Dagur - 28.02.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 28.02.1962, Blaðsíða 7
- Ályktun miðstjórnar (Framhald af bls. 5.) sinna og sjálfstæðis gagnvart á sælnu erlendu valdi, hvaðan sem það kemur og hvers konar gervi sem það býr sig. Þjóðin á hins vegar að vera hleypidómalaus gagnvart öllum þjóðum og ástunda vinsamleg skipti við hvaða þjóð sem er, en hafa þó — eins og eðlilegt er — sérstakt og nánast samstarf við þær þjóðir, sem eru henni skyldastar og næstar, og þess vegna á hún heils hugar að taka þátt í vestrænu samstarfi með því móti, sem samrýmist smæð hennar og sérstöðu. Þjóðin verður að taka aftur í stjórnarfari sínu framfara- stefnu, sem sé um leið stefna jafnréttis og réttlætis í skipt- ingu þjóðartekna, og veiti bæði einstaklingsframtaki og félags- samtöku.m heilbrigðan og öflug an stuðning ríkisvalds og þjóð- arheildar til þess að hagnýta gæði þau, sem landið hefur að bjóða. Sú stefna ein á þann töfrasprota, sem getur leyst úr læðingi fulla orku þjóðarinnar og afkastagetu. F ramsóknarf lokksins VII. Miðstjórn Framsóknarflokks ins telur þá atburði hafa gerzt, að sérstaka nauðsyn beri til, að íslendingar séu vel á verði um sjálfstæði þjóðar sinnar, lands- réttindi hennar og menningu. Miðstjórnin leggm- nú sem fyrr ríka áherzlu á það, að fjár magni sé þannig ráðstafað og framkvæmdum þannig hagað af hálfu þjóðfélagsins, að byggð haldist og eflist um land allt, þar sem skilyrði eru til þess frá náttúrunnar hendi, og við því sé spornað með öllum skynsam legum ráðum, að mestur hluti þjóðarinnar safnist saman í einni borgarbyggð eða á litlum hluta landsins. í þessu sambandi minnir mið stjórnin á nauðsyn á rafvæð- ingu allra byggða, svo fljótt sem verða má. Miðstjórnin ítrekar samþykkt sína frá seinasta aðalfundi um áætlanagerð ríkisins. En jafn- framt tekur miðstjórnin fram að gefnu tilefni, að slík áætlim argerð verður að miðast við þróttmikla og bjartsýna fram- 'S f & HUGHEILAR ÞAKKIR til nllra peirra, er glöddu <•! S mig með blómum, skeytum, gjöfum og heimsóknum f á sjötugsafmœli minu. — Lifið heil! SIGURBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR Eiðsvallagötu 26, Akureyri. i f V Lokað eftir hádegi miðvikud. 28. febrúar vegna jarðarfarar ÞORKELS V. OTTESEN. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS ÞORGRÍMSSONAR, sem andaðist að Dvalarheimili aldraðra sjómanna mánudaginn 19, þ. m., fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. marz kl. 1,30 e. h. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabama. Guðm. Halldórsson, Baldur Halldórsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns rníns, föður okk- ar, fósturföður, tengdaföður og bróður INGÓLFS GUÐMUNDSSONAR. Ingibjörg Halldórsdóttir, Margrét Ingólfsdóttir. Sigurlaug Ingólfsdóttir, Ragnar Steinbergsson. Asta Sigurðardóttir, Ingimar Eydal. Steingiímur G. Guðmundsson, Lilja Valdimarsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýliug við andlát og jarðarför SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Þórunnarstræti 114. Einnig innilegar þakkir til ykkar, sem minntust henn- ar með minningargjöfum. Guð blessi ykkur öll. Jóhann Steinsson og fjölskylda. farastefnu. Okkur fslendingum, sem búum í lítt numdu landi, og erum seint á ferð meðal þjóðanna í 'hagþróun, nægir ekki að miða okkar framleiðslu aukningu við það, sem viðun- andi þykir hjá þeim þjóðum, sem lengst eru á veg komnar í hagþróuninni, heldur verðum við að setja markið svo hátt, að miðað sé við að komast sem fyrst í fremstu röð, — og leggja á okkur það, sem nauðsynlegt er, til að ná því marki. Miðstjómin leggur áhex-zlu á, að í'íkið styðji svo sem nauðsyn ki'efur höfuðatvinnuvegi þjóð- ai-innar: landbúnað, sjávai'út- veg og iðnað, og leggi lið hverri æskilegri atvinnugi'ein, nýrri sem eldri. Taki m. a. eðlilegt til lit til atvinnu.veganna og séi'á- stæðna þeirra hvei's um sig við ákvöi-ðun skatta og tolla. Miðstjórnin vill að stuðlað sé að spai'ifjármyndun í ríkum mæli, og spariféð látið vera í umfei'ð til eflingar framleiðslu og almennum framförum. Miðstjóx-nin lýsir ánægju yfir því, að samvinnufélögin og laun þegasamtökin náðu sl. sumar samkomulagi um kaupbreyting ar og komu með því í veg fyrir víðtæk og langvarandi vex'kföll og fx-amleiðslustöðvun, sem skaðað hefði þjóðina stórkost- lega. Miðstjói-nin þakkar þingmönn um Framsóknai'flokksins skel- egga andstöðu þeirra gegn sam dráttarstefnu ríkisstjórnarinn- ar og undanslætti hennar í ut- anríkismálum. Miðstjói'nin skorar á kjósend ur í landinu að hefja þegar bar áttu fyrir því, að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn fái ekki á ný í næstu alþing iskosningum sameiginlegan meirihluta á Alþingi og tapi þannig aðstöðu til að fram- kvæma stefnu sína. Miðstjói-nin beinir því jafn- framt til allra, sem vilja al- mennar framfarir í landinu., að gera sér grein fyrir því, að eina í'áðið til að tryggja slíkri fram- farastefnu völd, er að veita Framsóknai'flokknum brautar- gengi, svo hann verði stæi'sti þingflokkurinn. IBORGARBÍÖ 1 I Sími 1500 ‘s j Afgr. opin frá kl. 6.30 e. h. | Gamli maðurinn og hafið j Afburða vel gerð og áhrifa- í mikil amerísk kvikmynd í j litum, byggð á Pulitzer- og j Nobelsverðlaunasögu Ernest | Hemingway’s ,,The old man j and the sea“. iimmmmmmmmmm immmimr □ Rún 59622287 = Frl:. Atg:. I. O. O. F. — 14332814 — I. O. O. F. Rb 2 — 111228814 Kirkjan: Æskulýðsmessa í Ak ureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn 4 marz. Sálmar: 572, 219, 420, 424, 232. Ung- menni Iesa pistil og guðspjall. Æskufólk sérstaklega hvatt til að koma. B. S. Messað í Lögmannshlíðar- kirkju á sunnudaginn kl. 2 e. h. Æskulýðsmessa. Sálmar: 645, 648, 434, 207, 424. Ungmenni lesa pistil og guðspjall. Æsku- fólk sérstaklega hvatt til að koma. Stx-ætisvagn fer með kii'kjufólk til messunnar. P. S. Æskulýðsmessur á nokkrum stöðum utan Akui'eyi'ar n. k. sunnudag: Bakkakirkja í Öxnadal kl. 2 e. h. Sr. Björn O. Bjömsson. Dalvíkurkirkja kl. 2 e. h. Sr. Stefán Snævarr. Grenivíkurkirkja kl. 2 e. h. og Svalbarðskirkja kl. 5 e. h. Sr. Jón Bjai-man. Grenjaðarstaðakirkja í Aðal- dal kl. 2 e. h. og Laugaskóli í Reykjadal kl. 11 f. h. Si'. Sig- m-ður Guðmundsson. Hálskirkja í Fnjóskadal kl. 2 e. h. Sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Hofsóskirkja í Skagafirði kl. 2 e. h. Sr. Árni Sigurðsson. Hóladómkirkja í Hjaltadal kl. , 2 e. h. Si'. Björn Bjöjrnsson, Húsavíkurkirkja kl. 5 e. h. Sí'. Sigui'ður Haukur Guðjónsson og sr. Sigurður Guðmundsson annast messuna. Kaupangskirkja í Eyjafii'ði kl. 2 e. h. Sr. Benjamín Krist- jánsson. Ólafsfjarðarkirkja Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 10 f. h., almenn messa kl. 2 e. h. Sr. Kristján Búason. Sauðárkrókskirkja. Barna- guðsþjónusta kl. 11 f. h. og messa kl. 2 e. h. Séra Þórir Stephensen. Siglufjarðarkirkja kl. 2 e. h. Sr. Ragnar F. Lái'usson. Stærra-Árskógskirkja kl. 2 e. h. og Hríseyjarkirkja kl. 5 e. Sr. Fjalar Sigurjónsson. Ath. Á æskulýðsdaginn vei'ða seld mei’ki til stuðnings sumar- búðum, og þar sem við vei'ður komið fara fram samskot í kix'kjunum. Kaupið mei-ki dags- ins og styðjið hina ungu kirkju í starfi hennar. Árshátíð Æskulýðs- félagsins er á sunnu- daginn 4. mai-z að Hó tel K. E. A. Hefst há tíðin með kirkjugöngu kl. 2 e. h. og eru allir félagar beðnir um að mæta við messuna. Að aflok- inni messu vei-ður fai'ið á Hótel KEA. Þar verða flutt minni, ennfremur verða skemmtiþætt- ir, sameiginlegt borShald, söng- ur og fleira. Eðvarð Sigui'gðli's- son sýnir kvikmynd fi'á Öskju- gosinu og landsmóti ungmenna- félaganna að Laugum í sumai'. Aðgangur ki\ 20.00. Félögum heimilt að taka með sér gesti. Aðaldeild fundur í kvöld, mið- vikudag, kl. 8 e. h. Ættjarðar- nefnd, foringi Pálmi Jónsson, og útbreiðslunefnd, foringi Björn Sigurðsson, annast stjórn fundai'ins. Föndur fyrir dx'engi íimmtudagskvöld kl. 8. Stjórnin Zion: Sunnud. 4. marz. Sunnu dagaskóli kl. 11 f. h. Samkoma kl. 8.30 e. h. Tekið á móti gjöf- um til kristniboðsins. Reynir Hörgdal talar. Allir velkomnir. Akureyringar! Minningarsam koma verður í sal Hjálpræðis- hei-sins um Ingólf Guðmunds- son, sunnud. 4. mai’z kl. 20.30. Allir velkomnir. — Hjálpræðis- hei'inn. Biblíudagurinn. Sl. sunnudag safnaðist við guðsþjónustu í Ak ureyrai'kii'kju til Biblíufélags- ins ki\ 3000.00. Þar af kr. 500.00 fi'á N. H. og 'kr. 200 frá Jakob- ínu Gunnarsdóttur, Kristnes- hæli. Auk þess gei'ðist Vetur- liði Sigurðsson, Oddeyrargötu 30, ævifélagi með 500 kr. fram- lagi. Skólaskemmtun verður í Odd eyrarskólanum um næstu helgi. Verða sýningar í laugardag og sunnudag kl. 4 og 8. Aðgöngu- miðasala verður í skólanum á laugardag kl. 3 og sunnudag kl. 10 árdegis. Frá Stangaveiðifélaginu Flúð um. Aðalfundurinn, sem átti að vera að Hótel KEA sunnudag- inn 4. marz, verður í húsnæði íslenzk-ameríska félagsins í Geislagötu 5 kl. 2 e. h. sama dag Aðalfundur K. F. U. K. verð- ur haldinn í Zíon miðvikudag- inn 7. marz kl. 8.30 e. h. Venju- leg aðalfundarstörf. Námsstyrkir: Þýzkir stúdent- ar, búsettir erlendis eða þýzk- ættaðir stúdentar með erlendan borgararétt, geta fengið náms- styrk fyrir skólaárið 1962—1963. Umsóknir sendist til þýzka sendiráðsins í Reykjavík eða vararæðismannsins á Akm'eyri fyrir 1. apríl n.k. Áheit: Til Akureyrarkirkju frá ónefndri konu kr. 500.00, frá Jóni Péturssyni, stýrimanni, kr. 200.00. — Til nýja orgelsins frá Guðrúnu og Borghild Hansen, kr. 250.00. — Til systranna á Sauðárkróki frá Jóni M. Árna- syni kr. 500.00. — Kærar þakk- ir. P. S. Frá Sjálfsbjörg: Þriðja spila- kvöldið verður að Bjargi föstu- daginn 2. mai-z kl. 8.30 e. h. Spilakvöíd verður hjá hesta- mannafélaginu Létti í Alþýðu- húsinu á föstudagskvöld. Sjáið nánar í auglýsingu. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund að Bjargi fimmtu.dag 1. marz 'kl. 8.30 e. h„ Fundarefni: Inntaka nýrra fé- laga. Hagnefndaratriði. Fullnað' ar ákvörðun tekir, um Bræðra- kvöld. Félagar mætið. Æðsti- templar. Tíu þús. krónu gjöf til Æ.F.A.K. ÞANN 6. febrúar sl. var Æsku- lýðsfélagi Akureyrarkirkju færð minningargjöf, að upphæð kr. 10.000.00. Er hún gefin til minningar um Óskar S. Sigur- gsii'sson vélsmið, f. 5. 12. 1881, d. 2. 1. 1959. Gefendur eru syst- ir hans Laufey Sigurgeirsdóttir og fóstursonur Óskar Ósberg, rennismiður, Strandgötu 11, Akureyri. Skal gjöfinni varið til kaupa á kvikmyndatækjum. Félagið færir gefendum beztu hjartans þakkir fyrir gjöfina, og biður Guð að blessa minn- ingu Óskars Sigurgeirssonar. (Frétt frá Æskulýðsfélagi Ak- ureyrar).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.