Dagur - 29.11.1961, Blaðsíða 4
4
Baguk
Astæða til
eftirþanka
ÝMSUM ÞEIM, er fylgt hafa komrnún-
istum að málum hér á landi, mun hafa
orðið það ærið íhugunarefni, þegar stað-
fest rvar opinberlega sl. haust af æðstu
mönnum Sovétríkjanna, að Jósep Stalin,
sem þar mun hafa mátt teljast einvaldur
um áratugi, hafi verið hættulegur maður
og stefnt öryggi fólks í voða þar í landi.
Svo mikið var vald þessa manns, og svo
ótæpt beitti hann þessu valdi, að sam-
starfsmenn þeir, sem nú eru til frásagnar,
urðu að horfa upp á, að f jöldi manns væri
fangelsaður án saka, venjulega dæmdur
og tekinn af lífi — stundum raunar án
dóms — og fengu ekki að gert, enda virð
ist harðstjóri þessi jafnan hafa haft sér
við hönd hóp manna í háum stöðum, sem
án gagnrýni studdu hann til voðaverka
eða stóð að þeim með honum.
Eitthvað' á þessa leið hljóða þær
skýrslur, sem borizt hafa frá Moskvu á
þessu hausti. Öryggi Sovétþegna — einn-
ig hinna tryggustu kommúnista innan
lands — var jafnan í yfirvofandi hættu,
meðan þessi maður fór með hin æðstu
völd.
Vekja þessar fréttir menn ekki til um-
hugsunar um fleira? Víst munu menn
minnast þess, að Jósep Stalin var ekki
aðeins voldugur innan landamæra Sovét
rikjaima. Hann réð einnig yfir stærsta
her veraldar eftir styrjöldina og her
hans afvopnaðist ekki á sama hátt og
herir annarra landa. Það var engan veg-
inn gleymt um þær mundir, og er ekki
enn, að „Fjöldamorðinginn“ (sem eftir-
menn hans nú nefna svo) í hásæti Rúss-
lands hafði í ágústmánuði 1939, gert
griðasáttmála við þýzku nazistastjórnina,
ráðist inn í Pólland áð austan um leið og
Hitler réðist á það að vestan og sama ár
kúgað Finnland með vopnavaldi.
Margt af því, sem almemiingi í Sovét-
ríkjunum var í þann tíð hulið um Stalin
og stjórn hans, vissu stjórnmálamenn og
raunar fjöldi fólks á Vesturlöndum báð-
um megin Atlantshafs. Var það furða,
þegar svo stóð á að hin veikari ríki vest-
an tjalds óttuðust hið sama, sem sovét-
menn höfðu svo ríka ástæðu til að óttast?
í þessu ljósi skilja sjálfsagt margir bet-
ur en fyrr, hvers vegna Atlantshafs-
bandalagið var stofnað 1949, að frum-
kvæði Churchills — kannski einnig,
hvers vegna varnarliðið kom til íslands
1951.
Jósep Stalin dó 1953. Enn hefur eftir-
mönnum hans ekki tekizt að sannfæra
Vesturveldin um, að tilefni óttans sé ekki
lengur fyrir hendi. Margt veldur, meðal
annars yfirlýsingar æðstu manna austur
þar, að ekki hæfu þeir tilraunir með
kjamorkuvopn, heldur óskuðu þeir ein-
læglega eftir friði við allar þjóðir og af-
vopnun. Síðan sprengdu þeir 50 sprengj-
ur í haust og sumar þeirra mjög stórar,
svo að allur heimurinn skelfdist. Hel-
rykið af þessum sprengjum, sem nú hef-
ur borizt yfir flest lönd, er sannarlega
ekki til þess fallið áð vekja traust manna
á því, að horfið hafi verið af braut villi-
mennskunnar, þótt Jósep Stalin félli frá
og einn nánasti samstax-fsmaður hans
tæki við forystunni.
Hvað hugsar fólkið f Alþýðubandalag-
inu? Vill það Iáta kommúnista teyma sig
lengra út í ófæru Rússadýrkunaririnar,
en þegar er orðið, eða spyrnir það nú við
fóturn og tekur sér stöðu meðal lýðræðis-
sinnaðra vinstri nxanna? □
ui ii 1111111111111 iii iii iiiiiiiii n iiiiiii iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiin
PALL ZOPHONIASSON
iiiiiiiiiiiiiiiimmiiiimiiiiiiimimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiil
Landbúnaður í Eyjafjarðarsýslu
ÉG HEF, mér til fróðleiks og
dægrastyttingar, vei’ið að dunda
við það í sumar er leið, að gei'a
nokkurn samanbui’ð á búskapn-
um í sýslunum og hreppunum
síðustu 20 árin. Þó þróunin um
allar sveitir landsins hafi geng-
ið nokkuð í sömu átt hefur
henni miðað misört í hinum
ýmsu hreppum og sýslum, og af
því leiðir aftur, að þeir (meðal-
bóndinn) eru komnir mislangt
á „götunni fram eftir leið“. Eitt
er þó ekki enn, sameiginlegt
merki þróunar, eða afturfarar í
sveitunum, en það eru eyði-
jai-ðirnar. Þær eru aðeins í
sumum hreppum, en þá stund-
um það margar, að til eru
nokkrir hreppar, þar sem meiri
hluti jarðanna, sem voru byggð
ar fyrir 20 til 30 árum, eru nú
komnar í eyði. Á.öðrum stöð-
um hefur byggðin þétzt, býlum
fjölgað. Þetta atriði nær lítið til
Eyjafjarðarsýslu enn, og þó
hefur Oxnadalshreppur orðið
þessa var.
En burt séð frá þessu, þá
virðist framvindan á jörðunum,
sem eftir eru í byggð, hafa orðið
í svipaða stefnu um land allt,
taðan hefur vaxið, útheyið
minnkað, og í sumum hreppum
er hætt að bera ljá í útjörð.
Búin hafa breytzt, kúnum hefur
fjölgað víðast, en þó eiga 2650
bændur enga kú eða færri en
4, og hafa því í’étt mjólk til
heimilisins.
Sauðfénu hefur fjölgað svo að
segja í öllum hreppum, og 48
bændur höfðu í vetur á fóðri
yfir 500 fjár, og þeir sem höfðu
höfuðin flest, jöðruðu við þús-
undið.
Hrossunum hefur yfirleitt
fækkað, þó eiga 65 bændur yfir
30 hross, eða höfðu þau á sín-
um vegum í vetur er leið, og sá,
sem hafði þau flest, hafði 150
hausana, og sá er næstur hon-
um komst 99.
Mér datt í hug að Iofa bænd-
um að sjá þennan samanburð
yfir allt landið, en við nánari
athugun hvarf ég frá því, það
yrði alltof langt mál, og flestir
hafa ekki áhuga nema fyrir sínu
næsta umhverfi. En þar vilja
menn gjarnan sjá hvei’nig bú-
skapurinn er á meðaljörðunum
í hreppunum, í sinni sýslu, og
hvernig búið þeiiTa er saman-
borið við önnur. Vel veit ég, að
þessi samanburður, er hér bii't-
ist, sýnir aðeins nokkuð, en hitt
er fleira, sem hann sýnir ekki.
En ég hélt, að verið gæti að ey-
firzkir bændur hefðu gaman af
að sjá slíkan samanburð yfir
Eyjafjörð, og þar sem Dagur er
þeirra blað, og ræðir þeirra mál
efni, og mér þykir trúlegt, að
þeir sjái hann allir, þá sendi ég
nú Degi þessa grein, en salta
hinar sýslurnar allar.
Þessi samanburður sýnir ekki
hvernig er byggt í hreppunum,
hvorki íbúðarhús né útihús, og
er það þó mjög misjafnt, þótt
munurinn sé minni í Eyjafirði
en víða annars staðar. Ég kom
að Gloppu í Oxnadal, sem nú er
eyðijörð, rétt eftir aldamótin.
Það var að vori til, snjóinn var
að leysa, og á hlaðvarpann sló
grænum lit, og þar lá ljóst
mertryppi reisa og kroppaði
grængresið. Ég kom í bæinn.
Gekk inn bein göng, sem lágu
til baðstofu og fjóss, en þau hús
voru undir einu risi og úr enda
gangnanna kom maður inn á
gangstéttina, sem lá meðfram
veggnum fyrir aftan flórinn, en
af henni var gengið inn í bað-
stofuna, sem myndaðist af öðr-
um helming hússins, og var að-
skilið frá fjósinu við þverþil
upp undir sperrurnar. Svona
var þetta þá. Nú er um allt land
fátt eftir af bæjum sem líkjast
þessum, og þó má, jafnvel í
Eyjafirði, finna tvo svipaða bæi
enn.
Stærð túnanna sézt ekki á
skýrslunni, og mátti þó sýna
hana. En því er sleppt vegna
þess, að nú gerir hún meira að
villa, en gefa upplýsingar. Nú
eru túnin beitt, svo að töðufall
af þeim, b. e. að segja, það sem
slegið er og hirt í hlöðu eða vot-
heystóft, stendur ekki í neinu
hlutfalli við stærð túnsins.
Og ekkert segir það til um
ræktina, sem túnið er í, hve
mikið fæst af töðu, því að það
er svo misjafnt hvað slegið er,
og hvað skepnurnar eru látnar
bíta sjálfar af töðugrösum túns-
ins.
Ekki verður heldur af skýrsl-
unni séð hvern arð bóndinn hef
ur af búskapnum, eða hverjar
tekjur bóndinn hefur af búfénu,
sem sýna þó hve margt það
er. Allir, sem ofurlítið þekkja til
sveitabúskapar vita, að skepn-
urnar gefa mismikið af sér. Það
geta verið tveir bændur með
nákvæmlega sama bústofn, sem
þó hafa svo misjafnar tekjur að
muni meir en helming, þó að
hvorugan hendi óhöpp. Og svo
er það með margt fleira. En
sumt af þessu má fá upplýsing-
ar um og sýna samanburð, en
annað ekki.
En nú Iiggur fyrir að meta
allar fasteignir til verðs. Nýtt
fasteignamat á að koma í kraft
1965, og fyrir þann tíma þarf að
vera búið að safna lýsingu á
öllum fasteignum í landinu
saman, og vinna úr þeim gögn-
um, er þar fást, og meta fast-
eignina til peningaverðs. Þá fást
upplýsingar sem hægt er að
bera saman við fyrri upplýsing-
ar, fengnar við fyrri möt, og þá
verður gaman að sjá breyting-
arnar. Þær verða miklar og
misjafnar.
Sleppt hef ég Hríseyjar- og
Grímseyjarhreppum úr saman-
burðinum. Þar ei’u fáir bænd-
ur, og þeir hafa tekjur sínar að
verulegu leyti af öðru en land-
búskap. Svarfaðardalshreppi er
nýlega skipt, og ber ég allan
gamla lneppinn saman við
Svarfaðardals- og Dalvíkur-
hrepp nú. Og við samanburð á
Glæsibæjarhreppi nú og áður,
sleppi ég jörðunum sem teknar
hafa verið undan honum, og
Iagðar við Akureyri.
Öngulsstaðahreppur. — Hey-
skapurinn á meðaljörð hrepps-
ins var þar mestur 1940. Taðan
var 315 hestar og útheyið 317,
eða heyskapurinn alls 632
hestar. Nú er töðufallið orðið
786 hestar, og er þó mikið beitt
á túnin, enda kúabithagarnir
orðnir litlir og hafa sumar jai’ð-
irnar þegar verið ræktaðar, svo
að skammt líður þar til ræktan-
legt land er þrotið. Er vöntun á
ræktanlegu landi óvíða eins
áberandi og þar og í næsta
hreppi norðan við, Svalbarðs-
strandarhreppnum. Utheyið á
meðaljörðinni hefur aftur
minnkað í 106 hesta, og er þó
enn það mesta í sýslunni, enda
var mikið af góðum engjum
(Staðarbyggðarmýrar) í hreppn
um, og má mikið vera ef menn
hafa ekki gert sér skaða með að
minnka útheyskapinn á þeim
svo mjög.. Þar sem beitt er á
túu, hvort sem það er heldur
kúm eða ám, og hvort sem það
ér um lengri eða skemmri tíma,
er naúðsynlegt að hólfa túnið í
sundur og beita liólfin til
skiptis, svo að beitin notist sem
bezt, og grasið troðist sem
minnst riiður og fari til spillis.
Þó ég minnist á þetta hér undir
Öngulsstaðahrepp, gildir það
auðvitað líka um hina hrepp-
ana, sem farnir eru að beita
túnin, eins og Hrafnagilshrepp,
Glæsibæjarhrepp o. s. frv.
Kúabúin í Öngulsstaðahreppi
eru stór. Á meðalbúinu eru 18,2
gripir í fjósi og eru af þeim 12,8
mjólkandi kýr. 17 bændur eiga
yfir 20 mjólkandi kýr. Geld-
neyti eru hlutfallslega mörg,
miðað við viðhald kúnna, og
gildir það um alla hreppa sýsl-
unnar. Þó þykir mér mjög ótrú-
legt, að það stafi af því að
bændur ali upp kálfa til að
slátra þeim sem vetrungum, því
að það uppeldi borgar sig ekki,
þar sem mjólkursala er, og
raunar mjög óvíða annars stað-
ar, og ekki nema alveg sér-
stæðar ástæður séu fyrir hendi,
eins og margt fólk í heimili að
sumrinu, en fátt að vetrinum,
svo að mjólk sé beinlínis af-
lögu frá matseldinni að vetrin-
um, eða aðrar sérstakar ástæð-
ur séu fyrir hendi. Mér þykir
hitt líklegra, að þeir ali kvígu-
kálfa að vetrinum, sem ekki
reynast mjólkurlagnar þegar
þær vaxa upp, og því séu þær
drepnar ungar. Og í því gera
bændur rétt, að drepa ungar
FYRRI GREIN
kýr, sýni það sig að þær
mjólka illa, því að enginn bóndi
ætti að eiga kú sem ekki mjólk-
ar að minnsta kosti 3000 lítra á
ári, nema alveg sérstakar
ástæður komi til sem liggi ljóst
fyrir. En þetta gerir eðlilegt
viðhald á kúastofninum meira.
Því verður það aldrei of brýnt
fyrir mönnum að velja lífkvígu-
kálfana undan allra beztu kún-
um og undan völdurn nautum.
í Öngulsstaðahreppi hefur
lengi verið starfandi nautgripa-
ræktarfélag og hefur nythæð
kúnna farið hækkandi. Árin
1918 til 1927 var meðalnyt full-
mjólkandi kúa í félaginu 2657
kg., en 1960 er hún komin upp í
3617 kg. og hefur því hækkað
um nærri 1000 kg. Þótt þetta
megi að einhverju leyti þakka
betri meðferð, þá er það fyrst
og fremst vegna kynbóta, kýrn-
ar eru orðnar eðlisbetri en þær
voru áður, þær hafa í’aunveru-
lega batnað, geta umsett meira
fóður í mjólk.
Fjárbúin í Öngulsstaðahreppn
um eru heldur lítil og á meðal-
búinu eru 86 kindur, enginn
bóndi hefur yfir 200 fjár á
fóðri. 1940 voru 77 kindur á
meðalbúinu, svo að fénu hefur,
þrátt fyrir lélegt sumarland,
heldui’ fjölgað, og tvílembum
fjölgað, svo að arður sauðfjárins
hefur aukizt.
Hrossin voru 5 á meðalbúinu
1940, en eru nú komin niður í
2,4 og hefur því fækkað um
meir en helming. Nú eiga líka
flestir bændur hreppsins marg-
vísleg vélknúin tæki til nota,
bæði við heyskapinn-og margs
konar heimilisvinnu, svo og bíla
til flutnings að búi og frá, svo
að þörfin fyrir hestana við heim
ilisstörfin er svo til horfin, og
þætti mér ekki ólíklegt að þeim
fækkaði enn.
Jarðhiti var talinn á 4 jörðum
í hreppnum, og er við hann
ræktaður garðamatur, bæði úti
og í vermihúsum. Kartöflugras
fellur seinna að austanverðu við
fjörðinn en vestan.
Saurbæjarhreppur er fremsti
hreppur sýslunnar. Þar var
minni taða á meðalbúinu 1940
en í Öngulsstaðahreppnum, eða
235 hestar, en hún hefur aukizt
tiltölulega meira en í Önguls-
staðahreppnum og er nú
orðin 745 'hestar, en minna
er þar beitt á túnin en í Öng-
ulsstaðahreppnum. Kúabúin
eru minni, á meðalbúinu eru
13,5 nautgripir og eru 4,1 af
þeim ungviði. Fimm bændur
eiga þá milli 20 og 30 kýr, og
einn hefur 57 í fjósi og eru 45 af
þeim mjólkandi kýr. Nautgripa-
ræktarfélag hefur starfað í
hreppnum, en mikið styttra en
í Öngulsstaðahreppi. Nythæð
kúnna hefur hækkað, var innan
við 3000 kg. hjá fullmjólka
kúm, en er nú komin í 3581 kg.
1960, og þá mjólka reiknuðu
árskýrnar 3285 kg.
Sauðfjárbúin eru stærri en í
Öngulsstaðahreppi. Meðalbúið
hefur 111 fjár. 31 bóndi er með
milli 100 og 200 fjár á fóðrum,
og 6 hafa milli 200 og 300. í
Hólasókn er fjárræktarfélag. í
því eru 17 bæridur og eru þeir
með 250 ær í félaginu. Af þeim
voi’u 49,6% tvílembdar, og
fengu þeir 20,4 kg. af kjöti eftir
ána. Sýnir það, að hægt er að fá
meira kjöt eftir ærnar en fjöld-
inn fær nú.
Hrossum hefur fækkað, og þó
að langt sé til Akureyrar hygg
eg að enn geti og eigi þau að
fækka, því að hætt mun vera að
fara með vagna í kaupstaðar-
ferðir, og lítið um það, að lagð-
ur sé á þau reiðingur heima fyr-
ir. Véltæki eru þar, eins og ann-
ars staðar, að taka við störfum
hrossanna. Annars eru nú 4,5
hross á meðalbúinu, en var 5,1
um 1940. þeim hefur því fækkað
nokkuð.
Ekki var nema liðugur helm-
ingur af túnunum sléttur 1940,
en nú munu þau öll vera slétt.
Hrafnagilshreppur. Þar var
taðan 295 hestar af meðaltúni
1940, en er nú orðin 817 hestar,
eða það hæsta sem meðaltún
hreppanna gefur af sér af töðu,
en líklega er þar minna beitt
land en t. d. í Öngulsstaða-
hreppi. Útheyskapurinn var 281
hestur, en er nú kominn niður í
95 hesta, og eru þó ágætar
engjar á sumum bæjum hrepps
ins. Mér þykir líklegt að menn
hafi gengið oflangt í því að
hætta að slá engin.
Fullmjólka kýr í hreppnum
mjólkar nú 3556 kg., en reiknuð
árskýr 3298 kg. og hefur hvoru
tveggja ’hækkað hin síðari ár.
Átta bændur eiga yfir 20 kýr,
og sá er hefur þær flestar er
með 46 mjólkandi kýr.
Sauðfénu á meðalbúinu hefur
aðeins fækkað, enda á hreppur-
inn lítið sauðland að sumrinu,
þó að notaður sé upprekstur
sem Hrafnagilskirkja á í
Fnjóskadal. 12 bændur í hreppn
(Framhald á bls. 7)
5
Almenna bókafélagið
Blaðinu hafa borizt tvær nýj-
ar bækur frá Almenna bókafé-
laginu: Náttúra íslands og
Völuskrín.
Náttúra íslands er ekki sam-
felld heildarlýsing, heldur síð-
ustu niðurstöður náttúrufræð-
inga í allmörgum greinum.
Trausti Einarsson skrifar:
Upphaf íslands og blágrýtis-
myndunin. Guðmundur Kjart-
ansson greinina: Móbergsmynd
un, Jóhann Áskelsson: Um ís-
lenzka steingerfinga og Sigurð-
ur Þórarinsson um Eldstöðvar
og hraun. Þá skrifar Jón Jóns-
son um jarðhita, Tómas Tryggva
son greinina: Hagnýt jarðefni,
Jón Eyþórsson um veðurfarið
og jöklana, Sigurjón Rist um
vötnin, Björn Jóhannesson um
jarðveg, Unnsteinn Stefánsson
um sjóinn við ísland og Ingvar
Hallgrímsson um lífið í sjónum.
Eyþór Einarsson skrifar um
grös og gróður og Ingimar Ósk-
arsson um dýralíf á landi og í
vötnum.
Formála skrifar Vilhjálmur
Þ. Gíslason og segir þar rétti-
lega, að þessi bók sé fyrsta og
eina heildarlýsing á landinu frá
sjónarmiði nýjustu náttúru-
fræða. Eftirmála ritar Sigurður
Þórarinsson og segir þar, að
bókin séu einkum útvarpser-
indi hinna ýmsu fræðimanna
okkar um náttúru landsins, en
mikið vanti þó á að efnið sé
tæmt, enn fremur, að hver höf-
undur beri ábyrgð á sinni grein.
Bókin, Náttúra íslands, er
mörgum myndum prýdd og er
ein eigulegasta bók, sem út hef
ur komið um þessar mundir.
Menn ættu að athuga þessa bók,
er þeir hugsa til kaupa á vand-
aðri bók fyrir jólin.
Völxxskrín er hin bókin, sem
blaðinu var send til umsagnar.
Hún hefur að geyma smásögur
eftir Kristmann skáld Guð-
mundsson, og er út gefin í til-
efni af sextugsafmæli skáldsins.
Formála ritar Gunnar G.
Schram, ritstjóri, og gerir hann
í stuttu máli grein fyrir skáld-
ferli Kristmanns. — Smásögur
Kristmanns Guðmundssonar
eru margar bæði snjallar og
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
ROR BORSON JR.
ALLIR landsmenn, sem orðnir
eru fullorðnir, kannast við Bör
Börson junior, söguna sem lesin
var í útvarp á sínum tíma, og
varð svo áhrifarík í meðferð
Helga Hjörvar, að niður féllu
fundir og skemmtisamkomur
þau kvöld, sem hann var les-
inn. Leikfélaginu var því
nokkur vandi á höndum að
taka sjónleikinn Bör Börson,
gerðan eftir samnefndri skáld-
sögu, ekki sízt vegna þess, að í
í’aun og veru var sagan ekkert
listaverk, og sjónleikurinn er
það ekki heldur, og einnig
vegna þess, að leikurinn stend-
ur og fellur með Bör, því að
hann er á leiksviðinu allan tím-
ann eða þrjár klukkustundir.
Johan Falkberget sagði svo í
formála, er sagan var upphaf-
lega birt sem framhaldssaga í
gamanriti:
„Hin síðari ár hef eg rekist á
vin minn Bör Börson jr. hvar-
vetna í landi voru. Hann
breiddi úr sér í rósmáluðu önd-
vegi hins norska bónda, skálm-
aði fram og aftur á göngum
gistihúsanna, blístrandi og sjálf
umglaður, sat við horngluggann
í kaffihúsunum okkar, feitur og
pattaralegur, og bíllinn hans
stóð fyrir utan allan liðlangan
sólarhringinn. Hann var hetja
dagsins. — Og þess vegna . . .“
Já, líka hér á landi sáu menn
marga Bör Börsyni og sjá þá
enn. Auðvitað á það vel við
að sjá þetta sígilda efni á leik-
sviðinu, þó að ekki verði talið
til stórviðburða, nema að því
leyti að ekki hafa aðrir sviðsett
Bör hér á landi.
Leikstjórnina annast Ragn-
hildur Steingrímsdóttir, en Júl-
íus Júlíusson frá Siglufirði leik-
ur Bör. Ekki ber að amast við
utanbæjarmönnum, og væri L.
A. illa komið ef svo væri. Þó
efast eg um að rétt hafi verið
valið í þetta hlutverk. Eg kunni
fremur illa við þennan Bör og
geymi allt annan Bör í minn-
ingunni af lestri útvarpssög-
sögunnar, og bókarinnar síðar.
En hvað um það, þessi var líka
góður, sjálfum sér samkvæmur
allt í gegn og vann stöðugt á.
Þórey Aðalsteinsdóttir leikur
Jósefínu mjög smekklega. Sig-
urður Kristjánsson, form. LA,
og sá er leikinn þýddi, leikur
gamla Bör mjög vel og eftir-
minnilega. Gunnlaugur Björns-
son gallagripinn Óla í Fitja-
koti, nokkuð yfirdrifinn, en þó
vel og sannfærandi. Bjarni
Gestsson leikur Níels á Furu-
völlum og kemst sæmilega frá
því. Kristín Anna Þórarinsdóttir
leikur Láru „píu“ í Þrándheimi
og kemur vonandi fljótt á fjal-
irnar aftur, því að hún hefur
töluverða leikkunnáttu til að
bera. Jóhann Ögmundsson og
Kristín Konráðsdóttir fara með
lítil hlutverk, tvíþætt og hafa
nú ei'nhvern tíma komist í hann
krappari. Kristján Kristjánsson
leikur sýsluskrifara, mjög
þokkalega. Lilja Hallgrímsdótt-
ir, Idu, gleðikonu, og lætur ekki
sitt eftir liggja. Arnar Jónsson
leikur hótelþjón mjög snotur-
lega, og Ingibjörg Rist á góða
senu með Bör. Þá eru ótaldir
Ragnar Sigtryggsson og Kjart-
an Ólafsson, sem leika hluta-
bréfamiðlara.
Frumsýningargestir tóku leikn-
um ágætlega og mikið var hleg-
ið í leikhúsinu það kvöld.
skemmtilegar, og þær eru
minna þekktar en hin stærri
skáldverk hans, sem gert hafa
hann frægan, bæði utanlands og
innan. — Smásögurnar eru 38
talsins á 250 blaðsíðum snotur-
legrar bókar.
fTKHH «711
FERÐAFELAG AKUREYRAR
ÖSKJUVAKA
í Samkomuhúsi bæjarins sunnu-
daginn 3. des. 1961, kl. 4 e. h.
Guðmundur Frimann, skáld, les
úr ódáðáhrauni ólafs Jónssonar.
Ólafur Jónsson, ráðunautur, flyt-
ur erindi um Oskju og sýnir lit-
skuggamyndir frá Öskjugosinu.
Eðvarð Sigurgeirsson, Ijósmynd-
ari, frumsýnir litkvikmynd slna
frá Öskjugosinu.
Aðgöngumiðar seldir félags-
mönnum og gestum þeirra í skrif
stofu félagsins, Skipagötu 12,
laugardag 2. des. kl. 4—6 e. h.
og við inngang sýningardaginn.
DANSLEIKUR
og bögglauppboð að Sól-
garði föstuclaginn 1. des.
Hefst kl. 21.
Böraum innan 16 ára
bannaður aðgangur.
Húsinu lokað kl. 23.30.
TRÍÓ RABBA SVEINS
leikur.
Kvenfélagið Hjálpin.
LAUGARBORG
Dansleikur að Laugar-
borg laugardaginn 2. des.
Unglingum innan 16 ára
bannaður aðgangur.
Ölvuðum mönnum
bannaður aðgangur.
Húsinu lokað kl. 11.30.
H. H. KVINTETT og
INGVI JÓN
leika og syngja.
Kvenfélagið Iðunn og
U. M. F. Framtíð.
SPILAKVOLD
Munið spilakvöld
skemmtiklúbbs Léttis
í Alþýðuhxtsinu sunnud.
3. desember kl. 8.30 e. h.
Veitt veiða kvöldverð-
laun og fern heildar-
verðlaun.
Húsið opnað kl. 8.
Mætið stundvísleoa.
o
Skemmtinefndin.
ALLIR EITT
Síðasta skemmtun fyrir
jól verður n. k. laugardag
2. des. í Alþýðuhúsinu kl.
9 e. h. — Spilað verður
til úrslita í Bingóinu um
glæsilegt 12 manna matar
stell auk fleiri góðra verð-
launa.
Mætum stundvíslega.
Stjómin.
CHEVROLET FÓLKS-
BÍLL TIL SÖLU.
Uppl. í síma 1492.
STJORNMALARIT
EINAR BJÖRNSSON bóndi á
Mýnesi á Fljótsdalshéi’aði hef-
ur nú alveg nýlega gefið út
stjórnmálarit, sem hann nefnir:
„Burt með yfirráð kommúnista
á Alþýðubandalaginu. — Nýr
vei’kalýðs- og vinstrimanna-
flokkur."
Höfundui’inn var fyrir nokkr-
um árum fi’ambjóðandi á lista
Lúðvíks Jósefssonar þar eystra,
en telur nú, að Lúðvík og
Bjarni Þórðarson í Neskaup-
stað hafi brugðizt Alþýðubanda
lagshugs j óninni.
Einar kveðst hafa stofnað tvö
málfundafélög vinstri manna á
Austui’landi og nafngi-einir 10
stjórnarmenn í þessum félög-
um.
Sú breyting, sem hér er um
að ræða, virðist vei'a enn eitt
vitni um, hve Alþýðubandalags-
menn eru óánægðir.
TIL SÖLU:
Hoover-þvottavél (lítil)
1700.00 kr.
Bónvél (sem ný), 1500 kr.
Ritvél, verð 1200.00 ki'.
Einnig ýmislegt dót
til jólagjafa.
Upplýsingar í
HAFNARSTRÆTI 67
(Skjaldborg)
TAPAÐ
Fyrra sunnudag tapaðist
lítill, brúnn skinnlianzki.
Vinsaml. skilist á afgr.
Dags. — Fundarlaun.
O
TIL LEIGU
frá 1. desember, tvö ber-
ibergi og eldunarpláss.
(Sérinngangur.)
Uppl. í síma 1916.
Nýkomið
frá Fimilandi:
MATARDISKAR
OG
BOLLAPÖR
með breiðri, blárrí
rönd.
VÉLA- 06
BÚSÁHALDADEILD
FRA RAFYEITU
AKUREYRAR
Búast má við áframhaldandi skömmtun á rafmagni á
orkuveitusvæðinu og verður skömmtuninni hagað
þannig:
Svæði I — Oddeyri og Glerárhverfi
Svæði II — Brekkurnar og innbærinn
Svæði III — Miðbærinn og sveitirnar
ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER:
Svæði I, stiaumlaust kl. 16—20
Svæði II, straumlaust kl. 8—12 og 20—24
Svæði III, straumlaust kl. 12—16.
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER:
Svæði I, straumlaust kl. 12—16
Svæði II, straumlaust kl. 16—20
Svæði III, straumlaust kl. 8—12 og 20—24.
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER:
Svæði I. straumlaust kl. 8—12 og 20—24
Svæði II, straumlaust kl. 12—16
Svæði III, straumlaust kl. 16—20.
Á föstudag verður skömmtunin eins og á þriðjudag-
inn o. s. frv.
Aukist aflið frá Laxárvirkjuninni á þessum tíma
vei'ður skömmtunai'tímanum breytt og verður tilkynnt
um það nánar þegar þar að kemur.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS.
RAFVEITA AKUREYRAR.