Dagur - 28.02.1962, Side 8

Dagur - 28.02.1962, Side 8
8 Flokksstarfið er í fullum gangi >iiiiiiiumiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiii(|S | Ákureyringur kynnir Ésland ( Framsóknarmenn minntir á að hafa samband við flokksskrifstofuna, en hún er opin eftir hádegi FRAMSÓKNARMENN á Ak- ureyri eru minntir á, að flokks skrifstofan er opin síðari hluta dags, og veitir Haraldur Sig- urðsson, íþróttakennari, henni forstöðu. Stjórnir Framsóknar- ' félaganna, bæjarfulltrúar flokks ins og fleiri aðilar hafa þegar efnt til nokkurra smærri funda, .sem hafa tekizt mjög vel, bæði meðal hinna yngri og eldri. Þeg • ar hafa iverið rædd ýmis bæjar- mál, sem síðar í vetur hljóta að koma mjög á dagskrá í umræð um og undirbúningi bæjar- stjórnarkosninganna, sem fram eiga að fara í vor. , Um leið og blaðið fagnar þeirri samvinnu, sem nú er haf in við undirbúning kosning- anna, hvetur það framsóknar- fólk til þess að líta inn á skrif- stofu flokksins og að hafa sam- band við blaðið um þau efni, sem til stuðnings mættu verða frjálslyndri og framfarasinnaðri stefnu í málefnum bæjarins. Skrifstofa flokksins mun fljót lega hafa samhand við alla þá, sem félagsbundnir eru í Fram- sóknarfélögum, og eru þeir beðnir að bregða fljótt og vel við til starfs. , Fyrir skömmu var ungum Framsóknarmönnum gefinn kostur á að hlýða á fræðsluer- EIMR OG EIMBER í ÆSKU þótti okkur smala- strákunum talsverður slægur í einiberjunum, þegar þau voru orðin vel þroskuð og fallega blásvört síðara árið, en þau eru tvíær, eins og kunnugt er. Og þau urðu vel þroskuð á okkar smalaslóðum, enda var þar sums staðar talsvert af all- stórum einikræklum. Okkur strákunum þótti að vísu einiberin dálítið römm á bragðið, en það var samt frískt og hressandi, og lagði sterkan ilm fram í nefið, þegar við tuggðum berin. Og hressandi þótti körlunum einiberja- brennivínið, og töldu það einn- ig margra meina bót, — og var það óefað að sumu leyti. Það var þeirra íslenzki sjenever! (Genever er hollenzkt eini- 'ber ja-brennivín.) Ókunnugt var mér um smita- varnar-eiginleika einiberjanna, þar til vinkona mín, frú Hulda sál. Gaifborg, ritih., sagði mér frá því, að hún ihefði varizt spánsku veikinni 1918 með því að vera sítyggjandi einiber. Og síðan hef eg fengið talsverða reynslu á þessum vettvangi á eigin heimili, sérstaklega af notkun einiberjaolíu! Við smalastrákarnir vissum af reynslu, að viðurinn í eini- kræklunum var ótrúlega stinn- ur og harður. En ekki hefði olckur þótt trúlegt, að einir gæti orðið allhá, gild og bein- vaxin skógartré! Og ekki datt mér í hug að, trúa því, er gam- all iriaður á Sunnmæri sýndi mér 6 þml. „eini-fjöl“ í gömlum kistubotni;— Seinni kynntist eg eiriitrjám í skógum í Noregi, bæði Vestanfjalls og Austan. Venjulega voru þau ekki nema liðlega mannhæðar há, en teinbein og stinn. Á skólaárum mínum gerðum við strákar okkur skrautlega göngustafi úr hæfilega gildum eini; Stæi'sti einir, sem sögur fara af í Noregi, mældist 12,5 m að hæð og 1,3 m. að ummáli neðst á stofni! — Úr slíkum eini- stcfni gat kistufjölin hans Lars gamla á Hólmi hæglega verið komin! Myndin, sem fylgir línum þessum, er af 7 m. háum eini Vestanfjalls, að Efriströnd í Víkurdal á Gaulura. Eigandi hans, sem stendur undir trénu, telur það a. m. k. 70 ára gamalt. Man hann eftír því fyrir 30 ár- um, og var það þá um helming- ur núverandi hæðar. Gaman væri að sjá og reyna, hvað upp gæti sprottið af ísl. einiberjum í gróðurreit við góða hirðu og aðhlynningu! Helgi Valtýsson. indi um samvinnumál, sem Jak ob Frímannsson flutti. Fund þennan sóttu miklu' fleiri en bú izt var við, og að erindinu loknu hófust umræður og hinir ungu menn báru fram ýmsar fyrirspurnir, er frummælandi svaraði. Samtímis var haldinn ógætur fundur hinna eldri manna og þar einnig flutt fróð- legt erindi um einn þátt bæjar- mála. Gagngerðar endurbætur hafa þegar verið gerðar á skrifstofu flokksins, svo þar er nú af þeim sökum hægara að sinna fjöl- þættu flokksstarfi en áður. Þess má svo að lokum geta í sambandi við flokksskrifstof- una, að hún er einnig opin öll- um þeim óflokksbundnu mönn- um og konum, sem kynnast vilja starfi og stefnu Framsókn- arflokksins. □ HINN 17. febrúar geisaði ofsa- legt veður yfir Norður-Evrópu. í Hamborg urðu tjón einna mest og miklir mannskaðar. Stormurinn var vestlægur og hækkaði vatnið í Elbe nær 4 metra. í borgarhlutanum WiLhelms- burg, sem liggur milli tveggja kvísla Elbe-árinnar og þar sem fríhöfnin er, fór nær allt á kaf. Á járnibrautarstöðinni var meira en metersdjúpt vatn á teinunum. f sama borgarhluta eru mörg hverfi smáhúsa, sem bókstaflega fóru í kaf. Og víða á ströndinni, þar sem landið liggur lágt, fór allt undir vatn. í flóðunum beið fjöldi manns bana. Um 25 þúsund hermenn hófu þegar skipulagða hjálparstarf- semi, bæði á bátum og með flugvélum, einkum þyrlum. Borgaihlutai- urðu algerlega einangraðir. Fólk hafðist við á EINS OG kunnugt er, hefur kirkjan haft forgöngu í ung- mennaskiptum milli landa. Taka unglingar þátt í safnaðar- og kirkjulífi og eru jafnframt í skóla. Níu ungmemii fóru sl. sumar á vegum þessara samtaka til Bandaríkjanna. Einn þeirra var ungur Akureyringur, Jónas Þórisson, 17 ára, sonur 'hjón- anna Þóris Björnssonar vél- stjóra og Huldu Stefánsdóttur, Klettaborg 3. Nýlega birtist grein um Jón- as í blaðinu Garden County News, sem er gefið út þar, sem hann dvelur í Big Springs, Ne- braska. í greininni er farið mjög lofsamlegum orðum um Jónas og fyrirlestra hans um ísland. Hefur hann talað víða og sýnt litskuggamyndir af landi húsaþökum og í trjám. Sultur- inn svarf einnig að og allt vatn varð eitrað. Um 70 ferkílómetr- ar lágu undir vatni í Hamborg. Á fjórða hundrað lík eru fund- in. Yfirvöldin gáfu út tilkynningu þess efnis, að hver óviðkomandi er sæist í yfirgefnum húsum og ekki gæti gent grein fyrir erind um sínum yrði skotinn á staðn- um. En rán og gripdeildir fylgja tíðum í kjölfar slíkra atburða. Matarlaust fólk laumast inn í matvöruverzlanir til að seðja hungur sitt, en á slíkum brot- um er ékki tekið mjög hart. En mjög margir skráðu nöfn sín í verzlunum og tilgreindu hvaða vörur þeir hefðu tekið. Á þriðja degi eftir að flóðið reis hæst var 20 þús. manns enn innilokað á ýmsum stöðum með fram fljótinu og á landi, sem víða liggur að baki brostinna varnargarða. og þjóð. Skrifaði ritstjóri blaðs ins foreldrum Jónasar sérstakt bréf til þess að láta í ljós á- nægju sína með hinn unga ís- lending. Jónas Þórisson. Á þessu ári mun kirkjan einn ig annast ungmennaskipti og hafa margir sótt um þau. Jónas Þórisson lætur mjög vel af dvöl sinni og er hrifinn af hinu þróttmikla kirkjulífi, sem hann hefur kynnzt í Ame- ríku. Hann er væntanlegur heim aftur í haust. P. S. Nýstárleg skákkeppni FYRIR FORGÖNGU Skákfé- lags Akureyrar, hefst n.k. sunnudag í Landsbankasalnum kl. 2 e. h. félaga- og fyrirtækja- keppni í skák. Gert er ráð fyrir fjögurra manna keppnissveit- um, og keppa sveitir frá eftir- töldum fyrirtækjum og félög- um: — Frá Búnaðarbankanum, Landsbankanum, Bifr.st. Stefni, Menntaskólanum á Akureyri, Iðju, félagi verksmiðjufólks, Starfsm.félagi KEA og bæjar- starfsmenn. □ ^utuuiuuiiuiuuuuuiuiiiuuiiuuuuinuuuiuui «• ÍBagur I kemur næst út hinn 7. marz næstkomandi. Ogurleg flóðbylgja í Þýzkalandi r A fjórða hundrað lík fundin - Gífurlegt tjón Fréttabréf frá Sauðárkróki Sauðárkróki 22. febr. Stöðugar ógæftir hafa verið hér síðan um áramót, og lítið veiðzt þá sjald an að á sjó hefur gefið. Vegir innanhéraðs hafa lengzt af verið sæmilega greiðfærir, þungfærir þó dag og dag. Vatns skarðsvegur venju fremur snjó þungur og lokast algerlega á köflum. Nú eru vegir í hérað- inu víðast alauðir, enda snjó- létt á láglendi. Þorralblót U. M. F. Tinda- stóls var haldið í Bifröst 3. febr. síðastl. Félagar og gestir þeirra komu með þorramatinn að heiman í trogum, en á stokkum stóð öltunna, sém hver gestur hafði aðgang að að vild. Margt var til skemmtunar. Form. fé- lagsins, Sveinn Friðvinsson, flutti snjalla ræðu, leikþættir voru sýndir, sungið og glímt við getraun. Iðnaðarmannafélag Sauðárkr. minntist 20 ára afmælis síns með veglegu hófi í Bifröst 17. þ. m. Voru þar veizluföng framreidd og dagskráin byggð upp með þáttum úr byggðasögu staðarins frá elztu tímum, auk sögu þeirra tveggja iðnaðarmannafé- laga, sem vitað er að starfað hafa hér í bæ eftir aldamót. Elzti iðnaðarmaður bæjarins, Ögmundur Magnússon, söðla- smiður, sem nú er nær því 83 ára, var í hófinu sæmdur heið- ursmerki Landssambands Iðn- aðarmanna úr silfri, fyrir frá- bært starf og til heiðurs fyrir stéttina í nær því 60 ár. Afhjúpaður var fáni félags- ins. Hann er gerður af Sigurði Gunnlaugssyni, hafnargjald- kera á Siglufirði, en fánastöng, þverslá og húna gerði Ingólfur Nikódemusson, trésmiður, Sauð árkróki. Er þetta í heild stór og veglegur fáni. Formaður Iðnaðarmannafé- lags Sauðárkróks er Adolf Björnsson, rafveitustjóri. Sl. laugardag kyngdi hér nið- ur snjó í kyrrlátu veðri, svo að um kvöldið yar kominn djúpur - snjór, laus og jafnfallinn. Gerði þá rasahláku, hvassviðri og stór- fellda. rigningu, svo að allt rann í sundur. Var á tímabili um að litast eins og hafsjór um allt og fossandi vatnsföll niður yfir bæinn. Á nokkrum stöðum rann inn í kjallara húsa og urðu (Framhald á bls. 2)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.