Dagur - 10.03.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 10.03.1962, Blaðsíða 7
■uiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiu. JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: 11111111 imiiiiim 7 Þarf að endurfæða FRÉTTIR að norðan herma, að Hólaskóli sé á miklum tímamót um. Lengi var þar biskupssetur og latínuskóli. Allt í einu lögðu danskir valdhafar niður bæði biskupsgtólinn og skólann. Þá fengu Hólar langa hvíld frá höf uðseturstilveru. En þegar frelsi og , framför færðust í aukana, vaknaði áhugi fyrir hinu faflna menntasetri. Áhugamenn í Skagafirði keyptu staðinn fyrir allmikla fjárhæð. En þó mundi sú peningahrúga ekki nægja nú á dögum nema til að byggja litla kjallaraholu í byggð eða bæ. En þessir áhugamenn, sem keyptu staðinn, voru bjartsýnir sveitabændur og þeir reistu bændaskóla á Hólum með lítils háttar stuðningi af almannafé. Skagfirðingar voru heppnir með forstöðumenn á Hólum. Þar urðu skólastjórar tveir viður- kenndir gáfu- og dugnaðar- menn, Jósef Björnsson og Her- mann Jónasson, sem síðar var kenndur við Þingeyrar. Þeir lögðu sig mjög fram um rekst- ur skólans en áttu við marga erfiðleika að stríða. Slæmt ár- ferði og vantrú margra bænda. Skömmu fyrir aldamótin fór ungur, vaskur og afkastamikill bóndasonur úr mipni sveit í Hólaskóla, en kom alfarinn heim eftir viku. Piltar. voru þá tvö ár í skólanum, bæði við verklegt og bóklegt nám. Þegar piltar komu á vorin, var margt að gera á Hólupn eins og á venjufegu sveita'heimili, meðal annars að bera á og flytja afrak af túninu. .Eihhvern fyrsta .dag- inn var sveitunga , mínu.m falið að. bera afrakið.á bakinu. Skóla pilturjnn sagðist, kunna þetta verk og ýmislegt fle.ira. Hann hefði ekki farið í tyeggja ára skóla til að, .bera af. Síðan hvarf hann þe.im, fór. aldrei í neinn skóla, e.n varð-.ágæ.tur búhöld- ur í sioni sveit. Um þessar mundir var. lítil aðsókn að tveggja ára bún- aðarskóla. Þá komu Páll Briem amtmaður og Sigurður búnað- armálastjóri til skjalanna, ger- breyttu Hólaskóla og gerðu hann í senn vinsælan og áhrifa mikinn. Piltarnir voru einn vet ur á Hólum við fróðlegt og vekj andi bóklegt nám. Síðan kom verklegt námskeið frá vordög- um og fram á sumar í Gróðrar- stöðinni á Akureyri. Hún var líka verk þeirra vinanna, amt- mannsins og Sigurðar Sigurðs- sonar. Þessi siðabót var líka látin ná til Hvanneyrar. Hinn nýi sið ur hefur rþðið ríkjum í búnað- armálum landsins í meira en hálfa öld. Þetta hefur verið merkilegt tímabil í sögu búnað armála hér á landi. E}n senni- lega þarf að veita nýjum straum um inn í búnaðarmálauppeldið. Aðsókn er þrotin að Hólum og ekki nógu mikil að Hvanneyri. Sennilega finnst ungu bænda- efnunum, sem láta vera að sækja bædaskólana, líkt og stóra piltinum sem þó.ttist ekki þurfa að. vinna léttiverkin á Hól um um síðustu aldamót. Þeir vilja ef til vill fá nýtt form á búnaðarmálakennsluna, sem hæ.fi undinbúningi þeirra og framtíðarvonum. Eg ætla, sem einn af. Norð- lendingum, að bera fram ofur- litja þreytingartillögu í umræð ur varðandi iíf eða dauða Hóla- skóla. Sú hugmynd er þó ekki frá ,mér heldur manni, sem get- ur í þeim efnum talað af reynslu bæði um búskap og þún aðarnám bænda á Norðurlönd- um. Hugmyndin er gömul, frá þe.im tíma, þegar Kristján Karls son, síðar skólastjóri á Hólum, var ræktunar- pg húnaðarmála ráðunautur Rangæinga. Þá var sunnanlands verið að tala um skóla fyrir bændaefni í Skál- holti. Kristján sagði þá í einka- samtali en ekki sem opinbera tillögu, að sér þætti líklegt, að það hentaði sunnlenzkum bændaefnum að sækja búnað- arnámskeið í héraðinu, t. d. að Laugarvatni og vera þar frá haustnóttum og fram að vertíð. Kristján vildi -kenna á þessu námskeiði með fjörugum og vekjandi fyrirlestrum um vandamál hins daglega lífs á bændabýli, en 'þæta síðan við verklegri æfingu í meðferð allra helztu búvéla, hirðing þeirra og viðgerð. Með fyrirlestrum og samtölum kennara Qg nemenda vilþi hann láta nemendur fá yf irþts þekkingu á kynbótum bú f jár og, meðferð mjólkur. Þá vildi Kristján að nemendum væri kennt .að nota fræðirit um öll helztu búnaðarmál. Hólástaður ef rtú staddur á breytingatíma. Engir. bændaleið togai' hafa enn sem komið er lagt fram efnfaldar og fram- kvæmanlegar tillögur um ný- sköpun búnaðarmála á hinum fræga og fornhelga stað. Þess- vegna vil ég leggja inn á óska- seðlaborð bændastéttarinnar þessa sunnlenzku tillögu Norð- lendings, með þeirri breytingu einni, að í stað þriggja mánaða námskeiðs kpmi sjö mánaða bændaskóli. Mér liggur við að trúa því, að þessi tillaga geti með ýmsum endurbótum orðið lífsteinn til að græða með sár og mein þess góðfræga skóla, sem amtmaður og ræktunarfor kólfur efndu til með glæsileg- um árangri í umbótasókn alda- rnótamanna. J. J. GRÝLUKERTI í FROSTUNUM myndast grýlu kerti á þakbrúnum húsa. Slys hljótast stundum af, er þau falla niður. Húseigendur þurfa að fylgjast með þessu og fjarlægja hættuna í tíma, og lögreglan þarf að hressa upp á minni þeirra ef með þarf. í gæi'morgun féll klakastykki niðui' af húsi og hafnaði á skýli barnavagns, reif það og beygl- aði vagninn, en barnið slapp ó- meitt. „Þar munaði mjóu“, og mætti þetta a.tvik . vei-'ða til við vörunar. □ - KVIKSANDUR (Framhald af bls. 4) hef aldrei séð á íslenzku leik- sviði eins greinilega dregið fram í dagsljósið hversu djúpt svart- asti sorinn í mannlífinu getur sokkið. Ólafur Gunnarsson. ÁFENGISSALAN frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríljásjns 1. okt. til 31. des. 1961. Heildarsalan: Selt í og frá Reykjayík kr. 48.104.239.00. Selt í og , frá Akureyri kr. 4.665.139.00. Selt í og frá ísafirði kr. 1.917.072.00. Selt í og frá Seyðisfirði kr. 1.345.449.00. Selt í og frá Siglufirði kr. 1.234.414.00. Samtals kr. 57.266.313.00. Á sama tíma 1960 var salan eins og hér segir: Selt 'í .Og' frá Reykjavík ■>’kr'.- 41,491.801.00. Selt í og frá Akureyri kr. 3.955.980.00. Selt í og frá ísafirði kr. 1.435.777.00. Selt í og frá Seyðisfirði kr. I. 163.614.00. Selt í og frá Siglufirði kr. 861.117.00. Heildarsalan varð þrjú síðastl. ár: 1959 kr. 176.021.137.00. 1960 kr. 187.752.315,00. 1961 kr. 199.385.716.00. Áfengissalan 1961 varð því kr. II. 633.401.00 hærri en 1960, eða 6,2%. Áfengisneyzja árið 1961 var: Sterk v.ín, neyzla á mann af 100% áíengi, 1,478 alkohol lítrar, Veik vín, neyzla á mann af 100% áfengi, 0,137 alkohol lítrar. Árið 1960 var áfengisneyzlan 1,71 alkohollítrar á mann. Áfengisvarnaráð. to ¥ ¥ Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á % J sjötflgsafmœlinu 1. febrúar 1962 með heimsóknum, S gjöfum, símtölum og skeytum og gerðu mér daginn $- í ógleymanlegan. — Gcefan fylgi ykkur öllum. | st SVANHILDUR SIGTRYGGSDÓTTIR, £ £ Böðvarsnesi. % t t FRÁ Félagi verzlunar- qg skrif stofufólks á Akureyri. Félags fólk er.hér mgð minnt á að- alfundinn á sunnudaginn í Gildaskála KEA kl. 2 e..h. BLÁÐIÐ „íslendingur" birti í gær fréttir, getgátur og slúð- ur, en biður svo lesendur sína að trúa varlega. Viðvör- unin er þakkarverð, hvort sem lesendur blaðsins hafa nú verið búnir að átta sig á því áður eða ekki. ENN HEFUR það hent á Ak- ureyri, að skepna var særð í útihúsi svo mjög, að henni varð að lóga. Máí þetta er í höndum lögreglunnar. HAUGANESBÁTAR hafa feng ið góðan afla að undanförnu, þegar á sjó hefur gefið. En eins og allir vita, hefur tíð verið hin hörmulegasta til sjósóknar, í. vetur, Áheit á Reynihlíðarkirkju: Jafnskjótt og byrjað var að ræða um að byggja nýja kirkju í Reykjahlíð, tóku að berast áheit á Reykjahlíðarkiirkju, — Hér fer á eftir listi yfiir áheitin. Kristjana Hallgrímsdóttir, R,- hlíð kr. 500.00. — Rósa Sigur- jónsd., Grímsstöðum, kr. 50.00. Ár. 1956: Bára Sigfúsd., Bjargi, kr. 50. — Kristín Sigfúsd., Stuðl um, kr. 50. — SólVeig Stefánsd., Vogum, kr. 300.00. — Bóas Gunnarsson kr. 130.00. — S. H. kr. 200.00. 1957: B. Sigfúsd., Bjargi, kr. 50. — Guðfinna Stefánsd., Vog- um, kr. 100. — Kristín Jónsd., Voigum, kr. 100. — N. N. kr. 50. — Sólv. Stefánsd., Vogum, kr. 50. 195S: Jóna Jónsd., Vogum, kr. 50. — Sigurlína Helgad., Geit- eyjarstr., kr. 50. —,Sig. Bárð- arson, Heiði, kr. 50. — P. J., Bárðardal, kr. 50. — Sóley Stefánsd., Vogum, kr. 50. — F. Borg kr. 1Q0. — N. N. kr. 2Q0. 1959: Anna V. Skarphéðinsd., Vogum, kr. 50. — Jóna Jónsd., Vogum, kr. 50. — Sólv. Stef- ánsd., Vogum, kr. 100. — Illugi Jónsson, Bjargi, kr. 500. — Björg Stefánsd., Neslörtd, kr. 100. —. Hallgrímur Þórþallsson, Vogum, kr. 100. — Ásthildur Þórhallsdóttir frá Vogum kr. 500. — Ingibjörg H., Strönd, kr. 110. — Óli Jónsson, SJúkrahúsi Húsavikuí’,' kr.lÖO — 'Guðrún J., Reykjahlið, kr. 100. — Helgi V., Grímsstaðir, kr. 100. —• N. N., Eyjafirði, kr. 50. — Guðrún Sigurðard., Reykjahlíð, kr. 500. 1960: Kristín Sigfúsd. kr. 50. —Jóna Jónsd. kr. 50. — Ásdís Sigfúsd. kr. 50. — Félagsbú H. E. H. V. kr. 30. — Sigríður Ás- mundsd., Strönd, kr. 100. — Guðrún Friðfinnsd., Litlustr., kr. 100. — G.uðrún Pálsd., Höfða, kr. 100. — N. N. kr. 60. — María Gísladóttir, Rvík, kr. 500. — Ferðafólk kr. 300. 1961: Ásdís Sigfúsd. kr. 250. — Erna Sigfúsd. kr. 200. — - Niðurlagningar- yerksm. á Siglufirði (Framhald af bls. 1) ur, einkum með erlenda mark- aði fyrir augum. Framkvæmdastjóri er Ólafur G. Jónsson, en norski sérfræð- ingurinn Bernt Bjarnsen ann- ast niðurlagninguna. Síðar er ráðgert að fá fullkomnar vélar. Jóna Jónsd. kr. 150. — Sigríður Guðmundsd. kr. 50. — María Gísladóttir kr. 500. -— Bóas Gunnai'sson kr. 500. — Jón Sig- urðsson, Eskihlíð, kr. 1000. — Marta Jónsd., Heiði, kr. 100. — Arnþór Björnsson kr. 50. — Jpn Árni Sigfússon kr. 1000. — Sól- veig Stefánsd. kr. 200. — Heelgi Vatnar kr. 500. — S. H. kr. 300. Meðtekið. Með bezLu xökkum. Sigfús Hallgrímsson. Inflúenzufarald- ur á Akureyri FYRIR s.íðustu helgi bar á in- flúenzu á nokkrum stöðum á Akureyri. Nú í vikunni 'hefur hún breiðzt mjög ört út. Til mai'ks um það, vantaði 96 nemendur í kennslutíma í M A í gærmorg- un og yfir 100 í Qagnfræðaskól anum. Samkvæmt upplýsingum hér aðslæknisins, Jóharms Þorkels- sonar, eru rrúuni brögð að veik inni í barnaskólunum enn sem komið er, og í sveitunum hefur hún ekki ennþá náð að breiðast út. Ef svo heldur sem horfir hér í bænum, verður Menntaskóla og Gagnfræðaskóla lokað eftir helgina. Samhliða inflúenzunni .geng- ur kveffaraldur og hálsbólga. En einkennin eru: Hár hiti, beinverkir og höfuðverkur. Hér aðslækmrinn ráðleggur fólki að liggja í rúminu að minnsta kosti tvo daga eftir að það er orðið hitalaust, og fara eins vel með sig og auðið er til að forð- ast eftirköstin, sem oftast eru hættulegri. □ ALBERT EINSTEIN, þýzkur vísindamaður. Ung kona hitti Einstein í samkvæmi í Ne,w- York. „Munið þér,“ sagði hún við prófessorinn, „að eg var ein af stúdentum . yðar og . einu sjnni báð(uð þér mig að, verða konuna yðar?“ „Það getur vel verjð1,, sagði Einstein an.nars hugar, „en seg- ið, mér eitt: Gerð.uð þér það?“ SVEN CLAUSEN, danskur, leikriiahöfuudur ag lag^prófegsor. Sven Clausen hafði eitt sinn tínt saman laufhlöð og smá- spýtur í garði sínum og ætlaði að brenna rétt við húsið. Dóttir hans, sem nýlega var byrjuð á laganámi, sá til hans út um gluggann á herbergi sínu og kom nú þjótandi út. „Hvað er þetta, pabbi, veiztu ekki, að það stendur í lögun- um, að ekki megi vera minna en 100 metrar frá eldi að næstu byggingu?" „Jú, eg veit það vel,“ svaraði prófessorinn, „en það er ekki neitt um, að það eigi að vera bein lína.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.