Dagur - 10.03.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 10.03.1962, Blaðsíða 8
8 ■ miiiiiiiMiimiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiuiii immmmmmi immmmmmiiii'i* ,ISLAND OG SUÐUK-SLESVIK’ | My Fajr Lady _ Frumsýning í SUÐUR-JÖSKA blaðinu „Vort omstridte Land“, 5. tbl., febr. 1962, skrifar íslandsvinur- inn Jörgen Bukdahl, rithöfund ur, grein, er hann nefnir „ísland og Suður-Slésvík“. Blað þetta berst framvegis fyrir réttindum Dana þar syðra, og nú standa sveitarstjórnarkosningar þar fyrir dyrum 11. þ. m. Bukdahl segir m. a. í upphafi greinar sinnar á þessa leið: „Bf til vill munu margir spyrja forviða: Hefur þessi fjar læga sögueyja nokkur afskipti af okkar suður-slésvíska deilu- máli? Mætti ekki ætla, að þar væri bæði fjarlægð og tunga þrándur í götu? — Þrátt fyrir það er ísland einmitt það Norð urlandanna, sem í meginatrið- um hefur fylgzt mest og bezt með hinu dansk-iþýzka menn- ingarstríði, og það hefur verið algerlega óháð viðhoi'finu til ríkjasambands Danmerkur og íslands fram til 1918. Þverl á móti. Það hafa einmitt verið þeir hinir sömu sem unnið hafa að fullu sjálfstæði íslands allt fram að síðasta atriði þess, handritamiálinu, sem hafa verið mest slésvíkursinnaðir, og hafa eftir 1920 í ræðu og riti skýrt íslenzkum almenningi frá því, sem fram hefur farið á suður- landamærum Norðurlanda, og það miklu fremur en næsti ná- granni vor, Svíþjóð.“ Hér fer Bukdahl nokkrum orðum um afstöðu Svía fyrr og síðar til þéssa máls. Siðan skýrir Bukdahl allræki lega frá áhuga Jóns Sigurðsson Mlllllllllllliiliilllllllllilllllllllllllilllllllllllilllllllilllilil* EFNAHAGSMÚR j Á ÍSLANDI RÍKISSTJÓRNIN er að reisa ! mikinn og háan múrvegg, líkt = og kommúnistar gerðu í Ber- I lín. j Hinn nýi múr á íslandi er i þó hvorki úr steini né gadda- = vír notaður, heldur er hann i byggður úr efnahagsaðgerðum = íhaldsins og á að skilja sundur i ríka menn og fátæka — vera = varnargarður og brjóstvörn i hinna ríku. \ Einar (ríki) Sigurðsson, i sem er eignalaus maður í = Reykjavík og svo illa stadd- i ur, að ríkið hefur þurft að \ greiða með honunt eins og i hverjunt öðrum stóróinaga, er j búinn að kaupa tvo nýlega i báta í Vestmannaeyjum og = hyggst 'kaupa þrjá til viðbót- i ar þar, af mönnum sem við- = reisnin er að sliga. i Hinir ríku skulu verða enn = ríkari og hinir fátækari enn i fátækari. En þetta kallar íhald = ið að treysta efnahagsgrund- i völlinn og auka hið frjálsa I framtak borgaranna. Ihaldið breiðir skrautklæði i og auglýsingaskrum yfir múr i inn. En þegar vel er að gáð, i sézt hann hvarvetna í gegn og i vekur ugg og ótta ahncnnings. = ai' og djúptækum skilningi hans á Slésvíkur-málinu og rök- studdum samanburði hans á deilumálunum í þessum tveim- ur útjöðrum Danaveldis. Er hér rakinn allrækilega starfsferill Jóns Sigurðssonar, og hve mjög samferða sjálfstæðisbaráttan var á þessum tveimur vígstöðv um um langa hríð, og loks úr- slitum náð um líkt leyti, 1918 og 1920. ... Bukdahl kemur víða við í grein sinni, nefnir m. a. ljóð „þjóðskáldsins mikla“ Matthí- asar Joehumssonar, Suður-Jót- land, og birtir þrjú erindi þess í danskri þýðingu Guðmundar Kambans. Greininni fylgir mynd Jóns Sigurðssonar og Matthíasar. Svulmer höjt i tusind hjerter folkenödens flod; men engang skal bölgen briste, farvet röd av blod. Tordner dröne, solen skælve, lyse vejen frem og forkynde: Sönderjylland atter vundet hjem! Skíðalandsgangan hefst í dag UM SÍÐUSTU helgi hófst önn- ur skíðalandsgangan hér á landi. Hin fyrri fór fram 1957. Hér á Akureyri hefst lands- gangan í dag og liggur göngu- brautin frá íþróttahúsinu upp að Lundi, þar suður og endar brautin við rásmarkið. Hún er 4 km. Ymsir broddborgarar hefja gönguna, svo sem valdsmenn bæjarins, prestar kennarar læknar, íþróttamenn o. fL Þá leikur Lúðrasveit drengja und ir stjóln Jakobs Tryggvasonar, ef frost hamlar ekki lúðra- blæstri. Framkvæmdanefnd lands- göngunnar skip>a Hei'mann Ste- fánsson, Þói-ai'inn Guðmunds- son og Jens Sumai'liðason. Þátt taka í landsgongunni 1957 var 14,3% og gengu 23235 manns. S.-Þingeyingar höfðu mesta þátttöku í sýslum, en Siglfirð- ingar af bæjabúum. Athyggli skal vakin á því, að skólanemendux’, sem fjai'ri eru ,bæ sínum eða héraði, keppa bæði fyrir skóla sinn og heima héx-að í sömu göngunni. Og hvar sem menn eru staddir, geta þeir lokið göngu sinni fyr- ir sína heimabyggð. í dag, laugardag, hefst gang- an kl. 4 síðdegis. Á moi'gun og næstu sunnudaga hefst gangan kl. 10 og stendur til kl. 12 á há degi og síðdegis kl. 4—5. Vii’ka daga verður gengið kl. 6—7 e.h. Landsgöngunni lýkur annan páskadag. Æskilegt er að þátt- taka verði sem mest og að skíða gangan fari fram sem fyi'st, þar sem skíðafæri er nú hið bezta, en getur auðvitað vei'snað. Ekki hvetur blaðið þó til ungbarna- eða gamalmennakeppni, eins og síðast var áberandi. □ í DAG vei'ður frumsýning í Þjóðleikhúsinu á My Fair Lady með Völu, dóttur Einai-s Ki’ist jánssonar óperusöngvara í að- alhlutvei-kinu. Sunnanblöðin hafa öðru FjÓLMENNI AÐ FREYVANGI FYRIR SKÖMMU efndi Keðj- an, kvennadeild slysavai’nafé- lagsins i Öngulsstaðahreppi, til kynningardags að félagsheimili sveitai’innar, Freyvangi. En for maður deildarinnar er frú Kristi-ún Sigurðardóttir á Stað arhóli. Garðar Viborg, erindreki, kenndi þarna hjálp í viðlögum og nutu um 80 manns þeirrar til sagnar. Um kvöldið hafði erind rekinn kvikmyndasýningar, sýndi „Á söguslóðum", banda- í-íska mjmd og „Bjöi’gunarafrek ið við Láti’abjai’g". Voru þá við staddir 130—140 manns. Kynningarkvöld þetta tókst að öllu leyti mjög vel, og eru þátttakendur hinir ánægðustu með þessa fræðslu. HVAÐ MUNÁR OKKUR UM ÞAÐ? SÍÐAN „viSreisnarinnar“ fór að gæta verulega og kaup laun- þega fer ekki í verðbótguhítina og vinstristjórnar-skattana, reynist mönnúm það drýgra, sem er í launaumslaginu, segir Mögginn. Sem dæmi um það, hve þetta er fráleitt, er L d: Fyrir „viðreisn“ kostaði húsaolían héimflutt kr. 1.08 pr. 1. Nú, tveimur árúm síðar, kost- ar hún 1.55. HÆKKUNIN ER 43.6%. ÞAÐ ER 1880 KRÓNA VIÐ- BÓTARSKATTUR A HEIM- ILI, SEM NOTAR 4 ÞÚS. L. AF OLlU Á ÁRI. Margir nota enn- Sýning undir berum himni FYRIR nokkrum árum bar það við á fjölförnum lei&um höfuð- borgarbúa, að dag einn gat að líta málvei’kasýningu undir ber um himni og olli þetta meiri- háttar umferðatruflun. Málverk þessi hafði Stefán Jónsson frá Möðrudal gert og brá fyrir í ýmsum þeirra nægi- legum leiftrum fox-vitnilegra 'hluta, til að stöðva vegfarend- ur og veita þeim umhugsunar- efni. Þegar á daginn leið höfðu ein hverjír í’áðamenn borgarinnar samþykkt, að myndin „Vorleik ur“ og jaí'nvel fleiri myndir, væru siðspillandi á almanna- færi og létu lögi-egluna fjar- lægja. En hin „hneykslanlega“ mynd var af ástaleik stóðsins. Stefán efndi svo til annarrar útisýningar fyi’ir nokkrum dög um, en ekki er þess getið, að hætta stafi af ósiðlegri túlkun vox’s og ásta, svo sem í hið fyrra skiptið. Stefán Jónsson setur nafnið Stói-val í horn mynda sinna. Út skýring hans á þessu nafni er á þessa leið, samkv. viðtali í Tímanum: „Það er nefnilega svoleiðis, að ég er frá Möðrudal, og brennimax’kið okkar er Möðrud, og svo kemur punktur. Þeir gleppa -alui’. En við verðum að nota þessa stafi, þetta eru fall- egir stafir. Sko, ég heiti Stefán, og þess vegna eru fyi’stu tveir stafirni'r í þessu fangamarki St, svo er ég Jónsson, og ó-ið í því kemur næst. R er síðasti staf- urinn í Möðrudalur. Eg heiti nefnilega líka Vilhjálmur, og þar færðu vaffið, og al standa saman í Möðrudal. Þess vegna kalla ég mig Stórval.“ □ þá kol til upphntunar. — í árs- byrjun 1959 kostaði tonnið, hér á Akureyri, kr. 724. Nú köstár tonnið 1318. HÆKKUNIN ER 594 KRÓNUR, EÐA 82%. Já, það er „viðreisnarverð“ á mörgum hlutum’ og ekki að furðu þótt Mogginn hrósi sér af því, hve launin endist vel hjá almenningi. Rafmagnsverðið hefur líka stórlega hækkað, nú síðast hækkuðu aðalliðir þess um einn ■ lítinn fjórðapart, eða 25%. En aumingja kaupið hækkar ekkert, og hvemig á það þá að vera drýgra í notkun en áður? KAUPIÐ I ÁRSLOK 1958 VAR KR. 23.86 Á KLST., Þ. E. VERKAMANNALAUN. KAUP VERKAMANNA NÚ ER KR. 22.74. Svo lofar ríkisstjórnin og Mogginn áframhaldandi bætt- um lífskjörum! Það er meii-a að segja í undirbúningi mynd- skreytt bók af því, hvernig stjórnin ætlar að halda áfram á leiðinni miklu til bættra lífs- kjara! □ hvoru sagt fi’á hinum mikla undirbúningi þessarar sýning- ar, og nú bíða væntanlegir leik húsgestir í spenningi. Fyx-ir um það bil ári síðan horfði sá, er þetta ritar, á sýn- ingu þessa bi'áðskemmtilega sjónleiks vestur á Manhattan og höfðu sýningar staðið þar látlaust nokkur siðustu ár, við fi’ábæra og óvenjulega aðsókn. Á meðan á sýningu þessari stóð, kom það 'hvað eftir annað í hugann, hvort Þjóðleikhúsið gæti sett sjónleikinn á svið heima. Mér fannst það nær ó- hugsandi, og svo munu fleiri hafa litið á þá. Þess vegna er það hið mesta fagnaðarefni og í sannleika leikhússviðburður, að í dag skuli frumsýningin verða. Mjög væri athugandi fyrir leikhúsunnendui’, að efna til hópferðar suður síðar í vet- ur, til að sjá My Fair Lady í Þjóðleikhúsinu. F élagsmálastof nun í Reykjavík FYRR í ÞESSUM MÁNUÐI tók Félagsmálastofnun til stai’fa í Reykjavík. Tilgangur hennar er sá, að annast alþýðufi’æðslu um félagsmál, efnahagsmál og verkalýðsmál. Ennfremur að annast í’annsóknarstörf á sviði félags- og efnahagsmála og fylgjast með þi’óun verðlags og vinnudeilna hér á landi. Fræðslu áðurnefndi’a mála hyggst Félagsmálastofnunin annast með námskeiðum og út- gáfustarfsemi. Á námskeiðun- um verður einnig veitt tilsögn í rökfræði, fundarstjói’n og ræðugerð. Þá verða flutt mörg fræðsluerindi, sem hæfir menn aruxast-í hverri grein. Ekki er að efa, að mikil þörf er fyi-ir fræðslu í félagsmálum. Kennsla í þeim hefur hins veg- ar þótt svo mikið vandaverk og svo hætt við að kennarar bregðist hlutleysi, að allt of lítil fræðsla hefur vex-ið veitt um þessi efni í almennum skóluín. Hin nýja FélagsmálastofnUn er algerlega ópólitísk, að því er Hannes Jónsson tjáði sunn- lenzkum blaðamönnum ný- lega. En hann er eigandi og framkvæmdastjói-i stofnunar- innai’, félagsfræðingur að mennt og fullti’úi í utanríkis- ráðuneytinu. □ í LANDINU stai-fa nú 250 hjúki’unarkonur, íslenzkar. Þar að auki 11 erlendar, en 54 ís- lenzkar hjúkrunarkonur eru við nám og í vinnu erlendis. Hjúkrunarkonuskólinn útskrif- ar árlega 26—30 nemendur. En margar hjúkrunarkonur giftast og hætta hjúkrunarstörfum fljótt eftir að þær útskrifast. Hins vegar fjölgar þeim, sem eftir giftingu taka að sér hjúkr unarstörf að einhverju leyti, vinna t. d. hálfar vaktir á sjúkrahúsum. Ólafsfirðingar komnir I KVÖLD og annað kvöld sýna Ólafsfirðingar sakamólaleikinn „Gildruna“ hér á Akureyri. Leikstjóri er Höskuldur Skag- fjörð. Þetta er fyrsta leikheim- sókn Ólafsfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.