Dagur - 29.11.1961, Side 1

Dagur - 29.11.1961, Side 1
; M.U.G/H;n Framsóknarma.vna vR. i'STJÓki: Ekungur Davíös.son Skriistofa i Hai-'narsth/Uti 90 SÍM! 11(56 . Skiningo oo i>ki:ni i;n ANfjAST I’HKNI'VEKK OlllXS . B.jiiR.vs.sovAR h.e. Aki:iu.vki Dagur XLIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 29. nóvember 1961 — 57. tbl. AoCzI.vsi.vgas'I jóki: Jón Sam- ÓETSSON . ArCANC/IíRINN' KOSTAR KR. 100.00 . ! . lAl.HIVU.i EK i . i! ,.i Bi.adib uiM' k : i Á MinviKunöc- V M or.'A l Al'GARDÍk.l.'M l'fcvAR ÁVJ'ÆBÁ T-YKIR T|t. -J Rafveitustjórinn skýrir frá ástandi og horfum Blaðið átti tal við Knut Ott- erstedt rafveitustjóra í gær um ástand og horfur í rafmagns- málum. Hvar var stíflan? Miklar krapastíflur 'höfðu myndast hjá Kasthvammi í Lax árdal og margar milljónir ten- ingsmetra af vatni söfnuðust iþar ofan við á þriggja kílómetra svæði. Undanfarið hafa rennsl- istruflanir jafnan orðið við Tíu metra ölduhnútar Hrísey, 28. nóv. — Sjórinn gekk svo hátt, að uppistaða myndað- ist ofan við frystihúsið og sjór gekk í brunna, svo að það er enn svolítið saltbragð að vatn- inu. Sjórinn braut bæði lifrar- bræðslu og beinaverksmiðju, þannig að suðui'stafnar húsanna létu undan. En þarna mættust öldur að austan og norðan og mynduðust 8—10 metra öldu- hnútar. Mjölskemmdir urðu á nokkur hundruð sekkjum og um 100 pakkar af skreið blotn- uðu. □ IDagui I kemur út á laugardaginn. þrjár kvíslar árinnar, þar sem hún rennur úr Mývatni í stór- hríðum og frosti. En þar var fullt rennsli þegar snögglega dró úr vatninu við Laxárvirkj- anir síðari hluta fimmtudags. Eru bæði orkuverin í gangi? Nei, aðeins það neðra. Ohemjukrap safnaðist í efra lón ið og er að nokkru leyti lokað fyrir innrennsli fyrir efra orku- verið og einnig fyllt neðra lónið og dregið úr rennslinu að orku- verinu. Um leið hafði vatns- borðið hækkað það mikið í neðra lóninu, að útrennslið frá efra orkuverinu lokaðist og gerði það óstarfhæft. Hver er orkan núna? í dag er hún 7000 kw. og að auki vararafstöðin á Akureyri, sem framleiðir allt að 2000 kw. og er fullhlaðin þegar álagið er mest. Nú er verið að hreinsa krapið úr efra orkuverinu og var þar að opnast fyrir vatnið þegar síðast fréttist. Að síðustu lét rafveitustjórinn þess getið, að Rafveitan hefði 4 síma til afnota og væru allar upplýsing- ar þar til reiðu fyrir fólk sem leita vill sér upplýsinga. Blaðið þakkar rafveitustjóranum fyrir svörin. Myndin tekin fram nýja sjóvarnargarðmn á Dalvík. En þar hefur brimið brotið ofan af honum, nema allra fremst. — (Ljósmynd: P. J.). Eftir voðaveðrið á Norðurlandi Ólafsfirði. — Mesta stórbrim, sem nokkru sinni hefur komið hér síðan 1934. Trilla sökk á legunni og rak á land lítið brot- in. Sjómenn voru um borð í mótorbátunum og andæfðu í tvo sólarhringa, en fóru síðan til Akureyrar kl. 3 á laugardag. — Sjórinn gekk á land vestan MÝVATN GRYNNIST ÖRT ÞAÐ ER Á FÁRRA manna vit- orði, að Mývatn er á góðum vegi með að verða að engu. Sí- aukin botnleðja hefur valdið því, að vatnið hefur grynnkað um rúma tvo metra á öld og er það nú dýpst aðeins fjórir og hálfur metri. Stendur nú til að mæla allt vatnið nákvæmlega til þess að ganga úr skugga um, hve hratt þessi þróun gengur. í bókinni Náttúra íslands getur Sigurjón Rist vatnamæl- ingamaður þess, að vatnið hafi mælzt árið 1750 dýpst níu metr- ar. Árið 1880 mældi Þorvaldur Thoroddsen það 6,5 metra djúpt, en fyrir stuttu mældi Sig urjón Rist það dýpst 4,5 metra. Gras og botngróður upp úr. Tómas Tryggvason jarðfræð- ingur hefur manna mest rann- sakað Mývatn, einkum þó vegna fyrirhugaðrar kísilgúr- vinnslu úr því, og hafði blaðið því samband við hann og spurði að orsökum þessarar grynnkun- ar. Tómas tjáði blaðinu, að Mý- vatn væri nokkuð misdjúpt. Suður-flóinn er að jafnaði 3,5 metrar á dýpt, en Norðurflóinn 1,5 metrar og á sumrin sézt grasið og botngróðurinn upp úr 3—5 metra botnleðja. Botnleðjan er yfirleitt um þrír til fimm metrar á þykkt, en fer allt upp í níu metra. Hún er ekki mynduð við framburð úr ám, því að í Mývatn renna að- eins tveir lækir ofanjarðar. Leðjan er að mestu mynduð af lífrænum efnum, kísilþörung- um, sem vaxa mjög ört og rotna ekki, þegar þeir deyja, heldur hlaðast upp á botninum. Sandfok og aska hefur einnig aukið við botnleðjuna. Bjargar kísilgúrvinnslan Mývatni? Tómas sagði, að til stæði að mæla vatnið nákvæmlega og væri þá hægt að segja um, hve hratt þessi grynnkunarþróun gengi. Hafa nú þegar verið tekin botnleðjusýnishorn úr Norður- flóanum. Tómas bætti því við að lok- um, að þessi þróun mundi senni lega snúast við,-ef farið yrði að vinna kísilgúr úr botnleðjunni, eins og allar horfur eru á. □ IHIIHIIIIIIIIIIIfllHIIHIIH lllll...IIIIIHHIIHHI 1111111111111111111111111 . | Ný og þörf verzlun JENS SUMARLIÐASON, kenn ari, opnar nýja verzlun, Tóm- stundabúðina, í Strandgötu 17 á föstudaginn. Þetta er fyrsta verzlun sinn- ar tegundar á Akureyri og hin þarfasta, því erfiðlega hefur oft gengið að fá efni í hvers konar föndurvinnu fyrir skóla og heimili. Þeir erfiðleikar hafa verulega dregið úr tómstunda- störfunum. í hinni nýju verzlun eru einn ig margir handunnir munir, eins konar sýnishorn af því er gera má úr því efni, sem búðin hefur til sölu. Auk fáanlegra vara til tóm- stundavinnu, eru „model“ af skipum, flugvélum og bílum. Fólk ætti að líta inn í Tóm- stundabúðina og sjá hvað þar er á boðstólum, áður en það ákveður jólagjafirnar. — Margir finna þar eitthvað við hæfi. Heimagerð jólagjöf er gef- anda og þiggjanda meiri gleði en aðrar g'jafir. Vináttu manna er hvort sem er aldrei hægt að kaupa með dýrum gjöfum. hafnargarðsins, inn um norður- stafn lifrarbræðslunnar og út um suðurstafn. Þar var mikil eyðilegging. Hafnargarðurinn skemmdist eitthvað, trébryggja í höfninni brotnaði og önnur skemmdist töluvert. Norðan við nyi'ðri hafnargarðinn gekk sjór- inn upp að þurrkhúsi Magnúsar Gamalíelssonar, braut upp beituskúr og kastaði til bíl, sem þar stóð, og skemmdi hann. Ut- an við Kleifar braut árabát í spón og skemmdi annan bát, sem þó var í húsi. Einnig eyði- lagðist steinplan. Fyrir botni fjarðarins var nýr vegur. Hann er þveginn burtu að mestu. í þrjá daga var ekki hægt að flytja fólk til bæjarins. Síðast brutust bændur með hestasleða og höfðu 8 lausa hesta á undan til að troða slóð. Þeir voru 9 klst. að fara 12 km. leið. Sæþór stendur á þurru uppi í fjör- unni og vonandi óskemmdur, en erfiðleikar verða við að ná hon um út aftur. Brimið var alveg ótrúlega mikið. Það gekk yfir hafnargarðinn og þeytti grjóti yfir hann og inn í höfnina. Tveggja tonna bjarg á garðin- um ofan til, segir þar sína sögu. Þegar Ólafur Bekkur fór héðan, braut yfir þveran fjörðinn og var það í senn ægilegt og tign- arlegt að sjá þá Siglingu. Nesi, Fnjóskadal. Féð á Þverá náðist ekki fyrir hríðina, því að daginn áður „strauk“ það út í heiði. Erlingur bóndi fór að smala, en náði því ekki heim á miðvikudaginn, enda leið löng og erfið einum manni. Skildi hann við það inn undir Vestari- Krókum. Aftur var farið og fénu komið áleiðis, en það var orðið mjög sýlað og þungt til gangs. Farið var með hey handa því. í gærmorgun var enn lagt af stað með ýtu til að troða slóð. Náðist það þá heim, 118 kindur, en sumt var illa farið og enn vantaði 24 kindur, en þar af hafa síðar fundist 12 kindur. f dag er enn leitað og forystu- kindur hafðar með í för. Margt fé vantaði á Melum, en fannst hjá Skuggabjörgum. Nokkrar kindur vantar á mörgum bæj- um. Margir bílar fóru yfir Vaðlaheiði í gær. í Dalsmynni er snjóflóðahætta, ef aftur fer að snjóa. Grenivík. Steyptur sjávar garður í höfninni, 25—30 ára gamall og 40 metra langur, fór alveg. Hráolíutank Esso tók upp og færðist hann nokkrum metr- um ofar. Eitthvað mun hafa verið af olíu í honum. Einn sjó- skúr brotnaði. Uti voru kindur á tveim bæjum í hríðinni, en nú er allt heimt. Fært er trukkum um sveitina. •HHHHIHHIIIIIHIIIIHIIIIHIHIHIIIIII11111111111IIHIIIIII* | Framsóknarvistin { LOKIÐ ER ÞREM spilakvöld- um Framsóknarfélaganna, sem haldin voru að Hótel KEA, og voru vel sótt og fóru mjög vel fram. Hið síðasta var á sunnudag- inn. Aðalverðlaun kvenna, te- borð, hlaut Valborg Svavars- dóttir, en aðalverðlaun karla, sófaborð, hlaut Haraldur Odds- son, Sólvöllum 2. Félag ungra Framsóknar- manna hafði Bingó-kvöld um fyrri helgi að Hótel KEA, við geysilega mikla aðsókn, svo að fjöldi manns varð frá að hverfa.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.