Dagur - 17.01.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 17.01.1962, Blaðsíða 4
4 ÁTTA STUNDA VINNUDAGUR ÞAÐ VAR LANGÞRÁÐ markmið að koma á 8 stunda vinnudegi hér á landi. En það tókst og mælir nú cnginn gegn því. Nú hefur ihaldsstjórnin þó raun- verulega afnumið 8 stunda vinnudag á íslandi með því að skerða lífskjörin svo mjög, að vcrkafólk, iðnverkafólk og skrifstofu- og verzlunarfólk getur ekki lifað af launinn þeim, sem 8 stunda vinnudagur gefur í aðra hönd. Til þess vantar 15—20 þúsund krónur á ári. Mis- muninum hafa hms vegar margir náð með cftirvinnu, svo sem Hagstofan hefur upplýst. Og samkvæmt hennar upplýs- ingum einnig, um mcðaltekjur verka- manna, sjómanna og iðnaðarmanna á ár- inu 1960, Iiggur Ijóst fyrir að tímakaup það árið hefði þurft að vera a. m. k. 50% hærra en það þá var, til þess að vinn- andi fólk næði sömu tekjum fyrir 8 stunda vinnudag og það raunverulega hafði á ýmsum stöðum og að verulegum hluta sökum eftirvmnu. í vetur var samþykkt á Alþingi þings- ályktunartillaga frá Alþýðubandalaginu um ráðstafanir til að ná því marki að árs tekjur verkafólks haldist óskertar með 8 stmida vinnudegi. Bjami Bencdiktsson hældi sér af því í áramótaræðu sinni, að íhaldið hefði hnuplað málinu frá Alþýðubandalaginu og gert að' sinni tiillögu og beitt sér fyrir samþykkt hennar. En þegar litið er á raunverulegar tölur í þessu sambandi, verður ýmsum að álykta, *að hér sé um hreint lýðskrum að ræða hjá Bjarna og íhaldinu. Eða vita ekki allir, að árið 1960, sem vitnað er í hér að framan, var tímakaupið kr. 20.67, eða tæpar 50 þús. krónur yfir árið, miðað við 8 stunda vinnudag allt árið? (Kaupið áður lækkað af Emilsstjórninni 1959 um kr. 3.19 á klst.). En til þess að bera úr býtum lágmarkskaup það, er nægði til lífsframfæris, miðað við 8 stunda vinnudag, þurfti meira en 50% kauphækkmi. Arið 1961 var alveg hliðstætt í þessum efnum, nema að því leyti að Iífskjörin voru enn skcrt og menn þurftu að vinna enn lengri vinnutíma til að mæta vaxandi dýrtíð. Kaupmáttur launa hafði minnkað um 26 stig frá árslokum 1958 til síðasta vors, þegar 14000 manns í yfir 20 stéttarfélögum hófu verkföll. Tímakaup verkamanna var kr. 20.67, en varð, að verkföllum loknum, kr. 22.74. En í lok vinstristjómartímabilsins var kaupið kr. 23.86, og það þótti Bjarna Ben. og flokksbræðrmn alltof lágt, og unnu að kauphækkunum þá, börðust svo gegn kauphækkunum í sumar, en gumar um áramótin af þingsályktunartil- lögu mn 8 stunda vinnudag með óskert- um tekjum Iaimþega. En þótt ráðherrann lýsi því þamiig yf- ir, að tímakaup þurfi að hælcka um þriðj- ung, og verkalýðsleiðtogmn finnist nokkuð til um þá viðurkenningu, ætti enginn að taka jafn hreinræktað lýð- skrum alvarlega. Það stendur eins og bein í hálsinum á íhaldinu, að á valdatímum vinstri stjórn- arinnar var tímakaup verkamanna kr. 23.86, en er nú kr. 22.74. Síðan liafa þó flestar nauðsynjavörur hækkað ofboðs- lega. Ekki finnst manni hún greiðfær leiðin til bættra lífskjara. □ v-______________________;_______________> Friðrik Jónsson frá Hömrum — NOKKUR KVEÐJUORÐ — NÚ FÆKKAR þeim óðum gömlu, skagfirzku hestamönn- unum og tamningamönnunum, sem gerðu það að ævihlutverki að skilja hesta og elska hesta. Nú er þetta að verða námsgrein, og fer þá ekki allur ylur úr samskiptum manns og hests? Hvað verður þá um þennan þátt náttúrugreindarinnar, sem frá ómunatíð hefur þjálfazt í deiglu reynslunnar og alið upp af- 'burðamenn á sviði hesta- mennsku? Við skulum vona að lærdómurinn verði aldrei náð- argáfunni yfirsterkari. Já, þeim fækkar nú þessum sjálflærðu snillingum á sviði hesta- mennsku. Einn þeirra kvaddi og reið úr hlaði í dag. Það var Friðrik Jónsson frá Hömrum, eins og hann var alltaf nefndur. Friðrik er Skagfirðingur í húð og hár, fæddur að Hömrum í Lýtingsstaðahreppi 28. maí árið 1891 og var því rúmlega sjötug- ur er hann andaðist að Krist- nesi 5. janúar síðastl. Friðrik Jónsson á ekki mikla sögu eftir þeim skilningi, sem almennt er lagður í það orð- tak. En hvað er að eiga mikla sögu? Er það kannski það að búa við auð, metorð og manna- forráð? Sé svo, þá hlaut Friðrik lítið af þeirri veraldarhefð. En hann þekkti mæta vel fátækt. sjúkdóma og ástvinamissi. Það er líka mikil saga, og flestir koma meiri menn úr þeirri deiglu. Friðrik lét erfiðleikana aldrei smækka sig, þess vegna ríður hann úr hlaði ósigraður, eins og riddarar ævintýranna, sem buðu öllum erfiðleikum byrginn fram til síðasta dags. Við Friðrik kynntumst ekki fyrr en á seinni æviárum. Hann ólst upp í Lýtingsstaðahreppi en eg í Akrahreppi, en það voru í þá daga tvær heimsálfur, þar sem Héraðsvötn deildu löndum. Það var ekki fyrr en Friðrik flytur til Akureyrar, og seinni kona hans, Soffía Stefánsdóttir, gerist hjúkrunarkona við Barnaskóla Akureyrar, að kynni takast okkar á milli. Þá þekkti ég fljótt í honum Skag- firðinginn. Glaðlyndið, hlýjan og hreinskilnin létu ekki á sér standa. Eg sá þegar, að alfir erfið- leikar liðinna ára höfðu ekki gert Friðrik beizkan og súran á svip. Þvert á móti hitti eg þama mann með ólgándi lífs- gleði og bjai'tsýni. Eg fann hlýjuna streyma frá honum og góðvildina, svo að það var alltaf notalegt að hitta hann að máli og það fylgdi honum alltaf birta og hlýja. Eg held að þetta hafi fyrst og fremst komið frá aug- unum. Þar var eins og bjai-mi af inm-i glóð, sem alltaf var lif- andi og aldrei fölskvaðist. Eg held að þetta hafi laðað menn að honum öðru fremur. Mér þótti alltaf, þrátt fyrir mikla lífsreynslu og erfiðleika, eitt- hvað barnslegt við þetta góð- lega og brosandi andlit. Honum hafði tekizt að varðveita í sjálfum sér eitthvað af hinum góða og glaða dreng, sem sér bara sólskinið en tekur ekki eft ir skuggunum. Þetta gerði sam- búðina við aðra menn, og þá ekki sízt eiginkonu sína og fjölskyldu, svo snurðulausa, sem hún reyndist. Eg held, að Friðrik hafi verið hamingjumaður, þrátt fyrir allt. Það er ekki mesta hamingjan að komast hjá öllum erfiðleikum, þjáningum og vonbrigðum, heldur að kunna að taka þeim án þess að bogna eða brotna. — Síðasta hamingja Friðriks var sú að fá að deyja í svefni, slokkna eftir langa ævi eins og ljós á kveik, þjáningalaus áhyggjulaus. Honum auðnaðist að sjá nýái-ssólina rísa úr djúpi tímans, en þá kom kallið mikla. Friðrik mun ekki hafa kviðið því. Þessi snauði alþýðumaður hafði alltaf verið í sátt við lífið og tilveruna, en hann var líka í sátt við eilífðina og með æðru- leysi mun hann hafa stigið þar inn fyrir dyrnar. Hann var jai-ðsettur í dag og fylgdi honum úr hlaði allstór hópur gamalla vina og kunn- ingja. Einum færra. — Friðrik Jónsson frá Hömrum kvaddi í dag. Hann reið ekki úr hlaði á svörtum sorgarjó, heldur hvít- um fáki. Það er gott ef hann hafði ekki tvo til x-eiðar. Á dún- léttu töltspori i-eið hann egg- sléttar himinleiðir, sem voru eins og Hólmurinn í Skagafii’ði. Það kembir aftur af hinum hvíta fák og ljósvakinn brimar um faxið. Svona kveðja skag- fii-zkir hestamenn sína gömlu og fögru jöi-ð. í guðs fi-iði! Hamies J. Magnússon. STARFSÞJÁLFUN í BANDARÍKJUNUM MÖRG UNDANFARIN ár hef- ur íslenzk-ameríska félagið haft milligöngu um að aðstoða unga menn og konur við að komast til Bandaríkjanna til starfs- þjálfunar. Er þessi fyrii-greiðsla á vegum The Amex-ioan-Scandi navian Foundation í New Yoi-k. Hér er um að ræða störf í ýms- um greinum, svo sem ýmiss konar landbúnaðarstöi-f (á bú- görðum, garðyi'kjustöðvum o. s. frv.), ski-ifstofu- og afgreiðslu- stöi-f (í bönkum, skipaafgreiðsl- um, vei-zlunum, einkum bóka- verzlunum, o. fl.), veitingastörf, stöi-f á smábai-naheimilum (fyr- ir barnfóstrur) o. m. fl. Stai-fs- tíminn er 12—18 mánuðir. Fá stax-fsmenn greidd laun, er eiga að nægja fyrir dvalai-kostnaði, en greiða sjálfir ferðakostnað. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu íslenzk- ameríska félagsins, Hafnar- sti-æti 19, 2. hæð, alla þi-iðju- daga kl. 6.30—7.00 e. h., og þar verða afhent umsóknareyðu- blöð. Þess skal séx-staklega get- ið, að einna a uðveldast mun verða að komast í ýmis land- búnaðar- og gai-ðyi-kjustönf, einkum á voi-i komanda, en um- sóknir þui'fa að berast með nægum fyrirvara. Um flest önnur störf gildir, að svipaðir möguleikar eru á öllum tímum árs, en sem stendur mun greið- astur aðgangur að bókaverzl- unai-stöi-fum og starfi á smá- bai-naheimilum. (Frá Islenzkameríska félaginu.) FÆRÐIN ÞYNGIST nú óðum, enda hríðarveður og fljótt að fylla í slóðir. Samgöng ur máttu þó heita ótruflaðar í héraði í gær. □ Báðir nærast þeir af ílialdinu Nokkur orð um áramótagrein Steindórs Stein- dórssonar í Alþýðumanninum 9. janúar síðastl. í ALÞÝÐUMANNINUM frá 9. jan. sl. er gi-einarkoi-n eftir Steindór Steindórsson mennta- skólakennara með yfii-skrift- inni; „Staldi-að við á áramót- um“. Vegna þess að gi-einin er í sumum atriðum byggð á hinum mesta misskilningi og áróðurs- grein að verulegu leyti, þykir rétt að fara um hana nokkrum orðum. Rétt er að vekja athygli á því, að greinarhöfundur mótmælir þéirri ráðagerð núvei-andi rík- isstjói-nar, að hleypa íslenzkum togurum inn í landhelgina og bátamiðin. Væri betur að fleiri stjórnarliðar væru sama sinnis og létu það í ljósi. íslendingar verða að keppa við erlendar fiskveiðiþjóðir, ef þeir sækja á fjarlæg mið. Sú samkeppni er örðug og hinir 50 íslenzku togarar eru flestir reknir með halla um þessar mundii-. Hins vegar geta engir keppt við íslendinga á báta- miðunum, og. þá séi-stöðu þai-f að nota fyrir bátaflotann og nýta eins og framast má. Útfæi-sla landhelginnar 1958 í valdatíð vinsti-i stjórnarinnar hefur boi-ið þann ái-angur að fiskur eykst á grunnmiðum til ómetanlegs ávinnings fyrir báta útveginn. Þetta blasir hvar- vetna vð. Og þetta er hin dýr- mæta séx-staða í fiskveiðum ís- lendinga, sem vei-nda þarf fram ar öllu öðru. Þá víkur menntaskólakenn- ai'inn að kjai-adeilunum ísumar. Segir hann að hér hafi „staðið sérsaklega á“ og að þær hafi verið pólitískar um of. Jú, víst „stóð sérstaklega á,“ rétt er það. Það stóð eins og allir vita þannig á, að lífskjör fólks höfðu versnað um 15— 20% undir stjói-n íhaldsins. En íhaldið og flokksbræður Stein- dórs höfðu lofað bættum lífs- kjörum undir þessum kjörorð- um; „Leiðin til bætti-a lífskjara er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn“ og Alþýðuflokkurinn lofaði stöðvun dýi'tíðar. Lífskjai-a- skei-ðingunni undu launa- stéttii-nar ekki, sýndu þó meiri biðlund en áður hefur tíðkast, fóru bónarveg að ríkisstjórninni um að aflétta okurvöxtum og koma á þann eða hliðstæðan hátt til móts við kröfur fólksins, og myndi hver sú í-áðsöfun, sem létti fólki lífsbaráttuna, vei-ða metin til jafns við beina launa- hækkun. Stjórnin synjaði öllum slíkum óskum og leiddi þar með verkföllin yfir þjóðina og bar ábyi-gð á þeim. Það stóð „alveg sérstaklega á,“ eins og Steindór segir í grein sinni. Og þá kemur að því, sem greinax-höfundur telur „póli- tískar vinnudeilur“. Stjói-nar- liðar hafa, aldrei þessu vant, veigrað sér við að telja vinnu- deilurnar í sumar „pólitiskar vinnudeilm’", og það er augljóst hvex-s vegna. Það er vegna þess, að vinnudeilurnar voru að þessu sinni ópólitískari en áður hefur þekkzt. Að þeim stóð allra flokka fólk alveg einhuga, einnig í þeim félögum, sem stjóx-narsinnar réðu fyrir. En þegar svo er komið er vitur- legra fyrir þá, sem um stjórn- mál skrifa og vilja láta taka sig alvarlega, að sniðganga ekki þessar staðreyndir. Rétt er einnig að benda Steindóri á það, að þegar hann notar hin algengu slagorð, að atvinnuvegirnir hafi ekki þolað kauphækkanir, má minna á, að sumarið 1958 taldi Sjálfstæðis- flokkurinn kaupið of lágt og at- vinnuvegina þola kauphækkan- ir, og undir það tóku Alþýðu- flokksmenn þá. En einmitt þá, árið 1958, mun kaupmáttur launa hafa verið einna mestur á landi hér og lífskjörin betri en bæði fyrr og síðar. Stjórnarliðar verða hvort tveggja að gera: Viðurkenna, að tal þeirra 1958 hafi verið mark- leysa ein, loforð um foetri lífs- kjör einnig markleysa. Einnig að bíta í það súra epli, að íhaldsstjórnin hafi beinlínis leitt þá ógæfu yfir þjóðna að skerða lífskjör hennar um 15—20%. Undan þessum dómi reynsl- unnar verður ekki komist. Enn segir Steindór: „Úrslit þeirra sýndu (þ. e. vinnudeiln- anna), að þær gáfu sáralitlar kjarabætur, og vissulega hefði verið unnt að ná betri árangri fyrir launþega með friðsamleg- um hætfi, ef hin ófrjóu flokks- sjónarmið og stjórnarandstaða hefðu ekki verið látin ráða.“ Hér gleymir greinai'höfundur að benda á, hvernig launþegar áttu að ná kjarabótum á annan veg en með verkföllum, þegar annað hafði þó sannarlega verið reynt. Eða er hér sami loddara- leikurinn og hjá ritstjóra Al- þýðumannsins, sem barðist gegn kjarabótum, en sagði á eft ir að það hefði verið klaufa- skapur að ná ekki meiri kjara- bótum almennt. „Úrslit þeirra sýndu, að þær gáfu sáralitlar kjarabætur,“ ((kaupdeilurnar). Rétt er það bæði og satt. En harmar Stein- dór það? Var hann ekki sam- þykkur. því gerræði stjórnar- innar að svifta launþega þegar í stað nýfengnum kjarabótum með síðari gengisfellingunni í ágúst í sumar. En það var bein hefndarráðstöfun. Gjaldeyrisstaðan hefur batn- að, segir Steindór. Hún er betri nú en í fyrra, rétt er það. En hún er mun lakari en 1958, í tíð vinstri stjórnarinnar, erlendar skuldir hafa aukizt stórkost- lega án þess að nokkrar stór- framkvæmdir séu gerðar í landinu. En skánandi gjaldeyr- isstaða er m. a. vegna þess að kaupmáttur almennings er minni en áður og framkvæmdir einnig minni, svo að verulega dregur .úr innflutningi og gjald eyrisnotkun, frá því, sem ella hefði orðið. Svo kemur til mikill sjávarafli, sem bætir gjaldeyr- isstöðuna. En tvennt hið fyrrnefnda hefnir sín fyrr en varir. Sam- dráttarstefna og kjaraskerðing- arstefna á ekki heima hér á landi. íslendingar hafa nýlega og á opinberum vettvangi feng- ið alvarlega áminningu um það, að framfara- og uppbyggingar- sókn sé líklegasta og jafnvel eina leiðin til að forða þvi að þjóðin dragist meira aftur úr vestrænum, frjálsum menning- arþjóðum en orðið er, í sókn sinni til betra lífs. Steindór víkur að bæjar- stjórnarkosningum í vor og varar réttilega við kommúnista- hættunni úr austri. Einnig segir hann að stefna stjórnarandstöð- unnar miði að því að „gera oss að handbendi Rússa....“ — Hvað Framsóknarflokkinn snertir eru þetta alger og vís- vitandi ósannindi, sem enga stoð á í rökum. Hitt væri hollt fyrir Steindór og aðra Alþýðu- flokksmenn að hugleiða, að sam kvæmt reynslunni vex komm- únistum því meiri fiskur um hrygg, sem íhaldsins gætir meira í stjórn landsins. Nokkur hætta er því á, að einmitt nú ali íhaldið þessa „nöðru“ betur og meira en nokkru sinni áður. En úr því skera bæjarstjórnarkosningarn- ar í vor. Einhverjir verða þó búnir að átta sig á því, að hinar óhæfu og óíslenzku stjórnmála- stefnur til hægri og vinstri, færa fólkinu ekki þá lífsham- ingju sem landið getur boðið íbúum sínum, og ennfremur, að sá Alþýðuflokkur, sem einu sinni barðist fyrir bættum lifs- kjörum á íslandi og jafnastri skiptingu þjóðarteknanna, er ekki lengur til. Hann liggur á brjóstum auðhyggjustefnunnar og kallar ókvæðisoroðum til þeirra er fæddu hann og fóstr- uðu. Segja má að kommúnistar og Alþýðuflokkurinn — nærist báð ir með nokkrum hætti á íhaldinu, þótt með ólíku móti sé. Alþýðuflokkurinn liggur á brjóstum þess og tekur næring- una beint. Kommúnistar eiga, sem heild, það draumaland, sem hentar þeim til valdatöku. En það er land kyrrstöðu, fátæktar, mis- skiptingar þjóðarteknanna og óánægju. Undir íhaldsstjórn verður myndin af þessu landi skýrari og raunverulegri og hún færist nær. Vald auð- hyggjunnar og stjórn þess hér á landi gerir hana að ísköldum raunveruleika, ef stjórnmála- þroski þjóðarinnar kemur ekki í veg fyrir það. □ Hinn „einstaki blómi“ (Framhald af bls. 2) án pólitískra hugleiðinga. Þeir fréttamenn, sem aðeins vilja birta þær fréttir, sem vissum stjórnmálaflokki gæti verið til framdráttar, ættu sem fyrst að skipta um starf. □ >mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmimmmmmmmmmmmmmmiimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi I NOKKUR ORÐ UM LANDBÚNAÐINN BÆNDUR eru rúmlega sex þúsund hér á landi og eru þeir of fámennir í stóru landi. En mestur hluti landsmanna býr í þéttbýli, þorpum eða kaupstöð- um, sem flestir fara ört vax- andi. Samt sem áður hafa orðið gagngerðari breytingar í land- búnaðinum síðustu árin en í nokkurri annarri atvinnugl'ein, þótt margt annað láti meira yfir sér og sé oftast talið frásagnar- verðara. Þetta er því eftirtekt- arverðara, sem fólki í sveitum hefur fækkað. Þegar litið er á framleiðslumagn búvaranna, iðnaðinn, í samfoandi við hinar ýmsu búvörur, söluskipulagið og gæði varanna sem heild, er augljóst hver gífurleg félagsleg átök hafa verið gerð meðal bændanna og hve mikil atorka fámennrar stéttar stendur þarna á bak við. Við atfougun í sveitunum sjálfum verður þetta þó enn ljósara. Þar hefur orðið ótrúleg bylting. Nýtízku fram- leiðslu- og vélabúskapur með hinum fullkomnustu tækjum hefur leyst af foólmi aldagamla búhætti. Nýbyggingar yfir fólk og fénað og stórfeld ræktun eru gleðilegar staðreyndir. Kyn- foætur og afurðamikill bústofn, sem víðast hvar er fóðraður til hámarksafurða, skilar þeim beztu fæðutegundum, sem nokkur þjóð getur kosið sér. — Enn er þó ótalið það mikilsverð asta í dreifbýlinu, en það er fólkið sjálft, sem er kjarni þjóð arinnar og lífakkeri. Síðasta ár var búskap bænda hagstætt á miklum hluta lands- ins, hvað árferði snertir. Á Norður- og Norðausturlandi urðu miklir erfiðleikar vegna óvenjulegra þurrka. Votheys- gerð og súgþurrkun komu að miklu gagni, en víða skemmdist verulegur hluti heyjanna, og er lélegra fóður en ella, og einnig minna að vöxtum, þar sem verst var. En grasspretta var mikil og uppskera garðávaxta góð. Sláttur hófst a. m. k. 10 dögum síðar hér en á Suður- landi. Súgþurrkun útbreiðist mjög. Dráttarvélar hafa alger- lega tekið við af hestunum sem vinnuafl og fer þeim enn fjölgandi, þótt sú breyting hafiá orðið síðasta ár, að dráttarvélar urðu svo dýrar að bændur gátu ekki keypt þær. Voru þá keyptar gamlar dráttarvélar, sem bændur nágrannalandanna gátu ekki eða vildu ekki nota lengur. Þær voru þriðjungi ód'ýrari. Það hefur ekki áður hent landbúnaðinn, að þurfa að grípa til slíkra örþrifaráða, Tilbúni áburðurinn og notkun hans getur ráðið miklu um sprettutíma, uppskeruna o. fl. Notkun hans hefur árlega farið mjög vaxandi þangað til nú. Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi framleiddi síðasta ár 23064 smálestir af köfnunarefnis- áburðinum Kjai-na. Áburðarnotkunin síðasta ár varð þessi, miðað við hrein áburðarefni (árið áður í svig- um); Köfnunarefni 7484 smál. (7080). Fosforáb. 3553 smál. (3700). Kalí 1957 smál. (2060). Eins og sjá má á þessum töl- um, hafa bændur keypt minni steinefnaáburð en árið áður, og stafar það án alls efa af fjár- hagsvandræðum, því að þetta er alveg gagnstætt þróuninni áður og einnig gagnstætt ráð- um leiðbeiningarmanna í land- búnaðinum. Og einnig ber þess að geta, að nýræktii-nar tvö síð- ustu árin, sem skýrslur eru til um, voru um 7500 hektarar (um 500 ha. minni síðara árið), en þessi túnauki þarf vissulega mikinn áburð og hefði það enn átt að stuðla að auknum áburð- arkaupum. Bústofninn í landinu var því sem næst þessi í árslok 1960— 1961: 850 þús. fjár, 54 þús. naut- gripir og 40 þús. hross. Senni- legt er, að sauðfé hafi enn fjölgað eittfovað og kúm einnig, en hrossum fækkað. Um svín eru engar tölur til og ekki held- ur um hænsn. Og um þessar búgreinar er enginn félagsskap- ur, ekkert eftirlit og lítil áhugi. Þó munu þessar bú- greinar þess verðar að sinna meira um þær en verið hefur. Geitfé er innan við 100 á öllu landinu. Eldi loðdýra er ekki teljandi. Sölufélag garðyrkjumanna foefur mesta sölu á framleiðslu gróðurhúsanna. Það hafði til sölumeðferðar á síðasta ári: 277 tonn af tómötum (290 tonn árið áður), 350 þús. gúrkur (390 þús. árið áður), 52 tonn af gul- rótum (50 tonn árið áður) og 82 tonn af hvítkáli, en 115 tonn árið 1960. Söluverðmæti þessara vara var 9,8 milljónir króna. Mjólkin til mjólkurbúanna í landinu 11 fyrstu mánuði ársins ÓVÆNT HINDRUN. Öldruð kona var fyrir helgina að koma heim til sín. En er hún kom að húsinu sínu var óvænt foindrun komin á leið hennar. Hár snjóruðningur lokaði henni ,,heimreiðinni“ og varð hún að fá aðstoð til að klöngrast yfir farartálmann. Hér hafði öflugt tæki bæjarins verið að skafa snjó af götum, og gott er þeirra starf. En er ekki hægt að vinna þannig með þeim, án mikilla tafa, að öllu fólki sé fært að og frá húsum? En spumingu þess- ari er hér með, að gefnu tilefni, kornið á framfæri, án þess að amast sé við hreinsun gatnanna á vetrum. □ MIKIL SJÓÐÞURRÐ. ECtir fréttum að dæma virðist viðskiptalífið að ýmsu leyti gallað í hinum fagra Hafnar- firði. En þar stjórnar Alþýðu- flokkurinn og þaðan eru tveir ráðherrar Alþýðuflokksins í núverandi ríkisstjórn. Þeir hafa mjög komið við sögu skreiðar og útgerðarmála með vafasöm- um hætti. Síðustu fréttir herma, að ein 1961 varð 76,7 millj. kg., en var yfir sama tíma árið 1960 70,7 millj. kg. Seld mjólk frá mjólkurbúun- um var 33,36 millj. 1., en var 32,4 millj. árið 1960. Smjörfram leiðslan varð 1300 lestir, en 1056 lestir árið áður. Skyr 1738 lestir, en var árið áður 1666 smálestir. Á 11 fyrstu mánuðum ársins jókst mjólkurframleiðslan um 8,6% en salan um 3%: í haust var slátrað samtals 820370 fjár og var kjötmagnið 11743 smálestir, þar af um 281 smálest geldfjárkjöt og ærkjöt 817 smálestir. Sauðfjárkjöt í fyrra var 10482 smálestir. Með- alþungi dilka í haust var 13,91 kg., en var 14,23 kg. árið áður. Búið er að flytja út dilkakjöt sem hér segir: 1434 tonn til Bretlands, 330 tonn til Svíþjóð- ar, 48 tonn til Bandaríkjanna og og 1.5 tonn til Danmerkur. Kjöt þetta var allt fryst. Innan skamms fara svo 300 tonn af söltuðu dilkakjöti til Noregs. Samtals eru þetta 2128 tonn. En sennilega þarf að selja sam- tals um 3 þús. tonn úr landi, eða um 900 tonn til viðbótar. Um 200 tonna viðbótarneyzla innanlands nemur aðeins sjötta hluta hinnar raunverulegu framleiðsluaukningar. Árin 1959 og 1960, en fyrra árið tóku útflutningsuppbæt- urnar gildi, voru seld út 4454 tonn af dilkakjöti. Meðalút- flutningsuppbætur hafa verið 7.08 á kíló En niðurgreiðslur innanlands voru kr. 9.80 á kOó. Kemur þá í ljós að ríkissjóður hefur sparað sér 12 milljónir kr. á þessum úflutningi — miðað við neyzlu kjötsins innanlands. Lánastofnanir landbúnaðarins störfuðu á sama hátt og áður, en minna var veitt af lánum. Veð- milljón króna eða svo hafi lekið úr kassa rafveitunnar í þeim bæ og er sjóðþurrðin í rann- sókn um þessar mundir. Það er því miður of algengt í landi okkar, hve margir eru óvandaðir í meðferð á annarra fé, sem þeim er trúað fyrir, og einnig er algengt að linlega sé á slíkum brotum tekið. Skammarlegur óhófslifnaður, lúxusbyggingar, bílakaup o. fl. þess háttar gefur oft auga leið í þessum efnum, þegar annai-s vegar liggja ljóst fyrir árstekjur viðkomandi. En þá er kominn tími til athugunar á heiðarleik- anum. □ MÁ FREKAR DREPA ÞAR? Allir minnast þess, hve heit gremja kviknar í brjóstum Reykvíkinga þegar fréttir ber- ast af því frá Akureyri að þar sé hálfvaxin síld veidd upp við landsteina. Þessi gremja er svo rík, að hvorki er hægt að koma í opinberar stofnanir eða á mannfundi þar án þess að verða fyrir óþægilegum spurningum og athugasemdum um þessa veiði. Og jafnvel ýmsir Akur- deildin lánaði síðasta ár 3,1 millj. kr., en 3,3 millj. í fyrra. Ræktunarsjóður lánaði 4,1 millj. á síðasta ári, en 4,9 millj. árið áður. Byggingasjóður lánaði 8,3 millj., en 13,3 millj. árið 1960. Þessar tölur gefa heildar- mynd af samdrættinum, þótt þær séu ekki nákvæmari. Lánin úr þessum þrem sjóðum land- búnaðarins urðu 13,7% minni en árið 1960. Tölurnar segja þó ekki nema 'hluta sögunnar, því að bygginga- og ræktunar- kostnaður hefur aukizt svo stórkostlega, að í raun og veru er lánasamdrátturinn miklu meiri en framangreindar tölur bera vott um. Nýbýlastjórn samþykkti 40 nýbýli á árinu og endurbygg- ingu á 3 eyðijörðum, samtals 43 foeimili. Árið áður var sambærileg tala 52 h'eimili, eða 33 nýbýli og 19 endurbyggingar. eyðijarða. Nýbýli eru flest í Ámes- og Rangárvallasýslum. Framl. hafa verið veitt til túnauka á þeim foæjum, sem minni tún hafa en 10 ha., samkv. lögum, samtals 950 ha. Sú aðstoð' er minni en árið áður. Hér ber allt að sama brunni og oft hefur verið bent á í blað- inu, að í landbúnaðinum er mikið minni uppbygging og framfarir en áður var. Sennilega kostar foálfa aðra milljón kr. að stofna gott ný- býli (vélar og bústofn innifal- ið). Fáir treysta sér til að leggja út í nýbýlastofnun og lánastofnanir veita þar ekki viðunandi aðstoð. Þessi afstaða hins opinbera kemur í veg fyr- ir eðlilega þróun og hindrar frekara landnám og æskilega búsetu í hinum dreifðu byggð- um landsins. □ eyringar taka undir og segja sem svo: Þetta er hin herfileg- asta rányrkja og það er synd að drepa ungviðið. Bæjarstjórn Akureyrar hefur rætt um að banna bæjarbúum þessa veiði. En nú í vetur veiða Sunn- lendingar mikið af smásíld, ásamt gotusíld, og nú minnist enginn á það í Reykjavík og fáir á Akureyri, að það sé synd að drepa ungviðið. Þetta er hálf skrýtið, finnst manni, og nú þegja sunnanblöðin. Hér skal ekki frekar rætt fovor smásíldin sé réttdræpari, sú er hér elur aldur sinn á Ak- ureyrarpolli hluta úr ævi sinni, eða sú sunnlenzka. En augljóst mál sýnist það vera, að hér sé fiskifræðinganna um að fjalla og eitt af óteljandi verkefnum þeirra. Eflaust kemur líka til álita að vernda hi-ygningar- svæði síldarinnar og annarra nytjafiska og e. t. v. einnig ein- hverjar uppeldisstöðvar nytja- fiska fyrir allri veiði, en að sjálf sögðu ber að samræma þá frið- un fremur en að bæja- eða sveitastjórnir taki , um það ákvarðanir. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.