Dagur - 24.03.1962, Blaðsíða 4
4
5
DAGUJR 1
Nýtt
þjóðfélag
GASPUR íhaldsins hefur oftast reynzt
markleysa ein, svo sem títt er um öfga-
flokka. Þess vegna var það heldur ekki
tekið alvarlega þegar Gunnar Thorodd-
sen fjármálaráðhcrra boðaði nýtt efna-
hagslegt þjóðfélag. Menn héldu að þar
væri álíka alvara eins og á bak við nær
sex tugi sparnaðarloforða, sem jafnframt
voru boðuð og af enn mciri fjálgleik.
Reynslan hefur sýnt, að sparnaðar-
loforðin voru glamur eitt, en hún hefur
einnig sýnt, að boðskapurinn um nýtt
efnahagslegt þjóðfélag var alvara. íhaldið
fékk Alþýðuflokkinn sér til samstarfs, og
að því er virðist, án nokkurra skilmála
um stefnur.iál og varð því strax einrátt
um stefnuna. Og sú stefna er auðvitað
ekki í neinu samræmi við það, sem lofað
var fyrir kosningar. Þá var bættum
lífskjörum lofað, heitið að hvika hvergi
í landhelgismálinu, liætta að safna
erlendum skuldum, örva allar nytsamar
framkvæmdir í landinu og auka ein-
staklingsframtakið, gera sem flestum
kleift að hefja sjálfstæðan atvinnu-
rekstur, eignast þak yfir höfuðið og
fleira í þessa átt. Þessi loforð voru gefin
af því þau voru í samræmi við vilja
fólksins og voru nothæf til atkvæða-
smölunar. Og öll voru þau svo herfilega
svikin, að slíks eru engin dæmi. Þetta
finnur hver og einn í versnandi lífs-
kjörum í daglegu lífi.
Hið nýja þjóðfélag á að verða stórt,
opið og varnarlaust veiðisvæði fyrir
tiltölulega fáa, ríka og volduga menn.
Brjóta skal niður þann árangur félags-
legrar uppbyggingar í landinu, sem ís-
lendingar gátu litið til með cinna mestu
stolti. Hvergi voru hlutfallsega fleiri
einstaklingar fjárhagslega sjálfstæðir
með eigin atvinnurekstur, hvergi eins
margir, sem áttu húsin eða íbúðimar er
þeir bjuggu í, hvergi eins lítill launa-
munur og óvíða bctri lífskjör yfirleitt.
Ollu þessu á að breyta og er unnið þrot-
laust að því að brjóta niður það sem
búið er að byggja upp. Hinir stórtenntu
peningahákar íhaldsins og glæframenn,
sem eiga innangengt í stærstu peninga-
stofnanir eru þegar farnir á stúfana til
áð leita uppi hina mörgu einstaklinga,
sem komnir eru að þrotmn með atvinnu-
rekstur sinn undan þunga „viðreisnar-
innar“, til að bjóða þeim að kaupa af
þeim atvinnutækin og jafnvel húsin
þeirra fyrir „sanngjarnt“ verð. Þetta er
vísir áð hinu nýja þjóðfélagi, sem ráð-
herrann boðaði af alvöru. Almenningur í
landinu, svo sem bændur, verkamenn,
iðnverkamenn og skrifstofu- og verzlun-
arfólk, er þegar að verða ofurseldur
hinum veiðibráða peningalýð. Svo mjög
er áð almenningi þrengt, að samkvæmt
útreikningi Hagstofunnar þarf íslenzkur
verkamáður að vinna tvöfaldan vinnu-
tíma síberískra fanga í þyngsta refsingar
flokki til að geta veitt sér brýnustu lífs-
nauðsynjar. Þetta er hið nýja þjóðfélag,
sem boðað var, eftir að auðtrúa fólk hafði
kosið íhald og krata til að bæta lífskjörin,
en því lofuðu flokkar þcssir skýlaust
fyrir síðustu kosningar. Bæjarstjórn-
arkosningarnar í vor munu leiða það í
Ijós, hvort hinn almenni kjósandi unir
þessu hlutskipti.
v----------------------S
FERÐ UM LANGANES
Lánganes er ljótur tángi,
lýgin er þar oft á gángi,
margir bera fisk í fángi,
en fæstir að honum búa,
senn mun ég til sveitar minnar
snúa.
Látra-Björg.
ÞANNIG kvað Látra-Björg
forðum, og mun iþetta vera sú
Langaneslýsing, sem einna víð-
kunnust er.
Mig hafði lengi langað til að
skoða Langanes. Ekki þó vegna
þess að ég 'byggist við að hitta
þar gull og græna skóga, hitt
mun sanni nær, að í huga mín-
um var einhver ömurleika-
kennd í sambandi við þennan
afskekkta landsskika. Varð ým
islegt til að styðja að því. Fyrst
og fremst var .það nú þessi til-
færða vísa Látra-Bjargar, svo
fundust mér sum bæja- og staða
nöfn austur þar næsta óhugn-
anleg, eins og t. d. Hrollaugs-
staðir, Eldjárnsstaðir, Helkundu
heiði. (Landfræðilega tilheyrir
hún iþó ekki Langanesi).
Þá kom það og til að hér
lögðust fleiri býli í eyði en al-
mennt gerist. Allt þetta, og
fleira, lagðist á eitt, og vakti hjá
mér einhverja óhugnunarkennd
en um leið forvitni, og löngun
að fá úr því skorið af eigin sjón
og raun hvernig þetta furðulega
landssvæði liti út. Og á síðast-
liðnum vetri ákvað ég að láta
til skarar skríða næsta sumar,
ef ég fengi því við komið.
Svo var það þjóðhátíðardag-
inn 17. júní síðastliðinn, að ég
lagði af stað með bíl til Þórs-
hafnar í þessa fyrirhuguðu
ferð. „Hátíð er til heilla bezt“,
sagði gamla fólkið. Þennan dag
var söngmót Kirkjukórasam-
bands Norður-Þingeyjarpró-
fastsdæmis á Þórshöfn, í tilefni
af 10 ára afmæli þess, og lágu
þá margra leiðir austur þangað.
Veður var mjög hryssingslegt
þennan dag, norðan hvassviðri
með mikilli úrkomu, og um nótt
ina gerði snjókomu á Öxarfjarð
arheiði svo mikla, að rútur og
fólksbílar komust ekki vestur
yfir heiðina, en máttu bíða
morguns, og urðu þá að fá jarð
ýtu til að ryðja veginn, svo þeir
kæmust yfir. Má það til tíðinda
teljast á þessum árstíma.
Þessa nótt gisti ég á Þórshöfn
hjá þeim Friðjóni Jónssyni frá
Hrauntanga og Unu Guðjóns-
dóttur frá Brimnesi. Fór ég
seint á fætur um morguninn,
því síðla hafði verið gengið til
náða kvöldið áður, og þar að
auki var sunnudagur. Enn var
norðan hvassviðri og mjög kalt,
úrkoma fyrri partinn en þorn-
aði, þegar á daginn leið.
Þennan dag ætlaði ég út að
Hlíð. Hafði ég hugsað mér að
fara gangandi, en þau hjónin
skutu undir mig bíl, og varð ég
þvi feginn, þar sem veðrið var
svo slæmt.
í Hlíð búa þau hjónin Jónas
Helgason frá Árseli og Hólm-
fríður Sóley. Er hún fædd og
uppalin í Hlíð. Munu margir
kannast við hana undir nafninu
„Sóley í Hlíð“, en hún sendi frá
sér fyrir nokkrum árum skáld-
sögu undir því höfundarnafni,
allstóra bók, sem fékk mjög
góða dóma. Má það teljast vel
af sér vikið af húsfreyju í sveit,
að senda frá sér slíkt skáldrit,
samhliða því að ala upp mynd-
arlegan barnahóp, og annast öll
hin margbreyttu störf sveita-
konunnar. Má nærri geta, að
tómstundirnar vilji verða fáar,
og hlýtur að þurfa mikinn á-
huga og þrautseigju, ásamt með
fæddri skáldgáfu, til að vinna
slíkt verk. Er trúlegt, að oft
hafi þurft að klípa af svefntím-
anum til að ljúka verkinu.
í Hlíð var mér tekið með hin
um mestu ágætum. Eg þekkti
Jónas lítillega frá fornu fari, og
höfðum við um margt að spjalla.
Er hann ræðinn og skemmtileg
ur og fróður um margt. Þó mun
ættfræðin vera hans eftirlætis-
fræðigrein, og hygg ég hann
muni vera all margvísan á því
sviði.
Heyrt hef ég suma menn halda
því fram, að hinni aldagömlu,
íslenzku gestrisni sé mjög að
hraka. Hvort þetta hefur við
einhver rök að styðjast, skal ég
ekkert um segja, en svo mikið
er víst, að til Langaness hefur
það fyrirbæri ekki náð, enn sem
komið er.
Frá Hlíð fór ég ekki fyrr en
eftir hádegi næsta dag, notaði
ég morguninn til að skoða mig
um útivið, og spjalla við fólkið.
FYRSTI HLUTI
Nú var komið skafheiðríkt veð-
ur og glampandi sólskin, en
nokkuð loftkalt.
Þennan dag ætlaði ég að ná
út í Skoruvík, en það er nyrzta
byggt ból á Langanesi. Eru nú
þrír bæir komnir í eyði á vest-
anverðu nesinu milli Heiðar-
hafnar og Skoruvíkur: Heiði,
Brimnes og Skæringsstaðir. Var
til skamms tíma margt fólk á
þessum jörðum, og á sumum
stórbú. Væri Skoruvík eflaust
komin í eyði líka, ef ekki kæmu
til sérstakar ástæður, en þaðan
er haldið uppi vitagæzlu við
Langanessvita, og veðurathug-
unum fyrir veðurstofuna, og
verður því eigi hjá því komizt
að halda þar við byggð.
Nú var ég gangandi með bak
poka minn á bakinu, enda var
það ætlun mín að ferðast aðal-
lega fótgangandi að þessu sinni,
en þannig finnst mér skemmti-
legast að ferðast, og þá nýtur
maður bezt þess, er fyrir augun
ber.
Frá Hlíð út að Skoruvík
munu vera 25—30 km., ef farið
er eftir veginum, sennilegt að
síðai-i talan sé nær því rétta,
því vegurinn er krókóttur.
Skammt norður frá Hlíð rís
Heiðarfjall. Þar hefur ameríska
setuliðið sett upp radíómiðun-
arstöð, eins og kunnugt er. Fólk
á Þórshöfn, og eins heimilisfólk
ið í Hlíð, taldi mig mjög á að
fara upp á fjall þetta, bæði til
að sjá mannvirki þau sem þar
eru, og eins vegna útsýnisins,
sem þar er mjög vítt. Varð það
að ráði, að ég hóf ferð mína
þennan dag með því að fara
upp á fjallið, sá ég að vísu að
það mundi tefja mig nokkuð, en
ég þorði ekki að sleppa þessu
tækifæri, þar sem veðrið var
svo fagurt, líka taldi ég mig
hafa nægan tíma til að ná út í
Skoruvík, þó ég legði þessa
lykkju á leið mína.
Upp á fjallið er að sjálfsögðu
vegur, er hann lagður af setu-
liðinu, og talinn einhver sá
bezti á landinu.
Þegar ég var kominn um það
bil miðja vega upp á fjallið,
kemur bíll á eftir mér. Er ekki
að orðlengja það, að þarna er
lögreglan komin, og tekur mig
með það sama. Ekki var þetta
þó alvarlega meint, heldur var
mér boðið upp í bílinn af hinni
mestu kurteisi, þegar bílstjór-
inn hafði kynnt sér hvert ég
var að fara. En hann var enginn
annar en starfandi lögreglu-
þjónn á Þórshöfn, sem einnig
hefur eftirlit uppi á fjallinu, og
var nú í eftirlitsferð þangað.
Var þetta góður greiði, því gang
an upp á fjallið er þó nokkuð
erfið.
Uppi á fjallinu hitti ég Frið-
jón Jónsson, sem ég gisti hjá á
Þórshöfn, en hann er starfsmað
ur þar uppi, og gerðist hann nú
leiðsögumaður minn.
Hér er húsaþyrping töluverð,
enda eru hér staðsettir nokkrir
tugir Ameríkumanna. Einnig
vinnur hér nokkuð af íslending
um. Sagði Friðjón mer að þeir
mundu vera milli 20 og 30, þeg
ar ég var þarna á ferð, en
mundi fækka bráðlega. Á af-
girtum grasbala voru þrír hest-
ar, áttu Ameríkumenn þá, og
skreppa þeir á bak öðru hvoru,
sér til hressingar. Þá ei'u og
þarna að sjálfsögðu stórbrotin
mannvirki, í sam'bandi við starf
semi stöðvarinnar. Gerði ég
mér lítið títt um að skoða þau,
enda var það ekki aðalerindi
mitt þarna upp, heldur að njóta
útsýnisins, sem hér er bæði vítt
og fagurt.
Héðan sést um allan Þistil-
fjörð, bæði flóann og byggðina,
og fjallgarðinn vestan hans, allt
niður í sjó, en norðan hans
sést austasti hluti Melrakka-
sléttunnar. Til norðurs sést yfir
allt Langanesið, alveg norður á
Font, sýnist það héðan að sjá,
vægast sagt, heldur hrjóstrugt
yfir að líta, nánast eingöngu
grátt grjót, og mun hver sá, sem
ekki kynnist Langanesi nánar,
fá af því mjög ranga mynd, og
áreiðanlega geta af fyllstu sann
færingu tekið undir fyrstu hend
ingarnar í vísu Látra-Bjargar.
Til suðurs og suðausturs sjást
Austfjarðafjöllin, jafnvel alla
leið suður undir Seyðisfjörð.
Sést greinilega móta fyrir fjörð
unum og fjallaskögunum milli
þeirra, var það tíguleg sjón. Þá
er og útsýnið til hafsins að sjálf
sögðu afarvítt, allt norðan frá
Sléttu austurundir Seyðisfjörð.
Þegar ég fór niður af fjallinu
aftur, lagði ég leið mína beint
yfir holt og mýrar og tók með
því af mér stóran krók, kom ég
ekki á veginn fyrr en út á svo
nefndum Hrafnabjörgum, en
það mun vera sem næst mitt á
milli bæjanna Heiðar og Brim-
ness. Á síðastliðnu sumri var
ruddur vegur alla leið út í
Skoruvík, og er nú hægt að
komast þangað á bílum, sem
ekki eru mjög vegvandir. Ligg-
ur vegurinn víðast eftir stór-
grýttum holtum og ásum, svo
og sjávarbökkum, en í stöku
stað yfir mýrar. Hefur hér víða
verið myndarlegum bjöi'gum úr
vegi rutt, enda hafa tröllkonur
nútímans, jarðýturnar, vei'ið
hér að verki. Munu bersei'kirn-
ii', sem ruddu veginn gegnum
Box-gai'hraun forðum, varla hafa
betur gei't.
Svo sem áður getur, er nú
engin byggð á nesinu að norðan
verðu frá Heiðai'höfn og út í
Skoruvík. Áður voru þrír bæir
á þessai'i leið, og stundum kot
að auki. Var ömurlegt að fara
fi-am hjá þessum eyðibýlum, og
sjá hálffallin hús og önnur
mannvii'ki, sem eru að gi'otna
niðui'. Hér bjó á fyrstu tugum
þessarar aldar dugmikið fólk,
sem stundaði bæði landbúnað
og sjósókn. Var á sumum bæj-
um búið að slélta allt túnið með
gömlu þaksléttuaðfei'ðinni. Tún
in voru að vísu ekki stór, og
erfitt um útfæi'slu áður en jai'ð
jj Greinai'höfundurinn, Stef- |
I án Vigfússon á Raufai'höfn i
1 sendi grein þessa í Jólablað l
i Dags. En greinin bai'st of i
i seint og birtist hún í þessu jj
i og næstu tölublöðum, eftir i
1 því sem rúm frekast leyfi. =
..........Mlll'
ýtur og skúrðgröfur komu til
sögunnar. Sennilega hafa það
vei’ið vegleysur og slæm í'ækt-
unarskilyrði sem áttu dx'ýgstan
þátt í því, að leggja þessar jarð
ir í eyði.
Þó engin mannabyggð sé nú
lengur á þessari leið, fer því
fjarri að þar í-íki alger þögn og
auðn. Fuglalíf er hér allmikið,
bæði sjófuglar og landfuglar og
lá vel á þeim í sólskininu. Var
og allmargt af lambám í túnum
eyðijai'ðanna, virtust þær una
vel hag sínum, enda enginn
frakkur hundur til að ónáða
þær.
Heldur þótti mér landið ófrítt
og hrjóstrugt hér út nesið. Eftir
að kemur út á Hrafnabjörg, er
mest áberandi stórgrýtisholt og
ásar, en við nánari athugun
leynist alls staðar töluverður
smágróður innan um gi'jótið.
Sums staðar eru mýrarblettir,
og munu þeir vera meiri er
lengi-a kemur upp á nesið, enda
var hér töluverður útengja hey
skapur meðan jarðirnar voi'u í
byggð.
Um kl. 8V2 um kvöldið sá ég
svo loksins heim í Skoruvík.
Það fyi'sta sem ég veitti athygli
er ég sá heim í víkina, var fjöldi
af hvítum þústum á malai'kamb
inum, voru þær sums staðar í
þyrpingu og datt mér fyrst í
hug að þetta væru skepnur. En
fljótlega áttaði ég mig á því, að
þetta voi’u ekki skepnur, held-
ur trjáviðar buðlungar. Trjá-
reka á Langanesi hefur löngum
verið við brugðið, hafði ég og
séð mei'ki þess um daginn að
ekki myndu það ýkjur einar, en
hvergi hafði ég þó séð jafnmik-
ið samankomið og hér, enda
reki á eyðijörðunum lítt hirtui'.
Þegar ég nálgaðist túnið,
flaug upp ki'íuger mikið. Hef ég
aldrei séð jafnmikið af kríu sam
ankomið á einum stað. Er hún
svo að segja eingöngu innan
girðingar sem er um túnið, og
næsta nágrenni, og er þétt setið
alveg heim að íbúðai'húsi. Áður
fyrr var ki'ían dreifðari hér um
holtin, en eftir að girt var hef-
ur hún smátt og smátt flutt sig
inn fyrir girðinguna, virðist
sem hún finni í því meira ör-
yggi fyi'ir vörgum, sem sækja
eftir eggjum hennai', einkum
tófu. Líka virðist sem hún hafi
flutt sig frá nági'annabæjum,
sem komnir eru í eyði, því það
an hefur hún horfið, en að sama
skapi fjölgað hér. Er það vafa-
laust af sömu ástæðu. Hér er
fjörugt líf og hávaðasamt, en
enginn skyldi fara hér um ber-
höfðaðui', eftir að líða tekur á
vai'ptímann, vilji hann ’halda
höfuðleðri sínu ósködduðu.
í Skoruvík búa nú miðaldra
hjón, með eina fóstui'dóttur
unga, og er ekki fleira fólk á
heimilinu. Bóndinn heitir Björn
Kristjánsson, og bjó faðir hans
hér á undan honum. Hér var áð
ur mannmai-gt, fjór- og fimm-
býli. Byggðist þá afkoman fyrst
og fremst á sjósókn, en fiskur
er hér oft uppi í landsteinum,
svo og fugla- og eggjatekju í
Skoruvíkui'bjai'gi og voru fugl
og egg seld víðs vegar. Nú er al
gei-lega hætt við áð nytja bjai'g
ið, en fiskur veiddur til heirn-
ilisþai'fa.
Afomþjófar: Alberfi og Haukur GríSÍr gjalda, en gömul
(Fi-amhald af bls. 1)
ið hefur á í'annsóknai'borð ís-
lenzkra dómara. Þetta er
heimskulegt tal. Hér er enn sem
komið er nákvæmlega eins á-
statt og í Danmörku, þegar mál
Albertis kom fyrst fyrir dóm-
stólana. Hann hafði með svik-
samlegum hætti dregið sér 18
milljónir ki'óna, en Haukur 9.
íslenzku krónurnar eru 1962 að
vísu minni heldur en danska
myntin 1908, en ef litið er á
þjóðarauðinn og mannfjölda
landanna tveggja má segja, að
þýfi íslendingsins sé álíka stór-
fellt eins og fjái'svik Albertis.“
Síðan rekur höf. rannsóknir
málsins áðui', eins og þær voru
birtar almenningi og hvei'nig
Haukur Hvannberg fram-
kvæmdi misfei'lið án vitundar
þeix-ra manna, sem hann vann
fyrir, á sama hátt og Alberti,
sem að síðustu hafði dregið sér
18 milljónir, og opinberaði glæp
sinn sjálfui', „þegar hann sá að
bátur hans var að því kominn
að sökkva í logni“, áður en sjá-
lenzkir bændur og endurskoð-
endur fundu þjófnaðinn.
Og hann rekur vinnubrögðin
í bankaráði og stjórnarnefndum
hinna óteljandi fyi'irtækja hér
á landi og hvei'su hinir ýmsu
stjói'narnefndarmenn eiga ó-
hægt um vik að fylgjast með
daglegum í'eksti'i fyrirtækja,
sem einstökum mönnum er fal-
ið. Síðan segir hann orðrétt:
.... „Einn aðili er hér á landi
sem aldi-ei vei'ður talinn bei'a
lagalega eða siðferðilega ábyrgð
á misferli Hauks og það eru hin
ir þrjátíu þúsund eigendur Sam
bandsins og samvinnufélaganna.
Þar er enginn samsektarmaður
hins íslenzka atómþjófs. Af
tveim ástæðum tel ég mér koma
nokkuð við þessi hlið málsins.
Eg tel þéssa þrjátíu þúsund
íslenzka borgara vei'a hetjur í
þjóðai-hernum. Þeir hafa aldi'ei
beðið ósigur í viðskiptabarátt-
unni. Þeim er farið líkt og járn
síðum Cromwells. Enginn and-
stæðingur hafði séð baksvip
þeiri’a. Þeir höfðu aldrei flúið
á stund hættunnar. SÍS er eina
stórfyrirtæki á íslandi sem
aldrei hefur beðið um eftirgjöf
á löglegum skuldbindingum. Sú
mannmarga fylking er svo dýr-
mæt hinu veikbyggða íslenzka
lýðveldi að enginn skuggi má
ranglega falla á sigursælan
skjöld þessa úrvalsliðs frelsis-
kærrar smáþjóðar."
Gi'ein Jónasar Jónssonar frá
Hriflu endar á þessa leið:
.....Stjói-n SÍS og olíufélag-
anna er í augum almennings í
hliðstæðri aðstöðu og I. C. Chi'is
tensen þegar Alberti játaði sekt
atómmisfei'lanna með Dönum.
Er nú komið undir málstað
þeirra og vaskleik hvei-su lýkur
þátttöku þeirra í olíumálinu.
Mun þeim ekki henta fremur en
hinum skai-pgáfaða Sigurði Jón
assyni að láta einfeldninga eina
um almennar málsvarnir og
skýi'ingar. En hitt þykir mér
nokkru skipta að skýra betur en
enn hefur vei'ið gei't af fori'áða
mönnum samvinnusamtakanna
málstað hinna 30 þúsund ein-
valamanna, sem eiga Samband-
ið og hin vanþroskuðu hlutafé-
lög, sem eru enn á þeirra veg-
um. Mun ég ekki láta ritskoðun
eða ritbann manna sem standa
að hálfsliguðum fésýslufyrir-
tækjum hindra mig frá að
standa með gömlum samvei-ka-
mönnum í dx-eifðum byggðum
og bæjum, ef hætta er á að
skuggi atómþjófnaðar falli á lið
þeirra sem mestan heiður eiga
skilið fyrir mannbótastax-f sam
vinnuhi'eyfingai'innar í land-
inu.“
Fácin orð vegna greinar í Degi 13. des. sl.
BLAÐIÐ Dagur á Akureyri
birti 3. des. sl. grein allmikla,
er bar yfirskriftina „Félags-
heimilin og borgararnir“. Nefnd
grein er að möi'gu leyti vel rit-
uð og athyglisvei'ð, en því mið-
ur virðist svo, sem höfundurinn
hafi fengið að minnsta kosti
nokkurn hluta efnisins í gegn-
um milliliði og að við það hafi
getsakir og ósannindi síast sam
an við.
í kafla þeim, er nefnist „Menn
sem bregðast skyldu sinni“ seg
ir svo m. a.: „Hvernig væi’i að
yfii'heyra svo sem 100 unglinga
af balli til að fá upplýsingar um
hver selur þeim vín. Hér hafa
hinir launuðu löggæzlumenn
hvort sem þeir heita hreppstjór
ar eða löggæzlumenn brugðizt
skyldu sinni á eins opinberan
hátt og verða má — og almenn
ingur þegir.“
Gi'einai'höfundur lætur líka í
það skína, að peningagræðgi
stjórnenda félagsheimilanna sé
svo mikil, að þeir loki næstum
augunum fyi'ir því sem miður
fei'. Á öðrum stað segir orðrétt:
„Áður var bent á, hversu hinir
ýmsu embættismenn bregðast
skyldum sínum í áfengismálun
um, og hvernig þeir beinlínis
hlúa að ósómanum.“
Þar sem ég hef nú töluvert
stai’fað að löggæzlu nokkur und
anfarin ár, tel ég rétt að gera
hér nokkra athugasemd.
Þegar lögin um félagsheimili
voru sett, var megintilgangur-
inn sá, að stífla þann gífurlega
fólkssti-aum, sem þá lá frá sveit
um og þorpum til stærri bæja.
Ekki var þess gætt að miða
þessi mannvirki við þarfir við-
komandi staða. Ríkið hafði heit
ið hlutfallslegum stuðningi við
HUGRUN:
Fanney á Furuvöllum
Útg.: Leiftur, Reykjavík.
NAFNIÐ, sem skáldkonan, Fil-
ippía Kristjansdóttir, skrifar
undir, er bæði fagurt og rétt.
Hún skrifar ekki aðeins sögur
og ljóð, heldur einnig leyndar-
dóma mannshugans. Stundum
eru þær í'únir óráðnar, en stund
um í'áðnar. Vandamál eru di'eg
in fram í rúnaletri frásagnanna,
sum leyst, en önnur ætluð les-
andanum til úrlausnar.
Þó að Fanney á Furuvöllum
sé aðalpersónan í skáldsögunni
og leysi margan vandann með
vizku sinni og góðvild, eru þó
aðrar persónur sögunnar sumar
hverjar í meiri vanda staddar,
vanda, sem Fanney er ekki
megnug að leysa. Það er svo í
lífinu oft og einatt, að vanda-
málin verða ekki leyst, sum af
því, að viljann vantar, sum af
því, að eigi er hlítt þeim ráðum,
sem duga. Væi'i atfei'li manna
og kvenna í lífinu aðeins hegð-
un, þá værl vai'la um vandamál
að ræða. Það sem skapar vand-
ann, er manneðlið sjálft, meng-
að og slungið. Hugrún hefur
skyggnzt djúpt í mannlegt ’hug-
arsti-íð, og samúð hennar með
stríðandi mannssálum er djúp.
Það kemur glöggt fram í sög-
unfti um Fanneyju og samferða
fólk hennar á lífsleiðinni. —
„Mamma er vond“, lætur hún
Fanneyju segja á barnsaldri.
Hvílíkt djúp mannlegrar neyð-
ar, ef í það væi'i skyggnzt, en
það er ekki þetta vandamál,
sem tekið er fyrir í sögunni,
enda hefði það eitt nægt; þessi
orð barnsins eru ekki annað en
barnaskapur; mamma þess er
„vond“, af því að systir er fædd,
sem móðirin verður líka að
sinna. En „vonzkan“ í mann-
heimi er leidd fi'am á svið sög-
unnar í möi'gum myndum og al
vai-legum og þó aldrei án sam-
úðar með persónunum. Það þýð
ir auðvitað ekki, að allt sé kann
að og allt leyst, engan veginn;
við það yrði sagan ofhlaðin.
Hugi'ún hefur skilið eftir rúnir
handa lesandanum að leysa eða
hugleiða, því að lausn er stund
um engin; eigi tjáir að sakast
um oi'ðinn hlut, og sum sár
græðir enginn nema græðarinn
mikli. Hugi'ún þekkir lausn
vandans, lífsvandans. Hún veit,
að það stendur enginn lengur,
en hann er studdur. Það er ekki
nóg fyi'ir rithöfund að sjá að-
eins vandamálin og leika sér að
þeim. Höfundui', sem þekkir
ekki færa leið, getur að vísu
skrifað vel, en aðalatriðið vant-
ai'. Þjóð vor þai'fnast höfunda,
sem geta sagt til vegar. Tvíræð
ar og margræðar frásagnir, sem
skilja lesandann eftir á kvik-
syndi, eiga engan heiður skilið.
En þökk sé Hugrúnu fyrir já-
kvætt og gagnmerkt stai'f. Hún
veit, hvar vegurinn liggui', veg-
urinn gegnum klungrin, og hún
hefur ekki látið glepjast af
tízku, sem hefur listina að leik-
brúðu.
Magiiús Runólfsson.
framkvæmdii'nar og freistuðust
því mai'gir til þess að byggja
sem stærst og glæsilegust hús,
í von um að geta með því bet-
ur haldið hlut sínum fyrir þétt-
býlinu. Þegar svo ríkið komst
í greiðsluþrot og stóð ekki leng
ur við lögboðnar greiðslur til
félagsheimilanna, þyngdist róð-
urinn. Á það bættist svo, að
dómsmálai'áðuneytið, sem sam-
kvæmt i'eglugjörðum á að
gi'eiða meginhlutann af launum
lögi-eglumanna þeiri'a, sem við
félagsheimilin starfa, hefur nú
um tveggja ára skeið að mestu
saltað alla í-eikninga þar að lút
andi, en samkv. reglugjöi'ðinni
greiðir samkomuhafi lögregl-
unni fyrst, en hann á svo að-
gang að dómsmálai'áðuneytinu.
Að vísu hefur ekki skort lof-
oxð á loforð ofan, en efndir hef
ur bara vantað, þar til nú fyrir
fáum dögum. Hið háa dóms-
málaráðuneyti á einnig samkv.
sömu reglugjörðum, að sjá lög-
gæzlumönnunum fyrir fatnaði
og áhöldum.
Þeir er sótt hafa 11. landsmót
U ,M. F. í. að Laugum sl. sum-
ar, geta bezt dæmt um hvei'nig
það fyrii'heit hefur verið efnt.
Af nálega 20 lögi'eglumönnum,
er við Laugamótið störfuðu,
voru allir, að 5 undanskildum,
í gömlum fatagöi'mum og flest-
ir án nauðsynlegustu tækja. —
Þetta er aðbúð hins opinbera að
svonefndri héraðslögreglu annó
1961.
Eg vík svo að félagshcimilun-
um aftur. Eftir fyn-greindar
vanefndir hins opinbera, er
rekstrargrundvöllur félagsheim
ilanna stói'lega skertuil Vegria
þess hafa föi'svarsmenn þeirra
leitað flestra tiltækra í'áða til
að foi'ðast fjárhagslegt tjón af
samkomuhaldi, meðal annai's
með því að hafa ekki fjölménn
ari lögreglu en viðkomandi yf-
irvald hefur fi'amast leyft. í
öðru lagi er mjög erfitt að fá
menn til að gegna þessum störf
um við þær aðstæður, að þeir
séu eins og niðursetningar til
fara og áhaldalausir.
Sem dærni má nefna, að fé-
lagsheimili eins og Skúlagarður
í Kelduhverfi þarf að fá minnst
150 samkomugesti til að fá inn
fyrir brýnasta kostnaði er venju
legur dansleikur hefur í för
með sér. Oft vantar mikið á
þessa tölu, en stundum er fólk
ið líka miklu fleira, t. d. þegar
þekktar hljómsveitir ei'u á ferð
inni.
En hvar á þá að taka aukna
lögreglu? Stundum höfum við
starfað þarna 3, í örfáum til-
fellum 4, en langoftast aðeins
tveir, sem höfum vei’ið frá upp
hafi. Hvei-nig er svo að lenda
allt í einu innan um 300—400
manns fyi'ir aðeins 2 lögreglu-
þjóna? Skyldu þeir ekki hafa
ærið að stai'fa, þó ekki sé gert
ráð fyrir að þeir skrifi niður og
kæri 100 manns og leiti auk
þess í 40—50 bifreiðum að
svín valda
auki? Kannske er greinarhöf-
undur fær um þetta, en ekki
treysti ég mér til þess þó við
annan mann sé. Nei, það þai'f
önnur og sterkari meðul til úr-
bóta oídrykkju og lausúng en
að beina geiri að þeim örfáu
sem enn hafa ekki gefizt upp
við löggæzlustörf í dreifbýlinu.
Nú kann einhver að spyi'ja,
Hvað telur þú að gei-a þyi'fti til
að bæta ástandið?
Ef til vill ei'u engin örugg
meðul til við því, en ég held að
allar úribætur, hér sem annars
staðar þurfi að koma að ofan-
verðu frá. Hvernig væi'i t. d.
að foi'seti vor hætti að veita
vín. Alþingismenn hætti að
halda drykkjuveizlur á kostnað
almennings, hætti að lofa fyrir
kosningar, svlkja eftir kosning-
ar. Er ekki eitthvað bogið við
skólakerfið, uppeldisáhrif kenn
ara og klerka og er ekki upp-
eldismálum heimilanna áfátt, er
ekki sú kynslóð, sem nú er mið
aldra, sökudólgui'inn? Ekki
hafa 16—20 ára unglingar, sú
æska sem nú er talin á villigöt
um, vei'ið að smáselja skika af
landi voru eða landhelgi til þess
eins að skapa sér og sínum
bruðlaðstöðu og flottræfilshátt.
Hefur þessi æska flækt þjóðina
í hei’naðai'bandalag, látið her-
nema landið og stofnað til
hvers konar fjái’málasukks í
ki'ingum herstöðvai-nar og utan
þeirra?
Ekki held ég það.
Hefur þessi æska rekið stjórn
arstefnu, sem hrakið hefúr þús
undir manna úr heimahögum
til Faxaflóasvæðisins og í'askað
þar með undii'byggingu þjóðfé-
lagsins? Nei, áreiðanlega ekki.
Þessi æska er alin upp af þeirri
kynslóð, sem ábyrgðina ber, og
vilji þjóðin úi'bætur, þá verður
að byrja að ofanverðu frá. Þó
mörg atvik og sögusagnir um
slai-k ungs fólks hljóti að valda
áhyggjum og vandræðum, þýðir
ekki að skamma þá fáu menn,
sem enn reyna að bei'jast gegn
þessari óheilla þróun. Eftir höfð
inu dansa limii'nir, og þegár
fullorðna fólkið hefur tekið sér
fi'am munu unglingarnir ái'eið-
anlega gera það líka.
Guðmundur Halldórsson.
Athugasemd.
ÞEIM ummælum greinai'höfund
ar hér að framan, að Dagur hafi
fai'ið með „getsakir og ósann-
indi“ í gi'eininni „Félagsheimil-
in og boi'gararnii'“ frá 13. des. í
vetur, vísa ég algerlega á bug
sem órökstuddum. Grein sú er
hér birtist er jafnvel á ýmsan
hátt góð staðfesting á nefndri
grein um félagsheimilin og
hversu þar er áfátt, t. d. hvað
lögreglueftirlitið snertir.
Ritstj.
<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii<
I MARGIR SELIR |
MARGIR selkópar hafa verið á
Akureyrarpolli í vetur og var
svo enn í gær, því þá sáust sam
tímis 6 eða 7 og er þetta óvenju
legt á þessum slóðum.