin, er skríll- inn á dansleikjum félagsheimilanna og annarra skemmtistaða, scm af cru sagðar hrollvekjandi sögur, lognar og sannar. Skemmtanalífið er í miklum öldudal um þessar mundir. Allir kannast við dans leikina í Vaglaskógi, Laugarvatni, Hall- ormsstað og víðar um verzlunarmanna- helgina í siunar og enginn hefur getað af- sakað þær. Á öðrum stöðuin þrífst smækkuð mynd af ósómanum, svo sem í félagsheimilunum. Þangað sækja börn og unglingar um hverja helgi. Þessir staðir hafa mjög sterk uppeldisleg áhrif á börn og unglinga, því að flestir samkomugest- anna á þeim dansleikjum eru innan við tvítugt, allt niður í fermingaraldur og þriðji hver maður undir áhrifum áfengis, stundum fleiri, að því er sagt er, bæði drengir og telpur. Vínið flóir úti og inni, leynivínsala er í algleymingi. Ungling- amir kasta frá sér öllum hömlum, dansiim verður að grófum ástaratlotum. Góðu bömin, sem flest eru úr þéttbýl- inu, umbreytast í skepnur við notkun víns og eiturlyfja á meðan sjálfumglaðir foreldrar sofa værum svefni og í góðri trú á hegðun barna sinna. Félagsheimilin áttu að verða andlegar aflstöðvar sveitanna í félags- og menn- ingarmálum . Þeim hefur að nokkru mis- tekizt, þrátt fyrir góðan vilja. En það er auðveldara að gefa Iýsingu á því, sem miður fer en að gefa leiðbeiningar, en hið fyrra er nauðsynlegt til að knýja fram aðgerðir. f lögum er bannað að selja áfengi eða gefa ungmenni innan 21 árs. Ekki má hafa vín um hönd á skemmtistöðum, nema vínveitingaleyfi sé fyrir hendi. Op- inberar samkomur má ekki halda í hér- aðinu nema að fengnu leyfi sýsliunanns. Leyfið er bundið því skilyrði hverju sinni, að samkomuhúsi sé lokað kl. 11,30 og að unglingum innan 16 ára aldurs sé ekki hleypt inn. Sjálf setja félagsheimilin sér svo reglur um önnur atriði. Nú getur hver sem vill hugleitt, hvemig þessar reglur eru haldnar. En víst er það, að mælirinn er fullur og ekki verður hjá því komizt að gera tilraun til að hefja skemmtanalífið upp úr eymdinni. Sýslu- maður þarf að kalla saman hreppstjóra, stjómir félagsheimila, fomienn félaga, lögreglu, bamavemdarnefndir, skóla- stjóra, kennara og presta til skrafs og ráðagerðar um gjörbreytt skemmtana- hald. Setja verður strangar reglur er miði að því að endurheimta skemmtanir, án ölæðis og skrílmennsku, með aðstoð allra góðra manna. Heiðarlegir og ábyrg- ir borgarar eiga nú mn tvennt að velja: Hefja björgunarstarf eða horfa upp á æskuna velkjast í brimgarði drykkju- tízku og siðleysis og sjá hana týnast þar. Við megum ekki fórna meiru en þegar er orðið. V___________________________y <11111111 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIMIIIIIIIIMIIIII lllllllllll llllllllimill IIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIII llllllllllll III llllll IIIIIIIIIIIMIIIIII Efnaliagsbandalag Evrópu - í MARZ-MÁNUÐI 1957 gerðu ríkisstjórnir Þýzkalands, Frakk lands, ítalíu, Hollands, Belgíu og Lúxemborgar með sér samn- ing, sem kenndur hefur verið við þann stað, þar sem hann var undirritaður, og nefndur Róm- arsáttmálinn. Með sáttmála þessum var stofnað Efnahags- bandalag Evrópu, sem nú er útlit fyrir, að flest eða öll ríki Vestur-Evrópu gerist aðilar að eða bindist allnánum tengslum. Markmið. Markmiði bandalagsins er þannig lýst í 2. grein sáttmál- ans: „Með því að setja á stofn sam eiginlegan markað og með því að samræma smám saman stefnu aðildarríkjanna í efna- hagsmálum, skal það vera mark mið bandalagsins, að skapa jafna framþróun efnahagslífsins í bandalaginu I heild. Samfelld- an og jafnvægan hagvöxt, auk- inn stöðugleika, áframhaldandi bætt lífskjör og nánari sambúð þjóðanna.“ Leiðir. Hvernig markmiðum þessum skuli náð er þannig lýst í 3. grein sáttmálans: „Með það fyrir augum, sem getið hefur verið í næstu grein hér á undan, skulu verkefni bandalagsins ná til eftirtalinna atriða með þeim skilyrðum og tímaákvæðum, sem gert er ráð fyrir í samningnum: a) Afnám tolla og viðskipta- hafta á innflutningi og útflutn- ingi milli aðildai'ríkjanna svo og annarra ráðstafana, sem svipuð áhrif hafa. b) Setning sameiginlegi-a tolla og sameiginlegrar viðskipta- stefnu gagnvart öðrum löndum. c) Afnám tálmana á frjálsum hreyfingum vinnuafls, þjónustu og fjármagns milli aðildarríkj- anna. d) Sameiginlegrar stefnu í landbúnaðarmálum. e) Setning sameiginlegrar stéfnu í samgöngumálum. f) Stofnun kerfis til að tryggja frjálsa samkeppni í löndum bandalagsins. g) Ráðstafanir, sem geri kleift að samræma stefnu aðild- arríkjanna í efnahagsmálum og jafna truflanir á greiðslujöfn- uði þeirra. h) Samræming á löggjöf þeirra í innanlandsmálum að svo miklu leyti, sem það er nauðsynlegt fyrir starfsemi sameiginlega markaðarins. i) Stofnun félagsmálasjóðs Evrópu í því augnamiði að bæta atvinnumöguleika og lífs- kjör vinnandi fólks. j) Stofnun fjárfestingarbanka Evrópu í því augnamiði að hraða efnahagsþróun í banda- laginu með því að nýta nýjar auðlindir. k) Að tengja önnur lönd og landsvæði við bandalagið til þess að'auka viðskipti við þau og vinna með þeim að efnahags- legum og félagslegum framför- um hjá þeim.“ Reglu sáttmálans. Skal nú lýst ákvæðum sátt- málans um þessi efni. Á aðlögunartímabili, sem upprunalega var ákveðið 12—15 ár skal fella niður alla tolla og viðskiptahöft milli ríkjanna. Ýtarleg ákvæði eru um það, •MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMI I HELGI BERGS verkfræðing- 1 ur er meðal þeirra, er mest | hafa kynnt sér Markaðsbanda í lag Evrópu með hliðsjón af I þátttöku íslands í því. Hann 1 hefur góðfúslega orðið við | þeirri ósk Dags að rita um 1 þetta stórmál, sem bráðlega 1 hlýtur að krefjast ákvarðana | af íslands hálfu. Kann blaðið i honum beztu þakkir fyrir og | væntir þess að grein sú er hér i fylgir og síðari hluti hennar, i sem birtist á laugardaginn, i vcrði lesnar með athygli. — | Ritstj. riiaillllMIMIMIIMtlltlllllMIIIMIIIIMMIIIIMIIMIIIIIMMMIIIII hvað hratt og með hvaða hætti þetta skuli ske og verður það ekki rakið hér, en þess má geta, að ákveðið hefur verið að flýta þessum ráðstöfunum frá því, sem upphaflega var ákveðið, og má gera ráð fyrir að þessari að- lögun ljúki ekki síðar en á ár- inu 1969. Samtímis skulu löndin koma á hjá sér sameiginlegum tolli gagnvart löndum utan bandalagsins. Þessir tollar eru nefndir ytri tollar og nema þeir á helztu útflutningsvörum okk- ar íslendinga 18—20%. Til tekjuöflunar í stað brottfallinna tolla er heimilt að setja skatt á innflutning, enda sé þá sami skattur lagður á sams konar framleiðslu í landinu sjálfu. Reglan er, að ekki má vernda innlenda framleiðslu með þess- um sköttum og að bandalags- ríkin skulu hafa þá vernd, sem svarar til ytri tollsins. Sáttmál- inn hefur að geymamjögýtarleg ákvæði um framkvæmd þeirra atriða, sem lúta að fríverzlun- inni, en önnur þau ákvæði, sem hér verður nú lýst á eftir, eru hins vegar eins konar stefnu yfirlýsingar. Það er lýst mark- miðum, sem stefnt skal að, en stofnunum bandalagsins er fal- ið að ákveða með hvaða hætti framkvæmd þeirra skuli vera. Slíkar ákvarðanir hafa í flestum tilfellum enn ekki verið teknar, og af þeirri ástæðu eru þær skuldbindingar, sem löndin tak ast á hendur í ýmsum tilfellum óljósar. En þau markmið, sem stefnt er að eru hins vegar mjög greinileg. Landbúnaðarmál. Það er þá fyrst að geta þess, að setja skal löndunum sameig- inlega stefnu í landbúnaðarmál- um. Markmið bandalagsins í þessum efnum eru skilgreind í mjög almennum orðum, á þá lund, að stefnt sé að því að bæta lífskjör þeirra, sem vinna að landbúnaðarframleiðslu og tryggja neytendum sanngjarnt verð framleiðslunnar. Þessum markmiðum hyggst bandalagið fyrst og fremst ná með mjög ýt- arlegri skipulagningu markaðs- og sölumála. Skal meðal annars komið á fót tryggingarsjóði, sem skal hafa það hlutverk að kaupa landbúnaðarafurðir til geymslu til þess að koma í veg fyrir verðfall. IIIIIMIIMIIIIMIIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIMIIIIIIIIIII||> IIIIIIIIMIIIMIMIIIMIIIMMK*..... Sjávarafnrðir. Til landbúnaðarafurða eru taldar afurðir sjávar, en hins vegar er þeirra hvergi getið sérstaklega í sambandi við fraih kvæmd þessarar stefnu. Hvort gripið verður til einhverra hlið- stæðra aðgerða fyrir þær er enn alveg óljóst, og veltur sjálfsagt á því, hvaða lönd verða innan bandalagsins þegar til kemur, en hjá sex-veldunum sjálfum er sjávarútvegur tiltölulega veigalítill atvinnuvegur. FYRRI GREIN Vinnumarkaður. Þá gerir Rómarsáttmálinn ráð fyrir frjálsum vinnumarkaði innan bandalagsríkjanna. Með því er átt við það, að þegnar að- ildarríkjanna skuli hafa rétt til þess að leita sér atvinnu hvar sem er í aðildarríkjunum. Svo virðist sem gert sé ráð fyrir að menn njóti sömu kjara og sömu almannatryggingarréttinda og þegnar þess lands sem þeir dvelja í. Atvinnuréttindi. Þá eru ákvæði um réttindi atvinnureksturs, sem fela í sér að allar takmarkanir, sem eru á frelsi borgara annarra aðildar- ríkja umfram borgara aðildar- ríkis sjálfs, skulu afnumdar á aðlögunartímibilinu. Tillögur um á hvern hátt þetta skuli framkvæmt liggja íyrir, en eru ekki endanlega samþykktar. í þeim er það athyglisverðast frá sjónarmiði okkar íslendinga, að þær gera ráð fyrir að jafnrétti til fiskveiða í landhelgi skuli komið á árið 1969. 52 Fjármagnið. Þá er gert ráð fyrir frjálsum fjórmagnshreyfingum milli land anna og skal afnema höft á greiðslum vegna viðskipta og þjónustu, beinna fjárfestinga, persónulegra yfirfærslna, trygg inga o. s. frv. Tímabundnar tak- markanir á þessu eru þó leyfð- ar, ef þetta leiðir til stórfelldra Rómarsáttmálinn vandræða fyrir eitthvert banda- lagsríki. Samkeppnisreglur. í sáttmálanum er ýtarlega fjallað um samkeppnisreglur. Þær snúast um það, hvernig komið skuli í veg fyrir ýmsa ó- heppilega viðskiptahætti, svo sem hringamyndanir, „dum- ping“ og þvílíkt, og skal það ekki rakið hér frekai’. Ennfrem ur er þar að finna ákvæði um opinberan stuðning við einstak- ar atvinnugreinar og landshluta og gildir þar sú regla, að slíkir styrkir skuli ekki leyfðir, þar sem þeir rugli samkeppnisað- stöðuna, en eigi að síður eru leyfðar ýmsar tegundir slíkra styrkja, sem beinast að því að byggja upp vanþróuð lands- svæði eða koma á fót sérstökum atviinnuvegum. Þess er þó nauð synlegt að geta, að endanlegt úr skurðarvald um hvað sé leyfi- legt í þessum efnum sem öðrum er í höndum stofnana banda- lagsins. Almannatryggingar, vinnulöggjöf o. fl. Ymis ákvæði eru í sáttmálen- um, sem leggja aðildarríkjunum þær skyldur á herðar, að sam- ræma löggjöf sína á ýmsum svið um, sem áhrif hafa á samkeppn isaðstöðuna. Nær þetta m. a. til löggjafar á sviði félagsmála, þar á méðal almannatrygginga og vinnulöggjafar' og f jölmargra annai-ra atriða. • í þessu sam- bandi má geta þess, að stofnað- ur er félagsmálasjóður Evi’ópu og er hlutverk hans að eflá at- • vinnu innan bandalagsins og •örva hreyfanleik milli atvinnu- greina og svæða og stuðla að uppbygginigu nýrra greina í stað þeirra er verða hart úti af frí- verzluninni. Valdaafsal. Þá eru ákvæði um það, að aðildarríkin skuli fylgja sam- eiginlegri stefnu á sviði efna- hagsmála og viðskiptamála. Megin áherzla er lögð á að tryggja jafnvægi í greiðslum við útlönd. Gengisskráning land anna er álitin sameiginlegt hags munamál, sem stofnanir banda- lagsins skipta sér af. Á sviði við skiptamála skal stefnan einnig samræmd og skulu löndin gera viðskiptasamninga við önnur ríki í samráði við bandalagið og að aðlögunartímibilinu loknu gerir það alla viðskiptasamn- inga við aðildarríkin. Á þessu sviði er því um mjög verulegt valdaafsal að ræða, en á hinn bóginn takast löndin á hendur þær skyldur að koma til hjálpar þeim aðildarríkjum, sem lenda í erfiðleikum í viðskipta- og efnahagsmálum. Fjárfestingarbanld. Með Evrópusáttmálanum er stofnaður fjárfestingarbanki Ev rópu í þeim tilgangi, að veita lán og ábyrgðir til þess að standa straum af kostnaði við framkvæmdir til uppbyggingar landssvæða og atvinnugreina, þegar ekki er nægilegt fjár- magn til í aðildarríkinu sjálfu. Stofnfé bankans er eitt þúsund milljón dollarar, en auk þess fær bankinn starfsfé á almenn- um lánamarkaði. Aukaaðild. í Rómarsáttmálanum eru á- kvæði um það, að bandalagið geti gert samninga um tengsl ríkja, ríkjabandalaga og alþjóða stofnana við bandalagið. Hefur þetta verið nefnd aukaaðild. Þannig er gert ráð fyrir því, að lönd, sem ekki treysta sér til að takast á herðar allar skuldbind ingar Rómarsáttmálans geti á ýmsum sviðum notið góðs af bandalaginu engu að síður. Fjórar stofnanir. Hér hefur víða verið rætt um stofnanir bandalagsins. Þær eru fjórar auk ýmissa nefnda, sem aðallega eru ráðgefandi og verða ekki raktar hér. Þessar fjórar stofnanir eru þingið, framkvæmdastjórnin, ráðið og dómstóllinn. Þingið er skipað 142 fulltrúum, kosnum af þjóð- þingum aðildarríkjanna á þann hátt, að Þýzkaland, Frakkland og ítalía kjósa 36 fulltrúa hvert, Belgía og Holland 14 hvort og Luxemburg 6. Síðar er gert ráð fyrir að þingmennirnir verði þrefalt fleiri og þá kosnir bein- um kosningum í löndunum. Þingið hefur ekki löggjafarvald, en ber að hafa, eftirlit með starfi framkvæmdastjómarinnar og eina valdið, sem er í þess hönd- um, er að það getur knúið fram kvæmdastjórnina til að segja af sér með því að samþykkja á hana vantraust með 2/3 atkv. Framkvæmdastjórnin hefur mjög víðtæk völd um fram- kvæmd þeirrar stefnu, sem mót uð hefur verið, en hún hefur einnig talsverð völd um mótun stefnunnar, sém annars er í höndum ráðsins. Framkvæmdastjórnin er skip uð 9 mönnum. Þeir taka ákvarð anir sínar með einföldum meiri lrluta. Ráðið hefur hin raunverulegu völd um mótun stefnunnar, að svo miklu leyti sem hún er ekki þegar mótuð í Rómarsáttmálan- um, með þeim takmörkunum þó, að það er ýmsum tilfellum bundið af tillögum fram- kvæmdastjórnarinnar og má eins vel gera ráð fyrir að hin raunverulegu völd færist meir og meir í hendur hennar. í ráðinu situr einn fuljtrúi frá hverri ríkisstjórn aðildarríkj- anna, en ekki vega atkvæði þeirra allra jafnþungt. Frakk- inn, ítalinn og Þjóðverjinn hafa 4 atkvæði hver, Belginn og Hollendingurinn tvö hvor og Luxemborgarinn eitt atkvæði. Sá meiri hluti, sem krafizt er, er yfirleitt 12 af þessum 17 at- kvæðum. Ráðið og framkvæmdastjórn- in geta gefið út fyrirmæli og ákvarðanir, sem hafa gildi sem lög í einu eða fleiru eða í öllum aðildarríkjunum, eftir því hvert fyrirmælunum er beint. Einnig geta þessar stofnanir gefið út tilmæli eða ráðleggingar. Slíkt er bindandi. En sé þeim ekki (Framhald á bls. 7) SYARI SVARAÐ Enn athugasemdir við skrif ritstj. Alþm. DAGFARSPRÚTT ljúfmenni, ritstj., Bragi Sigurjónsson, linnir eigi enn áfellisdómum sínum um kennarastéttina og launamál kennara, þó að hann stíli síðustu grein sína til mín. í upphafi langloku þeirrar, er birtist í Alþm. hinn 14. nóv. s.l., kvartar hann undan einhverjum persónu leguni hnýíilyrðum, sem ég á að hafa látið falla um hann í greinar korni mínu í Degi 8. növ. Ég játa, að ég veit ekki við hvað maðurinn á. Ég sagði ekki annað um persónu ritstjórans en að hann væri ritstjóri (sem ég tel á- byrgðarstarf og hverjum manni til vegsauka, meðan það er vel og drengilega rækt), fræðsluráðs- maður (varla er það niðrandi) og fyrrverandi starfsbróðir okkar, kennaranna við G.A. Enn held ég í þá von, að skoðanir Braga á samkennurum mínuin og skóla stjóra (sleppum mér í því sam- bandi) scu ekki með þeim liætti, að hann telji sér vansæmd að því að hafa starlað við stofnunina. Mér Jiætti vænt um, að Bragi vildi benda mér á, hvaða „hnýfil yrði“ hann á við, og skal ég }>á glaður biðjast afsökunar á Jjeim. Hitt verður Br. S. að J>ola, að einhver verði til J>ess að leið- rétta greinilegar missagnir hans uni hag og kjör heillar stéttar og reyni að hnekkja þeim þungu á- sökunum, að stéttin sé tekin að vorum, að ósanngjarnt sé að bera laun }>ar og hér saman, segist að =yísu ekki hafa handbærar tölur, hcldur „samróma upplýsingar" nokkurra sigldra íslcndinga. Leyf ist mér að benda á, að á árinu 1959 voru árslaun danskra verka manna 23.562.21 ísl. kr. hærri en íslenzkra (miðað við 8 stunda vinnudag), en árslaun danskra barnakennara 31.777.25 ísl. kr. hærri en íslenzkra (hlutlall milli gagnfr.sk.kennara svipað). Síðan hafa orðið tvær gengislækkanir ísl. krónu. í sama tbl. Alþm. og langa greinin er, birtist ályktun kjördæmisráðs Alþfl. í Norðaust- urþingi^ en Br. S. er formaður þess ráðs. Þar segir, að knýjandi nauðsyn sé að bæta hið fyrsta kaup og kjör daglaunamanna, verkamanna og iðnverkamanna, sem blaðið kallar í fyrirsögn „hina lægstlaunuðustu" (svo). Ef hlutíall launa þessa fólks við laun dansks verkafólks er óhagstætt (og J>að skal ekki dregið í efa), hvað mega J>á kennarar segja? — Ann- ars sakar ekki að geta J>ess, þótt J>að skipti svo sem engu máli, að það er rangt munað hjá Br. S., að hann liafi í grein sinni 17. okt. skammað kennara lyrir að láta þessa „röksemd“ undir höfuð leggjast, J>að voru verklræðingar og læknar, sem fengu þá ádrej>u. l>að vill ruglast, liver á hvað, þeg ar í marga þarf að sletta. Enn er kennurum borið á brýn, að }>eir skjóti }>ví undan, að ]>eir íái lengra suntarfrí en aðrir, kennslustundir séu yfirleitt 45 mínútur, J>eir lai að halda kaupi sínu í veikindum eins og aðrir opinberir starfsmenn p. m. II., sem ég hélt satt að segja, að væri á vitorði allra þeirra, er láta sig skij>ta mál þessi. Mig langar að vísa til fundarályktunar Kennara félags G. A. frá 6. sej>t. sl., en þar er einmitt rætt um sumarfrí keim ara. Hitt varaðist enginn félags- maniia, að [>að yrði lagt út sem villandi þögn, J>ótt ekki væri sér- staklega raitt um lengd kennslu- stunda, mánaðarlrí og veikinda- forföll, — jafnvel af mönnum, sem skólahaldi eru nákunnugir. Ég ]>ori ekki annað en taka það íram hér, áður en það er um sein an, að fastakennarar fá óskert mánaðarkauj), J>ótt }>eir annist ekki ganga- eða útivistarvörzlu hver um sig nema í sumum kennsluhléum, en að jafnaði eru 10 inín. hlé núlli kennslustunda lil J>ess að nemendur geti dregið að sér hreint loft og rétt úr skönkunum, kennarar komizt úr einni stofu í aðra og athafnað sig fyrir næstu kennslustund. Til J>ess að róa Br. S. skal }>að uj>j>lýst, að fyrir }>essi hlé íá stundakenn- arar enga greiðsíu. — Þegar ég las þessar, refjar ritstj. Alþm., datt mér í liug vegaverkstjóri nokkur frá lyrri tíð, sem oft sagði við menn sína, ef hann sá ]>á rétta úr hryggnum: „Þið fáið kaup fyrir hverja mínútu, og þá ▼erðið þið að vinna hverja niín- útu.“ Það er óneitanlega kímilegt að sjá verkalýðslciðtoga leika }>etta hlutverk. Br. S. veifar Skattskrá Akureyr- ar ósjtart í grein sinni hinni löngu. Misskildi ég Benedikt Gröndal í útvarpsumræðum fyrir skömmu, er haun sagði, að tekju- skattslögunum hefði verið breytt í lyrra m. a. af þeirri ástæðu, að beinir skattar kæmu óréttlátlega hart niður á lastlaunamöniium, sem teldu ylirleitt manna skilvís- legast og þegiisamlegast frain til skatts? Þessu næst verð ég að gera dá- litla játningu, jafnframt því sem ég J>akka Br. S. fyrir að hafa vak ið athygli á sannleikaríum. 1 fttnd arályktuninni trá 6. sej>t. er [>að ofmælt, að dskilið sé, að fram- haldsskólakennarar hafi lokið liá sk(>laj>rófi. Er hér með beðið af- sökunar á Jjeirri ónákvæmni. I 37. gr. laga nr. 48, 7. maí 1946 eru talin uj>j> nokkur skilyrði J>ess að verða skij>aður kennari við skóla gagnl'ræðastigsins. Þar segir m. a.: ,,b) að hafa stundað eins til tveggja ára nám hið minnsta við liáskóla í þeirri fræðigrein, sem ætlazt er til, að verði aðalkennslu grein hlutaðeiganda, enda sýni liann skilríki lvrir árangri af há- skólanáminu.“ Undanþegnir }>ess um skilyrðum eru J>eir, sem voru i starfi, }>egar lögin tóku gildi, svo og kennarar í verklegum greinum og íþróttum. Hitt er rétt, að menn með háskólajtrófi liafa nteiri rétt en aðrir, og J>á skilst mér, að liin ir síðarnefndu hafi ekki fullati rétt miðað við liina fyrrnefndu. (Framhald á bls. 2) r A öræfum skaða samfélag sitt og spilla mál- stað sínum með fölsunum og vís- vitandi blekkingum. í því sam- bandi sagði ég ekkert, sem ég tel ekki fyllilega sannleikanunf sam- kvæmt. Nú hefir Br. S. enn á ný, Jirátt fyrir leiðréttingar mínar, eiulurtekið sumar firrur sínar og bætt nýjum við, þótt hann játi vilhi sína í sumum atriðum, fneð tregðu J>ó. Virðist J>ví enn nauð- synlegt að fara lauslega yfir skrif hans hið síðasta, sannleikans og málstaðarins vegna, }>ó að starf- andi kennari liali margt þarfara að sýsla um hávetur en að niuíirt höggvast um blákaldar staðreynd- ir við mann, sem virðist ekki vilja vita hið rétta, þótt hánn viti }>að manna bezt. Snemma í grein sinni reynir Br. S. að stimpla mig tilvitnana- falsara og birtir feitletraða ]>á málsgrein úr grein sinni frá 17. okt., sem mér og flestum kennur- um öðrum [>ótti örðugast undir að búa. Hún er svoliljóðandi: „Kennarar eiga að dórni J>essa blaðs rétt á lagfæringum á launakjörum, cn J>eir eiga að gæta }>ess að setja ckki kröfur sínar }>annig fram, að J>eir skaði samfélagið og spilli fyrir eigin málstað með hæpnum staðhæfingum." Síðan bætir Br. S. við: „Það er nokkur munur á, að fullyrða, að einhverjir J>urfi að jjarast eilt- livað eða þeir hafi gert eitthvað." Nú vil ég sj>yrja Bragai Er ]>örl á að vara menn við að vinna óhæfuverk, nema }>eir annað tveggja hafi gerzt sekir uni ]>að áður eða rökstudd ástæða sé til að ætla, að }>cir hafi J>að í hyggju? Samkvæmt orðskýringu Br. S. er hér, að mínum dómi, tvímælalaust um „aðdróttun" að ræða af hans hállu, enda eru greinar hans rit- aðar, að því er virðist, í því skyni að. sýna lram á, að kennarar rcisi launakröfur sínar á „skorti á full um vöndugleik." Hins vegar hef- ir vafizt íyrir honum að færa rök að því, livernig kennarar hati skaðað — eða hyggjast skaða — samfélagið. Næst færist Br. S. ]>að í fang að lialda því fram, að opinber gjöld og verðlag almennt sé svo miklu hagstæðara launafólki liér á landi en í nágrannalöndum Höf. Hallgrímur Jónsson. — Út- gefandi Leiftur, Reykjavík. Á meðal þeirra manna, sem korna fram í Ríkisútvarpið til erindaflutnings, og þakkir hljóta fyrir, erHallgrímur Jónas son kennari í Reykjavík. Veld- ur því bæði orð og efni. Hann talar og ritar ágæta íslenzku, svo að vart verður á betra kos- ið, enda er hann þar í sinni fræðigrein. Hann mun um ára- tugi hafa verið móðurmáls- kennari við Kennaraskólann í Reykjavík, og er enn. Og um- ræðuefni sínu gerir hann svo glögg skil, að það liggur jafnan ljóst fyrir þeim er á hlýða. Hann hefur á valdi sínu þann sprota, er opnar mönnum sýn yfir það svið er hann fer um og greinir frá, hvort heldur er um fjarlægar sveitir, ókunnar öræfaslóðir eða annað sem hann túlkar. Hallgrímur er ferðamaður í fremstu röð, ekki um fjarlæg lönd né álfur, þótt engan veginn sé hann ókunnugur „frænd- löndum“ vorum, og sannar það bezt bók ein er hann ritaði fyrir 15 árum, heldur landið okkar, ísland. Fá munu vera þau byggðarlög, sem hann hefur ekki farið um, né kynnzt af eig- in raun, og hálendið þekkir hann flestum öðrum betur. Hann hefur um langt árabil verið einn af kunnustu og far- sælustu fararstjórum hjá Ferða félagi íslands í Reykjavík, og farið um landið þvert og endi- langt með ferðamannahópa, og einnig stundum með nemendur sína. — Um þetta hafa frásagnir hans aðallega f jallað, én það er mörgu fólkið hugleikið efni. Nú hefur Hallgrímur gefið flest þessara erinda út í bókar- formi, að vísu nokkuð breytt sum, og fyllri en þau voru flutt, og einnig nokkrar greinar aðrar, sem ég minnist ekki að háfá heyrt né séð fyrr, alls seytján þætti, nokkuð mislanga, en næsta líka að kostum, og alla girnilega til lesturs. í bókarlok, og reyndar hér og þar inni í þáttunúm, eru og nokkur ljóð eftir höfundinn, en hann má hiklaust telja einn af snjöllustu vísnahöfundum þjóðarinnar sem nú eru uppi, og munu út- varpshlustendur kannast við það, og þá ekki síður þeir, sem lesið hafa „Ferhendur á ferða- lagi“, ljóðakver sem hann gaf út fyrir nokkrum árum. Og nú, eftir útkomu Jjessarar bókar, þarf enginn að efast um að Hallgrímur er skáld, bæði á bundið og óbundið mál. — Bók Jjessi er nær 300 bls., að með- töldum myndasíðum, en 40 myndir prýða hana. Frágangur allur virðist vandaður. Það er ekki að ófyrirsynju að bók þessi ber heitið Á öræfuni, því að uppi þar gerist margt af því sem þarna er frá sagt, þótt víðar sé komið við, jafnvel suð- ur í Kákasus, en um för höf- undar þangað er einn þátturinn. Hallgrímur hefur verið heillað- ur af ísl. öræfum allt frá því að hann sem ungur drengur stóð á brún hins 1000 mtr. háa fjalls er rís að baki bernskuheimilis hans, Fremrikota í Norðurárdal, og horfði þaðan suður yfir heið- ar, — til þessa dags. En nú kynni einhver að spyrja: Er hér ekki um þreyt- andi endurtekningar að ræða, þar eð efnið sem segir frá er svo sviplíkt? Nei, svo er ekki. Þetta eru sem sé ekki fyrst og fremst leiðarlýsingar og ör- nefnaupptalning, þó að segja megi að það marki stefnuna hverju sinni. Og vissulega er bókin góð landkynning að þessu leyti. En inn í þetta er fléttað fjölmörgu öðru, eftir J>ví sem atvik og framvinda ferð- anna gáfu tilefni til, svo og ýmsu öðru sem hvarflar að hug anum, sumt um langa vegu sótt, inn á svið sagna og alda, og nýtur höfundurinn sín ef til vill hvergi betur en þegar inn á þær brautir er komið. Efnið er ekki alltaf stórbrotið, en verður ur í höndum hans að skemmti- legum kapítula og athyglisverð- um. Hann býr býr yfir léttri kímni og bregður henni oft fyr- ir. En hann á einnig til alvöru. Hálfhrunið og yfirgefið eyðibýli sem fram hjá er farið, minnir á limlest gamalmenni. Og af }>ví verður löng tregablandin saga, þar sem lífsbarátta og örlög lát- inna kynslóða verður uppistað- an í, en innsæi höfundarins að ívafi. — Þannig eru þessir þættir byggðir upp. Höfundurinn er einkar næm- ur fyrir áhrifavaldi ísl. náttúru, og má segja að þess gæti sem undirstraums í gegnum alla bókina. Náttúrulýsingar eru mjög litríkar og vel sagðar. Þetta er góð bók, og ég efast ekki um að hún verður á meðal þeirra jólabóka, sem mikilla vinsælda njóta. Þormóður Sveinsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.